2 minute read
Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu
Ný tækifæri til inn- og útflutnings sköpuðust þegar ferjusiglingar hófust fyrir þremur árum. Nú er siglt tvisvar í viku frá Þorlákshöfn til meginlands Evrópu. Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu
Höfnin hér hjá okkur er afar vel í sveit sett og alveg tilvalin til vöruflutninga til og frá meginlandi Evrópu. Mun skemmri tíma tekur að sigla hingað en til Reykjavíkur og stuttur spölur að fara landveginn héðan með varning til höfuðborgarsvæðisins,“ segir segir Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. „Tilkoma ferjanna, sem koma hingað tvisvar í viku, hefur stóraukið áhuga fyrirtækja á að koma sér hér fyrir og því er sveitarfélagið að mæta með kraftmiklu skipulagi og nægu framboði af lóðum.“
Advertisement
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1936 – Fyrsti vélbáturinn smíðaður í Keflavík
Hinn 10. febrúar var settur á flot vélbáturinn Sæfari II., sem smíðaður heflr verið í Keílavík, og er það fyrsti vélbátur, sem smíðaður hefir verið þar. Báturinn er allur byggður úr eik. Hann er 29 smálestir að stærð með 90 hestafla June Munktel vél. Peter Wiglund bátasmiður sá um smíði bátsins. Eigendur hans eru þeir Elías Þorsteinsson, Albert og Ólafur Bjarnasynir, útgerðarmenn í Kefllavík. Frétt, mars 1936.
Mikill uppgangur hefur verið í kringum höfnina í Þorlákshöfn að undanförnu og segir Hjörtur að sjö mánaða uppgjör hafnarinnar sýni 40% tekjuaukningu á milli ára . „Það geta ekki margar hafnir á landinu státað af slíkum vexti á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa en þessi aukning er í öllum þáttum, bæði aukinn landaður afli og auknir vöruflutningar,“ segir Hjörtur .
Þjónusta sem vantaði Rúmlega þrjú ár eru síðan ferjan Mykines hóf siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam með viðkomu í Færeyjum á leið til Íslands og fer hún úr höfn á föstudagskvöldum . „Við fundum strax að þarna var komin þjónusta sem hafði vantað fyrir útflytjendur en þetta þýddi lengri vinnuviku í fiskvinnslunum sem gátu komið fiskinum ferskum á markað ytra . Þá fer ferjan Mistral einnig héðan á mánudögum til Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum í báðum leiðum . Það er því ys og þys hér í höfninni vegna þessara flutninga sem bætist við ýmsar annir aðrar því Þorlákshöfn er jú fiskihöfn líka eins og allir vita,“ segir Hjörtur hafnarstjóri .
Á hafnarsvæðinu eru tilbúnar lóðir fyrir aukna starfsemi . „Við höfum þá trú að inn- og útflytjendur muni leggja aukna áherslu á skemmri siglingu með afurðir til helstu markaðssvæða, m .a . til að grynnka kolefnisfótsporið . Til að ná því markmiði er Þorlákshöfn besti kosturinn fyrir þá sem flytja afurðir frá Faxaflóasvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Hjörtur .
Nýr dráttarbátur Í Þorlákshöfn hafa lengi staðið yfir miklar framkvæmdir og fram undan er enn frekari stækkun hafnarinnar með áherslu á inn- og útflutning á sjó . „Það er verið að undirbúa aðgerðir sem gera höfninni kleift að taka á móti allt að 180 metra löngum skipum að hafnarbakka,“ segir Hjörtur og bætir við að lengja þurfi Suðurgarðinn og stækka snúningssvæði í höfninni . „Þá vil ég að síðustu nefna kaup okkar á dráttarbátnum Jötni af Faxaflóahöfnum en tilkoma hans stórbætir þjónustu okkar og bætist hann við annað dráttarskip sem fyrir var . Báturinn hefur nú fengið nafnið Herdís og er þannig fyrsti dráttarbáturinn í sögu hafnarreksturs hér á landi sem ber kvenmannsnafn . Það þykir okkur ekki verra,“ segir Hjörtur hafnarstjóri að lokum .