Verðandi eftir Michelle Obama

Page 1


Efnisyfirlit

Formáli 9 Verðandi ég 17 Verðandi við 135 Verðandi meira 327 Lokaorð 478 Þakkarorð 483

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 7

16/10/2019 09:12


Formáli

Mars 2017

ÉG VÆNTI EKKI MIKILS ÞEGAR ÉG VAR BARN. Mig langaði í hund. Mig langaði í hús með stiga – tveggja hæða fyrir eina fjölskyldu. Af einhverri ástæðu langaði mig í fjögurra dyra skutbíl í stað tveggja dyra Buicksins, sem var stolt og prýði föður míns. Þegar ég var lítil var ég vön að segja við fólk að ég ætlaði að verða barnalæknir þegar ég yrði stór. Af hverju? Því ég vissi ekkert betra en að vera í kringum lítil börn og ég lærði snemma að það væri svar sem fullorðna fólkið vildi heyra. Óó, læknir! Gott hjá þér! Í þá daga var ég með fléttur og skipaði eldri bróður mínum til og frá, og náði alltaf, sama hvað það kostaði, að fá hæstu einkunn í skólanum. Ég var metnaðarfull, þótt ég hafi ekki vitað hvað ég vildi. Núna finnst mér ein tilgangslausasta spurning sem fullorðnir geta spurt börn vera: Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Eins og það sé endanlegt að verða stór. Eins og að á einhverjum tímapunkti verði maður eitthvað, og að það sé allt og sumt. Hingað til hef ég verið lögfræðingur. Ég hef verið aðstoðarframkvæmdastjóri á sjúkrahúsi og stjórnað sjálfseignarstofnun sem hjálpar ungu fólki að byggja upp innihaldsríkan feril. Ég hef verið svartur námsmaður af verkamannastétt í nánast hvítum háskóla. Ég hef verið eina konan og eina afrísk-bandaríska manneskjan á allskonar samkundum. Ég hef verið brúður, ofurstressuð ung móðir, harmi slegin 9

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 9

16/10/2019 09:12


dóttir. Og þar til nýlega var ég forsetafrú Bandaríkjanna – það er ekki opinbert starf, en hefur engu að síður fært mér sviðsljós sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Það var áskorun og kenndi mér hógværð, gladdi mig og dró mig niður, stundum allt í einu vetfangi. Ég er fyrst núna að vinna úr því sem hefur gengið á undanfarin ár – frá augnablikinu árið 2006 þegar maðurinn minn byrjaði að tala um að bjóða sig fram til forseta, til þessa kalda vetrarmorguns nýverið þegar ég fór upp í limmósínuna með Melanie Trump, til að fylgja henni á innsetningarathöfn eiginmanns hennar. Þetta hefur verið heljarinnar ferðalag. Þegar þú ert forsetafrú, sérðu sannarlega allar öfgar í Bandaríkjunum. Ég hef farið á fjáröflunarviðburði á einkaheimilum sem líta út eins og listasöfn, þar sem fólk á baðkör alsett gimsteinum. Ég hef heimsótt fjölskyldur sem misstu allt í fellibylnum Katrínu og voru grátklökk og þakklát fyrir að eiga ísskáp og eldavél í lagi. Ég hef bæði hitt fólk sem mér fannst grunnhyggnir hræsnarar sem og annað fólk – kennara, eiginkonur hermanna og ótal aðra – sem var svo kjarkað og hafði undraverðan styrk. Og ég hef hitt börn – fjölmörg, út um allan heim – sem bræða hjarta mitt og fylla það von, og sem ná blessunarlega að gleyma titlinum sem ég ber um leið og við förum að róta til í moldinni í garðinum. Frá því að ég steig með semingi fram opinberlega, hefur mér verið hampað sem völdugustu konu í heimi, og ég hef verið lítillækkuð sem „reið svört kona“.* Oft hef ég viljað spyrja þá, sem vilja draga úr mér, hvaða hluti þessarar staðhæfingar skipti þá mestu – er það „reið“ eða „svört“ eða „kona“? Ég hef brosað í myndatöku með fólki sem hefur kallað manninn minn öllum illum nöfnum í beinni útsendingu í sjónvarpi, en hefur samt sem áður viljað innrammaðan minjagrip á arinhilluna. Ég hef heyrt af hyldýpum internetsins þar sem allt við mig er * Í þýðingu þessari eru orðin svört/svartur notuð yfir enska orðið ‚black‘ í frumtextanum. Hér verður einnig sagt afrískur-bandarískur um ‚African American‘.

