Stúdentablaðið - STRÍÐ, Október 2023

Page 1

1


2


Sérð þú hvað er best fyrir þig? Við gætum hagsmuna háskólafólks 3

bhm.is


Ritstjóri / Editor Jean-Rémi Chareyre Útgefandi / Publisher Stúdentaráð Háskóla Íslands / The University of Iceland’s Student Council Ritstjórn / Editorial team Alina Maurer D. Douglas Dickinson Helen Seeger Matthildur Guðrún Hafliðadóttir Blaðamenn / Journalists Ester Lind Eddudóttir Glory Kate Chitwood Sæunn Valdís Kristinsdóttir Þýðendur / Translators Colin Beowulf Mostert Fisher Elizaveta Kravtsova Guðný Nicole Brekkan Judy Yum Fong Lísa Margrét Gunnarsdóttir Oliwia Björk Guzewicz Prófarkalesarar / Proofreaders Andrea Wetzler Hrafnhildur Guðmundsdóttir Ingvar Steinn Ingólfsson Lísa Margrét Gunnarsdóttir Pjetur Már Hjaltason Teagan Lyn Boyle Veronica Hendren Ljósmyndarar / Photographers Glory Kate Chitwood Pjetur Már Hjaltason Sérstakar þakkir / Special thanks Guðmundur Hálfdánarson Heiður Anna Helgadóttir Anna Lára Árnadóttir Félagsstofnun stúdenta

Efnisyfirlit Table of Contents 6

Ávarp ritstjóra Editor's Address

8

Ávarp forseta Stúdentaráðs Student Council’s President Address

10

Þjóðverji metur íslenska Októberfest A German Rates The Icelandic Októberfest

15

Bóksala stúdenta: bjartsýni þrátt fyrir mótlæti The University Bookstore: Optimism Despite Adversity

18

Meitlað í stein: Um jarðfræðileg sambönd og framtíð Öskjuhlíðar Rooted in Rock: Examining Ecological Relationships and the Future of Öskjuhlíð

23

Nýtt áskriftarkort í Þjóðleikhúsið: „of gott til að vera satt!“ A new subscription card for the National Theatre: “too good to be true!”

27

Mikil fjölgun alþjóðanema: Hvað mætti betur fara Major Increase in the Number of Inter­national Students: What We Could Do Better

32

Kvalir hvala: Vistmorð Hvals hf. á langreyðum A War on Whales: Hvalur hf.’s ecocide on Fin Whales

36

Stríðið í Úkraínu: dramb, stolt og þjóðernishyggja The War in Ukraine: Arrogance, Pride, and Nationalism

41

Mannréttindafræðsla í boði lögfræðinema Workshop in human rights offered by law students

43

Babúska Babushka

46

Potturinn The Pot

52

RIFF 2023: Á bak við tjöldin: Viðtal við Ragnar Jón Hrólfsson, samskiptastjóra, og Sunnu Axels, framleiðanda Behind the scenes at RIFF 2023: Interview with PR Agent Ragnar JónHrólfsson and Producer Sunna Axels

54

Að vinna eða ekki vinna: Frá sjónarmiði háskólanema To Work or not to Work: A Student’s Perspective

57

Stjórnmál framtíðarinnar The politics of the future

59

Þrír dagar með kindum Three days living with sheep

Hönnun og umbrot / Design and layout Margrét Lóa Stefánsdóttir @margretloa Myndskreyting á forsíðu / Cover illustration Guðrún Sara Örnólfsdóttir @gunnatunna Letur Ouma Latin VF (Universal Thirst) FreightText Pro Cabinet Grotesk Prentun / Printing: Litlaprent Upplag / Circulation: 600

4


Blaðamenn

Journalists

Alina Maurer

Ester Lind Eddudóttir

D. Douglas Dickinson

Glory Kate Chitwood

Helen Seeger

Jean-Rémi Chareyre

Sæunn Valdís Kristinsdóttir

5


Ávarp ritstjóra

KÆRU STÚDENTAR, Á síðustu árum hefur myndast hefð hjá Stúdenta­blaðinu. Sú hefð felst í því að hvert tölublað af fjórum skuli snúast um ákveðið þema. Þegar við í rit­stjórn settumst niður á fyrsta fundi skólaársins ákváðum við að halda áfram á sömu braut. Þá kom að því að ákveða hvaða málefni við vildum leggja áherslu á í hverju blaði, og sú hugmynd kom upp að nota þemu síðasta árs en snúa þeim á hvolf. Það reyndist nokkuð auðgert með friðinn sem yrði að stríð og framtíðinni sem yrði að fortíð. En fyrsta tölublað síðasta árs var tileinkað hinsegin­ leikanum og þriðja tölublað um­­hverfinu. Það reyndist erfiðara að finna þema sem væri bein andstæða við hinseginleika. Siðvenjufesta? Ritstjórnin taldi það hugtak ekki líklegt til að fylla blaðamenn miklum inn­blæstri… Hvað umhverfið varðar var enn síður augljóst hver andstæða þess ætti að vera. Einróma niðurstaða ritstjórnarinnar varð sú að um­­hverfið skyldi aftur vera þema þriðja tölublaðs, enda flest sammála um að það málefni sé orðið svo fyrirferðarmikið að varla verður fjallað of mikið um það. Hvað fjórða þemað varðaði var síðan ákveðið að aðlögun yrði fyrir valinu, af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi á það hugtak til að stinga upp kollinum í umræðunni þegar innflytjendum fjölgar, en stríðið í Úkraínu hefur einmitt leitt til þess að umsækjendum um vernd hefur fjölgað töluvert að undanförnu, með tilheyrandi

Editor's Address

umræðum um innflytjendamál í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og í kaffi­stofum landsins. Í öðru lagi hefur alþjóðanemum sem stunda nám við Háskóla Íslands líka fjölgað töluvert en mörg innan teymis Stúdentablaðsins eru einmitt alþjóðanemar og láta sig þessi mál varða. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrsta tölublaðið yrði tileinkað stríði, síðan kæmi aðlögun, svo umhverfið og að lokum fortíðin. Það var hins vegar líka ákveðið að blaðið skyldi ekki takmarka sig við aðalþemað hverju sinni, heldur líka fjalla um ýmis fréttatengd málefni óháð því. Í þessu fyrsta blaði má meðal annars finna spaugilega frásögn frá Októberfest (frá sjónarhóli Þjóðverja), hugleiðingar um áform um skógar­eyðingu í Öskjuhlíð og umfjöllun um fjölgun alþjóðanema og óánægju stúdenta vegna tafa í afgreiðslu dvalar­leyfa. Skapandi skrif fengu líka sitt pláss í blaðinu, meðal annars í formi glæpa­smásögu í gervi stjörnuspár! Í stuttu máli vantar ekki upp á fjölbreytileikann í þessu fyrsta tölublaði Stúdentablaðsins 2023-24. Ég minni á að Stúdentablaðið er okkar allra, og ef þú vilt leggja þitt af mörk­um við birtingu efnis í blaðinu má alltaf senda inn efni og ábendingar á netfang okkar, studentabladid@hi.is, eða hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum. Jean-Rémi Chareyre Ritstjóri Stúdentablaðsins 2023-24

6


DEAR STUDENTS, During the last few years, a tradition has emerged at the Student Paper. It consists in choosing a particular theme for each of the four issues of the paper. When the members of the editorial team sat down at their first meeting of the school year, we decided that we would honour that tradition. When the time came to pick the theme for each issue, the idea came up of using the opposites of last year’s themes. It turned out to be rather easy with peace, which would become war, and the future, which would become the past. But last year’s first issue was dedicated to queerness and the third issue to the environment. It turned out to be more challenging to find the opposite of queerness. Orthodoxy, perhaps? The editorial team felt that such a theme was unlikely to inspire journalists much… When it came to the environment, it was even less obvious what the opposite should be. The editorial team came to a unanimous agreement according to which the environment would once again be the main theme of the third issue, as many will agree that environmental issues have become so critical that there can barely be too much discussion about them. Another theme was then agreed upon, integration, for two main reasons. First, the concept tends to rear its head in public discussions at times when there are increasing numbers of immigrants in a society, and the war in Ukraine has certainly lead to an increase in the number of applications for refugee status in Iceland, accompanied by discussions about immigration in the media,

7

on social media and in the country’s cafeterias. Secondly, the number of international students at Háskóli Íslands has also increased and many members of the Student Paper’s team are themselves international students. As such, the issue is close to their heart. To sum it up, the team decided that the first issue would be dedicated to war, the second to integration, the third to the environment and the last to the past. However, it was also decided that the paper should not limit itself to those main themes only. Instead, it would also feature news-related articles independent of the main theme. The first issue features, among others, a farcical account of Októberfest from a German’s point of view, musings about a plan to deforest a large part of Öskjuhlíð, a report of the increasing number of international students and distress caused by tardiness in the issuance of residence permits. Creative writing also has its place in this first issue, among others in the form of a mystery short story disguised as a horoscope! In short, this first issue of the 2023-24 Student Paper is perhaps best characterised by its diversity. Let me remind students that the Student Paper is for all of us, and if you would like to participate in the publication of articles you can always send us some material or comments at studentabladid@hi.is, or contact us through social media. Jean-Rémi Chareyre Editor of the Student Paper 2023-24


Ávarp forseta Stúdentaráðs Student Council’s President Address

KÆRU STÚDENTAR, Stúdentaráð Háskóla Íslands lætur sig varða öll þau mál sem koma stúdentum við á einn eða annan hátt. Ráðið berst fyrir bættum kjörum stúdenta innan sem utan veggja háskólans. Það er ekki úr lausu lofti gripið að kalla þetta baráttu, enda er gjarnan við ævagamlar venjur eða ólík sjónarmið að etja. En til þess að skilja hlutverk Stúdentaráðs þarf fyrst að skoða hverjir eru stúdentar og hverjir eru hagsmunir þeirra. Til að byrja með eru stúdentar stór samfélagshópur. Við Háskóla Íslands stunda um 14.000 stúdentar nám þetta skólaárið og þá á eftir að telja stúdentana í hinum sex háskólum landsins. Það væri í raun mjög óeðlilegt ef ekki væru til málsvarar fyrir svo stóran hóp. Þetta er fjölbreyttur hópur, sem á það þó sameigin­­­­­legt að stunda nám við háskóla. Það er því auðséð að bætt námslánakerfi, fjölbreyttari kennslu­hættir og trygg fjármögnun háskólans hljóta að liggja á borði Stúdentaráðs. Það er ekki síður mikilvægt fyrir háskólann að innan skólans sé virk umræða um hvað sé stúdentum fyrir bestu. Þetta er ekki allt, við hættum ekki að vera stúdentar þegar við komum heim eftir langan skóladag. Það er því óhjákvæmilegt að hagsmunabarátta stúdenta fjalli einnig um húsnæðismál, leikskólamál, atvinnuleysis­bætur, umhverfismál og mikið meira. Það verður ljóst á þessari upptalningu að baráttan er fjölbreytt,

en í vetur eru blikur á lofti um að helsti vígvöllurinn verði á sviði Mennta­sjóðs námsmanna. Á haustþingi liggur fyrir endurskoðun á námslána­kerfinu, sem er gullið tækifæri fyrir stjórnvöld til þess að gera þarfar breytingar á sjóðnum. Stúdentar búa við ófullnægjandi stuðningskerfi og það birtist svart á hvítu þegar gögn um fæðuöryggi eru skoðuð. Þar kemur fram að um 3% stúdenta hafa neitað sér um mat í heilan dag vegna fjárhagsstöðu og 21% stúdenta borða ekki næringar­ríkan mat af sömu ástæðu. Þetta er alvarleg sviðsmynd sem kallar á raunveruleg viðbrögð. Stúdentaráð heyjar friðsæla baráttu, og hefur gert um árabil. Í október 1975 gerðu stúdentar tveggja daga verkfall til að mótmæla skerðingu námslána. Þann 15. nóvember 1976 mótmæltu stúdentar nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman í menntamála­ráðuneytinu. Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hafði betur. Gremja stúdenta í garð námslánakerfisins er því allt annað en nýtilkomin og rík ástæða til að halda þeirri góðu baráttu áfram til þessi að stefna í átt að samfélagi þar sem jafnt aðgengi er að námi fyrir öll. Rakel Anna Boulter, Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023-2024

8


The list is long and it shows that the struggle is diverse, and there are indications that the main battle will concern the Student Loan Fund in the next few months. A reassessment of the student loan system is scheduled during this fall’s parliamentary session, which is a perfect opportunity for the government to implement a necessary reform of the fund. The support system as it is today is insufficient which is clear when data on food security is scrutinised. 3% of students have denied themselves of food for a whole day due to financial difficulties and 21% do not eat nutritious food for the same reasons. This is a serious situation which calls for a substantial reaction. The Student Council advocates peacefully, and has done so for many years. In October 1975, students had a two day strike protesting student loan cuts. On the 15th of November 1976, students protested against new arrangements concerning the loan system through a gathering at the Ministry of Education. In 2013, the Student Council sued the Icelandic state regarding the Student Loan Fund and won the court case. Students’ discontent regarding the student loan system is therefore not a recent development and there is every reason to keep this important struggle going, in order to aim for a society in which equal access to education is a reality.

DEAR STUDENTS, The Student Council is involved in every issue concern­ ing students in one way or another. The Council advocates for improved living conditions of students inside as well as outside the university’s walls. It is not too much to call this a struggle, as it is customary to bump into old habits and conflict­ing points of view. But in order to understand the Student Council’s role it is necessary to first have a look at who the students are and where their interests lie. First, students are a large social body. About 14.000 students study at the University of Iceland this year and then there are many more who are registered at one of the ­country’s other six universities. It would indeed be very unnatural if such a numerous group had no advocate. This is a diverse group, which has in common that all of its members are university students. It is obvious that a ­better student loan system, more diverse teaching methods and a reliable financing of the university are all issues that should be addressed by the Student Council. It is not less import­ant for the university itself to have an act­ive ­discussion of student interests inside its walls. And that is not all, as we do not cease to be students when we come home after a long school day. It is therefore inevit­able that students’ advocating should also touch on housing iss­ues, preschool issues, unemployment benefits, environ­mental matters and much more.

Rakel Anna Boulter, The University of Iceland’s Student Council President 2023-2024

9


GREIN/ARTICLE

Alina Maurer

ÞÝÐING/TRANSLATION

Guðný N. Brekkan

Þjóðverji metur íslenska Októberfest A German Rates The Icelandic Októberfest

MYNDIR/PHOTOS

Pétur Már, Alina Maurer (amazing Photoshop skills)

Það er margt sem ég sá þessa þrjá daga á Októberfest. Stundum kannski aðeins of mikið. Ég sá Pál Óskar í allri sinni glitrandi einhyrninga- og regnboga dýrð heilla mann­fjöldann, ClubDub og Birni gjörsamlega svífa í ótamdri hjörð af mestmegnis ungum Íslendingum og ég varð vitni að hinni klass­ísku hátíðarhegðun. Þú gisk­aðir rétt. Fólk að ríða inni á kamri. Við skulum samt byrja á því augljósa. Af hverju í ósköpunum er þetta kallað Októberfest þegar hún er bókstaflega haldin í september??? Ég er með svo margar spurningar.

I saw a lot in those three days at Októberfest. Maybe too much. I saw Páll Óskar enchanting the crowd with his glittery rainbow-unicorn glory, witnessed ClubDub and Birnir absolutely soaring the untamed horde of mostly young Icelanders, and observed THE ultimate festival classic. You guessed right: people fucking in the porta-potties. Let’s start with the most obvious thing. Why on earth is it called Októberfest when the festival is literally held in September??? I have so many questions.

10


O’ZAPFT IS! (EINFALDLEGA: BJÓRINN ER Á KRANA)

O’ZAPFT IS! (BASICALLY: THE BEER IS TAPPED)

Fyrst og fremst þá er ég hinn fullkomni aðili til að meta Októberfest. Kem ég upprunalega frá paradís ­pylsna, ættjarða­rástar og móðurlandi hinnar upprunalegu Oktoberfest? (Þér til upplýsingar þá er það Bæjaraland) - Nei, en ég er frá nágrannaríkinu og við ERUM með kringlur!!! Var ég fyllt djúpri skömm og örlitlu hatri gagnvart Lederhosen og Dirndl (kynþokkafyllri útgáfu íslenska þjóð­ búningsins) þangað til ég var svona 19? - Svo sannarlega. Ótrúlegt en satt, þá á ég ennþá dirndl, þar sem hópþrýstingur varð til þess að ég eyddi yfir 150€ í einn slíkan. Hef ég andstyggð á þýska Schlager, tegund af karl­ rembuþjóðlagatónlist sem er spiluð á Oktoberfest? - Algjörlega. Samt sem áður fær nóg af áfengi þig til að týna eigin mörkum í tónlistarsmekk (mæli ekki með). En hey, ég er Þjóðverji þannig að ég er sennilega betur fallin en mörg til að meta íslenskt Októberfest. Gerum þetta.

First of all, I am the perfect candidate to rate Októberfest. Do I originate from the paradise of sausages, patriot­ism, and the motherland of the original Oktoberfest? (aka Bavaria) - No, but I am from the neighbouring state and we DO have pretzels!!! Did I possess deep embarrassment and occasional hatred for Lederhosen and Dirndl (the sexier version of the Icelandic Þjóðbúningur) until I was like 19? - Indeed. Oddly enough, I still own a dirndl, as peer pressure made me spend over 150 € on one. Do I detest German Schlager, the type of often sexist folk music that is played at Oktoberfest? - Absolutely. With that said, enough alcohol makes you lose your own boundaries in musical taste. Either way, I’m German, so I am still better suited than most to rate the Icelandic Októberfest. Here we go. KIDS’ CAMP JUST DRUNK(-ER) The first thing I noticed when I stumbled upon the muddy festival pit was the smell of the tent. In a (kind of) melancholic way it reminded me of long summer days in a kids’ camp with a gazillion other loud children. I guess this is also how Októberfest could be summarised. The scent of the earthy, muddy soil mixed with the thick plastic smell of the festival tent created this universally nostalgic damp and stuffy camp scent. Enough of smells though and back to the party. The first night of Októberfest was supposed to start with THE Icelandic troubadour, Bubbi Morthens (somehow my Icelandic boyfriend got offended by calling Bubbi that?). Unfortunately, he couldn’t make it, so Ásgeir Trausti took over and opened the festival with his soft and melodic compositions. I noticed that, while the status quo at the orig­ inal Októberfest is wearing some fancy Dirndl and dashing Lederhosen, the Icelandic equivalent is more like having bleached hair, an orangey fake tan and super low pants to enable a sneak-peek at one’s underwear. Though, surprisingly, I did see a few people in Lederhosen and in a Dirndl! Between the 4 tents, there was something for everyone. In the Siminn tent, there was karaoke, a silent disco, a glitter painting feast, and beer pong. Meanwhile, in the Tuborg and Redbull tents, artists performed non-stop, making it some­ what difficult to choose where to rush next without needing a time-turner. Luckily for me, the Icelandic pop, rap, and folk music played at Októberfest was far more to my taste than the music enjoyed in the original version. Though it could have helped that, while I mimic-screamed the lyrics, I didn’t really understand much of them.

SUMARBÚÐIR NEMA ÖLVAÐRI Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég rakst á drull­uga­­hátíðar­ svæðið, sem var á malarstæðinu fyrir framan háskólann, var lyktin í tjaldinu. Á (frekar) melankólískan hátt minnti hún mig á langa sumardaga í sumarbúðum með fullt af öðrum háværum börnum. Á vissan hátt er hægt að líkja Októberfest við það. Moldarkeimurinn í bland við sterka plastlykt af hátíðartjaldinu bjó til þessa röku og þykku sumar-/tjaldbúða lykt sem allir þekkja örugglega. En nóg um lyktina og aftur í partíið. Fyrsta kvöld Októberfest átti að byrja með ís­­lenska­­trúbadornum Bubba Morthens (af einhverjum ástæðum móðgaðist íslenski kærastinn minn við að ég kallaði Bubba það?) En því miður komst hann ekki svo Ásgeir Trausti tók við og opnaði hátíðina með mjúku og lagrænu tónsmíðunum sínum. Ég tók eftir að þó að venj­an­á upprunalega Októberfest sé að klæðast hríf­andi Dirndl og flottum Lederhosen þá er íslenska útgáfan meira að vera með aflitað hár, appelsínugula gervi­brúnku og svakalega lágar buxur sem sýna nær­fötin. Ég sá reyndar nokkra í Lederhosen og Dirndl! Innan tjaldanna fjögurra á svæðinu var eitthvað í gangi fyrir alla. Í Símatjaldinu var boðið upp á karókí, þögult diskó, glimmermálningaveislu og bjórpong. Samtímis í tveimur af hinum tjöldunum, Tuborg og Redbull, voru listamenn að koma fram stanslaust sem gerði það að verkum að erfitt var að velja hvert átti að flýta sér næst án þess að nota tímabreyti. Sem betur fer var íslenska popp-, rapp- og þjóðlagatónlistin sem var spiluð á Októberfest mun meira minn smekkur en tónlistin sem nýtur sín í upprunalegu útgáfunni. Ein ástæðan

11


MEIRA EINS OG SEPTEMBERFEST Þar sem um hátíð er að ræða og venja að fólk verði nokkuð drukkið er vert að taka það fram að fyrstu tvö kvöldin var áfengisneysla mín ekki í takt við öll hin. Flest voru alveg út úr því sem gerði það að verkum að það var erfitt að við­halda nægu plássi ásamt því að njóta sýningarinnar. Eftir tónleika Birnis þurfti ég í alvörunni að olnboga mig út með það á tilfinningunni að ég væri að berjast fyrir lífi mínu í íslensku útgáfunni af Hungurleikunum og óttaðist hinn hrottalega dauðdaga að vera troðin undir (ég sé fyrir mér símtalið við mömmu einhvern veginn svona: „Dóttir þín var troðin til bana á íslensku Októberfest!“ Mamma: „Æ, ekki einu sinni á þeirri upprunalegu?! Skamm!“). Þetta varð þó betra seinasta kvöldið. Mögulega vegna þess að ég reyndi ekki lengur að vera fremst við sviðið og áfengisneyslan jókst stöðugt og jafnaðist á við hin. Á heildina litið var hátíðarsvæðið kannski aðeins of lítið miðað við magnið af seldum miðum eða þá að Íslendingar elska spennuna við að vera við dauðans dyr. En af hverju er Októberfest haldin í september? Frá fjölmörgum nafnlausum aðilum heyrði ég hvíslað að hátíðin hafi verið haldin í október.

MORE LIKE SEPTEMBERFEST As it is a festival and it is customary for people to be quite drunk, it is worth noting that during the first two nights, my level of alcohol consumption did not really match the other people’s. Most people were out of it, making it difficult to maintain enough space to truly enjoy a performance. After the Birnir concert, I had to elbow my way out of the crowd. It felt like I was fighting for my life in the Icelandic version of the Hunger Games, while fearing the brutal death of being trampled. What a great way to go! (I envision the call to my mum going something like this: “Your daughter was trampled to death at the Icelandic Októberfest!” – Mum: “Oh, not even the original one?! Shame on her!”) The last night was a bit better, perhaps because I gave up on pushing my way to the front of the stage, and maybe because my alcohol consumption finally matched the others’. Overall it did seem like the festival area was a bit too small for the amount of tickets they sold or Icelandic people just love the thrill of death. But why is Októberfest held in September? From numerous anonymous sources I heard the whisper that apparently the festival used to be held in October. But, then again, we live on an island in the middle of the North Atlantic so,

12


Það bara vill svo til að við búum á eyju í miðju NorðurAtlantshafi þannig að auðvitað verður skítaveður því nær sem dregur hinum endalausa vetri. Veturinn nálgast býst ég við. Þess vegna var Októberfest að lokum færð aftur í september. Eitt sem veltist um í ölvunarhugleiðingum mínum alla þrjá daga hátíðarinnar voru örlög fuglanna í Vatnsmýrinni. Ég veit að gæsirnar eru dónalegir asnar sem láta eins og þær stjórni borginni ásamt því að ráðast á saklausa vegfarendur. Engu að síður fann ég til með þeim. Bassinn sendi djúpan titr­ing út eftir jörðinni sem sennilega stressaði vesalings skepn­urnar hálfa leið ofan í snemmbúna gröf. En hey, Októberfest kostar sitt og gæsirnar þurfa bara að borga. HVAR ERU KRINGLURNAR??? Á heildina litið, get ég mælt með því að fara á Októberfest? Já, algjörlega. Ef þú ert til í stóran drukk­inn mannfjölda og drullupolla þá áttu eftir að ­skemmta þér stórkostlega. Þú átt eftir að sjá allt það besta í íslensku poppsenunni, hitta fullt af drukknu fólki sem mun svo hunsa þig þegar þú rekst edrú á það á göng­um háskólans (gæti þó verið minnisleysi) og þú getur troðið í þig frábærum en dýrum mat úr matarbílum. En hvar eru kringlurnar samt??

naturally, the weather tends to get shittier the closer we get to the endless winter. Winter is coming, I guess. That is why Októberfest was eventually “preponed” to September. To be fair, the actual Oktoberfest is also mainly held in September (until the first weekend of October though), so I really can’t complain. One thing that plagued my drunken thoughts throughout the three days of the festival was the fate of the nearby birds in the Vatnsmýri nature reserve. I know the geese are rude brats, acting like they run the city themselves all while attacking innocent pedestrians. But nevertheless, I felt a bit bad for them. The rumbling bass infused the sludgy soil with deep vibrations, probably scaring these poor creatures half to death. But hey, Októberfest needs to come at a price and the geese just need to pay it. WHERE ARE THE PRETZELS??? So overall, can I recommend going to Októberfest? Yes, I absolutely can. If you’re into heavy drunken crowds and mudslides, you’ll have a great time! You’re going to see the crème de la crème of the Icelandic pop scene while meeting a ton of new drunk people that will just ignore you once you soberly bump into them in the uni hallway (might be the lack of memory though)! And the best part: You can stuff yourself with great yet overpriced food from the food trucks! Where are the pretzels though??

13


MYNDIR/PHOTOS

Glo Chitwood

14


GREIN/ARTICLE

Jean-Rémi Chareyre

ÞÝÐING/TRANSLATION

Oliwia Björk Guzewicz

Bóksala stúdenta: bjartsýni þrátt fyrir mótlæti The University Bookstore: Optimism Despite Adversity STARFSFÓLKIÐ HJÁ BÓKSÖLU STÚDENTA siglir inn í nýtt skólaár fullt af metnaði eftir að ýmsar breytingar voru gerðar á rekstrinum. Salan dvínaði örlítið í Covid faraldri­num en eftir erfitt tímabil og töluverða endur­skoðun á stefnu og starf­semi Bóksölunnar er bjartsýnin að komast aftur á dag­ skrá hjá starfs­mönnunum. Starfsfólkið er óhrætt við að róa á ný mið enda var nýr verslunar­stjóri ráðinn í sumar. Forsvarsmenn vilja gera Bóksöluna að þægilegum viðverustað sem er meira en bara bókabúð.Barnahorn, bókakaffi og tónleikar eru meðal þess sem Bóksalan mun bjóða upp á, en aukin fjölbreytni í vöru­ úrvali er líka lykill að framtíð hennar. BREYTT UMHVERFI Í HEIMI BÓKSÖLUNNAR Bóksala stúdenta er með fjölbreytt úrval af bæði námsbókum og almennum bókum, hvort sem er á prenti eða í rafrænni útgáfu. Sala á prentuðum bókum hefur dalað eitthvað eftir tilkomu rafbóka og samkeppnin í sölu rafbóka er mikil. „Netbókasalan okkar er mjög öflug en vandinn er að fólk kaupir einfaldlega færri skólabækur en áður. Við vitum ekki almennilega hvernig á þessu stendur. Það getur verið að í einhverjum tilvikum sé fólk að kaupa rafbækur á öðrum síðum en við höfum verið að h­vetja­­kennara til að benda frekar á netbóksöluna okkar„ segir Heiður Anna Helgadóttir upplýsingafulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta. Bóksalan hefur verið með skiptibókamarkað á haustin­­ og vorin en þar er tekið við öllum námsbókum sem eru kenndar á komandi misseri hverju sinni. Stúdentar sem skila bókum fá inneign sem jafngildir 40% af upphaf­legu verði bók­ arinnar. „Salan á skipti­bókum hefur hins vegar verið of lítil,“ segir Anna Lára Árnadóttir verslunarstjóri „og ein ástæðan fyrir því er að nýjar útgáfur koma út árlega og kennarar gera gjarnan kröfu um að nemendur kaupi nýjustu útgáfuna, þrátt fyrir að efnið breytist oft mjög lítið á milli ára.“ „Þetta verður til þess að eftirspurn eftir skiptibókum er frekar lítil og þetta felur líka í sér mikla sóun, þar sem marg­ar af þessum bókum eru í góðu ástandi og vel nothæfar. Við viljum halda áfram með skiptibóka­markaðinn en þurfum að finna lausn á þessu sem allir eru sáttir við.“ MEIRA EN EINGÖNGU BÆKUR „Bókabúð í dag þarf að snúast um annað og meira en eingöngu að selja bækur,“ segir Heiður Anna Helgadóttir upplýsinga­fulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta. „Við viljum vera meira eins og bókasafn eða kaffihús: staður til að vera á og hitta aðra, viðverustaður.

STAFF MEMBERS AT THE UNIVERSITY BOOKSTORE started the new school year filled with ambitions after several changes have been made to the management. Sales subsided slightly during the Covid pandemic but after a difficult few years and considerable revision of the bookstore's policy and management, optimism is back on the employees’ agenda. The staff are ready to conquer new territory as a new store manager was hired this summer. The representatives want to make the store into a comfortable place that is more than just a bookstore. Children’s corner, a book café and live music are among the things that will be offered by the store, along with an increased variety of products for sale which they consider to be a key to the store's future. CHANGED ENVIRONMENT IN THE BOOKSTORE WORLD The University Bookstore has a diverse selection of both textbooks and regular books, whether in a print or online form. Sales of printed books have decreased after the arrival of e-books and competition in book sales is intense. “Our online bookstore is doing quite well but the problem is that people tend to purchase fewer school textbooks than they used to. We don't really know what's causing this. It may be that in some cases people are buying e-books on other sites, but we have been encouraging teachers to point to our online bookstore instead,” says Heiður Anna Helgadóttir, Icelandic Student Services’ public relations officers. The bookstore has been organising a book exchange market during fall and spring, where all textbooks that are taught during the coming school term are accepted, and students who return books receive a credit equal to 40% of the original price of the book. “However, sales of exchange books have been too low,” says store manager Anna Lára Árnadóttir, “and one of the reasons for that is that new editions are published every year and teachers like to insist that students buy the latest edition, despite the fact that the material often changes very little between years.” “This means that the demand for trade-in books is quite low, and this also involves a lot of waste, as many of these books are in good condition and very usable. We want to continue with the book exchange market, but we need to find a solution that everyone is happy with.” MORE THAN JUST BOOKS “Today's bookstore has to be about something else and more than just about selling books,” says Heiður Anna Helgadóttir,

15


Við erum með alls konar hugmyndir en viljum líka heyra hvað öðrum finnst, og erum þess vegna að fara að stofna rýnihóp til að kanna hvað stúdentar eru helst að kalla eftir.“ Í Bóksölunni er nú að finna barnahorn með leik­föngum þar sem börn geta sinnt mikilvægum erindum á meðan for­eldrar leika sér að því að handfjatla bækur. Í bókakaffinu geta önnum kafnir stúdentar kúplað sig í smástund frá náminu og látið sig dreyma um af­­slöppun og iðjuleysi með kaffibolla í hendi, en þar er boðið upp á gæðakaffi, bakkelsi og súkkulaði á stúdentaverði. Hugmyndir eru einnig uppi um að bjóða upp á plöntu­ skiptahorn og bókaskiptahorn þar sem stúdentar og aðrir geta skipst á plöntum og bókum. Þar að auki býður Bóksalan upp á fría aðstöðu fyrir viðburði svo sem upplestur eða tónleika. AUKIN FJÖLBREYTNI Í VÖRUÚRVALI Bóksalan er í hjarta háskólasvæðisins en þar eru fáar aðrar verslanir og þess vegna býður Bóksalan upp á ýmsa smávöru fyrir utan bækur. Þar fást meðal annars ritföng, nytja- og gjafavörur, fatnaður merktur Háskólanum og leikföng. Bóksalan reynir einnig að tileinka sér umhverfis­vænni starfsemi með því að halda sóun í lágmarki og draga úr notk­ un umbúða. Þá eru rafbækur töluvert umhverfisvænni en prentaðar bækur. Sala til útlanda hefur lengi verið mikilvæg stoð í rekstri hennar en bókasöfn og aðrar stofnanir í út­­löndum eru mikilvægir viðskiptavinir. Þá geta einstak­lingar í útlöndum einnig verslað bækur í gegnum vefverslun Bóksölunnar. Stúdentar eru tíðir gestir en fólk kemur alls staðar til að versla bækur auk þess sem landsbyggðin kaupir töluvert af bókum í gegn­ um vefverslunina. Þá tók búðin nýlega upp á því að selja nýjum stúdentum „start-pakka“ með kodda og sæng frá Ikea. „Við viljum bjóða upp á gæðavöru en reynum að halda álagn­ingu í lágmarki enda erum við óhagnaðar­drifið fyrir­ tæki,“ segir Anna Lára. „Við bjóðum líka upp á að sérpanta bækur hvaðanæva úr heiminum, og það getur reynst hagkvæmara að panta í gegnum okkur held­ur­en að panta beint á netinu, þar sem við getum keypt bækur í heildsölu og sendingar­kostnaðurinn verður minni þannig. Þar að auki höldum við álagning­unni í algjöru lágmarki.“ ÓHAGNAÐARDRIFIN STARFSEMI SEM GEGNIR LYKILHLUTVERKI Bóksala stúdenta er rekin af Félagsstofnun stúdenta sem er sjálfseignarstofnun í eigu stúdenta Háskóla Íslands. Hluti skrásetningargjalds rennur til FS en stofnunin er óhagnaðar­ drifin. Hún rekur einnig Stúdentagarðana, Hámu og Stúdenta­­kjallarann ásamt tveimur leikskólum á Eggertsgötu. „Við vinnum mjög náið með Stúdentaráðinu og við viljum heyra hvað stúdentar vilja vegna þess að þeir eiga aðild að þessari stofnun,“ segir Heiður Anna upplýsingafulltrúi. „Við hvetjum alla stúdenta til að versla við Bóksöluna frekar en við stærri keðjur enda stendur hún í hjarta háskólasvæðisins og við viljum gera allt til að halda henni blómstrandi.“

Icelandic Student Services’ public relations officers. “We want to be more like a library or a coffee shop: a place to be at and to meet others, a place of presence. We have all kinds of ideas, but we also want to hear what others think, and that's why we're starting a focus group to investigate what students need the most.” In the Bookstore there is now a children's corner with toys where children can go on about their business while their parents play with books. In the book café, busy students can take a break from their studies and dream of relaxation and idleness with a cup of coffee in hand, as the place offers quality coffee, pastries and chocolates at student prices. There are also ideas for offering a plant exchange corner and a book exchange corner where students and others can exchange plants and books. In addition, the bookstore offers free facilities for events such as read­ings or concerts. INCREASED VARIETY IN PRODUCT RANGE ​​The bookstore is located in the heart of the university campus, and there are few other shops around, which is why the store offers various everyday products besides books. Among other things, customers can purchase stationery, utility and gift items, University-branded clothing and toys. The bookstore also tries to be environmentally friendly by keeping waste to a minimum and reducing the use of packaging. E-books are also considerably more environmentally friendly than printed books. Sales abroad have always been an important pillar of the store's operation, as libraries and other institut­ions in other countries are also important customers. Individuals abroad can also shop for books through the Bookstore's online store. Students are frequent visitors, but people come from everywhere to shop for books, and the Icelandic countryside purchases quite a few books through the online store. The store also recently started selling a “start-pack” to new stud­ ents that includ­es a pillow and a blanket from Ikea. “We want to offer quality products, but we try to keep the markup to a minimum, as we are a non-profit-driven company,” says Anna Lára. “We also offer to order books from anywhere in the world, and it can be more economical to order through us than to order directly online, as we can buy books wholesale and the shipping costs will be lower that way. Moreover, we keep the markup to an absolute minimum.” NON PROFIT-DRIVEN ACTIVITIES THAT PLAY A KEY ROLE The University Bookstore is run by Icelandic Students Services, which is a non-profit organisation owned by stud­ ents of the University of Iceland. Part of the registration fee goes to the services, but the organisation is not for profit. It also runs Student housing, Háma and Stúdentakjallarinn along with two preschools on Eggertsgata. “We work very closely with the Student Council and we want to hear what students want because they are a part of this organisation,” says Heiður Anna, public relations officer. “We encourage all students to shop at the Bookstore rather than at the larger chains, as it is in the heart of the university campus and we want to do everything we can to keep it flourishing.” 16


Edda Sól er menntaður jarðfræðingur og kemur frá Patreksfirði. Hún er einnig menntuð sem leiðsögumaður enda mikil fjallageit og tekur hópa í göngur upp á fjöll.

Edda Sól has a degree in geology and comes from Patreksfjörður. She is also an enthusiastic mountaineer, and as a certified mountain guide she takes groups on hiking tours.

Kristrún er með ástríðu fyrir að dansa og æfir lindy hop. Hún hefur meðal annars kennt dans í háskóladansinum en í dag kennir hún hjá Sveiflustöðinni.

Reinharð hefur starfað hjá Bóksölunni í 30 ár og sér um innkaup á bókum. Hann er með svarta beltið í karate. Hann kennir karate og hefur verið formaður Karatesambands Íslands síðustu 17 ár.

Reinharð has worked for the University Bookstore during the last 30 years and is the purchasing manager. He has a black belt in karate. He also teaches karate and has been president of the Icelandic Karate Association for 17 years.

Anna Lára verslunarstjóri hefur stundað meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við HÍ. Hún ólst upp í Afríku, Asíu og á Selfossi og skrifar smásögur.

17

Kristrún has a passion for dancing and practises lindy hop. She used to teach dance at the University Dance sessions but today, she teaches at the Swing Station (Sveiflustöðin).

Anna Lára is the store manager. She has a Master’s degree in applied editing and publication from HÍ. She grew up in Africa, Asia and Selfoss and writes short stories.


GREIN/ARTICLE

Glo Chitwood

ÞÝÐING/TRANSLATION

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Meitlað í stein: Um jarðfræðileg sambönd og framtíð Öskjuhlíðar Rooted in Rock: Examining Ecological Relationships and the Future of Öskjuhlíð HVENÆR ERUM VIÐ HEIMA? Er heimilið rými í raunheimum þar sem við upplifum virð­ ingu eða hugarró? Manneskja eða hópur fólks? Er hægt að eiga heimili ef samböndin vantar? Er ein föst skilgreining til sem nær yfir fyrirbærið heimili? Þegar ég er heima í Alaska, er mælikvarði okkar á tíma nátengdur fornum skógum. Líftími er ekki reikn­aður í árum, heldur í frjósemi jarðvegarins og berg­grunni sem birtist þegar jöklar hopa. Þegar ís hverfur úr fjallshlíðum sækir mosi fram og breytir grjóti­í jarðveg með efnahvörfum. Þrautseigir frumkvöðlar eins og lúp­ína og elri festa rætur og binda nitur í nýjum jarðvegi til að stuðla að frjósömu umhverfi fyrir aðrar tegundir. Aspir byrja að skjóta upp kollinum innan hundrað ára; harðgerar tegundir eins og greni fylgja á eftir. Þöll þrífst vel í fjölbreyttu og rótgrónu um­­hverfi. Að sama skapi þríf­ umst við sjálf gjarnan best í samfélagi. Við berum nöfn svo við getum lifað í samneyti við annað fólk. Nöfn - yfir hvort annað, yfir aðra hluti - eru einungis nauðsynleg vegna tengsla okkar við hvort annað, og þörfina til þess að lifa í sam­einingu. Tungumál eru verkfæri til að tjá þörfina fyrir líf sem nær lengra en einstaklingurinn. „Eco“ þýðir „heimili“, og því rannsakar vistfræði (e. ecology) allt það sem hefur að gera með heim­ili - um­­hverfið okkar. Þar á meðal eru sambönd allra lifandi og dauðra hluta og ­heimilis þeirra, auk sambands okkar við hvort annað. Vistfræði á sér djúpar rætur í samböndum okkar og tengslum. Til þess að skilja hugtakið heimili betur, skulum við skoða vist­fræði plöntusamfélaga. Gróðursamfélög - það hvernig gróður vex í vistkerfi sem byggist á þörfum hverrar tegundar - er áþreifanlegt sönnunar­gagn um náttúrufræðilega og félagsfræðilega sögu okkar. Með því að rannsaka gróður getum við séð hvaðan við komum og spáð fyrir um hvert för okkar er heitið. Samböndin sem ég lýsi í þessari grein lýsa minni persónu­ legu upplifun, en mín upplifun er ekki bundin við mig eða nærumhverfi mitt. Frumbyggjar víðsvegar um heiminn ­­teng­­jast náttúru sinni - heim­ili sínu - traustum böndum og hafa gert í þúsundir ára. Rætur þessara tengsla liggja djúpt; ættartré eru samofin vistkerfum svo langt aftur í tímann að það er ómögulegt að aðgreina manneskjur frá náttúrunni. Við erum hönn­uð til þess að vera á jörðinni; þróun mannkyns hefur séð vandlega til þess að við eigum djúpt samband við heim­ili okkar. Þar með er ekki sagt að öll eigum við einsleitt og keimlíkt samband við umhverfi okkar. Upplifanir okkar eru nátengdar landinu sem við erum stödd á, og á jörðinni er að finna

WHEN ARE WE HOME? Is home a physical space in which we feel respected? A person or group of people? Can home exist without relation­ships? Is there one static definition? When I am home in Alaska, we calculate time in old growth forests. Lifetimes are measured not in years but in the richness of the soil and bedrock revealed by glacial retreat. As ice pulls away from mountainsides, lichen takes hold of landscapes, using metabolic processes to create soil from rock. Resilient pioneers like lupine and alders take root and fix nitrogen in new soil to create a fertile environ­ ment for species to grow. Cottonwood trees spring up within a hundred years; robust species like spruces follow. Hemlocks thrive in well-established communities. We among them also tend to thrive in community. We have names so we can exist in community with each other. Names–of each other, of other things–are only necessitated by relationships and a need to live collectively. Language has given us a way to express the need to live outside of the individual. ‘Eco’ means ‘home’, and so ‘ecology’ is the study of relationships with home. This includes the interconnected relationships of all living and nonliving things and home, including our relationships with each other. Ecology is deeply embedded in our relationships. To better understand home, we can look to the ecology of plant communities. Plant succession–the order in which plants grow in an ecosystem based on their needs–is the physical evidence of our natural and social history. It is a timepiece; if we look closely, it shows us where we have been and predicts where we will go. The relationship described here is my perception, but it is not unique to me or unique to my home. Indigenous people all over the world, for example, have fostered deep, reciprocal relationships with home for thousands of years. Their roots run deep; family trees intertwine with natural systems so far back it’s impossible to distinguish human from nature. We were designed to be on Earth; quite literally, human evolution has carefully crafted us to have a deep relationship with home. This does not mean that everyone shares a homogenous relationship with the environment. Our identities and experiences are intertwined with the experiences of the land, and Earth contains multitudes: endless biodiverse environments, social richness, vast cultural experiences and knowledge. Each of us can sit in front of the same tree in a forest and have a unique experience. Our relationship with the natural 18


ótal mismunandi umhverfi: óendanlega líffræðilega fjölbreytni, marg­breytilegar félagslegar aðstæður og víðfeðma menningar­leg þekkinga. Við gætum öll setið fyrir framan sama tréð í skógi og samt átt einstaka upplifun. Samband okkar við náttúruna getur líka litast af heimsmynd nýlendustefnu og félagslegum kerfum sem rjúfa tengsl okkar við umhverfið og hvort annað á kerfisbundinn hátt. Ég mun ekki halda því fram að ég þekki samband Íslendinga við trén og jörðina; sérstaka náttúru­sögu, einstakt umhverfi og ríkulega menningu sem byggðist upp í takt við útsjónar­samt samfélag í krefj­andi umhverfi. Þessar aðstæður eru kjörin uppskrift að flóknu sambandi við umhverfið. Eitt táknrænt dæmi um samband Íslendinga við tré er núverandi umræða um furutrén í Öskjuhlíð. Ef vistfræði (e. ecology) fæst við tengslin innan heimilis, þá er að sama skapi hægt að skilgreina efnahags­kerfi (e. economy) sem um­sjón og stjórn heimilisins - og samkomulag Reykjavíkur­ borgar, innanlands­flugvallarins og almennings leiða í ljós um­ breytinguna sem er að eiga sér stað hvað varðar sambandið þar á milli. Isavia, sem stýrir starfsemi Reykjavíkur­flugvallar, hefur óskað eftir að 2.900 tré verði felld eins fljótt og hægt er til að ­tryggja aukið flugöryggi. Þessi umræða á sér margar hliðar: hvaða gildi hefur þetta gróna svæði, og vegur það þyngra en óskir flugvallarins? Er flugöryggi nægi­lega góð ástæða til þess að höggva niður tré? Hvaða áhrif hafa innflutt tré sem voru gróðursett fyrir 50 árum á aðrar, innlendar tegundir? Hvernig ákvörðum við hvaða teg­ undir eigi heima hér, á jarðfræðilega ungri eyju sem varð til í kjölfar eldfjallavirkni og var eitt sinn gróður­snautt eyðiland? Ole Martin Sandberg, prófessor í siðfræði náttúr­­­­­u­ nnar við Háskóla Íslands, skrifaði um sam­skipti manns og náttúru í Heimildinni á síðasta ári: „Þetta snýst allt um sjónar­horn. Upplifanir allra eru mismunandi. Við erum ekki bara mótuð af menningu og félagslegum tengslum, heldur einnig af því landslagi sem við ölumst upp í. Annars konar tilfinningar hvað varðar tré eru ekki minna virði – og ekki 19

world can also be limited by colonized worldviews of domination and social systems that systematically sever relationships with the land and each other. Icelanders’ relationships with trees and the land is not one I will claim to know; a distinctive natural history, a unique environment, and a rich culture built alongside innovative civilizations within a challenging landscape. The recipe is bound to nurture a complex relationship with the land. A microcosm of the Icelandic relationship with trees can be found in the ongoing discussion about the pine trees on Öskjuhlíð. If ‘ecology’ is the study of relationships with home, then ‘economy’ means ‘care and management of home’, and the negotiations with the city of Reykjavik, the domestic airport, and the public reveal the ongoing transformation of this relationship. Isavia, the operator of the Reykjawvik Domestic Airport, requests 2,900 trees be felled as soon as possible to improve flight safety. The discussion is multi-dimensional: does this green space have enough value to outweigh the requests of the airport? Is it a good enough reason to cut down trees? How do ‘nonnative’ trees that were planted some 50 years ago impact other species? And on a geologically recent island that at one time was a barren volcanic byproduct, where is the threshold for deciding which species belong? Ole Martin Sandberg, professor in Ethics of Nature at Haskoli Islands, wrote on human-nature relationships in Heimildin last year: “It's all about perspective. We all have different experiences. We are not only shaped by culture and social relations, but also by the landscape in which we grow up. Other feelings about trees have no less value – and are no less human – than mine… Of course, they do not apply to all people, and not all Icelanders either. The well-being of people in different environ­ments is an important issue, whether it is about urban planning (like how the green areas in Reykjavík are disappearing) or wild nature (which is always under some influence of humans).” Ole does not condone removing the trees at Öskjuhlíð but provides a clear analysis of the arguments. He goes on to describe how introducing species does have consequences: “The IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) has repeatedly warned against growing trees in historically non-forest ecosystems. This applies especially to species that come from very different environments, such as conifers in Iceland, as this can have a negative effect on biodiversity and not necessarily a good effect on the climate (IPBS-IPCC: Biodiversity and climate change, 2021). In fact, recent studies show that the cultivation of forests in the Arctic, such as here in Iceland, could have a negative effect on the climate. Newly planted trees contribute little to carbon sequestration (if that were the case, emphasis should be placed on restoring wetlands, which sequester much more carbon). If we cover the land with evergreen trees, where there is usually a white or sinewy surface in winter that reflects more sunlight, it reduces the albedo effect and thereby causes further warming (Portmann et al: "Global forestry and deforestation affect remote climate via adjusted atmosphere and ocean circulation", Nature Communications , 4 October 2022).”


minna mann­legar – en mínar eigin… Auðvitað erum við ekki öll á sama máli, og ekki allir Íslendingar heldur. Velmegun fólks í ólíku umhverfi er mikilvægt málefni, hvort sem um er að ræða borgarskipulag (eins og hverfandi græn svæði Reykjavíkur) eða villta náttúru (sem verður alltaf fyrir ein­ hvers konar áhrifum af hálfu mannkyns).“ Ole er ekki fylgjandi því að fella trén í Öskjuhlíð, en rökstyður mismunandi hliðar málsins á skýran hátt. Hann lýsir því einnig afleiðingum þess að flytja inn nýjar teg­undir gróðurs: „IPCC (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) hefur ítrekað varað við því að rækta tré í skógsnauðum vistkerfum. Þetta á sérstaklega við um tegundir sem eiga uppruna sinn í gjörólíku umhverfi, eins og barrtré á Íslandi, þar sem slíkt getur haft skaðleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika án þess að hafa endilega jákvæð áhrif á loftslagið (IPBS-IPCC: Biodiversity and climate change, 2021). Nýlegar rann­sóknir sem varða skógrækt á norðurslóðum hafa raunar sýnt að skógrækt, til dæmis á Íslandi, gæti haft skaðleg áhrif á loftslagið. Nýlega gróðursett tré gera takmarkað gagn í að binda kolefni (og í því skyni ætti að leggja áherslu á endurheimt votlendis, sem bindur mun meira kolefni). Ef við þekjum íslenska grundu með sígrænum trjám, á stað þar sem jörð er gjarnan hulin snjóbreiðu að vetrarlagi, minnkum við endurskinshæfni landslagsins og völdum þar með frekari hlýnun (Portmann et al: „Global forestry and deforestation affect remote climate via adjusted atmosphere and ocean circulation“, Nature Communications, 4. október 2022).“ Öskjuhlíð er kjörinn staður til þess að taka fyrir í þessari umræðu. Stýrt umhverfi, íðilfagur og fjölfarinn staður, og ágrein­ingur sem er táknrænn fyrir stærra vandamál; varð­ veisla umhverfisins þarf að taka mið af tilgangi, ekki einfaldlega fegurð. En hvað ef lausn á þessum réttmæta ágreiningi greiðir leiðina fyrir flugvöll sem þjónustar fyrst og fremst einkaþotur? Hvaða til­gangi erum við þá að þjóna? Það er hægt að rétt­ læta ýmsar röksemdafærslur; Ísland hefur gengið í gegnum margar aldir af rýrnun skógar - þýðir það að í sögulegum skilningi séum við skógsnautt vistkerfi? Kannski er hægt að skýra málið með því að greina kosti og galla skógræktar í þágu kolefnis­bindingar annars vegar, og varðveislu endurskins­ hæfni Íslands hins vegar. Á landsvísu eru lausnir við svo flóknu verkefni óskýrar, en í þessu tilfelli væri þó hægt að fullyrða að ákvarðanir flugvallar eigi ekki að vega þyngra en ástkært útivistarsvæði. Ef við notum gróðursamfélög til að mæla sögulega teng­ ingu okkar við náttúruna, hvar passa þá innfluttar teg­und­ ir inn í myndina? Getum við myndað jafn djúp tengsl við umhverfið í einsleitum, gróðursettum skógi samanborið við náttúrulegan og fjölbreyttan skóg? Ef ekki, á það eitthvað skylt við aftenginguna sem við gætum fundið fyrir þegar við erum fjarri heimili okkar? Erum við ennþá sama fólkið ef við erum ekki heima? Hvort sem við köllum okkur umhverfisverndarsinna eða ekki, erum við samt hluti af öllum vistkerfum. Við verðum að líta inn á við og átta okkur á eigin fordómum og áformum. Það er ekki nóg að tala um að „vernda umhverfið“. Það er holur hljómur í slíkri staðhæfingu þegar okkar þáttur í lofts­ lags­áhrifum er tekinn til greina.

Öskjuhlíð is an ideal plot of land over which to have a discussion. A controlled setting, a beautiful anthropo­centric location, a controversy that speaks to a deeper problem; environ­mental reconciliation must be purposeful, not aesthetic. But does reconciling this valid argument mean pacifying the agenda of an airport that serves mostly private jets? That seems counterproductive. Many arguments can be justified; Iceland has undergone centuries of deforestation–does this make it a historically non-forest ecosystem? Perhaps an environmental cost benefit analysis of planting trees for carbon sequestration vs preserving Iceland’s albedo would provide some clarity. On a country-wide scale, the solutions are not obvious, although in this case, not letting an airport make decisions about a beloved greenspace may be more straightforward. If we use plant succession to measure our complex histories with nature, where do introduced species fit? Can we have the same deep connections with the land standing in a homogenous, planted forest as we can in a rich, bio­ diverse natural wood? If we feel disconnected to transplants, does this mirror the disconnect we may experience far from home? Are we the same people if we leave home? Whether or not we consider ourselves environ­mental­ ists, we are a part of every ecosystem. We must look inward to recognize our biases and agendas. It is not enough to say, “protect the environment”. That’s a hollow statement to make when reconciling our impact. How can we deeply focus our bodies on where they are in space and not “make peace with nature” or build a “new” relationship, but recogn­ize our role in a complex system and remember an ancient, well-established relationship? We are made of recycled matter in a closed system.

MYND/PHOTO

20

Golli. Perlan, Öskjuhlíð.


Hvernig getum við einsett okkur að tengja líkama okkar við rýmið sem þeir eru staðsettir í, og frekar en að “sættast við náttúruna” eða byggja upp „nýtt“ samband, virkilega átta okkur á hlutverki okkar í flóknu kerfi og rifja upp ævaforn, þróuð tengsl? Við erum samsett úr endurunnu efni í lokuðu kerfi. Öskjuhlíð er lítið dæmi um stærri og flóknari áskor­ anir sem við stöndum frammi fyrir. Við erum eirðarlaus og viljum að eitthvað gerist; við viljum laga umhverfistengdu og félagslegu krísurnar sem blasa við okkur. Við lærum um áhrif mannkyns á jörðina og afleiðingar þeirra, og förum í hringi í leit að lausninni. Nánast öll menningarleg og umhverfisleg straumhvörf í mannkynssögunni, til hins betra eða verra, hafa orðið til vegna staðbundinna aðgerða í krafti sam­ einingar, ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Og jafnvel þó marg­ þættar félagslegar og umhverfistengdar áskoranir geti oft á tíðum virst yfirþyrmandi, fylgja þeim tækifæri til að gera upp og bregðast við þeim skaða sem er skeður, en við verðum að ­skilja að þróun í rétta átt mun spanna margar kynslóðir og við munum ekki endilega sjá afraksturinn á okkar líftíma. Við getum gert okkar besta með því að einbeita okkur að því sem okkur er annt um, finna samfélagið sem samræmist þeim gildum sem við tileinkum okkur, og berjast fyrir því sem við trúum á. Öll svörin sem við þurfum á að halda eru nú þegar til staðar í líkömum okkar, í samfélaginu og í landinu.

Öskjuhlíð is a small example of a larger, more complex set of issues to address. We fidget to make something happen; to fix the environmental and social crises we face. We learn about the ways in which humans have impacted Earth and the consequences, and we cycle through emotions to attempt to find the cure. Every major cultural and environmental shift in human history, for better or for worse, has originated from local-scale collective action, and very seldom from govern­ ments. And while the intersectional nature of social and environmental issues can feel overwhelming, they provide opportunities to reconcile and heal multiple past harms at once, while understanding that justice will unfold over generations, and we may not see the outputs. The best thing we can do is prioritize what we care about, find the community who aligns with those goals, and dedicate time to getting into some good trouble­. All the answers we need to reconcile are already in our bodies, in our communities, and in the land.

A5prent.pdf 1 28.9.2023 13:54:21

ER EKKI BETRA AÐ LÆRA MEÐ NÆGA ORKU? Unbroken stuðlar að betri einbeitingu og veitir þér náttúrulega orku C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

B12, SINK OG SELEN

Enginn sykur. Ekkert koffín. Engin gerviefni.

21


Ebba Katrín Finnsdóttir & Sigurbjartur Sturla Atlason (mynd: Þjóðleikhúsið)

22


GREIN/ARTICLE

Jean-Rémi Chareyre

ÞÝÐING/TRANSLATION

Colin Fisher

Nýtt áskriftarkort í Þjóðleikhúsið: „of gott til að vera satt!“ A New Subscription Card For The National Theatre: “Too Good To Be True!” EFTIR MÖGUR ÁR í Covid-faraldrinum er starf­­semi Þjóðleikhússins aftur komin í fullan gang. Í september fór leikhúsið af stað með byltingarkennt áskriftarkort fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára, sem stúdentar við Háskóla Íslands ættu að kynna sér sem fyrst. Nýja árskortið kostar aðeins 1.450 krónur á mánuði, gildir í 10 mánuði og veitir ótakmarkaðan að­gang að öllum sýningum svo lengi sem pláss leyfir. Áskrifandinn þarf ekki að ákveða fyrirfram hvaða leik­ sýningar hann ætlar að sækja heldur er miðinn bókaður sam­dægurs. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt, en samt satt,“ segir Magnús Geir leikhússtjóri í viðtali við fréttamann Stúdentablaðsins, sem heimsótti leikhúsið og ræddi við tvo unga og efnilega leikara við Þjóðleikhúsið, þau Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Sigur­bjart Sturlu Atlason, ásamt Magnúsi Geir. LEIKHÚSIÐ HVERGI EINS VINSÆLT OG Á ÍSLANDI „Við sem vinnum í leikhúsinu á Íslandi erum ótrúlega heppin,“ segir Magnús Geir, „vegna þess að Íslendingar elska leikhúsið og hafa alltaf gert það. Það eru fá ef nokkur lönd í heiminum þar sem leikhússókn er svona­almenn. Meira og minna allir fara einhvern tímann í leikhúsið, á meðan í flestum öðrum löndum er þetta kannski bara frekar lítil elíta innan samfélagsins sem sækir leikhúsið.“ „Þetta breytir leikhúsinu mjög mikið, því við erum að tala við breiðan hóp og fyrir þetta erum við þakk­lát. Fyrir vikið getum við kannski haft meiri áhrif en aðrir láta sig dreyma um, og það er einmitt það sem við þráum, við sem vinnum í leikhúsinu, að segja sögur sem skipta máli, hreyfa við ein­ hverri umræðu og spyrja einhverra spurninga.“ „Ég held að leikhúsið hafi sjaldan verið mikil­vægara en núna. Með tilkomu snjallsímans erum við alltaf í okkar eigin heimi, rýnum í símann og erum ein með ein­hverju tæki, en leikhúsið er einn af þeim fáu stöðum sem eftir eru þar sem við erum öll sammála um að við leggjum símann frá okkur og erum bara á ­staðnum að upplifa eitthvað einstakt öll saman.“ GEFUR STREYMISVEITUNUM LANGT NEF

IN SEPTEMBER, the National Theatre came out with a revolutio­nary subscription card for young people between the ages of 15 to 25, which the students at Háskóli Íslands should consider acquiring as soon as possible. The new yearly card costs only 1.450 krónur a month, is valid for ten months, and allows unlimited entry to every performance. Card holders do not need to decide in advance what perform­ance they would like to attend. Instead, the tickets are booked on the day of the performance. “It’s really too good to be true, but it’s true,” says Magnús Geir, the director of the theatre, in a convers­ation with a journalist from Stúdentablaðið, who visited the ­theatre and talked to two young and promising actors at the theatre, Ebba Katrín Finnsdóttir and Sigurbjartur Sturla Atlason, along with Magnús Geir. THEATRE NOWHERE AS POPULAR AS IN ICELAND “We who work in theatre in Iceland are incredibly lucky,” Magnús Geir says, “because Icelanders love the theatre and always have. There are few other countries in the world where going to the theatre is so common. More or less everyone goes to the theatre at some time, while in most other countries it’s maybe only a small elite within society that attends the theatre.” “This changes the theatre here a lot, because we are talking about a broad group, and we’re thankful for that. Because of that we can perhaps have more influence than others can let themselves dream of, and that is of course what we want, we who work in theatre, to tell stories that matter, that touch upon contentious topics and that ask difficult questions.” “I think the theatre has seldom been more import­ant than it is now. With the arrival of smartphones, we’re often in our own world, stuck on the phone, alone with our device, but the theatre is one of the few places where we all agree to put the phones down and are just in the same place to experience something special together.” STREAMING PLATFORMS: TAKING THE BULL BY THE HORNS After the arrival of streaming services such as Netflix and others, there has been more competition for attention. Movie houses have suffered from it and often need to restrict their offerings, but Magnús considers that this competition does not have to damage the theatre if the cards are played right.

Eftir tilkomu streymisveitna á borð við Netflix hefur samkeppnin eftir athygli orðin meiri. Bíóhúsin hafa fundið fyrir því og oft þurft að draga saman seglin, en Magnús telur að sú samkeppni þurfi ekki endilega að skaða leikhúsið ef rétt er haldið á spilunum. „Þetta kallar á að við hugsum: hvað 23


er sérstakt við leikhúsið? Hvað höfum við sem streymis­ veiturnar hafa ekki? Við höfum það að vera saman, það er einhver orka falin í því sem við getum unnið með.“ „Stundum hefur leikhúsið reynt að apa eftir bíói eða sjónvarpi, en það er kannski ekki staðurinn sem við eigum að vera á í dag, heldur þurfum við frekar að einbeita okkur að því sem gerir leikhúsið sérstakt. Og þegar vel tekst til þá upplifa áhorfendur þetta: að það er eitthvað magnað sem er að gerast akkúrat núna hérna sem ég myndi aldrei upplifa heima, fyrir framan sjónvarpið eða skjáinn.“ OPIÐ KORT FYRIR UNGMENNI Á GJAFVIRÐI Áskriftarkort hafa lengi verið í boði í Þjóðleikhúsinu en nýja opna kortið er með allt öðru sniði og mun hag­kvæmara fyrir ungmenni. „Hingað til höfum við verið með tvær leiðir fyrir leikhúsgesti: þeir geta annars vegar keypt sér miða á staka sýningu og hins vegar kort sem gildir fyrir fjórar eða fleiri fyrirfram­ ákveðnar sýningar. Þetta er grunnur­inn og lifir góðu lífi og er hugsað fyrir alla áhorfendur.“ „Síðan vitum við að þarna er hópur af ungu fólki þar sem margir hverjir hafa mikinn áhuga á leikhúsi. Þeir hafa líka nægan tíma, eru ekki búnir að hrúga niður börnum og eru laus á kvöldin, geta þess vegna farið oft út og hafa áhuga á því, en vandamálið hjá stórum hluta þessa hóps er bara pening­ar. Þó að leikhúsið á Íslandi sé ekki dýrt miðað við önnur lönd þá er það samt dýrt miðað við margt annað sem fólk á þessum aldri er að gera, og það stoppar fólk í að fara eins oft og það vill.“ „Önnur staðreynd er að þessi hópur er kannski ekki jafn spenntur fyrir því að tryggja sér miða á ákveðnar sýn­ingar marga mánuði fram í tímann, vegna þess að lífið gerist hraðar hjá þeim. Fólk vill og getur stokkið til og er kannski orðið vant einhverju öðru neyslumynstri sem byggir meira á áskrift, eins og streymisveiturnar bjóða upp á. Við höfum ákveðið að við viljum opna leik­­húsið og gera það aðgengilegra fyrir þennan hóp og útkoman er þetta kort, en með því erum við að pressa verðið alveg rosalega langt niður, þetta er eiginlega of gott til að vera satt, en samt satt. Við höfum fengið góðar viðtökur við þessu korti og ég hef þá tilfinningu að hlutfall yngri leikhús­gesta muni aukast mikið með þessu.“ LÆRÐI VERKFRÆÐI VIÐ HÍ EN LÉT SÍÐAN DRAUMINN RÆTAST Ebba á auðvelt með að setja sig í spor háskólanema við HÍ enda lærði hún sjálf verkfræði við háskólann áður en hún fór í leiklistarnám. „Verkfræði átti ekki við mig og ástríðan togaði mig í átt að leiklistinni.“ „Við Bjartur erum bæði fastráðin í eitt ár í senn við Þjóðleikhúsið þannig að við erum alltaf með næg verk­efni út árið að minnsta kosti, en margir leikarar eru lausráðnir og þá er töluverð óvissa sem fylgir þessu starfi.“ „Þetta er svolítið líkt íþróttamennsku. Það er mikil ­keyrsla, maður er á fótunum allan daginn sem leik­ari og maður þarf að halda sér í standi til að geta æft sex klukku­­tíma á dag og farið síðan að sýna á kvöldin, stundum allt að fimm klukkutímum í viðbót. Leikhúsið á mann svolítið allan sólar­ hringinn, alla daga nema á aðfanga­dag og á sumrin.“

“This calls for us to think: what is special about the theatre? What do we have that streaming services don’t? We have the fact that we can be together, and there’s a kind of energy hidden in that being together that we can work with.” “Sometimes the theatre has tried to mimic the movies or television, but that’s maybe not the place where we have to be today. Rather, we need to concentrate on what makes the theatre special. And when that succeeds, the audiences experience this: that there is something powerful that is genuin­ely happening now, here, that I could never experi­­ence at home, in front of the television or a screen.” LOW-COST OPEN CARD FOR YOUNG PEOPLE A yearly discount card has been on offer at the National Theatre for a long time, but the new unlimited card has different features and will be more affordable for young people. “Before this we had two options for theatre guests: they could either buy tickets to a particular show or they could buy a card that gave access to four or more predetermined shows. That foundation is living a good life is designed for all viewers.” “But then we knew that there was a group of young peo­ple where many individuals are great fans of the theatre. They also have enough time, they’re not piled on with children and they are free in the evenings and thus can go out often and are interested in theatre, but the problem for a large part of this group is just money. Though the theatre in Iceland is not expensive compared to other countries, it’s still too expens­ive for many people in this age group, and that prevents them from going as often as they would like.” “Another consideration is that this group is maybe not as excited to book tickets for certain shows many months in advance, because life goes faster for them. People are willing and able to jump in and are maybe used to other patterns of consumption that more resemble subscriptions, like the streaming services offer. We have decided that we want to open the theatre and make it more accessible to this group, and the result is this card, but by doing so we are pushing the price very far down. This is really too good to be true, but still true. We have had a good response to this card and I have the feeling that the proportion of younger theatre-goers will increase a lot with it.” LET HER DREAMS COME TRUE AFTER STUDYING ENGINEERING AT HÍ Ebba finds it easy to put herself in the shoes of students at Háskóli Íslands, as she herself studied engineering at the university before she went to drama school. “Engineering didn’t suit me, and my passions drew me to acting.” “Bjartur and I are both contracted for one year at a time at the National Theatre, so we always have enough to do at least to the end of the year, but many actors are freelancers and so there’s some uncertainty that comes with this job.” “It’s like a sport. There’s a lot of drive, you have to be on your feet all day as an actor, and you have to be able to rehearse six hours a day and then perform at night, sometimes up to five hours extra. The theatre owns you all day, every day except on holidays and in summer.”

24


Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri (mynd: Þjóðleikhúsið)

„Maður er að æfa frá tíu til fjögur alla virka daga og svo er maður að sýna um helgar og stundum á kvöldin á virkum dögum,“ segir Bjartur. „Síðan byrjar maður að æfa næsta leikrit eftir tvo mánuði. Sumir eru jafnvel að sýna leikrit um leið og þeir eru að æfa það næsta. Þá er maður að æfa frá tíu til þrjú, fær smá hvíld í tvo tíma og svo þarf að mæta aftur klukkan fimm eða sex fyrir sýningu kvöldsins.“

“An actor has to rehearse from ten to four every work day and then you start performing on the weekends and sometimes in the evenings on weekdays,” Bjartur says. “And then you start rehearsing for the next play two months later. Sometimes a play is being performed while the next is being rehearsed. Then you have to rehearse from ten to three, get a little bit of rest for two hours, and then come back again at five or six for the performance of the night.”

ÁDEILA Á DÓMSKERFIÐ Í FORMI EINLEIKSVERKS Ebba Katrín Finnsdóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason eru bæði fastráðnir leikarar við Þjóðleikhúsið. Þau út­­skrifuðust úr Listaháskóla Íslands á svipuðum tíma og léku saman í Rómeó og Júlíu sem sló rækilega í gegn fyrir nokkrum árum. Nú er Ebba að undirbúa sig fyrir sýninguna Orð gegn orði sem verður frumflutt í nóv­ember en Sigurbjartur leikur aðalhlutverkið í Ást Fedru. Ebba og Bjartur segja frá þessum verkum í viðtali við Stúdentablaðið. „Orð gegn orði er einleiksverk sem var fyrst sett upp árið 2019 í Sydney í Ástralíu. Það er skrifað af Suzie Miller sem starfaði lengi sem lögmaður og var verjandi í kynferðis­ brotamálum. Samhliða þessu starfi skrifaði hún leikrit og fleira, en á endanum féllust henni hend­ur­í lögmannsstarfinu. Henni fannst umhverfið ekki vera þolendavænt og átti erfitt með að sjá það breytast þann­ig að hún ákvað að skrifa þetta leikverk til þess að reyna að ná fram þessum breytingum á lagakerfinu sem henni fannst vera nauðsynlegar. Hún hafði trú á því að leikhúsið gæti breytt heiminum.“ „Verkið segir frá Telmu sem er ungur lögmaður og verj­andi í kynferðisbrotamálum, eins og höfundurinn sjálf­ur. Hún er

25

A CRITIQUE OF THE LEGAL SYSTEM IN THE FORM OF A SOLO PERFORMANCE Ebba Katrín Finnsdóttir and Sigurbjartur Sturla Atlason are both contracted actors at the National Theatre. They graduated from Listaháskóli Íslands around the same time and acted together in Romeo and Juliet, which was a big hit several years ago. Ebba is now preparing herself for the play Prima Facie, which will premier in November, while Sigurbjartur plays the main role in Phaedra’s Love. Ebba and Bjartur told us about these plays in a conversation with Stúdentablaðið. “Prima Facie is a solo piece that was first staged in 2019 in Sydney in Australia. It is written by Suzie Miller, who worked as a lawyer for a long time and was a defence counsel in sexual assault cases. Along with this job, she wrote plays and more, but at the end she left the lawyering profession behind. She felt that the environment was not friendly to victims and was pessimistic as to the likeliness of system change, so she decided to write this play to try to push forward those changes in the legal system that she thought were necessary. She


algjör keppnishestur, hefur ofurtrú á kerfinu og vinnur sig hratt upp samfélagsstigann. En svo lendir hún sjálf í því að það er brotið á henni og þá sjáum við hana fara í gegnum sama kerfi og hún var að vinna fyrir, nema sem þolandi í stað verjanda, og þá fáum við að velta fyrir okkur báðar þessar hliðar.“ ALLTAF ÁSKORUN AÐ ÚTFÆRA VERK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR „Verkið varð mjög vinsælt í Bandaríkjunum og víðar um heiminn, og það merkilegasta er að þetta verk er núna orðið skylduáhorf fyrir dómara á Norður-Írlandi, það er að segja allir námsmenn sem ætla sér að vinna sem dómarar þurfa að hafa horft á þetta verk, sem einhvers konar æfing í samkennd og samsömun.“ „Það sem við þurfum að gera upp við okkur þegar við flytjum svona verk á Íslandi er það hvort við megum staðfæra verkið og spegla það í íslensku lagaumhverfi eða ekki. Við þurfum að finna einhverja snertifleti við íslenska áhorfendur svo að þeir geti speglað sig í verk­inu að einhverju leyti.“ „Eitt af því sem við erum að velta fyrir okkur núna er kviðdómurinn. Á Íslandi er enginn kviðdómur í dóms­kerfinu heldur eingöngu dómari, og ef við ætlum að staðfæra verkið þá þurfum við að taka þennan kviðdóm út og þá þarf að breyta textanum jafnvel, en það ekki enn búið að skera úr um það.“ ÖGRANDI VERK SEM BYGGIR Á GRÍSKRI GOÐSÖGU Verkið sem Bjartur leikur í, Ást Fedru, er eldra og ­nokk­uð ólíkt því verki sem Ebba er að undirbúa. Það fjallar einnig meðal annars um kynferðisofbeldi, en nálgunin er allt önnur. „Þetta leikrit er samið í Bretlandi á tíunda áratugnum. Það er skrifað á tíma þegar var verið að sýna mikið af nýjum leikritum og þau voru gjarnan mjög beinskeytt og ofbeldiskennt. Þetta var ákveðin stefna þá í Bretlandi og sumt af þessu eldist kannski ekki sérstaklega vel en Ást Fedru hefur elst betur en mörg önnur verk.“ „Leikritið skrifaði Sarah Kane aðeins tuttugu og fimm ára að aldri. Sagan byggir á grískri goðsögu um drott­n­inguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi. Faðir Hippolítosar er nefnilega ekki heima og allt fer til fjandans.“ „Það er til forn-grískur harmleikur sem fjallar um þessa sömu sögu en er mjög formfastur, í ljóðaformi, með kór og þess háttar en leikrit Kane er miklu frjálslegri útfærsla á þessum harmleik og snýr hlutunum svolítið á haus. Það er ekki bein­línis búið að staðfæra söguna, það er ekki alveg ljóst í leik­ritinu hvar og hvenær sagan gerist og textinn er á nútímamáli.“ „Í upphaflegu goðsögninni verður drottningin ást­fangin af Hippolítosi vegna þess að gyðjan Afródíta er búin að leggja álög á hana en í þessari útfærslu er sú skýr­ing ekki til staðar, þannig að það stendur svolítið eftir hjá áhorfendanum að ákveða hvað liggur þarna að baki.“ UPPISTAND, KABARETT OG SPUNI Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM Orð gegn orði og Ást Fedru eru aðeins tvær sýningar af mörg­ um sem standa til boða á þessu leikári, en til viðbótar við

had the belief that the theatre could change the world.” “The play tells the story of Telma, who is a young lawyer and defence counsel in sexual assault cases, like the playwright herself. She is a true workhorse, has a great deal of faith in the system, and quickly works her way up the social ladder. But then she is assaulted and then we see how she goes through the same system she was working for, except as a victim instead of a defender, and then we get to consider both of these sides.” ALWAYS CHALLENGING TO EXECUTE WORKS FOR ICELANDIC CIRCUMSTANCES “The play has been very popular in the United States and broadly around the world, and the most remarkable thing is that this piece has become mandatory viewing for judges in Northern Ireland, that is to say all stud­ents who want to work as judges have to see this play, as a kind of practice in solidarity and empathy.” “What we need to do when we perform this kind of work for an Icelandic public is decide whether we should localise it and use it to mirror the situation in the Icelandic legal environment or not. We have to find some areas of contact for the Icelandic audience so they can see themselves in the work in some way.” “One of the things we have to consider for ourselves now is the jury. In Iceland there is no jury in the legal system, instead there is just a single judge, and if we are going to localise the work, then we need to take this jury out and change the text as well, but that has not been decided yet.” A PROVOCATIVE WORK BASED ON GREEK MYTHOLOGY The work that Bjartur is performing in, Phaedra’s Love, is older and much different than the play that Ebba is prepar­ ing. It also deals with sexual violence, but the approach is completely different. “This play was written in Britain in the nineties. It was written at a time when there were many new plays being performed and they were very specific and violent. That was definitely the trend in Britain at the time and some of them maybe didn’t age that well, but Phaedra’s Love has aged ­bett­er than many other works.” “Sarah Kane wrote the play when she was only twenty-five years old. The story is based on a Greek myth about Queen Phaedra, who was in love with her stepson Hippolytus. The father of Hippolytus isn’t home, and everything goes to the devil.” “There is an ancient Greek tragedy that deals with this same story but it is very formal, in verse, with a choir and all of that, but Kane’s play is a much freer adaptation of this tragedy and turns the parts on their head. The story hasn’t been localised, it’s not clear in the play where and when the story happens, and the text is in modern language.” “In the original myth, the queen was in love with Hippolytus because the goddess Aphrodite cursed her, but in this version that explanation doesn’t exist, so it’s up to the viewer to decide what’s going on in the background.”

26


hefð­bundnar sýningar býður leikhúsið á léttari afþreyingu í leikhúskjallaranum.

STANDUP, CABARET, AND IMPROVISATION IN THE NATIONAL THEATRE CELLAR

„Þar er líka fjölbreytt dagskrá og talsvert önnur áferð á sýning­unum,“ segir Magnús Geir. „Þetta getur verið alls konar: uppistand, kabarett, hádegisleikhús og spuni svo dæmi séu tekin. Þar mætir fólk og situr við borð og er með drykk í hönd og það er aðeins öðruvísi upplifun.“ Leikárið 2023-24 lofar góðu og stúdentar munu án nefna nýta sér þann fjölbreytileika sem Þjóðleikhúsið hefur upp að bjóða.

GREIN/ARTICLE

Sæunn Valdís

Prima Facie and Phaedra’s Love are only two shows of many that are on offer in this theatre season, and in addition to the traditional performances the theatre offers more light-hearted entertainment in the theatre cellar. “There is also a varied program in the cellar and a consider­ably different texture to the performances,” Magnús Geir says. “They can be of all kinds: standup, cabaret, mati­ nee theatre, and improv are examples. People come there and sit at a table and have a drink in hand, and it’s a different experience.” The theatre season 2023-2024 promises to be a good one, and culture-hungry students will undoubtedly take advantage of what the National Theatre has to offer.

ÞÝÐING/TRANSLATION

Sæunn Valdís

Mikil fjölgun alþjóðanema: Hvað mætti betur fara Major Increase in the Number of Inter­national Students: What We Could Do Better Í HÁSKÓLA ÍSLANDS er sterkt alþjóðlegt samfélag, bæði koma skiptinemar hvaðanæva að til að kynnast nýju landi og einnig býður háskólinn upp á margvíslegt nám sem trekkir að fólk frá öðrum löndum. Nú í haust urðu margir fyrir óþægind­um við það að hefja nám við skólann því skráning inn í landið og úthlutun kennitalna tók langan tíma. Þegar þessi mál bar á góma tók blaðamaður ákvörðun um að kynna sér málið og því var tölvupóstfangi dreift í facebook-grúppum þar sem alþjóðanemar ræða ýmis mál sín á milli. Margir höfðu samband og viðruðu ýmsar áhyggjur en þó vildu engir nemendur koma fram undir nafni. NAFNLAUSAR UMKVARTANIR Einstaklingur sem kláraði meistaranám og sótti um áfram­ haldandi dvalarleyfi í leit að vinnu hefur beðið í þrjá mánuði eftir ákvörðun og finnst erfitt að geta ekki ferðast til heimalands síns meðan beðið er, og finnst erfitt að hafa ekki fengið neinar upplýsingar um framvindu umsóknarinnar. Annar einstaklingur hafði samband og mætti í viðtal og sagði frá ýmsum árekstrum sem hann hafði lent í varðandi atvinnu­leyfi með skólanum. Framfærslan sem þarf að sýna fram á til að viðhalda dvalarleyfi krefst þess að hann sinni hlutastarfi með skóla og vinni eins mikið og hann geti í fríum. Hann sagðist hafa ítrekað lent í veseni með atvinnuleyfi með

27

THE UNIVERSITY OF ICELAND boasts of a strong international student body. Not only are there quite a few exchange stud­ents, but the wide variety of masters and doctoral programs also attract a large number of international students. This fall semester, students and faculty members have experi­enced inconveniences due to delays in registration and receiving social security numbers. Faced with this issue, the reporter decided to look into the issue at hand by circulating an email address among social media groups of international communities within the student body. Several individuals made contact and shared their concerns regarding the issue. Unfortunately, each one of them requested anonymity. ANONYMOUS COMPLAINTS An individual that had recently finished their Master’s ­program and applied for a continued permit for residency as a graduate looking for employment in their field had already waited three months for results. They struggled with the uncertainty of being unable to travel home during the wait and not getting any response about the progress of their renewal. Another individual wrote back and agreed to an interview. They struggled with acquiring part time employment with school due to complications with work permits. The required


skóla. Stúdentar megi vinna hlutastarf með skóla og fulla vinnu í fríum en hver ráðningarsamningur krefjist atvinnu­ leyfis. Það þurfi að hafa atvinnu vísa til að sækja um atvinnuleyfi og vinnuveitandi þurfi að halda starfinu meðan leyfið gangi í gegn og það gangi ekki alltaf eftir. Hann hafi t.d. fengið sumar­vinnu og atvinnuleyfi fyrir henni en þegar honum stóð til boða áframhaldandi hlutastarf með skóla hafi sá tími sem tók að vinna umsóknina um áframhaldandi atvinnuleyfi verið svo langur að yfirmaðurinn gafst upp á að bíða og réð annan í hans stað. Hann hefur áhyggjur af því að þessar hindranir hafi þau áhrif að einstaklingar leiðist út í svarta vinnu sem komi þeim svo síðar í koll. Jafnframt viðraði hann skoðanir á því að sér fyndist það ekki vera í anda jafnréttis að takmarka tæki­ færi fólks til atvinnu með þessu móti því það eru alls ekki allir sem hafa bakland til að leita til eftir fjárhagslegum stuðningi. Þriðji aðilinn sem hafði samband og kvartaði yfir húsnæðishraki þar sem biðlisti eftir húsnæði væri svo langur. Einstaklingsskráningin gengi því ekki eftir þar sem óvíst væri um dvalarstað. Einnig kom fram að löng bið væri eftir að komast í myndatöku. Allt þetta olli því að þar sem kennitalan væri ekki til staðar væri líka erfitt að komast inn í heil­brigðis­ kerfið til að endurnýja lyfin sín. Auk þessa höfðu nokk­rir aðrir orð á vandkvæðum sínum, til að mynda langri bið eftir endurnýjun á dvalarleyfi, því að eiga erfitt með að skila pappírum þar sem skilahólfið er bara opið á skrif­stofutíma, óvissu um það hvort umsókn hafi verið móttekin og ýmislegt fleira í þeim dúr. Ole Martin Sandberg kennari hafði samband þegar honum barst til eyrna að þessi grein væri í vinnslu. Hann vildi koma á framfæri upplifun kennara af þessum málum. Hann deildi áhyggjum sínum af því að nemendur væru ekki skráðir inn í Uglu og Canvas ef kennitölu vantaði. Nemendur fengju

demonstration of means of support means they have to work part time during the school year and as much as possible during breaks to be able to stay. Their main concern was the time it takes to process work permits. Students are allowed to work part time with school and full-time during breaks, but each employment needs a permit. Inorder to gain a work permit, one needs to have an employer, and the employer must hold the job while the permit is processed. That tends to fall through. One summer they had a job and the employer offered them a part time job for the winter, but, due to the time it took to renew the work permit, the job was given to someone else in the meantime. They were worried that these obstacles would drive students to work illegally, which can have dire consequences. They also expressed their view that it’s not in the spirit of equality to limit employment opportun­ities this way, since not everyone has a way to get support elsewhere. The third individual who established contact with the reporter was having trouble finding housing due to a long waiting list. This led to trouble with getting a residence permit and social security number. They also mentioned a long wait for the photoshoot. All this prevented them from getting a social security number (kennitala), which in turn hampered their ability to renew access to necessary medication. Additionally, other individuals expressed concern about struggles they faced, such as long waiting times for renewals, difficulty handing in papers during office hours, uncertainty about applications having been received and other similar concerns. Ole Martin Sandberg, a teacher at Háskóli Íslands, contacted the reporter when hearing about the article. He wanted to relate a teacher’s perspective on the issue at hand.

28


þá ekki tölvupósta með mikilvægum upplýsingum í upphafi annar. Hann þurfti einnig að koma námsefni til skila eftir krókaleiðum ásamt ýmsum öðrum óþægindum við kennsluna. Ole nefndi líka vandkvæði við það að leggja hlutapróf fyrir nemendur sem ekki væru skráðir inn í kerfið. Þegar viðtalið fór fram í fimmtu viku annarinnar var enn nemandi sem beið eftir að fá úthlutaðri kennitölu. SÍFELLD FJÖLGUN UMSÓKNA Alda Karen Svavarsdóttir sviðsstjóri leyfissviðs Útlendinga­ stofnunar gaf sér tíma til að svara spurningum og segja okkur svolítið frá því hvernig umsókn um dvalarleyfi er unnin. Samkvæmt Öldu þarf að skila inn umsókn og tilheyrandi gögn­um fyrir 1. júní til að hefja nám að hausti (1. nóvember fyrir vorönn). Sé öllum gögnum komið til skila fyrir þann tíma er hægt að afgreiða umsóknirnar í tæka tíð til að stúdent geti hafið nám í upphafi annar. Þá er þeim umsóknum sem berast innan þess skilafrests forgangsraðað þannig að þau ríkis­föng sem krefjast áritunar eru tekin fyrir fyrst þar sem þær umsóknir taki lengri tíma. Eitthvað sé þó um að um­ sóknir berist seint og þá dregst afgreiðslan. Alda nefnir nokkur atriði sem virðist gæta misskilnings um. Myndatakan sem fram fari hjá Útlendingastofnun til að ganga frá einstaklingsskráningu megi fara fram áður en dvalar­leyfið er gengið í gegn og flýti bara fyrir að drífa í því strax við komuna til landsins þó ekki meira en hálfu ári áður en nám hefjist. Dvalarstaður þurfi að vera rétt skráður, hótel eða önnur tímabundin gisting dugi ekki. Framfærsla þurfi að vera á eigin bankareikning, ekki sé nóg að sýna fram á að foreldrar eða aðstandendur eigi fyrir henni. Námsleyfi séu eingöngu veitt fyrir fullt nám og sé staðfest skólapláss nauðsynlegt. Eitthvað hafi borið á því að skilyrt samþykki liggi fyrir þegar umsókn berist t.d. þurfi stúdentinn að þreyta próf eða sitja námskeið til að fá inngöngu. Þá sé ekki hægt að sækja um fyrr en þessi skilyrði séu uppfyllt. Síðast en ekki síst mætti nefna það að tölvupóstar með fyrirspurnum

Alda Karen Svavarsdóttir

29

He expressed concern about students not being registered in Ugla and Canvas because social security numbers hadn’t come through yet. Students could not receive emails with important information at the start of semester. He also needed to find workarounds to get the reading materials and assignments to the students and deal with other compli­ cations. Ole also mentioned trouble with quizzes and tests if the students weren’t registered in the system. During week five of the semester, one student was still awaiting their social security number. STEADY INCREASE IN APPLICATIONS Alda Karen Svavarsdóttir, head of the department of permits at the Directorate of Immigration, took some time to answer questions and introduce the reporter to the application process. According to Alda, the deadline for applications for a student permit is June 1st for it to be processed by the start of fall semester (and November 1st for spring term). If all documents have been submitted in time, the department should be able to finish the application in time for the start of sem­ ester. Applications received within the allocated time frame are then prioritised so that the nationalities that require visas are processed first as they take longer. Those applications which are delivered late might not be processed in time. Alda mentions a few things that have led to confusion. The photoshoot performed at the Directorate office for a residence card can take place before the permit has been processed, as it hastens the process to book the appointment upon arrival, albeit no more than six months prior to semester starting. A place of residence needs to be established, and correctly registered: a hotel or other short-term place is not enough. Means of support must be proven to be in one’s own bank account, as it is not sufficient to demonstrate a parent’s or next-of-kin’s means of support. A student permit is only granted for a full course load, and it is required to have certainty for enrolment. In some cases, individuals have been offered a conditional place. That is, they need to take a test or a certain class in order to enrol. In such cases the application can’t be processed until the enrolment has been granted. Furthermore, she states that inquiries regarding the process of a submitted application only further slow down matters, as the team working on the applications are the same people that respond to emails. Confirmation should be sent out as soon as the application has been accepted, but after two or three weeks have passed beyond the expected time, one should reach out in case something has gone wrong. “It is vital to hand in the application on time and make sure everything is accounted for, have solid enrolment, means of support in one’s own name, be patient and wait for a response” says Alda and also mentions that there is a checklist of what is needed on the application. Alda mentioned the increase in applications for student permits. Between April 1st and September 1st,, the Directorate has received 895 applications, while a year ago, there were 703 applications. “There is a constant increase in all types of permits and it’s getting heavy”. There has also been an increase in students’ families coming as well on grounds of family reunification. Therefore, the institution is


um hvernig umsóknin gangi tefji frekar en hitt þar sem sama t­ eymið og sér um umsókninar þurfi að svara þeim. Staðfesting eigi að berast um leið og umsóknin sé skráð í ­ferlið en líði tvær þrjár vikur fram yfir eðlilegan tíma skuli samt kanna hvort eitthvað hafi misfarist. „Það sem skiptir mestu máli er að skila inn á réttum tíma og að allt fylgi, vera með pottþétta skólavist, framfærslu á eigin vegum, sýna þolinmæði og bíða eftir því að haft verði samband,“ segir Alda og nefnir gátlista á sjálfri umsókninni sem sé gott að lesa vel. Alda ræddi mikla fjölgun umsókna um nemaleyfi. Frá 1. apríl til 1. september hafi borist 895 umsóknir um leyfi vegna náms en á sama tíma í fyrra voru þær 703. „Það er stöðug aukning í öllum flokkum og róðurinn þyngist.“ Þá hafi færst í aukana að fjölskyldur fylgi námsmönnum á grundvelli fjölskyldusameiningar. Það mæði því mikið á stofnuninni sem er á fjárlögum sem gera ekki ráð fyrir fjölgun starfsmanna þrátt fyrir aukið vinnuálag. „Það er nýtt upplýsingatæknikerfi í vinnslu.“ Alda vonast til þess að sú vinna sem þegar er hafin við nýtt kerfi verði langt komin á næsta ári. Unnið sé að úrbótum í samstarfi við island.is og margt sé þegar komið í gagnið, til að mynda sé endurnýjun dvalarleyfa orðin rafræn og hvetji hún nemendur eindregið að endurnýja rafrænt. Varðandi það að engin formleg samvinna eða tengiliður væri milli Háskólans og ÚTL var svarið „Það væri náttúrulega frábært ef það væri hægt að koma upp tengilið milli alþjóða­ starfsins og Útlendingarstofnunar.“

under a lot of pressure, and despite the increased workload, the governmental budget does not allow for more staff. “There is a new IT system in the works,” Alda says. She hopes that work on the new system will have progressed next year. The improvements are in collaboration with island. is and some features are already available. For example, residence renewals are now available online. She encourages students to renew their permits online. Regarding the lack of official collaboration or contact between the university and the Directorate, she comments: “It would be ideal if we could establish a contact between the international team and Directorate of Immigration.” THE INTERNATIONAL DIVISION The reporter also checked in with the International Division and Student Registration at the University of Iceland. According to them, there has been an increase in numb­ ers of international students which could to some extent explain the longer processing time with the Directorate of Immigration. They also mentioned that there had been quite a few late submissions of applications for student permits. Additionally, the fall term started a week earlier than the previous years, which might also have explained the delay. They also stressed that the students should book the photo­ shoot in a timely manner as that is a prerequisite for the completion of registration, but there were some instances of students postponing it.

ALÞJÓÐASVIÐIÐ Blaðamaður leitaði einnig upplýsinga hjá Alþjóðasviði og Nemendaskrá Háskóla Íslands og samkvæmt upplýsingum frá þeim hefur alþjóðlegum nemendum fjölgað sem gæti að einhverju leyti skýrt lengri biðtíma eftir afgreiðslu hjá Útlendingastofnun. Einnig væri þó nokkuð um að umsóknir um dvalarleyfi bærust seint og þá hefði það hugsanlega haft áhrif að haustmisserið hófst viku fyrr en vanalega. Mikilvægt væri að nemendur bókuðu tímanlega í myndatöku sem sé forsenda þess að hægt sé að ljúka afgreiðslu dvalarleyfis en nokkuð hefur borið á því að nemendur dragi það.

30


Bækur, rafbækur,

g jafavara... ...og gæðakaffi í Bóksölu stúdenta Háskólatorgi, opið 9-17 virka daga. verið in m o k l e v

boksala.is

31


GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Alina Maurer & Helen Seeger

Kvalir hvala: Vistmorð Hvals hf. á langreyðum A War on Whales: Hvalur hf.’s ecocide on Fin Whales AÐ MORGNI FÖSTUDAGS, þann 22. september, leikur létt gola um risavaxið hræ í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði. Það er tekið að hausta og sólargeislarnir gægjast varfærnislega í gegnum skýjabakkana sem hylja himininn. Starfsfólk gengur rösklega til verka og hlutar dýrið í sundur, dregur svo stærðarinnar búta í burtu til að verka þá frekar - frysta, og senda á endanum þvert yfir heiminn, til Japan. Starfsfólkið, klætt í svarta vinnugalla í bláum hönskum, sker í sundur kviðinn á langreyðinni og skyndilega rennur stórt fóstur út úr móðurkviði dauðrar móður sinnar.

IT’S FRIDAY MORNING, September 22nd, and a light breeze brushes over the huge carcass laying on the deck of the whaling station in Hvalfjörður. Even though it is an autumn day, the sun carefully peeks through the clouds that are covering the sky. Workers proceed quickly in their routine, cutting the large animal up before dragging the big pieces underneath the platform to be further processed – frozen and eventually shipped far away to Japan. Suddenly, the employees in their black working suits and bright blue gloves cut open the stomach of the female fin whale and a large foetus quickly slides out of the womb of its dead mother.

EIN SÍÐASTA HVALVEIÐIÞJÓÐIN Ísland er ein af þremur þjóðum sem enn stundar hvalveiðar í atvinnuskyni. Þessi áframhaldandi starfsemi brýtur í bága við bann Alþjóðlega hvalveiðiráðsins (IWC) sem tók gildi árið 1986. Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á því að gefa út hvalveiðileyfi sem þarf að endurnýja á fimm ára fresti. Hvalur hf., eina íslenska fyrirtækið sem enn stundar hvalveiðar, hefur leyfi sem gefið var út árið 2019 af Júlíusi Þóri Júlíussyni, þáverandi matvælaráðherra. Það þýðir að leyfið gildir eingöngu út árið 2023. Sú tegund sem Hvalur hf. veiðir er langreyður, næststærsta dýrategund á jörðinni. Á þessu ári hefur samfélagsumræðan um hvalveiðar orðið háværari, sérstaklega í kjölfar svartrar skýrslu MAST, Matvælastofnunar, sem sýndi að hvalveiðar síðasta árs sam­ ræmdust ekki markmiðum laga um velferð dýra. Skýrslan leiddi í ljós að skjóta þurfti 24% hvalanna sem veiddir voru oftar en einu sinni, suma jafnvel þrisvar eða fjórum sinnum. Þar að auki týndist eitt dýr sem búið var að skjóta - sem dó án efa kvalafullum dauðdaga. Meðaltíminn sem það tók hvali sem dóu ekki samstundis að láta lífið var 11 og hálf mínúta. Þetta þýðir að Ísland er ekki einungis að hunsa alþjóðabann við hvalveiðum í atvinnuskyni með því að veiða langreyðar, tegund sem er í útrýmingarhættu samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN), heldur líka að brjóta sín eigin lög um dýravelferð. TÍMABUNDIÐ HVALVEIÐIBANN Í JÚNÍ Eftir afhjúpun skýrslunnar um hvalveiðitímabil ársins 2022, beið fólk í ofvæni eftir því að sjá hvort skýrslan, sem út­listaði fjölmarga þætti sem brutu gegn lögum um velferð dýra, myndi hafa áhrif á hvalveiðitímabil ársins 2023 sem nálgaðist óðfluga. Venjulega hefjast hvalveiðar um miðjan júní,

ONE OF THE LAST WHALING NATIONS Iceland is one of three nations that are still whaling commercially. This continuation is in violation of the moratorium on commercial whaling set under the International Whaling Commission (IWC), which came into effect in 1986. The Ministry of Food, Agriculture and Fisheries is respons­ ible for giving out licences to whale and the licence has to be renewed every five years. Hvalur hf., the only Icelandic company still whaling, currently holds a licence that was granted in 2019 by Júlíus Þór Júlíusson, the minister of Fisheries and Agriculture at that time. This means that their licence is only valid until the end of 2023. The type of whale that Hvalur hf. is hunting is the fin whale, which is also the second largest animal species on our planet. This year the public debate about whaling has been agitated, especially after a report by MAST, the Icelandic Food and Veterinary Authority, was released in May showing violations of the animal welfare act in last year’s hunt. In this report, it came to light that 24% of the whales had to be shot more than once, some even three or four times. What is just as shocking is the fact that one animal with a harpoon stuck in it was lost – most definitely suffering a painful death. The median time span for whales that did not die instantly, as required by the animal welfare act, was 11.5 minutes. This means Iceland is not only ignoring the international moratorium on commercial whaling by killing fin whales, who are listed as an endangered species by the International Union for Conservation of Nature (IUCN), but is also violating its own act on animal welfare.

32


eftir sjómannadaginn, og aðgerðasinnar stóðu fyrir fjölda mótmæla eftir því sem veiðitímabilið nálgaðist. Fólk streymdi um götur Reykjavíkur og fjölmennti á mótmælin í þeirri von um að Svandís Svavarsdóttir, núverandi matvælaráðherra, myndi bregðast við. Á sama tíma hlaut herferð á Change.org meira en 600.000 undirskriftir, þar af yfir 20.000 undir­ skriftir frá Íslandi. Önnur könnun í júní sýndi að einungis 29% Íslendinga væru hlynntir hvalveiðum, þar af voru flestir yfir 60 ára gamlir. Hins vegar væru 51% landsmanna andvígir hvalveiðum. Á heildina litið bar þrýstingur almennings árangur. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti tímabundið bann á hvalveiðum - einum degi áður en veiðitímabilið átti að hefjast, sem hlýtur að teljast mjög íslenskt - sem tók gildi samstundis og gilti út ágústmánuð. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Kristján Loftsson og velunnarar hans í Sjálfstæðisflokknum (en hann er dyggur stuðningsmaður flokksins) urðu æfir, kölluðu Svandísi „kommúnista“ og sögðu hana bregðast við þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Til allrar hamingju skall hið víðfræga sumarfrí þingsins á fljótlega eftir þetta og ríkis­ stjórnin hélt velli. Á meðan biðu hvalveiðiskipin tvö, Hvalur 8 og 9, átekta í Reykjavíkurhöfn á meðan sumarið leið. Ákvörðun Svandísar um hvort leyfa ætti hvalveiðar á nýjan leik um haustið vofði yfir annars björtum sumardögum. SEINKUN HVALVEIÐITÍMABILSINS AÐ HAUSTLAGI Þrátt fyrir að hvalveiðum Kristjáns Loftssonar hafi verið mótmælt áfram, ákvað Svandís Svavarsdóttir að aflétta hvalveiðibanninu þann 30. ágúst. Hvalur hf. hóf starfsemi að nýju með því skilyrði að hertum reglugerðum yrði fylgt. Þessi ákvörðun kom þjóðinni í opna skjöldu, þar sem afstaða Vinstri ­grænna,

33

TEMPORARY WHALING BAN IN JUNE After the revelations from the report on the 2022 whaling season, people were anxiously waiting to see whether the report, which clearly highlighted many violations agai­ nst animal welfare laws, would change the outcome of the approaching 2023 season. Usually, the whaling season starts in mid-June after Sjómannadagurinn, the Seaman’s Holiday. The closer June came, the more protests orchest­ rated by different activist organisations were filling the streets of Reykjavík, in the hope of swift action by Svandís Svavarsdóttir, current minister of Food, Agriculture and Fisheries. Meanwhile, as of September 2023, a petition on Change.org obtained over 600,000 signatures, with over 20,000 signatures from Iceland. Another survey in June indicated that merely 29% of Icelanders are in favour of whale hunting, with a majority being over 60 years old. On the other hand, the survey found that 51% of Icelanders are opposed to whaling. Ultimately, the public pressure succeeded. In typical Icelandic manner, just one day before the initial hunt was planned, Svandís Svavarsdóttir put a temporary ban on whal­ ing until August 31. The aftermath was immediate. Kristján Loftsson and his sympathisers in the Indepence Party, which he is notably one of the main benefactors of, were furious, the latter calling Svandís a “communist” and threatening to dismember the current government. Luckily, the famous summer break arrived shortly after and the situation did not escalate. While the two whaling ships, Hvalur 8 and 9, remained still at Reykjavík Harbour over the summer, Svandís’ decision on the possible continuation of whaling in September was looming over the bright summer days.


stjórnmálaflokks hennar, gegn hvalveiðum hefur verið skýr svo árum skiptir. Mörgum þótti ráðherra hafa brugðist skyldum sínum í ljósi þessa tækifæris til að binda endi á hvalveiðar og sýna í verki fjarlægð Vinstri grænna frá afstöðu Sjálfstæðisflokksins - en hún kaus að gera það ekki. Fjölmargir aðgerðasinnar hafa lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun ríkisstjórnar um að leyfa áframhaldandi hvalveiðar. Snemma morguns þann 4. september, rétt áður en hvalveiðiskipin tvö áttu að leggja af stað, klifruðu tveir aktívistar upp í möstur skipanna tveggja og komu í veg fyrir að skipin gætu siglt úr höfn. Aktívistarnir Anahita Babaei og Elissa Bijou héldu kyrru fyrir um borð í skipunum í samtals 33 klukku­tíma, kaldar og hraktar og án aðgangs að vatni og mat. Fljótlega eftir að þær höfðu komið sér fyrir tók lögreglan bakpoka Anahitu af henni, sem innihélt bæði nesti og vatn. Á endanum urðu aðgerðasinnarnir tveir að yfirgefa svæðið og hvalveiðiskipin héldu úr höfn, þann 6. september. Þrír hvalir voru skotnir næsta dag. REGLA FREKAR EN UNDANTEKNING Kristján Loftsson hefur lagt mikla áherslu á rétt sinn til að stunda hvalveiðar nú í haust. Bæði vill hann halda arfleifð fyrirtækis síns á lofti, en einnig sanna að starfsfólk þess geti betrumbætt verklag sitt til að hægt verði að endurnýja hvalveiði­leyfi fyrirtækisins árið 2024. Í sumar ræddi hann nýjar og betri veiðiaðferðir, til dæmis notkun raflosts til að deyða dýrin ef ekki dygði að skjóta þau einu sinni. En þó að það kunni að virðast rökrétt, raflost til að tryggja skjótan dauðdaga, er sú aðferð mjög umdeild því bæði japanskir og norskir hvalveiðimenn segja hana ekki virka sem ­skyldi. Svandís ákvað á endanum að leyfa ekki þessa vafasömu aðferð við hvalveiðar ársins. Fyrstu þrír hvalirnir sem voru dregnir í land þann 8. september leiddu strax í ljós að ekki hefði allt farið fram eins og reglugerðirnar nýju kváðu á um. Einn hvalanna var skotinn tvisvar og hinir tveir voru hæfðir utan þess svæðis sem lögum samkvæmt stuðlar að skjótari dauðdaga. Í kjölfarið var öðru hvalveiðiskipinu bannað að sigla út aftur eftir að ljóst varð að það hafði ekki starfað í samræmi við reglugerðir. Þar að auki týndist fimmtánda langreyðurin sem var skotin, sem þýðir að hún dó hægt lengst úti á hafi. HLUTVERK HVALA Í VISTKERFUM SJÁVAR Hvalur hf. hefur drepið einungis 25 langreyðar í haust, og um það bil 184 öðrum hefur verið hlíft. En þessar 25 langreyðar eru 25 einstaklingum of mikið, sérstaklega í ljósi þess hlutverks sem hvalir gegna í umhverfislegum skilningi - ein langreyður getur bundið jafn mikið kolefni og 1,500 tré. Einnig hafa hvalir jákvæð áhrif á villta stofna í sjónum. Úrgangur sem langreyðar losa við yfirborð sjávar inniheldur lífræn næringar­efni sem nýtast sem fæða fyrir ótal lífverur. Langreyðar hlúa meira að segja að lífi eftir dauða sinn, þegar lík þeirra sökkva til sjávarbotns. Hræið tryggir að sjaldgæf næringarefni ná dýpra ofan í sjóinn og nærir óteljandi líf­verur sem finnast á sjávarbotni. Þetta gerist hins vegar eingöngu ef hvalir deyja náttúrulegum dauðdaga.

BELATED WHALING SEASON IN THE AUTUMN Although protests against Kristján Loftsson´s whaling have continued, Svandís Svavarsdóttir decided to lift the ban on whaling on August 30th. Hvalur hf. was allowed to return to whaling on September 1st under strict conditions. This decision surprised the nation as Svandís Svavarsdóttir´s own party, the Left-Green party, had spoken out against whaling for years. A lot of people are disappointed in her, seeing that she had the power to end whaling and at the same time distance the Left-Green party from their coalition partner, but ultimately decided not to do so. Many activists opposed the government's decision to lift the ban on whaling. Early in the morning on September 4th, just before the whaling ships were bound to set out to sea, two activists climbed the masts of the whaling vessels, hindering the whalers from leaving Reykjavík harbour. The activists Ana­hita Baba­ei and El­issa Bijou stayed up the masts for a total of 33 hours, enduring the cold and the lack of food and water. Early on the police had taken Anahita's bag leaving her without water and food. Eventually, the activists had to leave and the whaling boats set out to sea on September 6th. The first three whales were caught the following day. RATHER THE RULE THAN SINGLE MISHAPS Kristján Loftsson eagerly insisted on his “right” to go out whaling in the autumn. First, to keep his company’s legacy alive, but also to prove that his workers could improve their whaling tactics in order to get a new whaling licence in 2024. During the summer he spoke of new “improved” hunting practices, such as electrocution of the whales, in case a single harpoon takes too long to kill the animal. While the initial thought of a quicker death for the animal seems logical, this practise is quite controversial as Japanese and Norwegian whale hunters have found it to be ineffective. Eventually, Svandís did not permit this questionable practice for the belated hunt. The first three whales that were brought in Hvalfjörður on September 8th already indicated that not everything went according to plan. One of them was hit by two harpoons, the other two were hit outside the regulated target area, which aims to make their deaths quicker. Consequently, one of the whaling vessels was later banned from sailing out again due to breaking the regulation. Furthermore, the 15th hunted fin whale was lost at sea after shooting it, leaving it behind to suffer a slow death. THE WHALE’S ROLE IN OCEANIC ECOSYSTEMS Only 25 fin whales have been killed by Hvalur hf. this aut­umn, while approximately 184 others have been spared. But these 25 individuals are still 25 too many, considering the environmental impact that whales have. Each fin whale can sequester as much carbon dioxide as 1,500 trees. Moreover, whales positively impact wildlife numbers in the sea. When they defecate in large plumes at the surface, those plumes contain organic nutrients that are a food source for many oceanic organisms. Even in death, whales can para­doxically sustain life when their bodies sink to the bottom of the sea.

34


STRÍÐ Á HENDUR HVÖLUM - VISTMORÐ Það sem er að gerast á Íslandi er hægt að skilgreina sem vistmorð. Áhrif Hvals hf. á samvægi náttúrunnar er ekki hægt að skilgreina öðruvísi: verknaður þeirra lýsir kærulausu viðhorfi hvað varðar náttúruvernd á heimsvísu og að stuðla að lífvænni plánetu fyrir komandi kynslóðir. Í nýlegu viðtali við Morgunblaðið lýsti Kristján Loftsson hvalveiðum meira að segja sem vistvænum, þar sem veiðarnar minnkuðu kolefnisspor dýranna með því að drepa þau. Það er vonandi óþarfi að útlista hvers vegna sú staðhæfing nær engri átt. „VISTMORГ er orð sem nær yfir það sem er að koma fyrir plánetuna okkar; stórtækur skaði og eyðilegging hins náttúrulega heims. Það þýðir bókstaflega „að drepa eigið heimili“. Og einmitt núna, á flestum stöðum í heiminum, er enginn gerður ábyrgur. (Stop Ecocide International) Hér á Íslandi er hins vegar hægt að gera einhvern ábyrg­ an. Kristján Loftsson neitar að sjá að liðin tíð á ekki við um nú­tímann, og Svandísi Svavarsdóttur ber að svara fyrir ­pólitískar ákvarðanir sínar. MUN ÍSLAND TAKA NAUÐSYNLEG SKREF Í ÁTT AÐ VISTVÆNNI FRAMTÍÐ? Svandís Svavarsdóttir og íslenska þjóðin standa frammi fyrir mikilvægri ákvörðun. Eru hvalveiðar og allt sem þeim fylgir virkilega eitthvað sem halda ætti áfram? Eru þær þess virði að drepa þessar risavöxnu verur einungis í útflutningsskyni til lands sem er þúsundir kílómetra í burtu, og fórna alþjóðlegri ímynd okkar í leiðinni? Munu kálfar langreyða vera öruggir í framtíðinni, eða munu þeir enda á hvalveiðistöð þar sem þeir eru skornir út úr köldu líki móður sinnar og drepnir langt fyrir aldur fram? Mun Ísland geta verið stolt af fjölbreyttu lífríki sínu, eða halda áfram að ofnýta auðlindir hafsins eins og mannkyn hefur gert í allt of langan tíma? Einungis tíminn og pólitíkin munu leiða svarið í ljós.

35

The carcass brings scarce nutrients down to numerous organ­isms living on the seabed. However, this can only occur if the whale dies of a natural death. WAR ON WHALES - ECOCIDE What is happening in Iceland can be understood as ecocide. Hvalur hf.’s whaling impact on nature cannot be described in other words: their practice shows a wholly uncaring attitude about preserving the world as a habitable planet for fut­ ure generations. In a recent interview with Morgunblaðið, Kristján Loftsson even described whaling as “climate friendly”, as he “reduces the carbon emissions” of each animal’s natural footprint (or rather finprint) through killing them first. Hopefully, we don’t need to clarify that this statement is beyond any logic. “ECOCIDE” is a word to describe what is happening to our planet; the mass damage and destruction of the natural living world. It literally means “killing one’s home”. And right now, in most of the world, no-one is held responsible. (Stop Ecocide International) But here in Iceland regarding this issue, we can make someone responsible. Kristján Loftsson is refusing to see that old times have passed, and Svandís Svavarsdóttir has to answer to her political decisions. IS ICELAND READY FOR A MORE SUSTAINABLE FUTURE? Svandís Svavarsdóttir and the Icelandic nation have an import­ant decision to make. Is whaling and all that comes with it really something we want to continue in the future? Is it worth it, to kill such large creatures for the mere export to another nation thousands of kilometres away while sacri­ ficing our own international image? Will future fin whale calves be safe from the fate of ending up on a wet wooden deck, only to be cut out of their mothers’ cold body before their time was due? Will Iceland choose to be the country that proudly shows off their flourishing wildlife rather than further exploiting the oceans as humans have done for way too long of a time? Only time and politics can tell.


GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION

Guðmundur Hálfdánarson

Judy Fong

Stríðið í Úkraínu: dramb, stolt og þjóðernishyggja The War in Ukraine: Arrogance, Pride, and Nationalism EFTIR SEINNI HEIMSSTYRJÖLD myndaðist sterk samstaða meðal helstu ríkja Vesturlanda um að skapa nýjar alþjóða­ stofnanir með það að markmiði að leysa úr ágreiningi á milli þjóða og koma í veg fyrir vopnuð átök. Stofnanir á borð við Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa verið í stöðugri þróun síðan þá, en sitt sýnist hverjum um árangur þessara stofnana í að hindra stríð. Þótt vopnuð átök á milli stærstu Evrópuþjóða hafi vissulega ekki endurtekið sig síðan þá hafa stríð í Evrópu verið þó nokkur á síðustu sjötíu árum. Eitt þeirra geisar enn þegar þessi orð eru skrifuð, en fórnarlömb stríðsins í Úkraínu eru þegar orðin yfir 500.000, fyrir utan þá sem hafa þurft að flýja heimili sín. „Það eina sem við getum lært af sögunni er að við lærum ekkert af sögunni,“ á þekktur heimspekingur að hafa sagt. Slík böl­ sýni er kannski ekki að skapi sagnfræðinga, sem myndu seint samþykkja að fræðigrein þeirra sé tilgangslaus tómstundaiðja. Stúdentablaðið fékk Guðmund Hálfdánarson prófessor í sagn­fræði til að varpa ljósi á stríðsátök í Evrópu, samspil stríðs og þjóðernishyggju og alþjóðasamvinnu. „ALDREI AFTUR!“ SÖGÐU LEIÐTOGAR VESTURLANDA „Stríð hefur fylgt manninum frá örófi alda, en seinni heimsstyrjöldin markaði ákveðin tímamót. Tæknivæðing og iðnvæðing stríðsins gerði það að verkum að átökin urðu sífellt skelfilegri og náðu hápunkti með kjarnorkusprengjunum í Hiroshima og Nagasaki í Japan. Eftir að stríðinu lauk gerðu franskir og þýskir stjórnmálamenn með sér samkomulag, undir forystu Konrads Adenauers kanslara Þýskalands og Roberts Schumans utanríkisráðherra Frakklands, um að rjúfa þann vítahring sem hafði myndast í samskiptum ríkjanna með því að efla samvinnuna og koma á fót einhvers konar yfirþjóðlegu valdi sem gæti leyst úr átökum,“ segir Guðmundur. Þessi átök Þjóðverja og Frakka er hægt að rekja aftur til fransk-prússneska stríðsins á árunum 1870-1871 sem þróaðist síðan í vítahring átaka þar sem var verið að hefna fyrir ófarir fyrri tíma. Undir forystu Napóleons þriðja urðu Frakkar undir í þessari deilu en í friðarsáttmálanum var kveðið á um að Þýskaland fengi héruðin Alsace-Lorraine. Í dag liggja þau Frakklands-megin landamæranna eftir að hafa orðið viðvarandi þrætuepli í samskiptum ríkjanna tveggja. Til að mynda urðu héruðin hluti af franska lýðveldinu á ný eftir

AFTER WORLD WAR II there was a tacit agreement amongst many of the countries in the West to create new inter­ national institutions with the aim of resolving differences between countries and to prevent armed conflict. Institutions such as the European Union and the United Nations have been in steady development since then, but each of these institutions has had limited success in preventing war. Although militarised conflict between the largest European nations has clearly not been repeated, war within Europe has happened repeatedly in the past seventy years. One of them rages on even as these words are typed, as the victims of the Ukrainian war are now over 500,000, notwithstanding those who have had to flee their homes. “The one thing that we can learn from history is that we learn nothing from history,” a well-known philosopher said. Such pessimism perhaps does not become historians, who would no sooner agree that their field is a pointless pastime, but the Student Paper has asked Guðmundur Hálfdánarson, history professor, to shed light on military conflict in Europe, the interplay between war and nationalism and international collaboration. “NEVER AGAIN,” SAID WESTERN LEADERS “War has followed man from the beginning of time, but World War II marked a turning point. Technological and industrial war complexes made the conflicts all the more dire, culminating in the atomic bombing of Hiroshima and Nagasaki in Japan. After the war ended French and German politicians made a pact, led by the German Chancellor Konrad Adenauer and the French Foreign Minister Robert Schuman, to break up the feedback loop and instead promote communication between nations with the goal of support­ ing cooperation and to establish a supranational power to resolve conflict.” “These conflicts between Germany and France can be traced back to the Franco-Prussian war of 1870-1871 which had developed into a feedback loop of conflicts originating from the need to avenge misdeeds of the past.” “Under the leadership of Napoleon III the French were defeated in a dispute which ended with a peace treaty ceding the Alsace-Lorraine territory to Germany (today, the terri­ tory lies on the French side of the French and German borders). The region then became an ongoing territorial

36


dispute between the two countries. After World War I it once again became part of the French republic, but after the Nazi occupation of France, Germany reannexed the area into Germany. Beginning in 1942, the region’s inhabitants became German citizens and the young men were enlisted in the German army. They were called, “les Malgré-nous” or the “Against-our-wills.” NO WORLD WAR III BUT MILITARY CONFLICTS STILL ABOUND

Guðmundur Hálfdánarson

fyrri heimsstyrjöldina, en eftir hernám nasista í Frakklandi innlimuðu Þjóðverjar svæðið aftur í Þýskaland. Frá 1942 voru íbúar héraðanna gerðir að þýskum ríkisborgurum og ungum karlmönnum var gert að innrita sig inn í þýska herinn. Þeir voru þá kallaðir „les Malgré-nous“ eða „Gegn-okkar-vilja“. ENGIN ÞRIÐJA HEIMSSTYRJÖLD EN STRÍÐSÁTÖK ENN TIL STAÐAR „Evrópuhugsjónin stefndi þannig að því að koma í veg fyrir stríð í álfunni, og Evrópusambandið hefur vissulega stutt við friðinn en hefur ekki getað komið algjörlega í veg fyrir stríð, enda hafa mörg stríð geisað í Evrópu síðan 1945 þótt engin þeirra hafi endað í heimsstyrjöld. Stríðið í Úkraínu er síðasta dæmi þess.“ „Sameinuðu þjóðirnar voru líka stofnaðar upp úr seinni heimsstyrjöld og þar var reynt að læra af mistökum Þjóðabandalagsins (forvera SÞ) með því að styrkja framkvæmdavaldið innan samtakanna, það er að segja öryggis­ ráðið. En í öryggisráðinu hafa fimm ríki sem töldust til sigurvegara síðari heimsstyrjaldar neitunarvald og það neitunarvald kemur í veg fyrir að ráðið geti beitt sér þegar ríki sem er með neitunarvald telja sig eiga hagsmuna að gæta í átökunum sem er verið að reyna að leysa.“ „Þetta sést mjög vel núna í Úkraínu og var líka augljóst í öðrum átökum svo sem í Víetnamstríðinu eða í Afganistan á dögum sovésku innrásarinnar þar. Sameinuðu þjóðirnar hafa vissulega lagt sitt að mörkum í friðar- og hjálparstarfi, en það að koma í veg fyrir stríð hefur ekki verið þeirra sterkasta hlið. Það má þá spyrja sig hvers vegna þetta neitunarvald er ekki afnumið en ástæðan er sú að stórar og voldugar þjóðir eins og Bandaríkin, Rússland og Kína myndu aldrei sætta sig við að missa neitunarvaldið og myndu þá frekar yfirgefa Sameinuðu þjóðirnar en að gefa þetta vald eftir.“

37

“The European ideal aims to prevent war on the continent, and the European Union has certainly supported peace and yet it has not been possible to completely prevent war. In fact, many wars have burgeoned in Europe since 1945 although none of them have ended in a world war. The war in Ukraine is the last such example.” “The United Nations (UN) was also founded after World War II, in order to learn from the mistakes of the League of Nations (the forerunner to the UN), with the aim of strengthening its executive power, that is the security council. But within the security council are five nations, considered the victors of World War II, who have veto power within the council, which prevents the council from exercising its powers when a nation with veto power has an interest in the conflicts that it is trying to resolve.” “That can be seen clearly now in Ukraine and was obvious in other incidents such as the Vietnam war or in Afghanistan during the days of the Soviet attack there. The United Nations have certainly maintained international peace and aid. In contrast, preventing wars has not been their strongest side. One might ask, then, why has the veto power not been revoked? The reason is that the larger and more powerful nations such as the United States of America, Russia, and China would never willingly lose their veto power and would much rather withdraw from the United Nations than to give up that power.” WAR CONCERNS MORE THAN JUST INTERESTS “It is difficult to form a general theory behind why war breaks out. Of course there are often some kind of interests behind it, but there are often many and varied factors in history – at times even “toxic masculinity” is used to explain war. It is an oversimplification to argue that war is due to economic interests only, as rarely does anyone “gain” from war in the end. More often war tends to both cause massive destruction and loss of life for all participants.” “Nationalism, culture, and religion can play an important role in war. The United States’ invasion of Afghanistan was driven by the desire to avenge the 11 September 2001 terror­ ist attack, but hurt pride was also to blame for their Iraqi invasion. Just like Russians are now tangled in a net from which they cannot easily disentangle themselves. “Ideals or ideology often have a large part in creating war conflicts. If we look at the Ukrainian war, for example, understanding the basis of it is difficult. Many have pointed to expansionist policy which has dominated within Russia since the days when Czars reigned and this policy has in some ways been inherited by the various governments that Russia


STRÍÐ SNÚAST EKKI EINGÖNGU UM HAGSMUNI „Það er erfitt að setja fram allsherjar kenningar um orsök stríðsátaka. Sjálfsagt eru oftast einhverjir hagsmunir að baki, en það eru oft margir og mismunandi þættir sem koma við sögu – jafnvel er stundum vísað til „eitraðrar karlmennsku“ þegar stríðsátök eru útskýrð. Það er allavega of mikil einföldun að halda því fram að stríð snúist eingöngu um efnahagslega hagsmuni, enda „græðir“ sjaldnast nokkur á stríði á endanum. Oftast valda stríð bæði gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni hjá öllum sem taka þátt í því.“ „Þjóðerniskennd, menning og trúarbrögð geta gegnt mikilvægu hlutverki í stríðsátökum. Innrás Bandaríkjamanna í Afganistan var drifin áfram af þörfinni til að hefna fyrir hryðju­ verkaárásirnar 11. september 2001, en sært stolt var að hluta til orsök innrásar þeirra í Írak. En eins og Rússarnir núna festust þeir í neti sem þeir losnuðu ekki auðveldlega út úr.“ „Oft eiga hugsjónir eða hugmyndafræði stóran þátt í að skapa stríðsátök. Ef við horfum til dæmis á Úkraínustríðið er erfitt að átta sig á því hvað liggur þar að baki. Margir hafa bent á útþenslustefnuna sem hefur verið ríkjandi í Rússlandi frá því á dögum keisarastjórnarinnar og að þessi stefna hefur að einhverju leyti erfst í gegnum mismunandi stjórnarform sem Rússland hefur gengið í gegnum. Aðrir trúa því að Rússland sé að verjast ásælni Vesturlanda sem séu að þrengja sér inn á þeirra yfirráðasvæði. Mér finnst trúlegt að Pútín hafi einfaldlega haldið að það myndi reynast honum auðvelt að steypa Úkraínustjórn af stóli og koma þar á einhverju leppríki sem væri honum vinveitt, svipað og í Hvíta-Rússlandi, og ég held að það sé erfitt að skilja upphaf innrásarinnar öðruvísi.“

has undergone. Others believe that Russia is fighting against the aspirations of the West which has fastened itself in their territory. I truly believe that Putin had simply thought that he could overthrow the Ukrainian government easily, resulting in a satellite state friendly to him, like Belarus, and I think that it is difficult to understand the start of the invasion any other way.” THE RUSSIAN GOVERNMENT APPEARS TO HAVE MADE A RASH MISTAKE “Yes, in hindsight this invasion is a certain failure and there is no other way to understand it than that Putin has made a rash mistake. He and his military commanders appear to have overestimated the Russian army and the war has now reached a certain stalemate, which was likely to happen. Putin will not want to admit defeat and will try to keep control of the Crimean peninsula and the part of the Donbas region that Russians have captured, but in contrast Ukrainians will not be satisfied with ceding the Russians a portion of their country, especially not the Donbas region. Therefore, it is difficult to forecast how this war will be resolved. Finally, one must also not forget about the millions of Ukrainians who have lost everything and are now refugees. They will not take it lying down if their homeland falls into enemy hands.” “The invasion has also stirred up deep nationalistic feelings within Ukrainians, who used to live in a rather divided nation, at least before the Russian invasion in 2014. Ukraine is a very young nation, and therefore the country has had little time to develop a strong national identity, but one could say that Putin’s invasion has united the nation. Internal conflict seems to have disappeared for the most part and citizens now stand together against the invasion, no matter whether

38


RÚSSNESK YFIRVÖLD VIRÐAST HAFA HLAUPIÐ Á SIG „Já, eftirá að hyggja var þessi innrás dæmd til að mistakast og því ekki hægt að skilja hana öðruvísi en þannig að Pútín hafi hlaupið á sig. Hann og herforingjar hans virðast hafa ofmetið getu rússneska hersins og nú er komin ákveðin pattstaða í þessu stríði eins og gjarnan gerist. Pútin mun ekki vilja viðurkenna ósigur og mun þess vegna reyna að halda í Krímskaga og þann hluta Donbass-héraðanna sem Rússar hafa náð á sitt vald, en á móti munu Úkraínumenn ekki sætta sig við að afhenda Rússum hluta af landinu sínu, sérstaklega ekki Donbass-héruðin, þannig að það er erfitt að sjá hvernig þetta stríð á eftir að leysast. Því má heldur ekki gleyma að milljónir Úkraínumanna, sem hafa misst allt sitt, eru á flótta frá þessum svæðum og þeir munu ekki taka því þegjandi ef heimkynni þeirra lenda í óvinveittu ríki.“ „Innrásin hefur líka vakið upp djúpar þjóðernis­tilfinningar hjá Úkraínumönnum, sem voru í raun og veru frekar klofin þjóð, a.m.k. fyrir innrás Rússa árið 2014. Úkraínska ríkið er mjög ungt þannig að þjóðin hefur haft lítinn tíma til að skapa sterka þjóðernisvitund, en það má segja að innrásir Pútíns hafi þjappað þjóðinni saman. Innri átökin virðast hafa horfið að mestu leyti og þjóðin stendur eftir sameinuð gegn innrásinni, hvort sem fólk er úkraínskumælandi eða rússneskumælandi.“ Fortíðin skiptir sem sagt öllu máli þegar kemur að átök­ um. Ein kenning undirstrikar líka að einræðisherrar séu sérstaklega líklegir til að koma stríðsátökum af stað vegna þess félagslega umhverfis sem þeir þrífast í. Slíkir leiðtogar eru gjarnan einangraðir frá samfélagi manna almennt og umkringdir svokölluðum já-mönnum sem þora ekki að andmæla leiðtoganum. Rödd skynseminnar berst þannig aldrei í eyra einræðisherrans og hann verður fyrir vikið líklegri til að ofmeta eigin getu og fara ógætilega fram. Þar að auki þurfa einræðisherrar ekki að reiða sig í eins miklum mæli á stuðning hins almenna borgara þegar kemur að stríðsrekstri, en yfirleitt er slíkur stríðsrekstur frekar óvinsæll hjá kjósendum. ÞJÓÐERNISKENND ER TVÍEGGJA SVERÐ „Er þjóðernishyggja kveikjan að stríðinu í Úkraínu? Þetta er umdeild spurning, vegna þess að rússnesk þjóðernishyggja er í raun mjög ný og ekkert sérstaklega rótföst. Rússar litu ekki á sig fyrst og fremst sem eina þjóð, heldur íbúa í fjölþjóðlegu heimsveldi. Rússland, eins og við þekkjum það nú, varð til árið 1991. Rússneska keisaradæmið náði yfir landsvæði þar sem nú eru mörg þjóðríki. Jafnvel innan þess landsvæðis sem við nú köllum Rússland búa ýmsir þjóðernishópar sem líta ekki á sig sem „Rússa“ þannig að það hefur alltaf verið svolítið snúið fyrir Rússa að rækta með sér menningarlega þjóðerniskennd eins og við þekkjum hana hér. Hún passar mjög illa við þeirra sögu og þeirra menningararf.“ „Þess ber að geta að þjóðernishyggja þarf ekki endilega að vera árásargjörn. Ef þjóðríki eru sæmilega sátt við þau landamæri sem þau búa við þá geta þau verið mjög friðsöm. Hér á Íslandi hafa landamærin alltaf verið skýr, enda er Ísland eyja og því landfræðilega afmarkað, þótt auðvitað megi líta á þorskastríðin sem eins konar íslenska útþenslustefnu. Svo er þjóðernishyggja smáríkja gjarnan friðsöm einfaldlega vegna

39

their mother tongue is Ukrainian or Russian.” The past is indeed a crucial factor in armed conflict, but one theory underscores that dictators are also especially likely to wage wars due to the social environment in which they thrive. Such leaders are often isolated from society in general and instead surrounded by yes-men who dare not challenge their judgement. Voices of caution thus never reach the ears of the dictators and the chances of one overestimating one’s abilities and acting carelessly are therefore much more likely. Additionally, a dictator need not rely on the support of ordinary citizens in a war effort. As is often the case, war efforts are rather unpopular with the electorate. NATIONALISM IS A DOUBLE-EDGED SWORD “Has nationalism ignited the war in Ukraine? That is a controversial question since Russian nationalism is honestly very new and is not especially deep rooted. Russians do not look at themselves first of all as one nation, rather as residents of a multinational empire. Russia, as we understand it today, was born in 1991. The Russian czar ruled over land masses which are now various nations. Even within these lands which we now call Russia, live a variety of ethnic groups which do not identify themselves as “Russians,” which is why it has always been somewhat difficult for Russia to develop its cultural national identity like we have here in Iceland. It fits rather poorly with its history and cultural heritage.” “It could be said that nationalism need not necessarily be aggressive. If countries are rather satisfied with the borders which they hold, then they can be quite peaceful. Here in Iceland, the border has always been clear, as a result of Iceland being an island and thus geographically separated, although of course the Cod Wars can be viewed as a kind of Icelandic expansionist policy. But then nationalism in small countries is usually rather peaceful simply because small countries rarely have the means to mess with others!” “When a nation considers itself to have suffered a transgression or that its borders are not respected then it tends to react aggressively, as has happened in Ukraine’s case. Sometimes nationalism is also used to justify unprovoked attacks against other nations.” “THE BRITISH BELIEVE THAT EVERYTHING IS THEIR BUSINESS, MEANWHILE ICELANDERS BELIEVE NOTHING IS THEIR BUSINESS…” The Icelandic experience of World War II was completely different from the experience of nations in the thick of the conflict such as France, Germany, Britain, or Poland. World War II was a time of much economic boom in Iceland. First the British then the Americans based themselves here, creating employment both during and after the war. The government in Washington pumped money into the Icelandic economy through the Marshall Plan and Icelanders used the German occupation of Denmark to dissolve their union with Denmark and declare themselves a republic in 1944. “That is of course one reason why Icelanders have been more sceptical than many neighbouring nations when it comes to European cooperation,” Guðmundur says. “Icelanders profited from the war while others suffered and


þess að smáríki hafa sjaldan efni á því að abbast upp á aðra!“ „Þegar þjóð telur aftur á móti að á henni sé brotið eða að landamæri hennar séu ekki virt þá bregðast þau gjarnan við af mikilli hörku, eins og sannast í tilfelli Úkraínu. Stundum er þjóðernishyggjan líka notuð til að réttlæta tilefnislausar árásir á aðrar þjóðir.“ „BRETAR HALDA AÐ ALLT KOMI SÉR VIÐ, EN ÍSLENDINGAR TELJA AÐ EKKERT KOMI SÉR VIÐ…“ Reynsla Íslendinga af seinna stríði var allt önnur en reynsla þeirra þjóða sem stóðu í miðjum átökum svo sem Frakka, Þjóðverja, Breta eða Pólverja. Seinna stríðið var tími mikils uppgangs í efnahagslífinu á Íslandi. Fyrst breskur og síðan bandarískur her settist að hér og skapaði atvinnu bæði í og eftir stríðið. Stjórnvöld í Washington dældu fé inn í ­íslenska hagkerfið í gegnum Marshall-aðstoðina. Einnig nýttu Íslendingar sér hernám Þjóðverja í Danmörku með því að segja upp konungssambandinu við Danmörku og stofna íslenska lýðveldið árið 1944. Þetta er örugglega ein ástæða þess að Íslendingar hafa haft meiri efasemdir en margar nágrannaþjóðir hvað varðar Evrópusamstarfið. Íslendingar græddu á stríðinu á meðan aðrir þjáðust og fundu þess vegna ekki eins fyrir þörfinni til að gera meiriháttar umbætur á alþjóðakerfinu. „Við höfum þess vegna ekki verið tilbúnir að viðurkenna að við tökum þátt í Evrópusamstarfinu þó við séum með annan fótinn inni því með þátttökunni í Evrópska efnahags­ svæðinu. Þetta skýrir þó ekki allt, því að Bretar eru nú farnir út úr Evrópusambandinu þótt þeir hafi sannarlega upplifað hörmungar stríðsins. Evrópuhugsjónin og hug­myndin um yfirþjóðlegt vald leggst einfaldlega misvel í ólíkar þjóðir. Ég held að rætur andstöðunnar í Bretlandi annars vegar og á Íslandi hins vegar séu mjög ólíkar. Minningar um breska heimsveldið litar sjálfsagt sjálfsmynd Bretar á meðan Íslendingar telja sig gjarnan svo langt í burtu frá öðrum að það sem gerist annars staðar komi þeim ekkert við.“ „Á Íslandi hefur sjálfstæðisbaráttan þar að auki sett mark sitt á stjórnmálin en hún er fersk í minni Íslendinga og bætir enn frekar ofan á þessa tortryggni.“

thus felt less of a need to do major international reforms.” “We have therefore not been ready to even acknowledge our participation in the European project even though we already have one foot in it as a participant in the European Economic Area. This divergent experience does not explain everything however, as the British have now left the European Union even though they have indeed experienced the horrors of war. European ideals and ideas of a supranational power sits poorly with some nations. I think that the roots of the opposition within Britain on the one hand and in Iceland on the other hand are quite different. Memories of the British empire is of course an important part of British national identity. Meanwhile Icelanders consider themselves so far apart from others that they assume what happens elsewhere will not affect them.” “Of course, In Iceland, the fight for independence also has had an influence on politics. It is fresh in the minds of Icelanders and further adds to these suspicions.” “LET’S TRY TO BE A DECENT EXAMPLE” But what can Icelanders do during these times of war to support peace on the continent? What can we learn from history, if anything The history professor sighs: “Tough question… Start with ourselves, perhaps! Conduct ourselves peacefully at home. Support human rights. Work together against discrimination and try generally to be a decent example within the world. That is the one realistic path that we have.” “In regards to European collaboration, I myself would support becoming a member of the European Union but we shouldn’t consider it unless we really mean it. There doesn’t seem to be a strong wish to join so far and thus we should try to support the message of peace through other channels, such as strengthening our participation within international organisations of which we are members. By taking in refugees we are also doing our part in alleviating the suffering of the victims of the war. That is one way to use our small weight on the scales of worldwide peace.”

„REYNUM AÐ VERA SÆMILEGA TIL FYRIRMYNDAR.“ En hvað geta Íslendingar gert á slíkum stríðstímum til að stuðla að friði í álfunni. Hvað getum við lært af sögunni, ef eitthvað? Sagnfræðiprófessorinn dæsir: „Góð spurning… Byrjað á sjálfum okkur, kannski! Hegðum okkur friðsamlega heima fyrir, eflum mannréttindi, vinnum gegn mismunun og reynum almennt að vera sæmilega til fyrirmyndar í heiminum. Þetta er eina raunhæfa leiðin sem við höfum.“ „Hvað varðar Evrópusamstarfið þá er ég sjálfur hlynntur aðild að Evrópusambandinu en tel aftur á móti að við eigum ekki að íhuga hana nema hugur fylgi máli. Ég hef ekki orðið var við sterkan vilja til inngöngu hingað til og því verðum við að reyna að stuðla að friði á einhverjum öðrum forsendum, m.a. með því beita okkur í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum þó aðild að. Með því að taka vel á móti flóttamönnum getum við lagt okkar af mörkum til að létta á þjáningum þeirra sem eru fórnarlömb stríða. Það er ein leið til að leggja okkar litla lóð á vogarskálar friðar í heiminum.“ 40


GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION

Jean-Rémi Chareyre

Colin Fisher

Mannréttindafræðsla í boði lögfræðinema Workshop in human rights offered by law students

SAMTÖK EVRÓPSKRA LAGANEMA (ELSA) standa nú fyrir fræðslu­starfsemi um mannréttindi í framhaldsskólum á höfuð­ borgar­­svæðinu. Arndís Ósk Magnúsdóttir framkvæmdarstýra ELSA á Íslandi hitti Stúdentablaðið og sagði frá átakinu. Auk Arndísar gegnir Sverrir Páll Einarsson stöðu forseta ELSA á Íslandi og Kjartan Sveinn Guðmundsson er framkvæmda­stjóri fræðslustarfa en félagarnir hafa einnig í hyggju að gefa út fræðslutímarit og halda málþing um mann­ réttindi. ELSA eru alþjóðleg samtök sem voru stofnuð árið 1981 en ELSA á Íslandi voru stofnuð árið 2018. SJÁLFBOÐALIÐAR SEM VILJA LEGGJA SITT AF MÖRKUM „Verkefnið á sér alþjóðlega fyrirmynd,“ segir Arndís. „ELSA á meginlandinu er nú þegar að fara í skóla og fræða nemendur um mannréttindi og réttarríkið og við höfum ákveðið að taka upp þráðinn hér á Íslandi. Við byrjuðum núna í vetur en þetta gengur þannig fyrir sig að við fáum með okkur hóp af laga­ nemum sem eru fræðarar, heimsækjum framhaldsskólanema

41

THE EUROPEAN LAW STUDENTS’ ASSOCIATION (ELSA) has been holding workshops on human rights in secondary schools in the capital area. Arndís Ósk Magnúsdóttir, the executive direct­or of ELSA in Iceland, met with Stúdentablaðið to discuss the effort. Along with Árndís, Sverrir Páll Einarsson serves as president of ELSA in Iceland, and Kjartan Sveinn Guðmundsson is the director of the educational outreach program. The members of the association also intend to release an educational journal and hold a conference about human rights. ELSA is an international organization, founded in 1981, and ELSA in Iceland was founded in 2018. VOLUNTEERS WHO WANT TO CONTRIBUTE “The work is modeled on an international approach,” Árndís says. “ELSA in the mainland is currently going to schools and teaching the students about human rights and the rule of law, and we’ve taken up that thread here in Iceland. We started this in the winter, and it works out that we have a group of


í kennslustundir og höldum gagnvirk fræðsluerindi.“ „Draumurinn væri að fara í alla framhaldsskóla landsins en nú erum við að einbeita okkur að höfuðborgarsvæðinu og við tökum alla bekki fyrir. Við erum með 10-15 fræðara á okkar snærum, laganema úr öllum áttum.“ Verkefnið er ekki tímabundið átak heldur áframhaldandi verkefni sem mun halda áfram næstu árin, en á hverju ári er valið nýtt þema fyrir fræðsluna (að þessu sinni er þemað „spilling“). „Við reynum að varpa ljósi á grundvöll stjórnskipunar: réttarríkið, lýðræði og mannréttindi. Síðan fá nemendur eintak af mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mann­ réttindasáttmála Evrópu. Þeir læra í gegnum sögur og myndir að beita þessum réttarheimildum.“ JAFNINGJAFRÆÐSLA GETUR VERIÐ ÁHRIFARÍKARI Fræðsla um mannréttindi á vegum skólanna er mjög misjöfn eftir skólum og kennurum en sjálfboðaliðar hjá ELSA vilja ganga úr skugga um að allir fái viðunandi fræðslu. „Aðalnámskrár gera nú þegar ráð fyrir jafnréttisfræðslu í skólum landsins en það er allur gangur á því hvort þessi fræðsla sé að skila sér til nemenda,“ segir Arndís. „Það er ekki nóg að hafa einhverja löggjöf um mann­ réttindi. Lagabókstafurinn er lítils virði ef ekki er til staðar almenn þekking og meðvitund um þessi réttindi í sam­ félaginu. Við þurfum að læra um þau og virða þau, þá verður mann­réttindavernd fyrst virk. Það er okkar von að með þessu framtaki náum við að virkja hana betur að þessu leyti.“ „Það er líka mikilvægt að rýmið sé öruggt og að nemendur finni að þau hafi frelsi til að tjá sig heiðarlega án þess að vera dæmdir. Þess vegna höfum við trú á að jafningjafræðsla, þar sem nemendur fá að kynnast þessum hlutum með fólki á svip­ uðum aldri, sé öflugt tól í þessu samhengi. Það er lítill aldursmunur á milli háskólanema og framhaldsskólanema þannig að valdahlutföllin verða öðruvísi og það ríkir meiri traust.“ UNGLINGARNIR UPPGÖTVA RÉTTLÆTISKENNDINA „Þeir framhaldsskólanemar sem ég hef hitt eru oft á því stigi að þau eru að uppgötva réttlætiskenndina innra með sér og það hefur verið ótrúlega gaman að eiga í samtali við þá.“ Nemendur eru mjög áhugasamir um fræðsluna en spurn­ ingarnar sem brenna mest á nemendum eru mjög misjafnar eftir skólum, að sögn Kjartans Sveins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fræðslustarfa hjá ELSA. „Það sem kom mér mest á óvart er að þeir hafa ótrúlega mikinn áhuga á stóru myndinni,“ segir Arndís. „Þeir eru ekki aðeins að hugsa um praktísku hliðina heldur eru þeir að velta fyrir sér siðferðislega grundvöllinn á bak við mannréttindi og eru djúpt hugsi um það. Þau eru fræðilegri og dýpri heldur en ég hafði ímyndað mér!“

law students who are the instructors, we visit the secondary schools during school hours, and we hold interactive lectures.” “The dream would be to go to all of the secondary schools in the country, but now we’re concentrating on the capital area, and we’re dealing with all grades. We have 10-15 experts in our collective, law students from different places.” The work is not a temporary effort but rather a continuous exercise that will continue in the next years, though every year a new theme is chosen for the workshops (the current year’s theme is “corruption”). “We’re trying to shine light on the foundational parts of the constitution: the rule of law, democracy, and human rights. To that end, the students get a copy of the human rights section of the constitution and the European Convention of Human Rights. They learn to apply these legal concepts through history and images.” PEER TO PEER LEARNING CAN BE MORE EFFECTIVE Formal education on human rights inside the school system varies greatly from school to school and teacher to teacher, and ELSA’s volunteers want to make sure that everyone has a satisfactory basic knowledge. “The main curriculum already provides for education on equality in the country’s schools, but it is not clear whether this is actually reaching the students’ ears and hearts,” Arndís says. “It’s not enough to have legislation about human rights. The legal framework is of little value if there is no general knowledge and awareness of these rights among the public. We need to learn about them and value them, then human rights protections will be better applied. It is our hope that, with this initiative, we can get those protections to work better in that respect.” “It’s also important that the space should be safe and that the students feel that they have freedom to express themselves honestly and without judgement. This is why we believe that peer to peer learning, where students can encounter these concepts with people of the same age, is a powerful tool in this context. There is not a large age difference between university students and secondary school students, so the balance of power is different and that encourages more trust.” THE TEENAGERS DISCOVER A LOVE FOR JUSTICE “The secondary school students that I have met are often on a path where they are discovering a love for justice inside themselves, and it has been really great to have convers­ ations with them.” Students are very interested in the workshop but the questions that interest them most are very different from one school to the next, according to Kjartan Sveinn Guðmundsson, the director of the educational outreach program at ELSA. “What surprises me most is that they have a lot of interest in the big picture,” Arndís says. “They are not just thinking about the practical side, but rather, they are considering the moral foundations behind the concept of human rights and are thinking deeply about them. That is more theoretical and deeper than I had imagined!” 42


GREIN/ARTICLE

Katrín Brynja Valdimarsdóttir

Babúska

ÞÝÐING/TRANSLATION

Oliwia Björk Guzewicz

Babushka

ÉG Á MARGAR MINNINGAR af mér frá Rússlandi, hlaupandi eftir óralöngum göngum og íburðarmiklum, víðfeðmum sölum í stórkostlegu listasafni Vetrarhallarinnar í St. Pétursborg. Safnið telur 1500 herbergi og er annað stærsta listasafn heims. Á fyrstu önn leikstjóranámsins í Pétursborg mætti ég vikulega í höllina á fyrirlestra í listasögu. Á þeim sex árum sem ég bjó í borginni kynntist ég mörgu góðu fólki sem er mér kært. Rússneskt fólk er upp til hópa góðhjartað og talað er um sérstöðu rússnesku sálarinnar sem ég fékk að kynnast að einhverju leyti. Rússneska sálin er djúpvitur og hlý en til að átta sig á henni er gott að skilja tungumálið sem, að mínu mati, er fallegasta og ríkasta tungumál heims. Rússnesk tunga, líkt og rússneska sálin, er margslungin og flókin. Ekki var hjá því komist að kynnast viðardúkkunni sem innfæddir kalla matriosku eða ráðskonu. Útbreiddur mis­ skilningur aðkomumanna er að kalla hana babúsku sem þýðir amma eða gömul kona. Dúkkurnar koma í ótal stærðum og gerðum þó svo að hin klassíska, rauða, blómótta og búldulega matrioska, sé vinsælust. Algengt er að mála á þær frægt fólk og pólitískar persónur. Forsetar Rússlands og fyrrverandi leiðtogar Sovétríkjanna koma í ótal mismunandi útgáfum. Strengjabrúðan Medvedev, leppforseti Pútíns, telst það ómerki­legur að hann fær ekki sína dúkku. Sá forseti sem hefur valdið hverju sinni er oft stærsta og feitasta dúkkan með hina leiðtogana staflaða innvortis.

43

I HAVE MANY MEMORIES of myself in Russia, running along long tunnels and sumptuous, vast balconies of the magnificent art museum of the Winter Palace in Saint Petersburg. The museum has 1,500 rooms and is the second-largest art museum in the world. During the first semester of the director’s program in St. Petersburg, I attended weekly to the palace for art history lectures. During those six years that I lived in the city, I met many good people who are dear to me. Russian people are generally kind-hearted and talk about the uniqueness of the Russian soul, which I got to know to some extent. The Russian soul is wise and warm but to understand it it's good to understand the language that, in my opinion, is the most beautiful and the richest in the world. The Russian tongue, like the Russian soul, is convoluted and complex. It wasn't possible to not get to know the wooden doll that natives call matrioska or housekeeper. A widespread myth by visitors is to call her babushka, which means grandmother or old woman. The dolls come in countless shapes and sizes, although the classic, red, floral, and fluffy matryoshka is the most popular. It’s common to paint celebrities and politicians onto them. Russian presidents and past leaders of the soviet union come in countless versions. The string puppet Medvedev, Putin’s chairman, considers it insignifi­cant that he doesn't get his own doll. The president that has had the power is usually the bigg­ est and fattest doll with other leaders stacked inside. It ­stores them all along with the country's history and cult­ ure. The symbol of the matryoshka is a multi-layered onion that not only symbolises fertility but also holds the unlocked secrets of Russia. Although Stalin's doll is small, his crimes were not and he has more lives on his conscience than Hitler. As new tyrants take over, the trans­gressions of those who came ­before often become trivial and fade into the history books.


Hún rúmar þá alla ásamt sögu og menningu landsins. Táknmynd matrioskunnar er marglaga laukur sem ­tákn­ar ekki aðeins frjósemi heldur geymir hún einnig aflokuð leyndarmál Rússlands. Þrátt fyrir að dúkka Stalíns sé lítil, þá voru glæpir hans það ekki og hefur hann fleiri mannslíf á samviskunni en Hitler. Þegar nýir valdníðingar taka við, þá verða brot þeirra sem áður komu oft smávægileg og hverfa inn í sögubækurnar. Feita matríoskan af Pútín er endurreist járntjald sem komandi kynslóðir munu fá að súpa seyðið af. Með tímanum verður sorgum þeirra og þjáningum þjappað inn í minni dúkku, því það veit Guð að Pútin er ekki síðasti harðstjórinn til að stjórna Rússlandi. Í gegnum aldirnar hefur landinu verið stjórnað af mikilli hörku af húsbændum sem ríktu með járnhnefa. Skert tjáningarfrelsi, brot á mann­ réttindum og viðurlögin við því að mótmæla á götum úti eru skelfileg. Í dag eru þegnarnir sveipaðir dulu og útilokaðir frá vestrinu. Innilokaðir í köldu holrými matrioskunnar sem er úttroðin syndum feðranna. Eftir að Úkraínustríðið braust út hefur verið klippt á samskipti mín við vini mína í Pétursborg. Um afdrif sumra samnemenda minna sem komu bæði frá Rússlandi og Úkraínu veit ég ekki. Hvort þeir hafi verið þvingaðir til að berjast og deyja fyrir föðurlandið í þessu tilgangslausa stríði milli náskyldra frændþjóða veit ég ekki heldur. Það er líkt og vinir mínir hafi verið dregnir inn í matríoskuna og henni smellt aftur. Þeirra vegna hef ég ekki samband. Ég vil ekki koma þeim í meiri vandræði en þeir eru í nú þegar. Allt sem þeir segja eða skrifa er hægt að nota gegn þeim ef það samræmist ekki pútínskum rétttrúnaði. Whats-App samtölin sem ég hef átt við örfáa þeirra hafa verið erfið og eflaust hleruð. Hvernig byrjar maður að tala um stríð, eða í mínu tilviki ekki um stríð, við fólk sem er að lifa og hrærast í þessum hörmungum? Hvernig er hægt að tala um hversdagslega hluti, að það sé allt gott að frétta úr Reykjavík, þegar blákaldur raunveruleiki þeirra er þyngri en tárum taki? Erfitt er að spá fyrir um hvort að ég fái nokkurn tíma aftur að spóka mig um glæsta sali Vetrarhallarinnar eða um stræti Nevsky Prospekt á björtum sumarnóttum. Það er sorglegt ef rússneska sálin og öll sú ríka flóra lista og menn­ ingar sem Rússland hefur upp á að bjóða verði læst inni í iðrum harð­stjórans um ókomna tíð, fjarri umheiminum. Þetta eru áhyggjur forréttindapíu sem hefur blessunarlega aldrei kynnst stríði frá fyrstu hendi. Ég vil halda í vonina um að í náinni framtíð munu dúkkurnar opnast hver af annarri og hleypa út listinni, fólkinu og rússnesku sálinni. En það er kannski ekkert annað en barnsleg og grunnhyggin ósk Kötju Vladimirovnu frá herlausa landinu.

Putin's fat matryoshka is a restored iron curtain from which future generations will be able to soak up the broth. With time, their sorrows and sufferings will be compressed into an even smaller doll, because God knows that Putin is not the last tyrant to rule Russia. Over the centuries, the country has been harshly ruled by masters who ruled it with an iron fist. Reduced freedom of expression, violations of human rights, and the penalties for protesting in the streets are appalling. Today, the citizens are shrouded in a mystery and cut off from the West. Confined in the cold cavities of the matry­ oshka, which is permeated with the sins of their fathers. Since the war in Ukraine broke out, my communication with my friends in St. Petersburg has been cut off. I don't know about the fate of some of my fellow students who came from both Russia and Ukraine. I don't even know whether they were forced to fight and die for their motherland in this senseless war between closely related nations. It's like my friends got pulled into the matryoshka and locked away. Because of this, I have no means of contact. I don't want to get them into more trouble than they already are. Anything they say or write can be used against them if it doesn't conform to Putin’s orthodoxy. The WhatsApp convers­ations I have had with a few of them have been diffi­ cult and constantly interrupted. How does one begin to talk about war, or in my case not about war, with people who are living and experiencing this tragedy? How can you talk about everyday things, about how everything is so good here in Reykjavík when their bleak reality is heavier than tears? It's hard to tell whether I'll ever get to roam the magnifi­ cent halls of the Winter Palace or the streets of Nevsky Prospekt on bright summer nights again. It will be sad if the Russian soul and all the rich flora of art and culture that Russia has to offer will be locked away in the tyrant's bowels for the foreseeable future, away from the outside world. These are the concerns of a privileged gal who has thank­fully never experienced war firsthand. I want to hold onto the hope that in the near future, the dolls will open one by one and let out the art, the people, and the Russian soul with all that it has to offer again. But it may be nothing more than just a childish and simple wish of Katya Vladimirovna from a demilitarised country.

44


45


GREIN/ARTICLE

D. Douglas Dickinson

Potturinn The Pot

Í GIMSTEINABORG hinna gleymdu eyðimarka Fangelsissléttanna, djúpt í iðrum búgarðs Efendi Şükrü með marmaragólfum gljáandi af svita og lofti sem ilmaði af ný­ bökuðu brauði, bjó Selma sig til orrustu. Hún hafði beðið átekta svo lengi að salatið var enn óklárað og teið var að kólna. Hún teygði hendurnar þvert yfir eldhúseyjuna og fylgdist með umhverfi sínu, svo einbeitt að augu hennar tútnuðu út og hún minnti helst á feita græneðlu. Og þarna sá hún glitta í endann á rauðum hala, sem liðaðist inn í skápinn þar sem pottarnir voru geymdir. „Fatma! Náðu í kústinn, það er inni í innréttingunni!“ Kerfið fór í gang. Nú hafði hún varað samstarfskonu sína við, og Selma tók sér stöðu. Hún bretti upp ermar og stillti sér upp eins og nauti tilbúnu að mæta nautabana. Hún fylg­ d­­­­­­ist grannt með skápnum og skápurinn starði á móti. Hún heyrði í Fötmu í næsta herbergi, fálmandi eftir vopni á meðan sólin læddist inn um opnar garðdyrnar og lýsti upp rykið sem virtist líka bíða í ofvæni. Selma starði Skyndilega opnaðist skápurinn með látum, og hendurnar á Selmu smullu á málmi áður en líkaminn skall á gólfið og litlu mátti muna að hún rúllaði inn í ofninn. Veran hafði leitað skjóls undir stærsta pottinum í eldhúsinu, halinn gægðist enn undan og potturinn færðist staðfastlega nær útganginum eins og undir honum leyndist stærðarinnar skriðdreki. „Veran er með kássupottinn! Ekki hleypa henni út.“ Þessi tiltekni pottur hafði fylgt búgarðinum frá örófi alda og var af slíkri stærðargráðu að jafnvel stærstu hermennirnir gátu notað hann til að baða sig, svo risavaxinn að blóðsúthell­ ingarnar sem höfðu átt sér stað yfir eignarrétti pottsins gætu ekki fyllt hann - þetta var pottur til þess gerður að brauðfæða hundruði gesta og þessi ókunna vera var við það að hafa hann á brott með sér. Fatma laumaðist inn í herbergið og sá Selmu rísa á fætur á sama tíma og veran í skjóli koparflykkisins færðist nær garðdyrunum. Kústurinn dundi á pottinum og veran skrækti hátt. „Ég næ henni, ég næ henni, þú kemst sko ekkert!“ Fatma stóð vörð við glerhurðina og mundaði kústinn eins og sveðju.

ÞÝÐING/TRANSLATION

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

IN THE JEWEL CITY of the forgotten deserts of the Prison Wastes, deep within the stomach of Efendi Şükrü’s estate where the marble floors shine with sweat and the brick ovens fill the air with the scent of bread, Selma was ready for battle. She had been watching for so long that the salad had still not been oiled and the tea was losing its spark. She stretched her hands across the counter of the kitchen island where she worked. Her eyes scanned her surroundings, bulging out in a way that made her look like a rotund iguana. There, she saw the end of a spiked red tail slinking into where the pots were kept. “Fatma! Get the broom, it’s in the cupboards!” The alarm sounded as Selma prepared. She rolled up her sleeves and took a stance resembling a bull rather than its fighter. She watched the cupboard and the cupboard looked back. Both were locked in a stalemate. She could hear Fatma in the other room clamoring for her weapon, while the sun crept in from the garden door revealing the dust that hung in suspense. Selma staThe cupboards burst with fury, and Selma’s hand slammed onto metal before her body hit the floor and she nearly rolled into the oven. The creature, with its tail still wagging out the back, had taken refuge under the largest pot in the kitchen and, like a tank on treads hidden under its copper bunker, it moved with unstoppable force toward the exit. “It’s got the stew pot! Don’t let it out.” This pot had been passed down for eons. It was so wide that even the burliest janissaries would use it to bathe, and it was a cauldron so vast that the blood spilled from the feud couldn’t fill it. It was made to feed a hundred guests and this thing was getting away with it. Fatma slid into the room to see Selma rearing to her feet and a fortress of burnt orange shuffling its way to the garden door. Her broom hammered against the exterior and the creature let out a high-pitched screech. “I’ve got it, I’ve got it, you are not going anywhere!” Fatma took a defensive stance by the glass door. None would pass for she wielded this broom like a scimitar, its bristles glistening with raw power. The copper pot rang like a dinner bell, chime after chime as Fatma whipped it. The pot rattled with each hit as the creature screamed. The pot lowered around the creature, its rim connecting with the floor to lessen the impact of the blows. Protected, it dragged and scraped against the ground as it continued to push forward. “It’s still moving, it’s still moving! Selma, do something!” Selma’s iguana eyes were on duty once more. She looked around the kitchen: a few pans, a poker for the fire, knives, forks, and the food she had prepared. Her eyes locked on the marble island counter. “Selma, Selma, what are you doing?” Fatma said. Selma climbed up on the counter and stood tall. For the first time, she saw her domain in all its kitcheny splendor. “Selma no, Selma get down from there. Someone is going to see you!”

46


Það söng í koparpottinum eins og bjöllu, sem hringdi og hringdi í takt við högg Fötmu. Með hverju höggi heyrðist skrölt innan úr pottinum og öskur frá verunni. Potturinn seig alveg niður í gólf til að verja hana höggum, og veran hélt áfram að ýta sér lengra og í átt að flóttaleið sinni. „Hún er enn að hreyfast - gerðu eitthvað, Selma!“ Augu Selmu fylgdust grannt með á nýjan leik. Hún leit yfir eldhúsið og sá nokkrar pönnur, skörung fyrir eldinn, hnífa, gaffla og matinn sem hún hafði verið að undirbúa. Loks virti hún marmaraeldhúseyjuna grannt fyrir sér. „Selma, hvað ertu að gera?“ sagði Fatima. Selma klifraði upp á eyjuna og stóð þar teinrétt. Í fyrsta sinn hafði hún fullkomið útsýni yfir yfirráðasvæði sitt í allri sinni dýrð. „Selma, ekki, farðu niður. Einhver á eftir að sjá þig!“ Selma stökk af eyjunni og um leið flugu hnífapör, salat og sósa um allt. Í miðju lofti æpti hún herópi og minnti helst á drukkinn fálka þegar hún baðaði út höndunum. Þetta var hennar eldhús og hér réði hún ríkjum. Hún skall á pottinum og þyngd hennar tryggði að hann hreyfðist ekki meir. Selma sat sigri hrósandi ofan á pottinum. Undir henni barðist veran um og reyndi að finna smugu til þess að komast undan, en það var enga smugu að finna. „Já! Já!“ sagði Fatma og faðmaði Selmu að sér. Selma lyfti handleggjunum, kreppti hnefana og rak upp fagnaðaröskur. „Hvað nú?“ sagði Fatima svo. Selma leit niður á pottinn sem hún sat á. Hún leit helst út fyrir að hafa verpt risastóru, appelsínugulu eggi. Hún sá vígalegan svipinn á andliti sínu endurspeglast í yfirborði pottsins. „Dömur mínar, er allt með felldu hér inni? Ég heyrði öskur.“ „Já, það er allt í fínu lagi, Efendi Şükrü, við misstum bara dálítið,“ sagði Fatma og veifaði handleggjunum í örvæntingu. Selma smellti fingrum og einbeitti sér. Hún lækkaði ­róminn og hvíslaði: „Ég lyfti pottinum og þú bolar henni út með kústinum, ókei?” „Ókei, ókei.“ „Tilbúin?“ „Já, já, ég er tilbúin.“ „Þrír, tveir –“ Þær heyrðu kúgunarhljóð innan úr pottinum og klær fyrirbærisins skrapast eftir gólfinu. „Azelia hjálpi mér, er það að deyja?“ „Ég vona það, einbeitum okkur nú. Á þremur: þrír… tveir… einn!“ Fatma sneri pottinum við og grænn vökvi skvettist yfir skóna hennar. Smágerða veran, sem helst minnti á eðlu, sat nú bogin í baki og ældi út miklu magni af grænu slími. Skórnir hennar Selmu bráðnuðu eftir að hafa komist í snert­ ingu við slímið og vökvinn brenndi húðina á tánum hennar. Hún æpti, rann til á gólfinu og þeytti pottinum til hliðar. Fatma sveiflaði kústinum sem lenti á handfangi pottsins, sem rann í átt að glerdyrunum á meðan Fatma sjálf skall í gólfið. Loftið fylltist af glitrandi glerbrotum og potturinn enda­ sendist inn í garðinn. „Dömur mínar, hvað er á seyði hér inni?” sagði Şükrü og gekk inn í eldhúsið. Selma var berfætt á öðrum fæti og reyndi í örvæntingu að klæða sig úr hinum skónum, Fatma sat í hrúgu af glerbrotum og salati, brauðið í ofninum var farið að brenna og fylla herbergið af illa lyktandi reyk, og í garðinum glitti í pott sem hraðaði sér í burtu. 47

Selma leapt sending cutlery, salad, and sauce sprawling across the ground. Suspended for a moment in the air, she flapped like a drunken falcon and let out a guttural war cry. This was her kitchen and here she ruled supreme. Her body collided with the pot, her mighty bulk locking it in place. The cauldron sealed onto the floor, with Selma sitting triumphantly on top of it. She could hear the creature scraping underneath trying to find a crevice to escape, but there was none. “Yes, yes!” Fatma said as she hugged Selma. Selma raised her arms, clenching her fists tight and letting out a roar. “Now what?” Fatma said. Selma looked down at the cauldron she sat on. She looked like she’d laid a big orange egg. She saw her face’s reflection in it, which did not look happy. “Mesdames, is everything okay in there? I heard shouting.” Selma started squirming on top of the pot. She wanted to run but she couldn’t get up without setting the creature free. “Yes yes, everything is alright Efendi Şükrü, we just dropped something.” Fatma flapped her arms in panic. Selma snapped her fingers and focused. She lowered her voice to a whisper and said: “I will lift the pot and you will strike it out the door, okay?” “Okay, okay.” “Ready?” “Yes yes, ready.” “Three, two –“ They heard something retching inside the pot. A highpitched choking, gagging, gurgling noise. They heard the thing’s claws scrape against the ground. “By Azelia, is it dying?” “I hope so, now focus. On three: three… two… one!” Fatma threw open the pot as green liquid splooged against her shoes. The small lizard-like person had bent its back and was spitting forward a deluge of slime. Selma’s shoes melted as the green burned the tips of her toes. She howled, slipping back on the floor and sending the pot careening to the side. Fatma swung, catching only the handle of the cauldron, speeding it to the glassy exit before slamming into the floor herself. There was a burst of shimmer as the glass door shattered the pot rolling into the garden. “Mesdames, what is going on in here?” Şükrü said as he entered the room. Selma stood on one bare foot trying desperately to take off her remaining shoe, Fatma was sitting in a pile of broken glass and spilled salad, the bread had started emitting a pungent smoke that was filling the room, and from the garden, a pot could be seen scurrying away.


GREIN/ARTICLE

D. Douglas Dickinson

ÞÝÐING/TRANSLATION

Guðný Nicole Brekkan

Morð á herragarði stjörnumerkjanna! Varðstjóri, harmleikur mun eiga sér stað í þessum mánuði! Öll stjörnumerkin munu safnast saman í glæsilegu kvöldverðarboði sem haldið verður á setri Steingeitarinnar. Þegar ljósin slokkna mun einhver vera látinn. Varðstjóri, þú verður að finna út hvert stjörnumerkjanna mun gera þetta!

STEINGEIT ✺ 22.12–19.01

HRÚTUR ✺ 21.03–19.04

Þar sem Satúrnus hættir fljótlega að fara afturábak, ertu dæmt til að eiga ólgusamann mánuð. Maturinn sem þú pantaðir nægir ekki, þjónarnir eru týndir og einn gesta þinna mun deyja á meðan þú ert upptekinn við að redda því sem þú getur í eldhúsinu. Hvað veldur því að allt fer svona illa?!

Velmegun og gjöfulir dagar bíða þín. Tvíburar mun hafa nefnt þig eina erfingja alls bús þeirra. Óheppilegt fráfall þeirra mun gagnast þér gríðarlega. En þú heppið, þú munt segjast vera að deila víni með vini þegar þú færð gleðifréttirnar.

VATNSBERI ✺ 20.01–18.02

NAUT ✺ 20.04–20.05

Vingjarnlegt og fálátt, þær prófraunir sem koma munu ekki trufla þig í þessum mánuði. Þú munt halla þér í ruggustólnum með sígarettureyk sem þyrlast um þig. Þú munt eyða þessum mánuði í að segja varðstjóranum að það gæti ekki hafa verið þú. Þú munt segja: “Ég var á svölunum að dást að stjörnunum með ástmanni mínum / ástkonu minni.”

Þú ert alltaf tryggt þeim sem eru í kring um þig, en reyndu í þessum mánuði að sýna sjálfu þér hollustu. Stundum er erfitt að vera í herfrakkanum, þar sem allir munu líta til þín að leiða þau á erfiðistímum. Það er þín hugmynd að hringja í varðstjórann og það verður þú sem útskýrir að þú hefðir ekki getað farið svona fljótt yfir á hina hlið borðsins.

FISKUR ✺ 19.02–20.03

TVÍBURI ✺ 21.05–20.06

Sjálfsumönnun er eitthvað sem þig hefur vant­ að þennan mánuðinn. Taugar þínar verða í rúst og það líður yfir þig fyrst þegar ljósin kvikna aftur. Þú þarft að útskýra hvers vegna þú hélst á hníf og eplið sem þú heldur því fram að þú værir að skræla mun virðast hverfa. Gangi þér vel Fiskur.

Því miður, en í þessum mánuði verður þú myrt. Þú verður stungið í veislunni. Hnífurinn situr fastur í bakinu á þér og líkami þinn liggur yfir eldaðann kalkúninn á matarborðinu. Morð þitt mun valda töluverðu uppnámi. En líttu á björtu hliðarnar, þú verður aðal umræðuefnið.

48


KRABBI ✺ 21.06–22.07

VOG ✺ 23.09–22.10

Á meðan tunglið dvínar gerir matarlystin þín það ekki. Þú munt eyða meirihluta næturinnar í að troða í þig mat við enda borðsins. Þó kalkúnninn sé ekki of langt í burtu, þá mun Vogin reglulega rétta þér. Merkilegt nokk, þá mun hnífurinn þinn vera sá eini sem týnist, en hverju skiptir týnd hnífapör þegar maturinn er svona frábær. Kannski er Steingeitin með meira í eldhúsinu.

Þó þú hafir tilhneigingu til að dæma aðra, þá er mikilvægt að hugsa um sjálft þig. Já, hershöfðinginn á móti þér mun ekki hafa pússað medalíurnar sínar, nei, stanslaust mas Tvíbura mun ekki vekja áhuga þinn. Þú munt eyða öllum mánuðinum í að útskýra fyrir varðstjóranum hvernig þú varst á svölunum að reykja.

LJÓN ✺ 23.07–22.08

SPORÐDREKI ✺ 23.10–21.11

Varastu of mikið sjálfsöryggi í þessum mánuði. Það er gott að hlúa að sjálfinu, en grobb mun ekki hjálpa þér að öðlast samúð frá varðstjóranum. Þó Tvíburar munu sannarlega skyggja á þig, þá munt þú segjast vera við barinn að drekka glas af víni þegar ljósin slokkna.

Þessi mánuður verður mánuður harkalegra staðreynda. Þau áttu að verða fjórða hjónabandið þitt. Þú bjóst við því að þau yrðu ótrú, en með Vatnsbera? Sum merki hafa engan klassa. Kannski munt þú halda matarboð í þessum mánuði líka. Þú getur einungis vonað, að það verði til að deyja fyrir.

MEYJA ✺ 23.08–22.09

BOGMAÐUR ✺ 22.11–21.12

Tilraunir þínar til að fela sannleikann þýða samt ekki að hann haldist falinn. Í þessum mánuði mun svæsið ástarsamband þitt við Vatnsbera vera opinberað. Staðreynd er að Tvíburar héngu yfir þér í talsverðann tíma. Dauði þeirra breytir ekki þeirri staðreynd að orðspor þitt verður í molum.

Þar sem Júpíter hættir að fara afturábak í þessum mánuði, munt þú finna fyrir miklum andlegum vexti. Þú munt segjast skynja hefndarhug í húsinu, en því miður mun margra ára reynsla þín af spádómum ekki gagnast varðstjóranum mikið. Sérstaklega þar sem þú munt sitja við þann enda borðsins sem lengst er frá Tvíburum, með engan á milli ykkar þegar ljósin slokkna.

LAUSNIN: “Hann vildi bara ekki þagna! Einhver varð að gera eitthvað!” mun Vogin hrópa þegar varðstjórinn tekur það á brott. Það er satt á réttum stað til að myrða Tvíbura, fjarvistar sönnun þess stangast á við Vatnsbera og Meyju. Það hefur aðgang að morðvopninu og ástæðu til þess. Góða framtíðarvinnu, varðstjóri. 49


GREIN/ARTICLE

D. Douglas Dickinson

ÞÝÐING/TRANSLATION

Guðný Nicole Brekkan

Murder at Zodiac Manor! Inspector, a tragedy will occur this month! All the horoscopes will gather for a lavish dinner party hosted in the Capricorn mansion. When the lights go out, someone will be dead! Inspector, you must figure which one of the signs will do this!

CAPRICORN ✺ 22.12–19.01

ARIES ✺ 21.03–19.04

With Saturn leaving retrograde soon, you are doomed to have a turbulent month. The food you had ordered will not be enough, the servants will be missing, and one of your guests will die while you’re busy trying to wrangle what you can in the kitchen. What will cause everything to go so wrong?!

Prosperity and bountiful days await you. Gemini will have named you the sole heir of their entire estate. Their unfortunate passing will benefit you immensely. Lucky you, you will claim to be splitting wine with a friend when you receive the good news.

AQUARIUS ✺ 20.01–18.02

TAURUS ✺ 20.04–20.05

Friendly and aloof, this month you’ll be unbothered by trials to come. You’ll be leaned against the rocking chair with cigarette smoke swirling around you. You’ll spend this month telling the inspector that it couldn’t possibly have been you. You will say “I was on the balcony admiring the stars with my paramour.”

You are always loyal to those around you, but this month try to be loyal to yourself. Sometimes it’s hard being in the military coat, as the room will look to you to lead them in times of trouble. It will be your idea to call the inspector and it will be you who explains that you couldn’t have crossed to the other side of the table that quickly.

PISCES ✺ 19.02–20.03

GEMINI ✺ 21.05–20.06

Self-care is something that you have been lacking this month. Your nerves will be a wreck and you’ll be the first to feint when the lights come back on. You’ll have to explain why you were clutching a knife and the apple you’ll claim you were peeling will seem to vanish. Good luck Pisces.

Sadly, this month, you’ll be murdered. You’ll be stabbed at the party. The knife will stay lodged in your back and your body will be splayed across the cooked turkey on the dinner table. Your murder will cause quite the commotion. But look on the bright side, you’ll be the talk of the town.

50


CANCER ✺ 21.06–22.07

LIBRA ✺ 23.09–22.10

As the moon wanes your appetite will not. You will spend most of the night gorging yourself at the head of the table. Though the turkey is out of reach, Libra will keep passing some over for you. Oddly enough, your knife will be the only one to go missing but what is a little lost silverware when the food is so splendid. Perhaps Capricorn will have more in the kitchen.

Though you tend to judge others it is important to reflect on yourself this month. Yes, the general across will not have polished his medals, no Gemini’s incessant conversation will not intrigue you. You’ll spend all month explaining to the inspector how you were having a smoke on the balcony.

LEO ✺ 23.07–22.08

SCORPIO ✺ 23.10–21.11

Be careful of overconfidence this month. It is good to nurture your ego but boasting about your accomplishments will do little to win you sympathy from the inspector. Though it is true that Gemini will overshadow you in much of what they do, you will claim to be by the bar downing a glass of wine when the lights go out.

This month will be the month of hard truths. They were to be your fourth marriage. You will have expected them to be unfaithful, but with Aquarius? Some signs have no class. Perhaps you’ll also host a dinner party this month. You can only hope, it’ll be to die for.

VIRGO ✺ 23.08–22.09

SAGITTARIUS ✺ 22.11–21.12

Your attempts to hide the truth does not mean it will stay hidden. This month, your sordid affair with Aquarius will be revealed. A fact that Gemini hung over you for quite some time. Their death does not the change the fact that your reputation will be in shambles.

With Jupiter in retrograde this month you’re going to have a great sense of intense spiritual growth. Though sadly, you’ll claim to sense a veng­eful spirit in the house, your many years spent divining will be of little use to the inspector. Especially since you will be seated at the foot of the table the furthest person from Gemini with no one between the two of you when the lights go out.

THE SOLUTION: “He just wouldn’t shut up! Someone had to do something!” Libra will cry as they are taken away by the inspector. They will be sat at the correct place at the table to kill him, their alibi will clash with Aquarius’s and Virgo’s. They will have access to the murder weapon, and they will have the motive to do so. Good future work inspector. 51


GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Francesca Stoppani

RIFF 2023: Á bak við tjöldin: Viðtal við Ragnar Jón Hrólfsson, samskiptastjóra, og Sunnu Axels, framleiðanda Behind the scenes at RIFF 2023: Interview with PR Agent Ragnar Jón Hrólfsson and Producer Sunna Axels

MYNDIR/PHOTOS

RIFF - alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefur um árabil verið einn af hápunktum menningarlegra viðburða á Íslandi. Í ár er hátíðin enn stærri í sniðum til að fagna því að hún er nú haldin í tuttugasta sinn. Áður en RIFF gekk í garð þann 28. september varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að setjast niður með Ragnari Jóni Hrólfssyni, samskiptastjóra hátíðarinnar, og Sunnu Axels, framleiðanda hátíðarinnar, til þess að renna yfir hvað væri á seyði á bak við tjöldin í aðdraganda hátíðarinnar.

Alina Maurer

The Reykjavík International Film Festival (RIFF) has long been a cultural highlight on Iceland's calendar. This year, it promised to shine even brighter, as it marked the 20th edition of the festival. Before RIFF kicked off on September 28th, I had the pleasure of sitting down with Ragnar Jón Hrólfsson, the festival's PR agent, and Sunna Axels, the prod­ucer, to go over what was behind the curtain of this year's RIFF.

52


NÝSKÖPUN OG INNGILDING Í FORGRUNNI

FOSTERING INNOVATION AND INCLUSION

RIFF varð til sem lokaverkefni Hrannar Marinósdóttur, sem enn þann dag í dag er stjórnandi hátíðarinnar. RIFF var fyrst haldin árið 2004, og síðan þá hefur hún þróast og skipað sér sess sem alþjóðlega viðurkenndur viðburður. Það sem er einna áhugaverðast við RIFF er stöðugi straumurinn af nýju fólki sem kemur að skipulagningu hátíðarinnar. Til gamans má geta að Hugleikur Dagsson er listamaður afmælishátíðarinnar í ár og hannaði þar til gerðan lunda fyrir hvern undirflokk kvikmynda á dagskrá. Eins og Ragnar Jón Hrólfsson tekur fram eru breytingar og þróun ávallt í brennidepli. Það á svo sannarlega við um hátíðina í ár, þar sem bæði Ragnar og Sunna eru að taka þátt í skipulagningu hátíðarinnar í fyrsta sinn. Skipuleggjendur leggja áherslu á inngildingu og þátttöku framleiðenda og kvikmyndagerðarfólks víðsvegar úr heiminum. Áhersla hátíðarinnar er sem fyrr að standa þétt við bakið á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki, sérstaklega þeirra sem eru að vinna að sínum fyrstu verkum. „Þetta er grasrótarfögnuður kvikmyndaheimsins í öllu sínu veldi,“ bætir Ragnar Jón við.

RIFF started as a final thesis project by Hrönn Marinósdóttir, who still serves as its director today. The festival made its debut in 2004 and has since evolved into an internationally recognized event. One of the most interesting aspects of RIFF is the continuous infusion of new team players into the festival's organizing team. Fun fact, Hugleikur Dagsson is the artist for this 20th edition and each film category has its special puffin designed by Hugleikur on the program. As Ragnar Jón Hrólfsson reiterates, changing and evolving is the norm. This year's festival is no exception, as both Ragnar and Sunna are working for RIFF for the first time. The organizers have aimed for inclusivity, bringing together producers and filmmakers from around the world. The festival's focus remains steadfast on nurturing young and inspiring filmmakers, particularly those working on their first projects. “It's a grassroots celebration of cinema at its finest,” adds Ragnar Jón.

KYNNING Á ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM Eitt af því merkasta sem RIFF hefur stuðlað að er kynning íslenskra kvikmynda á heimsvísu. Ragnar og Sunna lýsa mikilvægi Smart 7 samstarfsins, verkefni sjö alþjóðlegra kvikmyndahátíða. Smart 7 stendur líka fyrir keppni þar sem RIFF velur fulltrúa til að skipa sæti í dómnefnd einnar af hinum sex hátíðunum (í ár situr fulltrúi RIFF í dómnefnd í Grikklandi), sem vekur athygli á framúrskarandi myndum frá aðildarlöndunum sjö. Þetta framtak stuðlar að því að RIFF gegnir hlutverki stökkpalls fyrir íslenskar kvikmyndir á alþjóðavísu, og sá stökkpallur snýst ekki eingönguum að sýna myndir. „Að einfaldlega tala saman og tengjast öðru fólki… þar liggja töfrarnir,“ segir Sunna. 53

RIFF'S ROLE IN EXPORTING ICELANDIC FILM One of RIFF's proudest achievements is its role in promoting Icelandic cinema on the global stage. Ragnar and Sunna explain the significance of the Smart 7 collaboration, a consortium of seven international festivals. Smart 7 also includes a contest where RIFF selects a representative to serve on the jury at a festival organized by one of the other 6 collaborators (this year taking place in Greece), helping to spotlight outstanding films from the seven participating countries. Within this kind of initiative, RIFF serves as a launching pad for Icelandic films to gain recognition internationally, and it's not just about showcasing movies. "Simply talking and connecting with people... that's how the magic happens," exclaims Sunna.


FÆÐING NÆSTU KVIKMYNDAKYNSLÓÐAR

SHAPING THE CINEMA YOUTH

„RIFF snýst ekki bara um kvikmyndir; hún snýst um að næra ástríðuna fyrir kvikmyndum í þágu yngri kynslóðarinnar.“ Með þessari staðhæfingu kynnir Sunna UngRIFF, sem hefur þróast úr undirflokki yfir í sérviðburð í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar. UngRIFF býður krakka velkomna, stendur fyrir sýningum í skólum og á landsbyggðinni og hvetur unga kvikmyndaáhugamenn áfram með öflugu ungmennaráði innan RIFF samtakanna. „Þetta snýst allt um að móta næstu kynslóð af kvikmyndaunnendum og kvikmyndagerðarmönnum,“ segir Ragnar.

"RIFF is not just about cinema; it's about fostering a love for it among the younger generation". With this statement, Sunna Axels introduces UngRIFF, or youth RIFF, which has evolved from a subcategory into a separate event for the first time in the history of the festival. UngRIFF extends its invitation to kids, hosts screenings in schools and rural areas, and empowers young movie enthusiasts with a dedicated youth council within the RIFF organization. “It's all about shaping the next generation of cinephiles and filmmakers,” concludes Ragnar.

MITT Á MILLI ÍSS OG HRAUNS

BETWEEN ICE AND LAVA

Í gegnum árin hefur hátíðin boðið upp á einstakar upplifanir, eins og sýningar í íshelli, hraunhelli og sundbíó. Sunna afhjúpar leyndarmálið á bak við tilurð þessara hugmynda - að einfaldlega tala við fólk og tengjast því. Í ár bætist við sjónræn matræn veisla með sýningu Ratatouille. Sem hluti af franskri áherslu hátíðarinnar í ár, bauð RIFF fjölbreyttum heiðursgestum á borð við leikkonuna Isabelle Huppert og ítalska leikstjórann Luca Guadagnino. Þar að auki var önnur nýjung kynnt til leiks, sérstakur bar tengdur hátíðinni. Svo má ekki gleyma því að Háskólabíó, kvikmyndahús sem lokaði fyrir skömmu, fékk tækifæri til að endurheimta stöðu sína sem miðstöð kvikmynda. Og eins og Ragnar leggur áherslu á, mun UngRIFF halda áfram að hasla sér völl hvað varðar dagskrá hátíðarinnar. Framtíð RIFF er vægast sagt björt. Sjáumst á enn einni eftirminnilegri hátíð RIFF árið 2024!

Over the years, the festival has treated audiences to unique experiences, such as the ice cave, lava cave and swim-in cinemas. Sunna reveals the secret behind these wondrous ideas - simply talking and connecting with people. This year, they’ve added a culinary twist with the Ratatouille culinary experience, complete with theatrics and performances. As part of the French in Focus theme for this year, RIFF brought to the stage a diverse array of honorary guests, such as French actress Isabelle Huppert and Italian director Luca Guadagnino. For the first time, a festival bar was part of the experience. Most importantly, Háskólabió, a cinema institution that recently closed down, managed to regain its status as a cinematic haven, complete with happy hours. And, as Ragnar emphasizes, Youth RIFF will continue to expand its presence in the festival's program. The future of RIFF holds exciting prospects indeed. See you for another memorable RIFF in 2024!

GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION

Muhammad Ahmad Rana

Elizaveta Kravtsova

Að vinna eða ekki vinna: Frá sjónarmiði háskólanema To Work or not to Work: A Student’s Perspective Í MIÐRI ALÞJÓÐAKREPPU hefur rétturinn til ókeypis gæðamenntunar orðið áskorun fyrir þá sem búa á suðurhveli jarðar. Skiptinámið opnar gátt til að rjúfa menningarlegar hindranir og gerir nemendum kleift að sinna fræðilegum áhuga­málum sínum; það vantar hins vegar tækifæri fyrir nem­endur í þróunarlöndum í leit að formlegri menntun. Fyrir þá er gæðamenntun ekki ódýr. Maður verður annað hvort að eyða gífurlegum fjármunum í skólagjöld í einka­ skólum eða að setjast að í landi þar sem menntun er endur­ gjaldslaus. Fái maður aðgang að virtum háskóla innan Evrópu þarf maður í ofanálag að leggja fram sönnun fyrir nægilegu fé til fram­færslu í heilt ár.

AMID A GLOBAL RECESSION, the right to free and quality education has become a challenge for those living in the Global South. Exchange programs provide a gateway to break cultural barriers and enable students to pursue their academic interests; however, these programs lack the opport­unity for international students seeking formal education. For students in developing countries, quality education does not come cheap. One must either be able to spend a huge sum of money on private education or move to a country where education is free. To top it off, one must submit proof of sufficient funds for an entire year if granted admission in any of the reputable institutes within Europe.

54


Á hverju ári flytja þúsundir nemenda frá Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og Suður-Ameríku til Íslands í leit að háskólamenntun vegna skorts á vönduðum innviðum heima fyrir. Þetta er aðeins ein af mörgum ástæðum á bak við þá erfiðu ákvörðun að umbylta eigin lífi algjörlega og byrja allt aftur grunni. Erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgaði mikið árið 2023 en alls voru þeir 2.019. Þetta er mesta aukningin á milli ára undanfarna 2 áratugi. Fyrir utan þá sem eru sérvitringslega ríkir og þá sem eru tilbúnir að eyða öllum sínum ævisparnaði á einu ári eiga fæstir nemendur efni á því að lifa af á Íslandi eða annars staðar nema með því að stunda vinnu með náminu. Til að geta farið í þessa vegferð verður maður að skilja mikið eftir sig! Fjölskyldu, vini, sambönd, allir hafa sína sögu. Í mínu tilviki þurfti ég að segja upp starfi mínu, nurla saman nægilegu fé til að fjár­ magna pappírsvinnu, taka lán, sækjast eftir vottorðum og ýmsum pappírum fyrir hvert einasta skjal sem tengist tilveru minni, og svo framvegis... Ég er Ahmad Rana – einn af mörgum námsmönnum sem gekk í gegnum allt þetta ferli á síðasta ári og er núna skiptinemi í tvöföldu námi við Háskóla Íslands. Ég tók fyrsta árið mitt í meistara­námi í Noregi og ákvað síðan að flytja til Íslands vegna áhuga á þeim greinum sem eru í boði hér. Rétt eins og margir aðrir byrjaði ég í hlutastörfum í Noregi á ýmsum veitingastöðum, þar til ég taldi mig loksins skilja kerfið nægilega til að geta flutt til Íslands. Það vakti undrun mína að þótt háskólinn taki fjölbreytileikanum opnum örmum eru leyfisveitingakerfið og atvinnumála­ stefnan eingöngu til þess fallin að auka á eymd þeirra nemenda sem eiga uppruna sinn í löndum utan EES/ EFTA-svæðisins. Til að byrja með þurfa þeir að skila starfssamningi ásamt umsókn um atvinnuleyfi og öllum viðeigandi gögn­ um til Útlendingastofnunar. Þaðan er umsóknin send til Vinnumálastofnunar, umsækjandinn fær úthlutað stéttarfélag og eftir að umsóknin hefur verið samþykkt gefur útlendinga­stofnun út nýtt dvalarleyfi sem staðfestir rétt nemanda til atvinnu. Það er líklega óþarfi að nefna að þessi skref koma til viðbótar við fyrstu heimsóknir til Útlendingastofnunar til að láta taka mynd af sér og sækja tímabundið dvalarleyfi. Í fyrra tók ferlið til að sækja um hlutastarf að hámarki 15 daga á heildina litið. Aukið álag vegna fjölgunar umsókna á þessu ári hefur hins vegar leitt til þess að umsóknarferlið hefur lengst töluvert, en þjónustufulltrúar telja að það geti liðið mánuðir þar til umsókn um atvinnuleyfi er afgreitt og umsækjandinn getur hafið vinnu. Vilji umsækjandinn sækja um annað starf þá verður hann að fara í gegnum sömu þrauta­ gönguna aftur frá byrjun. 55

Each year thousands of students move from Africa, Asia, the Middle East, and South America to Iceland in search of higher education because of the lack of quality infrastructure at home. This is just one of the many reasons behind the tedious decision of completely abandoning one life and starting a new one from scratch. At the University of Iceland, there is a marked increase in 2023, with a total of 2,019 foreign students. This is the highest difference between two successive years in the past 2 decades. Unless someone is eccentrically rich or wants to spend all their life savings in a year, one must resort to part-time jobs to survive in Iceland, or any other country that allows students to work part-time while being enrolled at the university level. To be able to make that trans­ ition, one must leave behind a lot! Family, friends, relationships – you name it. For me, I let go of my job, gathered enough funds for paperwork, took out loans, got attestations and paperwork done for every single document attached to my existence, and the list goes on… I am Ahmad Rana – one of the many students who went through this process last year and is now on exchange as a double degree student at the University of Iceland. I spent the first year of my master’s in Norway, and I then decided to move to Iceland for my second year because of my interest in the subjects offered here. Just like many others, I started off with part-time jobs in Norway at various restaurants, until I finally thought I understood the system and could make my transition to Iceland. To my surprise, where the University welcomes diversity with open arms, the system and part-time work policies only add more to the misery of employment if a student is from outside the EEA/EFTA region. For students who are foreign nationals, the job contract along with application for work permit and all the relevant documents must be submitted to the directorate of immigration. From there, the application is forwarded to the directorate of Labour, the union is assigned, and when it is approved, the immigration office issues a new resident permit stating the student is now allowed to work. Not to mention that this is in addition to the initial visits to the directorate of immigration for having your photo taken and picking up your temporary residence card. The entire process for an approval to work part-time used to take no more than 15 days last year. As of this year, the representatives say it could take months before a work permit is approved and you can pick up the new card. Only then can you start to work. However, if you want to switch to another job, you have to go through the same procedure all over again. Now imagine you are at an interview and your employer asks, “so when can you start working?” What would your answer be? “I’m afraid I cannot say, because as much as I would like to start right now given the financial crisis I see


Ímyndaðu þér núna ef þú sért í viðtali og vinnuveitandi þinn spyr: “Hvenær geturðu byrjað að vinna?” Hverju myndir þú svara? “Ég er hræddur um að ég geti ekki svarað því. Eins mikið og mig langar að byrja núna í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu minnar á næstu mánuðum, þá verð ég að afhenda samn­inginn sem þú lætur mig fá til útlendingastofnunar og bíða eftir svar þeirra. Miðað við það sem ég hef heyrt gæti það tekið allt frá 15 dögum upp í nokkra mánuði.” Þetta er besta svarið sem ég get hugsað mér og flestir veitinga­húsaeigendur eða aðrir vinnuveitendur í leit að starfs­fólki í hlutastörfum hugsa ekki svo langt fram í tímann. Þegar þú ert búinn með allt ferlið eru allar líkur á því að einhver annar hafi verið ráðinn í stöðuna og að samningurinn sé ekki lengur í gildi. Þetta þýðir að þú getur ekki endurnýjað dvalarleyfi (sem gerir þér kleift að vinna ákveðna tíma á viku) og þú ert kominn aftur á byrjunarreit. Ég veit um nokkra erlenda ríkisborgara sem hafa lent í því að samningar þeirra duttu úr gildi vegna þess að það tók of langan tíma að afgreiða umsóknina og einhver annar var ráðinn, og þeir eru enn að bíða eftir kortunum sínum. Síðan eru þeir sem fá einfaldlega ekki vinnu vegna þess að þeir geta ekki hafið störf strax. Eftir að hafa dvalið í Evrópu áður hef ég þá reynslu sem þarf til að geta gegnt þær stöður sem aug­ lýstar eru daglega, en samt stend ég í mjög veikri stöðu í samkeppninni um störfin út af þessum umsóknarferli. Ef þú heldur að ég sé eingöngu að röfla vegna þess að ég tala ekki íslensku og fékk þess vegna ekki vinnu, þá er það ekki tilfellið: meira en helmingur þessara staða krefst ekki kunnáttu í íslensku (hvorki í töluðu né rituðu máli). Ég er þess fullviss að ég mun fá vinnu að lokum. Hins vegar er sárt að heyra vinnuveitanda hafna umsókn manns eingöngu á þeim forsendum að maður geti ekki hafið störf strax. Ég er ekki sá eini, það eru margir aðrir sem standa í sömu sporum daglega. Þetta er hugsað fyrir alla þá nemendur sem áttu sér stóra drauma en geta nú ekki fundið réttu orðin eða réttan vettvang til að tjá sig. Jæja, með hverjum stendur þú? Finnst þér þetta sann­ gjarnt? Gætum við kannski lært af öðrum þjóðum og innleitt reglur sem hvetja nemendur til að vera sjálfbjarga, óháð uppruna?

myself in the next few months, I must submit the contract that you give me to the immigration’s office and wait for their response. Judging from what I have heard, it could take anywhere from 15 days to a few months”. This is the best answer I can think of, and most restaurant owners or part-time work opportunities do not think that far ahead. By the time you get all this done, there is a fair chance that someone else got hired for the position, and your contract (if they give you one at all) is no longer valid. This means that you will not get a new temporary residence card (that allows you to work the designated hours per week) and you are back to square one. I know several foreign nationals who have had their contracts canceled because it took too long and someone else was hired, who are still waiting for their cards, and those who are rejected solely on the basis that they cannot start working immediately. Having previously stayed in Europe, I have the experience and exposure required to fill in the positions that are advertised daily, yet I am at a competitive disadvantage because of the process involved. No, more than half of them do not require proficiency in Icelandic (neither spoken nor written), if you were thinking I am just writing this to rant because I couldn’t get a job. I am confident I will get one. However, it is heartbreaking to hear when an employer rejects your application solely on the grounds that you cannot start working immediately. I am not the only one, there are countless others that face the same statement everyday either directly or indirectly. This is for all those students who dreamt big, and now cannot find the right words or platform to express their dreams. So, whose side are you on? Do you think it's fair? Or maybe we could use a few examples from fellow countries and implement policies that encourage students to be self-sufficient, irrespective of which part of the world they are from?

56


GREIN/ARTICLE

Tiago Fernando Teixeira Morais

ÞÝÐING/TRANSLATION

Elizaveta Kravtsova

Stjórnmál framtíðarinnar The politics of the future STJÓRNMÁL FRAMTÍÐARINNAR (og einnig nútíðarinnar) til­heyra ungu fólki. Pólitískt landslag morgundagsins er að ganga í gegnum ótrúlega umbreytingu og útlínur þess mótast af gjörðum og vonum ungmenna í dag. Sem lýðfræðilegur hópur hefur ungt fólk tækifæri til að hafa umtalsverð áhrif á kosningar, móta stefnu og endurskilgreina forgangsröðun ríkisstjórna og samfélaga. Það sem einu sinni var litið á sem áhugamál hefur nú þróast í brýna nauðsyn til að byggja upp opnari, samúðarfyllri, móttækilegri og framsýnni heim. Eitt af því sem er mest áberandi í þátttöku ungs fólks í stjórnmálum er hæfni þeirra til að koma ferskum sjónar­ hornum og nýstárlegum hugmyndum inn í stjórnmálaumræðuna. Raddir þeirra eru ekki aðeins mikilvægar; þær eru ómissandi til að tala fyrir nýjum lausnum á aldagömlum vandamálum og takast á við sífellt vaxandi áskoranir sem samfélög okkar standa frammi fyrir. Hvort sem það er tilvistar­ kreppa loftslagsbreytinga, möguleg neikvæð áhrif tækni­ framfara, viðvarandi ákall um félagslegt réttlæti eða óskir um betra vinnuumhverfi og sveigjanleika í vinnu, þá er ungt fólk óneitanlega í fararbroddi í baráttunni fyrir betri framtíð. Undanfarin ár hefur verið athyglisverð fjölgun hreyf­ inga undir forystu ungmenna, sem gegna hlutverki öflugra talsmanna breytinga. Áhrif ungs fólks í stjórnmálum ættu hins vegar að ná út fyrir aðgerðastefnu og mótmæla­­hreyf­ ingar. Ungir einstaklingar taka í auknum mæli þátt í kosn­ ingum og gera sér grein fyrir því að atkvæði þeirra hafa vægi og geta haft veruleg áhrif á niðurstöður kosninga. Þeir eru að verða virkir hagsmunaaðilar í lýðræðisferlinu og átta sig á því að þær stefnur og ákvarðanir sem teknar eru í dag munu verulega móta heiminn sem þeir erfa á morgun. Þar að auki er pólitískur metnaður ungs fólks ofar því að greiða einungis atkvæði. Margir eru að leggja af stað í þá djörfu vegferð að bjóða sig sjálfa fram til forystu. Þegar ungir stjórnmálamenn koma inn á vettvang stjórnmálanna koma þeir með ferskt sjónarhorn, óbilandi trú á gagnsæi og ákafa til að tengjast kjósendum sínum. Þetta innstreymi ungs blóðs til löggjafarþinga og borgarstjórna um allan heim er að hressa upp á pólitískt landslag og lífga upp á stjórnkerfi. Við höfum gott dæmi í Portúgal um varaþingmennina Bernardo Blanco og Patrícia Gil Vaz frá frjálslynda flokknum, sem gegna áberandi hlutverkum í þingflokki þeirra, 27 og 26 ára. Annað dæmi er Sigrid Friis Frederiksen (28 ára) sem mun leiða kosninga­lista ALDE-flokksins fyrir Evrópukosningarnar 2024. Til að virkja alla möguleika ungs fólks til að móta stjórnmál morgundagsins er nauðsynlegt að forgangsraða í þágu stjórnmálafræðslu. Ungir einstaklingar ættu ekki aðeins að átta sig á uppbyggingu stjórnmálakerfisins heldur einnig að skilja lykilhlutverk þeirra innan þess.

57

THE POLITICS OF THE FUTURE (and also the present) belong to young people. The political landscape of tomorrow is undergoing a remarkable transformation, and its contours are being shaped by the actions and aspirations of today's youth. As a demographic group, young people wield significant power to influence elections, shape policies, and redefine the priorities of governments and societies. What was once perceived as a matter of interest has now evolved into an imperative necessity for building a more inclusive, empathetic, responsive, and forward-looking world. One of the most striking features of the youth's involvement in politics is their ability to infuse fresh perspectives and innovative ideas into the political discourse. Their voices are not only important; they are indispensable in advocating for new solutions to age-old problems and addressing the ever-emerging challenges that confront our societies. Whether it's the existential threat of climate change, the disruptive impact of technological advancements, the persistent call for social justice, or the concern for better working environments and labor flexibility, young people are undeniably at the forefront of envisioning a better future. In recent years, there has been a notable surge in youthled movements, which serve as potent agents of change. However, the influence of young people in politics should extend beyond activism and protest movements. Young individuals are increasingly participating in electoral processes, recognizing that their votes carry weight and can sub­ stantially impact election outcomes.


Annað mikilvægt atriði, sem þarf að útskýra frá unga aldri, er að allt er pólitík. Að vilja fleiri tónleika í borginni er pólitískt. Að vilja betri aðstæður til að spila fótbolta á sunnudögum með vinum er pólitískt. Að kvarta undan aðstæðum í skólanum, þar sem þeir stunda nám, er pólitískt. Það þarf að koma þeim í skilning um að mannfólkið er pólitísk vera í eðli sínu og að það að skilja stjórnmál snýst ekki eingöngu um að geta rætt hagfræði, lög og flókin efni. Menntastofnanir, allt frá grunnskólum til háskóla, verða að gegna grundvallarhlutverki í því að veita borgaralega fræðslu og efla borgaralega þátttöku ungmenna. Efla þarf þátttöku ungs fólks í nemendahópum, félögum, yngri fyrirtækjum, sjálfboðaliðastarfi og öðru slíku. Auk menntunar verða stjórnmálastofnanir og flokkar að sýna raunverulegan vilja til að hlusta á raddir ungs fólks og taka mið af áhyggjum þeirra. Þau ættu að leitast eftir fram­ lagi ungmenna og taka sjónarmið þeirra alvarlega þegar stefnur eru mótaðar og ákvarðanir teknar. Mikilvægt er að viður­kenna að þátttaka ungs fólks er ekki eingöngu tákn­rænt merki, heldur grundvallaratriði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu lýðræði. Niðurstaðan er sú að pólitískt landslag morgundagsins er óneitanlega mótað af þátttöku, vonum og aðgerðastefnu ungmenna í dag. Einstakur hæfileiki þeirra til koma ferskum sjónarmiðum að borðinu, setja nýstárlegar hugmyndir og óbilandi ákveðni á oddinn í pólitískri umræðu knýr fram umbætur í mikilvægum málum. Það er skylda samfélagsins, menntastofnana og stjórnmálaleiðtoga að styðja að fullu og hlúa að pólitískri þátttöku ungra einstaklinga. Með því getum við skapað opnara, móttækilegra og framsýnna stjórnmálakerfi sem endurspeglar í raun og veru væntingar og gildi allra kynslóða. Unglingarnir eru með lykilinn að bjartari og sanngjarnari framtíð; það er sameiginleg ábyrgð okkar að gera þeim kleift að opna hana.

They are becoming active stakeholders in the democratic process, realizing that the policies and decisions made today will significantly shape the world they inherit tomorrow. Moreover, the political ambitions of young people are transcending the act of merely casting votes. Many are embarking on the bold journey of running for public office themselves. When young politicians enter the political arena, they bring with them a fresh perspective, an unwavering commitment to transparency, and an eagerness to actively engage with their constituents. This influx of young blood into legislatures and city councils worldwide is invigorating political landscapes and revitalizing systems. We have a good example in Portugal of deputies Bernardo Blanco and Patrícia Gil Vaz from the liberal party, who assume prominent roles in their parliamentary group, at 27 and 26 years old, respectively. Another example is Sigrid Friis Frederiksen (28 years old) who will head the ALDE Party electoral list for the 2024 European elections. To harness the full potential of youth in shaping the politics of tomorrow, it is essential to prioritize political education. Young individuals should not only comprehend the mechanics of the political system but also understand their pivotal role within it. Another important thing that needs to be explained from a young age is that everything is politics. Wanting more musical concerts in the city is political. Wanting better conditions to play football on Sundays with friends is political. Complaining about the conditions at the school where they study is political. Young people must be taught that humans are political beings by nature and that understanding politics is not just knowing how to discuss economics, laws, and complex subjects. Educational institutions, from primary schools to universities, must play a fundamental role in providing civic education and fostering civic engagement among young citizens. The participation of young people in student groups, associations, junior companies, volunteering, and the like must be promoted. In addition to education, political institutions and parties must demonstrate a genuine willingness to listen to the voices and address the concerns of young people. They should actively seek out the input of youth and seriously consider their perspectives when formulating policies and making decisions. It is crucial to recognize that youth participation is not a mere symbolic gesture but a fundamental and indispensable component of a healthy democracy. In conclusion, the political landscape of tomorrow is undeniably being shaped by the engagement, aspirations, and activism of today's youth. Their unique ability to bring fresh perspectives, innovative ideas, and unwavering determination to the forefront of political discourse is driving transformative change on critical issues. It is incumbent upon society, educational institutions, and political leaders to fully support and nurture the political involvement of young individuals. By doing so, we can create a more inclusive, responsive, and forward-thinking political system that genuinely reflects the aspirations and values of all generations. The youth hold the key to a brighter and more equitable future; it is our collective responsibility to empower them to unlock it.

58


GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION

Mashiho Kaneko

Guðný N. Brekkan

​​Þrír dagar með kindum Three days living with sheep

„Ég hélt að þetta væri málverk, eða eitthvað!“ Vinir mínir voru sammála þegar ég sýndi þeim mynd sem ég tók í sveitinni, í nokkurra klukkustunda keyrslu frá Reykjavík: viðargluggi sker út bita af víðáttumiklu lands­ laginu. Út um hann sést að morgunbjarminn er að líða undir lok og fölblár himininn er litaður dreifðum, gulbleikum skýjum, eins og máluð með þurrum pensli. Í forgrunni er grænt beitiland með vík sem breiðir úr sér í bakgrunninum. Þetta er án efa fallegt en það er eitthvað ómissandi sem vantar. Á túninu ættu að vera litlir dúnhnoðrar - kindur. Ég var þarna til að klára gulbleikum „málverkið,“ þ.e. að smala fé. Mér var leyft að taka þátt fyrir tilviljun. En satt að segja, þá hafði ég aldrei snert kind fyrr en þá, hvað þá smalað þeim. Engu að síður skildi ég það fullkomlega að kindur þýða svo miklu meira fyrir íslenska bændur en mig grunaði. Sem íslenskunemi vissi ég að orðið “fé” hefur tvær merkingar: „sauðfé“ og „fjármagn“. Í gegn um aldirnar hefur fólk lifað með kindum, verndað þær og erft hefðirnar í kringum þær, svo kindur og peningar urðu samheita.

59

“I thought it was a painting or something!” My friends were unanimous when I showed a pict­ure I took in the countryside, a few hours' drive away from Reykjavik: A wooden window frame cuts a square out of an expanse of the landscape. Out of it, the morning glow is coming to an end and the pale blue sky is tinged with pinkish-yellowish scattered clouds like a stroke of a dry brush. In the foreground, there is green pasture with a bay spreading in the background. This is no doubt beautiful, but something essential is missing. On the meadow, there should be added white fluffy spots — sheep. I was there to complete the “painting,” i.e. to “smala fé” (sheep roundup). I was allowed to join the gathering serendipitously. But, to tell the truth, I had never touched sheep until then, let alone gathered them. Nevertheless, I fully understood that sheep means so much more for Icelandic farmers than I could imagine. As an Icelandic learner, I knew the word “fé” has two meanings: “sheep” and “capital”. Over generations, people have lived with sheep, protecting and inheriting their traditions so that sheep and money became synonymous.


Daginn fyrir réttirnar höfðu tugir manna, þar á meðal börn, komið og undirbúið sig fyrir þennan mikilvæga viðburð, flestir heimamenn eða aðrir með reynslu. Ég var svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessari hefð og ég reyndi eins og ég gat að gera það vel. Markmið okkar var að klífa fjallið og reka kindurnar niður. Með mikla vinnu fram­ undan, fór ég og synti meðfram ströndinni til að draga úr spennunni. Nóttin var að skella á og handan flóans sá ég varla fjörðinn sem var hálf umvafinn skýi sem líktist nýklipptri ull. Allt hljóð hvarf inn í náttúruna. Þegar ég leit til baka gnæfðu kyrrlát svört fjöllin, sem við klifum daginn eftir, eins og þau væru að stara niður á mig. Eins og þungbær himinn dagsins á undan gaf til kynna versnaði veðrið þegar við fórum á fjöll til að smala. Á meðan við klifruðum upp grýttar og hálar brekkur, skiptum við okkur í hópa til að smala kindunum. Ég sá varla fólkið né kindurnar, en æpandi vindurinn bar veikar raddir þeirra úr fjarska. Ef ske kynni að hjarðir kæmu nálægt mér, beið ég þolinmóð og skerpti skilningarvitin. Fljótlega fór rigningin að hrynja af útifatnaðinum mínum - sem ber einkunnarorðið „vatnshelt“ - og andlit mitt varð dofið. Loks sá ég hjörð í fjarska, á stærð við korn, vera rekin niður. Þau virtust vera að hlaupa í áttina að mér, en ég sá ekki hversu langt í burtu þau voru vegna þess að brekkur hindruðu útsýni mitt. Svo á því augnabliki sem ég missti ein­beitinguna birtist hjörðin nálægt mér. Fimm eða sex kindur hlupu samsíða brekkunni í röð. Forystukindin hefði komið til mín, en hún breytti óvænt um stefnu og hljóp upp brekkuna.

On the day before the gathering, dozens of people including children had come up and prepared for this important event, and most of them were locals or otherwise experi­ enced. I was so grateful for having the chance to take part in the tradition that I strained myself to do well. Our mission was to climb up the mountains and to make flocks of sheep descend. With significant work imminent, I went for a swim along a shore to ease the tension. The night was coming at that time, and across the bay I could barely see the fjord, half blanketed by a cloud that resembled freshly sheared fleece. All the sound was absorbed into nature. When I looked back, the black mountains that we were climbing on the next day towered over in the serene hush, as if they were staring down at me. As the heavy sky of the previous day implied, the weather got worse when we scaled the mountains on the day for gathering. While climbing craggy and slippery slopes, we split up into groups to corral sheep. I could hardly see other members or sheep, but the howling wind bore their faint voices from afar. In case flocks came near me, I waited patiently by sharpening my senses. Soon my trousers and outerwear – whose catchphrase is “waterproof” – repelled rain, and my uncovered face became numb. Finally, I could see a grain-size flock of sheep that was driven downward far away. It seemed to come running toward me, but I couldn’t recognize how far they were from me since undulating slopes blocked my view. Then in a moment when I lost concentration, the flock appeared very 60


Ég hljóp af stað í skelfingu. En hvernig gæti ég, skjálfandi af kulda í gegnblautum fötum, náð fjórfættum fjallakindum sem voru með fullkomna vörn gegn kulda? Því meira sem ég elti, því fljót­ari var hún að sleppa. Á endanum hvarf kindin upp til fjalla á svipstundu meðan ég andaði þungt og horfði á hjörð­ ina þangað til hún varð aftur á stærð við korn. Í stuttu máli, mér mistókst. Smölun á hjörðinni sem hljóp framhjá mér var frestað til næsta dags. Mér fannst þetta hræðilegt, en fólkið klappaði mér hughreystandi á bakið og bauð mér heimalagaða máltíð. Notaleg borðstofan var full af góðu spjalli. Sjóðheit kjötsúpa og grillað kindakjöt beint úr ofninum náðu smám saman að þíða mig. Ég hélt á heitri skálinni og ímyndaði mér fólkið sem hafði búið hér áður. Söfnuðust þau saman, hlóu og kunnu að meta hvort annað eins og við, eftir svona vinnu? Horfðu þau á skarlatrautt sólarlag eftir langan dag og erfiða vinnu? Þau gætu hafa setið við eldinn og hugsað um hvernig þau ættu að keyra skutluna fyrir vefstólinn sinn… Hver ­einasta stund dvalarinnar fannst mér ég vera ein með náttúr­ unni, dýrunum, fókinu, fortíðinni og sjálfri mér. Þetta var dýrmæt reynsla til að rýna í sjálfa mig og gleyma kvíðanum og eirðarleysinu á meðan ég dvaldi á stað þar sem tíminn líður hægt og rólega. Þegar allri vinnu var lokið og ég bjó mig undir að fara aftur suður með tregðu, sá ég börn að teikna. Þykkir tússar, haldið af litlum höndum, runnu yfir auða hlið blaðsins og teiknuðu skýlaga hringi með bogadregnum línum í miðjunni. Það fékk mig til að brosa - hversu einföld og falleg leið til að teikna kindur. Fljótlega fylltist blaðið af kinda­ hjörðum. Bogadregnu línurnar, sem voru einfaldlega höfuð og horn kindanna líktust M þar sem saumurinn hafði losnað, eða réttara sagt japanska hiraganaひ (hi). Aldrei datt mér í hug að rekast á samstöfum móðurmáls míns, og ég varð svolítið rugluð vegna fjölda þýðinga á hi sem skutust upp í hausnum á mér: dagur (hi, 日), eldur (hi, 火), skutla (hi, 杼), or skarlatrauður (hi, 緋)... Vissulega var allt þetta hér á þessum stað, í lífinu sem snýst um kindur. Fyrir utan gluggann, fyrir aftan hangikjötið, teygir sig ennþá fagurt útsýni. En að þessu sinni var bætt við hvítum blettum á „málverkið“. Þegar árstíðirnar líða og blettirnir hverfa úr rammanum aftur, mun ég koma og mála blettina þar, aftur og aftur.

61

close to me. Five or six sheep ran parallel to the slope in line. The lead sheep would have found me, but it suddenly changed direction to run up the slope. I burst into a run with panic. However, with a shivering body clung by soaked clothes, how could I catch up with four-legged mountaineers with perfect cold protection? The more I chased it, the more it eluded me. Finally, it disappeared to the other side of the mountains “in two shakes of a lamb’s tail,” while I was gasping for air and looking up at the flock getting further away until it was again as small as a grain. In short, I screwed up. Gathering the flock I missed was carried over to the next day. I felt terribly sorry about it, but people patted me on the back reassuringly and treated me to home-cooked meals. The cozy wooden dining room was full of pleasant chat. Piping hot kjötsúpa (meat soup) and grilled mutton fresh from the oven gradually thawed my body. Holding a warm bowl, I imagined the people who had lived in this place. Did they gather, laugh, and appreciate each other just like us after such work? Were they watching the scarlet sunset at the end of a long day after long labor? They might have sat by the fire and thought about how to run the shuttle for their loom... Every single moment of the stay, I felt at one with nat­ure, animals, people, the past, and myself. It was a precious experi­ence for me to scrutinize myself and forget about anxiety and restlessness while staying somewhere where time passes slowly and gently. After all the work was completed, and when I prepared to go back to the south with reluctance, I caught sight of children drawing. Thick markers, held by small hands, ran over a blank side of paper to outline cloud-shape circles, and then added curving squiggly lines in the middle of them. That brought a smile to my face — what a simple and beautiful way to draw sheep! Soon the paper was filled with flocks of sheep. The squiggly lines, depicting the heads and the horns of sheep in the simplest way, looked like M whose seam came undone, or rather Japanese hiraganaひ (hi). Never did I think of stumbling upon the syllabary of my mother tongue, I was a little bit confused so many meanings of hi popped into my head: Day (hi, 日), fire (hi, 火), shuttle (hi, 杼), or scarlet (hi, 緋)... surely all of these were in that place, in the life that revolves around sheep. Outside of the window behind partly scraped hangikjöt (hung meat), the picturesque view still stretches there. But this time white spots were added to the “painting.” As the seasons pass and the spots disappear from the frame again, I will come back and paint the spots there, again and again.


JOEANDTHEJUICE.IS

@joeandthejuiceiceland

FRÍ SAMLOKA! Náðu í appið

FYLGDU ÞESSUM SKREFUM 1 Náðu í JOE appið

2 Kláraðu 1. pöntunina 3 Fáðu FRÍA samloku

*Á EKKI VIÐ UM SKOT, KÖKUR EÐA ÖNNUR TILBOÐ 62


í hvað fer þín orka? Nú býður Orkusalan upp á mismunandi orkuleiðir sem henta ólíkum orkuþörfum viðskiptavina. SparOrka er á okkar besta verði og því tilvalin fyrir stúdenta. Þú greiðir reikninga með greiðslukorti og sparar þannig gjöld sem bætast við hefðbundna reikninga. Kynntu þér málið og veldu réttu leiðina fyrir þig á orkusalan.is

63


Undirbúðu veturinn með Aukakrónum 64


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.