6 minute read
Bylting í fiskeldinu á fáum árum
Sjókvíaeldi fyrirtækisins er í dag í Fáskrúðsfirði og Berufirði og vonast það til að fá leyfi til eldis í Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Bylting í fiskeldinu á fáum árum
Rætt við Guðmund Gíslason, stjórnarformann Fiskeldis Austfjarða hf.
Miklar framkvæmdir verða í vetur á vegum Fiskeldis Austfjarða við seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins í Öxarfirði, annars vegar við nýja seiðaeldisstöð þess við Kópasker og hins vegar við seiðaeldisstöðina Rifós í Kelduhverfi sem einnig er í eigu Fiskeldis Austfjarða. Þegar er búið að reisa nýtt 1700 fermetra eldishús við Rifós en í vetur mun rísa 3000 fermetra hús fyrir eldið við Kópasker auk þess sem þar verður borað eftir heitum sjó sem nýttur verður í eldið. Til viðbótar við þessar tvær seiðaeldisstöðvar rekur Fiskeldi Austfjarða seiðaeldisstöð í Þorlákshöfn. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf. segir framkvæmdir í stöðvunum við Öxarfjörð vera stórt skref í seiðaeldisuppbyggingu fyrirtækisins enda leggi vandað seiðaeldi grunninn að góðum árangri í fiskeldi.
Mikil tæknivæðing er í eldinu og fylgst nákvæmlega á tölvuskjám með kvíunum, fóðrun og öðru sem máli skiptir.
Tveggja milljarða fjárfesting í Öxarfirði Heildarfjárfestingin vegna framkvæmdanna við stöðvarnar tvær við Öxarfjörð er áætluð um tveir milljarðar króna . „Við framleiðum seiðin í Rifósi upp í 70
ÆGIR Í 115 ÁR 2014 – Stærsta fiskiskip sem hefur verið hannað á Íslandi
„Við erum komnir í fullan gang með hönnun á skipinu og útboðsgögn vegna smíðinnar verða tilbúin eftir um tvo mánuði. Þetta er stærsta hönnunarverkefni á nýsmíði sem við höfum ráðist í og stærsta fiskiskip sem hefur verið hannað frá grunni á Íslandi,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafafyrirtækisins Navis. Frétt, janúar 2014.
Í gegnum söguna 2015 – Haf- og fiskirannsóknir í hálfa öld
„Á vormánuðum árið 1965 var ákveðið með lögum frá Alþingi að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, sem starfrækt hafði verið frá árinu 1937, skyldi renna í sjálfstæða stofnun, Hafrannsóknastofnunina. Sú stofnun hefði sérstakt skilgreint hlutverk í þágu sjávarútvegsins. Á þessum 50 árum hefur sjávarútvegur verið burðarás atvinnulífsins, þó margt fleira hafi komið til, einkum síðari ár.“ Úr grein Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafró, desember 2015.
Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf.
gramma stærð og munum síðan flytja þau yfir í stöðina við Kópasker og ala þau þar upp í 400 gramma stærð . Þegar þeirri stærð er náð verður seiðunum dælt yfir í bát sem flytur þau til áframeldis í kvíum okkar fyrir austan . Þetta eru stór og mikil hús sem við reisum yfir eldiskerin og húsið við Kópasker verður vafalítið með þeim stærri á Norðurlandi . Það er gott að geta með þessum hætti varist vetrarveðrum,“ segir Guðmundur .
Seiðaeldisstöð var við Kópasker fyrir um 20 árum sem nýtti heitan sjó úr borholu í eldið en fleiri holur verða boraðar fyrir nýju stöðina . Guðmundur segir vaxarhraða seiðanna aukast verulega með því að nýta heita sjóinn . „Þarna fáum við 12-13 gráðu heitan sjó í eldið . Til marks um ávinninginn af því þá nær 100 gramma seiði að tvöfalda þyngd sína á einum mánuði í 13 gráðu heitum sjó en nær ekki nema 130 grömmum í sjö gráðu heitum sjó . Vaxtarhraðinn kemur því til með að verða til muna meiri í nýju stöðinni og eldistíminn styttist sem því nemur,“ segir Guðmundur .
Meira en tvöföldun í framleiðslu milli ára Framleiðsla Fiskeldis Austfjarða verður um 3500 tonn í ár en kemur til með að aukast hratt á næstu árum en fyrirtækið er með leyfi fyrir allt að 20 þúsund tonna eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði . Stefnt er að um 8700 tonna framleiðslu á næsta ári en til viðbótar við þessi tvö eldissvæði eru leyfi til eldis í Stöðvarfirði og Seyðisfirði nú í auglýsingaferli hjá Skipulagsstofnun . Þar yrði um að ræða 17 þúsund tonna viðbót í framleiðslu á ári . Hjá Fiskeldi Austfjarða eru í dag um 100 starfsmenn í heild auk afleiddra starfa í þjónustu við eldið .
Guðmundur segir að nokkur stór atriði skýri öðrum fremur árangur í fiskeldi hér á landi á síðustu árum . „Seiðaeldið er grundvallaratriði í fiskeldinu en einnig eru kvíarnar orðnar sterkari og betri, fóðrið orkuríkara, betri fóðurstýring, meiri tæknivæðing og loks meiri þekking og sterkara fjárhagslegt bakland til uppbyggingar í greininni . Allt hefur þetta valdið byltingu í fiskeldinu frá því sem var fyrr á árum,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að eftirleikurinn í eldinu verði alltaf auðveldari ef vel takist til í seiðaeldinu . Sá þáttur fiskeldisins ráði úrslitum um hvernig til tekst .
Búnaður sem stenst vetrarveðrin Sjúkdómar eru einn af þeim þáttum sem geta ógnað greininni en Guðmundur segir aðstæður hér á landi hjálpa til að halda þeim frá . „Vegna sjávarkuldans búum við hér við minni ógn af sjúkdómum en víða annars staðar . Fiskilús þrífst til dæmis ekki vel í sjö gráðu heitum sjó . Ógn af veðrum er líka orðin minni en áður vegna þess að búnaðurinn er sífellt að verða sterkari og þolnari gagnvart vondum veðrum . Það er helst að við búum við það hér á landi að vondu veðrin standi lengur en víða annars staðar . Við fengum til að mynda mjög vont veður hér fyrir austan fyrir fáum árum, storm þar sem þrjú hundruð ára gamlar lundaholur í Papey skoluðust í burtu en eldisbúnaðurinn okkar stóðst álagið og sjóganginn . En við erum líka samhliða að læra betur hvernig við aðlögum okkur vetraraðstæðunum, hversu mikið af fiski er hægt að hafa í kvíunum á vetarmánuðunum og svo framvegis . Þekkingin er alltaf að aukast,“ segir Guðmundur .
Íslensku eldissvæðin meðal þeirra fremstu Óumdeilt er einmitt að þekking er orðin mun meiri í fiskeldisgreininni hér á landi en var fyrir fáum árum . Stór skýring á því er aukin tengsl við fiskeldisfyrirtæki í Noregi sem hafa áratuga reynslu á þessu sviði og eru meðal þeirra allra fremstu í heiminum . Guðmundur segir þessa tengingu skipta höfuðmáli fyrir framþróun í fiskeldinu hér á landi . „Við erum með lifandi fisk í eldi og hvert einasta smáatriði skiptir máli . Þess vegna má segja að við séum svo heppin að byrja þetta seint í fiskeldinu að við getum nýtt okkur reynslu nágrannaþjóðanna í Noregi, Færeyjum og Skotlandi og sækjum allt það nýjasta og besta sem þessar þjóðir eru að gera . Okkar fiskeldissvæði eru í reynd með þeim flottustu sem finnast í samanburði við þessar eldisþjóðir,“ segir Guðmundur . Hann segir ekki ástæðu til að óttast bakslag á mörkuðum fyrir eldisfisk . „Markaðurinn fyrir eldisfisk í heiminum er um 2,5 milljónir tonna og ef við berum það saman við framleiðslu á kjúklingakjöti þá er bara aukningin í þeirri framleiðslu um 2 milljónir tonna á ári . Laxeldi er því ekki hátt hlutfall af heildarframleiðslu á próteini en við eigum sóknarfæri í því að vera að framleiða umhverfisvottaðan eldislax sem nær þar af leiðandi inn á vaxandi og kröfuharða markaði sem borga hærra verð,“ segir Guðmundur .
Tækifæri til frekari vinnslu hér landi Guðmundur segir aukna framleiðslu eldisfisks skapa tækifæri til að auka vinnsluna á fiskinum hér heima . Þetta megi nú þegar t .d . sjá á Djúpavogi þar sem fiskurinn er tekinn til vinnslu og tæknivæðing hefur verið að aukast „Mikilvægast er núna að ná enn betri tökum á eldinu, auka framleiðslumagnið og samhliða munu opnast enn meiri tækifæri í vinnslunni, ekki síst vegna nálægðar okkar við íslensk tæknifyrirtæki í fiskvinnslu, t .d . Marel, Völku og Skagann 3X . Fiskeldið er orðin grein sem nú þegar stendur fyrir 10% útflutningstekna íslenskra sjávarafurða sem undirstrikar hvaða árgangur hefur náðst nú þegar í íslensku fiskeldi . Og greinin mun vaxa enn frekar á næstu árum, það er ljóst,“ segir Guðmundur Gíslason .