2 minute read

Mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg

 Hörður Sævaldsson, lektor í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

Grunnurinn er að mennta nemendur í undirstöðugreinum sjávarútvegs, þjálfa beitingu faglegra vinnubragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku, stjórnun og rannsóknir,“ segir Hörður Sævaldsson, lektor í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. „Að námi loknu eiga sjávarútvegsfræðingar að hafa yfirlit um virðiskeðju sjávarútvegs og geta tengt einstaka einingar saman til að ná heildarmyndinni.“

Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri var stofnuð árið 1990 og hefur

ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 2003 – Jólasveinar á Kleifaberginu

Sjómennirnir á Kleifaberginu í Ólafsfirði, sem kalla sig Roðlaust og beinlaust, láta ekki deigan síga. Fyrir tveimur árum fóru þeir í hljóðverið og festu á geisladisk nokkur ágætis lög. Í fyrra sendu þeir síðan frá sér jólalag sem vakti mikla athygli - Í friði og ró - og nú eru þeir aftur komnir á kreik með nýjan disk sem væntanlegur er á markaðinn á næstunni. Frétt, september 2003. útskrifað um 270 sjávarútvegsfræðinga . Nemendunum fjölgaði jafnt og þétt fyrstu árin og voru um 10-15 nemendur útskrifaðir árlega . Eftir fækkun nemenda í aðdragandi bankahrunsins var námið endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila og menntamálaráðuneytið . Kynningarátak í framhaldsskólum virðist hafa virkað vel . „Síðustu ár höfum verið að innrita um 30-40 nemendur á ári og útskrifa um 20 á ári sem er langt yfir meðaltali,“ segir Hörður en á síðustu árum hafa hverju sinni verið um 90 nemendur í náminu .

Samstarf og fjarnám Náminu er skipt upp í þrjá hluta; viðskiptagreinar, tæknigreinar og raungreinar . „Rúmlega þriðjungur af náminu er sérgreinar sjávarútvegs sem eru ekki í boði í heild í öðrum háskólum á Íslandi, eins og fiskifræði, veiðitækni, vinnslutækni, auk níu annarra námskeiða um sjávarútveg,“ útskýrir Hörður .

Sjávarútvegsfræðin er einnig í samstarfi við aðrar deildir innan HA og aðra háskóla . „Við bjóðum upp á nám þar sem nemendur klára viðskipta- og sjávarútvegsfræði á fjórum árum . Þá er í boði viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg fyrir þá sem ekki hafa áhuga á umfangsmiklu raungreinanámi . Að auki er HA í samstarfi við bæði HR og HÍ um sjávarútvegsnám,“ segir Hörður .

Námið er skilgreint sem sveigjanlegt nám og eru 40-50% nemenda í fjarnámi . Nemandi horfir á fyrirlestra þegar honum mæta í staðarlotur . „Það hefur hjálpað mikið í núverandi ástandi að hafa sveigjanlegt nám . Ég er með nemendur í Hollandi, Bandaríkjunum, Eskifirði og sumir eru hérna á Akureyri . Kennslustundirnar eru teknar upp og margar eru einnig í beinni útsendingu, þannig getum við átt í samtali við nemendur og fylgst með námsframvindu,“ segir Hörður .

Fylgja framförum í sjávarútvegi Sjávarútvegurinn hefur tekið miklum framförum síðustu ár og námið fylgir þeirri þróun . „Við erum sífellt að bæta við nýjum námskeiðum til að halda í við hentar óháð staðsetningu en þarf að

tækniþróun og aukna alþjóðavæðingu . Við upphaf námsins var markmiðið að mennta stjórnendur fyrir íslenskan sjávarútveg . Síðan hafa íslensku sjávarútvegsfyrirtækin fært út kvíarnar og eru komin með útgerðir, fiskvinnslur og standa í markaðsstarfi í mörgum löndum . Í dag eru um 10-15% þeirra sem eru útskrifaðir úr náminu hjá okkur að vinna erlendis . Við höfum því endurskilgreint þetta þannig að við erum að mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg,“ segir Hörður .

Helmingur þeirra sem útskrifast úr náminu vinnur við sjávarútveg . „Það hefur fjölgað örlítið í sjávarútvegshlutanum frá síðustu könnun árið 2010 . Stóra myndin er þannig að rúmlega helmingurinn er í sjávarútvegi, þriðjungur í viðskiptatengdum greinum og restin í rannsóknum og kennslu,“ segir Hörður að lokum .

This article is from: