3 minute read
Skilum góðum nemendum með góða þekkingu
MENNTUN Skilum góðum nemendum með góða þekkingu
Þetta er einstakt nám, gott nám, góð réttindi og skólinn er einstaklega vel tækjum búinn ,“ segir Kjartan Örn Kjartansson, kennari í skipstjórnargreinum í Tækniskólanum. Boðið er upp á staðar- og dreifnám sem er skipt í A, B, C og D hluta.
Advertisement
Með skipstjórnarnámi A fá nemendur atvinnuréttinda til starfa á skipum styttri en 24 metrar en námsbrautin er ekki hugsuð fyrir nemendur sem ætla í lengra nám . Með skipstjórnarnámi B fá nemendur skipstjórnarréttindi á fiskiskip styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutninga- og farþegaskip að 500 brúttótonnum í strandsiglingum . Skipstjórnarnám C veitir nemendum skipstjórnarréttindi á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði og flutninga- og farþegaskipum að 3000 brúttótonnum . Námið er alþjóðlegt og veitir starfsréttindi heima og erlendis . Loks er skipstjórnarnám D sem veitir nemendum réttindi á öll skip og er það alþjóðlegt nám sem veitir starfsréttindi, heima og erlendis, á öllum fiski- og flutningaskipum við fjölbreytt og skemmtileg störf .
Nýjasta tækni og hermar „Það eru margir sjómenn hjá okkur í dreifnámi, sem er blanda af fjarnámi og staðnámi . Nemendur geta valið sér áfanga í náminu, lært úti á sjó og komið síðan í innilotu í þeim áföngum sem nemandinn þarf að vera í á staðnum út af tækjum,“ segir Kjartan og bætir við . „Við erum með heimsklassa siglingaherma og
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1931 – Mac Donald talar í gegnum útvarpið
Í gærkvöldi hélt MacDonald forsætisráðherra Breta ræðu í breska útvarpið, þar sem hann lýsti fjármálaástandinu, og ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið, til þess að stöðva verðhrun og gengisfall. Sagði hann enga hættu á því að gengi sterlingspunds gæti fallið nema lítið eitt og yrði þess eigi langt að bíða, að það næði fullu gengi aftur. Frétt, september 1931.
Skipstjórnarnemar læra meðal annars á nýjastu siglingaforritin. „Skólinn er einstaklega vel tækjum búinn,“ segir Kjartan Örn.
Kjartan Örn
Kjartansson, kennari í skipstjórnargreinum í
Tækniskólanum, segir einstakt.
með nýjustu siglingatölvur sem eru í boði í dag, sem og fjarskiptaherma . “
Kjartan segir það færast sífellt í aukana hversu mikið sé hægt að kenna í gegnum netið og nefnir sem dæmi að nú geti nemendur notað siglingaherma skólans í fjarnámi . „Þetta er það nýjasta í þessu og á bara eftir að aukast með meiri tækni,“ segir hann og bætir við að þetta hafi reynst vel í núverandi ástandi vegna Covid-19 . „Ég kenni t .d . í gegnum Teams en tek tímana líka upp á myndband . Þannig að mínir nemendur geta horft á tímana eftir á og séð hvernig ég geri allt í kennslunni,“ segir Kjartan .
Að taka upp kennslustundir er reyndar ekki nýtt fyrir Kjartani því hann hefur tekið upp á myndband allar kennslustundir sínar síðustu 13 ár . „Þannig að nemendur í dreifnámi hafa getað horft á
námið upptökur frá kennslutímum og upplifað tímann eins og aðrir nemendur . Og nemendur sem hafa ekki náð einhverju í tímanum geta þá farið og horft á upptökur frá kennslutímum . Þetta er náttúrlega mikil bylting í kennslu,“ segir Kjartan .
Námið breytist stöðugt Nemendaflóra skólans hefur breyst síðustu ár og æ fleiri sækjast eftir skipstjórnarréttindum á t .d . hvalaskoðunarbáta eða farþegabáta . Stærsti hópurinn vill þó enn læra það helsta sem gerist um borð í fiskiskipum . Námið er stöðugt að breytast þar sem Tækniskólinn fylgir alþjóðlegum stöðlum frá alþjóðasiglingamálastofnunni, IMO .
Auk staðar- og dreifnámsins býður skólinn upp á allskonar námskeið . „Við erum að byrja með nýtt smáskipanám sem er til atvinnuréttinda á skip sem eru styttri en 15 metrar . Við erum einnig með skemmtibátanámskeið sem er til réttinda á skemmtibáta styttri en 24 metra að lengd,“ segir Kjartan .