10

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 10

16/10/2019 09:12


dregið í efa, jafnvel hvort ég sé kona eða karl. Núverandi þingmaður á Bandaríkjaþingi hefur gert grín að rassinum mínum. Ég hef verið særð. Ég hef verið bálreið. En ég hef nú aðallega reynt að gera grín að þessu öllu saman. Það er enn ýmislegt sem ég veit ekki um Bandaríkin, um lífið, um það sem framtíðin ber í skauti sér. En ég þekki sjálfa mig. Fraser faðir minn, kenndi mér að vinna vel, hlæja oft og standa við orð mín. Móðir mín, Marian, kenndi mér að hugsa um sjálfa mig og nota röddina mína. Í litlu íbúðinni okkar í South Side í Chicago kenndu þau mér að meta gildi sögu okkar, sögu minnar, í stóra samhengi landsins okkar. Jafnvel þegar sagan er ekki falleg eða fullkomin. Jafnvel þegar hún er raunsærri en maður myndi kjósa. Sagan er það sem við eigum, það sem við búum alltaf að. Það er eitthvað til að eiga. Ég bjó í átta ár í Hvíta húsinu, á stað með fleiri stigum en hægt er að telja – en líka með lyftum, keilusal að ógleymdum innanhússblómaskreyti. Ég svaf í uppbúnu rúmi með fínum ítölskum sængurverum. Maturinn var eldaður af heimsklassakokkum og borinn fram af fagfólki sem hefur hlotið meiri þjálfun en starfsfólk fimm stjörnu veitingastaðar eða hótels. Leyniþjónustumenn, áberandi svipbrigðalausir með heyrnartól og byssur, stóðu fyrir utan dyrnar hjá okkur og gerðu sitt besta til að trufla ekki heimilislíf okkar. Einhvern veginn vöndumst við því á endanum – mikilfengleika nýja heimilisins og einnig stöðugrar, kyrrlátrar nærveru annarra. Hvíta húsið er þar sem stelpurnar okkar tvær léku sér með bolta á göngunum og klifruðu í trjánum á syðri grasflötinni, South Lawn. Þar sat Barack löngum frameftir, hellti sér yfir samantektir og uppköst að ræðum í samningaherberginu, Treaty Room, og þar sem Sunny, hundurinn okkar, kúkaði stundum á gólfteppið. Ég gat staðið á Truman-svölunum og fylgst með ferðalöngum sem stilltu sér upp með sjálfustöngum og rýndu á milli járnrimlana, reyndu að geta sér til um hvað færi fram fyrir innan. Stundum fannst mér ég vera að kafna vegna þess að gluggarnir þurftu að vera lokaðir af öryggisástæðum, 11

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 11

16/10/2019 09:12


að ég gæti ekki fengið mér ferskt loft án þess að vera með vesen. Svo komu tímar þar sem ég fylltist lotningu yfir blómstrandi magnolíutrjánum fyrir utan, hversdagslegu amstri ríkisstjórnarinnar, yfir tignarlegri herkveðju. Það komu dagar, vikur og heilu mánuðirnir sem ég hataði stjórnmál. Og það voru augnablik þegar fegurð þessa lands og fólk þess gagntóku mig svo að ég kom ekki upp nokkru orði. Svo var þetta búið. Jafnvel þótt maður eigi von á því, jafnvel þótt tilfinningahlaðnar kveðjur taki yfir síðustu vikurnar er dagurinn sjálfur enn í móðu. Hönd á Biblíu; eiður endurtekinn. Húsgögn forseta eru borin út á meðan önnur koma inn. Skápar eru tæmdir og fylltir aftur á nokkrum klukkutímum. Rétt si svona, koma ný höfuð á nýja kodda – nýtt lunderni, nýir draumar. Þegar því lýkur, þegar þú gengur út um dyrnar í síðasta sinn á frægasta heimilisfangi í heimi, þarftu á margan hátt að finna sjálfa þig aftur. Þess vegna ætla ég að byrja á litlu atviki sem gerðist fyrir ekki svo löngu síðan. Ég var heima í rauða múrsteinshúsinu sem við fjölskyldan fluttum inn í fyrir stuttu. Nýja húsið er í um tveggja mílna fjarlægð frá gamla staðnum, við rólega götu. Við erum enn að koma okkur fyrir. Í fjölskylduherberginu er húsgögnunum komið fyrir á sama hátt og í Hvíta húsinu. Upp um alla veggi eru gripir sem minna okkur á að þetta gerðist í alvörunni – myndir af fjölskyldunni í Camp David, handgerðir pottar sem ég fékk að gjöf frá nemendum af frumbyggjaættum, bók sem undirrituð er af Nelson Mandela. Það sem var sérstakt við þetta kvöld var að enginn var heima. Barack var á ferðalagi. Sasha var úti með vinum sínum. Malia bjó og starfaði í New York, þar sem hún var að ljúka starfsreynslu áður en hún byrjar í háskóla. Það var bara ég, hundarnir okkar tveir, og þögult, tómt hús. Ég hafði ekki upplifað það í átta ár. Og ég var svöng. Ég gekk niður stigann úr svefnherberginu með hundana í humátt á eftir mér. Í eldhúsinu opnaði ég ísskápinn. Ég fann brauðhleif, skar mér tvær sneiðar og setti þær í ristina. Ég opnaði

12

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 12

16/10/2019 09:12


skáp og tók út disk. Ég veit að það er skrítið að segja það, en að taka disk úr skáp í eldhúsi án þess að einhver krefjist þess að hann geri það fyrir mig, að standa ein og horfa á brauð ristast, er eins nálægt mínu fyrra lífi og ég hef komist. Eða kannski er það bara mitt nýja líf að láta af sér vita. Á endanum fékk ég mér ekki bara ristað brauð; ég gerði ostabrauð, setti brauðsneiðarnar í örbylgjuofninn og bræddi fitugar klessur af osti á milli þeirra. Svo tók ég diskinn með mér út í bakgarð. Ég þurfti ekki að segja neinum hvert ég ætlaði. Ég bara fór. Ég var berfætt, í stuttbuxum. Vetrarkuldinn hafði loksins vikið. Krókusarnir voru rétt byrjaðir að sýna sig í beðunum við enda garðsins. Það var vor í lofti. Ég sat á veröndinni, fann að enn eymdi eftir af hita dagsins í flísunum undir fótum mínum. Hundur byrjaði að gelta einhvers staðar í fjarska, og hundarnir mínir stöldruðu við til að hlusta, í augnabliksfáti. Það rann upp fyrir mér að hljóðið kom illa við þá vegna þess að í Hvíta húsinu voru engir nágrannar, hvað þá nágrannahundar. Þetta var allt nýtt fyrir þeim. Þegar hundarnir ráfuðu í burtu til að kanna útjaðar garðsins, borðaði ég brauðið í myrkrinu og fann fyrir einveru á besta mögulega máta. Hugur minn var ekki hjá vopnuðum varðmönnum í minna en hundrað metra fjarlægð, í rammgerðri varðstöð í bílskúrnum, eða þeirri staðreynd að ég gæti enn ekki gengið niður götuna án þess að hugsa um öryggisatriði. Ég var ekki að hugsa um nýja forsetann og ekki heldur gamla forsetann, ef út í það er farið. Í stað þess var ég að hugsa um það hvernig ég myndi, eftir nokkrar mínútur, fara aftur inn, þvo diskinn í vaskinum og fara upp í rúm, kannski opna glugga svo að ég gæti fundið fyrir vorloftinu – og hversu dásamlegt það væri. Ég var líka að hugsa um að vegna kyrrðarinnar hefði ég fengið þetta fyrsta raunverulega tækifæri til að íhuga. Þegar ég var forsetafrú þurfti ég að minna mig á hvernig vikan hófst við lok hennar. En tíminn var farinn að líða öðruvísi. Stelpurnar mínar, sem komu í Hvíta húsið með leikföngin sín, ábreiðu sem hét Teppi og

13

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 13

16/10/2019 09:12


tígrisdýr sem kallaðist Tígri, eru nú unglingar, þær eru ungar konur með eigin plön og eigin raddir. Maðurinn minn er í aðlögun eftir lífið í Hvíta húsinu, og að ná andanum. Og hér er ég, á þessum nýja stað, og hef heilmikið að segja.

14

Verðandi_Obama_151x226mm.indd 14

16/10/2019 09:12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.