3 minute read
Íslenski krafturinn getur opnað margar dyr
Sara Atladóttir í vinnu sinni sem fóðrari hjá Löxum fiskeldi ehf.
Ég sé um að gefa fiskinum rétt magn af fóðri til að ná honum mettum. Ég sit við sex tölvuskjái þar sem ég hef bæði yfirsýn og stjórn á yfirborðs- og sjávarmyndavélum í hverri kví sem ég stjórna mjög nákvæmlega til þess að geta gefið rétt magn af fóðri til fisksins hverju sinni og stoppa fóðurgjöfina þegar fiskurinn er mettur,“ segir Sara Atladóttir, fóðrari í sjóeldinu hjá Löxum fiskeldi ehf. á Eskifirði.
Advertisement
Tæknivædd skrifstofa úti á sjó Á hverjum morgni siglir hún í klukkustund út frá Eskifirði að fiskeldisstöðinni . Þar fer hún um borð í fóðurprammann sem stendur norðanmegin í Reyðarfirði . „Þá fer ég í fóður- og tölvurýmið og eftir góða yfirferð á öllum tækjum og tólum fer ég upp í fóðrararýmið . Það er mjög heppilega vill til að hefur einstakt útsýni út og inn fjörðinn . Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu tæknivædd og nákvæm þessi atvinnugrein er í raun og veru,“ segir Sara .
Sara hefur unnið við fiskeldi síðan í ársbyrjun árið 2019 . „Ég tel mig ekki einungis heppna að vera í þessu starfi heldur finnst mér það einnig mikill heiður að fá að starfa við þessa mikilvægu og jafnframt spennandi grein . Það bætir bara blómum við að fyrirtækið sem ég vinn hjá er mjög hvetjandi og jákvætt umhverfi að vinna í,“ segir hún .
Sara er alin upp í Hafnarfirði í mikilli íþróttafjölskyldu og það var sannarlega ekki á áætlun að starfa við fiskeldi . En sumarið 2018 sá hún auglýsingu fyrir fiskeldisfræðinám í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal . Hún varð mjög forvitin um svo tæknivædd skrifstofa sem svo
fiskeldi og ákvað að leita upplýsinga um greinina . Úr varð að Sara skráði sig í námið . Þar var það henni til happs, að eigin sögn, að kynnast skólafélögum sínum og Ólafi Sigurgeirssyni, kennara við skólann, sem með kennsluáhuga sínum og ástríðu á greininni varð Söru mikil hvatning .
Heiður að starfa í sjávarútvegi Sara segir fiskeldi vera spennandi og vaxandi atvinnugrein . „Sérstaklega í sjávarplássum út á landi, þar sem að viðkomandi fyrirtæki geta orðið uppistaða atvinnulífs í þeim bæjum . Ég trúi því að með vaxandi þekkingu, nýsköpun og framþróun geti eldisfiskur orðið ein stærsta útflutningsvara landsins . Það er alltaf meiri þörf á góðum, próteinríkum mat fyrir ört stækkandi heim og er laxinn bæði próteinríkur og ríkur af góðum fitusýrum,“ segir Sara .
Hún bætir við að á Íslandi séu mikil tækifæri í þessari grein . „Ég vil meina að „íslenski krafturinn“ geti opnað margar dyr . Við erum lítil þjóð með mikla ástríðu, mikla framtíðarsýn og meiri styrk heldur en við áttum okkur á að við búum yfir . Með því að nýta okkar bestu eiginleika í að sjá tækifærin sem eru fyrir framan okkur að þá er okkur allir vegir færir,“ segir Sara .
Það sem heillar hana helst við að starfa í sjávarútvegi er sú tilfinning að vera þátttakandi í sögunni . „Eins skringilega og það hljómar . Við erum sjávarútvegsþjóð í grunninn og því fylgir mikið stolt . Ísland var byggt upp á sjávarútvegi og er það mikill heiður að starfa við hann,“ segir Sara og hvetur fleiri til að kanna þennan atvinnumöguleika . „Þetta er skemmtilegt starf sem hentar bæði konum og körlum . Ég hvet ungt fólk að horfa til fiskeldis sem atvinnugreinar . Fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem bæði er unnið úti og inni . “
ÆGIR Í 115 ÁR 1922 – 70 drukknanir á vertíðinni
Laugardagskveld 13. maí skall hér á voðaveður af norðri með bil. Í því veðri er talið víst að mótorbátur „Hvessingur“ frá Hnífsdal hafi farist með 9 mönnum, og enn vantar mb. „Samson“ og mb. „Aldan“ frá Eyjafirði, og eru menn hræddir um að þeir bátar hafi farist. Eru þá druknanir orðnar um 70 þessa vertíðina. Frétt, apríl 1922.
Í gegnum söguna
1925 – Nýr björgunarbátur
Fyrir skömmu var nýr björgunarbátur settur á flot á Englandi og var fjöldi manna viðstaddur og báturinn vígður til starfsins eins og siður er til. Vigslu þá framkvæmdi biskup. Björgunarbátur þessi er þannig útbúinn, að hann reisir sig við þótt hvolfi og eru fleiri bátar þannig gerðir. Frétt, júní 1925