3 minute read

Marport stærst á heimsvísu í veiðarfærastýringum

 Meðal nýjustu nemakerfa sem Marport hefur selt eru kerfi í þriggja trolla togskip á Grænlandi og í Noregi. Eins og sjá má í þessum norska togara eru margir nemar í slíku kerfi en þeir geta verið allt að 50 í stærstu kerfunum.

Marport er stærsta fyrirtækið á heimsvísu í veiðarfærastýringum og er með sex skrifstofur sem sjá um sölu og þjónustu í Bandaríkjunum, á Íslandi, í Noregi, Frakklandi, Spáni og Suður-Afríku. Áformað er að bæta við að minnsta kosti tveimur skrifstofum til viðbótar og mun það verða tilkynnt um mitt næsta ár. Auk þess starfa 26 manns í tækni- og þróunardeild Marport í Frakklandi en framleiðsla og samsetning fer fram í Frakklandi og New Hampshire þar sem höfuðstöðvar Airmar, móðurfélags Marport, eru staðsettar.

Advertisement

Veiðarfæranemarnir frá Marport gegna ýmsum hlutverkum . Í sinni

ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1928 – Jón forseti strandar

„Kl. 1 aðfaranótt mánudags 27. febrúar, eða þar um bil, strandaði togarinn „Jón forseti” á Stafnesi. Er það rétt hjá Stafnesvita. Er þar að allra sögn einhver hinn versti og hættulegasti staður hér á landi, fyrir skip, sem stranda. Rifið er langt frá landi og er þar sífelt brim þótt sjór sé hægur annarsstaðar. En að þessu sinni var brim mikið.“ Frétt um sögulegt strand, mars 1928. einföldustu mynd er um að ræða aflanema sem segja til um hve mikill fiskur er kominn í pokann . Axel Óskarsson, verkfræðingur hjá Marport, segir söluhæstu vöruna núna vera nýja útgáfa af aflanema sem sýnir fyllinguna í pokanum með dýptarmælismynd . Neminn sýnir líka ef aðskotahlutir, t .d . grjót, koma í pokann og þegar hætta er á að pokinn fari niður á botn eða hvolfist á erfiðri togslóð .

50 nemar í einu kerfi Marport hefur nýlega selt mjög stór nemakerfi í ný þriggja trolla skip bæði á Grænlandi og í Noregi . Um er að ræða kerfi sem eru með allt upp í 50 nema . Skipum í þessum flokki fjölgar hratt í Rússlandi þar sem mikil endurnýjun á sér stað í nýsmíðum og endurbyggingu á eldri skipum . Rússlandsmarkaður er Marport mikilvægur en fyrirtækið ákvað að einbeita sér frekar að endurnýjun í eldri skipum frekar en nýsmíðum þar sem það henti starfseminni betur .

Marport hefur farið þá leið að hafa sama kjarnabúnað í öllum sínum nemum . Þetta þýðir að sami vélbúnaður er í þeim öllum og einungis er skipt um hugbúnað í samræmi við mismunandi notkun þeirra . Kosturinn við þetta fyrir þjónustuna er að einungis er um einn varahlut að ræða . Meiri reiknigeta og tvöföld rafhlöðuending í augsýn Fljótlega mun Marport kynna til leiks nýja kynslóð innri búnaðar sem hefur mun meiri reiknigetu og tvöfalt meiri rafhlöðuendingu . Einnig bjóða þessir nemar upp á tvíátta samskipti . Marport hefur einnig uppi áform um að útvíkka markaðinn fyrir nema og leita inn á markaði hjá fiskveiðiþjóðum sem eru styttra á veg komnar í tækniþróun, eins og til dæmis Kína .

Axel bendir á að tjón á veiðarfærum sé mun minna en áður, þökk sé veiðarfæranemunum sem veiti miklar og stöðugar upplýsingar um hvort veiðarfærið virki . Hann bendir einnig á að upplýsingarnar mætti nota í hafrannsóknum . „Mörg hundruð skip eru stöðugt að safna upplýsingum með þessum nemum í Norður-Atlantshafinu, þ .e . hnituðum gögnum sem lúta jafnt að yfirborðs- og botnhita, seltu, straumum og fleiru . Þeir sem vinna að hafrannsóknum hafa því miður sýnt þessum upplýsingum lítinn áhuga en þeim er að öllu jöfnu hent eftir 60 daga,“ segir Axel en veiðarfæranemar frá Marport eru í hafrannsóknaskipum víða um heim og stendur til að fyrirtækið setji á markað sérstaka vörulínu fyrir hafrannsóknir .

This article is from: