SJÁVARAFL Desember 2018 3. tölublað 5. árgangur
l ó j g e l i Gleð
Stöndum saman sundraðir
Börnin og lífið
Eftirvæntingin enn meiri
Jólalistinn
Þriðja kynslóðin tekur við
Súrnun sjávar
Útkall
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR
Aflamark 213.001.100 kg Veiddur afli: 27,9%
UFSI
Aflamark 66.952.285 kg Veiddur afli: 22,5%
KARFI
Aflamark 40.791.182 kg Veiddur afli: 28,5%
ÝSA
Aflamark 48.980.233 kg Veiddur afli: 23,3%
Tendra ljós í skammdeginu
Þ
á er enn einu ári senn að ljúka og aðventan gengin í garð og senn líður að jólum og áramótum. Á þessum hátíðlega tíma lítum við gjarnan um öxl. Í sjávarútvegi er virðiskeðjan stór og áhrifin víðtæk, því má segja að hjólin hafi ekki náð að snúa sér að fullu fyrr en á þessu ári eftir mikið verkfall í ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að vægi sjávarútvegs hafi minnkað á liðnum árum, þá hefur útflutningur aukist gríðarlega mikið og hafa aflabrögð gengið nokkuð vel. Íslenskur sjávarútvegur hefur þó nokkra sérstöðu hvað varðar arðsemi samanborið við sjávarútveg nágrannaþjóðanna. Höfum við lyft okkur úr sárri fátækt og erum meðal ríkustu þjóða. Saga okkar lands og þjóðar hefur byggst upp á sjómennsku sem er okkur mikilvæg fyrir hagkerfið. Menningararfur er allt það sem tengist sögu okkar og því sem við gerum.
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
En það er meira sem tengist sögu okkar og hefðum. Á aðventunni kveikjum við ljós á kertum og njótum þess að skreyta allt heima hjá okkur, kaupa jólagjafir og ganga frá jólakortunum ásamt því að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Jólahefðir eru ómissandi hluti af jólahátíðinni og er aðfangadagur, stærsti dagur ársins fyrir svo marga. Nú á tímum eru sem betur fer, færri til sjós yfir jól og áramót og því geta sjómannsfjölsyldur verið saman. Við njótum þess að fara í messu, borða dýryndis mat, opna pakka og lesa góðar bækur en aðallega að vera saman og eiga gæðastund í faðmi fjölskyldunnar og þakka fyrir það sem við höfum. Mikilvægt er að hugsa um af hverju jólin eru og þakka fyrir að hafa fengið enn eitt árið með sínu fólki. Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Finnbogi Hermannsson Katrin Lilja Jónsdóttir Magnús Már Þorvaldsson Sigrún Erna Gerisdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Þórður Bragason Prentun: Oddi prentun og umbúðir
2
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins og sent mér efni í gegnum árin. Megi góður Guð gefa ykkur og fjölskyldu ykkar nær og fjær, gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Elín Bragadóttir ritstjóri
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgjur, lágmarka fiskfælni ...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði
– Veiðarfæri eru okkar fag
JÓLAHUGVEKJA Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogssókn
Jólalistinn
F
yrir nokkru sagði ung kona við mig, að hún hlustaði oft á „jólarásina“, sem er ákveðin útvarpsstöð sem eingöngu leikur jólalög á aðventu og jólum. Þetta var reyndar næstum því tveimur vikum fyrir aðventu og stöðin var þegar byrjuð á jólalögunum. Ég man að mín fyrstu viðbrögð voru þau að mér þótti þetta heldur snemmt enda ekki einu sinni kominn desember. En konan var ekki búin. Hún bætti því við að henni þætti svo róandi að hlusta á þessa stöð í nóvember og desember því flestar aðrar útvarpsstöðvar væru með svo mikið af auglýsingum um jólagjafir sem þyrfti að kaupa og um allt sem þyrfti að gera fyrir jólin, að hún yrði stressuð af því að hlusta á þær. Og þá husgaði ég að væri bara gott hjá henni að byrja að hlusta á jólalögin snemma og halda hugarrónni. Ég er nefnilega nokkuð viss um að Jesú frá Nasaret hafi ekki hugsað sér sig sem stressvald í lífi þeirra sem vilja halda upp á fæðingu hans.
4
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Þegar ég hugsa um aðventuna kemur mér alltaf í hug rómantísk mynd af mandarínum, kertaljósum, snjó, upplestri úr nýjum bókum og öðrum menningarsamkomum, jólatónlist, kaffihúsaferðum og öðru í þeim dúr. En þegar ég hugsa til baka þá er ég ekki viss um að þessi mynd sé raunveruleg. Aðventan hefur nefnilega oft snúist um prófalestur, vinnu og áhyggjur af því hvernig ég eigi að fjármagna jólagjafirnar og hvað ég eigi að gefa. Ég hef svo sem líka borðað mandarínur við kertaljós þegar ég var að lesa fyrir próf og einstaka bókalestur hef ég hlýtt á en sjaldan gef ég mér þó tíma fyrir margt af þessu þó ég vildi það svo gjarnan. Ég stend mig þó að því að ef ég fer að hafa áhyggjur af öllu því sem ég þarf að gera fyrir jólin þá kalla ég þessar myndir fram og ró færist yfir mig alla. Fyrir jólin í fyrra rakst ég á lista frá henni ömmu minni. Þetta var listi frá 1979 yfir allt sem hún þurfti að gera fyrir jólin. Amma mín, sem var fædd 1925, var alla tíð alvöru heimavinnandi húsmóðir með öllu sem því fylgdi, saumaði allt á sig og börnin, þreif reglulega og vel, bakaði, eldaði, tók slátur og bjó til sultu og kæfu, já þið þekkið þetta. En eftir að dætur hennar stækkuðu fór hún að starfa með afa í verslununum sem þau ráku
og hún var greinilega farin að vinna úti þegar þessi listi er gerður því á listanum gerir hún ráð fyrir vinnustundum líka. Þessi listi er góð heimild um jólaundirbúning hinnar reykjvísku húsmóður á áttunda áratugnum. Undirbúningurinn hófst á matarinnkaupum (líklega hráefni í bakstur fyrst og fremst) og svo var þvegið, straujað og pantaður tími í permanent. Þá kom að þrifum á eldhús- og svefnherbergisskápunum, gluggatjöldin þvegin, jólakortin keypt og farið yfir kökuuppskriftir. Þá þurfti að pússa silfrið, sauma jólakjóla og buxur á börnin (því þau urðu að eiga tvenn dress að nota við misjöfn tilefni og eftir veðráttu). Það þurfti að baka formkökur og smákökur og ekki skrifa jólakortin seinna en 13. desember. 17. des áttu jólafötin að vera tilbúin, jólaskrautið yfirfarið og átta dunkar að vera fullir af smákökum. Ég veit ekki hvort þið kannist við svona lista. Ég þekki þá vel og er nokkuð dugleg í listagerð. Ég skrifa jólagjafalista, afmælislista og er gjarnan með lista á skrifborðinu mínu yfir það sem ég þarf að koma í verk yfir daginn. En það sem mér finnst merkilegt við listann hennar ömmu minnar er vinnan og alúðin sem hún lagði í undirbúnin jólanna. Hann er til vitnis um það hversu mikilvægt henni þótti að gera vel við fólkið sitt um jólin og hversu mjög hún vandaði sig við það. Hún bar virðingu fyrir jólahátíðinni eins og við Íslendingar höfum löngum gert. Það er sjálfsagt nokkuð misjafnt hvernig við undirbúum þessa mikla hátíð sem jólin eru. Ég hef heyrt að listar séu nokkuð algengir og tel víst að exelskjöl hafi tekið við, hjá mörgum, af handskrifuðum listum eins og þessum sem amma mín útbjó. Sum okkar baka 8 dunka af smákökum á meðan önnur láta sér nægja að kaupa þær tilbúnar. Það má alveg halda því fram að hún amma mín hafi ekkert þurft að hafa svona mikið fyrir þessu og að jólin hefðu alveg orðið jafn góð þótt eldhússkáparnir væru ekki hreinir, en henni þótti þetta mikilvægt og ég ber mikla virðingu fyrir því.
Hvernig sem undirbúningnum er háttað hjá okkur þá er kannski mikilvægast að reyna að njóta hans og muna hvers vegna við höldum jólin. Þau koma, hvernig sem undirbúum þau en það er sjálfsagt að undirbúa vel og af alúð það sem okkur er ekki sama um. Því er upplagt að bæta á listana okkar nokkrum góðum hlutum sem voru á listanum hennar ömmu eins og: Að kveikja á aðventukransinum, eyða tíma með fjölskyldunni og bíða eftir að klukkan verði sex. Í þessum hlutum er nefnilega fólgin hvíld og aðgerðarleysi sem er gott í bland við hitt. Ekki veit ég hvort hún amma mín heyrði stöðugt auglýsingsuðið í útvarpinu um allt sem hún þurfti nauðsynlega að eignast og kaupa í jólagjafir handa fjölskyldunni. Mér þykir líklegt að hún hafi bara gert eins og konan sem ég sagði ykkur frá og sett jólastöðina á, eða kannski var Haukur Morthens henni meira að skapi. Sú hátíð sem við undirbúum á aðventunni snýst ekki um að kaupa sem mest og gefa flottustu jólagjafirnar. Hún snýst um fæðingu Jesú Krists frá Nasaret sem fæddist við heldur óspennandi aðstæður í útihúsi. Hann kom í heiminn til þess að gera hann betri og mín reynsla er sú að á aðventunni og jólunum gerist eitthvað fallegt innra með okkur flestum og við köllum fram það besta í okkur. Kannski væri því ekki úr vegi að setja eitt eða tvö góðverk á listann fyrir jólin en ég er reyndar nokkuð viss um að þau eru að finna á listum margra nú þegar, hvort sem þeir eru handskrifaðir eins og listinn hennar ömmu, búin til í exel eða eru aðeins til í höfðinu á okkur.
Guð gefi okkur gleðilega aðventu, fulla af kærleika og gjafmildi. Amen.
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
5
ANNÁLL Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunar Íslandssagu hf og Norðureyrar ehf
Þorpin hringinn í kringum Ísland eru mikils virði Sennilega er Suðureyri þekktasta sjávarþorp á Íslandi og þótt víða væri leitað, en það eru sjávarþorp hringinn í kringum landið, hvert með sína sérstöðu. Á Suðureyri hefur fólk barist fyrir tilveru sinni og það hefur fólkið í öðrum þorpum landsins líka gert, þorpum gengur misvel sú barátta. Sjávarútvegur á Íslandi hefur frá upphafi kvótakerfisins leitað í farveg samþjöppunar, mest vegna þess að fiskistofnar gáfu minna af sér og ekki var hagkvæmt að veiða lítið, nú eru hinsvegar betri tímar í ástandi fiskistofna, því ætti tími þeirra þorpa sem lifað hafa af þrengingar undanfarinna ára að koma aftur, þorpin hafa hvert á sinn hátt leitað leiða til þesss að sanna tilverurétt sinn. Á Suðureyri reyndu menn að tvinna saman atvinnuhætti í þorpinu við ferðamennsku, þar sem að gestum sem heimsóttu þorpið var boðið að fá sögu samfélagsins í eyrum í göngutúr um þetta litla fjölskylduvæna þorp ásamt því að upplifa og taka þátt í þeim verkefnum sem íbúar þorpsins hafa lífsviðurværi sitt af. Á árinu 2018 heimsækja Sjávarþorpið Suðureyri 40-50 þúsund manns. Þökk sé frumkvöðlum sem sáu tækifæri í gömlum húsum sem breytt var í gistirými. Samvinna sjávarútvegs og ferðaþjónustu bjó til tækifæri sem skapaði ný og fjölbreyttari störf fyrir íbúa þorpsins. Nú hafa þessir frumkvöðlar stigið næsta skref og framleiða tilbúna fiskrétti sem kenndir eru við Sjávarþorpið Suðureyri undir vörumerkinu Fisherman. Fólkið í þesu þorpi hefur líka tekið þátt í stofnun og uppbyggingu Kerecis fyrirtækis sem þróar og framleiðir vörur til lækninga úr fiski og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir sínar hugmyndir og vörur, fólkið í þessu þorpi var líka með á teikniborðinu hugmyndir um vinnslu á afurðum úr laxi, þær hafa verið settar í bið, vegna þeirrar óvissu sem ríkir varðandi laxeldi á Vestfjörðum. Önnur þorp hafa farið aðrar leiðir, sumt tekst annað ekki, það er gangurinn í þessu. Afhverju er ég að telja þetta allt upp, er þetta einhver montlisti, nei ég tel þetta upp til þess að sýna framá að þorpin hringinn í kringum Ísland eru mikils virði ef þeim er gert það kleyft að fá að blómstra. Það er sótt að landsbyggðinni og þorpum og bæjum einsog Sjávarþorpinu Suðureyri, þrátt fyrir byggðastuðning í formi byggðakvóta, sem er góð aðferð til þess að efla byggð, er sótt að þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum, helstu ógnirnar sem steðja að eru aðgerðir þeirra sömu aðila sem veita stuðning með byggðakvótum, ríkisvaldinu sem sækir að fyrirtækjum með ofurskattlagningu í sjávarútveginn, skattlagningu sem á sér engin fordæmi, og er fyrirtækjunum gersamlega ofviða að standa undir. Það ríkir ekki jafnræði á milli fyrirtækja, orkufyrirtækin, ferðaþjónustan það er ekki hávær umræða um að skattleggja þær greinar í drep, guði sé lof fyrir það. En afhverju er þetta með þessum hætti, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi Gunnarsson sagði í Annál sem hann skrifaði í þetta sama blað árið 2014 að sjávarútvegur á Íslandi blómstraði fyrirtækin væru í sókn í fjárfestingu og vöruþróun, þó skyggði það á að sjávarútvegurinn og fólkið í landinu næði ekki því samtali sem nauðsylegt væri til þess
6
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
að skapa þá sátt sem þyrfti um greinina. Það er sama staðan ennþá. Sjávarútvegurinn á Íslandi vill ekki eiga fólkið í landinu sem óvin, þetta eru samherjar. Það sem að er gott fyrir sjávarútveginn er um leið gott fyrir fólkið í landinu, gott fyrir Ísland. Þessari pattstöðu verður að linna það getur enginn í rekstri samþykkt það að láta skattleggja fyritækið og samfélagið sem hann býr í til ólífis. Fólk sem starfar við sjávarútveg er venjulegt fólk, fólk sem vill þeim samfélögum sem það býr í vel, fyrirtækin væru ekki til nema fyrir tilstilli þess að þar vinnur fólk. Við eigum öll samleið, búum á eyju og erum sem slík eitt stórt útflutningsfyrirtæki. Útflutningsfyrirtækið Ísland. Við flytjum út vörur mest sjávarfang sem við erum stolt af og varan hefur á sér gæðastimpil úti í hinum stóra heimi, höldum því þannig, drepum það ekki. Við fáum líka til okkar fólk sem vill skoða landið okkar, höldum því þannig. Bjóðum það velkomið og sýnum því hvað við erum að gera. Látum þessa gesti okkar hjálpa til við uppbyggingu innviða með gjaldtöku, annars mun okkur ekki miða áfram, við erum of fá til þess að geta byggt upp innviðina á skömmum tíma ein, aukning í notkun innviða kemur utan frá, því er rétt að fjármagn til þeirrar uppbyggingar komi utanfrá. Tökum til í okkar eigin ranni og verum ekki kaþólskari en páfinn, tökum ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til uppbygginga á hinum ýmsu landsvæðum, gerum málin ekki það flókin að ekki virðist hægt að hreyfa neitt áfram nema að slást um það, við viljum öll byggja upp atvinnu og hagsæld til framtíðar fyrir alla sem búa á Íslandi það verður ekki gert með þeim aðferðum sem viðhafðar eru í dag, við munum staðna ef við breytum ekki um kúrs. Ég vill að lokum, um leið og ég óska öllum gleðilegra jóla og hagsældar á nýju ár, vitna hér í ljóð föður míns heitins, Gests Kristinssonar, sem hann orti 1976, þar sem fram kemur framtíðarsýn hans fyrir Vestfirði. Þorpin og bæirnir á Íslandi eiga líka framsýnt fólk.
Vesturborg, 1976 Hverfur mér úr sinni sorg, sé í draumi „Vesturborg “. Traustar byggðir, bæir, torg, blómstra í huga mínum. Vestfirðingum verði að vonum sínum. Gegnum okkar gömlu fjöll gerum leiðir vítt um völl. Standa skulum að því öll, að framtíð fólks hér bíði. Vestfirsk byggð hún verði æ við líði. Berjumst okkar byggð að treysta, bálið stóra verði af neista. Erfiðleika alla leysta ætti að fá á stuttri stund, Vestfirðinga víkingslund. Þetta er líka þjóðarhagur, þingmönnum skal búinn slagur, verði þeirra vinnudagur, „Vesturborg “ að búa sess. Vestfirðingur verður hress. Gleðjumst svo við göng í jörð, góða brú á Dýrafjörð, spörum eigi handtök hörð, heimtum okkar rétt. Vestfirðingar þjöppum okkur þétt. Málið ekki má neitt bíða, menn því skulu byrja að stríða. Látum kerfis-karla hlýða. Vináttu skal votta og tryggð, Vestfjarðanna öldnu byggð.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
7
Föngulegur hópur: Hrund Óskarsdóttir fyrir nokkrum árum ásamt dætrunum fimm. Frá því að myndin var tekin hafa 10 barnabörn bæst í hópinn
Eftirvæntingin enn meiri fyrir vikið Alda Áskelsdóttir Ljósmyndir: Alda Áskelsdóttir og úr einkasafni
Hrund Óskarsdóttir þekkir sjómannskonulífið út og inn enda hefur hún verið sjómannskona meira en hálfa ævi sína. Hún segir að eðlilega lendi undirbúningur jólanna nær alfarið á henni enda sé eiginmaðurinn, Árni Þór Gunnarsson, úti á sjó fyrir jól eins og aðra daga. Árni hafi því oft ekki hugmynd um hvað leynist í jólapökkunum sem þau gefi. Það sé hins vegar alltaf tilhlökkunarefni að fá hann í land og þá ekki síst fyrir jólin. „Eftirvæntingin er þó enn meiri fyrir jólin og því verði þau oft hátíðlegri fyrir vikið.“ 8
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
V
ið Hrund mæltum okkur mót á hinu margrómaða veitingahúsi Gott í Vestmannaeyjum. Úti lemur rigningin rúðurnar en inni er hlýtt og notalegt. Við þekkjumst en það er alltaf hálf skrýtið að setjast niður með einhverjum sem maður þekkir og taka við hann formlegt viðtal en um leið góð afsökun til að spyrja viðkomandi spjörunum úr, spurninga sem ef til vill falla ekki í daglegum samskiptum. Ég veit að Hrund hefur búið í Vestmannaeyjum í tæplega 30 ár og allan þann tíma hefur hún verið sjómannskona. „Ég kom hingað til Eyja fyrir 28 árum og hafði þá verið sjómannskona í Reykjavík, í eitt ár“ segir Hrund og brosir. Það er því óhætt að fullyrða að Hrund þekki
„Það er kannski erfitt að útskýra þetta en jólin verða einhvern veginn hátíðlegri og eftirvæntingin meiri fyrir vikið.“
Hrund er mikið jólabarn. Hún hefur í nægu að snúast í desember við að undurbúa jólin heima auk þess sem hún rekur gjafavörurverslunina Útgerðina í Vestmannaeyjum.
hlutskipti sjómannskonunnar út og inn og fátt sem kemur henni lengur á óvart í þeim efnum. Við hinar sem eigum menn í 9 – 17 vinnu lítum sjómannskonurnar kannski örlitlu öfundarauga einstaka sinnum og veltum fyrir okkur hvort lífið hjá þeim sé ekki bara eins og eitt allsherjar „honeymoon“, hvort hversdagleikinn fari þær ekki öðrum höndum þar sem eiginmennirnir eru lítið heima við og alltaf tilhlökkun að fá þá heim? „Það má kannski segja að það sé pínulítið þannig. Samvistirnar eru sjaldnast langar þar sem eiginmaðurinn er annað hvort að fara eða koma. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá Árna heim í hvert sinn og ég legg mig fram um að hafa heimilið óaðfinnanlegt þegar hann kemur heim og elda handa honum góðan mat.“
„Þetta er bara svona“ Hrund er mikil fjölskyldukona enda á hún fimm dætur og tíu barnabörn. „Þegar ég flutti til Eyja árið 1990 voru tvær elstu dæturnar fæddar en
„Það er algjörlega ómissandi að fá dæturnar, tengdasynina og barnabörnin í heitt súkkulaði, nýtt brauð og skonsur eða eitthvað slíkt í hádeginu á jóladag – og það er algjör skylda að allir mæti á náttfötunum. Mér finnst þetta ferlega kózý.“ SJÁVARAFL DESEMBER 2018
9
Hrund og Árni við jólamatseldina
ég var ófrísk að þeirri þriðju. Seinna áttu svo tvær eftir að bætast í hópinn til viðbótar.“ Þegar kemur að hinum praktískum þáttum dettur okkur – þessum sem eigum 9 – 17 mennina ekki í hug að líta svo mikið sem einu sinni með öfundarauga til sjómannakvennanna. „Það er allt öðruvísi að vera sjómannskona heldur en ekki,“ segir Hrund sem þekkir samanburðinn af eigin raun. „Daglegur rekstur heimilisins og allt það sem lítur að uppeldinu er að mestu á okkar herðum. Ef við skoðum bara einn einfaldan hluti eins og gjafir af því að jólin eru að nálgast þá þurfa sjómannskonur að sjá um allt slíkt þar sem mennirnir eru úti á sjó og það sama gildir líka um afmælis- og tækifærisgjafir,“ segir Hrund og bætir við: „Svo er það heimilisbókhaldið, já og bara flest annað sem þarf að græja og gera dags daglega enda erum við heima en þeir úti á sjó svo eðlilega er þetta bara svona.“
Sit ekki heima og bíð Hrund segir að sjómannskonur taki oft minni þátt í félagslífi en þær konur sem eiga maka sem geta leyst þær af þegar á þarf að halda eða eru til taks til að sækja með þeim ýmsa viðburði. „Ég var að vísu heppin þar sem þær eldri gátu passað þær yngri þegar ég fór í saumaklúbb eða annað slíkt. Annars er ég mjög heimakær þannig að þetta hefur ekki truflað mig mikið í gegnum tíðina.“ Þegar Hrund lætur þessi orð falla flýgur mér í hug að sjómannskonur séu ef til vill oft í biðstöðu, að bíða eftir að makinn komi heim svo hægt sé að fara hitt og gera þetta. „Fyrst á meðan maður er að venjast þessu lífi og átta sig á því er þetta kannski dálítið svoleiðis en svo áttar maður sig á því að það þýðir ekkert að sitja heima og bíða. Ég skipulegg ýmislegt sem tekur mið af því að hann sé í landi en í millitíðinni geri ég það sem mig langar til – oft eitthvað sem hann gæti tekið þátt í ef hann væri í landi en það þýðir ekkert að hugsa um það. Ég vil ekki eyða lífinu í það að sitja heima og bíða.“
„Hann veit sjaldnast hvað hann gefur í jólagjafir“ Þegar líður að jólum eykst álagið hjá flestum fjölskyldum enda í mörg horn að líta við undirbúning þeirra. Eins og hjá svo mörgum sjómannskonum kemur það í hlut Hrundar að sjá að mestu leyti um jólaundirbúninginn á heimilinu. „Ég spái ekkert sérstaklega í það,“ segir Hrund og skellir upp
10
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
úr þegar hún bætir við: „Árni veit sjaldnast hvaða er í jólapökkunum sem hann gefur.“ Hrund segist hafa þann háttinn á að hún reyni að undirbúa sem mest sjálf en geymi það allra nauðsynlegasta fyrir Árna. „Hann er oftast úti í um fimm daga og stoppar svo í sólarhring í landi á milli túra. Þann tíma þarf oft að nýta mjög vel og fyrir jólin kemur í hans hlut að setja
„Hann er oftast úti í um fimm daga og stoppar svo í sólarhring í landi á milli túra. Þann tíma þarf oft að nýta mjög vel og fyrir jólin kemur í hans hlut að setja upp útiljósin og ýmislegt annað sem ég get ekki gert með góðu móti.“ upp útiljósin og ýmislegt annað sem ég get ekki gert með góðu móti.“ Amerískar bíómyndir hafa í gegnum tíðina búið til glansmynd af því hvernig jólaundirbúningi skuli háttað. Í þeim má gjarnan sjá hamingjusamt par leiðast í fullkominni snjókomu, kíkja saman í búðagluggana, fá sér heitt kakó og verja tíma með fjölskyldunni. Þegar ég nefni þetta við Hrund skellihlær hún og segir: „Það verður svolítið minna um það hjá okkur en við gerum oft eitthvað skemmtilegt saman á aðventunni þrátt fyrir langar fjarverur hans. Útgerðin hefur t.d. stundum boðið áhöfninni og mökum á jólahlaðborð og það er mjög skemmtilegt en hitt er mjög fátítt. Þess í stað nýt ég þess bara að kíkja í bæinn með vinkonunum eða börnunum á aðventunni.“
Jólin hátíðlegri því þá kemur pabbi heim Hjá flestum útgerðum er málum hagað þannig að sjómennirnir eru í landi yfir blájólin. „Það hefur komið fyrir að Árni hafi komið inn úr dyrunum nánast þegar klukkan slær sex og verið svo farinn aftur út á sjó
á miðnætti á jóladag en oft er tíminn líka rýmri þó að hann fari oftast út á sjó á milli jóla og nýárs.“ Hrund segir að þessi vissa um að Árni komi heim um jólin auki á tilhlökkunina. „Það er kannski erfitt að útskýra þetta en jólin verða einhvern veginn hátíðlegri og eftirvæntingin meiri fyrir vikið.“ Eins og hjá flestum fjölskyldum hafa Hrund og Árni komið sér upp ómissandi jólasiðum. „Það er algjörlega ómissandi að fá dæturnar, tengdasynina og barnabörnin í heitt súkkulaði, nýtt brauð og skonsur eða eitthvað slíkt í hádeginu á jóladag – og það er algjör skylda að allir mæti á náttfötunum. Mér finnst þetta ferlega kózý,“ segir Hrund og það má greina hlýju í rödd hennar og greinilegt að þessi stund gefur henni mikið. „Þennan sið höfum við haft allt frá því að stelpurnar voru litlar.“
sendum hér innanbæjar. Þetta var skemmtilegur siður og mikil ánægja á meðal dætranna með hann. Að öðru leyti liðu jólin hjá okkur eins og hjá flestum öðrum fjölskyldum og snérust um það að borða góðan mat og njóta samverunnar.“ En þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu einn á eftir öðrum breytast oft siðir og venjur. „Þrjár dætur okkar búa uppi á landi en tvær eru hér í Eyjum. Það var auðvitað oft mikið líf og fjör hjá okkur þegar þær voru allar heima en nú er stundum rólegra í kotinu og í fyrra vorum við hjónin bara tvö heima á aðfangadagskvöldi. „Það var pínulítið skrýtið að upplifa það en mjög notalegt samt sem áður. Við höfðum í gegnum árin alltaf haft það sama í matinn á aðfangadagskvöld en í þetta skiptið ákvað ég að breyta til og elda gæsir. Það heppnaðist vel og kvöldið varð mjög notalegt. Núna um jólin verður aðfangadagskvöld þó með hefðbundnara sniði því að ein af dætrum mínum, tengdasonur og börnin þeirra verða hjá okkur,“ segir Hrund um leið og hún lýkur úr rauðvínsglasinu. Við ákveðum að láta staðar numið hér og halda aftur út í rigninguna á vit hversdagsins sem bíður okkar eftir þetta notalega en pínuskrýtna spjall okkar.
„Þegar stelpurnar voru litlar var það föst venja að þær og Árni keyrðu út jólakortin sem við sendum hér innanbæjar. Þetta var skemmtilegur siður og mikil ánægja á meðal dætranna með hann.“
Þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu breytast siðirnir Hrund segir að aðrir jólasiðir hafi breyst í gegnum tíðina enda dæturnar allar fluttar að heiman og búnar að stofna sínar eigin fjölskyldur.„Þegar stelpurnar voru litlar var það föst venja að þær og Árni keyrðu út jólakortin sem við
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
11
ANNÁLL Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands
Stöndum saman sundraðir Þ
ing Sjómannasambands Íslands eru haldin annað hvert ár. Á þingum sambandsins er stefnan mótuð til næstu tveggja ára og sambandinu kosin ný stjórn. Árið 2018 er þingár og var boðað til 31. þings sambandsins 11. og 12. október síðastliðinn. Sjómannasamband Íslands, sem er samband stéttarfélaga sjómanna, annarra en yfirmanna, hefur í gegn um tíðina verið sá samnefnari sem sameinar sjómenn út á við. Þannig hafa sjómenn komið sameinaðir fram gagnvart stjórnvöldum um hagsmunamál sjómanna og gagnvart útgerðum þessa lands í kjaraviðræðum um kaup og kjör. Aðild að sambandinu eiga nú 17 sjómannafélög og deildir stéttarfélaga sem sjómenn eiga aðild að. Í þessa samstöðu sjómanna hafa þó verið höggvin stór skörð á síðasta áratug eða svo. Í byrjun árs 2007 ákvað Sjómannafélag Reykjavíkur, sem nú heitir Sjómannafélag Íslands, að segja sig úr Sjómannasambandinu. Í þessu sambandi er rétt að benda á þá staðreynd að árið 1957 voru þáverandi forsvarsmenn Sjómannafélags Reykjavíkur meðal frumkvöðla að stofnun Sjómannasambands Íslands það ár. Útganga Sjómannafélags Reykjavíkur árið 2007 veikti að sjálfsögðu Sjómannasambandið og þar með samstöðu sjómanna enda félagið stærsta félagið innan þess á þeim tíma. Í lok árs 2017 ákvað síðan Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur að ganga úr Sjómannasambandinu. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur var þá stærsta sjómannafélagið innan sambandsins og því þarf ekki að hafa mörg orð um áhrif þess á starfsemi sambandsins þegar félagið sagði sig úr Sjómannasambandi Íslands fyrir um ári. Rétt áður en 31. þing Sjómannasambandsins átti að hefjast bárust fréttir af því að þrjú aðildarfélaga sambandsins væru í viðræðum við tvö sjómannafélög utan sambandsins um sameiningu þessara fimm sjómannafélaga í eitt félag. Í sjálfu sér er það gott mál ef félög sjómanna sameinast til að gera einingarnar sterkari og öflugri í hagsmunabaráttunni. Hins vegar fylgdi fréttinni að ef af sameiningunni yrði ætti hið nýja félag að vera sjálfstæð eining er stæði utan Sjómannasambands Íslands. Þar með hefðu um 40% sjómanna, sem nú eiga aðild að sjómannafélögum innan sambandsin farið úr því. Þessi fækkun væri til viðbótar þeirri fækkun sem þegar hefur orðið síðasta áratuginn. Tilgangur sameiningarinnar átti að vera að efla samstöðu sjómanna og styrkja baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Vissulega höfðu þessar fréttir áhrif á þingstörfin á 31. þingi Sjómannasambands Íslands enda ljóst að starfsemi sambandsins leggðist nánast af yrði þetta niðurstaðan. Enginn málefnaágreiningur var hins vegar milli manna og því voru þingstörfin að mestu kláruð, en
12
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
þegar kom að stjórnarkjöri var þingi frestað um óákveðinn tíma. Ekki þótti forsvaranlegt að kjósa fulltrúa í stjórn sambandsins sem yfirgæfu síðan sambandið eftir skamman tíma. Nú er hins vegar ljóst að af þessari sameiningu verður ekki og mun starfsemi Sjómannasambands Íslands ekki leggjast af eins og útlit var fyrir um miðjan október síðastliðinn þegar þing sambandsins var haldið. Í umræðunni um nauðsyn sterkrar samstöðu meðal sjómanna er dálítið hjákátlegt að þeir sem hæst tala um að sjómenn verði að standa saman eru þeir sem þegar hafa klofið samstöðuna með úrsögn úr sambandinu. Boðskapurinn er því nánast; „stöndum saman sundraðir“. Ef þeir sem tala um nauðsynlega samstöðu meina það sem þeir segja ættu þeir að sækja aftur um inngöngu í Sjómannasamband Íslands fyrir félögin sem þeir eru í forsvari fyrir. Þannig yrðu sjómenn sameinaðir á ný í sterku afli. Ef það er skoðun þeirra sem veiktu starfsemi Sjómannasambands Íslands með úrsögn úr því á sínum tíma að skipta þurfi um starfsfólk og forystu í sambandinu til að gera það öflugra þá gerast þær breytingar ekki með úrsögn úr sambandinu. Mun einfaldara er fyrir þessa aðila að gera breytingar á sambandinu með því að starfa innan þess. Rétt er að fram komi að þau tvö sjómannafélög sem gengið hafa úr Sjómannasambandinu síðasta áratuginn áttu menn í stjórn og valdastöðum innan sambandsins áður en þau gengu út og gátu því haft mikil áhrif á starfsemina og framgang mikilvægra mála. Þau kusu hins vegar að fara leið sundrungarinnar og veikja þar með stöðu allra sjómanna í hagsmunabaráttunni. Ég spyr mig að því hvort þeim sem velja sundrungu sé best treystandi til að efla samstöðuna að nýju. Mitt svar er nei. Efling samstöðunnar þarf að koma innan frá. Það er mun árangursríkari leið að mínu mati til að þjappa sjómönnum saman í eina heild. Sú leið að sundra fyrst og reyna síðan að sameina að nýju gengur að mínu mati ekki upp. Ef menn telja starfsfólk sambandsins vera þröskuld í þeirri vinnu að efla samstöðuna innan frá þá einfaldlega skipta menn um starfsfólk. Einfaldara getur þetta ekki verið.
Þriðja kynslóðin tekur við Alda Áskelsdóttir Ljósmyndir: Alda Áskelsdóttir og úr einkasafni.
Í þrjátíu og þrjú ár hefur Pétur Th. Pétursson haldið um stjórnvöl fyrirtækisins Markus Lifenet ehf. Hann stendur nú á krossgötum enda hefur hann lagt stjórnartaumana í hendur barna sinna. Í þessi ár hefur Pétur svo sannarlega marga fjöruna sopið í rekstrinum og stundum hefur staðið tæpt. En nú siglir fyrirtækið lygnum sjó. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að menn horfi um farinn veg. Pétur segist sáttur við val sitt á sínum tíma en þó hvarfli það að honum að vegferðin hafi verið ákveðin löngu áður en hann ákvað hana sjálfur.
T
ilviljanirnar í lífinu geta verið svo makalaust skrýtnar og skemmtilegar....eða eru kannski ekki til neinar tilviljanir? Sumir halda því fram og segja að allt sé fyrirfram ákveðið, örlögin séu skrifuð í skýin og þeim verði ekki breytt. Pétur hafði fetað sinn eigin lífsveg þegar hann stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann ætti að taka við fyrirtækinu að tengdaföður sínum látnum. Hann segir að það hafi verið erfitt að taka þá ákvörðun en þegar hann líti til baka hafi hann á tilfinningunni að það hafi í raun verið það sem honum var ætlað að gera. „Á þessum tíma var ég að kenna börnum smíðar, með Siglingaklúbbinn Þyt á minni könnu og á kafi í félagsstörfum. Það hafði svo sem hvarflað að mér að snúa mér að öðru. En að ganga til liðs við tengdaföður minn, Markús B. Þorgeirsson, sem fann upp Markúsarnetið og stofnaði fyrirtæki utan um það, var ekki endilega inn í myndinni, jafnvel þó að ég hafi aðeins aðstoðað hann í þróunarvinnunni o.s.frv.“ Segja má að örlögin hafi heldur betur gripið í taumana. „Markús varð bráðkvaddur aðeins sextugur að aldri. Hann var búinn að ferðast um landið og kynna netið fyrir sjómönnum og kominn af stað með fyrirtækið. Ég var sá eini í fjölskyldunni sem gat tekið við eftir hans dag. Ég sagði við konuna mína að við skyldum gefa þessu 5 ár en síðan eru liðin rúm þrjátíu ár.“ Pétur segir að fyrsta árið hafi reynst honum mjög erfitt. „Ég þurfti að hreinsa út eftir leiðindamál við þann sem hafði séð um markaðssetninguna fyrir Markús. Það eina sem ég gat gert viðskiptalega var að endurbæta net sem þegar höfðu verið seld. Öll framleiðsla og sala lá niðri fram í desember 1985.“ Þó að Pétur hafi ekki getað hafið starfsemi fyrirtækisins að fullum krafti strax í byrjun þýðir það ekki að hann hafi setið með hendur í skauti. „Í maí 1985 var ég búinn að hanna og þróa aðra útgáfu netsins,“ segir Pétur en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.
14
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Pétur hefur haldið um stjórnvöl fyrirtækisins Markus Lifenet ehf í þrjátíu og þrjú ár. Þessi ár hafa svo sannarlega verið viðburðarík en nú hefur hann ákveðið að láta staðar numið og setja fyrirtækið í hendur barna sinna.
„Ég ákvað að selja ekki bara björgunarbúnað, heldur einnig þekkingu um það hvernig á að bjarga mönnum úr sjó og þarna kom kennarinn upp í mér.“ Réttur maður á réttum stað Á þeim tíma sem Pétur tók við fyrirtækinu var í fyrsta sinn á Íslandi boðið upp á námskeið sem hét Vöxtur og velgengni á vegum Iðntæknistofnunar, Samtaka iðnaðarins og Útflutningsmiðstöðvar. „Framkvæmdastjórar fimmtán fyrirtækja tóku þátt í námskeiðinu og þar á meðal ég sem skar mig tölvert úr hópnum þar sem flestir þessara manna stýrðu stórum fyrirtækjum,“ segir Pétur og kímir. „Í átján mánuði fengum við fræðslu um fjármál, bankamál, áætlanagerð, markaðssetningu og fleira í þeim dúr. Þetta var gríðarlega góður skóli. Við hittumst tvo daga í mánuði og fengum fyrirlestra, auk þess sem við heimsóttum t.d. bankastofnanir og aðrar stofnanir sem við höfðum ekki haft aðgang að. Þarna varð til ómetanlegt tengslanet.“ Pétur segir að á námskeiðinu hafi hann lært að hugsa almennilega út fyrir kassann og beina sjónum sínum út í heim. „Fram að þessu hafði Markúsarnetið t.d. einungis verið hugsað fyrir fiskiskip en nú er það bara brotabrot af því sem við seljum í dag enda er markhópurinn skipafloti heimsins eins og hann leggur sig. Þetta námskeið var akkúrat það sem ég þurfti til að geta haldið utan um það
Markús, Pétur og Rakel við nýja húsnæðið sem Markus Lifenet ehf. hefur fest kaup að Gjáhellu 13 í Hafnarfirði. „Nýtt og stærra húsnæði opnar alveg nýjar dyr fyrir okkur.“
verkefni sem ég hafði tekið að mér,“ segir Pétur og það má lesa úr svip hans að hann efist um að þarna hafi tilviljun ein ráðið ferðinni um leið og hann bætir við: „Annað sem hafði einnig mikil áhrif á að mér tókst að komast í gegnum þetta þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu, enda var á þessum árum óðaverðbólga í landinu, var að ég tók þátt í Eureka Halios sem var spænskt, franskt og íslenskt þróunarverkefni og snérist um framtíðarfiskiskipið og allt sem því við kom.“ Um tilurð þátttöku sinnar í verkefninu segir Pétur að hann hafi fyrir algjöra rælni sest við hliðina á fulltrúa Eureka verkefnisins á kynningarfundi í Rúgbrauðsgerðinni og á daginn hafi komið að þetta var sá sem mat fyrirtækin inn í verkefnið. „Við fórum að spjalla saman og ég segi honum upp og ofan af mínu fyrirtæki og við hvað ég fengist þar. Mér fannst ég varla eiga heima á þessum fundi enda var ekkert verið að tala um öryggisbúnað í þessu framtíðar fiskiskipi. Allt snérist um flutningslínu á fiski frá sjávarbotni og allt til markaðar. Síðar frétti ég að ég hefði í raun ekki uppfyllt skilyrði til að taka þátt í verkefninu en þessi maður hafi hins vegar slegið í borðið og sagt að það væri ekkert framtíðarfiskiskip án björgunarbúnaðar. Þetta varð til þess að Markus Lifenet og 8 önnur fyrirtæki komu inn í
verkefni á öryggisþáttum. Þarna hafði ég áhrif,“ segir Pétur og skellir upp úr. „Ég lærði mikið af því að taka þátt í þessu verkefni og þar á meðal rannsóknarvinnu, að kafa ofan í hlutina og prófa þá og þetta átti svo sannarlega eftir að reynast mér vel síðar.“ Með þessum orðum er Pétur
„Stækkunin opnar alveg nýjar dyr fyrir okkur. Undanfarin ár má segja að plássleysi á gamla staðnum hafi haldið aftur af okkur. En það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið verður áfram starfrækt og getur staðið við sínar skuldbindingar og þjónustað viðskiptavini um allan heim.“ SJÁVARAFL DESEMBER 2018
15
Pétur hefur í mörg ár tekið þátt í alþjóðlegusamstarfi og skrifað staðla fyrir björgunarbúnað í skipum. Myndin var tekin á síðasta vinnufundi ISO sem haldinn var í október í Lissabon.
að vísa til þess að hann hefur komið að því að skrifa alþjóðlega staðla fyrir öyggisbúnað í skip.“
Þrjóskur frumkvöðull og hugsjónamaður Af viðtalinu við Pétur má ráða að hann er frumkvöðull og hugsjónamaður sem er tilbúinn til að ganga alla leið til að koma hlutunum á koppinn. „Sumir myndu bara segja að ég væri þrjóskur,“ segir Pétur og hlær um leið og hann bætir við: „Ég get þó alveg viðurkennt að ég var ansi framsýnn stundum. Ég byrjaði t.d. á því árið 1985 að númera öll net sem við létum frá okkur - löngu áður en gerð var krafa um slíkt. Mér fannst nauðsynlegt strax þarna að hægt væri að rekja björgunarbúnað.“ Annað sem Pétur ákvað strax í kjölfar þátttöku sinnar í Vexti og velgengni, var að skilgreina viðfangsefnið. „Ég ákvað að selja ekki bara björgunarbúnað, heldur einnig þekkingu um það hvernig á að bjarga mönnum úr sjó og þarna kom kennarinn upp í mér. Ég fór í víðtæka rannsóknarvinnu og komst að ýmsu og m.a. því að tveir menn lyfta einum manni á tveimur línum en sex menn lyfta varla tveimur mönnum jafnvel þó að þeir hafi línu hver. Þá ákvað ég að reyna að þróa netið markvisst fyrst og fremst til þess að vera handvirkt. Þessu nýja neti fylgdi fræðsluhefti á nokkrum tungumálum sem ég skrifaði. Þar lýsti ég hvernig netið er hugsað í smáatriðum ásamt björgunarhugsuninni, hvernig hægt er að æfa um borð í skipinu o.s.frv.“ Það má heyra stolt í röddu Péturs þegar hann bætir við: „Nýverið fékk ég inn um lúguna hjá mér blaðið Safety at sea og þar sé ég að áhrifamikil stórfyrirtæki sem þjónusta skip með öryggisbúnað eru að taka þetta upp. Ég var svo langt á undan, núna fyrst eru menn að taka þetta alvarlega.“
Oft staðið tæpt Þrátt fyrir að Pétur hafi verið framsýnn á ýmsum sviðum hafa skipst á skin og skúrir hjá fyrirtækinu. Á tímabili var fyrirtækið nærri gjaldþrota. „Við hjónin höfðum unnið í fyrirtækinu en á þessum tímapunkti urðum við bæði að fá okkur vinnu úti í bæ. Ég fór aftur að kenna og hún að vinna hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Þetta voru erfiðir tímar, bæði andlega og líkamlega, enda tók vinnan í fyrirtækinu við þegar dagvinnunni lauk. Það eru ekki nema fá ár síðan við fórum að njóta ávaxta erfiðis okkar,“ segir Pétur alvarlegur í bragði. Þegar hann er spurður út í það hvort hann sé sáttur þegar hann horfi til baka stendur ekki á svari. „Já ég get ekki sagt annað. Ég er nú að skila af mér fyrirtæki til barnanna minna og á þessum árum hef ég lært mjög mikið og kynnst starfsemi og fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst. Unnið við fjölbreytt verkefni enda sinnt öllum störfum í fyrirtækinu og síðast en ekki síst var ég minn eigin herra.“
16
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
„Ég er nú að skila af mér fyrirtækinu til barnanna minna. Á þessum árum hef ég lært mjög mikið og kynnst starfsemi og fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst. Unnið við fjölbreytt verkefni enda sinnt öllum störfum í fyrirtækinu og síðast en ekki síst var ég minn eigin herra.“ Næsta kynslóð tekur við Pétur hefur ákveðið að hætta afskiptum af daglegum rekstri Markus Lifenet ehf. en hann er þó hvergi nærri dauður úr öllum æðum. „Mér finnst þetta rétti tímapunkturinn núna. Tvö af börnunum okkar, Rakel og Markús eru tilbúin til að taka við keflinu,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var ekki búinn að ýta á þau en svolítið farinn að bíða eftir frumkvæðinu frá þeim. Dóttir mín hefur unnið með mér í fyrirtækinu undanfarið og þekkir nú orðið vel til daglegs reksturs og þegar hún sagði að nú væri rétti tíminn, ákvað ég að láta slag standa. Sonurinn er líka fjölhæfur og með margvíslega reynslu sem nýtist vel. Ég er þó ekki alfarinn enda á ég eftir að ganga frá ýmsum málum en daglegur rekstur er ekki lengur á minni könnu.“ Pétur segir að þetta sé góður tími fyrir sig til að láta fyrirtækið í hendurnar á börnunum. „Fyrirtækið er á nokkuð lygnum sjó núna og bjart framundan.“ Markus Lifenet ehf. hefur fest kaup á nýju og stærra húsnæði og flutningar standa yfir. „Stækkunin opnar alveg nýjar dyr fyrir okkur. Undanfarin ár má segja að plássleysi á gamla staðnum hafi haldið aftur af okkur. En það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið verður áfram starfrækt og getur staðið við sínar skuldbindingar og þjónustað viðskiptavini um allan heim.“ Það er ljóst að fyrirtækið hefur spilað stóra rullu í lífi Péturs á undanförnum áratugum og því ekki úr vegi að enda á því að spyrja hvað hann ætli eiginlega að taka sér fyrir hendur þegar um hægist. „Mér leiðist aldrei enda á ég mér mörg áhugamál. Fjölskyldan verður nú í fyrirrúmi, auk þess höfum við hjónin gaman af að ferðast og sigla um á skútunni okkar. Ég er líka byrjaður að kenna Körlum í skúrum að búa til módelskútur sem ég þróaði í smíðakennslunni og sé fyrir mér að í framtíðinni verði líf og fjör á læknum í Hafnarfirði og við Hvaleyrarvatn þegar afarnir leyfa börnunum að stýra fleyjunum sem þeir hafa smíðað.“
NÁM MEÐ VINNU
GÆÐASTJÓRN Spennandi eins árs nám hjá Fisktækniskóla Íslands í samstarfi
við Rannsóknarþjónustu Sýnar.
Námið skiptist í tvær annir. Námið er kennt í lotum. Kennt er í dreifnámi og staðarlotum sem henta vel starfsfólki á vinnumarkaði. Fyrsta lota byrjar eftir miðjan janúar. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði.
Miklir starfsmöguleikar við gæðamál í sjávarútvegi og víðar. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966 eða á www.fiskt.is
Gefum út Sjávarafl og Fishing the News Lau TÍMARIT SAM TAKA SYKURS JÚKA
FL SJÁVARA Septem
ber 201
8 2. tölu
árgang blað 5.
I
1.TBL. 41.ÁR GANGUR
I
f fé la
NÓVEMBER 20 18
g fl og
ave
ikra
I
1. t ölu
blað
I
28.
tion d innova
ang
ur
I
201
ur
Konur í
i
tveg sjávarú
nnið Hefur u slu í n in v við fisk rjátíu ár rúm þ ttir
Kári S Viðtal við
aldsdó lda Ástv
– Hu
smiðja
ngar
Hugmynda
rða
smælikva
á heim
Alltaf haft
gaman
af því að
vinna
Brussels Expo
Sjórinn
heillar
í nan tekin
Stef
lu
fiskvinns
3rd EDITION APRIL 2018
tefán
sson
Kára um samsp il erfð „Ég re aþátta ikna þega r fólk að við með því að fær flo a gaveiki sem nú að okkur m innan næstu . ikilli þe er ta fimm ára ná í kjölfa lað um sem kkingu á um við þeirri rið fyl floga gi svo flogaveiki veiki án enn be tri lyf skýringar og en nú eru til .“ >8
gur sýni
Lífsgæði
árg
legde an s, know you new m Iceland fro Bringing
kvenna
Skipuleg
Önnumst útgáfu fyrir aðra Getum bætt við okkur verkefnum, hafið samband og leitið tilboða
Tímaritið Sjávarafl elin@sjavarafl.is sími 6622 600 18
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
8
Þorbjörn óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar,
gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
19
ANNÁLL Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Nokkrir angar smábátaútgerðarinnar Landssamband smábátaeigenda hefur ekki setið auðum höndum á árinu sem nú er að kveðja fremur en önnur frá stofnun þess 5. desember 1985. Fyrirferðamest í starfi LS á árinu er tengt baráttu fyrir leiðréttingu veiðigjalda, strandveiðum, grásleppuveiðum og línuívilnun. Grásleppuvertíðin 2018 og horfur á næsta ári Grásleppuvertíðin hófst að venju þann 20. mars. Væntingar smábátaeigenda voru í meðallagi góðar bæði hvað markað fyrir hrognin og verð. Veiðitími var ákveðinn 44 dagar á hvert veiðileyfi sem var í hærri kantinum þegar tekið var mið af undanförnum 5 árum, en er meðaltal 11 ára tímabils eða frá því ákveðið var auka við stjórnun veiðanna með dagatakmörkunum innan ákveðinna tímabila sem heimilt var að stunda veiðarnar.
á frosinni grásleppu, grásleppukavíar og söltuðum grásleppuhrognum. Af tölunum má sjá að útflutningsverðmæti fer uppfyrir 2 milljarða þegar árið verður gert upp. Aðstæður á mörkuðum eru því vænlegar fyrir næsta ár, þó alltaf þurfi að hafa varan á hvað framboð snertir. Grásleppukarlar hafa gegnum tíðina kynnst ótrúlegum verðsveiflum sem einkum hafa ráðist af framboði og eftirspurn. Vertíðin 2019 nálgast með ógnarhraða. Nokkurar óvissu gætir um veiðifyrirkomulag þar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra er þeirrar skoðunar gera þurfi breytingar á veiðistjórnuninni. Hvort byggt verður á svipuðu veiðifyrirkomulagi og verið hefur (veiðidagar) eða magntakmörkunum á hvern bát er í höndum ráðherra. LS hefur lagt áherslu á að gera þurfi breytingar á núverandi veiðifyrirkomulagi. Að ákvörðun um heildarfjölda daga liggi fyrr fyrir, heimilað verði að sameina leyfi og að gera hlé á veiðum þar sem veiðidagar telji ekki á þeim tíma. Hvort markaðsaðstæður stýri því eingöngu hver þátttaka í veiðunum á vertíðinni 2019 er því enn á huldu.
Mikilvægt að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta
Alls stunduðu 222 bátar grásleppuveiðar 2018, sem var nokkru færra en búist hafði verið við. Af þeim sökum hefði mátt hafa veiðidaga nokkru fleiri en ákveðið var. Afrakstur vertíðarinnar var góður. Allt seldist jafnóðum og engar birgðir mynduðust. Verð fór hækkandi eftir því sem leið á vertíðina. Heildarveiði á vertíðinni nam 4.487 tonnum sem umreiknað í söltuð hrogn til vinnslu um 900 tonn. Grásleppan var nánast öll seld óskorin til vinnslu sem skilaði 940 milljóna aflaverðmæti. Þegar þetta er ritað hefur Hagstofan birt tölur um útflutningsverðmæti fyrstu 10 mánuði ársins og ljóst er að verð hefur hækkað verulega milli ára
20
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Línuívilnun dagróðrabáta var komið á í desember 2003 og kom að fullu til framkvæmda á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 2004. Ívilnað var í þorski, ýsu og steinbít fyrstu 10 árin en frá þeim tíma bættust karfi, langa og keila við. Óumdeilt er að allar götur fram að síðasta fiskveiðiári hefur línuivilnun nýst afar vel. Auk þess að greiða fyrir atvinnu í landi hefur hún stuðlað að því að línuútgerð smábáta hefur eflst og tryggt stöðugt framboð af hágæða afla. Á þeim 14 árum sem linuívilnun hefur verið hafa að meðaltali 210 bátar notið hennar og fjöldi byggðarlaga að meðaltali 48. Flestir hafa bátarnir verið 300 og gerðir út frá 52 útgerðarstöðum. Landssamband smábátaeigenda hefur á undanförnum árum hvatt stjórnvöld til að auka ívilnun í 30% og að allir dagróðrabátar minni en 30
byggðarsjónamið dreifbýlisins eru til umræðu – ein öflugasta byggðaaðgerð síðari ára. Atvinnugrein sem veitir fjölda starfa án fyrirgreiðslu og ærins kostnaðar, auk þess að falla afar vel við markmið laga um stjórn fiskveiða.
brúttótonn fái ívilnun. Það voru LS vonbrigði að ekki hafi verið brugðist við kröfunni á síðast liðnu fiskveiðiári þar sem ljóst var að ívilnunin átti undir högg að sækja. Aðeins 112 bátar nýttu sér línuívilnun þá og 30% vantaði upp á fulla nýtingu í þorski og ýsu. Krafa LS fær nú meiri þunga vegna þessa.
Spenna yfir nýju fyrirkomulagi strandveiða Strandveiðar voru stundaðar með breyttu fyrirkomulagi á árinu 2018. Ákveðið var að dagar yrðu fast settir 12 í hverjum mánuði – maí, júní, júlí og ágúst. Við upphaf umræðna um breytingarnar lögðust þær vel í menn þar sem ekki var gert ráð fyrir að veiðar yrðu stöðvaðar þó ákveðinni viðmiðun yrði náð. Enda bentu útreikningar sem byggðir voru á 8 ára meðaltali til þess að afli sem ætlaður væri til veiðanna mundi duga. Allt ætlaði hins vegar um koll að keyra þegar sjávarúvegsráðherra tilkynnti að breytingarnar væru háðar því skilyrði að heimilt yrði að stöðva veiðar samtímis á öllum svæðum ef heildarafli færi umfram þann viðmiðunarafla sem ætlaður væri til veiðanna. Strandveiðimenn hófu veiðar í þessari óvissu og voru sumir mjög óánægðir með breytinguna og töldu að verið væri að skerða þeirra hlut. Þegar upp var staðið kom hins vegar í ljós að svo var ekki. Heildarafli var undir viðmiðun og allir höfðu því heimild til að stunda veiðarnar í 12 daga í hverjum mánuði alls 48 daga. Athygli vakti að nokkru færri bátar voru á strandveiðum sumarið 2018 en verið höfðu undanfarin ár. Ýmsar skýringar voru nefndar, lágt fiskverð í upphafi, betri afkoma með því að stunda veiðar á leigukvóta, makrílveiðar, veiðigjald ofl. Með öðrum orðum nægilega góð afkoma af strandveiðunum var ekki tryggð. LS hefur sett sér það markmið að tryggja 48 veiðidaga til strandveiða. Breyta þarf lögum um stjórn fiskveiða til að markmiðið náist og mun LS berjast fyrir því að Alþingi samþykki þær breytingar. Óumdeilt er að strandveiðar koma sér afar vel fyrir hinar dreifðu byggðir. Nýting hafnarmannvikja, aukið framboð á gæða fiski, þær glæða mannlíf og minnka spennu innan stjórnkerfis fiskveiða svo eitthvað sé nefnt. Stjórnvöld þurfa því ekki að velkjast í vafa um gildi þeirra þegar
Vonbrigði að veiðigjald hafi ekki verið leiðrétt Frá því í mars 2017 hefur LS barist fyrir leiðréttingu veiðigjalda. Félagsmenn eru sáttir við að greiða fyrir afnot af auðlindinni en eru ósáttir með að gjaldið taki ekki mið af afkomu þeirra. Þegar gengið er frá þessari grein til prentunar er búið að vísa frumvarpi um veiðigjald til atvinnuveganefndar sem undirbýr það til þriðju og síðustu umræðu. Það voru LS gríðarleg vonbrigði að ofgreiðslur gjaldsins hjá smábátaútgerðinni á síðasta fiskveiðiári og því almanaksári sem nú kveður skuli ekki hafa verið leiðréttar. Ekki síst þar sem frumvarp um málefnið var komið fram í atvinnuveganefnd í júni síðstliðnum sem naut stuðnings ríkisstjórnarinnar. Það komst hins vegar ekki á dagskrá Alþingis og dagaði því uppi í nefndinni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra á yfirstandandi þingi kom því á óvart þar sem þar var enga leiðréttingu að finna, þrátt fyrir skýr skilaboð þar um frá meirihluta atvinnuveganefndar við umræðu um málið í júní. Engin skýring hefur verið gefin á þessum sinnaskiptum. Málefni smábátaeigenda voru þó í engu gleymd. Áherslan var hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Mikilvægar breytingar voru gerðar í atvinnuveganefnd þar sem afsláttarprósenta var hækkuð. Í stað þess að frítekjumark væri 20% af fyrstu 4,5 milljónum álagningarinnar og 15% af næstu 4,5 milljónum lagði nefndin til að markið yrði 6 milljónir - 40% afsláttur af gjaldinu upp að þeirri upphæð. Óumdeilt er að tillaga atvinnuveganefndar mun koma meir til móts við smábátaútgerðina en upphaflegt ákvæði um frítekjumark. Við samningu greinarinnar hafði höfundur að leiðarljósi að veita lesendum innsýn í ákveðna þætti smábátaeigenda og útgerðar þeirra. Óska lesendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar.
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
21
S KO Ð U N Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins
Horfum til framtíðar í menntamálum B
reytingar á menntakerfinu eru nauðsynlegar til að mæta þeirri öru þróun sem þegar sjást merki um í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Það blasir við að slíkum breytingum verður ekki mætt nema með nýrri nálgun og umbótum á kerfinu eins og við þekkjum það í dag. Breytingarnar snúast ekki um aukið fjármagn heldur nýjar áherslur og skýrari stefnu í menntamálum þar sem horft er til framtíðar. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland heldur þarf það að búa einstaklinga undir störf í samfélaginu. Þróun í menntamálum endurspeglar ekki þann hraða sem er í þróun og þörfum atvinnulífsins. Bent hefur verið á að vandinn snúi ekki aðeins að námsskránni heldur sé hann djúpstæðari og snúi að því hvernig efla megi kennarastéttina, efla námsefnisgerð og bregðast við þeim skýru vísbendingum sem þegar hafa komið fram um stöðu í íslensku menntakerfi, t.d. í niðurstöðum PISA.
Þurfum meiri fjölbreytileika Undirstaða íslensks efnahagslífs byggist á vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Um það eru allir sammála. En vel menntað starfsfólk þýðir einnig fjölbreytileiki. Undanfarin ár hefur þróunin verið með þeim hætti að sífellt fleiri ljúka stúdentsprófi og færri ljúka námi í iðn-, verk- eða tækninámi. Við höfum beint ungu fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að byggja á fjölbreytileikanum og miðla námi með betri hætti til nemenda okkar. Nú þegar er orðið heilmikið misræmi á milli þeirrar færni sem atvinnulífið sækist eftir og færni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Með öðrum orðum þá er gríðarlegur skortur á fólki með hæfni og þekkingu í verklegum greinum. Það hefur að undanförnu reynst erfitt fyrir fyrirtæki að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og því er mikilvægt að fjölga þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins.
Vantar fagmenntaða starfsmenn Íslenskur iðnaður og íslensk fyrirtæki hrópa á fleiri fagmenntaða starfsmenn. Það er alveg sama hvar borið er niður, alltaf er viðkvæðið það sama hjá atvinnurekendum, það vantar fleiri fagmenntaða starfsmenn. Nú er svo komið að þetta er það sem vegur einna þyngst þegar atvinnurekendur hér á landi eru spurðir um hvað hrjái þá helst í rekstri sinna fyrirtækja. Í könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og önnur atvinnugreinasamtök á síðasta ári kemur skýrt fram að fyrirtæki sem sjá fram á fjölgun stöðugilda á komandi árum segjast helst reikna með fjölgun starfsmanna sem lokið hafa iðn- eða starfsnámi. Eftirspurn eftir starfsfólki með þessa menntun hefur aukist og á síðustu misserum hefur það reynst fyrirtækjum hvað erfiðast að manna störf tengd þessum greinum. Þá nefna fyrirtækin að erfitt reynist að fá til starfa fólk með tæknimenntun.
22
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Starfsnám á undir högg að sækja Hlutverk menntastofnana er m.a. að sjá atvinnulífinu fyrir hæfu starfsfólki en margt bendir til þess að ekki fari saman framboð og eftirspurn. Hlutfall brautskráðra úr iðnnámi hefur farið sílækkandi á undanförnum árum á sama tíma og mikil umframeftirspurn er eftir iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaðnum. Í alþjóðlegum samanburði á starfsnám á Íslandi undir högg að sækja en aðeins voru um 32% nemenda í framhaldsskólanámi sem sóttu starfsnám á árinu 2015. Hlutfallið er að meðaltali 47% innan ESB. Haustið 2017 innrituðust í framhaldsskóla 98,3% nemenda sem útskrifuðust úr grunnskóla. Af þeim sem innrituðust í framhaldsskóla hófu 12% nám á verk- og starfsnámsbrautum og 5% á listnámsbrautum. Þessi hlutföll endurspegla ekki þá stöðu sem virðist vera á íslenskum vinnumarkaði hvað varðar eftirspurn eftir starfsfólki. Þetta er jafnframt mjög frábrugðið því sem sést í mörgum Evrópulöndum þar sem hlutfallið er allt að 50%. OECD hlutfallið er t.a.m. 25% eða tvöfalt á við Ísland. Hins vegar er rétt að minnast á það að nú í haust sáum við í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð teikn á lofti hvað varðar aðsókn í iðnnám og komust til að mynda færri að en vildu í vissar greinar. Það var til dæmis um 60% aukning umsókna í pípulagnir og rafvirkjun svo eitthvað sé nefnt.
Mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg Fyrir íslenskan sjávarútveg er lífsnauðsynlegt að eðlileg fjölgun og endurnýjun eigi sér stað í iðngreinunum. Íslenskur sjávarútvegur hefur vaxið og dafnað vegna þess að hér á landi hefur sjávarútvegurinn haft aðgengi að mjög hæfu iðn- og tæknimenntuðu fólki.
Sjávarútvegurinn sem ein af okkar undirstöðuatvinnugreinum hefur þurft á sérhæfðum tæknibúnaði að halda til að geta framleitt úr miklu magni af afla á sem skemmstum tíma. Sjávarútvegurinn hefur haft, umfram margar aðrar framleiðslugreinar hérlendis, fjárhagslega burði til að vinna að framgangi og þróun tæknilausna með tæknifyrirtækjum. Þar af leiðandi hafa orðið til fjölmörg fyrirtæki hér á landi sem þróa vélar,
hugbúnað eða aðrar tæknilausnir tengdum sjávarútegi. Í dag eru yfir 40 fyrirtæki hér á landi sem bjóða tæknilausnir undir eigin vörumerki fyrir fiskvinnslu og mörg af stærri tæknifyrirtækjum landsins hafa orðið til í þjónustu og þróun eftir áratuga samstarf við útgerðir og fiskvinnslu. Öll þessi fyrirtæki þurfa stöðugt á iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki að halda. Þá má nefna að mörg þessara fyrirtækja bjóða hinum ýmsu
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
23
greinum matvælaframleiðslu tæknilausnir sem eiga uppruna sinn að rekja til þróunar í sjávarútvegi. Þannig hjálpar allt hvert öðru. Það má því segja að fyrirtæki okkar séu orðin leiðandi í matvælatækni og heildarvelta í greininni hleypur á hundruðum milljarða króna.
Tæknin hefur áhrif Nú eru liðlega 8.500 störf í sjávarútvegi á Íslandi. Það er gríðarleg breyting frá því sem áður var. Það hefur orðið gríðarleg eðlisbreyting starfa þegar hægt er að ganga um vinnslusali sjávarútvegsins nánast mannlausa enda tæknin búin að yfirtaka einhæf og líkamlega erfið störf. En það er einmitt það sem er að gerast. Tæknin mun taka yfir störf sem eru einhæf og líkamlega slítandi og það er af hinu góða. Þar með eykst framleiðni okkar og þar af leiðandi mun samkeppnishæfni okkar aukast til mikilla muna. Á síðustu 20 árum hefur störfum í sjávarútvegi fækkað um tæplega 50% en þrátt fyrir það hefur framleiðsluvirði greinarinnar stóraukist. Við megum þó ekki líta framhjá því að þessi þróun hefur haft afgerandi áhrif á atvinnulíf og búsetu á landsbyggðinni þar sem yfir 80% starfa í sjávarúvegi eru á landsbyggðinni.
Mikið fjármagn en lakari árangur Í skýrslu sem Samtök iðnaðarins gáfu út fyrr á þessu ári með heitinu Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina kemur fram að Íslendingar eru í 8. sæti innan OECD þegar kemur að framlögum til menntamála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Við verjum um fimmtungi meira til málaflokksins en meðaltal innan 22 landa Evrópu. Ef þessi framlög eru skoðuð nánar með hliðsjón af skólastigum kemur í ljós að á Íslandi er mun meira veitt til grunnskólanáms en háskólanáms í samanburði við hin löndin. Ísland er þannig í 1. sæti af 35 innan OECD þegar kemur að fjárveitingu til grunnskóla, 13. sæti í flokki framhaldsskóla og 25. sæti af 35 þegar kemur að fjárveitingu til háskóla. Ef leiðrétt er fyrir fjölda nemenda kemur þá munurinn enn skýrar í ljós. Íslendingar verja mestum fjármunum til grunnskólakerfisins innan OECD en á sama tíma benda árangursmælikvarðar PISA til þess að frammistaða nemenda sé um margt lakari en hjá öðrum OECD löndum. Þannig var Ísland í 27. sæti af 35 þegar kom að lesskilningi á árinu 2015 og 24. sæti í stærðfræði. Þegar kemur að árangri í stærðfræði er Ísland í hópi með Portúgal, Tékklandi og Slóvakíu og árangurinn mun lakari en hjá löndum í sama tekjuflokki miðað við árið 2015.
24
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Mætum krefjandi áskorunum Samtök iðnaðarins kynntu nýlega menntastefnu samtakanna þar sem lagðar eru fram fjölmargar tillögur að umbótum í íslensku menntakerfi til að mæta krefjandi áskorunum framtíðarinnar. Fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin fylgja miklar breytingar á tækni og störfum. Oft er nefnt að um 60% þeirra starfa sem grunnskólabörn munu vinna við í framtíðinni þekkist ekki í dag og að á árinu 2020 verði mikilvægasta færnin fólgin í lausnamiðaðri og gagnrýnni hugsun og sköpun. Í menntastefnu samtakanna eru dregnir fram 10 þættir sem munu skipta sköpum um færni framtíðarinnar: Lausnamiðuð hugsun Gagnrýnin hugsun Sköpun Mannauðsstjórnun Samskipti og samstarf Tilfinningagreind Ákvarðanataka og dómgreind Þjónustumiðun Samningatækni Aðlögunar- og þróunarhæfni Auk þess munum við þurfa að leggja ríka áherslu á endurmenntun, starfsþróun, raunfærnimat og fullorðinsfræðslu samfara hækkandi lífaldri fólks. Meginstefnumið í menntastefnu Samtaka iðnaðarins er að efla íslenskt menntakerfi með markvissum aðgerðum í samstarfi atvinnulífs og skóla þannig að færniþörf atvinnulífsins verði mætt á hverjum tíma. Það eru einkum tvö viðfangsefni í menntamálum sem Samtök iðnaðarins hafa látið sig varða á undanförnum misserum. Annars vegar er um að ræða stóreflt átak í iðn- og verknámi og hins vegar er um að ræða tækninám í víðtækri merkingu þar sem forritun og viðfangsefni stafræns hagkerfis eru höfð að leiðarljósi.
Nýjar áherslur og skýrari stefna Líkt og ég gat um hér í upphafi greinarinnar þá snýst þetta ekki um aukið fjármagn til menntakerfisins heldur nýjar áherslur og skýrari stefnu í menntamálum. Aukið fjármagn er ekki ávísun á aukinn árangur. Horfum til framtíðar og ýtum undir athafnagleði og sköpunargleði hjá börnum í gegnum allt skólakerfið og eflum list- og verkgreinar til að mæta kröfum nýrra kynslóða. Þannig styðjum við efnahagslega velmegun og aukum hagsæld þjóðarinnar.
Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús) Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó. Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.
Markúsarnet Fyrir allar tegundir skipa og báta
Léttabátanet / Veltinet Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.
Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.
Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.
Markus Lifenet ehf., Gjáhella 13, 221 Hafnarfirði Sími: 586-9071- sales@markusnet.com - www.markusnet.com
Börnin og lífið Sjávarafl spjallaði við nokkur börn á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði, um lífið og tilveruna og þeirra sýn á sjómennskuna. Rabbað við leikskólakrakkana 14. nóvember 2018. Á Vopnafirði er leikskólann Brekkubæ að finna. Skólinn er í myndarlegu húsnæði við Lónabraut og handan götunnar er Vonafjarðarskóli. Krakkarnir taka því skrefið yfir götuna þegar þau ljúka námi í leikskólanum á sjötta aldursári. Tíðindamaður Sjávarafls leit við nýverið og fékk að spjalla við nokkra krakka, flest eru þau 5 ára á árinu en einn einungis á 3ja aldursári. Eins og gengur eru þau misræðin en hefðu án alls efa sagt meira þekktu þau viðmælandann betur en spurningarnar voru nokkuð staðlaðar og það eru svörin eiginlega líka!
Magnús Már Þorvaldsson Ljósmyndir: Magnús Már Þorvaldsson
Ásgerður Ylfa Jónsdóttir Hvað heitir þú? Ásgerður Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Pabbi minn heitir [Jón] Orri og mamma mín heitir Þura Veist þú hvað sjómenn gera? Neeeeei Heldurðu að þeir séu að veiða fisk? Jáááá Borðar þú fisk? Já Er það kannski uppáhaldsmaturinn þinn? Já, og líka pasta, spaghetti og grautur Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Neeeeei Hefur þú farið á sjó? Já, með afa mínum Hafið þið þá farið út í Bjarnarey? Já, og líka stundum út í Fagradal Verður þú sjóveik? Nei, en pabbi minn verður stundum sjóveikur Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakkana Nú er mamma þín prestur, ferðu ekki í kirkju um jólin? Jú og mér finnst það gaman. Og stundum borðum við slátur og blóðmör hjá afa og ömmu Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Það er gaman og ég er oftast að leika við Grímu
Gríma Ólafsdóttir Hvað heitir þú? Gríma Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Jóhanna og pabbi Ólafur
26
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Veist þú hvað sjómenn gera? Hum, neeeeeei Heldurðu að þeir séu að veiða fisk? Já Veistu hvernig þeir gera það? Hum, nei Heldurðu að þeir noti net eða línu eða eitthvað annað? Já, net! Hefur þú farið á sjó? Nei Þú ert bara í sveitinni að elta kindurnar? Já! Borðar þú fisk? Já Er það kannski uppáhaldsmaturinn þinn? Já, en mér finnst lambakjöt samt betra Hefurðu farið á sjó? Nei, ég held ekki Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakkana og leika mér í snjónum Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Mér finnst það gaman
Emilía Rán Sölvadóttir Hvað heitir þú? Emilíana Rán Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Karen og pabbi minn Sölvi Veist þú hvað sjómenn gera? Hum, sigla Heldurðu að þeir séu að veiða fisk? Já, þeir eru að veiða fisk Hefur þú farið á sjó? Já Varstu sjóveik? Nei Finnst þér fiskur góður? Já Kannski betri en kjöt? Jahá Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pítsa Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að leika úti og búa til snjókalla. Svo er gaman að opna pakkana Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Það er gaman
Alexandra Ann Magnúsdóttir Hvað heitir þú? Alexandra Hvað ertu gamall/gömul? Fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Lísa og pabbi heitir Magnús Veist þú hvað sjómenn gera? Hum, neeei Veistu hvort sjómenn sigli? Nei Veistu þá hvernig við fáum fiskinn? Hum, neeei Finnst þér fiskur góður? Já Betri en kjöt? Já Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei [innskot: pabbi hennar er smábátasjómaður …] Hefur þú farið á sjó? Nei Langar þig til að fara á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Veit það ekki Gaman að fá jólapakka? Já Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Gaman
Axel Dean Magnússon Hvað heitir þú? Axel (tvíburabróðir Alexöndru) Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Lísa og pabbi heitir Magnús Veist þú hvað sjómenn gera? Nei Veistu hvernig við fáum fiskinn úr sjónum? Veiða hann Heldurðu að sjómenn geri það kannski? Hum, já! Hefur þú farið á sjó? Nei Finnst þér fiskur góður? Hum, já Fiskur betri en kjöt? Já Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pylsur! Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá dót og fara út að leika Leikur þú þér mest við tvíburasystur þína? Já Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Mjög gaman Leikur þú þér mest við systur þína? Já, ég leik mér mest við systur mína
Stefán Þór Skúlason Hvað heitir þú? Stefán Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára, allir á deildinni eru fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Berglind og pabbi minn heitir Skúli Veist þú hvað sjómenn gera? Neeeei Veistu þá hvernig við fáum fiskinn? [hlegið] Neeei Hefur þú farið á sjó? Já, að veiði fisk! Það er einmitt það sem sjómenn gera! Já, en pabbi kemur bara með ekki mamma!
Mamma ekki með? Nei, bara alltaf pabbi! Verður þú nokkuð sjóveikur? Nei, ég bara einu sinni farið á bát Finnst þér fiskur góður? Já, smágóður Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu, pylsur og kjöt Langar þig til að fara á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fá pakka Gefur þú pakka sjálfur? Nei, en sumir pakkar eru handa mér og aðrir handa öðrum. Á jólum fyrir löngu síðan [sem er umdeilt] fékk ég kappakstursbraut Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Mér finnst það mjög gaman
Karítas Klara Jamesdóttir Hvað heitir þú? Karítas Klara Hvað ertu gamall/gömul? Ég er fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Þóra og pabbi minn heitir James Veist þú hvað sjómenn gera? [á innsoginu] Nei Veistu þá hvernig við fáum fiskinn? Neeei Hefur þú farið á sjó? Nei Langar þig á sjó? Nei Finnst þér fiskur góður? Huhum, já Finnst þér fiskur betri en kjöt? Bara jafngott Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, besti matur sem þú færð? Fiskur … Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að skreyta með mömmu, ömmu og afa En að fá pakka, er það gaman? Jáhá! Er gaman að fara út að leika í jólafríiunu? Já, ég er alltaf að fara út að búa til snjókalla með pabba Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Gaman
Björgvin Páll Agnarsson Hvað heitir þú? Björgvin Páll Hvað ertu gamall/gömul? Ég er 2 ára [2.5 árs] Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Inga og pabbi heitir Aggi – Agnar Karl Veist þú hvað sjómenn gera? Já, þeir lenda í sjónum … Veistu þú hvort þeir veiða fisk? Já, þeir veiða fisk Veistu hvernig þeir gera það? Já … Hvernig? Ég veit það ekki Finnst þér fiskur góður? Já Finnst þér fiskur betri en kjöt? Já Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur en mér finnst líka pítsa góð Hefur þú farið á sjó? Já og líka mamma, pabbi og Árni og Hrannar og Deini (Steini) Voruð þið á stórum báti? Jaááá Verður þú nokkuð sjóveikur? Nei, nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Mér finnst það mjög skemmtilegt (demmtilegt) – [meira fylgdi hjá þessum dásemdar dreng sem ekki skildist alveg …] Hvernig er svo að vera á leikskólanum? Jú, gaman og allir eru góðir við mig
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
27
Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Bergur VE
Seyรฐisfjarรฐarhรถfn
ร rรณttur
Saltfiskverkun ehf.
Eitt mesta björgunarafrek síðustu aldar. Þrjátíu og fjórir skipbrotsmenn berjast upp á líf og dauða í flaki togarans Egils rauða sem hefur strandað í foráttubrimi undir hrikalegu hamrastáli Grænuhlíðar í Ísafjarðardjúpi. Djarfar áhafnir lítilla báta reyna við illan leik að nálgast myrkvaðan strandstaðinn, útilokað er að koma til bjargar – nema að hætta eigin lífi. Lagt er í ofurmannlega sjö kílómetra þrautagöngu með þungar byrðar í stórgrýti, skriðum og þreifandi stórhríð. Hér er fjallað um þrjá hildarleiki árin 1955, 1956 og 1957 sem allir tengjast.
Óttar Sveinsson.
Eftirtaldir kaflar eru úr bók Óttars. Bið í myrkri og foráttubrimi +++ Ákall á hjálp Guðmundur bátsmaður hafði reynt að fylgjast með togurunum fyrir utan strandstaðinn: „Þegar dúraði sáum við ljóskastara frá bátum og skipum fyrir utan brimgarðinn. Þeir voru að reyna að lýsa upp svæðið. Menn vissu um okkur og voru greinilega að reyna að gera allt sem þeir gátu til að bjarga okkur. Þeir höfðu reynt að róa til okkar en það hafði auðvitað reynst vonlaust í þessu foráttubrimi. Það bætti heilmikið líðan okkar að vita af einhverjum þarna fyrir utan, að aðstoð gæti verið á leiðinni. Við urðum að vona það besta.“ Tórálvur Olsen var ekki jafnvongóður um björgun:
„Ég taldi að þetta væri bara búið hjá okkur. Ég held að flestir okkar hafi gert ráð fyrir því. Mér fannst líkurnar á að við myndum bjargast svo litlar. Við vissum ekki hvort nokkur maður myndi geta komist til okkar, hvað þá komið okkur til bjargar. Okkur leið öllum illa, bæði andlega og líkamlega. Ég varð hins vegar ekki var við hræðslu hjá neinum okkar.“ Landi Tórálvs, Sofus Skoralíð, kallaði öðru hverju á hjálp þar sem hann stóð úti á bakborðsbrúarvængnum, kaldur og hrakinn, við stiga sem lá upp á brúarþakið. Guðmundur fylgdist með honum: „Sofus hafði brennst á höndum þegar flugeldunum var skotið. Ég vissi að hann hefði eitt sinn keppt við hinn þekkta Gunnar Salómonsson í aflraunum. Gunnar var staddur í Færeyjum þegar Sofus, sem var mjög sterkur, atti kappi við hann. Á meðan við hírðumst þarna sagði Tórálvur mér hvernig það hafði borið að þegar Magnús Guðmundsson háseta hafði tekið fyrir borð. „Magnús hélt sér í björgunarhringsstatíf á brúarvængnum þegar ólag gekk yfir,“ sagði Tórálvur. Hann sagðist svo hafa séð þegar Magnús slitnaði frá skipinu.“
Léttabátur Ægis sjósettur við góðar aðstæður. Ljósmynd: Landhelgisgæslan
30
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Egill rauði NK 104 kemur með fullfermi til heimahafnar í Neskaupstað. Hann lá nú á hliðinni á strandstað undir Grænuhlíð - framhlutinn brotinn af fyrir framan brú. Ljósmynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar. Ljósmyndari Björn Björnsson
Um klukkan fimm að morgni +++ Þrautaganga í blindhríð Sautján leiðangursmenn, sjö frá Ísafirði, níu af Austfirðingi og Helgi Hallvarðsson, stýrimaður af Ægi, voru nú í skólahúsinu á Hesteyri með gríðarþungan búnað meðferðis. Guðmundur Halldórsson frá Ísafirði var gegndrepa: „Nú var farið að undirbúa gönguna, skipta byrðunum á okkur. Þetta var mjög þungur búnaður. Það átti að nota hamptóg við björgunina. Þau höfðu blotnað og þyngst mikið við landtökuna. Þetta var bundið eins og hægt var upp á menn, hönkunum skipt niður. Menn báru líka línubyssuna, björgunarstólinn, blakkirnar, festingarnar og annað tilheyrandi. Margir okkar höfðu rennblotnað við lendinguna í briminu á Hesteyri, ekki síst við að koma öllu þessu dóti í land. Fremstir í flokki voru bræðurnir Ásgeir og Hörður. Ég var látinn bera þunga tösku sem Úlfur Gunnarssonar, læknir á Ísafirði, hafði meðferðis. Hann var með í för til að hlúa að skipbrotsmönnum en hann var óvanur svona ferðum. Gísli Jónsson átti að vera í forystu. Það var kolsvartabylur en í fyrstu gátum við gengið með fram fjörunni.“ Helgi Hallvarðsson var ágætlega búinn: „Veður var afleitt, níu eða tíu vindstig og bullandi snjókoma. Til allrar hamingju var ekki frost. Útfall var þegar lagt var af stað. Við gengum fyrst út fjöruna frá Hesteyri og stefndum á Sléttueyrarvita, rétt við eyðibýlið Sléttu. Þegar leið á gönguna tók að falla að svo að við urðum að færa okkur upp í hlíðina. Þar var snjórinn í hné en menn mikið klæddir og það torveldaði gönguna. Sumir togaramannanna voru í klofháum stígvélum og sjóstökkum. Úlfur læknir hafði ekki fengið nema örskotsfyrirvara til að búa sig að heiman og var því heldur illa búinn Svo var um fleiri. Eitthvað af fatnaði höfðu menn þó fengið lánað um borð í Ægi. Ég var hins vegar í skjólgóðri úlpu og mátti vel við una miðað við marga. Áfram héldu menn ótrauðir og færðu sig æ ofar í hlíðina, þó að þar væri enn hvassara og snjókoman þéttari.“ Steini Jónssyni, sem var vel á sig kominn, fannst aðstæður erfiðar á göngunni: „Veðrið var kolvitlaust og færðin erfið. Gísli Jónsson leiddi hópinn. Það var mjög erfitt hlutskipti. Hann varð að kafa í gegnum skafla og leiða okkur upp og niður á réttum stöðum. Við vorum búnir á sama hátt og til sjós í vondum veðrum. Allir voru í sjóstakk og klofstígvélum, sem reyndar er ekki mjög ákjósanlegur fatnaður til langrar göngu. Það var mjög sérstök lífsreynsla að vera þarna á gangi klukkustundum saman í mjög slæmu veðri og sjá vart út úr augum. Við urðum því að leggja allt okkar traust á herðar þessa unga manns. Hann stóð svo sannarlega undir því.“
Björgunartæki frá Goðanesi og Jörundi voru flutt yfir í vélbátana tvo. Þeim var síðan siglt í stormi og hríð upp undir brimgarðinn í leit að flaki togarans og tókst brátt að finna það. Nú var þrisvar reynt að skjóta línu frá Andvara með línubyssu að flaki Egils rauða. En vegna veðurofsans bar línuna yfir skipið. Andvari varð því frá að hverfa. Tórálvur Olsen varð þess áskynja að eitthvað var að gerast fyrir utan strandstaðinn: „Lítill bátur, 15 til 20 tonn að stærð, var að koma til okkar. Þetta var Andvari. Bátnum var siglt inn í brimgarðinn. Hann komst það nærri okkur að það voru ekki nema á annað hundrað metrar á milli okkar og hans. Það var ekki þægilegt að horfa á þetta, þarna voru bæði sker og boðar. Þeir á Andvara fóru strax að reyna að skjóta línu til okkar en það var svo hvasst að rokið bar línuna alltaf frá okkur. Við gátum aldrei fest hendur á henni. Ég var farinn að taka eftir því að við vorum orðnir biksvartir í framan, það glitti bara í hvítuna í augunum. Langflestir okkar höfðu lent í svartolíubaði eftir að togarinn brotnaði. Íslendingarnir mátu það svo að þetta kæmi í veg fyrir að við frysum í hel, olían verði okkur gegn kuldanum. Ég fór nú að finna meira fyrir því að ég var berfættur, hafði misst bæði sokkana og stígvélin. Einhverra hluta vegna hafði ég ekki fundið svo mjög fyrir því í fyrstu. Fæturnir voru auðvitað orðnir gegnumkaldir og svo var ég líka með sár hér og þar eftir glerbrot og var því mjög sárfættur.“ Línan barst yfir í strandaða skipið en skipbrotsmenn náðu ekki til hennar. Voru þá 150 til 200 metrar milli bátsins og Egils rauða. Sjór gekk viðstöðulaust yfir togarann. Í bjarma kastljósanna sást að nokkrir skipbrotsmenn höfðust við á stjórnpallinum. Það var þá enn líf um borð. Sjómönnunum fyrir utan var fullljóst að þeir sem höfðu komist af á Agli rauða hlutu að hafa átt ömurlega vist um kvöldið og nóttina. Menn bjuggust jafnvel við því að einhverjir hefðu dáið úr vosbúð og kulda. Andvara var nú siglt að togaranum Jörundi þar sem björgunarmennirnir fengu línubyssuskot og að auki björgunarstól til vara. Stýrimaður af Jörundi og nokkrir skipverjar komu einnig yfir í Andvara. Áhafnir skipanna fyrir utan strandstaðinn og Grænuhlíð vildu reyna að sjósetja báta og freista landtöku innan við Sléttunes, koma þangað fleiri mönnum til aðstoðar þeim sem fóru í land fyrr um morguninn. Þetta reyndist vera útilokað því að sjór hafði aukist mjög frá því um kvöldið. Varðskipið Ægir var komið aftur út að strandstaðnum. Nú var lónað með togurunum og látið reka til klukkan 8.10. Þá sást til Egils rauða í fjörunni um 2,5 kílómetra (um 1,4 sjómílur) utan við vitann á Sléttueyri. Flakið lá á stjórnborðshliðinni sem var alveg á kafi upp á stjórnpall. Togarinn var brotinn í sundur – framhlutinn lá á hliðinni nokkra metra frá afturhlutanum. Þar gekk sjór alveg yfir en nokkuð yfir afturhlutann. Ægir
Klukkan hálfsex létti varðskipið Ægir akkerum og hélt út Hesteyrarfjörð á ný ásamt Heiðrúnu og togurunum.
Örvæntingarfull björgunartilraun +++ Línum skotið Reyna átti að láta vélbátana Pál Pálsson og Andvara skjóta taug yfir í Egil rauða og koma svo dráttartaug með björgunarstól á milli þeirra og skipsflaksins. Vélbátarnir komust mun nær strandstað en varðskipið og togararnir fyrir utan. Á sjötta tímanum um morguninn kom skipstjórinn á togaranum Goðanesi, Magnús Gíslason, bróðir Ísleifs skipstjóra á Agli rauða, um borð í Andvara ásamt nokkrum skipverjum sínum og stýrimanni af Jörundi til að aðstoða fjögurra manna áhöfn Andvara.
Akureyrartogarinn Jörundur EA 335. Þar var hlúð að skipbrotsmönnum af Agli rauða. SJÁVARAFL DESEMBER 2018
31
kastaði akkerum á 20 metra dýpi fyrir utan strandstaðinn. Skipbrotsmenn höfðu nú hírst um fjórtán klukkutíma í nístandi kulda og óvissu í flakinu.
Um klukkan átta +++ Aðstandendur og börn fá fregnir Klukkan átta um morguninn talaði Henry A. Hálfdanarson hjá Slysavarnafélaginu í Reykjavík aftur við Lúðvík Jósepsson í Neskaupstað og tjáði honum hvernig ástatt væri. Andvari og Páll Pálsson myndu gera ýtrustu björgunartilraunir frá sjó. Einnig var hringt til yfirstjórnar björgunarflugvélanna á Keflavíkurflugvelli og óskað eftir að eins margar flugvélar og tök væru á yrðu sendar til að leita að bresku togurunum Lorellu og Roderigo. Lúðvík bjó sig undir að segja þeim íbúum í Neskaupstað sem tengdust áhöfn Egils rauða frá því sem honum hafði verið skýrt frá. Með honum var Stefán Þorleifsson (síðar forstöðumaður Fjórðungssjúkrahússins): „Lúðvík lét það verða sitt fyrsta verk að fara til aðstandenda og tilkynna þeim um það sem hafði gerst. Hann bað mig að koma með sér. Þetta voru stundir sem hurfu mér aldrei úr minni – ég var með honum allan daginn.“ Óskar Helgason, ellefu ára bróðir Hjörleifs kyndara á Agli rauða, var sofandi heima hjá sér í Ásgarði 6 í Neskaupstað, frammi voru foreldrar hans, Jónína Hansdóttir Beck og Helgi Hjörleifsson: „Ég vaknaði og heyrði mannamál frammi á gangi, varð forvitinn og fór fram á náttfötunum. Þar stóðu tveir menn, Jón Svan, forstjóri Bæjarútgerðarinnar, og annar maður með honum. Svo sneri móðir mín sér að mér og sagði: „Óskar minn, veistu það að hann Egill rauði er strandaður undir Grænuhlíð!“ Ég áttaði mig ekki á hvað þetta þýddi. Svo fór pabbi í vinnuna í Bæjarútgerðinni. Þegar við komum í skólann var vaninn að það væri sungið í upphafi dags. Í þetta skipti var það ekki gert. Gunnar Ólafsson skólastjóri sagði við okkur börnin: „Þið vitið sjálfsagt öll, börnin góð, að togarinn okkar hann Egill rauði er strandaður við Grænuhlíð. Við vonum bara að öllum mönnunum verði bjargað.“ Í mínum bekk voru einnig Bergþóra Óskarsdóttir, systir Axels loftskeytamanns, og Elsa, systir Sófusar Gjöveraa, var ári eldri, í næsta bekk fyrir ofan. Það var mikið talað um þennan atburð í skólanum.“
Björgunarleiðangur í kolsvartabyl +++ Björgunarmennirnir sem lögðu af stað frá Hesteyri höfðu nú gengið í á fjórðu klukkustund í blindhríð með þungar byrðar yfir torfarnar hlíðar fjarðarins. Gísli Jónsson, sautján ára, leiddi hópinn: „Leiðin var frekar greiðfær þangað til komið var út undir Sléttubjargið. Farið var að flæða að og það gerði ferðina erfiðari því að við þurftum að fara ofar í hlíðina. Þegar við komum út undir hálsana við Sléttu þurftum við að klífa enn hærra því að þar er ekki hægt að ganga fyrir. Nú var best að fara nógu hátt til þess að sleppa við skálarnar í hlíðinni. Það var betra að fara upp þó að ofar væri meiri snjór og ófærð. Sá sem fremstur fór bar ekkert. Við skiptumst því á að vera fremstir. Ég var látinn bera minna en aðrir því að ég var oftast fremstur.“ Guðmundi Halldórssyni þótti mikið til um það hversu vel Gísla gekk að leiða mennina áfram þó að þeir sæju varla út úr augum, sykkju djúpt í snjó í hverju skrefi og þyrftu að burðast með blaut og þung björgunartæki: „Þegar leið á gönguna urðum við að stefna upp í sortann. Það var með ólíkindum hvað Gísli gat ratað þetta. Við sáum hreinlega ekkert fram fyrir
32
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Morgunblaðið greinir frá því sem gerst hafði daginn áður undir Grænuhlíð.
okkur, bylurinn og rokið var svo mikið. En það bjargaði miklu að það var ekki frost. Þetta var rosalega löng leið og erfiðið mikið. Maður sökk upp í hné í snjónum. Þeir sem báru kaðlana voru verst settir. Hamptógið saug svo mikla bleytu í sig. Kaðlarnir þyngdust æ meir eftir því sem úrkoman lagðist á þá. Þetta var rosalegur burður við þessar aðstæður, í kolsvartabyl og þungri færð. Mér fannst menn vera gjörsamlega uppgefnir um tíma, eins og þeir kæmust ekki lengra. Þetta var svo rosalegt erfiði með þessar blautu byrðar.“
Ögurstund +++ Sjómenn hætta lífi sínu Klukkan tíu mínútur yfir níu um morguninn var tekið að bjarma af degi. Nú var ákveðið að reyna aftur að sigla Andvara eins nálægt og hægt væri og menn treystu sér til. Skipsbáturinn af Ægi hafði verið sjósettur til þess að vera mönnunum þar til aðstoðar. Um borð voru fyrsti stýrimaður, aðstoðarmaður í vél og þrír hásetar. Ólafur Sigurðsson, skipstjóri á Andvara, sigldi nú bát sínum aftur áleiðis inn að brimgarðinum fyrir utan strandstaðinn. Þegar hann átti um 200 metra eftir að flakinu skaut Magnús Gíslason af línubyssunni. Fyrst skaut hann þremur skotum. En án árangurs. Í Agli rauða fylgdist Tórálvur Olsen með tilraunum Andvaramanna með skotlínutækin fyrir utan: „Í birtingu sáum við lítinn vélbát sem sigldi í áttina til okkar og þá fóru nokkrir menn með skipstjóranum upp á brúarþakið. Þeir ætluðu að athuga aðstæður og taka á móti fyrirmælum frá vélbátnum. Þetta voru skipstjórinn, Pétur annar stýrimaður, Sófus Gjöveraa, sem var færeyskur í aðra ættina, faðir hans var ættaður úr Fuglafirði en móðir hans íslensk, og Sofus Skoralíð. Úti voru dimm él og lítið skyggni. Auk þess var farið að flæða að og báturinn fyrir utan valt mikið á öldunni. Í fjórða skotinu virtist allt ætla að fara eins og áður, að línan fyki burt og við misstum af henni. En fyrir einhverja guðs mildi festist línan á nagla í brúninni á brúarþakinu. Við vorum nokkrir uppi á brúnni, fjórir eða fimm. Ég gat seilst í línuna þegar hún stöðvaðist á naglanum. Þetta var örmjó taug, eins og fiskisnæri. Báturinn fyrir utan var nokkuð langt frá okkur, 150–200 metra. Hann komst ekki nær því að öldugangurinn var svo mikill. Nú átti að koma annarri taug, aðeins sverari, yfir í skipið. Það var dráttartaugin sem átti að koma björgunarstólnum til okkar. En þegar kom að því að draga sverari línuna réðum við ekki við að draga hana. Það var svo langt haf á línunni að hún var á kafi mestalla leiðina, og svo var hún löðrandi í feitri olíu. Við reyndum loks að koma endanum inn um brúarglugga en þar fyrir innan voru félagar okkar. Þá gætu þeir togað í hana líka. Þetta tókst og við gátum bundið björgunarlínuna fasta í ratsjármastrið.“ Æsispennandi framhald má finna í bók Óttars.
Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Ausus
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
S KO Ð U N Hrönn Egilsdóttir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
Súrnun sjávar Vandamálið Fyrir iðnvæðingu var hlutþrýstingur koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu 280 ppm (0.028% andrúmsloftsins) og nú, 250 árum síðar, er hann orðinn yfir 400 ppm (0.04%) og stefnir í að verða um eða yfir 700 ppm við næstu aldamót. Þetta er vel þekkt og margþætt vandamál. Vandinn liggur þó ekki beint hjá jörðinni sjálfri. Í jarðsögulegu samhengi má líta svo á að jörðin sé með einskonar sýkingu en sýkillinn er mannfólk. Bera má þetta saman við okkar eigin fjölbreyttu bakteríuflóru en þetta er eins og ef ein tegund af áður vinveittri bakteríu á húð okkar stökkbreyttist snögglega (iðnvæðing á sér stað) og verður að sýkli. Jörðin mun jafna sig en ljóst er að sýkillinn er að eyðileggja sitt eigið hýbýli og annarra tegunda sem þar búa. Tegundir deyja út og lifandi kynslóðir manna bera mikla ábyrgð lífsöryggi og afkomu barna sinna, barnabarna, o.s.frv. Sýkillinn þarf að stökkbreytast aftur og lifa samlífi með náttúrunni, ekki snýkjulífi. Ljóst er að þessi stökkbreyting er að hefjast en vonandi nær hún sér á almennilega strik næstu árin, og verður nógu víðtæk.
Hafið Þótt heildarstyrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu sé ekki mikill í hlutfalli við t.d. súrefni (sem er 21% af andrúmsloftinu) þá er þessi sameind öflug gróðurhúsalofttegund og skiptir auk þess miklu máli fyrir ýmis efnajafnvægi og efnahvörf á jörðinni. Aukinn styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti veldur sífellt auknum gróðurhúsaáhrifum sem leiðir m.a. til loftslagsbreytinga. Ef við horfum sérstaklega til sjávar þá eru öflugri og tíðari stormar sérstök ógn við sum búsvæði á grunnsævi. Þar sem hlýr sjór er eðlisléttari en kaldur sjór, eru lagskiptingar sjávar víða að aukast sem getur takmarkað blöndun sjávar og haft þannig víðtæk áhrif á lífríkið ofan og neðan við mörk lagskiptingar. Hitastig hefur áhrif á uppleysni súrefnis í sjó og þannig veldur hlýnun sjávar því að súrefnisinnihald sjávar minnkar. Þetta er sérstaklega stórt vandamál þar sem súrefnisinnihald sjávar er þegar mjög lágt (t.d. við vesturströnd Afríku). Þrátt fyrir allt þá hafa höf jarðar takmarkað hlýnun andrúmslofts. Í raun er það svo að einungis helmingur þess koldíoxíðs sem mannfólk hefur
Kalkmettunarstig yfirborðssjávar árið 2006 og spá fyrir árið 2100. Myndin á við um ákveðna gerð kalks, aragónít, sem m.a. er mynduð af kórölum, sniglum og samlokum. Appelsínugul svæði á kortinu sýna hvar þessi kalkgerð leysist upp og hvernig þau svæði stækka til ársins 2100. Myndir eru birtar með leyfi höfundar, © Jim Orr.
bætt út í andrúmsloft jarðar hefur orðið þar eftir. Hinn helmingurinn hefur verið tekinn upp af landi og sjó til jafns. Þannig má segja að sjór og land hafi takmarkað loftslagsbreytingar en upptaka sjávar á koldíoxíði er því miður ekki sársaukalaus.
Súrnun sjávar
Þessi gröf sýna þróun hitastigs og sýrustigs yfirborðssjávar að vetri í Íslandshafi, norður af Íslandi, frá árinu 1986 til ársins 2012. (c) Hafrannsóknastofnun
34
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Koldíoxíð flæðir stöðugt á milli sjávar og andrúmslofts. Náttúran hefur lengi verið í tiltölulega góðu jafnvægi hvað þetta varðar, þ.e.a.s. jafnmikið hefur flætt frá sjó til andrúmslofts og öfugt. En aukinn styrkur koldioxíðs í andrúmslofti hefur raskað þessu jafnvægi og flæðir nú meira koldíoxíð til sjávar. Upptaka sjávar á koldíoxíði raskar efnajafnvægi ólífræns kolefnis í sjó m.a. með þeim afleiðingum að sjórinn súrnar (pH gildi eða sýrustig lækkar). Þótt þessar efnafræðilegu breytingar einskorðist ekki við breytingar á sýrustigi hafsins hafa þær heilt yfir verið kallaðar „súrnun sjávar“.
Þegar koldíoxíð leysist upp í sjó þá hækkar styrkur vetnisjóna (sjórinn súrnar) og styrkur karbónats minnkar (kalkmettunarstig sjávar lækkar) en karbónat er eitt byggingarefna kalks ásamst kalsíum.
Margir vita að jarðskjálfti að styrk 6 á Richter skalanum er tíu sínnum stærri en jarðskjálfti að styrk 5 á sama skala. Líkt og Richter skalinn, er skalinn fyrir sýrustig, pH, byggður á veldisfalli. Þetta þýðir að fyrir hverja heila tölu sem sýrustig (pH) fellur, þá súrnar sjórinn tífalt..
Kórall og samlokan ægisdrekka ásamt öðru lífríki í landgrunnshlíðinni undan suðurströnd Íslands. © Hafrannsóknastofnun
Á heimsvísu hefur sýrustig yfirborðssjávar þegar fallið um 0,1 pH gildi (30% aukning á H+) og gæti fallið um 0,3-0,4 pH gildi fyrir árið 2100 (~150% aukning á H+).
Lífríki sem mynda kalk eru í mestri hættu vegna lækkandi kalkmettun sjávar. Mikill fjöldi tegunda í hafinu myndar kalk og koma kalkframleiðandi lífverur við sögu í flestum fæðukeðjum ásamt því að byggja upp búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera og má þar helst nefna kóralrif og rauðþörungabreiður.
Norðurslóðum er sérstaklega ógnað
Lærdómur jarðsögunnar
Hægt er að leysa upp meira af koldíoxíði í köldum sjó en heitum og því súrnar sjór á köldum hafsvæðum hraðar en á hafsvæðum þar sem sjór er hlýrri. Af þessum sökum er hraði súrnunar sjávar við Ísland meiri en annars staðar í heiminum þar sem langtímamælingar hafa farið fram. Í köldum sjó er kalkmettunarstig líka lægra en í hlýjum sjó en þegar sjór súrnar þá lækkar kalkmettunarstig sjávar jafnframt. Byggingarefni kalks eru kalsíum (Ca) og karbónat (CO3). Kalkmyndandi lífríki þarf á þessum byggingarefnum að halda við að mynda skeljar og stoðgrindur. Kóralar, samlokur, sniglar og ígulker eru einungis örfá dæmi um lífveruhópa sem framleiða kalk. Þegar sjór súrnar þá lækkar pH sjávar en að auki þá minnkar magn karbónats í sjónum (kalkmettunarstig sjávar lækkar). Þannig verður framleiðsla á kalki sífellt orkufrekari fyrir kalkmyndandi lífríki, sérstaklega fyrir lífríki þar sem kalkmettunarstig sjávar er lágt fyrir. Spálíkön benda til þess að kalkmettun kalda hafsvæðisins norður af Íslandi verði orðin svo lág árið 2100 að ákveðnar gerðir kalks muni hreinlega leysast upp.
Áhrif á lífríkið Súrnun sjávar er falin ógn og áhrif súrnunar geta verið margslungin. Af þessum ástæðum, og vegna þess hve stutt er síðan rannsóknir á líffræðilegum áhrifum súrnunar sjávar hófust, þá er enn margt á huldu um áhrif súrnunar sjávar á vistkerfi hafsins við Ísland í nútíð og framtíð. Þó má vera ljóst að áhrifin gætu orðið umtalsverð og neikvæð. Lækkandi sýrustig getur haft áhrif á ýmis lífeðlisfræðileg ferli í lífverum en tilraunir hafa sýnt fram á mikinn breytileika í viðbrögðum sjávarlífvera. Sumar tegundir virðast mjög viðkvæmar á meðan aðrar eru það alls ekki. Lengi vel var haldið að fiska mætti telja til lítið viðkvæmra lífvera en óvæntar sífellt bættari rannsóknir benda þó til þess að fiskum sé vissulega ógnað vegna súrnunar sjávar. Fyrir nokkrum árum var sýnt fram aukna tíðni vefjaskemmda og aukinnar dánartíðni hjá lirfum þorsks sem aldar voru í súrari sjó. Nú síðast í lok nóvember birtist vísindagrein í vísindatímaritinu, Scientific Advances, sem lýsir rannsókn þar sem sýnt var fram á hvernig súrnun sjávar getur takmarka þol þorskungviðis fyrir hlýnun sjávar. Samkvæmt þessari rannsókn gæti neikvæðra áhrifa hugsanlega gætt á hryggingasvæðum hér til framtíðar litið en þó er afkomu atlantshafsþorsks mun meira ógnað nær suðurmörkum útbreiðslu sinnar þar (t.d. við England). Ljóst er að rannsaka áhrif súrnunar sjávar með aðrar breytingar til hliðsjónar.
Hlutþrýstingur CO2 í andrúmsloftinu, og sýrustig sjávar verið stöðugt í yfir 20 milljón ár og hafa ber í huga að núlifandi lífverur jarðar þróuðust á þessu tímabili stöðugleika. Þetta skapar óvissu um hvort nægur breytileiki eða sveigjanleiki sé í erfðamengi lífveranna til þess að takast á við yfirstandandi umhverfisbreytingar. Að auki er sjórinn að súrna hratt og gefst því lítill tími til aðlögunar. Þær lífverur sem hafa stuttan líftíma, þ.e. kynslóðir endurnýjast hratt, eru líklegri til að geta aðlagast heldur en lífverur sem lifa lengi, t.d. 40 ár. Það eru því miður engin fordæmi í jarðsögunni fyrir hraðari aukningu á koldíoxíði í andrúmsloftinu en nú á sér stað ein nokkurn lærdóm getum við þó dregið af jarðsögunni. Fyrir 55 milljónum ára, urðu miklar og snöggar breytingar á loftslagi jarðar en þá hlýnaði mikið og sýrustig sjávarins lækkaði vegna losunnar á CO2. Setkjarnar frá þessum tíma sýna snögga breytingu frá hvítu og kalkmiklu seti, yfir í rauðan leir, sem bendir til þess að kalkframleiðendur hafi horfið úr sjónum á ákveðnum svæðum. Þetta er sá atburður sem helst er litið til ef bera á saman þróun dagsins í dag við forsögulega atburði en hafa ber í huga að aukning á CO2 í andrúmsloftinu er umtalsvert hraðari í dag en fyrir 55 milljónum ára. Krítartímabilið (fyrir 145-65 milljón árum síðan) var áhugavert tímabil í jarðsögunni. Þá átti sér stað mjög hæg aukning á CO2 í andrúmslofti jarðar og fór hlutþrýstingur CO2 yfir 1000 ppm. Samt sem áður lifðu kalkmyndandi lífverur góðu lífi í hafinu á þessum tíma. Reyndar svo góðu lífi að hinir hvítu klettar í Dover í Englandi mynduðust á þessum tíma þegar skeljar örsmárra kalkþörunga féllu til botns og mynduðu mjög þykk setlög. Þetta útskýrist af því að aukningin á CO2 í andrúmsloftinu varð yfir gríðarlega langan tíma; milljónir ára. Yfir svo langann tíma gat framburður áa á efnum til sjávar (efnum sem geta bundist H+ jónum) komið alveg í veg fyrir súrnun sjávar á þessu tímabili þótt andrúmsloftið hafi hlýnað.
Að lokum Rannsóknir síðustu ára og vísbendingar jarðsögunnar undirstrika, með afgerandi hætti, hversu alvarleg áhrif hlýnun sjávar og súrnun sjávar geta haft fyrir vistkerfi hafsins. Með því að takmarka hraða og umfang umhverfisbreytinganna sem fjallað er um í þessum pistli, má bæta efnahag og almenna hagsæld framtíðarkynnslóða mannfólks á Íslandi og á jörðinni allri. Koma þarf sem flestum höndum á árar svo hægt sé að róa í átt að betri framtíð en nú horfir við. SJÁVARAFL DESEMBER 2018
35
Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
R E YK JA N E S BÆ R
Súðavík
R E YK JA N E S BÆ R
Fish byproducts from Iceland
Snæfellsbær
Vestmannaeyjabær
UPPSKRIFT
Afgönsk kjötsúpa – Talibanasúpa Hrönn Hjálmarsdóttir er heilsumarkþjálfi sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Hún heldur úti vefsíðunni Af lífi og sál þar sem hægt er að finna margvíslegar spennandi uppskriftir.
50 ml matarolía 2-3 laukar í sneiðum 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 700 gr lambakjöt skorið í litla bita 50 gr maísbaunir 400 gr tómatar 1-1,5 rauður chili, fræhreinsaður 2 tsk túrmerik 1-2 tsk nýmalaður pipar 2L vatn 500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í munnbita Hnefafylli ferskt kóríander Salt
Hrönn gerði þessa súpu fyrst fyrir rúmum 16 árum síðan og þá sló hún rækilega í gegn. Spúpan fékk strax nafnið Talibanasúpa af einhverjum húmor sem hún man ekki en hefur gengið undir því nafni síðan 12 Súpan dugar fyrir 5-6 manns
38
SJÁVARAFL DESEMBER 2018
Olían er hituð í stórum potti og laukurinn steiktur við fremur háan hita þar til hann er meyr. Hvítlauki og kjöti er bætt út í og brúnað á öllum hliðum. Baunum, tómötum, chili og kryddi hrært saman við og síðan vatninu. Þá er allt hitað að suðu og eftir það er hitinn lækkaður og súpan soðin við vægan hita í 60 mínútur, hrært er öðru hverju. Þá er kartöflum og hnefafylli af kóríander bætt út í og súpan látin malla í 20 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar. Súpan er boðin fram með sýrðum rjóma og fersku kóríander og ekki er verra að hafa gott brauð með.
Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg um árabil með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is
kr.
24.900
pr. mán. án vsk.
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Miklu betri vefverslun
Jólagjafirnar og jólavörurnar eru allar í vefverslun Húsasmiðjunnar, sendum um landa allt.
Byggjum á betra verði
husa.is