1 minute read

115 ára saga framfara fyrir íslenskt samfélag

 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í115 ára afmælisriti Ægis, tímarits um sjávarútveg, er rétt að staldra aðeins við huga að því hversu framsækið það var að hefja tímaritaútgáfu sem þessa á sínum tíma og hvað þá viðhalda henni til framtíðar. Þegar farið er í gegnum sögu Ægis sér maður hversu miklar breytingar hafa orðið á þessari grundvallaratvinnugrein okkar Íslendinga. Þessi 115 ára saga Ægis er því um leið saga gríðarlega breytinga og framfara til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Sjávarútvegur fleytti okkur frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til þess velmegunarsamfélags sem við njótum í dag. Það hefur sannarlega „mikið vatn runnið til sjávar“, íslenskur sjávarútvegur hefur vaxið og dafnað og er fjölbreytt atvinnugrein sem við erum afar stolt af. Þessa dagana fylgjumst við með hröðum breytingum á öllum sviðum.

Advertisement

Efnahagslegar og samfélagslegar breytingar tengdar heimsfaraldrinum munu hafa áhrif til lengri tíma og alls staðar er fólk að reyna að laga sig að nýjum raunveruleika og horfa til framtíðar . Nýsköpun í öllum greinum verður keppikefli næstu missera og mikilvægt er að það eigi sér stað aukin verðmætasköpun og vöruþróun í frjóum jarðvegi . Það sést vel á greinasafninu í þessu riti að við erum á réttri leið . Hér er hugað að nýsköpun, rætt við fjölbreyttan hóp viðmælenda og horft til framtíðar . Síðastliðin ár hafa sprottið upp og vaxið hringinn í kringum landið þjónustu- og hátæknifyrirtæki sem eru í fararbroddi við að hámarka gæði aflans með nýjustu tækni . Tækifæri Íslands felast í frekari verðmætasköpun í þessa veru .

Jafnframt er það frumskylda stjórnvalda að tryggja sem best stöðugleika í rekstrarumhverfi íslensk sjávarútvegs til lengri tíma og búa greininni samkeppnishæft starfsumhverfi . Ég tek þeirri skyldu alvarlega og hef lagt áherslu á einföldun regluverks á mínum málefnasviðum . Þá höfum við lagt mikla áherslu á nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu, meðal annars með stofnun Matvælasjóðs .

Ég færi Ægi, ritstjórn hans og lesendum mínar bestu árnáðaróskir . Vonandi eru önnur 115 ár af útgáfu fram undan – hið minnsta!

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

This article is from: