3 minute read

Það er ávallt bjart fram undan

FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Brynjar Viggósson „Það er ávallt bjart fram undan“

 Brynjar Viggósson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Samhentum, segir meiri kröfu vera um umhverfisvænni umbúðir.

Mér líður mjög vel í sjávarútveginum og hef virkilega gaman af lifandi umhverfi greinarinnar,“ segir Brynjar Viggósson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Samhentum. „Allt frá því að vera í fiskvinnslum hvar sem er á landinu yfir í að vera staddur erlendis í matvöruverslun að velta fyrir mér framsetningu á fiski í fiskborði uns konan hnippir í mig og segir: „Eigum við ekki að fara koma?“,“ bætir hann við.

Brynjar hóf störf á Samhentum árið 2018 og segir að starfið vera krefjandi en þetta séu allt mjög skemmtileg verkefni . Þar stýrir hann um 20 manna söluteymi og en hluti starfsins er að þjónusta skip og fiskvinnslur . Hann segir framleiðsluna í fiskvinnslunum yfirleitt vera svipaða milli ára og mánaða þó auðvitað sé það breytilegt, eins og annað . „Á hinn bóginn erum við meira að reyna áætla lengra fram í tímann gagnvart skipunum og í samstarfi með okkar viðskiptavinum . “

Brynjar hefur góða reynslu af því að vinna í sjávarútvegi, bæði með beinum hætti og í þjónustu við sjávarútveginn . „Ég þekki því ferlið ágætlega allt frá því að vera peyi við togaralöndun í mínum heimabæ Hafnarfirði, vera á togara, selja afurðina hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, flytja vöruna á markað með Eimskip og verandi svo kominn í heim umbúðanna núna hjá Samhentum,“ segir Brynjar sem er auk þess með BSc í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá The Hague University í Hollandi .

Krafa um umhverfisvænni umbúðir Hann segir að sveiflurnar í sjávarútvegi geti verið mjög krefjandi og harkalegar . „Nægir þar að nefna nærtæk dæmi loðnubrests undanfarnar tvær vertíðar og svo Covid ástandið núna . Hins vegar verður maður líka að gera sér grein fyrir því að það er takmarkað sem maður getur breytt þegar svona aðstæður koma upp en þá gildir að hafa rétta hugarfarið gagnvart breyttum aðstæðum því það kemur jú önnur vertíð og það er ávallt bjart fram undan,“ segir Brynjar .

Spurður um þá þróun sem hefur orðið á hans sviði á undanförnu segir Brynjar að það sé krafa um umhverfisvænni umbúðir . „Að sjálfsögðu tökum við þátt í því verkefni með okkar viðskiptavinum í góðu samstarfi með okkar birgjum . Umgengni um náttúruna er líka lykilatriði hér og þar þurfa allir að vera á tánum og gera betur í dag en í gær og enn betur á morgun,“ segir Brynjar .

Hann bætir við að tækniþróun undanfarin ár hafi verið mjög athyglisverð með sinni sjálfvirkni og óhætt að segja að stórbrotið sé að sjá gæði íslenskra sjávarafurða aukast jafnt og þétt . „Ekki aðeins aukin nýting úr flakinu sjálfu heldur einnig í auknum hliðarafurðum, samanber háþróaðar lyfjavörur . Með þessi miklu gæði þá gildir að tryggja góðar umbúðir fyrir íslenskar sjávarafurðir sem vernda vöruna og gæði hennar allt frá vinnslu og alla leið út í markaðinn sjálfan sem hágæða íslenska sjávarafurð . Hér megum við ekki slaka á og gleyma okkur þó við viljum stundum hugsa út fyrir boxið,“ segir Brynjar að lokum .

ÆGIR Í 115 ÁR 1983 – Afli skuttogaranna

Á s.l. ári fóru hinir 17 stóru skuttogarar okkar í 320 (324) veiðiferðir og öfluðu samtals 61.057 (65.331) tonna. Að meðaltali var afli á úthaldsdag 12,7 (13,6) tonn. 86 skuttogarar af minni gerðinni, þ.e. þeir sem mældir eru undir 500 brl, fóru í 2.386 (2.300) veiðiferðir og öfluðu samtals 271.519 (276.528) tonn. Að meðaltali var afli á úthaldsdag hjá þeim 10,4 (11,5) tonn. Tölur innan sviga eru frá 1981. Frétt, júní 1983.

Í gegnum söguna 1984 – Alþjóðleg sjávarútvegssýning í Reykjavík í haust

Eins og fram hefur komið áður á síðum Ægis verður haldin mikil alþjóðleg Sjávarútvegssýning dagana 22.-26. september n.k. í Laugardalshöll í Reykjavík. Áhugi manna á sýningu þessari er miklu meiri en bjartsýnustu menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Frétt, júní 1984.

This article is from: