Svínaskarð leið nr 10

Page 1

10. SVÍNASKARÐ

19,53 km

Leiðin um Svínaskarð er einkar aðgengileg göngu- og hlaupaleið, en er jafnframt sæmilega fær fyrir vel búna jeppa og torfærutæki. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið gerir það að verkum að þeir sem leggja á skarðið á tveimur jafnfljótum geta átt von á félagsskap vélknúinna ökutækja. Við því er ekkert að gera, en óneitanlega fara þessir ólíku ferðamátar aðeins miðlungi vel saman.

Staðsetning: Frá Esjumelum í Mosfellsbæ að Vindáshlíð í Kjós Hnattstaða: Upphaf: N64°11,66’ - V21°41,84’ Vegamót við Þverárkot: N64°12,63’ – V21°34,82’

70

Svínaskarð: N64°14,46’ - V21°29,96’ Lok: N64°17,71’ - V21°27,21’ Hæð y. sjó: 50 m við upphaf, 480 m hæst, 80 m við lok => Hækkun 430 m, lækkun 400 m, nettóhækkun 30 m


Á fullri ferð inn með Leirvogsá. Þarna er líklega um 1 km eftir að vegamótunum neðan við Þverárkot. Lengst til vinstri sést í Móskarðshnúka, nær er Þverfell. Bak við það liggur Svínaskarð í leyni, en Skálafell sést hægra meg­in. Beint framundan eru Haukafjöll með Þríhnúkum. Svínaskarð liggur milli Móskarðshnúka og Skálafells, en Móskarðshnúkar eru 807 m háir líparíthnjúkar austan við Esjuna. Aðalleiðin frá Reykjavík vestur og norður um lá um Svínaskarð, allt þar til bílvegur var lagður með ströndinni vestan við Esjuna um 1930. Enn er jeppafær slóði um skarðið, sæmilega greiðfær syðst, en býsna grófur og brattur þegar halla fer niður í Kjósina að norðanverðu. Sá hluti leiðarinnar er varasamur á vetrum vegna harðfennis og snjóflóðahættu. Hlaupaleiðin byrjar á Esjumelum við Vesturlandsveg rétt sunnan við vegamótin út á Álfsnes. Leiðin liggur upp með Leirvogsá að norðanverðu eftir góðum malarvegi, en á leiðinni eru þó nokkur vöð yfir minni háttar vatnsföll. Eftir tæpa 6 km er komið að vegamótum neðan við rústir eyðibýlisins Þverárkots, skammt frá Hrafnhólum. Þegar komið er yfir Þverá er beygt til vinstri (til norðurs) og hlaupið upp með ánni eftir grófum slóða sem verður enn grófari eftir því sem ofar dregur. U.þ.b. 2 km ofar er farið yfir Skarðsá á göngubrú og henni fylgt áfram upp í sjálft Svínaskarðið með Móskarðshnúka á vinstri hönd og Skálafell (774 m) til hægri. Þegar komið er norður úr skarðinu liggur leiðin niður í Svínadal og endar skammt frá réttinni við Norðlingavað, þar sem komið er inn á Kjósarskarðsveg (nr. 48). Til eru sögur um hrakninga og manntjón á flestum íslenskum fjallvegum. Þar er Svínaskarð engin undantekning. Um jólaleytið ári 1900 varð þar t.d. úti 15 ára piltur

71


Guðmann Elísson á göngubrúnni yfir Skarðsá.

Skokkað upp með Skarðsá, rétt ofan við göngubrúna. Tryggvi Felixson fremstur í flokki og Mosfell í baksýn.

Hér á Fríða (Arnfríður) stutt eftir upp í skarðið. Í bak­ sýn sést upp í Móskarðshnúka.

Jón Gauti við endamarkið á Kjósarskarðsvegi. Niður­ leiðin mældist 7,45 km og tók ekki nema 38:39 mín.

frá Hækingsdal í Kjós. Hann var á leið heim í jólafrí frá Reykjavík, þar sem hann var við nám, lagði á skarðið á aðfangadag hálflasinn og komst aldrei til byggða. Við lok hlaupaleiðarinnar má sjá Írafell til hægri handar. Við það er kenndur Írafellsmóri, einn af þekktustu draugum landsins. Dys hans kvað vera við veginn yfir skarðið. Önnur saga segir að þarna séu dysjaðir tveir smalar sem tókust á um beitilönd þar til báðir lágu dauðir. Sagt er að Írafellsmóri sé í „grárri brók að neðan og mórauðri úlpu fyrir bolfat, með svartan hatt, barðastóran á hausnum, og er skarð eða geil stór inn í barðið upp undir vinstra auga“.1 Sjái hlauparar eitthvað sem þessi lýsing passar við, er ljóst hver er þar á ferð. Móri var alræmdur fyrir hrekkvísi og hefur víst oft orðið skepnum að bana, en ekki fólki. Þjóðsögur JÁ.

1

72


Við leiðarlok í Kjósinni með hugann fullan af veðurblíðu og gleði. Skálafell í baksýn vinstra megin við miðja mynd. Þar til hægri er Svínaskarð, þaðan sem við vorum nýkomin. F.v. Ingimundur Grétarsson (krjúpandi), Guð­mann Elísson, Jón Gauti Jónsson, Hávar Sigurjónsson, Birgir Þorsteinn Jóakimsson (krjúpandi), Tryggvi Felix­son, SG og Arnfríður Kjartansdóttir. (SM)

Ferðasagan Vegalengd: 19,53 km | Tími: 2:10:59 klst | Meðalhraði: 8,95 km/klst (6:42 mín/km) | Dags.: Uppstigningardagur, fim 21. maí 2009, kl. 14:03

Fyrstu kílómetrarnir voru greiðfarnir eftir góðum malarvegi, en á leiðinni eru nokkur vöð yfir minni háttar vatnsföll. Mest þeirra er Grafará (um 4,5 km frá upphafsstaðnum), en þar sem annars staðar var hægt að stikla á steinum þurrum fótum, ef maður vildi. Eftir að komið var yfir Skarðsá gerðist slóðinn enn grófari og brattinn jókst. Þarna fór hver upp á sínum hraða, þannig að hópurinn var lengst af alldreifður. Þegar komið var að dysinni efst í skarðinu var áð um stund, enda viðraði einkar vel til þess. Á svona dögum get ég ekki annað en verið þakklátur forsjóninni fyrir að leyfa mér að njóta svona útivistar og félagsskapar og fá að upplifa andartök þegar mér finnst ég hafa allt sem ég mun nokkurn tímann þurfa. Ætli það sé ekki það sem Halldór Laxness kall­ aði kraft­birtíngarhljóm guðdómsins.

73


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.