3 minute read
Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni
VINNSLUTÆKNI Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni
Tækniþróun hefur líkast til hvergi orðið eins sýnileg í sjávarútvegi og í nýjustu fiskiðjuverum landsins. Eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem er í fararbroddi í framþróuninni er Valka ehf. sem er fyrir löngu orðið heimsþekkt fyrir vinnslulausnir og nýjungar sem stöðugt líta dagsins ljós. Hugmyndafræðin byggir á að alltaf sé hægt að finna nýja tækni, gera betur á öllum sviðum, bæta afurðirnar, auka nýtingu, létta störfin, bæta hag framleiðendanna, nýta auðlindina enn betur en áður. Hér á eftir eru nefnd fáein dæmi um það allra nýjasta frá fyrirtækinu, fiskvinnslubúnað dagsins í dag og næstu framtíðar.
Leikjafræði líka í fiskvinnslunni! Fisk Seafood á Sauðárkróki festi nýverið kaup á nýju kerfi frá Völku fyrir samval og sjálfvirka pökkun á léttsöltuðum frystum
Myndgreiningartækni tegundagreinir hvern einasta fisk.
Hægt er að skera flökin hvernig sem er með vélbúnaðinum. Þannig er auðvelt að verða við óskum viðskiptavina um stærð og þyngd þeirra bita sem þeir óska eftir.
Horft yfir hluta vinnslukerfis fá Völku. Samlíkingin við gatnamót í stórborg kemur óneitanlega upp í hugann. Afurðirnar fara mismunandi leiðir til enda vinnslunnar. Allt með sjálfvirkum hætti.
Vatnsskurðarvélar eru hjartað í nútímavinnslu. Á örskotsstundu er flakið komið í nákvæmar bitastærðir.
flökum . Kerfið velur saman og pakkar flökum í kassa með mun meiri nákvæmni en þekkst hefur og sparar þannig verðmæta yfirvigt . Hefðbundnir samvalsflokkarar nota líkindareikning út frá þyngd á einu stykki en samvals- og pökkunarróbótinn frá Völku þekkir raunverulega þyngd stykkja sem eru á leiðinni . Hugbúnaðurinn byggir á leikjafræði (e . game theory) og var þróaður í samstarfi við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík . Búnaðurinn ákvarðar þannig linnulaust bestu lausn og eyðir óæskilegri yfirvigt .
Myndgreiningartækni tegundagreinir fiskana Nýverið setti Valka upp flokkunarkerfi um borð í sex nýjum skipum fyrirtækjanna Skinneyjar Þinganess ehf . og Gjögurs ehf . Micro ehf . sá um að stálsmíðina en Valka um hugbúnað og myndgreiningarkerfi . Kerfið tekur mynd af hverjum einasta fiski, greinir tegund, metur þyngd fisksins og beinir fiskinum rétta leið . Yfir 99% árangur hefur náðst í tegundagreiningunni sem styttir tíma og eykur áreiðanleika í flokkun á afla . Sem aftur leiðir til þessa að hráefnið heldur betri gæðum .
Fjórtan mögulegar afurðaleiðir - 1000 bitar á mínútu! Eitt stærsta verkefni Völku á fiskiðnaðarsviðinu hingað til er búnaður í hátæknivinnsluhúsi Samherja hf . á Dalvík en húsið var tekið í notkun síðsumars . Í því eru fjórar vinnslulínur, vinnslukerfið er nánast alsjálfvirkt eftir snyrtingu flakanna . Að jafnaði er hvert flak skorið í marga bita og mögulegar afurðategundir eru fjölmargar þar sem hver biti getur í raun farið í hvaða afurðaleið sem er; nokkrar ferskpökkunarleiðir, í vacuum pökkunarvélar eða í einn af fjórum lausfrystum . Allt eftir því hvaða óskir viðskiptavinir hafa sett fram í fyrirliggjandi pöntunum . Vinnslulínan getur skilað 1000 bitum á mínútu!
Framleiðslustýringin í vinnslunni er afar flókin og flæði fiskbitanna minnir helst á umferðarþunga og flóknar hraðbrautarslaufur í stórborgum . En öllu er stýrt með sjálfvirkum hætti og afurðirnar skila sér hratt og vel á leiðarenda vinnslunnar .
Róbótar dansa eftir þrívíðum röntgenmyndum Frá því að fyrsta skurðarvélin frá Völku var sett upp hjá HB Granda fyrir um átta árum þá hefur mikið breyst hvað varðar möguleika og getu skurðarvélarinnar sem er eitt af lykiltækjum hátækninnar í vinnslukerfunum frá Völku . Tækninni hefur fleygt fram og sem dæmi skilar hún mun nákvæmari myndum en í upphafi . Róbótarnir sem skera fiskflökin höfðu í byrjun einungis möguleika á hliðarfærslu en í dag færast þeir í fjórar áttir, upp og niður og geta auk þess hallast . Nýjasta viðbótin er svo myndgreining á beinagarði með „steríó-röntgen“ og fást þá þrívíðar myndir sem róbótarnir nota til að skera . Og það skilar enn meiri skurðarnákvæmni eða áður .