3 minute read

Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Styrmir Jóhannsson Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

Engir tveir dagar eru eins, það er nú bara þannig. Þetta er símsvörun, taka á móti tilkynningum og svo erum við að vigta fiskinn og undirbúa fyrir sölu,“ segir Styrmir Jóhannsson, stöðvarstjóri hjá FMS, Fiskmarkaði Suðurnesja, í Grindavík. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan í febrúar árið 1988. Eftir eitt ár í starfi hafði Styrmir reyndar hug á því að hætta hjá fyrirtækinu. „Ég fann mig ekki hérna í Grindavík en svo kynntist ég konunni minni,“ segir hann og síðan erum liðin rúmlega 30 ár.

Styrmir byrjaði tvítugur á sjó og þekkir því sjávarútveginn vel . „Áður en ég fór til Grindavíkur var ég á togaranum Haraldi Böðvarssyni AK frá Akranesi . Það var mjög gott að vera þar,“ segir Styrmir . Næst fór hann á sjó í Grindavík . „Ég fór á vertíð á Hrafni Sveinbjarnarsyni III og við strönduðum hérna í Hópsnesinu í febrúar árið 1988,“ segir Styrmir .

Allir í áhöfninni komust heilir frá því slysi . „Ég held að það sem bjargaði okkur var hvað það var gott veður . Okkur var bjargað mjög snemma í land af þyrlunni . Sem betur fer þá gekk þetta allt mjög vel,“ segir Styrmir og bætir við að það hafi alltaf staðið til hjá honum að fara aftur á nýja bátinn . „En það dróst að hann kæmi svo ég festi mig hérna og hef ekkert farið síðan,“ segir Styrmir sem hóf störf á fiskmarkaðnum í afleysingum til að byrja með .

Ákveðnar kröfur um umgengni og frágang Hann kann vel við að starfa í sjávarútvegi . „Þetta er mjög fjölbreytilegt og mikið um nýjungar í greininni . Meðferð á afla er alltaf að batna og er mun betri í skipunum en þegar ég byrjaði fyrst . Ég held að þetta sé allt á uppleið,“ segir Styrmir sem er líka gæðastjóri hjá FMS . „Ég fylgist

 Styrmir Jóhannsson, stöðvarstjóri hjá FMS í Grindavík, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1988.

með skráningu, þrifum og umgengni en ákveðnar kröfur eru gerðar á umgengni og frágang á fiskinum sem við fáum í hús . Þeim þarf að fylgja eftir,“ segir hann .

Vegna núverandi ástands í samfélaginu fer Styrmir minna á milli staða núna og sinnir því gæðastjórnun meira í gegnum síma . Annars segir hann faraldurinn hafa haft lítil áhrif á vinnuna hjá FMS fyrir utan það að enginn utanaðkomandi má koma inn á svæðið til þeirra . „Þeir sem eru hérna á lyfturunum umgangast sjómennina mjög lítið . Það er voðalega lítið um mannaferðir hérna hjá okkur . Þeir sem koma að sækja fiskinn gera það eftir að við erum farnir,“ segir Styrmir en tekur þó fram að starfsmenn þurfi að gæta sín . „Við erum sex að vinna hérna og ef einn fær Covid þá þarf bara að loka . Það er enginn sem leysir okkur af . Við höfum sloppið við allt saman, sem betur fer,“ segir hann að lokum .

ÆGIR Í 115 ÁR 2004 – Þorskastríðin voru sjálfstæðisbarátta

„Þorskastríðin eru því miður mikið til að gleymast. Sérstaklega hefur mér virst að ungt fólk þekki ekki lengur til þeirra. Þetta finnst mér miður, ekki endilega fyrir hönd okkar á varðskipunum, sem stóðum þarna í eldlínunni, heldur finnst mér málið snúast um sjálfstæði þjóðarinnar. Því miður þekkir ungt fólk ekki lengur að Íslendingar þurftu að berjast fyrir sjálfstæði sínu og hafa mikið fyrir. Úr viðtali við Guðmund Kjærnested, fyrrum skipherra, nóvember 2004.

Í gegnum söguna 2007 – Öld frá því fyrsti togarinn kom til landsins

Þann 24. janúar sl. voru hundrað ár liðin frá því að fyrsti togarinn, sem var smíðaður fyrir íslenska útgerð, kom til landsins. Þetta var Jón forseti, eign Alliance hf., sem var stofnað árið 1905 og var því elsta togarafélag á Íslandi. Jón forseti var smíðaður í Glasgow í Skotlandi og stór á þess tíma mælikvarða – 233 brúttórúmlestir. Frétt, janúar 2007.

This article is from: