Engin sóun - inngangur

Page 1


Efnisyfirlit Inngangur 7 Ráðin fimm og ávinningurinn af sorplausu lífi 23 Eldhús og matarinnkaup 55 Baðherbergi, snyrtivörur og heilsa 109 Svefnherbergi og fataskápur 153 Heimilisþrif og viðhald 183 Vinnustaður og auglýsingapóstur 217 Börn og skóli 243 Hátíðir og gjafir 279 Á ferðinni 313 Hafðu áhrif 335 Sorplaust líf til framtíðar 349 Þakkir 357 Nánari upplýsingar 358

Engin sóun - kilja.indd 5

04/12/2019 09:04


Inngangur Það er ekki svo langt síðan að líf mitt var mjög ólíkt því sem það er nú. Ég átti tvö hundruð og áttatíu fermetra heimili, tvo bíla, fjögur borð og tuttugu og sex stóla. Ég fyllti tvö hundruð og fjörutíu lítra sorptunnu í hverri viku. Í dag er viðhorf mitt allt annað. Því minna sem ég á, þeim mun ríkari finnst mér ég vera. Og ég þarf ekki að fara út með ruslið! Fyrir nokkrum árum breyttist allt. Það var þó ekki vegna þess að það kviknaði í stóra húsinu mínu eða af því að ég gerðist búddamunkur. Þetta er sagan mín. Ég ólst upp við botnlangagötu smáíbúðahverfis í Provencehéraðinu í Frakklandi. Aðstæður þar voru mjög ólíkar heimahögum föður míns sem ólst upp á litlum bóndabæ, og æskustöðvum móður minnar sem sleit barnsskónum í franskri herstöð í Þýskalandi. Pabbi var þó ákveðinn í að gera sem mest úr þeim skika sem hann hafði til umráða í úthverfinu okkar. Trúr uppruna sínum varði hann öllum frítímanum í garðvinnu um leið og hlýna tók á vorin. Í garðinum ræktaði hann grænmeti og vökvaði jarðveginn með svita sínum. Yfir vetrartímann var athygli hans bundin við bílskúrinn en þar voru vegghillurnar drekkhlaðnar skrúfum, boltum og ýmsum íhlutum. Endursmíði hluta, viðgerðir og endurnýting voru hans áhugamál. Pabbi er þannig gerður að hann hikar ekki við að stöðva bílinn í vegkanti ef hann kemur auga á ryksugu, útvarp, sjónvarpstæki eða þvottavél sem einhver hefur fleygt. Ef útlit er fyrir að hægt sé að gera við hlutinn er 7

Engin sóun - kilja.indd 7

04/12/2019 09:04


honum skellt í skottið og brunað heim þar sem gripurinn er tekinn í sundur, settur saman aftur og látinn virka á ný með einhverjum aðferðum. Pabbi getur meira að segja gert við sprungna ljósaperu! Hann er vissulega mjög handlaginn en þó er færni hans ekki óvanaleg meðal íbúa heimahéraðsins okkar. Fólk í frönskum sveitum býr yfir einstöku hugviti sem gerir því kleift að lengja líftíma hluta. Þegar ég var lítil breytti pabbi til dæmis tromlu úr gamalli þvottavél í sniglagildru og ég man eftir að hafa notað ytra byrði vélarinnar sem (frekar lítið og heitt) byrgi til að leika mér í. Í barnsaugum mínum var heimilið okkar nútímaútgáfan af Húsinu á sléttunni, sjónvarpsþáttum sem ég horfði á aftur og aftur sem krakki. Við bjuggum að vísu í úthverfi og við bræður mínir tveir vorum nú ekki jafn hjálpsöm og Ingallssystkinin (eldri bróðir minn var meira að segja haldinn fælni við uppþvottabursta) – en pabbi var í það minnsta þessi handlagna manngerð og mamma hin hagsýna húsmóðir sem bjó við takmörkuð efni. Hún útbjó þriggja rétta máltíðir í hádegis- og kvöldmat og eins og hjá móður Lauru Ingalls snerist vikan hjá mömmu um að sinna kirkjustarfi, elda, baka, þrífa, strauja, sauma, prjóna og sjóða niður matvæli. Á fimmtudögum fór hún á bændamarkaðinn til að finna efni og garn á hagstæðu verði. Eftir skóla hjálpaði ég henni að sníða og horfði svo á hana umbreyta efnisbútum í vandaðan fatnað. Inni í herberginu mínu hermdi ég eftir henni og bjó til föt á Barbie-dúkkurnar mínar tvær úr gömlu næloni og grisjum (hið síðarnefnda komu foreldrar mínir með heim úr heimsóknum í blóðbankann). Ég var tólf ára þegar ég saumaði fyrstu fötin mín og ári síðar prjónaði ég fyrstu peysuna mína. Fyrir utan tilfallandi gamnislagi okkar systkinanna lifðum við hamingjusömu fjölskyldulífi. Eða þannig kom það okkur börnunum fyrir sjónir, því við skynjuðum aldrei þann djúpa ágreining sem reyndist vera á milli foreldra okkar og endaði í sorglegu skilnaðarferli. Átján ára, þyrst í að komast burt úr sálrænum og fjárhagslegum þrengingum, fluttist ég til Kaliforníu sem au-pair til eins árs. Ekki grunaði mig að á þeim 8

Engin sóun - kilja.indd 8

04/12/2019 09:04


tíma myndi ég verða ástfangin af draumaprinsinum mínum, Scott, sem ég seinna átti eftir að giftast. Hann var ekki brimbrettagaurinn sem allar franskar píur dreymir um, en hann var ástríkur og gaf mér þann tilfinningalega stöðugleika sem ég þarfnaðist. Við ferðuðumst um heiminn og bjuggum erlendis, en þegar ég varð ófrísk leiddi löngun mín til að prófa lífsstíl amerísku fótboltamömmunnar (eins og maður sér í sjónvarpinu) til þess að við fluttumst aftur til Bandaríkjanna.

AMERÍSKI DRAUMURINN MINN: PLEASANT HILL Við eignuðumst tvo syni; fyrst Max og svo Léo fljótlega á eftir. Þeir fæddust beint inn í munaðarlíf ameríska draumsins míns: Tvö hundruð og áttatíu fermetra nútímaheimili við botnlangagötu í Pleasant Hill, sem er úthverfi nokkuð fyrir utan San Francisco. Húsið var fullkomið, með mikilli lofthæð, fjölskylduherbergjum, setustofum, fataherbergjum, þre­földum bílskúr og tjörn fyrir koi-fiska. Við áttum jeppa, risa­vaxið sjónvarp og hund. Við fylltum á tvo stóra ísskápa og not­ uðum uppþvottavél og þurrkara af iðnaðarstærð nokkrum sinnum í viku. Það þýðir samt ekki að heimilið hafi verið yfirfullt af dóti eða að öll innkaup hafi verið beint úr kassanum. Sparsemin sem ég tók í arf frá foreldrum mínum varð til þess að ég keypti föt, leikföng og húsgögn á nytjamörkuðum. Við hliðina á húsinu okkar stóð engu að síður sorptunna í yfirstærð sem tók á móti málningarafgöngum og heilu fjöllunum af vikulegum úrgangi. Okkur leið þó vel með vistsporið okkar vegna þess að við flokkuðum allt sorp til endurvinnslu. Á sjö árum náði Scott góðum starfsframa. Tekjur hans tryggðu okkur þægilegt líf með utanlandsferðum á hálfs árs fresti, ríkulegum veisluhöldum, dýrum kjötmáltíðum, aðgengi að einkasundlaugum, vikulegum verslunarleið­ öngrum í Target og hillum fullum af hlutum sem maður hendir eftir að hafa notað einu sinni. Við höfðum engar fjár­ hags­áhyggjur á meðan lífið gekk sinn áreynslulausa vana9

Engin sóun - kilja.indd 9

04/12/2019 09:04


gang og færði mér ljóst Barbie-hár, gervibrúnku, fylltar varir og bótoxsprautað enni. Ég gerði meira að segja tilraunir með hárlengingar, gervineglur og líkamsvafninga sem kallast evrópskir vafningar (þar sem ég hjólaði á þrekhjóli vafin heilu rúllunum af plastfilmu). Við vorum heilbrigð og áttum frábæra vini. Við virtumst hafa allt til alls. Samt var eins og hlutirnir væru ekki eins og þeir áttu að vera. Ég var þrjátíu og tveggja ára og innst inni var ég hrædd við tilhugsunina um að líf mitt yrði óbreytt til æviloka. Líf okkar var staðnað. Við eyddum of miklum tíma í bíl og of litlum á göngu í svefnbænum okkar, með sínum stóru breiðgötum og verslunarmiðstöðvum. Við Scott þráðum virkari og athafnasamari lífsstíl. Við söknuðum þess að reika um stræti þeirra útlendu borga sem við höfðum búið í. Við söknuðum þess að fara fótgangandi á kaffihús eða út í bakarí.

SKREF Í ÁTT AÐ EINFALDLEIKA Við ákváðum því að flytja þvert yfir San Francisco-flóann, til Mill Valley; þorps sem státaði af lifandi miðbæ með evrópskum blæ. Við seldum húsið og fluttum tímabundið í íbúð með okkar helstu nauðsynjar. Afganginn af eigunum settum við í geymslu, með það í huga að við myndum á endanum finna hús þar sem marokkóski hönnunarstíllinn minn og stæður af samstæðum húsgögnum fengju að njóta sín. Á meðan þessu millibilsástandi stóð sáum við að minna dót leiddi til þess að við höfðum meiri tíma til að gera hluti sem veittu okkur ánægju. Við þurftum ekki lengur að eyða helgunum í að slá blettinn eða hugsa um stóra húsið okkar og innanstokksmuni. Í staðinn gátum við varið tímanum saman sem fjölskylda; farið út að hjóla, í fjallgöngur, lautarferðir og könnunarleiðangra um nýju heimkynnin okkar. Þetta var frelsandi. Scott fór loksins að skilja orð föður síns til fulls, þegar hann sagði: „Ég vildi óska að ég hefði ekki eytt svona miklum tíma í að hugsa um grasflötina mína.“ Þegar ég velti fyrir mér öllum þeim fjölda matarborða og 10

Engin sóun - kilja.indd 10

04/12/2019 09:04


stóla sem ég hafði keypt fyrir eldhúskrókinn, borðstofuna og tvær verandir í gamla húsinu okkar, kom spurning góðvinar okkar, Erics, upp í hugann: „Hvað þarf eitt heimili mörg rými þar sem hægt er að setjast niður?“ Það rann upp fyrir mér að við söknuðum ekki margra hluta úr geymslunni, og að við höfðum eytt óteljandi klukkutímum og ómældum auðlindum í að innrétta hús með óþarfa. Innkaupaferðir fyrir gamla heimilið okkar voru orðnar að (léttvægri) dægrastyttingu; átyllu til að fara út og stytta sér stundir í svefnbænum okkar. Mér varð það ljóst að flest af því sem nú var í geymslunni þjónaði ekki neinum öðrum tilgangi en að fylla upp í stór rými. Við höfðum lagt allt of mikla áherslu á hluti. Við áttuðum okkur á því að einfaldleikinn myndi veita okkur betra og innihaldsríkara líf. Það tók okkur eitt ár og tvö hundruð og fimmtíu opin hús að finna loksins hið rétta heimili; lítið, hundrað og fjörutíu fermetra hús án lóðar, byggt 1921, staðsett rétt við miðbæinn. Okkur hafði verið sagt að á þessu svæði væri engin fasteign á viðráðanlegu verði fyrir okkur. Fermetraverð var tvöfalt hærra í Mill Valley en í Pleasant Hill þannig að við gátum aðeins keypt helming af stærð gamla hússins fyrir söluandvirði þess. En okkur dreymdi um að búa í nálægð við gönguleiðir, bókasöfn, skóla og kaffihús og við vorum tilbúin til að minnka við okkur. Þegar við fluttum inn fylltist bílskúrinn og kjallarinn af húsgögnum frá gamla tímanum, en smám saman seldum við það dót sem ekki hentaði nýja, litla húsinu. Hlutir sem við í raun notuðum ekki, þurftum ekki eða þótti ekki vænt um, urðu að fara. Þetta varð okkar leiðarljós á meðan við grisjuðum eigurnar. Við spurðum okkur hvort við virkilega notuðum, þurftum eða þótti vænt um hjólakerruna, kajakinn, hjólaskautana, snjóbrettin, taekwondo-gallann, boxhanskana, reiðhjólafestingarnar, hlaupahjólin, körfuboltakörfuna, boccia-kúlurnar, tennisspaðana, kaf­ sunds­ búnaðinn, útilegudótið, hjólabrettin, hafnaboltakylfuna og hanskann, fótboltamarkið, badmintonspaðana, golfkylfurnar og veiðistangirnar. Til að byrja með fannst Scott 11

Engin sóun - kilja.indd 11

04/12/2019 09:04


erfitt að sleppa takinu. Hann elskaði íþróttir og hafði lagt mikið á sig til að geta keypt allan þennan búnað. En að lokum áttaði hann sig á því að það var betra að komast að endanlegri niðurstöðu um hvað veitti honum raunverulega ánægju og einbeita sér að fáum áhugamálum frekar en að láta golfkylfurnar safna ryki. Á þennan hátt losuðum við okkur við 80% af eigum okkar á tveimur árum.

FRÁ EINFALDLEIKA TIL MINNA SORPS Á meðan við einfölduðum líf okkar studdist ég við góð ráð úr bókum Elaine St. James um einfaldleika og rifjaði upp kynni mín af verkum Lauru Ingalls Wilder um Húsið á sléttunni. Þessar bækur veittu okkur innblástur til að endurskoða allar okkar daglegu athafnir. Við tókum sjónvarpið úr sambandi og sögðum upp áskriftum að tímaritum og bókum. Nú, þegar sjónvarpsgláp og verslunarferðir tóku ekki lengur tíma frá okkur, gátum við farið að lesa okkur til um umhverfismál sem áður höfðu ekki verið inni á ratsjánni hjá okkur. Við lásum bækur á borð við Natural Capitalism, Cradle to Cradle og In Defense of Food auk þess sem við horfðum á heimildarmyndir á Netflix, eins og Earth og Home sem fjalla um heimilislausa ísbirni og ráðvillta fiska. Við lærðum um víðtækar afleiðingar óheilbrigðs mataræðis og óábyrgrar neyslu. Í fyrsta sinn rann upp fyrir okkur í hversu mikla hættu jörðin okkar er komin. Ekki nóg með það, við byrjuðum líka að átta okkur á því hvernig kæruleysislegar, daglegar ákvarðanir geta skaðað umhverfið og gert þann heim, sem við munum skilja eftir fyrir börnin okkar, verri. Við höfðum notað bílinn mjög mikið, pakkað nestinu í einnota poka, drukkið átappað vatn, farið ósparlega með klósettpappír og eldhúsrúllur, auk þess að þrífa húsið og okkur sjálf með ótal eiturefnablöndum. Ég fór líka að hugsa um þær fjölmörgu ruslatunnur sem ég hafði fyllt með innkaupapokum í Pleasant Hill og alla þá tilbúnu frosnu rétti sem ég hafði hitað upp í plasti. Það rann upp fyrir mér hversu 12

Engin sóun - kilja.indd 12

04/12/2019 09:04


hugsunarlausir neytendur og borgarar við höfðum orðið meðan við nutum lystisemda ameríska draumsins. Hvernig höfðum við getað misst tengslin við afleiðingar lífshátta okkar? Eða höfðu þau tengsl aldrei verið til staðar? Hvað vorum við búin að kenna sonum okkar, Max og Léo? Við hreinlega táruðumst yfir öllu því sem við urðum vísari um og við urðum reið yfir að hafa verið svona lengi illa upplýst. Á hinn bóginn öðluðumst við styrk og áræðni til að breyta neytendahegðun okkar og lífsstíl allverulega, í þágu framtíðar barnanna okkar. Scott hafði ákveðnar hugmyndir og var mjög einbeittur í að koma þeim í framkvæmd. Þrátt fyrir efnahagskreppuna sagði hann starfi sínu lausu og stofnaði ráðgjafarfyrirtæki um sjálfbærni. Við tókum börnin úr einkaskólanum, enda höfðum við ekki lengur efni á honum, og ég hellti mér út í það verkefni að gera heimilið okkar vistvænna. Vegna þessarar nýju vitneskju okkar um að endurvinnsla væri ekki fullnægjandi lausn við umhverfisvánni og að plast stórskaðaði heimshöfin okkar, fórum við að nota fjölnota poka og vatnsflöskur í stað einnota. Það eina sem til þurfti var að muna eftir að kippa þeim með þegar á þurfti að halda. Auðvelt. Því næst byrjaði ég að versla í heilsubúðum. Þá áttaði ég mig á því að úrvalið af lífrænum vörum úr heimahéraði væri hverrar krónu virði og að hægt væri að forðast innkaup á umbúðamiklum vörum með því að kaupa þær í áfyllingu. Ég fór að taka með mér þunna poka í verslunarferðirnar sem annars eru framleiddir til að þvo viðkvæman fatnað í þvottavél. Svo saumaði ég taupoka úr gömlum lökum til að nota undir umbúðalausar vörur seldar eftir vigt. Ég hannaði þá þannig að ekki þyrfti að nota einnota bönd til að loka þeim. Ég safnaði tómum flöskum og krukkum, minnkaði smám saman neyslu okkar á vörum sem seldar voru í pakkningum og fljótlega fylltist heill skápur af vörum sem ég hafði keypt án umbúða. Það má kannski segja að ég hafi fengið þráhyggju fyrir að kaupa vörur sem seldar voru í áfyllingu. Ég keyrði langar vegalengdir í leit að slíkum verslunum. Ég saumaði tólf viskustykki úr sama, gamla 13

Engin sóun - kilja.indd 13

04/12/2019 09:04


lakinu og borðtuskur leystu eldhúsrúllurnar af hólmi. Scott kom upp jarðgerðarkassa í bakgarðinum og ég sótti námskeið í grasafræði til að kynna mér hvernig hægt væri að nýta þær villtu plöntur sem við sáum í gönguferðum okkar í nágrenninu. Ég varð svo gagntekin af eldhússorpinu okkar að ég gleymdi alveg að taka baðherbergin til skoðunar. Fljótlega fór ég þó að velta fyrir mér umbúðalausum möguleikum fyrir þau svæði líka. Ég þvoði hárið úr matarsóda og eplaediki í sex mánuði en þegar Scott þoldi ekki lengur að finna ediklyktina uppi í rúmi byrjaði ég að kaupa hársápur í áfyllingu í staðinn. Sælutilfinningunni sem ég hafði fengið við að versla í Pleasant Hill hafði verið skipt út fyrir sælutilfinninguna sem fylgdi því að finna nýjar leiðir til að gera heimilið okkar umhverfisvænna og spara peninga. Við þurftum líka að herða sultarólina þegar Scott fór af stað með nýja sprotafyrirtækið sitt. Max og Léo tóku líka þátt með því að hjóla í skólann, keppast um stysta sturtutímann og muna eftir að slökkva ljósin. Dag nokkurn, þegar ég sem foreldri fór með bekknum hans Léos í skólaheimsókn í heilsubúð hverfisins, þar sem áfyllingarhillurnar voru meðal annars skoðaðar, sá ég að Léo átti fá svör við eftirfarandi spurningu kennarans: „Hvers vegna er umhverfisvænt að kaupa vörur í áfyllingu?“ Þarna áttaði ég mig á því að við höfðum ekki upplýst drengina um allt það sem við höfðum gert til að minnka allan úrgang og sóun á heimilinu. Þeir fengu heimabakaðar smákökur daglega og höfðu því ekki saknað þeirra sem voru verksmiðjuframleiddar. Um kvöldið útskýrði ég fyrir þeim hvernig og af hverju búrskápurinn okkar væri öðruvísi en á öðrum heimilum. Ég sagði þeim líka frá breytingunum sem þeir höfðu þegar innleitt án þess að gera sér grein fyrir því. Það var frá þessari stundu, þegar börnin voru orðin meðvituð og öll fjölskyldan tilbúin til að leggjast á árarnar, að við gátum farið að stefna að því að lifa sorplausum lífsstíl (e. zero waste). Í leit að hentugri nálgun rakst ég á hugtakið zero waste 14

Engin sóun - kilja.indd 14

04/12/2019 09:04


í skrifum sem fjölluðu um atvinnustarfsemi. Ég fletti ekki upp skilgreiningunni og mér var alveg sama hvaða þýðingu hugtakið hefði í fyrirtækjarekstri. Á einhvern hátt kom þetta allt heim og saman í mínum huga. Þetta hugtak skilgreindi það sem ég var að stefna að með tilliti til umfangs og magns. Þannig opnaði það mér leið til að nálgast markmiðið. Við höfðum ekki hugmynd um hvort við gætum komið í veg fyrir myndun alls úrgangs. En um leið og viðmiðið var sett við líf án nokkurs sorps var komið markmið sem við vildum komast eins nálægt og mögulegt var. Við gátum nú grannskoðað það rusl sem lá eftir okkur og unnið í hverju einasta smáatriði. Við stóðum á tímamótum.

ÖFGAKENNDUR SORPLAUS LÍFSSTÍLL Til að hjálpa mér við að ákveða næstu skref skoðaði ég það sem var í ruslinu og það sem endaði í flokkunartunnunum okkar. Í ruslatunnunni voru umbúðir utan af kjöti, fiski, osti, brauði, smjöri, ís og klósettpappír. Í flokkunartunnunum fann ég pappír, dósir utan af tómatsósu, tómar vínflöskur, sinnepskrukkur og sojamjólkurfernur. Ég einsetti mér að koma í veg fyrir myndun alls þessa úrgangs. Ég byrjaði á að fara með fjölnota ílát að heiman í kjötborðið, sem kallaði fram skrítinn svip, spurningar og athugasemdir frá starfsfólki og öðrum sem urðu vitni að erindi mínu. Hið staðlaða svar mitt til afgreiðslufólks var: „Það er engin ruslatunna á heimilinu.“ Koddaverið, sem ég tók með mér í bakaríið til að sækja vikulegu brauðpöntunina okkar, leiddi til athugasemda til að byrja með en fljótlega var litið á það sem sjálfsagðan hlut. Þegar nýr bændamarkaður opnaði fór ég að prófa að sjóða niður matvæli og bjó til vetrarforða af niðursoðnum tómötum. Ég fann vínframleiðanda þar sem ég gat keypt rauðvín í áfyllingu auk þess sem ég lærði að búa til pappír úr blöðunum sem börnin komu með heim úr skólanum og ruslpóstinum sem kom í póstkassann. Á bókasafninu voru engar bækur sem fjölluðu um hvernig best væri að minnka ruslið, þannig að ég fór sjálf á stúfana 15

Engin sóun - kilja.indd 15

04/12/2019 09:04


og með aðstoð Google fann ég nýjar lausnir sem leystu af hólmi þær vörur sem ég gat ekki keypt án umbúða. Ég lærði að baka brauð, blanda sinnep, laga jógúrt, gera osta, búa til sojamjólk, strokka smjör og bræða varasalva. Einn daginn mætti velviljaður gestur í heimsókn til mín með tilbúinn eftirrétt í umbúðum. Þá rann upp fyrir mér að við gætum aldrei náð markmiði okkar um sorplaust líf nema ef vinir og ættingjar væru með okkur í liði. Ég áttaði mig á að vegferðin í átt að sorplausu lífi hefst utan heimilisins; fyrst og fremst með innkaupum á umbúðalausum vörum og með því að velja fjölnota hluti fram yfir einnota. Vegferðin hefst líka á því að biðja vini um að taka ekki með sér rusl inn á heimilið þegar þeir koma í heimsókn og með því að hafna ónauðsynlegum, ókeypis auglýsingavarningi. Við bættum afþakka í sjálfbærnimöntruna „draga úr, endurnýta, endurvinna, jarðgera“. Ég byrjaði að blogga til að deila upplýsingum um lífsstíl okkar með það fyrir augum að gera vinum okkar og ættingjum ljóst að okkur væri alvara og að við héldum fast við markmið okkar um sorplaust líf. Ég óskaði eftir því að okkur yrðu ekki færðir fleiri kökukassar, smágjafir eða auglýsingapóstar og ég stofnaði ráðgjafarfyrirtæki til að breiða hugmyndir mínar út og hjálpa öðrum að einfalda líf sitt. Fljótlega samanstóð endurvinnanlega sorpið okkar af tilfallandi pósti, bréfum frá skólanum og tómum vínflöskum. Ég gerði áætlanir um að útvíkka markmið okkar þannig að ekkert endurvinnanlegt sorp félli til á heimilinu. Þegar við fórum í okkar árlegu ferð til Frakklands dreymdi mig um að fjölskyldan mín yrði viljug til að færa hugsjón okkar um sorplaust líf upp á næsta stig þegar við kæmum heim og að við myndum segja upp sorphirðuþjónustu fyrir flokkaða ruslið.

JAFNVÆGI FUNDIÐ Mér var kippt aftur í raunveruleikann þegar ég sá allt sorpið á flugvellinum og í fluginu. Ég hafði búið í sápukúlu. Það 16

Engin sóun - kilja.indd 16

04/12/2019 09:04


hafði aldrei verið eins mikil sóun í gangi í heiminum og nú. Tveggja mánaða dvöl á hefðbundnu heimili móður minnar í Frakklandi varð til þess að ég áttaði mig á að ég þyrfti að slaka aðeins á kröfum mínum. Ég fékk tóm til að stíga eitt skref til baka og fá betri yfirsýn yfir þessa klikkuðu tilraun mína um sorplaust líf. Mér varð ljóst að margt af því sem ég var að gera var félagslega takmarkandi og tímafrekt, og þannig ósjálfbært. Það var dýrt að búa til eigið smjör, sérstaklega ef haft var í huga allt það magn sem þurfti í vikuskammt af smákökum. Það kostaði mig líka mikla vinnu að búa til ost, sem var í raun ónauðsynlegt þar sem ég gat keypt hann umbúðalausan úr ostaborði. Ég sá að ég hafði farið of langt með hugmyndina um sorplaust líf. Ég meina, ég hafði meira að segja safnað mosa til að nota í stað klósettpappírs! Þegar öllu var á botninn hvolft þá leit út fyrir að við yrðum miklu líklegri til að lifa sorplausu lífi ef við hættum að vera svona hörð við okkur og fyndum jafnvægi. Sorplaust líf er val um lífsstíl, og ef við ætluðum okkur að lifa honum til lengri tíma urðum við að láta hann ganga þægilega upp í þeim aðstæðum sem við bjuggum við. Aftur var það einfaldleiki sem til þurfti. Þegar við snerum heim ákvað ég að einbeita mér að því að sleppa öllum öfgum án þess þó að gera málamiðlanir með þann árangur sem við höfðum þegar náð. Ég endurskoðaði þessar löngu ferðir sem ég fór svo oft til að kaupa umbúðalausan varning og ákvað þess í stað að vera ánægð með að kaupa vörur í nágrenninu. Ég hætti líka að búa til minn eiginn ís en keypti þess í stað áfyllingar í hverfisísbúðinni. Við þáðum vín frá gestum okkar og féllum frá hugmyndinni um að útrýma öllu endurvinnanlegu sorpi. Ég hætti að búa til smjör og sættist við þá lausn að setja smjörumbúðir úr búðinni í jarðgerð. Smjör var (og er enn) eina matvaran sem við kaupum í umbúðum. Á innan við mánuði varð auðvelt, skemmtilegt og einfalt að lifa sorplausu lífi og því fylgdi engin streita. Frá upphafi hafði Scott áhyggjur af því að ástríða mín fyrir bændamörkuðum, vistvænni valkostum og lífrænum 17

Engin sóun - kilja.indd 17

04/12/2019 09:04


vörum án umbúða, í þeim tilgangi að minnka umbúðasorpið, hefði neikvæð áhrif á fjárhaginn okkar. Hann gaf sér nú tíma til að greina heimilisbókhaldið. Hann bar saman útgjöld gamla lífsstílsins okkar (2005) við þann nýja (2010) með því að fara yfir bankayfirlit og taka með í reikninginn að drengirnir okkar tveir borðuðu nú meira en áður (enda fimm árum eldri). Niðurstöðurnar voru mun betri en við höfðum þorað að vona; við höfðum lækkað rekstrargjöld heimilisins um 40%! Sú staðreynd, ásamt þeirri vissu að við hefðum sparað mikinn tíma með einfaldari lífsstíl og færri verslunarferðum, eyddu framangreindum áhyggjum Scotts fyrir fullt og allt. Í dag erum við sátt við hið sorplausa líf. Við Scott og strákarnir höfum öll tileinkað okkur nýjar venjur í daglegu lífi og við njótum alls þess sem lífsstíllinn hefur upp á að bjóða – til viðbótar við þá augljósu vellíðan sem fylgir því að vera vistvænn. Notkun sorplausra úrræða hefur óneitanlega leitt til aukinna lífsgæða fyrir okkur; betri heilsu, þyngri buddu og aukins tíma. Við höfum lært að sorplaust líf er ekki takmarkandi, þvert á móti finnst mér tilveran hafa dýpri merkingu og tilgang. Líf mitt hefur umturnast; það byggist á upplifunum frekar en veraldlegum hlutum, það felst í að fagna breytingum frekar en að fela sig í afneitun.

UM BÓKINA Náttúra, hagkerfi og heilbrigði landsins okkar eru í hættu. Náttúruauðlindir eru að verða þurrausnar, hagkerfið er óstöðugt, heilsu okkar hrakar og lífskjör eru í sögulegu lágmarki. Hvað getur ein manneskja gert gagnvart svo risavöxnum vandamálum? Þau geta sannarlega virkað yfirþyrmandi og lamandi – en við verðum að muna að framlag hvers einstaklings skiptir máli og að breytingarnar eru í okkar höndum. Náttúruauðlindirnar eru að klárast – samt kaupum við vörur gerðar úr jarðolíu. Hagkerfið okkar er veikt – samt

18

Engin sóun - kilja.indd 18

04/12/2019 09:04


látum við eftir okkur að kaupa erlendar vörur. Heilsu okkar fer hrakandi – samt bjóðum við líkömum okkar upp á unninn mat og berum eiturefnablöndur inn á heimilin. Neysla okkar hefur bein áhrif á umhverfið, hagkerfið og heilsu. Með neyslunni styðjum við tilteknar framleiðsluaðferðir og sköpum eftirspurn eftir meiru. Með öðrum orðum, með innkaupum greiðum við atkvæði og allar okkar daglegu ákvarðanir hafa áhrif. Við höfum val um að annað hvort skaða samfélagið eða græða það. Langflestir vilja lifa vistvænni lífsstíl en eiga þó erfitt með að finna auðveldar leiðir til þess umfram það að flokka sorp til endurvinnslu. Nálgunin sem felst í sorplausu lífi felur í sér verkfæri sem hægt er að grípa til strax svo takast megi á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Í bókinni Engin sóun – leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili er boðið upp á miklu meira en umfjöllun um þær dæmigerðu vistvænu aðgerðir sem finna má í öðru útgefnu efni. Þessi bók mun hvetja þig til að grisja eigur þínar og flokka minna til endurvinnslu, bæði í þína þágu og umhverfisins. Hún býður upp á hagnýtar, þrautreyndar lausnir til að lifa innihaldsríkara og heilbrigðara lífi með sjálfbærum, sorplausum vörum sem eru nú þegar fyrir hendi. Það er hægt með því að fylgja einföldu kerfi í þessari röð: Afþakka (það sem við þurfum ekki), draga úr (því sem við þurfum), endurnýta (það sem við notum), endurvinna (það sem við getum ekki afþakkað, dregið úr eða endurnýtt) og jarðgera afganginn. Í gegnum árin hef ég skynjað að fólk sér lífsstílinn okkar í misjöfnu ljósi. Sumum þykir hann of öfgakenndur, til dæmis vegna þess að við kaupum ekki skyndibita. Aðrir segja að við göngum ekki nógu langt, af því að við notum klósettpappír, borðum kjöt einu sinni í viku og ferðumst af og til með flugi. Álit annarra skiptir okkur engu máli, heldur hversu vel okkur líður með það sem við gerum. Það eru þeir óendanlegu möguleikar sem felast í vegferðinni að sorplausu lífi sem gera hana þess virði að fara – en ekki fyrirfram skilgreindar

19

Engin sóun - kilja.indd 19

04/12/2019 09:04


takmarkanir hennar. Það er með mikilli eftirvæntingu sem ég deili hér því sem við höfum lært, í þeirri von að það hjálpi öðru fólki að bæta eigið líf. Þessi bók fjallar ekki um hvernig eigi að lifa án þess að fleygja einni einustu örðu. Það er ómögulegt að lifa án þess að skilja eftir sig nokkurt sorp, það ætti öllum að vera ljóst hafandi nútíma framleiðsluaðferðir í huga. Sorplaust líf er draumamarkmið, gulrót sem maður vill komast eins nærri og mögulegt er. Að sjálfsögðu munu ekki allir lesendur þessarar bókar ná að innleiða hverja einustu hugmynd sem ég ber hér á borð eða minnka árlegt magn af heimilissorpinu niður í eins lítra krukku, eins og mín fjölskylda hefur gert. Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið frá lesendum bloggsins míns þá ráða landfræðilegar og lýðfræðilegar aðstæður miklu um hversu nálægt takmarkinu um sorplaust líf er hægt að komast. En það skiptir ekki öllu máli hve mikið rusl maður býr til, mikilvægast er að skilja hve mikil áhrif innkaupahegðun hvers einstaklings hefur á umhverfið og bregðast við í samræmi við það. Við getum öll gert margvíslegar breytingar á lífi okkar. Hver einasta smáa breyting í átt að sjálfbærni mun hafa jákvæð áhrif á jörðina og samfélagið. Ég veit að margir velta fyrir sér hvers vegna ég hafi ákveðið að senda frá mér prentaða bók, hafandi sjónarmið mín í huga. Á móti mætti velta fyrir sér hvort dýrmætar upplýsingar eigi aðeins að vera aðgengilegar þeim sem afla sér þeirra með rafrænum hætti? Eins og staðan er, þá er prentuð bók besta leiðin fyrir mig til að ná til sem flestra lesenda. Að mínu mati ber mér siðferðileg skylda til að breiða út boðskapinn um sorplaust líf sem víðast og mögulegt er og reyna að hafa áhrif á öfgakennt neyslumynstur okkar. Ennfremur vil ég hvetja fyrirtæki til að bera ábyrgð á þeim vörum sem hafa slæm áhrif á heilsu okkar og óendurnýjanlegar náttúruauðlindir. Ég hef hugsað vel og lengi um þessa ákvörðun. Eftir að hafa skoðað vel báðar hliðar tel ég að hvatning til einnar manneskju um að minnka daglegt sorp sitt sé vel virði þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem ein bók hefur. Það væri 20

Engin sóun - kilja.indd 20

04/12/2019 09:04


hræsni af mér að prenta hana ekki, hafandi í huga að ég er einlægur talsmaður bókasafna, og ég hvet þig til að gefa þitt eintak til bókasafnsins eða koma því áfram til vinar þegar þú þarft ekki lengur á því að halda. Þetta er ekki fræðirit. Ég er ekki sérfræðingur í tölfræðilegum gögnum og vísindarannsóknum. Fjöldi höfunda hefur unnið frábært starf við að greina fyrirliggjandi upplýsingar sem sýna brýna þörf á að unnið sé markvisst að sorplausu samfélagi. Í Garbology setur Edward Humes fram þær skelfilegu staðreyndir sem búa að baki sorpvandanum og í Slow Death by Rubber Duck vekja Rick Smith og Bruce Lourie athygli á eituráhrifum algengs heimilisbúnaðar. Þessi bók er öðruvísi. Þetta er hagnýtur leiðarvísir sem byggir á minni eigin reynslu. Markmið mitt og metnaður felast í því að bjóða lesendum þrautreyndar leiðir sem hafa hjálpað mér að komast eins nálægt sorplausu lífi og mögulegt er. Ég mun deila með ykkur bæði því sem hefur virkað vel og því sem hefur mistekist illilega. Sum ykkar munu aðeins krafsa í yfirborðið en aðrir munu ákveða að fara alla leið. Hvort heldur sem er, þá vona ég að þú munir finna hér gagnleg ráð, óháð persónulegum eða landfræðilegum aðstæðum þínum. Heimilið á að vera helgidómur. Við – mæður, feður og borgarar – höfum rétt, og jafnvel skyldu, og alveg örugglega vald, til að breyta heiminum á jákvæðan hátt með daglegum ákvörðunum okkar og gjörðum. Bjartari framtíð byrjar heima fyrir! Verið velkomin á hið sorplausa heimili!

21

Engin sóun - kilja.indd 21

04/12/2019 09:04


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.