2 minute read

Aukið eftirlit hjá Umbúðamiðlun

 Hilmar Arnfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar, vill bæta umgengni kerja til að auka gæði fisksins.

Nýlega tók Umbúðamiðlun upp aukið eftirlit með kerjum félagsins „Starfsmaður Umbúðamiðlunar mun ferðast um landið, kanna stöðu kerja og hvort þau leynist jafnvel í óviðeigandi notkun. Það hefur því miður sýnt sig í gegnum tíðina að litið sé á ker sem almannaeign og þau jafnvel tekin ófrjálsri hendi. Þessu viljum við breyta með því að vera sýnilegri, heimsækja fiskverkendur, löndunarþjónustur, flutningsaðila, fiskmarkaði og í raun alla sem hafa okkar ker undir höndum og í samráði við þá bæta meðferð kerja og þar með gæði þeirra,“ segir Hilmar Arnfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar.

Markmiðið er að vitundarvakning verði innan greinarinnar að kerin séu eingöngu undir matvæli . „Við viljum vekja athygli notenda á því að umgangast kerin enn betur og að þau séu þrifin á viðunandi hátt, því þetta eru nú einu sinni umbúðir undir fiskinn okkar,“ útskýrir Hilmar . Nú er mánuður síðan fyrirtækið jók eftirlitið og hefur þessu verið tekið vel . „Fólk sýnir málinu áhuga og skilning . Ef umgengni um kerin verður betri skilar það sér í betra hráefni sem í kerin fer . Einnig bindum við miklar vonir við að í framtíðinni verði eignarhald kerjanna virt, þau ekki tekin ófrjálsri hendi eða að misnotkun eigi sér stað,“ segir Hilmar .

PUR kerin reynst vel Umbúðamiðlun er með um 70 þúsund ker í útleigu . „Bæði 460 lítra ker sem notuð eru skipum og bátum og 660 lítra ker sem eru meira notuð í sérverkefni, t .d . hjá fiskverkerkendum og undir loðnuhrogn,“ segir Hilmar en kerin eru til afgreiðslu á öllum fiskmörkuðum og höfnum á landinu . „Viðskipavinir okkar eru sífellt að elta fiskinn og geta því komið í land hvar og hvernær sem er . Okkar hlutverk er að vera klárir með kerin þegar þeir koma inn til löndunar,“ segir Hilmar en stór hluti íslenska flotans er í viðskiptum við Umbúðamiðlun .

Ker Umbúðamiðlunar eru svokölluð PUR ker (polyurethane) og segir Hilmar þau hafa reynst einkar vel þar sem þau séu léttari og með betra einangrunargildi . „Fyrir sjómanninn sem vinnur með kerið við erfiðar aðstæður úti á sjó, skiptir þyngd kerjanna verulegu máli og er 460L PE ker 9 kílóum eða 21% þyngra en PUR kerið . Í öryggishandbók, sem er hluti af öryggismálum í nýrri samfélagsstefnu SFS, segir að „forðast eigi eða draga úr hættu á bakmeiðslum“ . Sé hugsað um hag sjómannsins ættu PUR ker alltaf að vera fyrsti kostur,“ segir Hilmar og bætir við . „Einangrunargildið í PUR kerinu er mun betra en í PE kerinu og því álitlegri kostur til að viðhalda kælingu á hráefni til lengri tíma . Sérstaklega ef ker standa í einhvern tíma á bryggju eða við lestun í bíla . Einnig er kolefnisspor við flutning á PUR kerjum mun lægra þar sem þau eru léttari .“

Í janúar árið 2019 flutti Umbúðamiðlun frá Hafnarfirði yfir í Korngarða í Reykjavík og er þar með skrifstofu, afgreiðslu, þvottastöð og viðgerðarverkstæði . Nálægðin við flutningsaðilana skipti þar mestu máli . „Þar með gátum við einfaldað afgreiðslu kerja og bætt þjónustuna . Auk þess erum við með keraþvottavél hjá FMS í Sandgerði sem sér um þrif á kerjum sem er skilað á Suðurnesjum,“ segir Hilmar að lokum .

ÁVALLT TIL STAÐAR FYRIR ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG

555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík

This article is from: