Efnisyfirlit
Efnisyfirlit Samskipti
12
Æfum okkur í því að setja mörk
56
Æfingin skapar meistarann
14
Bros
56
Rannsókn á samskiptum Íslendinga
16
Hlátur
59
Samskipti Íslendinga
17
Símtöl
61
Hvernig eru þín samskipti?
19
Slíta samræður
62
Spurningar sem gott er að spyrja sig fyrir lestur þessarar bókar
Afsakanir
64
20
Umræðuefni
66
Sjálfstraust í samskiptum
21
Persónuleiki
68
Hvernig æfir maður sig í samskiptum?
22
Vani
24
Markmið í samskiptum
27
Markmiðin mín
31
Samskiptin mín
32
Samskipti einstaklinga
10
34
Leyfum öðru fólki að vera það sjálft 70 Byrgja inni
71
Slúður
73
Heiðarleiki og traust
76
Húmor
78
Afbrýðisemi og öfund
80
Samgleðjast
81
Hvít lygi
83
Að heilsa
35
Þurfum við að rífast?
85
Hvernig heilsum við öðru fólki?
35
Rifrildi
85
Hvernig upplifir fólk okkur?
36
Yfirvegaðar samræður
85
Hrós
38
Sammála eða ósammála?
87
Gríptu réttu tækifærin
39
Hrós með innistæðu
40
Umkringjum okkur fólki sem lætur okkur líða vel
89
Hrós í kaldhæðni
40
Betri líðan – betri samskipti
91
Að taka hrósi
43
Í lokin
93
Gagnrýni
45
Sjálfstraust
46
Hvernig talar þú um þig?
46
Hroki
49
Þegar aðrir sýna hroka
50
Samviskubit
51
Eltum ekki samviskubitið
Samskipti í hópum
94
Að skipta máli
95
Móttökur
96
Skoðanir
98
Viðbrögð
99
Hlustun
101
52
Samræður í hóp
103
Slokknun
52
Sögumaður
103
Fótinn niður
53
Um hvað á að tala?
103
Setja mörk
55
Hlustandi
104
Efnisyfirlit
Ná orðinu
105
Símar og hópar
108
Að kynnast fólki
160
Hrós
110
Mörk í samskiptum við ókunnuga
162
Hverjum eigum við að hrósa?
110
Æfum okkur í að heilsa ókunnugum 163
Móttaka nýrra aðila
112
Feimni
164
Áhugi
114
Muna nöfn
167
Áhrif okkar – góð og slæm
116
Gagnrýnishrós
170
Mistök
119
Augnsamband
171
Einstaklingsframtakið
122
Afgreiðslustörf
172
Fagnaðarlæti
123
Góð áhrif á líf annarra
174
Baktal
126
Í lokin
175
Í lokin
129
Samskipti við ókunnuga
Samskipti á netinu
158
176
Athugasemdakerfi fjölmiðla
178
130
Stöðuuppfærslur
180
Virðing
132
Hvenær og hverju á að deila?
180
Agi
133
Skýr rammi
135
Athugasemdir á færslur vina og fjölskyldu
180
Misjafnar línur
139
Rifrildi á netinu
181
Umbunarkerfi
140
Kaldhæðni á netinu
183
Skýr skilaboð
142
Tjámerki
183
Ákveðni
144
Spjallforrit
183
Hversu oft sendum við skilaboð?
183
Sé þig
184
Ítrekun
186
Þumallinn
186
Tölvupóstar
187
Fjarfundir
188
Bakgrunnur
188
Hljóð
189
Fundarstjóri
189
Í lokin
189
Þakkarorð
190 186
Samskipti við börn
Sýnum áhugamálum barna okkar áhuga
145
Sköpum aðstæður þar sem við getum styrkt jákvæða hegðun
147
Getur hrós orðið til þess að börn geri minna?
150
Kveikjum áhuga á því sem við ætlum að gera
151
Foreldrar og íþróttir
154
Hvernig getum við verið fyrirmyndar foreldrar í íþróttum?
154
Í lokin
157
Um höfundinn
192 11
Inngangur
SAMSKIPTI Góð samskipti eru lykillinn að því að farnast vel í lífinu. Við getum gert lífið einfaldara og skemmtilegra með færni í samskiptum. Samskipti tengjast nær öllu því sem við gerum og tökum okkur fyrir hendur. Þetta á við um fjölskyldulíf, vinnu, áhugamál, vinahópa, tómstundir og fleira. Markmiðið með lestri þessarar bókar er að samskipti okkar verði eins góð og þau geti orðið, að við náum meira út úr okkar lífi og lífi annarra. Í bókinni eru fjölmargir mikilvægir punktar um samskipti og hvernig við getum brugðist við á árangursríkan hátt í fjölbreyttum aðstæðum. Það skiptir gríðarlegu máli hvernig við tölum við hvort annað, hvað við segjum og hvernig við segjum það. Með því að þjálfa upp þá list sem samskipti eru, komum við okkur í stöðu til þess að takast á við nær hvað sem er. Þannig náum við lengra í einkalífinu, á atvinnumarkaði, íþróttum og í öllum þeim hópum sem við tilheyrum. Með færni í samskiptum fækkar árekstrum, við eignumst fleiri vini og kunningja, eigum einlægari samtöl, heyrum fleiri skemmtilegar sögur, eigum auðveldara með að samstilla fjölskyldulífið, okkur gengur betur að setja mörk og svo margt fleira. Á vinnumarkaði eflist sambandið við samstarfsfólkið, við
12
verðum eftirsóttari starfsmenn, eigum auðveldara með að leysa úr ágreiningi og fleira. Í íþróttum og hópastarfi aukum við leiðtogahæfileika okkar með öllu því jákvæða sem því fylgir. Ég elska samskipti og hef verið heillaður af þeim frá unga aldri, svo heillaður að ég hef reynt að komast í kynni við sem flest fólk sem ég hef rekist á síðan þá. Mér þykir gaman að tala við sem fjölbreyttasta flóru fólks, fólk af mismunandi kynjum, aldri og uppruna. Í gegnum öll þessi samtöl mín hef ég lært heilmargt um samskipti sem í kjölfarið hefur vakið enn meiri áhuga hjá mér á því hvernig mismunandi manngerðir eiga samskipti á ólíkan hátt. Hvað er það sem stýrir því hvernig fólk bregst við, hvað fólk segir og hvað það gerir? Því meira sem ég hef velt þessu fyrir mér því meira hef ég prófað mig áfram í samskiptum til að reyna að átta mig. Einnig hef ég reynt að starfa á fjölbreyttum vinnustöðum og mikið með börnum og unglingum til þess að átta mig á því í hvaða átt samskipti þróast og hvaðan þau koma. Þannig hef ég unnið með börnum, unglingum og fullorðnu fólki í mjög ólíkum aðstæðum. Í gegnum áralöng störf mín með börnum hef ég upplifað óteljandi aðstæður þar sem ég hef reynt að átta mig á því hvað er það sem hefur góð áhrif og hvað er það sem hefur slæm áhrif á okkur.
Inngangur
Þessi bók byggir á þessari reynslu minni af samskiptum, rannsóknum sem ég hef gert, námi mínu í sálfræðinni og brennandi áhuga. Bókinni er skipt upp í nokkra kafla og í hverjum þeirra eru fjölmargir undirkaflar sem hver tengist áhugaverðum samskiptum sem við eigum í flesta daga. Sumir kaflar eru léttir og skemmtilegir á meðan aðrir taka á erfiðari samskiptum. Fjallað er um samskipti milli einstaklinga, samskipti í hópum, samskipti við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á internetinu.
Inngangur
Æfingin skapar meistarann Samskipti lúta sömu lögmálum og allt annað sem við viljum vera góð í. Við þurfum að æfa okkur í samskiptum til þess að verða fær í þeim. Gríðarlegur fjöldi fólks leggur mikið á sig til að ná framförum á hinum ýmsu sviðum í lífinu en lætur samskiptin afskiptalaus, þau eiga að koma af sjálfu sér. Oft verður fólk hissa þegar það heyrir að við þurfum að æfa okkur í samskiptum eins og öllu öðru sem við viljum verða góð í. „Ég er eins og ég er og ég ætla ekki að breyta því“ segja margir þegar kemur að samskiptum okkar og framkomu. Samt erum við alltaf að reyna að bæta okkur á ýmsum öðrum sviðum. Fólk sem lifir óheilbrigðu líferni langar að taka upp heilbrigðari lífsstíl. Fólk sem fær ekki nægan svefn reynir að endurskipuleggja líf sitt til að ná betri tökum á svefninum. Fólk sem upplifir mikla streitu er oft tilbúið til þess að gera breytingar til þess að upplifa meira jafnvægi. En þegar kemur að samskiptum virðist sem við séum ekki jafnopin fyrir að breyta hegðun okkar, jafnvel þótt það yrði til þess að bæta líf okkar til muna. „Ég er eins og ég er og ef einhverjum líkar það ekki þá er það þeirra vandamál“ er setning sem við heyrum stundum. En hvað ef við gætum í raun haft betri áhrif á fólkið í kringum okkur? Hvað ef við gætum gert lífið skemmtilegra fyrir okkur sjálf? Er það ekki frábær ástæða til þess að skoða hvort við getum bætt samskiptamynstur okkar?
14
Stundum dáumst við að fólki sem kemur vel fyrir og slær í gegn hvert sem það fer. Við vildum jafnvel óska þess að við hefðum fæðst svona líkt og þau. Staðreyndin er þó sú að við fæðumst ekki góð í samskiptum. Samskipti eru ekkert annað en reynsla og æfing. Því oftar sem við æfum okkur í samskiptum, því flinkari verðum við. Því fjölbreyttari aðstæður sem við komum okkur í, því betur erum við í stakk búin til þess að takast á við mismunandi kringumstæður. Við ættum því aldrei að eyða tíma okkar í að hugsa að við vildum að við hefðum fæðst svona eða hinsegin. Ef við viljum raunverulega vera góð í samskiptum notum við tíma okkar í að gera það sem þarf til þess að ná árangri. Fólk sem er flinkt í samskiptum á það nefnilega flest sameiginlegt að hafa æft sig mikið í samskiptum, hvort sem æfingin er meðvituð eða ómeðvituð. Oftast lítur fólk ekki á það sem æfingu þegar það hefur átt í samskiptum við annað fólk. En sama hvernig við lítum á það þá hefur æfing átt sér stað í hvert sinn. Við ættum því að nýta öll tækifæri til að eiga í fjölbreyttum samskiptum í ólíkum aðstæðum, bæði til þess að taka framförum og til þess að gera daginn skemmtilegri. Einnig hefur margt fólk með góða samskiptafærni átt sterkar fyrirmyndir sem eru góðar í samskiptum.
Mannfólkið er afar mismunandi. Það sem hrífur á eina manneskju í sam skiptum virkar oft ekki á aðra. Því fleiri manngerðum sem við kynnumst því auðveldara er að eiga í samskiptum við fólk sem er hvert með sínu móti. Við eigum ekki í eins samskiptum við ungabörn og við fullorðið fólk. Að sama skapi eigum við ekki í eins samskiptum við fólk með blíða persónugerð eða harðgerða persónugerð. Það sama á við um aðstæður. Stundum eigum við samskipti í þægilegum aðstæðum þar sem okkur líður mjög vel en á öðrum tímapunktum þurfum við að eiga í samskiptum við krefjandi og íþyngjandi aðstæður þar sem okkur líður illa. Stundum eigum við samskipti undir mikilli tímapressu og stundum í miklum rólegheitum. Því fjölbreyttari aðstæður sem við komum okkur í, því betur erum við undir það búin að eiga í góðum samskiptum við ólíkar manngerðir í mismunandi aðstæðum.
Samskipti koma okkur áfram í lífinu. Við eigum öll í samskiptum allan daginn, alla daga. Við komumst ekki í gegnum daginn án þess að eiga í samskiptum hvort sem það er við okkur sjálf eða aðra. Samskipti, kæru lesendur, eru eitt það mikilvægasta sem við getum hugað að.
15