3 minute read
Markúsarnetið í 40 ár
ÖRYGGISMÁL Markúsarnetið í 40 ár
tilboð til útgerða og hafna um endurnýjun og skoðanir Markúsarneta
Advertisement
Feðginin Rakel Ýr Pétursdóttir og Pétur Th. Pétursson við höfuðstöðvar Markus
Lifenet. Rakel Ýr tekur nú við rekstri fyrirtækisins af föður sínum. Þegar bjarga þarf fólki úr
Ímars á þessu ári eru 40 ár liðin frá því Markús B. Þorgeirsson kynnti hugmynd sína Björgunarnetið Markús eða Markúsarnetið. Á næsta ári verða einnig 40 ár liðin frá því Hjálmar R. Bárðarson, þáverandi siglingamálastjóri, mælti með þeim um borð í skip á Íslandi og 35 ár frá því þau voru gerð að skyldu í íslenskum skipum 15 m að lengd og stærri. Það eru því mikil tímamót í framleiðslu þessa mikilvæga öryggisbúnaðar fyrir skip og hafnarmannvirki. Rúm 20 ár eru síðan Pétur Th. Pétursson útfærslu Markúsarnetanna, gerð MS, sem hafa síðan verið framleidd af fyrirtæki hans Markus Lifenet ehf. „Markus Lifenet sérhæfir sig enn í dag í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó og getur nú boðið upp á allar tæknilausnir sem náð hafa
setti á íslenskan markað síðustu höfnum er öryggi í því að geta gripið til Markúsarnetsins.
markaðfestu alþjóðlega . Þannig framleiðum við klifurnet allt frá neyðarstigum upp í stór flóttanet af stærðinni 3 x 40 m og klifurnet með mismunandi sérlausnum, svo sem til að velta manni um borð, lyfta undir mann í láréttri stöðu og net sem gera kleift að slæða mann úr sjó,“ segir Pétur .
Einstakt tæki til að bjarga fólki úr sjó Markúsarnetið er enn í dag einstakt tæki til að bjarga fólki úr sjó . Það samanstendur af kastpoka, netstykki með hífistroffum, 3 lyftilínum og færanlegu geymsluhylki með leiðbeiningum . Í kastpokanum er mjög góð flotlína með brjóstlykkju, sem henda má 20 m á jafnsléttu eða 10 m lengra en t .d . björgunarhring eða björgunarbelti . Línan er líka gerð sem öryggislína fyrir mann sem fer öðrum til bjargar og er hann þá tengdur í gegnum netið og lyftilínurnar við bryggjuna eða skipið . Netstykkið er útbúið flotum sem bera 10 kg (einn mann) og myndar sæti eða börur þegar maður fer í það eða er settur í það og eru hífistroffur á netinu til að hífa einn mann upp með krana . Lyftilínurnar þrjár eru með hnútum á 50 sm bili til að lyfta manni með handafli annað hvort í sitjandi, liggjandi eða standandi stöðu . Geymsluhylkið er færanlegt þannig að flytja má netið tilbúið til notkunar að lunningu hvar sem er á skipinu og getur einn maður þannig komið netinu til manns í sjó og í öryggi við skipshlið og tveir menn geta lyft manni á handafli einu saman um borð eða nota má létta kranabómu til að hífa mann um borð .
Fjölbreyttar útfærslur Markúsarneta fyrir skip og hafnir Markúsarnet eru seld með mismunandi löngum lyftilínum, MS .00 fyrir skútur, MS .02 fyrir minni báta með lunningu, MS .05 fyrir hafnir og skip með minna en 5 metra borðhæð, MS .10 fyrir skip með minna en 10 metra borðhæð, MS .20 fyrir skip með minna en 20 metra borðhæð, MS .30 fyrir skip með minna en 30 metra borðhæð . Þannig er kastlínan, netstykkið eins í öllum gerðum Markúsarneta og hylkið eins í öðrum en MS .00 og MS .02 sem eru afgreidd í töskum .
En það eru fleiri tímamót hjá Markus Lifnet ehf . því Pétur segir nú komið að kynslóðaskiptum . „Dóttir mín Rakel Ýr, sem hefur unnið með mér í fyrirtækinu s .l . 10 ár er nú tekin við rekstrinum og komið að leiðarlokum hjá mér í þessu verkefni eftir að hafa verið á vaktinni í 35 ár . Ég mun þó verða henni innan handar í tæknilegum viðfangsefnum og þeirri úttekt á Markúsarnetum í íslenskum höfnum og skipum sem er framundan . Því vil ég nota þetta tækifæri til að þakka velunnurum og samferðamönnum samstarfið í gegnum árin,“ segir Pétur Th . Pétursson .