3 minute read

Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

 KERALEIGA Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

fyrstu nýju kerin sem framleidd eru að hluta úr eldri kerum senn í notkun

Advertisement

 Fiskiskip landar ferskum fiski og tóm ker frá iTUB bíða þess að fara um borð.

Keraleigufyrirtækið iTUB fagnar á þessu ári 10 ára afmæli en það er í dag með um 50.000 ker í útleigu. Fyrirtækið notar eingöngu polyethelene endurnýtanleg og endurvinnanleg ker frá móðurfélagi sínu, Sæplasti hf., í sitt útleigukerfi sem Hilmir Svavarsson, framkvæmdastjóri iTUB, segir til marks um þá grundvallaráherslu fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum sínum sterkustu kerin sem völ sé á og þau öruggustu með tilliti til matvælaöryggis. Einnig segir hann styrk PE keranna stóran kost þegar kemur að öryggi notenda, PUE ker eigi það til að gefa eftir í lögun og verða varasöm í stöflun og hífingu.

Gömul iTUB ker endurnýtt „Polyethylene (PE) kerin hafa að okkar mati ótvíræða kosti umfram ker sem einangruð eru með polyurethane og þess vegna veljum við að nota þau eingöngu í útleigukerfi iTUB . Auk þess hversu sterk þau eru, viðurkennd og örugg til notkunar í matvælaiðnaði þá er mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga þess kost að endurvinna kerin og nýta hráefnið sem til fellur til framleiðslu á nýjum kerum . Það sýnir umhverfislega ábyrgð og metnað okkar,“ segir Hilmir en þessa dagana er einmitt verið að framleiða hjá Sæplasti fyrstu 100 PE kerin fyrir iTUB sem steypt eru að hluta úr endurvinnsluefni úr gömlum kerum . „Við gerum ráð fyrir að PE kerin endist í 12-15 ár svo að endurvinnsluþörfin er ekki orðin mikil í okkar kerfi enn sem komið er . En sá áfangi sem er að nást með þessum fyrstu kerum þar sem efni úr gömlum kerum frá okkur er notað til að

ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna

1916 – Íslenskur hugvitsmaður

Jón S. Espholin vjelfræðingur, hefur fundið upp nýja bifvjelagerð (Motor), sem sjefræðingum i þeirri grein geðjast mjög vel að. Jón hefur lagt stund á ýmsa vjelfræði erlendis í mörg ár, var til dæmis lengi i þjónustu Burmeisler & Wain. Siðastl. ár var hann hjer heima og fullgerði þá teikningarnar af bifvjel sinni, og fór með þær utan i nóvbr. síðastl. Þegar til Kaupmannahafnar kom, fjekk hann þegar 57ms tilboð um smíði á vjelinni, og sneri hann sjer að síðustu að nafnkunnri bifvjelarverksmiðju sem þegar tók til starfa við smíðið, eftir teikningum og uppdráttum Jóns. Frétt í júlí 1916.

 Hilmir Svavarsson, framkvæmdastjóri iTUB.

steypa ný er mjög stór,“ segir Hilmir og bætir við að markmiðið sé að öll ker í leigukerfi iTUB verði í framtíðinni endurunnin með þessum hætti þegar þau hafa lokið líftíma sínum .

Mikill vöxtur á 10 árum Hilmir segir að stöðugur vöxtur hafi verið hjá iTUB frá því fyrirtækið var stofnað fyrir 10 árum . Það byggði fyrst upp sitt útleigukerfi í Noregi á sínum

 Þjónustunet iTUB teygir sig víða um Norður-Evrópu. tíma en síðan bættust fleiri lönd við í Norður-Evrópu og ekki síst íslenski markaðurinn . „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að vöxturinn haldi áfram næstu ár . Stærstu markaðir okkar, Noregur og Ísland, eru þó ólíkir hvað það varðar að í Noregi erum við fyrst og fremst að keppa við einnota umbúðir í flutningi matvæla á meðan við erum í beinni samkeppni hér heima í keraleigu . Í dag er íslenski markaðurinn orðinn meirihluti okkar veltu og með þá vöru og þjónustu sem við byggjum á teljum við okkur hafa tækifæri til að sækja enn frekar fram hér heima, samhliða vexti erlendis,“ segir Hilmir en stærstur hluti útleigu kera iTUB er til sjávarútvegsfyrirtækja . Kerin eru um borð skipum og eru notuð til flutnings á fiski til erlendra kaupenda . Leigukerfið byggist í grunninn á að iTUB sér til þess að viðskiptavinir hafa alltaf aðgang að umsömdum fjölda kera, hreinum og tilbúnum til notkunar, þar sem þeir þurfa á þeim að halda .

VEIST ÞÚ hvað er í kerinu þínu? iTUB býður upp á PE einangruð ker sem eru að fullu endurvinnanleg

Halda vel styrk og lögun = öruggara vinnuumhverfi til sjós og lands Draga ekki í sig vökva og óhreinindi = aukið matvælaöryggi hráefnisins Halda þyngd sinni út líftímann = réttari vigtun afla úr auðlindinni

VELDU RÉTT!

www.itub-rental.com

This article is from: