2 minute read
Hittum naglann á höfuðið
Tuttugu nemendur eru í fyrsta hópi Sjávakademíunnar en í ljósi mikillar aðsóknar í námið er stefnt að því að geta tekið fleiri nemendur í námið á næstu önn.
Gríðarleg aðsókn í nám í Sjávarakademíunni sem Fisktækniskólinn í Grindavík og Sjávarklasinn reka saman „Hittum naglann á höfuðið“
Við höfum í grunnnámi okkar verið með áfanga í vöruþróun og sölu og höfðum rætt við Sjávarklasann síðastliðin tvö ár og undirbúið nám þar sem við leggjum meiri áherslu á nýsköpun og vöruþróun, svokallað frumkvöðlanám. Þannig viljum tengja þá starfsemi sem er í Sjávarklasanum og nýjungar af ýmsu tagi betur við grunnnámið í Fisktækniskólanum. Að öðru leyti vorum við líka að stíla inn á þroskaðri og eldri nema sem kannski eru þegar með eitthvert grunnnám, t.d. á sviði viðskipta eða fólk
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1927 – Ægir tuttugu ára
Hinn 10. júlí 1905 fór Ægir fyrsta sinni í pressuna í Gutenberg og var þann dag innritaður til viðskifta í bækur prentverksins. Eins og kunnugt er stofnaði hr. Matthías Þórðarson frá Móum ritið og var hinn fyrsti ritstjóri þess, enda hafði hann alla þá kosti, sem þurftu til þess að gjöra fiskimannarit hér svo svo úr garði, að lesendum Iíkaði. Úr ritstjórnargrein, desember 1927. úr atvinnulífinu sem hefur áhuga á þessu sviði. Fólk sem vill auka þekkingu sína og víkka út hugtakið frá því að tala eingöngu um fisk en fræðast meira um Bláa hagkerfið. Þar er margt fleira undir í þessu en þorskur eins menn átta sig á. Þarna er vöxturinn og möguleikarnir kannski mestir,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans.
Yfir 90 umsóknir Ólafur segir að þar sem námið hafði verið undirbúið fyrir tveimur árum og allt var tilbúið til kennslu þá hafi ekki verið eftir neinu að bíða þegar aðstæður breyttust nýverið á vinnumarkaði . „Við ákváðum því að fara af stað í sumar með styrk frá menntamálaráðuneytinu . Það var í raun mest almenn kynning en síðar fengum við aftur styrk frá innanríkisráðuneytinu til að bjóða upp á námið í heild sinni á haustönn . Við ætluðum að fara af stað með 15 nemendur að hámarki til að geta sinnt hverjum og einum eins vel hægt er . En við fengum yfir 90 umsóknir í námið alls staðar af landinu og áhuginn reyndist vera mjög mikill . Við gátum því miður aðeins tekið inn rúmlega 20 manns og erum að vinna að því að geta tekið fleiri inn á næstu önn,“ segir Ólafur .
Námið vakið mikla athygli Ólafur segir greinilegt að þetta nám hafi vakið athygli og kannski einmitt hjá því fólki sem því hafi verið beint að . „Þetta er góð leið fyrir allt ungt fólk á framhaldsskólastigi sem vill kynna sér þetta en ekki síður möguleiki fyrir fólk sem ætlar sér að stofna fyrirtæki, vill fara út í einhvern rekstur hvort heldur er með vörur eða þjónustu innan Bláa hagkerfisins . Í námið sækir fólk sem jafnvel starfrækir fyrirtæki nú þegar . Þarna hittum við naglann á höfuðið og greinilega er þörf fyrir nám af þessu tagi . Síðan höfum við notið góðs af aðstöðunni hjá Sjávarklasanum, kennum í húsnæði hans og erum svo með kynningar eins og hægt er í fyrirtækjum hér á Suðurnesjum og víðar . Hvað það varðar hefur Covid þó valdið nokkrum vandræðum . En við höfum góðan aðgang að þessum fyrirtækjum og leggjum áherslu á að fá fyrirlesara og kynningar frá fyrirtækjum sem eru með nýjar vörur og þjónustu . Ný fyrirtæki á markaði og fyrirtæki sem eru með aðstöðu í húsi Sjávarklasans,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson .