Stúdentablaðið, UMHVERFIÐ, Febrúar 2024

Page 1

1
2

Sérð þú hvað er best fyrir þig?

3 bhm.is Við gætum hagsmuna háskólafólks

Ritstjóri / Editor

Jean-Rémi Chareyre

Útgefandi / Publisher

Stúdentaráð Háskóla Íslands / The University of Iceland’s Student Council

Ritstjórn / Editorial team

D. Douglas Dickinson

Matthildur Guðrún Hafliðadóttir

Sana Hassan

Pjetur Már Hjaltason

Blaðamenn / Journalists

Ahmad Rana

Ester Lind Eddudóttir

Glory Kate Chitwood

Sæunn Valdís Kristinsdóttir

Alina Maurer

Hameeda Syed

Þýðendur / Translators

Colin Beowulf Mostert Fisher

Elizaveta Kravtsova

Guðný Nicole Brekkan

Judy Yum Fong

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Oliwia Björk Guzewicz

Prófarkalesarar / Proofreaders

Andrea Wetzler

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Ingvar Steinn Ingólfsson

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Pjetur Már Hjaltason

Teagan Lyn Boyle

Veronica Hendren

Ljósmyndarar / Photographers

Glory Kate Chitwood

Pjetur Már Hjaltason

Sérstakar þakkir / Special thanks

Sólrún Sigurðardóttir

Jón Sigurður Pétursson

Sigríður Stephensen

Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ

Hönnun og umbrot / Design and layout

Margrét Lóa Stefánsdóttir @margretloa

Myndskreyting á forsíðu / Cover illustration

Guðrún Sara Örnólfsdóttir @gunnatunna

Letur

Ouma Latin VF (Universal Thirst)

FreightText Pro Cabinet Grotesk

Prentun / Printing:

Litlaprent

Upplag / Circulation: 600

Efnisyfirlit

Table of Contents

Ávarp ritstjóra

Editor's Address

Ávarp forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Student Council’s President Address

Farþegasiglingar: lykillinn að kolefnislausum utanlandsferðum?

Passenger ships: the key to low-carbon international travel?

Vistfræðileg velferð og hagkerfi framtíðarinnar

Ecological Wellbeing and the Economy of the Future

Loftslagsmarkmið HÍ í uppnámi vegna flugferða starfsmanna

HÍ climate targets threatened by staff plane travel

Sjálfbær þróun, eða Lísa í Undralandi?

Sustainable Development, or Alice in Wonderland?

Hvað mun breytast á Íslandi árið 2024?

What will change in Iceland in 2024?

Allt um flugelda á Íslandi: Er kostnaðurinn þess virði?

All about fireworks in Iceland: Are they worth the price?

Jaðarsetning, tungumál og nýir Íslendingar

Marginalisation, Language and New Icelanders

Leikskólarnir Sólgarður og Leikgarður sameinast

Sólgarður and Leikgarður preschools merge

Lög og textar um gervigreind Laws and texts on artificial intelligence

4
Vetrarspá A Cold Reading 6 7 10 18 24 32 38 41 42 45 48 52

Blaðamenn Journalists

5
Alina Maurer Ester Lind Eddudóttir Glory Kate Chitwood D. Douglas Dickinson Jean-Rémi Chareyre Sæunn Valdís Kristinsdóttir Ahmad Rana

Ávarp ritstjóra Editor's Address

KÆRU STÚDENTAR,

Þegar þetta blað kemur út verða erfiðustu mánuðir vetrarins liðnir og stúdentar lausir við versta skammdegið. Við hjá Stúdentablaðinu fögnum upphafi ársins 2024 með því að gefa út þriðja tölublað skólaársins (af fjórum), en að þessu sinni er þema blaðsins „umhverfið“.

Málefnið snertir ungt fólk sérstaklega, þar sem fréttir af náttúruvám í nútíð og framtíð gerast æ háværari. Þetta blað er engin undantekning, en hér verður meðal annars fjallað um það hvernig sjálfum Háskóla Íslands er að mistakast að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að hér starfi vel upplýstir og hámenntaðir starfsmenn, og sumir af okkar færustu vísindamönnum á sviði náttúrufræða og umhverfismála.

Við fjöllum líka um hagkerfi framtíðarinnar og kleinuhringjahagfræði, framtíð millilandasamgangna til og frá Íslandi og þjóðsöguna um sjálfbæra þróun. Í almenna hluta blaðsins fjalla blaðamenn okkar meðal annars um flugelda á gamlárskvöld, reynslu sína af því að flytja til Íslands og gervigreind.

Fyrir hönd teymisins hjá Stúdentablaðinu vil ég óska öllum nemendum gleðilegs árs og vona að lesturinn reynist bæði skemmtilegur og gagnlegur, en næsta tölublað Stúdentablaðsins mun koma út þann 26. apríl.

Jean-Rémi Chareyre

Ritstjóri Stúdentablaðsins 2023-24

DEAR STUDENTS,

At the time that this paper is published, the hardest winter months will be over and students will finally be rid of the worst of this winter’s darkness. We at Stúdentablaðið are ringing the new year by publishing our third issue of the school year. The theme this time: “the environment.”

Environmental issues have become a massive topic of discussion among the younger generations, as threats of environmental destruction, both past and present, are becoming more and more relevant. This newspaper is no exception. We are reporting, among other things, how the University of Iceland itself is failing to reach its goal of reducing greenhouse gas emissions, despite having access to highly educated and wellinformed staff, as well as some of our most able scientists in the fields of natural and environmental sciences.

We are also writing about the economy of the future, the doughnut economy, the future of international travel to and from Iceland as well as the myth of sustainable development. In the Paper’s general section, our journalists write about New Year’s Eve fireworks and their personal experience of moving to Iceland, as well as Artificial Intelligence.

On behalf of the Student Paper’s whole team, I would like to wish all students a happy and successful year of 2024, and I hope that the reading will prove both entertaining and useful. The next and last issue of the Student Paper will be published on April 26th.

6

Ávarp forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands Student Council’s President Address

STÚDENTAR OG UMHVERFISMÁL

Á undanförnum árum hafa loftslagsmál verið eitt helsta áhyggjuefni ungs fólks. Aðgerðir í loftslagsmálum snúa ekki aðeins að hegðun hvers og eins, heldur þurfa heildrænar aðgerðir að ná til alls samfélagsins. Umræða um raunverulegar úrbætur í loftslagsmálum fléttast saman við umræðu um virkt lýðræði og jafnt aðgengi að menntun. Háskólinn er því ómissandi þáttur í vegferð að betri heimi.

Stúdentar hafa löngum látið sig málefni líðandi stundar varða, enda koma öll samfélagsleg málefni stúdentum við á einn eða annan hátt. Haldinn var stúdentafundur um herstöðvarmálið árið 1945 og árið 1972 mótmæltu stúdentar heimsókn William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Árnagarði og komu í veg fyrir heimsóknina. Fullveldishátíð stúdenta í Háskólabíói þann 1. desember sama ár var haldin undir kjörorðinu Gegn hervaldi – gegn auðvaldi. Var þar ályktun um uppsögn herverndarsamningsins við Bandaríkin, úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og stækkun fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur samþykkt með lófataki. Í mars árið 1974 var kona í fyrsta skipti kjörin formaður Stúdentaráðs, Arnlín Óladóttir læknanemi, og urðu kvenréttindi þá í fyrsta sinn baráttumál Stúdentaráðs. Þessir atburðir varpa ljósi á hve víðfeðm barátta stúdenta getur verið. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar beitt sér af krafti fyrir auknum aðgerðum í loftslagsmálum, jafnt innan sem utan háskólans.

Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð, ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskóla, loftslagsverkföll á hverjum föstudegi. Krafa verkfallanna var sú að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála og að þau, ásamt fyrirtækjum, gripu til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni.

STUDENTS AND ENVIRONMENTAL MATTERS

In recent years, the climate crisis has been one of the largest causes of concern for young people. Steps to address the climate crisis are not only about the behavior of individuals: rather, comprehensive action needs to reach throughout society. Debate over the most helpful ways to address the crisis are intertwined with debate over effective democracy and equal access to education. The university is thus an essential part of a path to a better world. Students have long concerned themselves with current affairs, as all social issues affect students in one way or another. For example, students held a meeting about the issue of military bases in 1945. In 1972, students protested against American ambassador William Rogers’ planned visit to Árnagarður, ultimately preventing it. On December first of the same year, students held a celebration of sovereignty at Háskólabío under the slogan Against war - against capitalism. To thunderous applause, a resolution was passed to break off the military agreement with the United States, withdraw from NATO, and expand fishing rights in territorial waters to fifty nautical miles. In March of 1974 the medical student Arnlín Ólafsdóttir was elected as the first female leader of the Student Council. For the first time, women’s rights became a key issue for the Student Council. These events shine a light on how effective student protests can be. Along similar lines, students have strongly advocated for climate action, either inside or outside the university.

In February of 2019, the Student Council, in cooperation with the National Organization of Students and the Icelandic Upper Secondary Student Union, held a climate strike on Fridays. The strikes demanded that the government declare a state of emergency due to the climate crisis and that the

7

Verkföllin voru innblásin af verkföllum Greta Thunberg, Fridays for future. Loftslagsverkföllin hlutu viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og voru valin maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2. Stúdentaráð telur að Háskóli Íslands eigi bæði að vera leiðandi í umræðunni og baráttunni við loftslagsvána og að það sé á ábyrgð háskólans að leggja áherslu á alvarleika málsins, benda á vísindin og gera kröfu um að þeir aðilar sem eiga í hlut hverju sinni taki þeirra ábendingum og loftslagsvánni alvarlega með þörfum aðgerðum. Á Stúdentaráðsfundi þann 25. október 2022 var lögð fram, og samþykkt, tillaga þess efnis að Stúdentaráð myndi skora á Háskóla Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og fylgja yfirlýsingunni eftir með því að útbúa aðgerðaráætlun fyrir háskólann. Þetta er í annað skipti sem Stúdentaráð leggur fram slíka áskorun, en taldi ráðið ástæðu til að gera það á nýjan leik í ljósi þess að tæpum þremur árum eftir að Stúdentaráð setti fyrst fram þessa áskorun hefur Háskóli Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum né hafið markvissa vinnu að aðgerðaráætlun. Þann 2. nóvember sama ár afhenti þáverandi forseti Stúdentaráðs rektor áskorunina og forseti umhverfis- og samgöngunefndar fylgdi málinu eftir í skipulagsnefnd háskólaráðs. Þar þrýsti fulltrúi stúdenta á að vinnu við gerð aðgerðaráætlunar yrði komið inn í framkvæmdaáætlun nefndarinnar en hefur það ekki náðst í gegn þegar þetta er skrifað.

Stúdentaráð verður að halda áfram að þrýsta á háskólann að bregðast við og koma málinu inn á borð háskólaráðs. Með því að lýsa yfir neyðarástandi myndi Háskóli Íslands taka skýra afstöðu og setja þannig bæði pressu á sína eigin starfsemi, sem og annarra stofnana og fyrirtækja. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir metnaðarfullum aðgerðum HÍ í loftslagsmálum, nema ákvarðanir stjórnsýslu skólans.

Rakel Anna Boulter, Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023-2024

state, alongside businesses, take action to decrease the effects of climate change. The strikes were inspired by the Friday for the Future strikes organized by Greta Thunberg. The strikers received recognition from the City of Reykjavík and were chosen as Person of the Year by the Stöð 2 news agency.

The Student Council believes that Háskóli Íslands has to be a leader in both the debate and fight against climate change, and that it is the university’s responsibility to emphasize the seriousness of the issue, point towards the science, and demand that parties that are involved take their suggestions and climate change seriously, with all necessary measures. At the Student Council meeting on October 25, 2022, a statement was proposed, and then ratified, to the effect that the Student Council should challenge Háskóli Íslands to declare an emergency due to the climate crisis and to follow this declaration by preparing an action plan for the university. This is the second time that the Student Council put forward this appeal, but it was considered necessary to present it again, in light of the fact that, three years after the first time the Student Council set this challenge, Háskóli Íslands has neither declared a state of emergency due to the climate nor begun to work on an action plan.

On November second of the same year, the president of the Student Council brought this appeal to the rektor, and the head of the Environmental and Transportation Committee followed up the matter in the planning committee of the university council.

The student representative pressed for work on the creation of an action plan that would be included in the committee’s executive plan, but this has not happened at the time of this writing.

The Student Council will continue to pressure the university to take action and bring the issue to the university administration’s agenda. By declaring a state of emergency, Háskóli Íslands would be taking a clear step and putting pressure on its own operations, as well as those of other institutions and businesses. There is nothing that stands in the way of HÍ’s taking serious action to combat the climate crisis, except for the decisions of the school’s leaders.

Rakel Anna Boulter,

The University of Iceland’s Student Council President 2023-2024

Translated by Colin Fisher

8
9
Loftlagsverkfall á Ráðhústorgi

Farþegasiglingar: lykillinn að kolefnislausum utanlandsferðum?

Passenger ships: the key to lowcarbon international travel?

Segjum það bara hreint út: á Íslandi er flugiðnaðurinn bleiki fíllinn í umræðunni um loftslagsbreytingar. Það er hjákátlegt að horfa til þess að þótt við höfum sett okkur markmið um að verða jarðefnaeldsneytislaus fyrst allra landa árið 2050, höfum við á sama tíma verið að stórauka innflutning á olíu, aðallega vegna vaxtar fluggeirans. Innflutningur á svörtu gulli hafði verið nokkuð stöðugur frá 2000 til 2015, en eftir það varð mikil aukning í olíusölu: úr 784.000 tonnum árið 2015 (árið sem Parísarsamningurinn var undirritaður) upp í 1.027.500 tonn árið 2018 eða 30% aukning á þremur árum. Sala á flugvélaeldsneyti nánast tvöfaldaðist á sama tímabili og árið 2018 var hún 40% af öllum olíuinnflutningi.

There is no tiptoeing around the fact: in Iceland, the aviation industry is the elephant in the room when it comes to climate change mitigation. It is perplexing to observe that, while we have set ourselves a lofty goal of becoming fossil-fuel free by 2050 (before all other countries), we have at the same time been significantly increasing our imports of oil, mainly due to the growth of the aviation industry. Oil imports were more or less stable from 2000 to 2015, but the next few years saw an explosion in oil sales: from 784,000 tons in 2015 (the year the Paris agreement was signed) to 1,027,500 tons in 2018, or a 30% increase in only three years. Kerosene sales almost doubled during the same period and represented 40% of all oil imports by 2018.

10
GREIN/ARTICLE Jean-Rémi Chareyre ÞÝÐING/TRANSLATION
Chareyre
Jean-Rémi

Þetta er ekki allt ferðaþjónustunni að kenna. Íslendingar sjálfir fljúga miklu oftar en áður. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu ferðuðust aðeins 44% Íslendinga til útlanda árið 2009 en hlutfallið var komið í 80% árið 2017. Þá fór hver Íslendingur í að meðaltali 1,2 utanlandsferðir árið 2009 en árið 2018 var meðaltalið komið upp í 3 flugferðir á mann.

Flugiðnaðurinn vill gjarnan telja okkur trú um að þetta verði leyst með tilkomu græns flugvélaeldsneytis á borð við lífeldsneyti, rafeldsneyti eða vetni í vökvaformi. Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að skipta út olíu fyrir grænt eldsneyti. Vandinn er stærðargráðan og innviðirnir. Alveg sama hvernig á það er horft verður aldrei hægt að framleiða nægilegt magn af grænu eldsneyti á þær 20.000 farþegaþotur sem fljúga þvers og kruss um heiminn í dag til viðbótar við öll skipin, vörubílana og vinnuvélarnar sem gera sig sömuleiðis von um aðgang að grænu eldsneyti. Til þess að sinna eftirspurninni eins og hún er í dag þyrfti stjarnfræðilegt magn af endurnýjanlegri orku ásamt lífrænu efni sem er einfaldlega ekki til staðar í nægilegu magni. Flugvélar sem ganga fyrir grænu eldsneyti verða þannig í besta falli forréttindi þeirra efnuðustu.

ÞEGAR OLÍAN KOM FLUGVÉLINNI TIL BJARGAR

Það er engin tilviljun að flugsamgöngur hafi komið svo seint fram á sjónarsviðið í mannkynssögunni miðað við land- og sjósamgöngur en verkfræðinga hafði lengi dreymt um að láta manninn fljúga. Leonardo Da Vinci var meðal annars með hugmyndir um handknúið flugtæki með blakandi vængjum eins þessi teikning hans ber vitni um (ca. 1490):

This is not just a question of inbound tourism. Icelanders fly much more often than they used to. According to statistics from the Icelandic Tourist Board (Ferðamálastofa), only about 44% of Icelanders travelled abroad in 2009, but the proportion had increased to 80% in 2017. At the beginning of the same period, Icelanders took an average of 1.2 trips abroad per year. By the end of it the average was 3 trips per person per year.

The aviation industry would like to convince us that the problem will be solved with the advent of green fuels such as biofuels, e-fuels or liquefied hydrogen. Technically, there is no major hurdle to switching from oil to green fuels. The devil is in the details, that is, the scaling-up and the infrastructure. We simply will not be able to produce green fuels in sufficient quantities for the 20,000 passenger jets that fly across the globe every single day, in addition to all of the ships, trucks and other machinery which are also supposed to keep running thanks to a green fuel miracle. In order to satisfy current demand, we would need a gigantic amount of renewable energy, along with a plentiful supply of organic matter, which will simply not be available in sufficient quantities. Green passenger planes will therefore at best become the privilege of a small elite.

WHEN OIL EMPOWERED THE PLANE

It is no coincidence the advent of air travel on the world stage was belated compared to land and sea transportation. Engineers had long dreamt of giving man the ability to fly like a bird. Among others, Leonardo da Vinci had the idea of designing a man-powered flying device with flapping wings, as this sketch of his reveals (ca. 1490):

11

En mannleg orka reyndist ekki nógu kröftug til að knýja áfram flugtæki, sem ólíkt skip eða vagn þarf stanslaust að glíma við þyngdaraflið sem togar það niður til jarðar. Það var ekki fyrr en með tilkomu olíunnar sem orkugjafa að hjólin fóru að snúast (eða vængirnir að blaka…). Fljótlega eftir að fyrsta olíulindin fannst í vestur-Pennsýlvaníu árið 1859 fóru menn þar vestra að fikta við hana og sprengihreyfillinn leit dagsins ljós í lok 19. aldar. Wright-bræðurnir voru ekki lengi að átta sig og smíðuðu fyrstu flugvélina sem náði að takast á loft en hún flaug hvorki meira né minna en 260 metra spotta árið 1903. Með öðrum orðum, flugvélin fæddist með olíunni og mun deyja með olíunni, að minnsta kosti sem ódýr samgöngukostur.

Ástæðan er að finna í eðlisfræðilegum einkennum olíunnar: hún er sá orkugjafi sem hefur hvað mestan orkuþéttleika (tvöfalt fleiri orkueiningar per kíló en kolin og hundrað sinnum fleiri orkueiningar per líter en jarðgas). Vökvaformið gerir hana þægilega í flutningi og geymslu (ólíkt kolum og gasi), hún er bæði orkugjafi og orkugeymir (ólíkt raforku sem geymist ekki nema í rafhlöðuformi), hún er auðveld í vinnslu og síðast en ekki síst hefur hún, hingað til, verið til í nánast óendanlegu magni.

Og það er einmitt það sem flugvélina vantaði til að takast á loft: orkugjafi sem tekur sem minnst pláss, vegur sem minnst, flæðir af sjálfum sér í átt að vélinni og kostar lítið. En eins og við þekkjum er olían takmörkuð auðlind og veldur þar að auki losun koltvísýrings sem við viljum helst draga úr af loftslagsástæðum. Ofgnótt af ódýrri olíu mun þannig brátt heyra sögunni til, hvort það verður af pólitískum eða jarðfræðilegum ástæðum.

FLEIRI

FISKAR Í SJÓNUM

En annar valkostur er til staðar þegar kemur að millilandasamgöngum: siglingar eru miklu eldri samgöngumáti (að minnsta kosti 50.000 ára gamlar) og ástæðan hefur enn og aftur með orkuþörf að gera. Ólíkt fluginu sem er orkufrekasti ferðamátinn (sökum þyngdarafls) eru siglingar aftur á móti sá orkunýtnasti af öllum þar sem skipið þarf aðeins að renna sér mjúklega og lárétt á yfirborði vatns. Vindorkan hefur afar lítinn orkuþéttleika miðað við olíu en hún dugði forfeðrum okkar til að flytja menn og efni á milli heimsálfa með tilkomu seglskipsins vegna þess hve nægjusamur fararmáti siglingarnar eru. Skip nútímans eru flest olíuknúin en eru samt mun sparneytnari en flutningstæki bæði á landi og í háloftunum. Fyrir hvert tonn af fluttu efni eyðir skip 10-20 sinnum minni olíu en vörubíll og 100 sinnum minni olíu en flugvél.

But manpower proved too weak to propel such a device, which, unlike a ship or cart, needs to constantly fight against the force of gravity that pulls it down to the earth. It was not until the advent of the oil age that the plane could make its breakthrough. Shortly after the first oil field was discovered in Western Pennsylvania in 1859, American engineers started fiddling with it. By the end of the same century, the internal combustion engine had been invented and commercialised. The Wright brothers quickly picked up on this innovation and crafted the first airplane that could actually take off in 1903 (although this first plane only covered a modest distance of 260 meters). In other words, the plane was born with oil and will die with oil, at least as a cheap mode of transportation.

The reasons for this are to be found in oil’s exceptional qualities as an energy source. It has a comparatively high energy density (twice as many energy units per kilogram as coal and a hundred times more than gas). Its liquid form makes oil extraction, transportation and storage easy and cheap (unlike coal and gas), and oil is both an energy source and energy holder (unlike electricity, which cannot be stored except in battery form). Last but not least, oil has been – so far – available in almost infinite quantities.

And this is exactly what the plane needed to take off: an energy source that takes up as small a volume as possible, is as lightweight as possible, can flow freely towards the engine and is plentiful and cheap. But as we know, oil is a limited resource, which moreover leads to greenhouse gas emissions that we are determined to drastically reduce for climate reasons. Abundance of cheap oil will soon become a thing of the past, whether for political or natural reasons.

PLENTY MORE FISH IN THE SEA

Fortunately, we have an alternative to air travel when it comes to intercontinental travel. