3 minute read
Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður
Blessunarlega höfum við sloppið betur en sjálfsagt margar aðrar hafnir á landinu. Ástæðan fyrir því er að við erum með mjög fjölbreytta starfsemi hérna og farþegaskipin hafa ekki skipt jafn miklu máli hér og víða annars staðar þar sem menn hafa orðið fyrir þungum skelli,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar um núverandi ástand vegna Covid-19.
Samdráttur um 10% í ár Lúðvík gerir þó ráð fyrir því að samdrátturinn á þessu ári verði um og yfir 10% . „Það er fyrst og fremst vegna þess að dregið hefur aðeins úr vöruflutningum . Það var samdráttur hjá álverinu á fyrri hluta ársins en það hefur verið aukning á ný eftir mitt ár . Síðan höfum við líka fundið fyrir samdrætti í uppsjávarafla eins og hafnirnar hérna á suður- og vestursvæðinu, enginn makríll né síld . En að öðru leyti hefur þetta verið bara þokkalegt,“ segir Lúðvík .
Allri þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn hefur verið haldið úti og gengið án stórvægilegra vandamála ef frá er talið að starfsmenn smituðust af Covid-19 . „Við höfum þurft að kljást við það en samt hefur allt gengið sinn eðlilega gang í okkar starfsemi og þjónustu þrátt fyrir sérstakar aðstæður . Við gripum til ráðstafana strax í mars og aftur í haust með því að skipta vinnustaðnum upp og tryggja að við værum ekki með allt undir á einni hendi . Við höfum haldið helmingi starfsmanna hér á staðnum og öðrum heimavið . Við höfum tryggt að menn séu í sem minnstu samneyti og lokað aðkomu að okkar starfsstöðum . Þetta er hefur mætt skilningi og gengið vel fyrir sig,“ segir Lúðvík .
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að þjónustu hennar hafi verið haldið úti í faraldrinum án stórvægilegra vandamála.
Aukin rafræn þjónusta Hann segir að starfsfólk Hafnarfjarðarhafnar eins og aðrir geti lært ýmislegt af þeirra stöðu sem hefur komið upp vegna þessa faraldurs . „Það er þá í sambandi við verkstjórn, skipulag og samskipti . Menn hafa notað tæki og tækni meira en áður til að ganga frá málum . Við erum auðvitað í samskiptum við okkar þjónustuaðila og viðskiptavini með margvíslegum hætti,“ segir Lúðvík og bætir við að fólki hafi gengið vel að tileinka sér alla tækni í þeim efnum .
Þá hafi einnig verið reynt að nýta tímann eins vel og hægt er til að sinna framkvæmdum og viðhaldi . „Það hafa verið stór verkefni hérna í gangi og það hefur verið með ólíkindum hvernig hefur tekist að halda utan um það allt við þessar sérstöku aðstæður,“ segir Lúðvík sem er á því að þeim hafi tekist að lifa með þessu faraldri . „Okkur hefur gengið bærilega en ég veit að þetta hefur verið þungur skellur fyrir ýmsar hafnir vítt og breitt um landið . Sérstaklega á þeim stöðum sem farþegaskipin hafa spilað stóra rullu undanfarin ár . Vonandi að þau mál komist í lag sem allra fyrst,“ segir hann að lokum .
ÆGIR Í 115 ÁR 1958 – Slysavarnafélag Íslands 30 ára
Hinn 29. janúar s.l. voru liðin 30 ár frá því Slysavarnafélag Íslands var stofnað. Ekki fer hjá því, að þjóð, sem Iifir í slíku nábýli við Ægi eins og íslendingar og á svo mikið undir sjónum, sem raun er á hafi stundum orðið hart úti í baráttu sinni við hin óblíðu öfl sjávarins. Frétt, febrúar 1958.
Í gegnum söguna
1961 – Fyrsta Transistor fisksjáin
NEC Transistor fisksjáin vegur aðeins 1,6 kg, (fyrir utan lóðstöngina), og er því lang minnsta og handhægasta fisksjá, sem framleidd hefur verið til þessa. NEC Transistor fisksjáin er því sérstaklega heppileg fyrir trillubáta, aðstoðarbáta við síldveiðar og fyrir sportveiðibáta. Auglýsing, mars 1961.