3 minute read
Tækin í skipin hjá Simberg
Þorsteinn Kristvinsson og Valdimar Einisson eru eigendur Simberg ehf.
Simberg er fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg sem hóf formlega starfsemi þann 1. maí 2015. Á sama tíma tók fyrirtækið við umboði fyrir Simrad Kongsberg og Kongsberg Automation en síðan þá hafa bæst við ný umboð m.a. JRC, Sperry Marine og Jotron ásamt búnaði frá Zodiac, talstöðvum og fleiru. Simberg annast bæði sölu og þjónustu á tækjum og búnaði frá þessum framleiðendum.
Advertisement
Hjá Simberg starfa 7 manns sem hafa langa reynslu af alhliða þjónustu á siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartækjum ásamt sjálfvirknibúnaði í vinnslu og vélarrúmi .
Valdimar Einisson hjá Simberg segir verkefnastöðu fyrirtækisins hafa verið góða frá stofnun . Mikil verkefni hafi verið bæði hér heima og erlendis við uppsetningu í nýsmíði og endurnýjun á búnaði í eldri skipum .
Á árinu var tekið í notkun eitt glæsilegasta skip grænlenska flotans, Ilivileq, og sá Simberg alfarið um sölu og uppsetningu á búnaði . Skipið er mjög vel búið tækjum til veiða við ólíkar aðstæður .
Fjöldi nýjunga í tækjunum frá Simrad Kongsberg Simrad Kongsberg hefur lengi verið leiðandi í þróun á búnaði fyrir fiskveiðar og hafrannsóknir og segir Valdimar að stór hluti af uppsjávarskipum sé búinn með Simrad sónurum og dýptarmælum . ES80 dýptarmælirinn sé í flestum togurum og standi hann upp úr þegar kemur að greiningu á fisklóði, t .d stærðargreiningu .
Helstu tæki sem Simberg býður frá Simrad Kongsberg eru: ES80 . Dýptarmælir fullur af nýjungum, margar tíðnir sem henta öllum stærðum og gerðum af skipum og bátum . SN90 . Í senn dýptarmælir og sónar, frábær mælir fyrir uppsjávar- og botnfiskveiðar . ST90 . Öflugasti sónarinn í sínum flokki á markaðnum í dag . Mikil langdrægni og aðgreining . Tíðnisvið 14 til 24 kHz sem er lægsta tíðni sem sónar á almennum markaði vinnur á . CS90 . Nýr millitíðnisónar . Sá fyrsti í heiminum sem kemur með composite botnstykki 70 til 90 kHz chirp . Hann er mun næmari og með meiri langdrægni en fyrri millitíðnisónarar . TV80 . Veiðistjórnunarkerfi sem er í senn einfalt og býður upp á margar framsetningar, nýtt trollauga ásamt fjölda nema m .a . hlera-, halla-, afla-, hita- og dýpisnema . FM90 . Trollsónar með omni botnstykki sem sýnir allt opið í trollinu og innkomu á fiski í einni sendingu .
Vélarrúmskerfi og skáveggir Frá Kongberg Automation býður Simberg heildarlausnir fyrir vélarrúm, K-Chief 600 PMS sem er m .a . viðvörunarkerfi EO/UMS sem vaktar og stjórnar vélbúnaði skipsins, skrúfustjórnun, samkeyrslukerfi rafala, tankapælikerfi og dælustýringu, RSW stýringu og tengingu við framleiðslukerfi .
Frá JRC kemur breið lína siglinga- og fiskileitartækja, m . a . radarar, straum-
Skjámynd úr Simrad Kongsberg SN90 sem er í senn dýptarmælir og sónar.
mælar, GPS og GPS compass, AIS búnaður, fjarskiptabúnaður ofl .
Frá Jotron býður Simberg GMDSS neyðarbaujur og talstöðvar . Frá Sperry Marine eru í boði Gyro compass, radarar, ECDIS plotterar, sjálfstýringar og annar búnaður .
Loks er að nefna skjáveggi sem Simberg býður en þeir hafa tekið við af fjölda minni skjáa í brúm skipa . „Við bjóðum 55“ skjái ásamt öðrum stærðum sem má raða saman að vild og kalla fram mismunandi myndir úr ólíkum tækjum . Öllu er stjórnað með einni mús . Einnig erum við með rafdrifin púlt og stóla í brúnna sem gera vinnuaðstöðu skipstjórnarmanna fyrsta flokks . “