Esmeralda Santiago
nĂŚstum fullorĂ°in
2
„Martes ni te cases, ni te embarques, ni de tu familia te apartes.“
2
Á því tuttugu og eina ári sem ég bjó hjá mömmu, fluttum við að minnsta kosti tuttugu sinnum. Við tróðum eigum okkar í lúnar ferðatöskur, pappakassa með auglýsingum á hliðunum, koddaver, tóma hrísgrjónasekki og kexdósir angandi af hveiti og geri. Það sem við gátum ekki borið, skildum við eftir: skúffulausar kommóður, ísskápa, gat slitna sófa og málverkin fimmtán sem ég málaði eitt sum arið. Við lærðum að leggja ekki mikið upp úr dauðum hlut um vegna þess að þeir voru ætlaðir til skamms tíma eins og veggirnir sem umluktu okkur í nokkra mánuði í senn, nágrannarnir sem bjuggu neðar í götunni og drengurinn með döpru augun sem elskaði mig þegar ég var þrettán ára. Við fluttum úr sveit í borg, í sveit, í smábæ, í stórborg og loks í allra stærstu stórborgina. Eftir að við komum til New York fluttum við úr einni íbúð í aðra í leit að hita, færri kakkalökkum, fleiri herbergjum, hljóðlátari nágrönn um, meira næði, nálægð við neðanjarðarlestarstöð eða ætt ingja. Við fluttum í sveig í kringum hverfin sem við vildum forðast, þar sem ekki bjó fólk frá Púertó Ríkó, þar sem veggjakrotið helgaði afbrotaklíkum ákveðin svæði, þar sem fólk var betur klætt en við, þar sem íbúðareigendur 5
tóku ekki við fólki á bótum, vildu ekki leigjendur frá Púertó Ríkó eða hristu höfuðið þegar þeir sáu fjölskylduna: þrjá fullorðna og ellefu börn. Við forðuðumst hverfi þar sem verslanir voru of fáar eða of margar, ekki þær réttu eða alls engar. Við hringsóluðum í kringum fyrstu íbúðina okkar á sama hátt og dýr reika í kringum staðinn sem þau sofa á og þegar við höfðum þvælst svona í tíu ár, sneri mamma til baka á byrjunarreitinn, til Macún, þorpsins í Púertó Ríkó þar sem allir þekktust og vissu allt um alla og þar sem dótið sem við skildum eftir hafði komið að góðum notum fyrir þá sem fluttu ekki jafn oft. Þegar kom að því að hún flutti til Macún, var ég líka flutt. Fjórum dögum eftir tuttugasta og fyrsta afmælisdaginn minn, yfirgaf ég heimili mömmu og var búin að gleyma þulunni sem ég hafði farið með þegar ég var lítil: „Martes, ni te cases, ni te embarques, ni de tu familia te apartes.“ Ég gifti mig ekki á þessum þokusama þriðjudegi en ég yfirgaf fjölskylduna og lagði af stað í ferðalag. Ég stakk bréfi með kveðjuorðum til mömmu í póstkassann því mig skorti kjark til að kveðja hana augliti til auglitis. Ég fór til Flórída og lagði upp í mína eigin ferð úr einni borg í aðra. Í hvert sinn sem ég pakkaði niður eigum mínum skildi ég eftir brot af sjálfri mér í herbergjunum sem höfðu veitt mér skjól, ég átti ekki heima í neinu þeirra, ég bjó bara þar. Ég var ánægð með hversu auðveldlega ég gat yfirgefið þau og hversu auðveldlega ég kom öllu dótinu mínu fyrir í einni ferðatösku og fáeinum kössum. Mörgum árum seinna þegar ég kom til Macún, fór ég á staðinn þar sem bernska mín hafði byrjað og endað. Ég stóð á því sem eftir var af bláa flísalagða gólfinu okkar og horfði á græna veröldina í kring sem hafði verið leikvöllur okkar, hornið þar sem eggaldinplöntunni var breytt í jóla 6
tré, staðinn þar sem ég skar mig í fótinn og blóðið rann ofan í rykið. Það var ekki lengur kunnuglegt, ekki fallegt og það gaf mér enga vísbendingu um hver ég hefði verið á þessum stað eða hver ég yrði á næsta viðkomustað, hver sem hann yrði. Illgresi svo sem morivíví og culantro höfðu yfirtekið garðinn, skriðjurtir uxu yfir steinsteypt gólfið, prinsessuviðja fikraði sig yfir það sem eftir stóð af veggj unum og breytti þeim í mjúka græna hóla sem veittu skjól fyrir daufgerðar ólívugrænar eðlur og kamelljón, smá froska og kólibrífugla. Ekki sáust nein merki þess að við hefðum verið hér, fyrir utan þessa bláu flís sem ég stóð á. Hún glóði í síðdegissólskininu, svo litsterk að ég velti því fyrir mér hvort ég stæði á röngu gólfi því ég minntist þess ekki að gólfið hjá okkur hefði verið svo blátt.
7
„Eitthvað gæti komið fyrir þig.“
2
Við komum til Brooklyn 1961 í leit að læknishjálp fyrir Raymond bróður minn sem hafði næstum misst tærnar í reiðhjólakeðju þegar hann var fjögurra ára. Læknarnir í Púertó Ríkó höfðu viljað taka af honum þennan bólgna og særða fót sem ekki gat gróið. Mamma vonaðist til að læknarnir í New York gætu bjargað honum. Daginn sem við komum hafði rök hitamollan síðdegis breyst í þrumuveður um leið og síðustu geislar sólar hnigu til viðar annars staðar í Bandaríkjunum. Ég var þrettán ára og nógu hjátrúarfull til að trúa því að þrumurnar og eld ingarnar hefðu einhverja merkingu umfram þá veðurfræði legu. Ég festi mér í minni allt sem ég sá og heyrði á þessu drungalega kvöldi eins og merking þess myndi síðar meir afhjúpast í einu vetfangi og umbylta lífi mínu að eilífu. Þeg ar merkingin afhjúpaðist breyttist ekkert, því það var ekki veðrið í Brooklyn sem skipti máli, heldur sú staðreynd að ég var þar til að taka eftir því. Mamma ríghélt í aðra höndina á mér og Edna systir mín, sex ára, í hina, við ýttum okkur áfram og tróðumst gegn um þvögu af ferðafólki. Raymond sem var fimm ára, hélt í hina höndina á mömmu og haltraði þannig að fólk brosti samúðarfullt, vék til hliðar og hleypti okkur fram fyrir sig. 8
Við hinn enda þvögunnar beið Tata, mamma mömmu, í svörtum blúndukjól og háhæluðum skóm, með tindótta nælu á vinstri öxl. Þegar hún faðmaði mig, þrýstist nælan í kinnina á mér og fíngerð glerblómin skildu eftir för sem ég nuddaði í föstum takti á meðan leigubíllinn brunaði með okkur eftir rennvotum götum meðfram klunnalegum byggingum. New York var dimmari en ég hafði búist við og skítugri, þrátt fyrir regnið. Augu mín voru vön mjúkum og boga dregnum línum sveitanna í Púertó Ríkó og það tók þau nokk urn tíma að venjast harðneskjulegu, tvívíðu og hornóttu umhverfinu í Brooklyn. Regndropar dundu á hörðum götunum, endurköstuðu daufu silfurskini götuljósanna og skutust upp á gangstéttirnar eins og neistaflug áður en þeir hurfu eins og skammvinnir gimsteinar, út í myrkrið. Mamma og Tata stríddu mér og sögðu að ég hefði orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að göturnar væru ekki lagðar gulli. En ég hafði engar slíkar hugmyndir um New York. Ég var vonsvikin yfir myrkrinu en batt vonir við ljósið sem bjó djúpt í glitrandi regndropunum.
2 Tveimur dögum síðar hallaði ég mér upp að veggnum á blokkinni okkar við McKibbin Street og velti fyrir mér hvar New York endaði og heimurinn byrjaði. Það var ekki gott að segja. Það var enginn sjóndeildarhringur í Brooklyn. Hvert sem litið var blöstu við lóðrétt völundarhús í gráu og brúnu, skörp horn og djúpir skuggar. Inn á milli blokkanna voru steinsteyptir leikvellir girtir af með keðjum. Og ein stöku lóð hlaðin bílhræjum og öðru rusli á kafi í illgresi. Stelpa kom út úr blokkinni við hliðina og hélt á sippu bandi. Hún nálgaðist mig feimnislega; ég þóttist ekki sjá 9
hana. Hún steig á bandið, teygði endana upp fyrir höfuðið eins og til að mæla hve langt bandið væri og byrjaði svo að sippa hægt og rólega. Hún stundi í hvert sinn sem hún lenti á gangstéttinni. Sipp, dunk, úff, sipp, dunk, úff, hún sneri baki við mér; sipp, dunk, úff, hún sneri sér aftur að mér og brosti. Ég brosti á móti og hún skoppaði til mín. ¿Tú eres hispaña? spurði hún og sveiflaði bandinu leti lega í kringum sig. „Nei, ég er frá Púertó Ríkó.“ „Það er alveg það sama. Púertó Ríkóar, Spanjólar. Það er það sem við erum hérna.“ Hún sippaði í lítinn hring, hætti skyndilega og otaði bandinu í áttina að mér. „Viltu prófa?“ „Já já.“ Ég sippaði fyrst á öðrum fæti og síðan hinum. „Er maður þá kallaður Spanjóli ef maður er frá Púertó Ríkó?“ „Já. Allir sem tala spænsku.“ Ég sippaði í hring eins og hún hafði gert, bara hraðar. „Er maður þá Spanjóli ef maður talar spænsku?“ „Já eiginlega. Eða sko ... ég meina ef foreldrar manns eru frá Púertó Ríkó eða Kúbu eða eitthvað.“ Ég sveiflaði sippubandinu til hægri og svo til vinstri eins og hnefaleikakappi. „Ókei, segjum að foreldrar mínir séu frá Kúbu og ég sé fædd hér en tali enga spænsku. Er ég þá Spanjóli?“ Hún beit á vörina. „Ætli það ekki,“ sagði hún loks. „Það fer eftir landinu sem maður kemur frá. Ef foreldrar manns koma frá spænskumælandi landi, hvort sem maður sjálfur talar spænsku eða ekki, þá er maður Spanjóli, skilurðu?“ Hún leit hikandi á mig. Ég kinkaði kolli og skilaði sippu bandinu. En ég skildi það ekki. Ég hafði alltaf verið Púertó Ríkói
10
og það hafði ekki hvarflað að mér að ég yrði neitt annað í Brooklyn. Seinna spurði ég mömmu. „Mamma erum við Span jólar?“ „Já, því við tölum spænsku.“ „En það var stelpa sem sagði að maður þyrfti ekki að tala tungumálið til að vera Spanjóli.“ Hún hleypti brúnum. „Hvaða stelpa? Hvar hittir þú stelpu?“ „Hér fyrir utan. Hún á heima í blokkinni við hliðina.“ „Hver sagði að þú mættir fara út á gangstétt? Þetta er ekki Púertó Ríkó. Algo te puede suceder.“ „Eitthvað gæti komið fyrir þig“ átti við um alls konar hættur fyrir utan harðlæsta íbúðina okkar. Ræningjar gætu ráðist á mig. Glæpamenn gætu dregið mig inn í ein hverja af yfirgefnu blokkunum á leiðinni úr og í skólann og nauðgað mér eða drepið mig. Meðlimir í glæpaklíkum gætu abbast upp á mig ef ég þvældist inn á yfirráðasvæði þeirra. Karlmenn gætu táldregið mig, þeir sátu um ungar stelpur sem voru einar á ferð og nógu frakkar til að tala við ókunnuga karla. Ég hlustaði niðurlút á fyrirlestur mömmu og sýndi henni þá auðmýkt sem var nauðsynleg og við eigandi. En ég nötraði innra með mér. Ég var bara búin að vera í New York í tvo daga og var strax orðin önnur mann eskja. Það var ekki erfitt að sjá fyrir sér að fleiri hættur gætu leynst framundan. Íbúðin okkar við McKibbin Street var íburðarmeiri en nokkur íbúð sem við höfðum búið í heima í Púertó Ríkó. Marmarastiginn, gifsveggir og flísalögð gólfin voru jarðföst, sem var meira en hægt var að segja um eins herbergis bárujárnskofana sem ég hafði alist upp í. Þeir stóðu á súlum. Feitlagnir berrassaðir englar dönsuðu
11
kringum gifskransa í loftinu. Það var baðkar í eldhúsinu, þar streymdi bæði heitt og kalt vatn og klósettið var inni í skáp með vaski og lyfjakassa. Sundið á milli svefnherbergisgluggans okkar og glugg ans á næsta húsi var svo mjótt að ég gat teygt mig á milli, snert múrsteinana og gert far í sótið sem þakti þá. Fyrir ofan sást örmjó ræma af himninum en þaðan barst dauf gul birta niður á jörðina fyrir neðan sem var þakin þvotta efnispökkum, fatadruslum, stökum skóm, flöskum og gler brotum. Mamma varð að fara að leita að vinnu svo að við Edna og Raymond fórum niður til að vera hjá Tötu í íbúðinni hennar. Þegar við bönkuðum á dyrnar, var hún að vakna. Ég settist við litla borðið hjá hitahellunni til að lesa dag blaðið sem Don Julio, kærasti Tötu hafði komið með kvöldið áður. Edna og Raymond stóðu í miðju herberginu og störðu á lítið sjónvarp á lágu borði. Tata kveikti á því, fiktaði í tökkunum og loftnetinu þangað til láréttu strikin hurfu og svarthvítar teiknimyndapersónur komu í ljós og hlupu hver á eftir annarri yfir flatt landslag. Krakkarnir létu sig síga niður á gólfið með krosslagða fætur án þess að hafa augun af skjánum. Undir glugganum, upp við vegginn, svaf bróðir Tötu, Tío Chico og sneri baki í okkur. Öðru hverju vakti hann sjálfan sig með hrotum en svo kjamsaði hann á munnvatni, umlaði og sofnaði aftur. Á meðan Tata fór og þvoði sér í baðherberginu á gangin um, sogaðist ég að sjónvarpinu. Bolti skoppaði yfir orðin í texta sem var sunginn af járnbrautarlest. Hún dansaði eftir teinunum ásamt hundum, köttum, kúm og hestum sem sveifluðust út um gluggana. Ég horfði sem dáleidd á boltann skoppa á orðum sem litu allt öðruvísi út en þau hljómuðu. „Sjelbí kominnrán demontin vensjekomms, tút-
12
tút“ söng lestin en boltinn hoppaði og skoppaði á „She´ll be coming round the mountain when she comes,“ en ekkert tút. Dýrin voru klædd í samfestinga, báru kúrekahatta og klúta og veifuðu öxum og skóflum út í loftið. Í staðinn fyrir tút-tút kom mjá-mjá, me-me eða mö-mö. Þetta var glaðvært og kátt og kom Ednu og Raymond til að hlæja. En ég gat ekki skemmt mér yfir því vegna þess að ég var upptekin af orðunum sem þutu hjá, af boltanum sem skoppaði taktfast frá einu atkvæði til annars án þess að mér gæfist tími til að tengja stafina við hljóðin, og einstaka gelt og gjamm eða flissið í krökkunum trufluðu einbeitinguna. Þegar Tata kom inn af baðherberginu, lagaði hún kaffi á hitaplötunni. Kaffiilmurinn fyllti brátt litla herbergið og á meðan hún hellti vatni í kaffið í slitnum flónelspoka, fór Tío Chico loks á fætur eins og ilmurinn væri öflugri og kröftugri vekjari en syngjandi dýrin á sjónvarpsskjánum, glamrið í pottunum á hitaplötunni og eldhúsbekknum eða skarkið í stólfótunum þegar ég kom mér þannig fyrir að ég gæti bæði fylgst með Tötu og teiknimyndunum. „Jæja, sjáum til, hver er kominn,“ sagði Tío Chico og teygði úr sér þar til langir beinaberir fingur hans strukust við loftið. Hann var í sömu fötunum og daginn áður: upp lituðum dökkum buxum og nærbol með stuttum ermum, sem hvort tveggja var krumpað og angandi af svitalykt. Hann steig yfir Ednu og Raymond sem högguðust varla til að hleypa honum framhjá. Í tveimur löngum skrefum var hann kominn fram á baðherbergið. Þegar hann lokaði dyrunum, virtist herbergið skreppa saman eins og renglulegur líkami hans hefði gefið yfirfullu herberginu aukna vídd. Tata raulaði lögin úr teiknimyndinni. Stórar hendur hennar teygðu sig í pott, helltu mjólk og hrærðu rösklega á
13
meðan mjólkin hitnaði og freyddi. Ég var heilluð af þokka hennar, af því hvernig hún bar höfuðið, af öskugráu liðuðu hári hennar sem nam við há kinnbeinin. Hún leit upp, prakkaralegum karamellubrúnum augum og brosti án þess að missa taktinn. Þegar Tío Chico kom til baka úr sturtunni var hann bú inn að raka sig, kominn í hreinan bol og buxur sem voru jafn krumpaðar og þær sem hann hafði farið úr. Hann lagði óhreinu fötin út í horn við rúm Tötu og bjó um beddann sinn. Tata rétti mér bolla af sætu café con leche og hallaði höfðinu til marks um að ég ætti að láta Tío Chico eftir sætið mitt. „Nei nei, þetta er allt í lagi,“ sagði hann. „Ég sit hérna.“ Hann tyllti sér á brún beddans með olnbogana á hnján um og vafði fingrunum um krúsina sem Tata rétti honum. Gufan liðaðist upp af lófunum á honum. Tata gaf Ednu og Raymond líka og settist síðan með kaffibollann í annarri hendinni og sígarettu í hinni og talaði í hálfum hljóðum við Tío Chico sem kveikti sér líka í. Ég beygði mig niður að rjúkandi kaffinu til að forðast mentólblandaðan reykinn sem liðaðist frá horninu þar sem þau sátu og lagðist eins og mjúkt grátt teppi yfir fötin okkar og hárið.
2 Ég gat ekki talað ensku svo að skólaráðgjafinn setti mig í bekk með nemendum sem höfðu fengið lágt á greindar prófum, áttu í hegðunarvanda eða voru bara að eyða tíman um þar til þau yrðu sextán ára og gætu hætt í skóla. Kenn arinn sem var falleg svört kona, aðeins fáeinum árum eldri en nemendurnir, benti mér á sæti í miðri stofunni. Ég þorði ekki að líta á nokkurn mann. Ég heyrði stunur og muldur 14
allt í kringum mig og þótt ég hefði ekki hugmynd um hvaða merkingu það hefði, hljómaði það ekki vingjarnlega. Borðplatan var rækilega útskorin. Þar voru mörg nöfn og sumum þeirra fylgdi úrfellingarmerki og ártal. Ég bar ekki skynbragð á ýmsan vandlega orðaðan dónaskap en ég dáðist að handbragðinu við skyggða bókstafina, vanda samar brúnirnar á f og k. Ég ímyndaði mér að stelpa hefði skrifað skilaboðin sem voru með tengiskrift og skreytt með hjörtum og blómum. Fyrir neðan það voru nokkrar línur með smágerðu hrafnasparki brotnar upp með einni línu af æpandi hástöfum. Ég spennti greipar undir borðinu til að draga úr skjálft anum og virti fyrir mér beinar línur og bogadregnar sem höfðu verið meitlaðar í borðplötuna af þeim sem höfðu setið þar á undan mér. Ég hafði ekki augun af rúnum ristu yfirborðinu en hlustaði einbeitt á rödd kennarans, þessi framandlegu hljóð sem flutu yfir höfði mér. Mig langaði að svífa upp og út úr þessari skólastofu, burt frá þessum fjandskap sem fyllti hvert horn og hverja glufu. En því meira sem ég reyndi að láta mig hverfa, því meira fann ég til veru minnar á staðnum þar til ég gafst upp, dauðuppgefin og lét mig fljóta með orðunum, handviss um að ef ég gerði það ekki, myndi ég drukkna í þeim.
2 Á leikfimidögum áttu stelpurnar að vera í grasgrænum stutterma leikfimibolum úr bómull með pífubuxum, hnepptum niður að mittisbandi sem var of stutt til að binda á annan hátt en með stórum ljótum hnút. Grasgrænt fór engum vel, síst af öllu unglingsstelpum með rauðar bólur á andlitinu. Það var teygja við skálmarnar til að koma í veg fyrir að sæist í nærbuxurnar þegar við duttum eða sett 15
umst. Við vorum sumar með svo mjó læri að teygjan hélt ekki og þá löfðu buxurnar niður að hnjám og flæktust fyrir okkur þegar við hlupum. Þar sem þetta var samfestingur, gátum við ekki komist á klósettið á þeim þremur mínútum sem við höfðum á milli kennslustunda. Í staðinn fyrir að vera í bolnum allan daginn, gátum við komið með hann í skólann og farið í hann fyrir leikfimitímann en það gerði engin vegna þess að strákar voru stöðugt að ryðjast inn í búningsklefann til að sjá okkur á nærfötunum. Í þessum leikfimibúningi var erfitt að sinna nauðsynlegu hreinlæti á „vondu dögunum“, því til þess hefði maður þurft að hafa að minnsta kosti þrjár hendur og þess vegna komu flestar með miða frá mömmu sinni. En þá var vandinn sá að ef maður kom ekki í búningnum á leikfimidegi, vissu allir að maður væri á túr. Ein stelpan keypti tvo leikfimiboli, klippti neðan af öðrum þeirra, faldaði hann og gekk svo í honum innan undir blússunni svo að enginn gæti vitað hvort hún væri á túr eða ekki. Ég bað mömmu að gera það fyrir mig en hún sagði að við gætum ekki sóað peningum í svoleiðis vitleysu. Á föstudögum var samkoma á sal. Það fyrsta sem við gerðum var að leggja hægri hönd á brjóst og syngja þjóð sönginn. Við vorum hvött til að syngja eins hátt og við gát um og innan tveggja vikna kunni ég textann utan að. Ojo sé. Can. Juice. ¿Y? Bye de don surly lie. Whassoprowow we hell Add debt why lie lass gleam in. Whosebrods tripe sand bye ¿Stars? True de perro los ¡Ay! Order am parts we wash, Wha soga lang tree streem in. 16
Ég hafði ekki hugmynd um hvað textinn þýddi eða hvaða merkingu hann hafði og enginn hafði fyrir því að útskýra það. Þetta var eitt af því sem ég átti einfaldlega að vita og ætlast var til að við syngjum af tilfinningu á sama hátt og þegar við fórum með fánahyllinguna á hverjum degi. Ef eitthvað skorti á innlifunina hjá okkur skráðu kennararnir mínus í kladdann. Fánahyllingin var prentuð með skraut letri á veggspjöld undir fánanum í hverri kennslustofu. En þjóðsöngurinn var mér hulin ráðgáta í mörg ár, þótt bull textinn væri sá eini sem ég gat sungið á ensku frá upphafi til enda.
2 Á köldu októbersíðdegi fórum við mamma og Don Julio á flugvöllinn til að sækja hin systkini mín sem höfðu orðið eftir hjá pabba þar til mamma hefði efni á að kaupa flugfar fyrir þau. Delsa, Norma, Héctor og Alicia voru minni en mig minnti, dekkri á hörund, útlenskari. Þau stóðu í hnapp og héldust í hendur. Augu þeirra hvörfluðu hornanna á milli í risastórri flugstöðinni og störðu á mannfjöldann sem veifaði, faðmaði og kyssti og á farangurinn sem rakst utan í þau. Þau hölluðu höfðinu aftur og göptu eins og fuglsungar þegar hátalararnir í loftinu tóku að hella yfir þau fyrir skipunum, málmkenndri röddu. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði verið jafn óttaslegin og viðkvæm að sjá fyrir aðeins tveimur mánuðum. Við vorum flutt í nýja og stærri íbúð á Varet Street. Tata og Tío Chico höfðu verið að elda allan morguninn og þegar við komum inn í íbúðina ilmaði hún af achiote, hvítlauk og oreganó og ómaði af hlátri og skvaldri fjölskyldunnar svo engu var líkara en jólin væru komin. Við áttum marga ættingja í Brooklyn. Paco, sonur Tío 17
Chicos var lágvaxinn og þrekinn. Hann var alltaf með marbletti á andliti og handleggjum, augun bólgin og blóð hlaupin og nefið plástrað vegna starfs síns en hann var fjölbragðaglímumaður. Atvinnunafn hans var El Santo. Í hringnum klæddist hann hvítum sokkabuxum og stígvél um og bar hvítt leðurbelti, hvíta grímu og hvíta satínskikkju með uppbrettum kraga með semelíusteinum. Hann var einn af góðu gæjunum en þótt hann færi oftast með sigur af hólmi, náðu svartklæddu karlarnir alltaf að berja hann svolítið. Bróðir Pacos, Jalisco, vann í verksmiðju. Hann var há vaxinn og grannur eins og faðir hans og var með svart vel snyrt yfirvaraskegg líkt og strik fyrir ofan varirnar eins og mexíkóski söngvarinn og kvikmyndastjarnan Jorge Negrete. Alltaf þegar Jalisco kom í heimsókn, flögraði ég í kringum hann eins og fiðrildi til að bjóða honum mat og drykk eða minna hann á að hann hefði lofað að syngja „Cielito Lindo“ eftir matinn. Mamma sá til þess að ég væri aldrei ein með honum. Tvær systur Tötu bjuggu skammt frá blokkinni okkar. Tía Chia og dætur hennar – Margot, Gury og La Muda – voru nátengdar mömmu. Þær roguðust til okkar með fulla poka af fötum og skóm sem þær voru hættar að nota. Gury, sú yngsta, var grönn og hljóðlát. Fötin hennar pöss uðu á mig þótt mamma segði að beinsniðnu pilsin, þunnu blússurnar og háhæluðu skórnir sem Gury gekk í, væru ekki við hæfi fyrir stelpu á mínum aldri. Systir hennar, La Muda, var mállaus og heyrnarlaus. Að því er mamma sagði hafði hún fæðst með fulla heyrn en hún veiktist sem ungbarn og þegar henni batnaði aftur var hún orðin heyrnarlaus. „Af hverju er hún þá ekki kölluð La Sorda...“ byrjaði ég en mamma gaf mér merki um að þetta væri ókurteisi. 18
La Muda las varalestur. Ef við snerum okkur undan tók hún um axlirnar á okkur, lét okkur endurtaka það sem við höfðum sagt og hafði ekki augun af munninum á okkur. Við lærðum fljótlega að skilja tungumál hennar sem fólst í að dansa með höndunum og stynja, umla og söngla en hljóðin virtust ekki koma úr barka hennar heldur áttu þau sér dýpri upptök einhvers staðar í maganum. Hún var handstór, hendurnar vel snyrtar og hlaðnar gullhringum með steinum sem glitraði á þegar fingur hennar flögruðu um loftið. La Muda vildi að við læsum dagblaðið fyrir hana. Það er að segja, mamma eða Don Julio lásu það upphátt á meðan við krakkarnir lékum fréttirnar. La Muda horfði ýmist á varir mömmu eða á okkur sem sýndum látbragðsleik af fréttum dagsins; morðum, bílslysum og úrslitum kapp reiðanna sem við lékum með eltingaleik í kringum eldhús borðið. Hún hló hátt og smitandi, djúpum en flötum hlátri eins og hún næði ekki tóninum fyrst hún gat ekki heyrt í sjálfri sér hlæja. Kærastinn hennar var maður sem við höfðum þekkt í Pú ertó Ríkó. Hann var grannur, fámáll, og dökkhærður mað ur í ljósum jakkafötum. Þegar við hittum hann fyrst vorum við systkinin öll hrædd við hann en hann dró spilastokk upp úr vasa sínum, sýndi okkur nokkur töfrabrögð og eftir það kölluðum við hann Luigi, sem okkur fannst fullkomið nafn fyrir töframann. Hin systir Tötu, Titi Ana, átti tvær dætur sem voru nær mér í aldri en La Muda, Margot eða Gury. Alma var ári eldri en ég og Corazón ári yngri. Þær töluðu ensku hvor við aðra og þegar þær voru að tala við okkur eða mömmu sína, var spænskan þeirra stirð og með hreim. Mamma sagði að þær væru „ameríkaníséraðar.“ Hún bar orðið fram eins og það væri eitthvað hræðilegt, eitthvað sem bæri að forðast 19
með öllu móti, enn ein hættan sem beið fyrir utan dyrnar. Þegar systkini mín gengu inn í íbúðina voru þau föðmuð og kysst af fólki sem þau þekktu ekki neitt en var kynnt fyrir þeim sem frænkur og frændur. Delsa var alveg að bresta í grát. Norma hélt fast í Aliciu eins og hún væri hrædd um að þær myndu týna hvor annarri í þessari ringulreið. Héctor reikaði á milli karlmannanna en Raymond elti hann og uppfræddi um það nauðsynlegasta, svo sem sigra Pacos í hringnum og hve örlátur Don Julio væri á smápeninga. Um alvarlegt andlit Luigis lék ofurlítill vottur af brosi og hann sýndi nokkur ný töfrabrögð. Þá fengust krakkarnir til að slaka á eins og það að sjá eitthvað sem minnti þau á líf okkar í Púertó Ríkó nægði til að draga úr kvíða þeirra. Margot hafði komið með ferðaplötuspilara og plötur sem voru spilaðar á fullum styrk í eldhúsinu en sjónvarpið í fremra herberginu var stillt á hryllingsmynd dagsins. Krakkarnir ráfuðu milli herbergja eins og í leiðslu, búin að borða yfir sig af sætindum og kartöfluflögum sem Don Julio hafði keypt handa okkur. Þessi móttökuveisla stóð fram á nótt. Don Julio og Jal isco fóru margar ferðir í bodeguna til að sækja meiri bjór og Tío Chico fann áfengisverslun og kom til baka með kúta af Gallo-víni. Mamma hljóp á milli barnanna og fullorðna fólksins og minnti karlmennina á að það væru börn í hús inu og sagði þeim að hætta að drekka. Ættingjarnir fóru heim hver á fætur öðrum og aftur urðu krakkarnir að sætta sig við að vera faðmaðir og kysstir. Vasarnir okkar voru fullir af smápeningum sem frændur okkar og frænkur réttu að okkur eins og þau væru að borga fyrir veisluna. Luigi fylgdi La Muda út úr íbúðinni. Fölir fingur hans héldu um mittið á henni og hólkvíð fötin flögsuðust utan á krangalegum líkamanum. Þegar þau gengu út leit fullorðna fólkið undirfurðulega hvert á annað. 20
Tío Chico og synir hans fóru síðastir. Tata og Don Julio fóru inn í herbergið sitt og drógu tjaldið fyrir sem aðskildi þeirra hluta íbúðarinnar frá okkar. „Kominn háttatími,“ sagði mamma. Við komum okkur fyrir, ég og Delsa í efri kojunni, Norma og Alicia í þeirri neðri, Héctor á sófanum, Raymond á tveimur bólstruðum stólum sem var ýtt saman, en mamma og Edna í hjónarúminu. Hún slökkti ljósið og lágvært þruskið í systkinum mínum fyllti mig leyndri gleði sem ég gekkst aldrei við en það róaði mig og hughreysti betur en nokkuð hafði gert síðan við fórum frá Púertó Ríkó.
21