2 minute read
Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur
Scanmar á Íslandi Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur
Veiðarfæranemar og veiðistýringarkerfi norska fyrirtækisins Scanmar hafa verið snar þáttur í góðum árangri í togveiðum hér við land í áratugi en í ár eru 40 ár síðan fyrirtækið var stofnað. Í upphafi greindu nemarnir fyrst og fremst aflamagn í veiðarfæri en síðan hefur orðið mikil þróun á þessum búnaði og þeim upplýsingum sem skipstjórnendur fá frá kerfinu. Scanmar steig stórt skref á þessu sviði fyrir rúmum tveimur árum þegar ScanBas 365 brúarkerfið kom á markaðinn en með því varð gjörbylting á framsetningu upplýsinga frá nemakerfinu og notendaviðmóti skipstjórnenda.
Advertisement
Afar jákvæð reynsla „Við þróun á þessu nýja kerfi var lagt upp með að einfalt væri fyrir notendur að vinna með ScanBas 365 kerfið og ég held að það hafi tekist, a .m .k . er ekki annað að heyra frá okkar viðskiptavinum . Afar einfalt er að læra á ScanBas 365 og menn þurfa ekki að vera útskrifaðir tölvunarfræðingar til að geta unnið á það . Reynslan er bara á einn veg; afar jákvæð,“ segir Þórir Matthíasson hjá Scanmar á Íslandi .
Með einföldum hætti getur skipstjórnandi kallað fram þær upplýsingar sem þarf til að fylgjast með veiðihæfni veiðarfærisins hverju sinni . Fyrir skipstjórnendur er lykilatriði að fá sem besta yfirsýn á allar þessar upplýsingar í einu og sama kerfinu og það er einmitt hlutverk Scanbas 365 brúarkerfisins .
Ný viðbót fyrir nótaveiðar „Hver notandi hefur sinn aðgang í kerfinu og býr til sínar eigin skjámyndir . Það finnst mönnum mikill og góður kostur . Þá eru allir litir í kerfinu sérvaldir með tilliti til þess að auðveldara sé að horfa á skjáinn í langan tíma . Einn af stórum kostum er að kerfið býður upp á mörg tungumál og þar með talið íslensku, sem skiptir miklu máli,“ segir Þórir en nýjasta viðbótin í kerfinu er umhverfi fyrir nótaveiðar sem gerir skipstjórnendum kleift að fylgjast vel með nótinni í köstun . „Þetta er athyglisverður valkostur fyrir uppsjávarskipin sem algengt er að veiði bæði í troll og með nót .“
Yfirlitsmynd úr ScanBas 365 fyrir nýjustu viðbótina, veiðar með nót.
Víðfeðmar upplýsingar frá Scanmar nemakerfinu. Hér er veitt með tveimur trollum.
Taka eldri brúarkerfi upp í ný Einfalt er fyrir þá sem eru með eldri gerðir brúarkerfisins frá Scanmar að skipta yfir í það nýja . „Við bjóðum viðskiptavinum okkar sem vilja uppfæra í ScanBas 365 sérstakt tilboð þar sem við tökum gamla búnaðinn upp í þann nýja . Fljótlegt er að framkvæma uppfærslu sem þessa sem tekur yfirleitt ekki meira en dagpart í framkvæmd . Þeir fá nýja kerfið þannig á mjög hagstæðu verði,“ segir Þórir og bætir við að kerfið sé í stöðugri þróun og reglulega komi uppfærslur með ýmsum betrumbótum og breytingum . Uppfærslur eru sendar út á netið til viðskiptavina sem geta hlaðið þeim niður, sér að kostnaðarlausu .