SJÁVARÚTVEGUR OG FRAMTÍÐIN
Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans, segir gríðarlega möguleika vera innan sjávarútvegsins og bláa hagkerfis-
ins.
Þ
að hefur komið betur í ljós síðustu tvo áratugi að okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi er hugarfarið. Það er mín reynsla eftir að hafa farið töluvert víða og kynnt mér sjávarútveg í NorðurAmeríku og Evrópu sérstaklega,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans sem er ætlað að efla áhuga á og hlúa að fjölbreyttri nýsköpunarstarfsemi í tengslum við sjávarútveg. Hann segir viðhorfið vera töluvert ólíkt í öðrum löndum og sést það best á tæknifyrirtækjum á Íslandi sem eru drifin áfram af útgerðum sem vilja vera í heimsklassa og er niðurstaðan framúrskarandi tækni. „Öll virðiskeðjan er undirlögð af þessu viðhorfi sem er
gríðarlega þýðingarmikið,“ segir Þór en viðkvæðið í öðrum löndum sé að núverandi tækni sé nógu góð. Að hans mati hafa framfarirnar verið mjög miklar á síðustu árum. „Á síðustu fimm, sex árum hefur tæknin í vinnslunum tvö- eða þrefaldast. Það hefur orðið til þess að við höfum haldið landvinnslu á Íslandi sem er alls ekki sjálfsagt mál í ljósi þess hvernig okkar launkjör eru í samburði við samkeppnislöndin,“ segir Þór.
Mikil tækifæri framundan Samkvæmt Þór eru tækifærin víða og margt mjög spennandi í greinum tengdum sjávarútveginum. „Við sjáum tækifærin núna í þörungum og í þessari ótrúlegu líftæknivinnslu úr próteinum hafsins. Það
ÆGIR Í 115 ÁR
eru líka mikil tækifæri framundan í því að nýta betur skel, skelfisk og krabbann sem er auðvitað farinn að dreifa sér víða við landið,“ segir hann. Hins vegar telur hann þekkinguna vera of takmarkaða á þessum sviðum og of lítið um rannsóknir. „Við þurfum svolítið að spýta í lófana þar. Það getur líka verið að þetta hafi meiri áhrif á hvítfiskinn heldur en við gerum okkur grein fyrir,“ útskýrir Þór sem myndi vilja leggja mikla áherslu á að kortleggja grjótkrabbann og hefja skipulagðari veiðar á honum. „Það krefst töluverðar þróunarvinnu sem þörf er á að styðja, sérstaklega fyrir þessar minni útgerðir sem eru líklegri til að fara í slíkar veiðar. Það má einnig bæta töluvert í hjá Hafró varðandi það að auka
Í gegnum söguna
2002 – Held áfram á meðan ég hef gaman af þessu Þeir frændur Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson keyptu hlutabréf í Samherja hf. í apríl árið 1983, en félagið hafði verið stofnað ellefu árum áður. Samherjafrændur hófu síðan að gera út Akureyrina EA í lok árs 1983 og þar með var teningnum kastað. Nítján árum síðar er Samherji gríðarstórt
sjávarútvegsfyrirtæki sem kemur á einn eða annan hátt að rekstri á fjórtán stöðum hér á landi. Auk þess er félagið með rekstur í Færeyjum, Skotlandi og Þýskalandi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í viðtali, júlí 2002.
116