2 minute read

Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Guðmundur. H. Gunnarsson Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

Það má segja að starfssviðið sé að halda utan um þróunar- og nýsköpunarferla af því að fyrirtækin eru alltaf að leita eftir því að hámarka framleiðni sína,“ segir Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney-Þinganesi, um starf sitt. „Viðfangsefni mín eru fjölbreytt og ótrúlega ólík og ólíkir aðilar innan fyrirtækisins sem maður er að vinna með á hverjum tíma.“

Advertisement

Guðmundur segir ákveðna stökkbreytingu hafa orðið í nýsköpun í sjávarútvegi . Nú sé mikið hugsað út fyrir kassann og oft byrjað upp á nýtt með sjálfvirknivæðingu og ótrúlegri getu hugbúnaðar til að greina flókna hluti . „Menn eru að reyna að búa til tengipunkta inn í fyrirtækin þannig að til staðar séu hálfgerðar innstungur á milli þeirra sem skilja hvað sjávarútvegur gengur út á og svo hinna sem skilja og vita allt um forritun og flókinn tæknibúnað,“ útskýrir Guðmundur .

Hann nefnir sem dæmi vandamál sem fyrirtækið stóð frammi fyrir í humarveiðum og -vinnslu eftir að kvótinn dróst hratt saman . „Við endurhugsuðum vinnslu í skipunum og í landi til að lágmarka verulega þann hluta humars sem brotnar . Með því að gera það á aðgangsharðan hátt náðum við að bæta framleiðnina úr því sem má veiða . Þetta er dæmi um nýsköpunarverkefni sem eru sprottin upp úr einhverri krísu,“ segir Guðmundur .

Þekkir sjóinn vel Guðmundur byrjaði ungur á trillu með föður sínum á Höfn í Hornafirði, lærði næst lífefnafræði, var framkvæmdastjórisprotafyrirtækis í líftækni og vann síðar bæði hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Matís . Síðan tók hann við starfi framleiðslustjóra hjá Skinney-Þinganesi . „Það var svo sameiginleg niðurstaða mín og framkvæmdastjórnar að það væri mikilvægara fyrir okkur að breyta starfinu þannig að ég tæki hlutverk nýsköpunarstjóra til að sinna þessum þróunar- og framfaramálum betur . Þetta hafði verið á borðendanum hjá framleiðslustjóra og fleirum hjá fyrirtækinu,“ segir Guðmundur .

Hann fer annað slagið á sjó í sínu starfi . „Hluti af því að breyta búnaði er að fara og sjá hvernig hann virkar og vera með þeim sem eiga að nota búnaðinn til að fá svörun og vera í snertingu við þá . Það er oft mikil fjarlægð á milli fyrirtækja sem eru að veita lausnir fyrir sjávarútveg í þessu samhengi . Það er hluti af þróunarvinnunni að demba sér með og sjá hvernig þetta virkar,“ segir Guðmundur .

Hann segir mjög margt heillandi við það að vinna í sjávarútvegi og að þetta sé ótrúlega lifandi iðnaður . „Það er kannski eitthvað í genunum . Svo þegar þú kemur í þetta þá áttar maður sig á því að þetta byggir mjög mikið á krísustjórnun . Skip fer á sjó, á að veiða svona mikið af fiski og á að koma á þessum tímapunkti í land og það breytist allt . Á þann hátt eru það ákveðnar týpur sem sækjast í þetta og þrífast vel í þessum síbreytilegu aðstæðum,“ segir Guðmundur .

This article is from: