5 minute read

Ágætt rekstrarár hjá KAPP

Sérsvið KAPP ehf. snýr að kælingu og frystingu, tekjusvið okkar eru nokkur og tengjast öll við kæli- og frystiiðnaði. Í okkar rekstri er sjávarútvegur er mjög stórt tekjusvið, önnur tekjusvið eru þjónsta við smásala, heildsala og flutningafyrirtæki. Við erum t.d nýbúnir að að setja upp ammoníaks kæli- og frystikerfi fyrir nýtt hátæknivöruhús Innnes, sem nú er staðsett í Kornagörðum. Við rekum einnig fullbúið vélaverkstæði og önnumst þjónustu við dieselvélar og komum sem slíkir líka að þjónustu við báta- og skipaflotann. Þjónustusviðið er þess vegna víðfeðmt en starfsmannahópurinn okkar nýtist vel til að annast mismunandi verkefni, hvort heldur er þjónusta við viðskiptavini eða eigin framleiðsla búnaðar,“ segir Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP ehf.

Óhætt er að segja að það fyrirtækið hafi vaxið hröðum skrefum allra síðustu ár og haslað sér völl í þjónustu við sjávarútveg bæði hérlendis og erlendis, auk þess að þjónusta mörg önnur svið atvinnulífsins . Fyrirtækið rekur vélaverkstæði, kæliverkstæði, renniverkstæði og skipaþjónustu ásamt flutningatengdri þjónustu . Tæplega 50 manns starfa hjá KAPP ehf .

OptimICE kerfin aldrei selst betur Í sjávartúvegi er KAPP ehf . er hvað þekktast fyrir framleiðslu og sölu á OptimICE ískrapakerfum sem notuð eru bæði í fiskiskipum og landvinnslum . Þennan búnað er að finna í mörgum af nýjustu togskipum landsmanna, sem og í fiskiðjuverunum . Kæling á fiski þarf að haldast órofin alveg frá veiðum og í gegnum alla vinnsluna og til neytenda . Það er lykilatriði að kæling á fiski sé mjög hröð niður undir 0°C og haldist þannig allan veiðitúrinn, í vinnslurásinni og að diski neytenda . „KAPP er ört vaxandi fyrirtæki og þrátt fyrir allar aðstæður þá hefur gengið mjög vel í ár . OptimICE

 Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Kapp, við OptimICE búnað sem er í smíðum.

búnaðurinn okkar hefur selst vel hér heima og erlendis . Við höfum t .d . nýlega lokið stórum uppsetningum í AusturRússlandi . Þar settum við upp ískrapakerfi, með forkælum og krapakerfi, bæði í landvinnslu og skipum . Sömuleiðis hefur verið mikil sala á OptimICE í Noregi og raunar er þetta besta söluár á OptimICE búnaði hingað til . Þrátt fyrir Covid-19,“ segir Óskar Sveinn . KAPP hannar og smíðar OptimICE kerfin frá grunni og þó ýmsir íhlutir séu aðkeyptir þá er stór hluti þeirra smíðaður innanhúss . Enda er KAPP mjög vel búið tækjum og annast íhlutasmíði fyrir mörg önnur fyrirtæki í atvinnulífinu .

Vöxtur áfram í sjávarútvegi „Vöxtinn sjáum við áfram fyrir okkur í sjávarútvegi og öðrum iðnaði, enda skiptir kæling höfuðmáli fyrir virðisaukningu í greininni . Einnig hefur mikil vitundarvakning átt sér stað í almennri umhverfisvernd sem tengist kælingu og eru fyrirtæki í auknum mæli að skipta út óumhverfisvænum freonkerfum fyrir umhverfisvæn koldíoxíð (CO2) kerfi sem keyra á 30 til 50 prósent minni orku í samanburði við aðra hefðbundna kælimiðla . Í sjávarútvegi höfum við einnig verið að skipta út freonkerfum, fyrir frysti- og kælikerfi sem keyra á ammoníak kælimiðli . Vegna umhverfissjónarmiða eru freon kælimiðlar á útleið, og þurfa allir þeir sem reka freon kerfi að huga að endurnýjun sinna kerfi yfir í umhverfisvæn kæli- og frystikerfi .

Óskar Sveinn segir að fyrir sjávarútveg og annan iðnað selji KAPP ehf . til dæmis búnað til framleiðslu á flöguís og ýmis konar færibönd, sérhæfða Arctic Blast færnanlega frystigáma og frystigeymslur, ásamt öðrum kælilausnum . „Við erum líka sölu- og þjónustuumboð fyrir bandarísku Pisces fiskvinnsluvélarnar og bjóðum allar helstu vélar og heildarlausnir fyrir fiskvinnsluna . Í gegnum Stáltech sem KAPP keypti árið 2018 höfum við getað boðið fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini, sérhæfð færibönd, karalausnir, flæðilínu og ýmar sérlausnir fyrir sjávarútveg . Tækifæri okkar á næstu árum eru jafnt hér heima og erlendis,“ segir Óskar Sveinn .

ÆGIR Í 115 ÁR 2017 – Viðskipti með fisk á heimsvísu aldrei verið meiri

Viðskipti með fiskafurðir stefna í að verða meiri en nokkru sinni á mælikvarða heildarverðmæta afurðanna. Þar er laxinn í forystu samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Gert er ráð fyrir að viðskipti með fiskafurðir nemi 150 milljörðum Bandaríkjadala á árinu, eða um 15.900 milljörðum íslenskra króna. Frétt, ágúst 2017.

Í gegnum söguna 2018 – Kvótakerfið forsenda árangurs í sjávarútvegi

„Afkoma fiskveiðiflotans var afleit þrátt fyrir mikinn afla. Allt of hröð skuttogaravæðing var að sliga margar útgerðir og skipin allt of mörg. Ofan á þetta kom kolsvört skýrsla frá Hafrannsóknastofnun; skera þurfti þorskveiðiheimildir niður um helming. Við þessar aðstæður varð mikil umræða um fiskveiðistjórnun og menn byrjuðu að nefna aflahlutdeildarkerfi, betur þekkt sem kvótakerfið í dag.“ Úr viðtali við Kristján Ragnarsson, fyrrum formann LÍÚ, október 2018.

Félag skipstjórnarmanna

Viðarhöfða 6 - Reykjavík

Sjómannasamband Íslands

EHF

AGS fiskmarkaður Grímsey

ÆGIR Í 115 ÁR 2019 – Plastmengun hafsins vöktuð

Vöktun á örplasti í fýlum fylgir staðlaðri aðferðafræði sem notuð er í hliðstæðum rannsóknum á vegum OSPAR samningsins um verndun NorðausturAtlantshafsins en Ísland hefur verið aðili að honum frá því árið 1997. Frétt um rannsóknir örplastmengun í fýlum og kræklingi, 1. tbl. 2019

Í gegnum söguna

2020 – Björgun Magna

„Þegar við komum fyrst að verkefninu var ástandið á Magna orðið mjög bágborið. Fyrsta verkefnið var að þétta hann, fjarlægja úr honum rigningarvatn sem skipti mörgum tonnum og síðan að kynda bátinn.“ Böðvar Eggertsson í viðtali um björgun dráttarbátsins Magna, 2. tbl. 2020

This article is from: