3 minute read

Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

Egersund Ísland ehf. á Eskifirði Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

Egersund Ísland ehf. á Eskifirði er alhliða þjónustufyrirtæki í sölu, veiðarfæragerð, viðgerðum á trollum og nótum, auk annarrar þjónustu við útgerðarfyrirtæki. Egersund hefur einnig á undanförnum misserum stóraukið þjónustu við fiskeldi með sölu á búnaði fyrir bæði sjó- og landeldi, auk þess sem fyrirtækið tók fyrir ári síðan í notkun nýja og sérhæfða þvottastöð fyrir nætur fiskeldiskvía.

Advertisement

Loðnan mun skila sér Egersund Ísland er systurfélag norska fyrirtækisins AKVA group og hefur í gegnum þau tengsl aðgang að víðtækri reynslu þess fyrirtækis í þjónustu við fiskeldi í Noregi og víða um heim . Benedikt Ernir Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri Egersund Ísland ehf . segir vöxt í verkefnum í kringum fiskeldið kærkominn, ekki síst þar sem loðnuveiðar hafi ekki verið síðustu tvö ár . „Við erum samt bjartsýnir á að loðnuveiðar verði í vetur og næstu ár ef horft er til þess að mikið magn af ungloðnu mældist í haust og í fyrra . Loðnan mun skila sér og þær veiðar skipta okkar fyrirtæki auðvitað miklu máli,“ segir Benedikt Ernir .

Hraðvaxandi þjónusta við fiskeldið „Vaxtarsprotinn okkar er fiskeldið . Við bjóðum tækni- og söluþjónustu á búnaði frá AKVA group í Noregi . Við seljum kvíar, net, fóðurpramma, fóðurkerfi, myndavélabúnað, sjórn- og eftirlitskerfi og í raun allt fyrir eldið nema fóðrið sjálft . Sama er að segja um búnað fyrir landeldið sem einnig snýst um kerfi í kringum dælingu á vatni, vatnsgæði og fleira,“ segir Benedikt Ernir og bætir við að í árslok 2019 hafi Egersund Ísland náð stórum áfanga í þjónustuuppbyggingu við sjókvíaeldi þegar fyrirtækið tók í notkun þvottastöð fyrir nætur fiskeldiskvía .

 Hús Egersund Ísland ehf. á Eskifirði. Þvottastöð fyrir eldiskvíanætur var byggð í fyrra og er nýjasta viðbótin við húsakostinn.

með lítilli þekkingu og frumstæðar aðstæður,“ segir Benedikt Ernir .

 Unnið við nót úr eldiskví hjá Egersund.

Næturnar eru þvegnar og yfirfarnar í hvert skipti sem slátrað er úr kvíunum og þær losaðar . „Almennt held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikil tæknivæðing er orðin í íslensku fiskeldi . Þetta er allt önnur grein en var fyrir fáum áratugum þegar fiskeldið hér á landi var að byrja Aðgangur að þekkingu og reynslu dýrmætur Hann segist horfa til þess að vöxtur verði bæði í sjó- og landeldi á komandi árum . Það þýði að afleidd þjónusta aukist og störfum fjölgi . Fiskeldið sé aukin heldur grein sem ekki sé háð árstíðabundnum sveiflum . Þannig sé fyrirsjáanleikinn mikill . „Á öllum sviðum fiskeldisins er komin inn mun meiri þekking en áður, samfara því að greinin er til muna betur fjármögnuð í dag . Við sjáum það mjög vel hvers miklu máli skiptir að geta sótt í reynslubanka Norðmanna í fiskeldinu og hafa við hlið okkar fyrirtæki eins og AKVA group sem gjörþekkir þarfir fiskeldisins . Smám saman byggist síðan þekkingin upp hér á landi þannig að ég sé ekkert annað en áframhaldandi vöxt íslensks fiskeldis, sem bæði er jákvætt fyrir sjávarútveginn og atvinnulífið í heild,“ segir Bendikt Ernir Stefánsson .

ÆGIR Í 115 ÁR 1955 – Breskir togaramenn fœra sig upp á skaftið

Frá því í fyrstu hefur það verið ljóst öllum þeim, sem fylgzt hafa með löndunarbanninu í Bretlandi, að togaraeigendurnir þar hafa staðið á bak við allar aðgerðir og smíðað vopnin. Hins vegar hafa þeir beitt fyrir sig ýmsum aðilum, svo sem yfirmönnum á togurunum og fiskkaupmönnunum. Frétt, júlí 1955.

Í gegnum söguna 1957 – Frá Hrafnistu og Hrafnistumönnum

Dvalarheimili aldraðra sjómanna hefur verið valið hið hljómfagra forna nafn, Hrafnista; eru án efa flestir sammála, um, að nafngiftin hafi vel tekizt. Hornsteinn að byggingunni var lagður af forseta Íslands á sjómannadaginn 13. júní 1954, en byggingarframkvæmdir höfðu hafizt allmiklu fyrr. Frétt, júlí 1957.

This article is from: