2 minute read
Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki
Hampiðjan Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki
Gífurlegt álag er á veiðarfærið á kolmunnaveiðum, sér í lagi þegar veitt er á Rockall svæðinu að vetri í vondum veðrum og miklum sjógangi. Nýi Rockall kolmunnapokinn rúmar um 900 tonna afla.
Advertisement
Nú fer að líða að því að útgerðir uppsjávarskipa fari að huga að kolmunnaveiðum eftir áramót. Vertíðin hófst reyndar strax í janúar síðastliðinn vetur því loðnan var ekki í veiðanlegum mæli. Enn standa þó vonir til þess að loðnuvertíð gæti orðið og fari svo mun kolmunnavertíðin hefjast að loðnuveiðum loknum. Kolmunnakvóti Íslendinga á næsta ári er áætlaður 200 þúsund tonn.
Þolraun fyrir veiðarfærin Kolmunnaveiðarnar reyna mjög á veiðarfærin og þá sérstaklega á kolmunnapokana . Það gerist helst á veiðisvæðinu umhverfis Rockall klettinn þar sem íslensku skipin mega veiða á alþjóðlegu hafsvæði . Þó er hægara sagt en gert að veiða kolmunnann á þessu svæði að vetri til og fram á vor því þarna er oft mikið um djúpar lægðir með stormum og stórsjó . Því þarf að beita þar öflugum og kraftmiklum skipum til að stunda veiðarnar að gagni . Að sama skapi þurfa veiðarfærin að vera það öflug og sterk að þau þoli átökin þegar kolmunnapokinn kemur upp í yfirborðið af 600 til 700 metra dýpi og skýst upp úr sjónum af fullum krafti .
Nýr Rockall poki tekur 900 tonn Undanfarna mánuði hefur hjá Hampiðjunni verið unnið að því að hanna sterkari og öflugri kolmunnapoka fyrir skipin sem þolir þessi miklu átök . Afraksturinn er nýr Rockall kolmunnapoki sem er 86 metrar
Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson tekur flottrollið um borð.
að lengd, með 48 metra ummáli að ofan og 15 metra að neðan í pokaendanum . Heildarþyngd pokans er 6,8 tonn þegar hann er nýr og þurr . Áætlað er að pokinn rúmi útþaninn um 900 tonn af kolmunna . Innsta lagið í pokanum er úr fléttuðu Utzon næloni í 50 mm heilmöskva og utan um þetta lag koma hlífar úr þreföldu fléttuðu Utzon næloni í 150 mm heilmöskva . Utan um pokann eru þenslugjarðir úr 44 mm Danline kaðli með 1 metra millibili frá pokaenda fram yfir miðjan pokann . „Þessi nýi Rockall poki ætti því að hafa alla burði til að ráða við stór höl tekin af öflugum og kraftmiklum uppsjávarskipum í miklum sjógangi,“ segir í frétt frá Hampiðjunnar um nýja pokann .