3 minute read
Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI | Særún Anna Brynjarsdóttir „Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla“
Það sem heillaði mig við námið var hvað það veitir góðan grunn til stjórnunarstarfa í öllum greinum sjávarútvegsins. Það eru svo margir möguleikar að náminu loknu, sem er mikill kostur,“ segir Særún Anna Brynjarsdóttir, nemandi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri.
Advertisement
Særún Anna, sem er á öðru ári í náminu, hefur sterka tengingu við sjávarútveg . „Pabbi minn var sjómaður í tæp 40 ár þannig ég hef verið verið í kringum þetta síðan ég man eftir mér . Hann dró okkur oft með sér á rúntinn á bryggjuna á Húsavík að skoða skipin sem mér fannst nú ekkert svo spennandi þá en í dag hringi ég í hann daglega til þess að spyrja hann út í eitthvað tengt sjávarútvegi,“ segir Særún .
Hún segir námið í Háskólanum á Akureyri vera ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt . „Það er blanda af raunvísindum og viðskiptafræði . Við lærum t .d . efnafræði, eðlisfræði, líffræði og svo auðvitað haffræði, fiskifræði og allt um íslenskan sjávarútveg,“ segir Særún og bætir við að nemendurnir læri einnig mikið um rekstur fyrirtækja, mikilvægi markaða og markaðsetningar .
Særún segir þetta svið vera einstaklega hellandi umhverfi . „Tæknin sem við erum komin með hér á Íslandi er með þeim bestu, ef ekki bara sú besta í heimi . Sjávarútvegurinn er grunnatvinnugrein á Íslandi og það er hægt að fá vinnu við hann um allt land og líka út um allan heim,“ segir Særún og segir muna um þá miklu nýsköpun og framsækni sem er í greininni . „Það eru svo mikið af spennandi hlutir í gangi . Sjávarútvegsgeirinn er miklu stærri en ég bjóst við og svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla . “
Fyrir utan að vera ákveðin í að fara í framhaldsnám er framtíð Særúnar mikið til óskrifað blað . „Það er ekki alveg ákveðið, en svo ótrúlega margt spennandi í boði . Ég hugsa að ég fari beint í eitthvað spennandi mastersnám og fari svo á vinnumarkaðinn,“ segir Særún að lokum .
Ítarleg verkleg kennsla Særún Anna hrósar auk þess félagslífinu en hún er forseti Stafnbúa sem er félag nema í auðlindafræðum . „Félagslífið er frábært hjá okkur þó svo að það hafi ekki alveg fengið að njóta sín núna á tímum Covid . Félagslífið og tengslanetið sem maður myndar í skólanum er svo mikilvægt og getur reynst vel í störfum eftir útskrift,“ segir Særún .
Ekki er einungis lögð áhersla á bóklegan hluta þessara fræði því nemendur fá ítarlega verklega kennslu . „Við erum með rannsóknarstofur í skólanum þar sem við tökum verklega efnafræði, eðlisfræði, örverufræði og líffræði . Svo förum við í nokkrar sjóferðir, lærum að flaka fisk og aldursgreina hann . Á fyrsta árinu fáum við að fara í heimsókn í ÚA og á lokaárinu er farin vettvangsferð í fiskeldi,“ segir Særún . Særún Anna Brynjarsdóttir er á öðru ári í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri.
ÆGIR Í 115 ÁR 1918 – Hugað að bjargráðaskipi
Hugmyndin um bjargráðaskip hér við land er farin að fá talsverðan byr, en framkvæmdir litlar enn þá. Tímar þeir, sem við nú lifum á, eru svo örðugir og alvarlegir, að varla má vænta mikilla framkvæmda, einkum þar sem um mikil fjárframlög er að ræða, til fyrirtækis, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefir ekkert áhugamál verið, þeirra, er mest gagnið mundu af fyrirtækinu hafa. Úr grein eftir Sveinbjörn Egilsson ritstjóra, mars 1918.
1919 – Fjallkonan með vanræðasvip
Síldin er að verða ein aðalpersónan í atvinnulífi íslendinga. Af hennar
Í gegnum söguna
völdum rísa nú þorp þar sem engin voru áður. Hún ræður af frjálsu fullveldi viðgangi þeirra eða hnignun, aflar einu bæjarréttinda og dregur skyndilega allan vind úr seglunum hjá öðru. Hún ræður kaupgjaldi frá yztu annesjum til instu afdala og þar með hreyfingum verkalýðsins. Fjallkonan situr með vandræðasvip, nagar neglurnar og mælir fyrir munni sér: „Mér er um og ó, eg á síld í sjó og sauði á landi.“ Úr grein eftir Guðmund Finnbogason, september 1919.