2 minute read

Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

Gúmmísteypa Þ. Lárusson Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

 Starfsmenn Gúmmísteypu Þ. Lárusson. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu í þjónustu við íslenskan sjávarútveg.

Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur að undanförnu aukið umsvif sín verulega í reimaþjónustu fyrir matvælaiðnað en vart er til sú fiskvinnsla eða skip hér á landi þar sem færibönd koma ekki við sögu. Fyrirtækið þjónustar innlend tæknifyrirtæki sem framleiða vinnslubúnað í t.d. sjávarútvegi auk þess að þjónusta skip og landvinnslur á þessu sviði.

Byggt á langri sögu Gúmmísteypa Þ . Lárusson var stofnuð árið 1984 en fyrirtækið hét áður Gúmmí-

ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1920 – Ný gasstöð við Rauðarárstíg

Aðalstarf þessarar gasstöðvar er að framleiða gas til Ijósa, þannig að hið hreinsaða gas er látið á sterkar járnflöskur af ýmsum stærðum og vega hinar þyngstu 100 kg., og geta menn því fengið heim til sín eða út á skip, efni í ágætt ljós, sem auk þess mun ódýrt. Frétt um opnun gasstöðvar Ísaga, febrúar 1920. steypa Þ . Kristjánsson og var stofnað árið 1952 . Á þeim tíma snerust verkefnin m .a . um viðgerðir á gúmmíblökkum fyrir síldveiðar . Enn þann dag í dag steypir fyrirtækið margvíslega hluti úr hrágúmmíi sem notaðir eru vítt og breitt í atvinnulífinu . Af vörum fyrir sjávarútveginn má nefna t .d . pressuhjól í flestar gerðir netaspila og sjóvéla, gúmmíklædd álkefli fyrir spil og blakkir, auk viðgerðarþjónustu á netaniðurleggjurum .

Sókn í reimaþjónustunni Berglind Steinunnardóttir, framkvæmdastjóri Gúmmísteypu Þ . Lárusson segir að árið 2018 hafi fyrirtækið tekið við sölu- og þjónustuumboði fyrir Habasit færibandareimar fyrir matvælaiðnað . Gúmmísteypan hafði árinu áður keypt Reimaþjónustuna og sameinað sínum rekstri og jók með Habasit enn frekar þjónustu sína á þessu sviði . „Við bjóðum mikið úrval af böndum og reimum sem öll eru vottuð til notkunar í kröfuhörðum matvælaiðnaði eins og sjávarútvegur er . Nýjast eru svokölluð kubbabönd sem mikið eru notuð í t .d . fiskvinnslunum en viðskiptavinir okkar í sjávarútvegi eru framleiðendur vinnslubúnaðar sem og útgerðir og fiskvinnslur,“ segir Berglind en auk banda fyrir matvælaiðnað framleiðir fyrirtækið gúmmíbönd sem notuð eru víða í iðnaði, s .s . hjá álverunum . Viðskipavinahópurinn er því stór og fjölbreyttur .

Sérfræðingar í færiböndum Líkt og sjá má í nýjustu fiskiðjuverunum á Íslandi byggja þau mikið á alls kyns útfærslum af færiböndum og í raun eru þau grundvallarbúnaður í því að færa fiskinn áfram í vinnslunni með sjálfvirkum hætti . Bönd frá Gúmmísteypu Þ . Lárusson koma þarna mikið við sögu .

Starfsmenn fyrirtækisins fara gjarnan til viðskiptavina til að endurnýja böndin þegar óskað er eftir . Þjónusta fyrirtækisins teygir sig því víða um land og um borð í skip . „Öll efni sem notuð eru til framleiðslu matvælabanda okkar uppfylla allar kröfur sem gerðar eru í matvælaiðnaði og eru vottuð . Hér er sérfræðikunnátta í færiböndum, við byggjum á áratuga reynslu og góðri þjónustu . Gæðin skipta öllu máli í þessari þjónustu,“ segir Berglind .

This article is from: