3 minute read
Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni
MD Vélar Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni
Þjónusta við útgerð og sjávarútveg hefur alla tíð verið grunnurinn í starfsemi MD Véla en við höfum síðustu ár einnig sótt fram í ýmis konar þjónustu í landi. Dieselvélar, túrbínuþjónusta, viðgerðar- og varahlutaþjónusta og sala vélbúnaðar eru okkar sérsvið þar sem við byggjum fyrst og fremst á búnaði frá Mitsubishi og Solé Diesel. Mitsubishi sem var stofnað 1870 og er einn af stærstu vélaframleiðendum heims, þeir fylgjast vel með markaðnum, þróun hans og uppfylla alla mengunar- og umhverfisstaðla. Solé Diesel er rótgróið fyrirtæki sem var stofnað árið 1914. Samstarf okkar við fyrirtækið hefur gengið einstaklega vel. Þeir eru framúrskarandi í vöruþróun og varahlutaþjónustu og þær vélar sem við bjóðum frá þeim eru flestar með grunnvélum frá Mitsubishi og Deutz ,“ segir Kári Jónsson, viðhalds- og rekstrarstjóri hjá MD Vélum og annar eigenda fyrirtækisins. Fyrirtækið fagnar á þessu ári 30 ára rekstrarafmæli en á afmælisárinu urðu þær breytingar að Kári kom inn sem hluthafi í fyrirtækinu ásamt stofnenda þess Hjalta Sigfússyni.
Advertisement
Þjónusta við allar stærðir véla „Í sjávarútvegi snýst okkar þjónusta um aðal- og hjálparvélar skipa og báta . Þetta er búnaður sem keyrður er allan sólarhringinn þegar á þarf að halda og þar af leiðandi þarf bæði viðhaldsþjónustu og endurnýjun . Við seljum vélar í allt frá litlum skútum og upp í stærri fiski- og flutningaskip,“ segir Kári . Minni vélarnar eru frá Solé Diesel en stærri vélarnar frá Mitsubishi . „Í varahluta-, viðhalds- og viðgerðarþjónustunni geta verkefni okkar verið mjög fjölbreytt að stærð og umfangi, frá fyrirbyggjandi viðhaldi og eftirliti upp í alls herjar upptektir . Í öllum tilfellum er náið samstarf milli okkar og viðskiptavinanna og við leggjum mikið upp úr
Kári Jónsson, viðhalds- og rekstrarstjóri hjá MD Vélum.
góðu fyrirbyggjandi viðhaldi á vélbúnaðinum . Reynslan hefur sannað í gegnum árin að fyrirbyggjandi viðhald margborgar sig og sparar bæði mikla fjármuni, tíma og fyrirhöfn,“ segir Kári en af öðrum búnaði sem MD Vélar selja og þjónusta má nefna túrbínur, rafala, kæla, gíra, skrúfubúnað og þenslutengi fyrir lagnakerfi til sjós og lands en MD Vélar hefur í gegnum árin byggt upp stórt sterkt net birgja sem bjóða hágæða vörur og þjónustu .
Fyrirtækið rekur vel búið verkstæði en hefur einnig net sérhæfðra samstarfsaðila þegar á þarf að halda í stærri verkum .
Varafl víða notað Sem dæmi um þjónustu MD Véla í landi nefnir Kári diesel varaaflsstöðvar fyrir Landsnet og önnur orkufyrirtæki, gagnaver og fleira . Bæði selur fyrirtækið vélbúnaðinn og annast einnig viðhalds- og eftirlitsþjónustu enda grundvallaratriði að búnaður sem þessi sé alltaf tiltækur og í lagi þegar á þarf að halda . Gagnaverum fjölgar stöðugt hér á landi og er því ört stækkandi markaður fyrir dieselknúnar varaaflsstöðvar . „Þetta er vaxandi markaður fyrir okkur og við getum boðið góðar lausnir í t .d . innbyggðum gámum . Varaafl er ekki eingöngu nauðsynlegt hjá gagnaverum heldur einnig á sjúkrahúsum, flugvöllum, hjá fjarskiptafyrirtækjum en einnig þurfa margir aðrir að tryggja sína starfsemi með varaafli . Að mestu byggir þetta á dieselvélum sem við höfum sérþekkingu á,“ segir Kári .
ÆGIR Í 115 ÁR 1992 – Nýr fiskimálastjóri tekur til starfa
Um þessi áramót kemur nýr fiskimálastjóri til starfa hjá Fiskifélagi Íslands. Í samræmi við nýjar samþykktir félagsins er fiskimálastjóri nú ráðinn af stjórn en ekki kosinn af Fiskiþingi eins og áður var. Ráðinn var Bjarni Kr. Grímsson. Bjarni er ekki ókunnur starfsemi félagsins, þar sem hann starfaði sem fulltrúi Vestfirðinga um skeið auk þess að hafa setið í varastjórn félagsins. Frétt, desember 1992.
Í gegnum söguna 1993 – Innlent eldsneyti á fiskiskipaflotann
Vísindamenn telja mögulegt að eftir tiltölulega fá ár geti Íslendingar verið sjálfum sér nógir um eldsneyti á fiskiskipaflotann. Þeir segja að með því að framleiða vetni með raforku í litlum verksmiðjum sem reistar yrðu í útgerðarstöðum hér og þar um landið geti orðið unnt að knýja flotann með innlendu eldsneyti í stað innflutts. Þeir telja ekki óraunhœft að áœtla að þessu takmarki verði náð um árið 2020. Frétt, ágúst 1993.