2 minute read

Fjarnám komið til að vera

 Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, við störf.

Slysavarnaskóli sjómanna Fjarnám komið til að vera

Advertisement

Það er erfið staða hjá sjómönnum um allan heim, ekki bara hér á Íslandi. Þess vegna höfum við þurft að gera ýmsar ráðstafanir,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna um starfsemi skólans í núverandi ástandi vegna Covid-19. Verklega námið í skólanum kallar á mikla nánd og þess vegna er ekki hægt að viðhalda tveggja metra reglunni sem sett hefur verið vegna faraldursins.

Þetta hefur kallað á breytt vinnubrögð og nýjungar í kennslu . „Þegar fyrsta bylgjan skall á í vor þurftum við að loka í sex vikur . Þá var ákveðið að taka upp fjarnám og við byrjuðum á endurmenntunarnámskeiðum . Endurmenntunin er tveggja daga námskeið fyrir sjómenn á stærri skipum . Þannig að þeir tóku bóklega hlutann í fjarnámi og komu svo til að taka verklega hjá okkur,“ segir Hilmar og bætir við að fjarkennslan hafi gengið mjög vel .

Hilmar segir að sjómenn þurfi að halda áfram að sigla og veiða þrátt fyrir faraldur og þess vegna hafi það verið áskorun fyrir skólann að halda kennslu áfram . „Slysavarnaskóli sjómanna er ekki eini skólinn sem sinnir sjómönnum með þessum hætti því sama verklag er viðhaft í sjómannaskólum út um allan heim . Menn eru að reyna að halda sjó og halda sjómönnum gangandi með því að kenna námskeiðin í bútum,“ bætir Hilmar við .

Fílefld þegar faraldri lýkur Sumir þeirra sjómanna sem sitja námskeiðin segjast sakna þess geta ekki hitt aðra sjómenn sem eru í svipuðum sporum og skipst á skoðunum við þá á námskeiðunum . „Það þjappar þeim saman og því skiptir verklegi þátturinn miklu máli í okkar starfi . Það er mikilvægt fyrir sjómenn að vita hvað er að gerast hjá hvorum öðrum . Stóra málið er hins vegar að halda áfram með námskeið með takmörkunum . En við komum fílefld til baka þegar opnast fyrir verkleg námskeið á ný,“ segir Hilmar .

Með því að takast á við þær áskoranir sem fylgja faraldrinum hefur komist á verklag sem hægt verður að nota áfram þegar honum lýkur . „Þegar fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri er stefnt á breytingar þannig að menn úti á landi geti áfram tekið bóklega hluta námskeiðsins í gegnum netið . Fjarkennslan er komin til að vera og þess vegna alveg hægt að segja að eitthvað gott geti komið út úr svona slæmu ástandi . “

Slysavarnaskóli sjómanna

ÆGIR Í 115 ÁR 1995 – Nítjánda verkfallið

Samkvæmt samantekt Ægis hafa sjómenn 18 sinnum farið í verkfall frá 1916. 14 sinnum hefur verið samið án afskipta yfirvalda en fjórum sinnum hefur verkfalli lokið með lagasetningu. Það var gert fyrst árið 1938, síðan árið 1969 eftir rúman mánuð, 1979 voru sett lög á verkfall farmanna eftir rúmar sjö vikur og í ársbyrjun 1994 setti ríkisstjóm Davíðs Oddssonar bráðabirgðalög á verkfall sjómanna eftir 13 daga verkfall. Frétt, maí 1995.

Í gegnum söguna 1997 – Veiðileyfagjaldið óskynsamlegur og óréttlátur skattstofn

„Málið er ekki flóknara en þetta og hættum þessu rugli. Í mínum huga er það svo morgunljóst að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna, sjómennirnir, fiskvinnslufólkið og íbúar sjávarútvegsbyggðarlaganna hafa deilt og munu deila kjörum með sjávarútveginum á sínum slóðum. Þannig hefur þetta alltaf verið og mun alltaf verða.“ Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, maí 1997.

This article is from: