2 minute read
Rafvæðing hafnanna undirbúin
Fjarðabyggðarhafnir Rafvæðing hafnanna undirbúin
ÍFjarðabyggð eru alls átta hafnir í rekstri, þ.e. í Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og tvær í Reyðarfirði. Starfsemi hafnanna er fjölbreytt og spannar allt frá Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn, sem eru með stærstu höfnum landsins, að Mjóafjarðarhöfn, sem er með þeim minnstu á landinu. „Í Fjarðabyggðarhöfnum er alla almenna þjónustu að fá og sífellt unnið að því að bæta hana enn frekar,“ segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar . „Um þessar mundir er unnið að því að taka fyrstu skref við rafvæðingu Mjóeyrarhafnar en þar verður sett upp ný spennistöð sem nýtast mun í framtíðinni við landtengingu skipa,“ bætir hann við .
Í sumar hefur verið unnið að því að dæla upp efni við Mjóeyrarhöfn sem lið í undirbúningi annars áfanga hafnarinnar . „Þá er einnig að hefjast vinna við stækkun Eskifjarðarhafnar þar sem gerður verður hafnarkantur við nýtt uppsjávarfrystihús og rísandi frystigeymslu Eskju . Við Stöðvarfjarðarhöfn er nýbúið að taka í notkun nýjan viðlegukant og vinna er hafin við uppsetningu á svipuðum kanti við höfnina á Breiðdalsvík,“ segir Þórður .
Þjónusta allan sólarhringinn Fjarðabyggðarhafnir þjóna skipum, bátum og öðrum sem leið eiga um hafnir Fjarðabyggðar eða hafnarsvæðin . Þjónusta hafnanna er ætluð útgerðum, fyrirtækjum og einstaklingum . Starfsstöðvar hafnanna eru opnar kl . 8:00-17:00 virka daga en þjónusta er veitt allan sólarhringinn . Utan vinnutíma er
Í Mjóeyrarhöfn verður sett upp ný spennistöð sem nýtast mun í framtíðinni við landtengingu skipa.
Fjarðabyggðarhafnir eru næst stærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsmanna og óvíða er meiri fiskafla landað hér á landi.
þjónustu sinnt með útköllum í vaktsíma viðkomandi hafna .
Fjarðabyggðarhafnir eru með einn dráttarbát í rekstri og er togkraftur hans 27,8 tonn . Einnig er vatnsbyssa um borð sem afkastar 300 m3 / klst . Gjald fyrir þjónustu dráttarbátsins er samkvæmt gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar .
ÆGIR Í 115 ÁR 1938 – Sjaldgæfur fiskur
Á togaranum „Júni“ úr Hafnarfirði veiddist fyrir skömmu, á Selvogsbanka innanverðum, fiskur einn, sem aldrei hefir fengizt hér við land fyrr, svo víst sé. Það er fiskur af þorska-ættkvíslinni, náskyldur og mjög líkur upsa, bæði að stærð, í vexti og að lit, en er stirtlugildari og yfirmynntri en hann og með stóran bug á rákinni, en hún er bein á upsanum. Vísindanafn lians er: Cadus pollachius. Frétt, apríl 1938.
1942 – Skiptapar og slysfarir
Árið 1941 er eitt mesta mannskaðaár til sjávar, sem um getur hér á landi um langt árabil. Alls misstu 140 manns lífið við skyldustörfin á
Í gegnum söguna
hafinu, en 3 drukknuðu af öðrum ástæðum, svo sem í ám og vötnum o.fl. Frétt, janúar 1942.
1944 – Kafbátur sekkur Goðafossi
Laust eftir hádegi föstudaginn 10. nóvember síðastl. var Goðafossi sökkt af kafbáti. Þegar atburður þessi skeði, átti skipið aðeins eftir 2,5 klst siglingu til Reykjavíkur. Tundurskeytið hæfði skipið fyrir aftan miðju bakborðsmegin, og rifnaði skipssíðan allt frá 1. farrými að þriðja lestaropi. Féll sjór þar inn svo geysilega, að skipið sökk á 7-10 minútum. Frétt, nóvember 1944.