FISKELDI
Sjókvíaeldi fyrirtækisins er í dag í Fáskrúðsfirði og Berufirði og vonast það til að fá leyfi til eldis í Seyðisfirði og Stöðvarfirði.
Bylting í fiskeldinu á fáum árum
Rætt við Guðmund Gíslason, stjórnarformann Fiskeldis Austfjarða hf.
M
iklar framkvæmdir verða í vetur á vegum Fiskeldis Austfjarða við seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins í Öxarfirði, annars vegar við nýja seiðaeldisstöð þess við Kópasker og hins vegar við seiðaeldisstöðina Rifós í Kelduhverfi sem einnig er í eigu Fiskeldis Austfjarða. Þegar er búið að reisa nýtt 1700 fermetra eldishús við Rifós en í vetur mun rísa 3000 fermetra hús fyrir eldið við Kópasker auk þess sem þar verður borað eftir heitum sjó sem nýttur verður í eldið. Til viðbótar við þessar tvær seiðaeldisstöðvar rekur Fiskeldi Austfjarða seiðaeldisstöð í Þorlákshöfn. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf. segir framkvæmdir í stöðvunum við Öxarfjörð vera stórt skref í seiðaeldisuppbyggingu fyrirtækisins enda leggi vandað seiðaeldi grunninn að góðum árangri í fiskeldi.
Mikil tæknivæðing er í eldinu og fylgst nákvæmlega á tölvuskjám með kvíunum, fóðrun
og öðru sem máli skiptir.
Tveggja milljarða fjárfesting í Öxarfirði Heildarfjárfestingin vegna framkvæmdanna við stöðvarnar tvær við
ÆGIR Í 115 ÁR
Öxarfjörð er áætluð um tveir milljarðar króna. „Við framleiðum seiðin í Rifósi upp í 70
Í gegnum söguna
2014 – Stærsta fiskiskip sem hefur verið hannað á Íslandi
2015 – Haf- og fiskirannsóknir í hálfa öld
„Við erum komnir í fullan gang með hönnun á skipinu og útboðsgögn vegna smíðinnar verða tilbúin eftir um tvo mánuði. Þetta er stærsta hönnunarverkefni á nýsmíði sem við höfum ráðist í og stærsta fiskiskip sem hefur verið hannað frá grunni á Íslandi,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafafyrirtækisins Navis. Frétt, janúar 2014.
„Á vormánuðum árið 1965 var ákveðið með lögum frá Alþingi að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, sem starfrækt hafði verið frá árinu 1937, skyldi renna í sjálfstæða stofnun, Hafrannsóknastofnunina. Sú stofnun hefði sérstakt skilgreint hlutverk í þágu sjávarútvegsins. Á þessum 50 árum hefur sjávarútvegur verið burðarás atvinnulífsins, þó margt fleira hafi komið til, einkum síðari ár.“ Úr grein Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafró, desember 2015.
130