2 minute read

Beitir smíðar búnað fyrir fiskvinnsluna

 Laxaslátrunarlína í Stofnfiski sem Beitir smíðaði. í henni eru m.a. tvö færibönd, safnkassi ásamt borðum og vinnuaðstöðu með upphækkanlegum pöllum.

Það sem hefur breyst hjá okkur núna er í raun tvennt. Annars vegar erum við að smíða uppstokkara, mekanískar beitningavélar og rekkakerfi. Og hins vegar höfum við allt þetta ár verið að smíða tækjabúnað fyrir fiskverkun og laxeldi. Við höfum snúið okkur meira að því. Við höfum verið með þrjú mjög stór verkefni í því sviði,“ segir Hafsteinn Ólafsson í fyrirtækinu Beiti í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Hafsteinn segir að um þessar mundir sé rólegt í línubúnaðinum fyrir bátana . Það sé lítið um nýsmíðar og svo sé þetta góður búnaður sem endist lengi . Reyndar hafi Kanadamenn vaknað aftur eftir meira en árs hlé . Þeir séu byrjaðir að hringja á nú og þaðan komið pantanir í tvö sett sem verði afhent í mars .

„Síðastliðinn vetur byrjuðum við að smíða fyrir búnað í sláturhús Stofnfisks . Þar slátra þeir, flokka og verka laxinn sem gengur af í hrognaframleiðslunni . Þeir eru með tvö svona sláturhús . Annars vegar hér í Vogunum undir Stapanum og hins vegar í Kalmannsvík við Hafnir . Við erum búin að smíða þetta hvorutveggja . Þetta er heilmikill búnaður og allt komið í gang í Vogunum, en húsið í Kalmannsvík er ekki tilbúið enn en búnaðurinn bíður þar tilbúinn til uppsetningar,“ segir Hafsteinn .

 Beitir smíðaði þennan flokkari fyrir bolfisk hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þorbirni í

Grindavík og tilheyrarndi búnað við hann, safnhólf, rennur og annað slíkt. Smíðað fyrir Stofnfisk

14 metra langur flokkari „Það sem ber einna hæst líka er að við smíðuðum mjög stóran bolfiskflokkara fyrir Þorbjörn hf . Hann er 14 metra langur með níu úrtökum fyrir bolfisk af öllum stærðum og gerðum . Það er frekar óvenjulegt að flokka þetta svona mikið . Þeir eru svo með fjórar flökunarvélar við flokkarann og við erum með ýmsan búnað í kringum þær . Þetta er hluti af breyttri vinnslulínu en Þorbjörn hefur nú flutt alla vinnslu sína undir eitt þak í Grindavík .

Við vorum svo með stórt verkefni samhliða Marel í Hraðfrystihúsi Hellissands . Þeir voru að færa alla vinnslulínuna til í húsinu, allt kerfið í snyrtisalnum þar sem snyrting og pökkun fer fram . Þeir áttu þarna mikið pláss þar sem rækjuverksmiðjan hafði verið . Nú, á tímum Covid eru menn að pakka afurðunum allt öðruvísi en áður . Það eru fleiri pakkningar en áður og meira fyrir neytendur, en minna fyrir stóreldhús og hótel og veitingahús, sem flest eru lokuð . Sem betur fer fundu menn nýjar leiðir til að selja afurðirnar og þess vegna þurfti meira pláss . Við smíðuðum þarna nokkur færibönd og margt fleira,“ segir Hafsteinn .

This article is from: