1 minute read

Búnaður og breytingar smábáta

Baldur Halldórsson ehf. Búnaður og breytingar smábáta

Fyrirtækið Baldur Halldórsson ehf. á Hlíðarenda ofan Akureyrar hefur áratuga reynslu í þjónustu við smábátaflotann. Fyrirtækið sérhæfir sig í dag í breytingum báta auk þess að bjóða fjölbreyttan búnað sem tengist smábátaútgerðinni. Fyrirtækið er í eigu systkinanna Sigurðar Hólmgeirs Baldurssonar og Ingunnar Baldursdóttur en það var faðir þeirra, Baldur Halldórsson, sem stofnaði það árið 1953.

Verkefnin við plastbátana eru fjölbreytt; lengingar, ýmiskonar breytingar og almennt viðhald . Dæmi um þetta eru smíði síðustokka, perustefni, flotkassar og ýmislegt fleira . Mikil þekking og reynsla er hjá fyrirtækinu í slíkum breytingum og viðskiptavinir hvattir til að hafa samband og fá ráðgjöf um bestu útfærslur ef áhugi er á breytingum eða þörf á stærra viðhaldi .

Baldur Halldórsson ehf . selur einnig margs konar búnað til bátaútgerðanna og er t .d . með umboð hér á landi fyrir búnað

 Baldur Halldórsson ehf. breytti þessum fallega báti, Gunnu Betu ST 40. Báturinn var lengdur, yfirbygging hækkuð og báturinn innréttaður.

frá hollenska fyrirtækinu Vetus . Frá þeim framleiðanda bjóðast viðskiptavinum bátavélar, gírar, skrúfur, dælur, stýri og stólar, svo fátt eitt sé talið . Þá er Baldur Halldórsson ehf . einnig með skipalökk og botnmálningu frá Veneziani, Patey handdælur og býður rafmagnsdælur frá TMC International .

Ítarlegri upplýsingar um vörur, þjónustu og myndir af bátaverkefnum má sjá á heimasíðunni baldurhalldorsson .is

Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta

Plastviðgerðir – Rafgeymar – Dælur – Varahlutir

Hlíðarenda / 602 Akureyri S: 462 3700 / baldurhalldorsson.is

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns, svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 44 þéttbýliskjarna. Lengd dreifikerfisins er yfir 9.000 km og þar af eru 65% jarðstrengir.

This article is from: