3 minute read
Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Óli Þór Jóhannsson „Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi“
Við höfum eftirlit með auðlind þjóðarinnar, að allt sé gert samkvæmt reglum og lögum. Við förum bæði á hafnirnar, inn í vinnslurnar, förum á sjó með trillum og allt upp í uppsjávarskipin. Og þá meina ég fulla róðra,“ segir Óli Þór Jóhannsson, eftirlitsmaður á veiðieftirlitssviði Fiskistofu. Á því sviði starfa yfir 30 manns á sex starfsstöðvum um land allt. „Þetta er allt saman frábært fólk sem vinnur hérna.“
Advertisement
Túrarnir með skipunum geta verið mislangir en sumir þeirra geta varið í vikutíma . „Svo hafa menn lent í að fara á uppsjávarskip og það hefur verið ákveðið í miðjum túr að landa í Noregi . Maður fer kannski um borð á Þórshöfn en endar í Vestmannaeyjum . Þetta er orðin svo dreifð eignaraðild að útgerðinni og á mörgum stöðum að þetta er svolítið út um allt,“ segir Óli Þór .
Hann segir að þrátt fyrir að menn í hans starfi séu um borð til þess að fylgjast með störfum áhafnarinnar séu samskipti eftirlitsmanna og áhafnar yfirleitt mjög þægileg . „Menn vita alveg af hverju við erum að koma . Við erum bara að fylgjast með og menn eru yfirleitt mjög þægilegir við okkur . Auðvitað eru til undantekningar alls staðar en í 90% tilfelli er þetta bara mjög fínt og engir árekstrar,“ segir Óli Þór .
Í sjávarútvegi frá 16 ára aldri Óli Þór er á sínu sjötta ári í þessu starfi en reynsla hans af sjávarútvegi er mun lengri . „Ég hef verið í sjávarútvegi síðan ég var 16 ára . Ég byrjaði á loðnu, síðan var ég á sjó þar til ég fluttist erlendis og lærði fiskeldi . Síðan kom ég hingað heim og vann í 20 ár í lúðueldi á Hjalteyri á Dalvík, sá um að taka hrogn og svil og frjóvgva egg,“ segir Óli Þór en eftir að hann hætti í fiskeldinu var hann hafnarvörður á Dalvík í fimm ár .
Óli Þór Jóhannsson er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu.
Þá sá hann auglýsta stöðu í eftirliti hjá Fiskistofu á Akureyri og hefur verið í því í tæp sex ár . „Þetta er mjög gefandi og maður er mikið á ferðinni . Svæði okkar eftirmanna á Akureyri er frá Siglufirði að Vopnafirði . En svo erum við oft beðnir um að fara austar, jafnvel á Fáskrúðsfjörð, vestur á firði, til Eyja eða til Grænlands, eins og ég gerði fyrir tveimur árum,“ segir Óli Þór .
Núverandi staða í samfélaginu hefur mikil áhrif á störf eftirlitsmanna . „Eins og staðan er í dag þá er þetta mjög erfitt því menn vilja helst ekki fá okkur um borð . Við fáum að fara með öllum varúðarráðstöfunum inn í verksmiðjurnar en menn eru ekkert hrifnir af því að fá okkur . Við erum að þvælast svo víða,“ segir Óli Þór .
Þróunin mjög mikil lausna eins og áhættustýringar í eftirliti, rafrænna lausna við stjórnun fiskveiða og áreiðanlegra upplýsinga í rauntíma . „Við erum mjög framarlega í rafrænni þróun á þessu sviði . Bæði aflatölur og landanir, þetta er stanslaus púls á auðlindinni . Við erum með gríðarlega góða yfirsýn á því sem er að gerast . Svo er verið að vinna í fjareftirliti með myndvélum,“ útskýrir Óli Þór .
Frá því Óli Þór hóf störf við sjávarútveg fyrir rúmum fjórum áratugum hefur margt breyst . „Þegar ég var sem gutti að vinna í frystihúsinu heima á Dalvík var fiskinum landað lausum á bíla og svo komu þeir keyrandi með dísilmekki og sturtuðu á gólfið í móttökunni . Núna er umgengnin allt önnur og alveg frábær . Það hefur orðið ofboðsleg bylting í sjávarFiskistofa er í fararbroddi í notkun nútíma
útvegi,“ segir Óli Þór að lokum .
ÆGIR Í 115 ÁR 1980 – Nýr sjávarútvegsráðherra
Hinn 8. febrúar s.l. tók ríkisstjórn GunnarsThoroddsen við völdum. Sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra í hinni nýju stjórn er Steingrímur Hermannsson. – Ægir óskar Steingrími Hermannssyni farsældar í hinu nýja og þýðingarmikla starfi hans. Frétt, mars 1980.
Í gegnum söguna 1982 – Nýr björgunarbúningur fyrir sjómenn
Ný tegund af vinnu- og björgunarbuningi hefur nýlega komið á markaðinn, sérstaklega hannaður fyrir siglingarmenn á skútum, fiskimenn og menn á olíuborpöllum. Búningurinn býður upp á tvenna kosti, vörn gegn kulda og gott flotmagn. Sjálfur kemur búningurinn i stað hlýrra yfirhafna, samfestings, regngalla og bjargbeltis. Frétt, febrúar 1982.