1 minute read

Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

Engin þjóð í heimi framleiðir jafn mikið af eldisbleikju og Ísland. Ekkert eitt fyrirtæki í heiminum framleiðir meira af bleikju en Samherji fiskeldi. Fyrir vikið er stöðugt og gott framboð af þessum úrvals fiski hér á landi allt árið um kring. Við leggjum því til að lesendur spreyti sig á þessum gómsæta rétti enda hollur og bragðgóður matur.

Hráefni 4 roðlausir bitar af bleikjuflökum um 150 g hver salt og pipar 360 g kotasæla ½ bolli rifinn parmesan ostur 2 msk. fersk basilíka, söxuð 2 tsk. sítrónubörkur salt og pipar ein dós/krukka aspas 1 msk. smjör ½ bolli kjúklingasoð 2 msk sítrónusafi 2 tsk. sósujafnari Aðferð

Kryddið bleikjuna með salti og pipar eftir smekk . Þrýstið aðeins ofan á flökin til að fletja þau . Blandið saman kotasælu, parmesan osti, basilíku, sítrónuberki og kryddið með salti og pipar . Skiptið aspasstönglunum á bitana og jafnið kotasælublöndunni yfir . Rúllið bitunum upp og notið tannstöngul til að halda þeim saman ef þess þarf . Leggið rúllurnar í smurt ofnfast mót með samskeytin niður . Bakið í 220° heitum ofni í 15 til 20 mínútur .

Bræðið á meðan smjör í litlum potti á miðlungshita . Hellið kjúklingasoðinu út í ásamt sítrónusafa og sósujafnara og látið þykkna . Jafnið sósunni yfir bleikjurúllurnar og berið fram með fersku salati og soðnum kartöflum og eða ristuðu brauði .

 SUDOKO

This article is from: