Fjötrar - 1-3. kafli

Page 1


1. KAFLI Andrea vissi ekki að kakkalakkar gætu flogið fyrr en svart flykki tyllti sér á plaststólinn við hlið hennar og vængirnir lukust saman undir tvískiptu, kúptu bakinu. Hún reyndi að láta á engu bera því að hún vissi að bræður hennar myndu stríða henni ef hún sýndi ótta. Henni létti þegar kakkalakk­ inn skreið niður stólfótinn og stefndi í átt að Jóhannesi sem beit hraustlega í hamborgarann sinn. Sterklegir kjálkarnir gengu upp og niður á meðan hann reyndi að ná tökum á allt of stórum bitanum, þykkar varirnar opnar svo að sá í hálftugginn matinn á milli beinna, hvítra tanna. Andrea gretti sig en hann blikkaði stríðnislega, gaf frá sér nautna­ hljóð og tók annan bita, enn stærri. Yngri bróðirinn Daði, sautján ára, borðaði sinn með fullkominni einbeitingu en kófsveittir foreldrarnir létu íste duga. Það var júní, kominn vetur í Ástralíu og hitinn hærri en á bestu sumardögum á Íslandi. Andrea leit á stólinn. Hann var kominn aftur, kakkalakkinn. Fálmararnir þreifuðu út í loftið, langir og gleiðir. Búkurinn kipptist til og hann rykktist af stað. Örfáir sentimetrar og kvikindið yrði komið á lærið á henni. Hún bældi niður óp þegar hún fann langa mjóa fæturna skríða upp hálsinn og út á kinnina. Hún sló snöggt og fann búk. Rúllaði þykkildinu á milli fingranna og opnaði svefndrukk­

5

Fjötrar_135x210mm.indd 5

11/09/2019 14:24


in augun. Þetta var fluga, húsfluga, og þunnur vængur loddi við vísifingurinn. Full viðbjóðs smurði hún klístrinu undir sólbekkinn og horfði svo ringluð í kringum sig. Á svala­ handriðið sem hún hafði lagt handklæði yfir til að skýla sér fyrir augum nágranna. Á kyrkingslegan döðlupálmann í leirpottinum. Á litla borðið og sumarblómið sem hún var nýbúin að kaupa. Hún andvarpaði og strauk yfir sveitt ennið. Kakkalakkinn hafði vitjað hennar árum saman en martröðunum hafði þó fækkað í seinni tíð. Svartur og slím­ ugur minnti hann hana á Jóhannes heitinn þar sem hann sat á hvítum plaststól og borðaði hamborgara. Sektarkenndin lagðist eins og mara yfir hana. Hún hafði ekki saknað hans nóg og jafnvel, stöku sinnum, fundið fyrir létti. Hann hafði tekið mikið pláss, verið kröfuharður og frekur en stundum svo skemmtilegur að öll leiðindi hurfu sem dögg fyrir sólu. Andrea dró hægt og djúpt andann þar til að hægðist á hjartslættinum. Síðan þreifaði hún eftir símanum sem lá undir sólbekknum, spennt að vita hvort einhver like hefðu bæst við nýjustu færsluna hennar. Þau reyndust vera tuttugu sem var skárra en ekkert og dugðu til að sópa síðustu leif­ unum af martröðinni út í hafsauga. Hún reis á fætur og gekk inn í stofu og horfði yfir hana. Allt var skínandi hreint og fínt, hver hlutur á sínum stað og litasamsetningin óað­ finnanleg. Hún brosti lítillega og forðaðist að hugsa um svefnherbergið, um óhrein rúmfötin og draslið á gólfinu. Húshjálpin hafði komið á föstudaginn en hún hleypti henni aldrei þangað inn. Ætlaði alltaf að taka til hendinni sjálf en einhvern veginn varð sjaldnast neitt úr því. Hún rölti að ísskápnum og opnaði hann, tók út hvítvínsflösku og skrúf­ aði tappann af. Teygði sig eftir glasi sem stóð á opinni hillu og hellti það fullt. Tók einn sopa og svo annan. Vellíðan streymdi um æðarnar og hjálpaði henni enn frekar að losa

6

Fjötrar_135x210mm.indd 6

11/09/2019 14:24


hugann við martröðina. Hún bætti í glasið og leit á klukk­ una. Það var komið fram yfir hádegi á sólríkum sumardegi. Ef sólin skein á Íslandi var alltaf ástæða til að fagna og hún átti ekki von á neinum í heimsókn í dag fremur en endra­ nær. Þá sjaldan hún hitti kunningja var það á kaffihúsum. Andrea velti fyrir sér um stund hvort hún ætti að taka leigubíl niður í Nauthólsvík eða fara í miðbæinn. Eiginlega nennti hún hvorugu. Nýja bikiníið var flott en hún þyrfti að tana sig aðeins betur eða vera almennilega spreyjuð til að ná sumarstemningu. Ylströndin var eflaust yfirfull á fallegum sunnudegi og erfitt að finna góðan stað. Ef hún færi niður í bæ þyrfti hún að velja föt og mála sig. Það tæki langan tíma því að hún fór aldrei út fyrir dyr án þess að vera vandlega förðuð og greidd. Hún skoðaði símann sinn aftur. Viðbrögðin við því sem hún setti inn í gær voru þokkaleg, aðeins skárri en daginn þar áður, en hún var samt engan veginn ánægð. Hún yrði að hugsa hratt og gera eitt­ hvað í þessu. Nöglin á vísifingri hægri handar hafði rifnað af í gærkvöldi þegar hún var full og rugluð að hátta sig en táneglurnar voru þó í lagi. Í fínu lagi. Hún horfði út á svalirnar og sá að nýja borðið var flott og blómin litu mjög vel út í sólinni. Ef hún bætti kampavíni við yrði þetta eiginlega fullkomið. Hún tæmdi hvítvínsglasið í einum teyg, greip tusku og skundaði út. Þegar borðið var orðið þokkalega hreint nuddaði hún nýjasta sólarmeikinu vel yfir hægri ristina og tærnar. Síðan púðraði hún létt yfir. Inni í svefnherbergi lá óopnaður kassi með kampavíns­ glösum. Í rauninni fannst henni glösin ekkert sérstaklega falleg en nú komu þau að góðum notum svo að hún náði í eitt. Hún strauk af háu og mjóu glasinu og setti það við hliðina á blóminu áður en hún opnaði flöskuna og hellti það fullt. Meiktúbuna lét hún liggja kæruleysislega á borð­

7

Fjötrar_135x210mm.indd 7

11/09/2019 14:24


inu. Þetta var fullkomið! Hún klappaði saman lófunum eins og lítill krakki áður en hún tyllti sér á brún sólstólsins og sveiflaði förðuðum fætinum upp á borðið. Hann féll vel inn í sviðssetninguna. Hún smellti af, aftur og aftur. Fann bestu myndina og með fimum fingrum lagaði hún hana til, setti inn texta og póstaði. Ánægð með dagsverkið drakk hún úr kampavínsglasinu og náði sér svo í meira hvítvín. Það var ekki fyrr en hún hafði skálað við sjálfa sig að hún mundi að hún hafði notað þessa uppstillingu áður. – Arghhh! Ég er algjör fáviti, æpti hún upp yfir sig og skellti glasinu á borðið svo að gusaðist upp úr því. Síminn lét hana vita af nýjum skilaboðum og hún opnaði þau næstum um leið. Grann­ vaxin manneskja sat álút á rúmi. Brúnleitur kollurinn var stuttklipptur og hún var með fíngerða silfurlokka í eyrum. Konan setti eitthvað upp í sig sem hún geymdi í vinstri lóf­ anum. Á baugfingri hægri handar var stór silfurhringur með áberandi tákni og nú sá Andrea að hún var að tína upp í sig pillur. Ein eftir aðra hurfu þær inn fyrir varirnar og hún teygði sig eftir glasi. Vatn rann niður munnvikin þegar hún drakk og hún virtist eiga í erfiðleikum með að kyngja. Andrea fann skelfingu heltaka sig og hún náði vart and­ anum. Hún þekkti þessa konu sem nú tók á öllu sínu og starði sljóeygð í augu hennar. – Þú verður að vakna, hann er hætt … nauðg … sagði Kristín Kjarr drafandi röddu. Andrea rak upp óp og henti frá sér símanum. Um leið glumdi dyrabjallan.

8

Fjötrar_135x210mm.indd 8

11/09/2019 14:24


2. KAFLI Guðgeir hikaði aðeins áður en hann þrýsti fingri á bjöll­ una. Hann rótaði með fætinum í gangteppinu sem virtist sæmilega sterkt og reyndi að rifja upp nafn eða nöfn sem hann hafði lesið á póstkössunum á meðan hann beið þess að einhver kæmi til dyra. Líklega væri réttast að skutlast heim eftir hamri í stað þess að kvabba í nýjum nágrönnum, hugsaði hann en ýtti samt aftur á bjölluna. – Sæl og fyrirgefðu en geturðu nokkuð lánað mér hamar? spurði hann þegar dyrnar voru loksins opnaðar, varlega og aðeins til hálfs. Yfir grannar axlir konunnar lágu strekktir mynstraðir hlýrar í daufum litum, sólbrúnir fingur héldu gráu handklæði saman framan á brjóstunum. Falleg kona en yfirbragðið eilítið sjúskað. – Ég tók nefnilega hamarinn minn heim með mér í gær, það er svona að standa í flutningum, maður er stöðugt að fara með verkfærin fram og aftur. Hann hló afsakandi þegar hún sýndi engin við­ brögð. – Heyrðu, þetta er ekkert mál. Ég ætlaði hvort sem er að fara að hætta í dag. Þetta er bara ein festing sem ég ætlaði að berja betur inn. Get allt eins gert það í kvöld eða á morgun. Hún horfði tortryggin á hann. – Ég var í sólbaði, sagði

9

Fjötrar_135x210mm.indd 9

11/09/2019 14:24


hún rám og hann fann áfengislykt leggja af henni þegar hún opnaði munninn. – Já, það er líka veðrið til þess. Eiginlega ætti að banna fólki að hanga inni á svona dögum, sagði hann glaðlega og gerði sig líklegan til að fara. – Láttu mig ekki trufla þig. Ég bjarga mér. – Ert það þú sem ert að flytja inn? spurði hún og hnykkti höfðinu í átt að dyrunum sem lágu að væntanlegu heimili þeirra Ingu og Péturs Andra. Dóttirin Ólöf var nýlega farin að búa með kærastanum. – Já. Guðgeir Fransson. Við hittumst í bílageymslunni um daginn, manstu? Við stefnum að því að flytja inn um mánaðamótin svo að þessa dagana er ég eins og grár köttur hérna. – Ég heiti Andrea og er satt að segja frekar ómannglögg, sagði hún hraðmælt og strauk yfir úfið dökkt hárið. – Bíddu aðeins, ég ætla að fara í eitthvað. Dyrnar skullu á nefið á honum áður en hann náði að segja fleira. Ég hefði betur drifið mig heim og sleppt því að standa í þessu, hugsaði hann og horfði óþolinmóður í kringum sig. Við dyrnar stóð pottur með stórri, sígrænni plöntu. Blöðin voru rykug og hann þreifaði á einu þeirra. Áferðin var svo óeðlileg að ekki fór á milli mála að þessa jurt þurfti ekki að vökva. Var leyfilegt að hafa svona dót á gangi fjölbýlis­ húsa? Hann var ekki viss. Dyrunum var svipt upp á gátt og nú var Andrea komin í einhvers konar slopp sem líktist helst japönskum kimono, búin að fjarlægja svertuna undan augunum og setja á sig varalit. Hún brosti dauflega til hans. – Ég ætlaði ekki að vera ókurteis en ég á erfitt með að muna andlit, sagði hún afsakandi. Henni lá lágt rómur og hún var ekki sérlega skýrmælt. – Komdu inn. Ég þarf aðeins að leita.

10

Fjötrar_135x210mm.indd 10

11/09/2019 14:24


Guðgeir elti Andreu inn í stóran geim, alrými hafði fast­ eignasalinn kallað það þegar þau skoðuðu íbúðina sína í fyrsta sinn. Hann þyrfti að venjast því og þrátt fyrir að vera ekki enn fluttur inn, var hann þegar farinn að sakna þrönga en notalega eldhúskróksins þeirra í Fossvoginum. Hann horfði forvitinn í kringum sig, íbúðin var ekki ósvipuð þeirra en var líklega stærri því að hann taldi fimm hurðir út frá alrýminu. Það var opið út á svalir og hann sá sól­ bekk, grænan stól og blóm á borði ásamt tveimur glösum. Annað fyrir kampavín en hitt fyrir hvítvín og það rann upp fyrir honum hvers vegna hún hafði svarað bjöllunni svona seint og komið fáklædd til dyra. Þetta var vandræðalegt. Hann hafði greinilega ónáðað par á óheppilegum tíma og inni í svefnherbergi lá einhver sem hugsaði honum þegjandi þörfina. – Þið eruð aldeilis búin að koma ykkur vel fyrir, sagði hann og ræskti sig. – Við? – Já. – Ég bý hérna ein. – Nú? Ég hélt … Hann hikaði og horfði í átt að glös­ unum á borðinu. – Já, þú meinar, sagði hún og fylgdi augum hans. – Þetta er síðan í gær. Þá var ég með gesti … gest ætlaði ég að segja. – Er langt síðan þú fluttir inn? spurði hann til að segja eitthvað. – Ár, ég hef verið hérna frá upphafi. Eilíft ónæði fyrstu mánuðina, þið voruð heppin að losna við það. Hún rétti betur úr sér og renndi fingrum í gegnum sítt hárið. – Já, það hefur verið þreytandi, ansaði hann og leit í kringum sig. Húsgögnin voru greinilega vandlega valin og dýr. Á veggjunum voru málverk og aðrir listrænir munir

11

Fjötrar_135x210mm.indd 11

11/09/2019 14:24


sem hengdir voru upp með óhefðbundnum hætti en allt í fullkomnu samræmi. Hér var hátt til lofts og vítt til veggja, alls ólíkt íbúðinni sem hann hafði leigt árið sem hann var á Höfn í Hornafirði. Þar hafði hann unnið sem öryggisvörður enda í ótímabundnu leyfi frá starfi sínu í lögreglunni. Þau Inga höfðu verið í sundur í næstum heilt ár. Það var erfiður og einmanalegur tími en nú voru þau tekin saman að nýju og Guðgeir kominn aftur til starfa hjá lögreglunni. Fyrst um sinn í sérverkefnum eins og það var kallað en hann var farinn að leyfa sér að vona að á því yrði breyting. Nú var liðið á annað ár síðan hann flutti aftur heim og allt hafði gengið vel fram að þessu nema þau tengdu slæmar minn­ ingar raðhúsinu í Fossvogi. Eftir nokkra umhugsun höfðu þau tekið ákvörðun um að rífa sig upp og byrja nýtt líf á nýjum stað. Fyrirheitna landið var nýleg blokk miðsvæðis í Reykjavík og mismunurinn sem var kominn inn á banka­ reikninginn þeirra gerði þau enn bjartsýnni á framtíðina. – Hvað ertu að gera? Þarf að laga eitthvað í nýrri íbúð? Andrea dró út skúffu og rótaði í henni. Dró svo fram koll og riðaði aðeins þegar hún steig upp á hann, opnaði síðan hverja skáphurðina á fætur annarri og skimaði inn. – Bíddu á meðan ég skrepp í geymsluna, sagði hún eftir árangurs­ lausa leit og fór niður af kollinum. – Ég held að hamarinn sé þar. Hún tók strikið fram á gang, örlítið reikul í spori. – Við ákváðum að taka niður einn vegg og breyta eld­ húsinu aðeins … já og leggja nýtt parket. Heyrðu, þetta er ekkert mál með hamarinn, ég þarf hann ekki. Er eiginlega á leiðinni heim, kallaði hann á eftir henni. – Leitt að þau skyldu skilja, þessi sem þið keyptuð af. Voru bara hérna í einn eða tvo mánuði … Röddin hljóðnaði skyndilega því að dyrnar höfðu lokast og hann velti því fyrir sér hvort hún hefði farið berfætt niður í geymsluna.

12

Fjötrar_135x210mm.indd 12

11/09/2019 14:24


Guðgeir andvarpaði, hann var ekki vanur að vera einn inni í annarra manna íbúðum nema þá í vinnunni og fannst það hálf óþægilegt. Við dyrnar voru áberandi snagar, líkari vegglistaverkum en nytjahlutum og á þeim héngu engar flíkur. Á hillu á hliðarvegg voru nokkrar ljósmyndir í áberandi römmum. Hann þreifaði eftir gleraugunum í vas­ anum og gekk nær til að skoða. Stærsta myndin var af ungum og áberandi laglegum manni. Dökkhærður með þétt og löng augnhár og þykkar varir horfði hann einbeittur beint í linsu ljósmyndarans. Um varirnar lék bros og sjálfs­ öryggið geislaði af honum. Dreyminn svipurinn minnti á fyrirsætu, fannst Guðgeiri. Á næstu mynd voru fimm ungar konur, mjög hressar að skála. Andrea var ein þeirra, vel til­ höfð og áberandi glæsileg. Hún var líka í næsta ramma sem var greinilega gömul fjölskyldumynd. Foreldrar, tveir bræður og svo Andrea, barnung, öll í sparifötum. Annar bræðranna var myndarlegi maðurinn á stóru myndinni. – Ég fann hamar, heyrðist kallað. – Þú getur haft hann þangað til að þið flytjið inn eða jafnvel lengur mín vegna. Ég komst að því að ég á tvo sem mér þykir alveg furðulegt því að ég man ekki eftir að hafa keypt mér annan hamar. Einhver þessara aula sem var að vinna hérna hlýtur að hafa skilið hann eftir, það er ennþá dót frá þeim í hjóla­ geymslunni. Hún rétti honum hamarinn. – Iðnaðarmönnunum? spurði Guðgeir og tók við honum. – Skildu þeir eftir verkfæri? – Já, eða annað dót, ansaði Andrea og pirringurinn leyndi sér ekki í röddinni. – Ég þoli þá ekki, það stenst aldrei neitt hjá þeim, ekkert nema frekja gagnvart tíma ann­ ars fólks. Hún ætlaði að segja fleira en hætti snögglega og bætti svo afsakandi við. – Ó, ert þú kannski iðnaðarmaður? – Ég? Nei, ég er í lögreglunni. Hann brosti og strauk

13

Fjötrar_135x210mm.indd 13

11/09/2019 14:24


þétt yfir kjálkann. Henni létti sýnilega og hann hafði lúmskt gaman af vandræðaganginum. – Já, er það? spurði hún með vaxandi áhuga í röddinni. Augun voru mun skýrari en áður. – Í hverju ertu? Ég meina í hvernig málum ertu? – Sakamálum, svaraði hann. – Hvað gerirðu þar? spurði hún. – Ég var yfirmaður deildarinnar en þessa stundina sinni ég ýmsum sérverkefnum. Tímabundið, bætti hann við eftir stutt hik. – Leitið þið að týndu fólki? spurði hún og vafði hand­ leggjunum um mittið til að halda betur að sér stórmynstr­ uðum kimonosloppnum. – Ef grunur leikur á að eitthvað sé saknæmt við hvarfið, þá er svarið já. Guðgeir lyfti upp hamrinum. – Best að fara að nota hann þennan, takk fyrir lánið. Hann tók í húninn og opnaði dyrnar. Hún elti. – Eruð þið ekki fullfljót að loka slíkum málum? Ég meina, hver ákveður að hætta leit ef það finnst ekkert lík? spurði hún og hann kunni ekki alls kostar við tóninn í röddinni. – Ég man eftir nokkrum svoleiðis málum í gegnum tíðina. Það er erfitt að taka slíka ákvörðun en á einhverjum tímapunkti verður að segja stopp. Þannig er það bara. – Þá manstu kannski eftir bróður mínum, Jóhannesi. Hann hvarf 17. júní árið 2000, sagði hún með ákafa í röddinni. – Hann fór í útilegu með Daða bróður okkar og Brynjari vini hans. Við fjölskyldan vorum nýkomin heim frá Ástralíu og strákarnir keyptu sér nýtt tjald þar … Andrea þagnaði og horfði gagnrýnum augum á hann og hann áttaði sig á því að henni fannst hann ekki sýna nægilegan áhuga en hann hafði aðeins ætlað að fá lánaðan hamar og klára

14

Fjötrar_135x210mm.indd 14

11/09/2019 14:24


sín verk. Hún saug snöggt upp í nefið og horfði rökum augum á hann. Það var eitthvað örvæntingarfullt við þessa ungu konu. – Ef þú gengur meðfram Soginu, fyrir neðan veitinga­ staðinn í Þrastarlundi þá er tjaldstæðið inni í skóginum, hélt hún áfram. Ég held reyndar að það sé ekki notað lengur. Jóhannes var einn þarna og ætlaði að reyna að sofna aðeins á meðan hinir tveir fóru að kaupa inn og kíkja á 17. júní hátíðarhöldin í Hveragerði og á Selfossi. En svo kom stóri jarðskjálftinn og það varð allsherjar ringulreið á öllu svæðinu. Þetta var rosalegur skjálfti, vegir í sundur og svona. – Já, ég man eftir því, sagði Guðgeir. – Strákarnir voru staddir í Hveragerði þegar jarðskjálft­ inn varð og reyndu að hringja í Jóhannes en náðu aldrei sambandi sem þeim fannst ekkert skrítið því að álagið á kerfinu var svo mikið. Andrea dró djúpt andann. Það var eins og hún vildi ryðja út úr sér frásögninni sem fyrst til að gefa Guðgeiri ekki tækifæri til að komast undan. – Á þessum tíma var farsímakerfið ekki næstum því jafn þróað og það er í dag, sagði hún til skýringar. – Strákarnir komust ekki aftur í Þrastarlund fyrr en um kvöldið og þá var enginn í tjaldinu. Þeir héldu að Jóhannes hefði farið í göngutúr eða eitthvað. Til að skoða ummerki eftir skjálftann, skilurðu? Hún horfði spennt á hann, sólgin í viðbrögð við sögunni sem Guðgeir grunaði að hún hefði sagt margoft áður í gegnum árin. Hann leit á úrið sitt til að sýna að hann væri tímabundinn en vildi ekki vera ókurteis með því að kveðja of snögglega. – Það er orðið langt síðan en auðvitað man ég eftir þessum degi, sagði hann. – Ég var með dóttur mína í kerru niður við höfn að horfa á skemmtiatriði þegar skjálftinn

15

Fjötrar_135x210mm.indd 15

11/09/2019 14:24


reið yfir og sjórinn gekk í bylgjum. Skipin í höfninni lyftust næstum upp á land. Í fyrstu áttaði fólk sig ekkert á því hvað væri að gerast en öllum brá ansi mikið. Það var stressandi að vera með lítið barn í vagni við þessar aðstæður. Kom svo ekki annar stór á eftir þessum fyrsta, eða hvað? Maður er svo fljótur að gleyma … – En manstu nokkuð eftir hvarfi bróður míns? spurði Andrea ýtin. – Ég get ekki sagt það, en mig rámar samt eitthvað í það, svaraði Guðgeir og lyfti hamrinum aftur til að sýna að hann þyrfti að fara að halda áfram við verkin. Hann lenti stundum í svona aðstæðum, fólk á förnum vegi fór að segja honum frá einhverju sem það eða ættingjar þess hefðu lent í. Oftast voru þetta einhver smámál sem tengdust á engan hátt hans sérsviði. Hann reyndi að hlusta af áhuga en fann oft til samlíðunar með gömlum vini sem var læknir og sagðist þurfa að hlusta á endalausar sjúkrasögur þegar hann færi út að skemmta sér. En saga Andreu virtist ekki vera neitt smámál og hann fann til samúðar með henni. Hann lét hamarinn síga, það skipti auðvitað litlu hvort hann myndi berja festinguna inn núna eða seinna. – Þeir héldu að hann hefði fallið niður í sprungu eða verið við Sogið þegar skjálftinn reið yfir. Að hann hefði misst fótanna og drukknað í ánni. Komdu aðeins, sagði hún og gekk aftur inn í alrýmið. Guðgeir elti með hálfum huga. Andrea tók myndina af unga laglega manninum af hillunni og sýndi honum. – Þetta er Jóhannes bróðir minn. Hann var nýorðinn tuttugu og eins árs þegar hann hvarf. Myndin var tekin úti í Ástralíu tæpri viku áður en við misstum hann. Hún rétti honum myndina og Guðgeir horfði í annað sinn á laglegt andlit unga mannsins. Í þetta skiptið kveikti það einhverjar óljósar minningar.

16

Fjötrar_135x210mm.indd 16

11/09/2019 14:24


– Þetta hefur verið mikið áfall, sagði hann samúðarfullur. – Fannst hann látinn? – Nei, það fannst aldrei neitt lík. Hvorki tangur né tetur af honum. Þessi dagur einkenndist af ringulreið og svo kom annar skjálfti tveimur dögum síðar. Hann var líka stór. – Já, alveg rétt. Þannig var það, sagði Guðgeir. – Maður er fljótur að gleyma. – En manstu eftir þessu máli? spurði hún enn einu sinni og stillti myndinni af Jóhannesi aftur upp á hilluna. Hann hikaði. Árið 2000 var í dálítilli móðu fyrir honum. Inga hamaðist við að klára lögfræðina og Ólöf sem þá var á öðru ári fékk allar pestir sem hún gat mögulega krækt sér í og ef hún var frísk lágu þau Inga til skiptis í bælinu. Eitt af því fáa sem sat eftir í huga hans voru deilur um hvort aldamót ætti að telja frá árinu 2000 eða 2001, endalausar heimsendaspár og að stórfjölskyldan hafði sameinast um kaup á sérstökum aldamótakampavínsglösum. – Mér finnst þessi mynd betri af honum, sagði Andrea og tók fjölskyldumyndina af hillunni. Guðgeir sýndi henni kurteislegan áhuga. – Satt að segja man ég ekki eftir þessu máli, svaraði hann og brosti afsakandi. – Maður með jafn langan starfsferil og ég getur ekki munað allt. En mig minnir að ég hafi verið í sumarleyfi í maí og langt fram í júní þetta ár. Tók óvenju­ langt frí því að konan mín var að skrifa lokaritgerðina sína. Hann lagði hamarinn á stól, tók báðum höndum um myndina og virti fyrir sér ungu mennina. Þeir voru nauða­ líkir, báðir áberandi laglegir en augu hans stöldruðu lengur við annan og Andrea veitti því athygli. – Þetta er Daði, yngri bróðir minn, en ég var að tala um þann eldri, Jóhannes. Leitinni að honum var hætt of fljótt, sagði hún. – Mig dreymir hann oft … eða ekki hann bein­

17

Fjötrar_135x210mm.indd 17

11/09/2019 14:24


línis … en hann minnir á sig. Næstum því reglulega. Síðustu orðin voru sögð með þunga. – Hvað varstu gömul þegar hann hvarf? – Tólf ára, svaraði hún og það kom brestur í röddina. Hún virtist við það að fara að gráta og hann fann til með henni. – Því miður getur það gerst að leit reynist árangurslaus en stundum skilar náttúran sínu, jafnvel upp á fjarlægar strendur. Það er allur gangur á því hvort eða hvernig unnið er úr slíkum málum. Það fer allt eftir aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Hann rétti henni myndina og tók hamarinn upp að nýju. – Ég get rétt ímyndað mér hvað þetta hefur verið skelfileg reynsla fyrir fjölskylduna, sagði hann en þagnaði svo því að hann vissi ekki hvað hann gæti sagt meira. Innantóm orð voru hið eina sem hann gat látið henni í té en til hvers ætlaðist hún eiginlega af ókunnugum manni? Hvarf bróður hennar var ákaflega sorglegt en það voru liðin nítján ár frá þeim degi svo að eitthvað fleira hlaut að hrjá hana. Þetta var vandamálið við að flytja í blokk, nálægðin við annað fólk var mikil. Hvernig datt honum eiginlega í hug að banka upp á til að fá lánaðan þennan fjandans hamar? Fólk í blokk átti að heilsast á ganginum og í mesta lagi að hittast á árlegum húsfundi. – Takk fyrir að bjarga mér, sagði hann hlýlega og gekk í átt að útidyrunum. – Ég lofa að skila honum fljótt.

18

Fjötrar_135x210mm.indd 18

11/09/2019 14:24


3. KAFLI Klefinn var númer tíu. Guðgeir kveið aðkomunni og fann hvernig lófar hans urðu þvalir og munnurinn þornaði. – Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir því að hinir fangarnir eru læstir inni á meðan þið eruð hérna, upp­ lýsti Svala um leið og hún stakk lykli í skrána. – Það getur valdið óróa svo að því fyrr sem þið ljúkið ykkar rannsókn, því betra. – Já, auðvitað, sagði hann og færði sig til hliðar svo að læknirinn kæmist fram fyrir. Ísgerður var frekar ný í starfi en hann hafði þó hitt hana áður. Bæði í gamla fangelsinu og í fjölmennri afmælisveislu hjá sameiginlegum kunningja. Brúnt hárið sem liðast mjúklega niður axlirnar myndaði mótvægi við hvassa andlitsdrætti hennar. Vingjarnleg á yfir­ borðinu, fannst honum, en fjarlæg í framkomu. – Viltu að við bíðum hérna frammi? spurði hann lág­ róma. Talaði aldrei hátt í návist dauðans. Engu að síður endurkastaðist djúp röddin um auðan ganginn. – Já, það væri gott. Það er þröngt þarna inni, svaraði Ísgerður mjúkum rómi. Hún dró latexhanska upp úr tösku og smokraði þeim upp á fingurna. Síðan smeygði hún sér inn fyrir þykka járnhurðina. Þau stóðu þrjú eftir á kuldalegum ganginum; Guðgeir

19

Fjötrar_135x210mm.indd 19

11/09/2019 14:24


frá miðlægri deild lögreglunnar, Leifur frá tæknideildinni og Svala fangavörður á Hólmsheiði. Ljósgeisli frá litlum glugga myndaði örmjóa rönd á glansandi veggjunum og númerin á klefahurðunum voru áberandi stór. – Aumingja Kristín, hún átti að losna út eftir nokkra daga, andvarpaði Svala dauf í dálkinn. Hún var með sólar­ freknur á útiteknu andlitinu en að öðru leyti áberandi þreytuleg og döpur. – Já, var það? sagði Guðgeir og leit á félaga sinn. Leifur lyfti brúnum. – Við starfsfólkið urðum aldrei vör við annað en að hún hlakkaði til. En stundum skilur maður hvorki upp né niður í þessu lífi, hélt hún áfram. – Það hættir ekki að koma manni á óvart. – Hún hefur kannski kviðið frelsinu, lagði Leifur til. – Annað eins hefur nú gerst. – Ömurlegt að koma að þessu. Svala nuddaði nefbrodd­ inn og strauk í burtu tár sem runnið hafði niður á kinn. – Þetta er svo sorglegt. – Hvað geturðu sagt okkur um Kristínu? spurði Leifur og lagði frá sér leðurtöskuna sem fylgdi honum hvert sem hann fór á vegum vinnunnar. Dökkir baugarnir undir aug­ unum voru áberandi og þegar hann hallaði sér upp að veggnum seig köflótt ístran yfir dökkbrúnt leðurbeltið. Það strekktist ískyggilega mikið á skyrtutölunum sem héldu dauðahaldi í örmjóa hvíta þræði. – Forstöðumaðurinn hittir ykkur á eftir og fer nákvæm­ lega yfir atburðarásina. Eins og ég sagði áðan er ekki einu sinni búin að tilkynna fjölskyldunni dauðsfallið en í stuttu máli var Kristín þrjátíu og átta ára að aldri. Hún var næstum búin með sína sex mánaða afplánun, upplýsti Svala. Hún var voteygð og það fóru viprur um munninn.

20

Fjötrar_135x210mm.indd 20

11/09/2019 14:24


– Fyrir hvað sat hún inni? spurði Guðgeir. – Hún keyrði réttindalaus og undir áhrifum, ansaði Svala. – Ökuferðin endaði inni í garði í Garðabænum. – Og hvað? Eyðilagði hún rósarunna? tautaði Leifur meira við sjálfan sig en aðra. Svala virtist ekki kunna að meta kaldhæðnina því að hún hvessti á hann augun. – Aðeins meira en það og Kristín var einhverja daga á spítala, sagði hún. – Ég man eftir þessu, sagði Guðgeir. – Bíllinn festist á lágum vegg en framendinn fór í gegnum rennihurð úr gleri, inni í svefnherbergi þar sem … kona var sofandi eða var það ekki? Hann horfði spyrjandi á Svölu sem kinkaði kolli. – Jú, fárveik eldri kona sem slasaðist sem betur fer ekki en fékk auðvitað taugaáfall. Sem í sjálfu sér var nógu slæmt en til að gera þetta enn verra munaði nær engu að Kristín keyrði niður barn á hjólabretti þegar hún sveigði óvænt yfir á rangan vegarhelming og þaðan upp og yfir gangstéttina. Svala hristi höfuðið og andvarpaði. – Fólk verður alveg kex­ ruglað af þessum andskotans efnum. – Já, samsinnti Leifur og strauk yfir sveitt ennið með handarbakinu. Guðgeir gaf honum auga, Leifur var fölur og þrútinn til augnanna. – Ertu eitthvað slappur? spurði hann. – Ég? Nei, ég er hress, ansaði Leifur þurr á manninn. Hann kunni illa við persónulegar spurningar en hikaði ekki við að spyrja þeirra sjálfur. – Það er bara óþægilega þungt loft hérna. Hann horfði þungbrýnn á Svölu. – Hverjir hafa farið inn í klefann? – Ég auðvitað og svo Gauti forstöðumaður. Ég var á næturvakt og ætti auðvitað að vera löngu farin heim. – Enginn annar? – Nei.

21

Fjötrar_135x210mm.indd 21

11/09/2019 14:24


– Sjálfsvígsbréf? – Sáum ekkert slíkt en við snertum auðvitað ekki við neinu svo að það gæti leynst þarna inni á milli myndanna hennar. Kristín var síteiknandi … Það kom brestur í rödd fangavarðarins og hún leit undan rannsakandi augnaráði Leifs og starði á gólfið. Guðgeir fann til með Svölu. Hún var auðsjáanlega miður sín eftir það sem hafði gerst á hennar vakt. – Var hún illa farin af neyslu? spurði hann mildri röddu. – Ég hef nú séð það margfalt verra, sagði Svala. – Kristín var vissulega oft eirðarlaus og uppspennt en aldrei erfið við okkur starfsfólkið eða aðra hérna inni. Henni leið stundum illa yfir þessu með barnið, það hefði getað endað með skelfingu. – Hvernig hefur hún verið að undanförnu? spurði Guð­ geir. – Við vorum einmitt að ræða þetta starfsmennirnir á meðan við biðum eftir ykkur og okkur fannst hún vera dugleg að vinna úr sínum málum og líta bjartari augum á framtíðina en áður … Svala þagnaði og saug snöggt upp í nefið. – Þetta er svo sorglegt, endurtók hún í hálfum hljóðum. – Kristín sagðist vera veik í gærkvöldi svo að okkur fannst ekkert undarlegt að hún kæmi ekki fram þegar opnað var í morgun. Ég leit inn til hennar þegar hinar voru farnar og sá ekki betur en að hún svæfi. Snöggur skjálfti fór um líkama fangavarðarins og hún ræskti sig kröftug­ lega. – Svona nokkuð á ekki að gerast, ég hefði átt að tékka betur á henni en það biðu önnur verkefni eftir mér svo að ég þurfti að flýta mér annað, skiljið þið … það eru sumar­ frí og svona. – Jæja, gott, sagði Guðgeir snöggt. Hann hóstaði hressi­

22

Fjötrar_135x210mm.indd 22

11/09/2019 14:24


lega, greip fyrir munninn og leit undan til að fela hve honum var létt. Svala horfði undrandi á hann. – Gott? spurði hún hissa. – Hvað áttu við? – Ekkert, svaraði hann hraðmæltur og nuddaði vangann. – Ég var að hugsa um annað. Þeir Leifur litu snöggt hvor á annan og hann sá að félaga hans var álíka farið. Á milli þeirra ríkti gagnkvæmur skilningur um að best væri að þegja yfir því að þeir höfðu haldið að konan hefði hengt sig. Annaðhvort voru boðin sem þeir fengu óskýr eða þá að þeir höfðu ekki skilið þau rétt. Það var alltaf ömurlegt að koma að slíku en þó ekki hið allra versta. Guðgeir forðaðist að hugsa um skelfilegustu stundirnar í starfinu. – Jæja, sagði hann rámur og þreifaði eftir gleraugunum í jakkavasanum. – Ætli hún fari ekki að verða búin þarna inni? Hann gægðist inn um hálfluktar dyrnar. Sá móta fyrir hreyfingarlausum fótum undir þunnu teppi og liðuðu hári læknisins sem varð hans greinilega vör því að hún leit skyndi­lega upp. – Gefðu mér nokkrar mínútur í viðbót, sagði hún lágt og brosti lítillega. – Já, auðvitað. Ekkert stress, flýtti Guðgeir sér að svara. Það var ekki alls kostar rétt því að þeir Leifur vildu báðir fara að komast að til að safna gögnum og ganga frá skýrslum. Hann krosslagði arma og hallaði sér upp að köldum steinveggnum. Tíminn silaðist áfram. Leifur var augsýnilega ekki upp á sitt besta og sjálfur ætlaði hann að halda áfram að vinna í nýju íbúðinni þeirra Ingu. Það þurfti að fara að drífa þessa flutninga af, ganga frá raðhúsinu og afhenda það nýjum eigendum. Lögreglumennirnir horfðust aftur í augu og tóku svo upp símana sína. Nær samtaka

23

Fjötrar_135x210mm.indd 23

11/09/2019 14:24


drupu þeir höfði og sökktu sér á kaf í póst, skilaboð og fréttasíður. Svala starði út í loftið. Nokkrum mínútum síðar opnuðust klefadyrnar og Ísgerður kom fram. – Það eru engir áverkar á líkinu og mér sýnist á öllu að Kristín hafi tekið einhverjar töflur, hvar svo sem hún hefur náð í þær, sagði hún og beindi máli sínu frekar til Svölu en lögreglumannanna. – Það verður að fara nákvæmlega yfir alla atburðarás, hvaða lyfjum hún hefur fengið ávísað, hvaða heimsóknir hún hefur fengið og öll samskipti hérna innanhúss. – Okkur hefur ekki gengið vel að ná tökum á lyfjavand­ anum eins og þið vitið, andvarpaði Svala. – Sumir fangar eru alveg ótrúlega séðir. Um leið og við lokum einni smygl­ leið hingað inn finna þeir nýja. – Var Kristín í virkri neyslu? spurði Ísgerður. – Þvagprufan var neikvæð þegar hún kom inn í afplánun og hún var almennt í betra standi en flestar sem koma hingað, ansaði Svala sem varð æ daufari í dálkinn. – Heldurðu að hún hafi overdósað? – Fyrsta skoðun bendir til þess, já, svaraði læknirinn. – Með vilja eða ekki. Var hún búin að vera langt niðri? – Dómurinn lagðist þungt á hana enda harður miðað við fyrsta brot. En hún hefur verið hress að undanförnu, sagði Svala. Það var vantrú í röddinni og hún hristi hægt höfuðið á meðan hún talaði. – Gæti samt verið undanfari sjálfsvígs, sagði læknirinn. – Fólki léttir oft þegar ákvörðunin hefur verið tekin og finnur jafnvel fyrir tilhlökkun. – Hún Kristín var á fullu að grínast hérna um daginn. Ég tók sérstaklega eftir því hvað hún var glöð og kát, sagði Svala.

24

Fjötrar_135x210mm.indd 24

11/09/2019 14:24


– Já, þannig er nú það, sagði Ísgerður og klappaði Svölu klaufalega á öxlina. – Ég panta krufningu en það getur tekið einhvern tíma að komast að. – Ha? Er nú kominn biðlisti eftir krufningu? gall í Leifi sem vart hafði opnað munninn. Hann lét tækifæri til að hneykslast á heilbrigðiskerfinu aldrei fram hjá sér fara. – Þarf núna að bíða mánuðum saman eftir því að láta tína úr sér líffærin? Hvaða andskotans rugl er þetta! Loðnar augabrúnir hans lyftust og hann gretti sig með vand­ lætingarsvip. – Mér sýnist málið liggja nokkuð ljóst fyrir svo að tíminn skiptir ekki öllu, sagði Ísgerður með hægð. – Ekki nema þið viljið að ég setji það, sem virðist vera sjálfsvíg fanga í fíknivanda, í forgang? Finnst ykkur það réttlætan­ legt gagnvart öðrum? Hún horfði þolinmóð á þau, greini­ lega vön því að þurfa að skýra seinagang í kerfinu fyrir fólki. – Það er alltaf sorgarsaga þegar fólk sviptir sig lífi en við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að svona nokkuð eigi sér stað. Fangelsi eru ekki uppörvandi staðir, jafnvel þótt þau séu ný og flott eins og þetta hérna. Síðustu orðin undirstrikaði hún með léttri handarsveiflu. Guðgeir fann fyrir vaxandi óþolinmæði. Víst var hægt að gera eitthvað í þessu, mjög margt, ef fólk gæti aðeins unnið meira saman en ekki hvert í sínu horni, hugsaði hann. – Án þess að fullyrða eitt né neitt þá getur innilokunin og óttinn við það sem tekur við þegar út er komið reynist mörgum ofraun, því miður, hélt Ísgerður áfram eins og fyrirlesari á ráðstefnu. Hún hneppti að sér þunnum, ljósum jakkanum og brosti hughreystandi til Svölu sem horfði sem steinrunnin á móti.

25

Fjötrar_135x210mm.indd 25

11/09/2019 14:24


– Dánartími? spurði Guðgeir hraðmæltur og notaði löngu­ töng til að þrýsta gleraugunum betur upp á nefið. Nýja umgjörðin sat illa en Ingu hafði þótt hún svo flott að hann hafði umhugsunarlítið keypt hana. – Ekki meira en fjórir til sex tímar, myndi ég halda, svaraði læknirinn og smellti töskunni á öxlina. – Ég verð í sambandi, sagði Guðgeir og kvaddi með þéttu handtaki. Ísgerður snerist á hæli og gekk hratt út ganginn. Þunnur jakkinn blés upp eins og skikkja og hælarnir smullu á gólfinu. Þegar hún hafði lokað á eftir sér opnaði hann dyrnar að klefa tíu.

26

Fjötrar_135x210mm.indd 26

11/09/2019 14:24


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.