2 minute read
Umhverfisvæn og alsjálfvirk lausn við sótthreinsun
D-Tech er íslenskt fyrirtæki sem hefur í tæp 20 ár þróað og sett upp alsjálfvirk sótthreinsikerfi í fiskvinnslur og fiskiskip á Íslandi. Þau eru ófá fyrirtækin sem fjárfest hafa í þeim sparnaði sem fylgir kerfinu enda kemur mannshöndin þar hvergi nærri, kerfið er alsjálfvirkt, einfalt í uppsetningu og fyrirferðarlítið. Krafan um aukna sjálfvirkni í sjávarútvegi er vaxandi samhliða 4. iðnbyltingunni og með uppsetningu sótthreinsikerfis D-Tech næst fram unhverfisvæn lausn í sótthreinsun og samhliða því veruleg hagræðing í rekstri.
Byltingarkennd „græn“ lausn D-Tech búnaðurinn framleiðir sótthreinsandi þoku sem smýgur í gegnum allar rifur og sótthreinsar með ótrúlegum árangri . D-San sótthreinsirinn sem fyrirtækið selur með kerfinu er einstakur en hann myndar örþunna filmu á yfirborði tækja, færibanda, tanka og kera sem hindrar það að slor, blóð og prótein nái þar fótfestu . Einnig vinnur sótthreinsirinn á bio-filmu sem hefur myndast á tækjabúnaði og étur hana upp . Þokan læðist um öll rými og sótthreinsar jafnt tækjabúnað, gólf, veggi og loft . Sótthreinsunin tekur enga stund, meðalsótthreinsitími á vinnslusal er um 12 mínútur eftir að almennum þrifum er lokið . Hægt er að sótthreinsa í kaffitímum og við vaktaskipti ef menn kjósa það .
Advertisement
Fjárfesting í sparnaði, minni sóun Fjárfesting í D-Tech kerfi er fjárfesting í sparnaði . Reynslan sýnir að með uppsetningu kerfisins má ná fram verulegri hagræðingu í rekstri en kostir kerfisins eru margskonar: Kerfið fyrirbyggir örverusmit sem geta verið fyrirtækjum mjög kostnaðarsöm Allt að 90% sparnaður í vatnsnotkun næst með uppsetningu kerfisins, samanborið við hefðbundna sótthreinsun Allt að 80% sparnaður í sótthreinsiefnanotkun næst , samanborðið við hefðbundna sótthreinsun Öll almenn þrif verða einfaldari og fljótlegri þar sem óhreinindi ná ekki að festast jafn auðveldlega á tækjabúnaði vegna sótthreinsandi filmunnar sem þokan myndar í matvælavinnslu, allt frá stærstu
Sótthreinsikerfið frá D-Tech vinnur sitt verk í vinnsluhúsi.
100% sparnaður í launakostnaði við sótthreinsun næst með kerfinu enda kerfið alsjálfvirkt
Covid tímar og uppsetning kerfisins Á þessum Covid tímum hefur umhverfis-, hreinlætis og sótthreinsivitund matvælaframleiðenda náð nýjum hæðum en D-San sótthreinsir fyrirtækisins vinnur á Covid veirunni . Fyrirtækið fékk staðfestingu á því eftir að það sendi efnið til USA á rannsóknarstofu sem var með veiruna í ræktun . Hefðbundin uppsetning kerfisins nær ekki bara til vinnslusalar/vinnsludekks, fiskilestar, móttöku og kælis heldur býðst fyrirtækjum einnig að kerfið sé sett upp í lokuðum fiskvinnsluvélum, lausfrystum, búningsklefum, stakkageymslum, klósettaðstöðu og jafnvel í mötuneytum fyrirtækja . D-Tech býður fyrirtækjum einnig að „þoka“ flutningabíla til að koma í veg fyrir örverusmit og Fjölbreyttur kúnnahópur Í dag eru um 160 kerfi frá D-Tech seld til 12 landa . Kerfið hentar öllum fyrirtækjum
krossmengun í flutningi afurðanna . útgerðarfyrirtækjum til lítilla fiskvinnslna og fiskþurrkana, stærstu frystitogurum til ísfisktogara og uppsjávarskipa . Flest af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi hafa fjárfest í kerfinu t .d . Samherji, SVN, Vísir, Brim, Eskja og Arnarlax . Af erlendum félögum má telja fjöldann allan af stórum matvælafyrirtækjum t .d . DFFU, UK Fisheries og Royal Greenland . Mannshöndin hefur hingað til stýrt hefðbundnum sótthreinsiaðferðum með tilheyrandi sóun á vatni og sótthreinsi . Með tilkomu D-Tech kerfisins sparast tími, vatn og sótthreinsir við þrif og síðast en ekki síst þá kemst þokan þar sem bunan kemst ekki .