Sumac - smá sýnishorn

Page 1


EFNISYFIRLIT Inngangur

11

Nautatartar

71

Lykilhráefni

15

Grillaðir ostrusveppir

75

Notkun bókarinnar

17

Bleikjutartar

77

Krydd sem gott er að eiga í kryddskápnum

19

Shakshouka

79

ÓX

21

Marineraðar grænar ólífur

81

Skarkolatartar

83

Grillaður eldpipar

85

Pasturma

87

Grillað lambalæri

89

BRAUÐ

23

Sesambeygla

27

Pítubrauð frá Marrakó

29

Grillað súrdeigsflatbrauð

31

Flatbrauðsdeig án súrdeigs

32

Frækex

33

Rghaif

35

ÍDÝFUR

SÓSUR

91

GRÆNMETISRÉTTIR

97

37 Bakað blómkál

99

Grillað eggaldin

101

43

Stökkt kartöflusmælki

103

45

Grillað romaine-salat

105

47

Grillað blaðkál

107

Falafel Sumac-style

49

Grillaðar gulrætur

109

Klassískt falafel

51

Grillað rósakál

111

Berbere kjúklingalifrarparfait

53

Bökuð seljurót

113

Kibbeh

57

Grillaður kúrbítur

115

Steiktur halloumi

61

Grasker

117

Harissa kjúklingavængir

63

Djúpsteikt brokkólíni

65

Heirloom-tómatar

119

Djúpsteiktar þorskkinnar

67

Grillað toppkál

121

Bakaðar döðlur

69

Grillað brokkólíni

123

Hummus

39

Muhamarra

41

Grillað paprikukrem Baba ganoush

BARRÉTTIR

10 | SUMAC


FISKRÉTTIR Grillað skötuselsspjót Grillaðar rækjur

125 127

AÐFERÐ

129

Grillaður kolkrabbi

131

Sítrónulax

133

Tahini-gljáður þorskur

135

Lax zaalouk

137

Bakaður tamarind-þorskur

139

Grillaður karfi

141

KJÖTRÉTTIR

143

Búlgur-salat

181

Baunasalat

183

Fattoush

185

Steikt saffranhrísgrjón

187

Linsubaunasalat

189

Dango-kjúklingabaunapottréttur

19 1

Grillaðar rauðrófur

193

P I K K L A Ð O G S A LTA Ð

1 95

EFTIRRÉTTIR

20 1

Beghrir pönnukökur

203

Bökuð döðlukaka

205

Grillaður ananas

207

Hindber og jógúrt

209

Jógúrtís

211

Pistasíuís

213

Grillaðar lambarifjur

145

Kofte

147

Nautakinn

149

Grillaður lambabógur

151

Grilluð lambasíða ras el hanout

153

Saltaður sítrónusherbert

215

Kjúklinga-kebab

155

Baklava

217

Grillað nautarifsauga

157

Anda-basteeya

161

Tagine-lambaháls

163

Grillað nautaspjót

165

Heilbakaður kjúklingur

169

Svínasíðan hans Tomma

171

Grillað kjúklingaspjót

173

MEÐLÆTI

KRYDDBLÖNDUR

219

Fólkið sem gerir Sumac að Sumac

229

Þráinn Freyr Vigfússon

233

ÞAKKIR

235

175

Saffrankúskús

177

Bygg

179 SUMAC | 11


14 | SUMAC


LY K I L H R Á E F N I

Grantateplasíróp

Ají amarillo-pipar

Barberries/Berberis

Þykkt og vínrautt síróp, granateplasíróp,

Ají amarillo er appelsínugulur eldpipar,

Þessi ber, barberries, vaxa á runnum

er búið til úr granateplasafa og sykri.

ættaður frá Perú, og er talinn ómissandi

og verða rauð þegar þau eru þroskuð.

Sírópið er oft notað til að ljá bragð­

í matargerð þar í landi. Til eru heimildir

Bragðinu er best lýst sem súru eða

sterkum réttum bragð af ávöxtum.

fyrir því að Inkar hafi notað hann í sína

beisku. Berin eru notuð víða um heim

Bragðið er sætt en ber þó einnig súran

matseld. Ají amarillo-piparinn hefur

í matargerð og meðal annars í Norður-

sítruskeim sem er skemmtilegt að nota

ávaxta- og berjakeim og er meðalsterkur.

í mat.

Ta h i n i Um er að ræða mauk úr sesamfræjum sem er notað víða um heim. Tahini er mjög algengt í matseld í Norður-Afríku, Suður-Kákasus og Mið-Austurlöndum. Sumir segja að það taki tíma að taka bragðið af tahini í sátt en þegar það gerist er ekki aftur snúið og

Fenugreek-fræ Í Mið-Austurlöndum og Indlandi eru fenugreek-fræ afar þekkt þar sem þau eru oft notuð í kryddblöndur og kryddmauk. Bragðið er í senn sætt og beiskt með örlitlum keim sem minnir á

ber þurrkuð.

Za’atar Za’atar er kryddjurt úr sömu ætt og oregano og timjan. Za’atar er einnig þekkt sem kryddblanda sem inniheldur yfirleitt oregano, sumac-krydd og ristuð sesamfræ. Samblandið af jurtum,

hlynsíróp. Þegar fræin eru þurrristuð

jarðtónum, sýru og hnetukeimnum, sem

leysist ilmandi sætan úr læðingi.

fylgir ristuninni, gerir það að verkum að za’atar-kryddblandan getur ljáð

ástarsamband hefst.

Kúskús

Afríku. Á Sumac notum við þessi

Aleppo-pipar Aleppo-pipar er dökkrauður eldpipar

einföldustu hlutum spennandi bragð.

Loomi eða svört þurrkuð límóna

Kúskús á rætur sínar að rekja til

sem er nefndur eftir borginni Aleppo í

Norðvestur-Afríku og er unnið úr

Sýrlandi. Þegar piparinn er þroskaður

durum-semolina-hveiti. Fólk hugsar

er hann hálfþurrkaður og síðan

oft um kúskús sem korntegund enda

maukaður. Hann er mikið notaður í Mið-

og er þurrkuð límóna. Upprunalega

er það eldað á svipaðan hátt og aðrar

Austurlöndum. Hann er hóflega sterkur

voru límónurnar sólþurrkaðar en

korntegundir en raunverulega er það í

þannig að ávaxtakeimur hans verður

einng er hægt að þurrka þær í ofni.

ætt við pasta. Kúskús er eitt einfaldasta,

engum hulinn.

Loomi er mikið notuð sem krydd í Mið-

fljótlegasta og fjölbreyttasta hráefni

Loomi á uppruna sinn að rekja til Oman

Austurlöndum. Hún ljáir réttum súrt

sem völ er á.

Sumac

Kjúklingabaunir

Sumac er rautt ber sem er súrt og salt

Eitt af aðalhráefnum í matreiðslu í

drykki í Mið-Austurlöndum. Á Sumac

Urfa-pipar

notum við mikið af því í okkar matreiðslu

Urfa-pipar er tyrkneskur þurrkaður

eins og nafn staðarins ber vitni um.

eldpipar, dökkrauður á litinn og

Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku er kjúklingabaunir. Hummus er eflaust þekktasta afurðin sem er unnin úr þessum baunum.

og er mikið notað í kryddblöndur og

Hægt er að fá berin heil og þurrkuð en líka mulin í duft. Allar uppskriftir okkar eru með Sumac-berjum sem hafa verið

bragð en hefur einnig mjög hóflegan sætu- og edikkeim.

einkennist af léttu reykbragði og sætu berjabragði en hefur einnig súra og salta tóna.

mulin í duft. SUMAC | 15


56 | SUMAC


KIBBEH Þetta er einn af frábæru réttunum sem við höfum boðið upp á „off menu“ en hann hefur aldrei ratað á matseðilinn hjá okkur.

AÐFERÐ 250 g smáar búlgur ½ laukur ½ rifinn börkur af sítrónu ½ búnt kóríander, ferskt ½ búnt steinselja, fersk ½ búnt basilíka, fersk 1 tsk./5 g salt 1 tsk./5 g seven spice (bls. 223) 1 tsk./5 g cumin-duft 250 g lambahakk með 15–20% fitu (fæst í betri kjötbúðum)

Á Sumac vinnum við allt okkar hakk sjálf. Þegar við gerum lambahakk notum við lambaframpart og bætum lambafitu saman við. Einnig er hægt að kaupa gott lambahakk í betri kjötbúðum. Látið búlgurnar liggja í köldu vatni í 20 mínútur og sigtið allt vatn frá. Fínsaxið lauk, basilíku, kóríander og steinselju og setjið svo allt hráefnið í matvinnsluvél. Hrærið þar til blandan verður að fínu kjötfarsi. Takið eina góða matskeið af farsi og mótið í höndunum í egglaga kúlu. Gerið gat í hana með puttunum og fyllið með lambafyllingunni. Lokið farsinu og mótið í kúlu. Hugsið ykkur að þið séuð að móta kúlu í egglaga form en þó aðeins oddhvassari á endunum. Djúpsteikið á 180°C í 4–5 mínútur eða þar til farsið er orðið fallega brúnt.

LAMBAFYLLING 200 g lambahakk 15–20% fita 1 laukur 1 msk./10 ml olía 1 tsk./5 g seven spice (bls. 223) ⅔ tsk./3 g salt

Steikið lauk við lágan hita á pönnu með olíu. Bætið síðan lambahakki saman við og steikið ásamt kryddunum. Smakkið að lokum til með salti. Tahini-sósa (bls. 93) er tilvalin með þessum rétti.

SUMAC | 57


66 | SUMAC


D J Ú P ST E I K TA R Þ O R S K K I N N A R ELDPIPAR + SUMAC + TOUM

AÐFERÐ 400 g þorskkinnar

Þerrið þorskkinnarnar vel. Dýfið kinnunum í tempura-deigið og djúpsteikið í 2–3 mínútur á 180°C. Setjið ekki of margar í pottinn í einu því að best er að leyfa kinnunum að steikjast smávegis áður en næsta er sett ofan í þannig að þær festist ekki saman og nái gylltri og stökkri áferð. Takið upp úr pottinum og leggið á pappír til að losna við alla umfram olíu. Kryddið síðan með kryddblöndunni.

TEMPURA-DEIG

Blandið öllum hráefnunum saman þangað til að deigið er orðið nokkuð þykkt; þannig loðir það betur við þorskkinnarnar.

(BLS. 65)

KRYDDBLANDA FYRIR ÞORSKKINNAR 3 msk./30 g cayenne-pipar 6 msk./60 g sumac-krydd 4 msk./40 g salt

Blandið öllum hráefnunum saman.

PIKKLAÐUR ELDPIPAR 4 chili, rauðir 100 ml edik 70 ml vatn 3 msk./33 g sykur

Búið til pækil með því að hita saman edik, vatn og sykur. Skerið chili í þunnar sneiðar og hellið pæklinum út á hann. Setjið svo í kæli í 2 klukkustundir. Pikklaði eldpiparinn geymist best í lokaðri krukku.

SAMSETNING

Leggið kinnarnar í skál með smjörpappír og sáldrið ofan á þær eldpipar og fersku kóríander. Toum-sósa (bls. 93) er tilvalin með kinnunum. SUMAC | 67


92 | SUMAC


SÓSUR

K RY D D J U RTA JÓGÚRTSÓSA

JÓGÚRT TA H I N I

TA H I N I SÓSA

500 g grísk jógúrt 1 tsk./5 g dill 1 tsk./5 g fáfnisgras 1 tsk./5 g steinselja 3 tsk./15 g hunang Salt

500 g grísk jógúrt 100 ml vatn 1 tsk./6 g sítrónusafi 1 tsk./6 g salt 5 msk./50 g tahini ⅔ tsk./3 g cumin-duft 1 tsk./5 g hunang

70 g tahini 70 ml vatn 1 hvítlauksrif 3 msk./35 g sítrónusafi 3 msk./25 g ólífuolía ⅔ tsk./3 g salt

AÐFERÐ Blandið jógúrt saman við kryddjurtir í matvinnsluvél og smakkið til með hunangi og salti.

TOUM Toum þýðir hvítlaukur á arabísku og á uppruna sinn að rekja til Líbanon. 8 hvítlauksgeirar 3 msk./30 g sítrónusafi 300 ml repjuolía ½ tsk./2 g salt

AÐFERÐ

AÐFERÐ

Hrærið saman vatni, sítrónusafa, salti, tahini, cumin-duftinu og hunangi í blandara eða með handþeytara og blandið síðan saman við jógúrtið.

Hrærið saman sítrónusafa, hvítlauk og vatni í blandara. Bætið svo tahini saman við og að lokum er olíunni blandað rólega saman við ásamt salti.

CHERMOULA Chermoula er þekkt sósa eða marinering í löndum NorðurAfríku t.d. Marokkó, Alsír, Líbíu og Túnis. 6 hvítlauksrif 60 g steinselja 20 g kóríander Rifinn börkur af 2 sítrónum ½ tsk./2 g aleppo-pipar ½ tsk./2 g túrmerik

1 tsk./4 g paprikuduft ⅔ tsk./3 g mulin kóríanderfræ 250 ml repjuolía 50 ml ólífuolía ½ tsk./2 g salt

AÐFERÐ

AÐFERÐ

Hrærið saman hvítlauksgeirum, salti og sítrónu í blandara og bætið svo olíu rólega út í. Sósan á að vera þykk.

Saxið hvítlauk, steinselju og kóríander smátt og blandið síðan afganginum af hráefnunum saman í skál.

SUMAC | 93


98 | SUMAC


BAKAÐ BLÓMKÁL GRANATEPLI + MÖNDLUR + JÓGÚRT-TAHINI

Frá fyrsta degi hefur blómkálið verið vinsælasti rétturinn okkar á Sumac og hefur enginn annar réttur fengið þvílíkar viðtökur.

AÐFERÐ 1 blómkálshaus 3 msk./30 g salt 1 msk./10 g sykur ⅔ tsk./3 g kóríanderfræ ⅔ tsk./3 g cumin-duft

Gufusjóðið blómkálið í gufuofni 10–15 mínútur eftir stærð. Einnig er hægt að sjóða blómkálið heilt í potti í 8 mínútur. Hitið ofninn í 220°C og stráið kryddblöndunni yfir blómkálið. Eldið blómkálið í um 10 mínútur eða þar til að það er orðið fallega gyllt.

GRANATEPLA-VINAIGRETTE 10 granatepli 100 g granateplasíróp Rifinn börkur af 2 appelsínum Safi úr 2 appelsínum ⅓ tsk./2 g salt

Skerið granateplin í tvennt og hreinsið þau með því að berja létt á hýðið en við það detta fræin út. Setjið þau svo í kalt vatn og þá á hvíta hýðið innan úr granateplunum að fljóta upp. Hendið því, sigtið fræin og látið leka af þeim. Blandið svo öllu saman.

RISTAÐAR MÖNDLUFLÖGUR 100 g möndluflögur

Ristið möndluflögur í ofni eða á pönnu þar til þær verða létt brúnaðar.

SAMSETNING

Dreypið á blómkálið jógúrt-tahini (bls. 93) og dreifið svo granatepla-vinaigrette, möndlum og estragoni yfir. Ef þið viljið hafa þennan rétt vegan þá er tilvalið að nota tahinisósu (bls. 93) í stað jógúrt-tahini. Dreifið svo nokkrum toppum af estragoni ofan á blómkálið.

SUMAC | 99


162 | SUMAC


TAG I N E- L A M BA H Á L S Tagine-rétturinn er eldaður í leirpottum með keilulaga loki – sem reyndar kallast tagine – og er þekktasti réttur Marokkó en hann á einnig rætur sínar að rekja til Alsír og Túnis. Hægt er að nota lambaskanka eða frampart í stað lambaháls í þessa uppskrift. Við á Sumac sækjumst eftir fitumiklu kjöti sem bæði gefur meira bragð og er einnig mun betra og safaríkara en t.d. lund eða hryggvöðvi. Þessi uppskrift minnir líka aðeins á uppskriftina að pepperpot sem á rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku.

AÐFERÐ 1 kg lambaháls, úrbeinaður 1 msk./10 g sjávarsalt 2 msk./20 g la kama-krydd­ blanda (bls. 223) 1,5 l kjúklingasoð 50 ml döðlusíróp 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 1 gulrót ½ kúrbítur 6 döðlur 40 ml olía Sjávarsalt Rauðvínsedik

Saltið lambahálsinn og nuddið hann með la kama-kryddblöndu. Látið standa í 2 klukkustundir í kæli. Skerið niður lauk og hvítlauk smátt og brúnið í meðalstórum potti með olíu. Bætið svo lambahálsunum út í og brúnið létt með lauknum. Skerið gulrótina í meðalstóra bita og bætið út í. Skerið döðlur í tvennt, fjarlægið steininn og bætið út í. Hellið kjúklingasoði og döðlusírópi út í pottinn og látið sjóða rólega í 90 mínútur með loki eða þar til lambið er orðið vel mjúkt. Takið þá lambið úr soðinu og sjóðið vökvann niður um 1/3 án pottloks og smakkið til með salti og rauðvínsediki. Skerið kúrbítinn eftir endilöngu til helminga og svo í sneiðar. Setjið út í soðið með lambinu og látið sjóða í 2 mínútur.

SAMSETNING

Takið stóra súpuskeið af kjöti og grænmeti og berið fram í skál. Dreypið ólífuolíu yfir eftir á.

SUMAC | 163


BARINN ÞÁ OG NÚ

Fyrsti barseðillinn á Sumac var settur upp af Andra Davíð Péturssyni sem ég hafði unnið með á Kolabrautinni. Ég leitaði til hans til að fá hjálp við að móta stefnu um hvaða drykkir ættu að vera í boði og urðu við það mjög skemmtilegar pælingar. Við tókumst á við þetta nýja verkefni með nýjum brögðum sem ekki höfðu fengið að vera í sviðsljósinu áður og voru framandi fyrir marga. Þegar Leó Snæfeld kom til okkar aftur eftir að hafa unnið sem barþjónn í London í tvö ár fengum við svo aftur nýja og ferska sýn á drykkina.

Leó hefur innleitt sína eigin bragðstefnu og ígrunduð hugsun er á bak við hvern einasta drykk á drykkjarseðlinum. Það hefur kostað hann blóð, svita og tár til að þróa drykkina sem skila sér í skemmtilegum kokteilum sem ekki fást annars staðar á Íslandi í dag.

Hér á eftir eru uppskriftir að vinsælustu drykkjunum okkar, bæði af eldri drykkjarseðlum og nýjum.

2 | SUMAC

SUMAC | 3


AÐFERÐ

JALLAB

SUMAC-SPRITZ

Nafn drykkjarins er dregið af hinu arabíska heiti döðlusíróps sem er þykkt og sætt. Eiginlega elska allir að hata þennan drykk og það var fyrir algjöra tilviljun að hann sló í gegn og lítið annað seldist meðan jallab var á kokteilaseðlinum. Drykkurinn er byggður á klassíska drykknum whisky sour en með mið-austurlensku ívafi.

Spritz-drykkurinn hefur lengi vel verið vinsæll um allan heim og hér á landi hefur aperol-spritz verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Færri vita að það eru til margar miklu betri útgáfur af drykknum. Sumac-spritz er ein af þeim, að okkar mati í það minnsta. Í honum er meira jafnvægi og minni sæta. Hann er drykkur sem gott er að hafa í hendinni á meðan maður veltir fyrir sér málefnum heimsins. Sumac-spritz er eins og aperol-spritz, nema fyrir fullorðna!

50 ml bourbon 25 ml apríkósubrandí 25 ml sítróna 1 msk./10 ml jallab-síróp (fæst tilbúið) eða annað döðlusíróp

10 ml sumac-mix (bls. x) 10 ml rabarbaralíkjör 10 ml campari Prosecco til að fylla upp í glasið Snúinn appelsínubörkur til skrauts

10 | SUMAC

Hristið drykkinn með klaka og hellið í glas með klaka.

Hristið sumac, rabarbaralíkjör og campari saman með klaka. Setjið í glas með klaka og toppið með prosecco. Skreytið með langri upprúllaðri lengju af appelsínuberki.

SUMAC | 11


210 | SUMAC


JÓGÚRTÍS SUMAC + JARÐARBER + SÍTRÓNA

AÐFERÐ 600 ml mjólk 200 g sykur 160 g glúkósi 800 g jógúrt 6 g stabilizer-duft eða 3 blöð af matarlími Safi úr 1 sítrónu SUMAC-JARÐARBERJA­ GRANÍTA 1 l vatn 200 g sykur 2 blöð af matarlími 400 g jarðarber 3 msk./30 g sumac-krydd

Hitið mjólk, sykur og glúkósa að suðu og hrærið þá stabilizerinn eða matarlímið saman við og kælið. Stabilazer er duft sem bæði bindur ísinn og gerir honum kleift að standa lengur uppi á borði en hægt er að nota matarlím í staðinn. Hrærið jógúrtið síðan saman við kalda blönduna ásamt sítrónusafanum. Frystið í ísvél þar til góð áferð hefur myndast á ísinn og hann er frosinn. Hægt er að setja ísinn í frysti og þá þarf að hræra í blöndunni á 5–10 mínútna fresti þangað til ísinn er frosinn.

Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mínútur. Sjóðið saman vatn og sykur. Setjið til hliðar og blandið sumac-kryddi saman við. Þerrið matarlímsblöðin og blandið saman við sumac-sykurvatnið. Skolið jarðarberin og takið af þeim græna hlutann. Setjið svo jarðarber og sumac-blönduna í blandara og hrærið þar til vel er blandað. Frystið í víðri skál eða íláti og skafið granítuna upp þegar hún er orðin vel frosin.

SÍTRÓNUKREM 300 ml sítrónusafi 2 msk./20 g rifinn sítrónubörkur 350 g sykur 12 stk./240 g eggjarauður ½ tsk./2 g salt 400 g smjör 2 kanilstangir

Hrærið saman sykur, eggjarauður, sítrónusafa, kanilstangir og sítrónu­ börk í potti við miðlungshita. Mikilvægt er að hræra stöðugt þannig að ekki brenni í botninum á pottinum. Lækkið aðeins hitann þegar blandan byrjar að þykkna, takið af hitanum, bætið salti út í og svo smjörinu í bitum. Sigtið sítrónukremið í gegnum fínt sigti þegar blandan er orðin silkimjúk. Kælið og setjið í sprautupoka eða loftþétt ílát.

JARÐARBER 12 jarðarber 30 ml rósavatn 30 ml vatn 3 msk./30 g sykur

Skolið jarðarberin, hreinsið og skerið í bita. Sjóðið saman sykur, vatn, rósavatn og kælið. Dreypið svo rósasírópinu yfir jarðarberin.

SAMSETNING

Sprautið sítrónukreminu í skál. Setjið svo kúlu af jógúrtísnum á sítrónukremið og leggið jarðaberin yfir ásamt sumac-jarðarberja­granítunni. Stráið smávegis af sumac-kryddi yfir að lokum.

SUMAC | 211


232 | SUMAC


ÞRÁINN FREYR VIGFÚSSON Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu. Þráinn hefur starfað á mörgum virtustu veitingastöðum á Íslandi ásamt því að hafa starfað erlendis áður en hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn var valinn kokkur ársins árið 2007 og keppti fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or árið 2011. Hann hefur verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.

M eð h ö f undar upps krif ta í þessari bók eru Hafsteinn Ólafsson Georg Arnar Halldórsson Tómas Aron Jóhannsson

SUMAC | 233


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.