2 minute read

Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn

 Pawel Klukowicz er verkstjóri hjá G.Run hf. á Grundarfirði en hjá fyrirtækinu vinna einnig eiginkona hans, móðir og bróðir.

FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Pawel Klukowicz „Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn“

Ég kom til Íslands þann 16. desember árið 2005 og byrjaði að vinna hjá G. Run daginn eftir. Fyrstu þrjú árin vann ég á flökunarvélum, næstu tíu ár var ég lyftaramaður í móttökunni og síðustu tvö ár hef ég unnið sem verkstjóri,“ segir Pawel Klukowicz, verkstjóri í fiskvinnslu G.Run á Grundarfirði, sem vinnur þar ásamt konu sinni, móður og bróður.

Mæli með starfi í sjávarútvegi „Verkefni mitt er að skipuleggja og hafa umsjón með daglegum störfum í vinnslunni, allt frá því að fiskinum er landað á bryggjunni þar til afurðum er keyrt inn í flutningarbíl . Ég vinn ásamt hópi verkstjóra sem skipuleggur veiðar, framleiðsluröð, gerð söluáætlana og stjórnun . Ég er heppinn að hafa góðan hóp og þá gengur allt vel,“ segir Pawel .

Hann er hrifinn af sjávarútvegi á Ísland þrátt fyrir að hafa ekki samanburð við önnur lönd . „Ég veit að á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn . Sjávarútvegurinn er sterkur á Íslandi og verður það alltaf . Við sjáum að margir eru að missa starf sitt vegna Covid-19 en sjávarútvegurinn er fjárhagslega stöðugur . Þótt vinnan sé ekki létt þá mæli ég með starfi á þessu sviði og tel þetta vera mjög mikilvægan punkt í íslenska hagkerfinu,“ segir Pawel . Ísland í fararbroddi Hann er á því að það sé margt mjög heillandi við að vinna í sjávarútvegi á Íslandi og nefnir sérstaklega þá stöðugu þróun sem er í greininni . „Á Íslandi er alltaf verið að reyna að breyta öllu til hins betra . Nýir bátar, ný fyrirtæki í fiski, betri leiðir til að flytja fisk til útlanda og fleira . Á síðustu 15 árum hefur vinna mín í sjávarútvegi breyst rosalega mikið . Gæði vörunnar eru meiri, þróun véla er á mjög háu stigi sem gerir vinnuna léttari fyrir starfsfólkið . Það heillar mig að svona lítið ríki eins og Ísland geri svona mikið fyrir sjávarútveginn í heiminum . Áfram sjávarútvegur á Íslandi,“ segir Pawel að lokum .

ÆGIR Í 115 ÁR 1932 – Söluvagn á götunum

Hinn 16. nóv. byrjaði hér á götunum ýmiskonar sala úr þar til gerðum vagni. Frá kl. hálfsjö á morgnana fæst þar heitt kaffi og Wienar-brauð. – Molakaffi kostar 20 aur. bollinn, og er því tilvalið fyrir verkamenn að fá sér þar morgunkaffið. – Á morgnana mun vagninn aðallega halda sig hjá höfninni, austanvert við Steínbryggjuna, en færa sig síðan austur að kolakrananum fyrir eftirmiðdagskaffið. Frétt, nóvember 1932.

Í gegnum söguna

1934 – Nýja síldarverksmiðjan

Síðasta vetrardag (18. apríl), fóru héðan með varðskipinu »Ægir«, þeir Kristján Bergsson, Sveinn Benediktsson.Trausti Ólafsson, Finnbogi R. Þorvaldsson og Ólafur Þórðarson frá Hafnarfirði, tilþess að athuga, hvar heppilegastur staður væri fyrir hina væntanlegu sildarverksmiðju á Norðurlandi. Hinir þrír fyrst töldu eru ráðunautar ríkisstjórnarinnar um hvar verksmiðjuna skuli reisa. Frétt, apríl 1934.

This article is from: