3 minute read

Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

Sónar kynnir nýjung fyrir uppsjávarveiðar Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

 Færeyska uppsjávarskipið Borgarin heldur til veiða með MLD toghlerana. Mjög góð reynsla hefur fengist af notkun færeysku uppsjávarskipanna á hlerunum.

Advertisement

Útgerðir og skipstjórnendur hér á landi hafa fylgst vel með prófunum á MLD toghlerabúnaðinum í Færeyjum síðustu misseri og við hlökkum til að kynna hann hér á næstu mánuðum,“ segir Guðmundur Bragason sölustjóri Sónar ehf. sem er umboðsaðili fyrir nýja gerð toghlera fyrir uppsjávarveiðar frá danska fyrirtækinu MLD. Fyrirtækið hefur náð þeim áfanga að þróa hlerakerfi með viðeigandi botnstykki og stjórnbúnaði um borð í skipunum sem gera að verkum að skipstjórnendur geta haft samskipti við hlerana úr brú skipanna og breytt afstöðu þeirra í rauntíma, hækkað og lækkað flottroll í sjó með mismunandi stillingum á flöpsum á toghlerunum eða látið stjórnbúnaðinn halda fyrirfram ákveðinni stöðu hleranna í sjó með sjálfvirkum hætti.

MLD hlerarnir hafa verið reyndir í uppsjávarskipum í Færeyjum að undanförnu með mjög góðum árangri og er fyrsta hleraparið nú til reynslu hér á landi í uppsjávarskipinu Beiti . Toghlerarnir frá MLD koma síðan til með að verða prófaðir í fleiri íslenskum uppsjávarskipum á næstu mánuðum .

Fjarstýringarmöguleikinn mikill áfangi Guðmundur segir að tvö hlerakerfi í boði fyrir viðskiptavini, byggð á sömu grunnútfærslu hleranna sjálfra . Annars vegar MPD toghlerar sem stilltir eru með glussabúnaði á handvirkan en auðveldan og fljótlegan hátt þegar þeir eru uppi í gálga . Hins vegar MLD trollstýringarkerfi þar sem skipstjóri stjórnar trollhlerum úr brúnni . Allur brúarbúnaður, botnstykki og búnaður á hlerum er innifalinn í kerfinu og hægt er að uppfæra MPD toghlera í MLD trollstýringarkerfið . „Það hversu einfalt og fljótlegt er að stilla hlerana gerir vinnu skipstjórnenda miklu markvissari og gerir að verkum að hægt er að nota eitt sett af toghlerum á mismunandi stærðir flottrolla . Hægt er að auka flatarmál toghlera um 40%, t .d . 13 fermetra toghlera upp í 18,2 fm . Stóri áfanginn sem náðst hefur í þróun MPD hleranna er að nú er hægt fjarstýra hlerunum í gegnum botnstykki úr skipinu . Skipstjórnendur geta með því haft nákvæma stjórn á veiðarfærinu, breytt afstöðu þess í sjónum miðað við þær upplýsingar sem þeir sjá í fiskileitartækjunum, tryggt að opnun trollsins helst alltaf rétt, tryggt að afstaðan á trollinu sé rétt þó skipinu sé beygt meðan á togi stendur, lagfært afstöðu toghleranna í hliðarstraumi og svo framvegis,“ segir Guðmundur .

Marþættur ávinningur Færeyska uppsjávarskipið Fagraberg hóf prófanir með fyrstu gerðir stillanlegu MLD hleranna fyrir fjórum árum og var árangurinn strax góður . Guðmundur segir að komið hafi í ljós að MLD toghlerarnir séu framúrskarandi toghlerar, mjög sterkbyggðir þó léttir séu og MPD stillanlegi möguleikinn á flatarmáli toghleranna hafi virkað mjög vel . Í framhaldinu var fjarstýringarbúnaður útfærður og prófaður sem Guðmundur segir tæknilega skrefið í hlerastjórnun sem veki hvað mesta athygli . Eftir prófanir á MPD toghlerum hafa færeysku uppsjávarskipin Borgarin og Nordingur sett MLD trollstýringarkerfið í skip sín og umsagnir skipstjóra hafa verið mjög jákvæðar . „Ávinningurinn af því að geta með þessum hætti stjórnað toghlerunum betur er margþættur . Markvissari veiðar og betri árangur í veiðum, léttari hlerar í drætti, olíusparnaður og fleira mætti nefna . Ég veit að þess vegna bíða útgerðir íslensku uppsjávarskipanna spenntar eftir því að reyna þessa toghlera í sínum skipum,“ segir Guðmundur .

ÆGIR Í 115 ÁR 1929 – Ellistyrktarsjóður fiskimanna

Velmetinn, áhugasamur borgari hér í Reykjavík, hefur ótilkvaddur sett sér það mark að komast eftir, hvernig styrktarsjóðum líkum og hér getur í blaðinu er hagað i öðrum löndum og kynna sér alt fyrirkomulag þeirra. Er vel farið, að eitthvað sé gjört fyrir þá menn, sem slíta sér út á sjónum og hafa litið fyrir sig að leggja í ellinni. Frétt, apríl 1929.

Í gegnum söguna 1930 – Loftfarið „Qraf Zeppelin”

Fimtudagsmorgun 17. júlí klukkan 11 f. h. sást loftfar á ferð og bar það yflr fjöllin suður af Vífilfelli. Tilkynning hafði komið frá Hornafirði um komu þess, svo sjón þessi kom höfuðstaðarbúum ekki að óvörum. Loftfarið flaug hring yfir bæinn og sást greinilega. Fánar voru hvarvetna dregnir upp og eftir skamma stund hjelt það norður á bóginn. Frétt, júlí 1930.

This article is from: