|
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI Guðmundur. H. Gunnarsson
Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi Þ
að má segja að starfssviðið sé að halda utan um þróunar- og nýsköpunarferla af því að fyrirtækin eru alltaf að leita eftir því að hámarka framleiðni sína,“ segir Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney-Þinganesi, um starf sitt. „Viðfangsefni mín eru fjölbreytt og ótrúlega ólík og ólíkir aðilar innan fyrirtækisins sem maður er að vinna með á hverjum tíma.“ Guðmundur segir ákveðna stökkbreytingu hafa orðið í nýsköpun í sjávarútvegi. Nú sé mikið hugsað út fyrir kassann og oft byrjað upp á nýtt með sjálfvirknivæðingu og ótrúlegri getu hugbúnaðar til að greina flókna hluti. „Menn eru að reyna að búa til tengipunkta inn í fyrirtækin þannig að til staðar séu hálfgerðar innstungur á milli þeirra sem skilja hvað sjávarútvegur gengur út á og svo hinna sem skilja og vita allt um forritun og flókinn tæknibúnað,“ útskýrir Guðmundur. Hann nefnir sem dæmi vandamál sem fyrirtækið stóð frammi fyrir í humarveiðum og -vinnslu eftir að kvótinn dróst hratt saman. „Við endurhugsuðum vinnslu í skipunum og í landi til að lágmarka verulega þann hluta humars sem brotnar. Með því að gera það á aðgangsharðan hátt náðum við að bæta framleiðnina úr því sem má veiða. Þetta er dæmi um nýsköpunarverkefni sem eru sprottin upp úr einhverri krísu,“ segir Guðmundur.
Þekkir sjóinn vel Guðmundur byrjaði ungur á trillu með föður sínum á Höfn í Hornafirði, lærði næst lífefnafræði, var framkvæmdastjóri
Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn, við togskip fyrirtækisins Steinunni SF en Guðmundur er sjálfur frá Höfn í Hornafirði.
sprotafyrirtækis í líftækni og vann síðar bæði hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Matís. Síðan tók hann við starfi framleiðslustjóra hjá Skinney-Þinganesi. „Það var svo sameiginleg niðurstaða mín og framkvæmdastjórnar að það væri mikilvægara fyrir okkur að breyta starfinu þannig að ég tæki hlutverk nýsköpunarstjóra til að sinna þessum þróunar- og framfaramálum betur. Þetta hafði verið á borðendanum hjá framleiðslustjóra og fleirum hjá fyrirtækinu,“ segir Guðmundur. Hann fer annað slagið á sjó í sínu starfi. „Hluti af því að breyta búnaði er að fara og sjá hvernig hann virkar og vera með þeim sem eiga að nota búnaðinn til að fá svörun og vera í snertingu við þá.
Það er oft mikil fjarlægð á milli fyrirtækja sem eru að veita lausnir fyrir sjávarútveg í þessu samhengi. Það er hluti af þróunarvinnunni að demba sér með og sjá hvernig þetta virkar,“ segir Guðmundur. Hann segir mjög margt heillandi við það að vinna í sjávarútvegi og að þetta sé ótrúlega lifandi iðnaður. „Það er kannski eitthvað í genunum. Svo þegar þú kemur í þetta þá áttar maður sig á því að þetta byggir mjög mikið á krísustjórnun. Skip fer á sjó, á að veiða svona mikið af fiski og á að koma á þessum tímapunkti í land og það breytist allt. Á þann hátt eru það ákveðnar týpur sem sækjast í þetta og þrífast vel í þessum síbreytilegu aðstæðum,“ segir Guðmundur.
ÆGIR Í 115 ÁR
Í gegnum söguna
1905 – Frosinn fiskur lífgaður aftur
1906 – Fyrstu loftskeytin
Af því eftirsókn eftir lifandi fiski er jafnan meiri á heimsmarkaðinum en á dauðum fiski og hann þar að auki er í hærra verði, þá hafa menn í Ameríku fundið það ráð að frysta lifandi fisk og geyma hann svoleiðis í lengri tíma, og senda á ýmsa staði upp í landið, hefir hann svo við það að vera þýddur í sjó eða köldu vatni smám saman lifnað og verið seldur lifandi á torgum og fiskisöluhúsum. Þýdd grein úr blaðinu The Pacific Fisherman 1905.
Loftritun hefir þýzkt útgerðafélag áformað að setja á botnvörpuskipið H.F. Crener, eftir Marconi aðferð, og er það hið fyrsta fiskigufuskip sem hefir fengið svoleiðis útbúnað. Gert er ráð fyrir að það geti tekið á móti fréttum í 300 sjómílna fjarlægð. Þýdd frétt úr blaðinu Fish Trades Gazette 1906.
10