5 minute read

Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi

 Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans, segir gríðarlega möguleika vera innan sjávarútvegsins og bláa hagkerfisins.

Það hefur komið betur í ljós síðustu tvo áratugi að okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi er hugarfarið. Það er mín reynsla eftir að hafa farið töluvert víða og kynnt mér sjávarútveg í NorðurAmeríku og Evrópu sérstaklega,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans sem er ætlað að efla áhuga á og hlúa að fjölbreyttri nýsköpunarstarfsemi í tengslum við sjávarútveg.

Advertisement

Hann segir viðhorfið vera töluvert ólíkt í öðrum löndum og sést það best á tæknifyrirtækjum á Íslandi sem eru drifin áfram af útgerðum sem vilja vera í heimsklassa og er niðurstaðan framúrskarandi tækni . „Öll virðiskeðjan er undirlögð af þessu viðhorfi sem er gríðarlega þýðingarmikið,“ segir Þór en viðkvæðið í öðrum löndum sé að núverandi tækni sé nógu góð .

Að hans mati hafa framfarirnar verið mjög miklar á síðustu árum . „Á síðustu fimm, sex árum hefur tæknin í vinnslunum tvö- eða þrefaldast . Það hefur orðið til þess að við höfum haldið landvinnslu á Íslandi sem er alls ekki sjálfsagt mál í ljósi þess hvernig okkar launkjör eru í samburði við samkeppnislöndin,“ segir Þór .

Mikil tækifæri framundan Samkvæmt Þór eru tækifærin víða og margt mjög spennandi í greinum tengdum sjávarútveginum . „Við sjáum tækifærin núna í þörungum og í þessari ótrúlegu líftæknivinnslu úr próteinum hafsins . Það eru líka mikil tækifæri framundan í því að nýta betur skel, skelfisk og krabbann sem er auðvitað farinn að dreifa sér víða við landið,“ segir hann .

Hins vegar telur hann þekkinguna vera of takmarkaða á þessum sviðum og of lítið um rannsóknir . „Við þurfum svolítið að spýta í lófana þar . Það getur líka verið að þetta hafi meiri áhrif á hvítfiskinn heldur en við gerum okkur grein fyrir,“ útskýrir Þór sem myndi vilja leggja mikla áherslu á að kortleggja grjótkrabbann og hefja skipulagðari veiðar á honum . „Það krefst töluverðar þróunarvinnu sem þörf er á að styðja, sérstaklega fyrir þessar minni útgerðir sem eru líklegri til að fara í slíkar veiðar . Það má einnig bæta töluvert í hjá Hafró varðandi það að auka

ÆGIR Í 115 ÁR 2002 – Held áfram á meðan ég hef gaman af þessu

Þeir frændur Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson keyptu hlutabréf í Samherja hf. í apríl árið 1983, en félagið hafði verið stofnað ellefu árum áður. Samherjafrændur hófu síðan að gera út Akureyrina EA í lok árs 1983 og þar með var teningnum kastað. Nítján árum síðar er Samherji gríðarstórt

Í gegnum söguna

sjávarútvegsfyrirtæki sem kemur á einn eða annan hátt að rekstri á fjórtán stöðum hér á landi. Auk þess er félagið með rekstur í Færeyjum, Skotlandi og Þýskalandi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í viðtali, júlí 2002.

fjármagn til þess að geta sinnt þessum málaflokki vel,“ bætir hann við .

Möguleikar í alþjóðlegri ráðgjöf Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur starfsfólki í sjávarútvegi fækkað um tæp 10% á síðustu fimm árum . Starfsfólk Sjávarklasans hefur reynt að ná utan um fjölda þeirra sem hafa atvinnu af bláa hagkerfinu, allri starfsemi sem viðkemur hafinu í kringum Ísland . „Við fengum út að þetta væri um fjórðungur af þjóðarframleiðslunni . Það segir okkur heilmikið um hversu mun stærri sjávarútvegurinn og tengdar greinar eru en það sem kemur fram í þjóðhagstölum,“ segir Þór .

Hann segir aukninguna helst að finna í tæknifyrirtækjum eins og Marel, Skaganum 3X, Völku og fleirum . „Þessi fyrirtæki verða til í sjávarútveginum og í þjónustu við hann . Þetta eru orðin alþjóðleg fyrirtæki sem eru þekkt á sínu sviði,“ segir Þór .

Að hans mati hafa Íslendingar hins vegar náð lítilli fótfestu í alþjóðlegri ráðgjöf og að þar séu mikil tækifæri . „Margar þjóðir hafa náð meiri árangri en við, t .d . eru á Spáni og í Bretlandi fyrirtæki sem eru regnhlífar yfir marga sérfræðinga sem bjóða víðtæka þjónustu í tengslum við sjávarútveg, fiskeldi og fleira . Þarna eigum við að hafa miklu sterkari stöðu,“ segir Þór og bætir við að styrkja þurfi innlend fyrirtæki svo þau geti fjárfest í nýjungum sem þessum .

Ungt fólk í stjórnendastöður Meira er um það að ungt fólki mennti sig í sjávarútvegi og tengdum greinum og hefur það aukist að ungt fólk fái áhugaverð störf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum . „Á síðustu fimm árum er ungt fólk með flotta þekkingu komið í fleiri stjórnendastöður hjá sjávarútvegsfyrirtækjum,“ segir Þór sem er ánægður með þessa þróun . „Fólk sem hefur jafnvel engan bakgrunn í sjávarútvegi sér tækifæri sem við hin höfum kannski ekki séð . Við höfum fjölmörg dæmi um svona fólk sem er mjög framarlega á sínum sviðum,“ útskýrir Þór .

Þrátt fyrir áhuga ungs fólks á frumkvöðlastarfi og nýsköpun er ekki síður mikilvægt að halda sem flestum möguleikum opnum . „Hvort sem það er markaðssetning, vöruhönnun, líffræði, sjávarlíffræði, líftækni, hátækniverkfræði, auðlindafræði eða umhverfisfræði,“ segir Þór og bætir við að Íslendingar geti verið í miklu meiri forystu í umhverfismálum á alþjóðavettvangi en núna . „Til þess að ná þar fótfestu þurfum við að hafa meira af ungu fólki sem hefur sérhæft sig í sjálfbærni, umhverfismálum og öðru slíku . “ Tvöfalda veltu á næstu tíu árum Greining Sjávarklasans frá í nóvember 2019 gerir ráð fyrir því að bláa hagkerfið á Íslandi geti þrefaldast á næstu tuttugu árum . Gert er ráð fyrir að velta útgerðarfyrirtækja aukist um 4% á ári á komandi árum, vöxtur tæknifyrirtækja í matvælaiðnaði á heimsvísu verði 7-8% á ári, í fiskeldi, bæði sjó-og landeldi, verði um 12% vöxtur á ári, á sviði fullnýtingar og líftækni verði um 8% vöxtur á ári, í alþjóðlegri ráðgjöf verði vöxtur um 7% á ári og í þörungaframleiðslu verði um 10% vöxtur á ári . „Að okkar mati hefur ekkert breyst í því . Ég hef sagt að við getum hæglega tvöfaldað veltu bláa hagkerfisins á næstu tíu árum . Það gerist með því að við pössum áfram upp á þessar öflugu rannsóknarstofnanir okkar og háskólana og höfum þetta í heimsklassa . Ég hef líka mikla trú á því að þessir rannsóknasjóðir skipti máli,“ segir Þór sem er mjög ánægður með að fjárfestar séu að læra betur inn á þessa grein og tækifærin sem þar eru .

Hann bendir á að helmingur af tíu verðmætustu fyrirtækjunum í bláa hagkerfinu á Íslandi stundi í raun engar veiðar . „Þar eru enn nokkur sjávarútvegsfyrirtæki, mjög öflug og flott . En á listann eru komin fyrirtæki eins og Kerecis, sem er að vinna úr roði af einum báti á Vestfjörðum og er orðið rúmlega 30 milljarða virði . Þarna eru líka Marel á toppnum og Hampiðjan . Þessi þróun mun halda áfram og er í takti við það sem við sjáum í öðrum greinum,“ segir Þór að lokum .

This article is from: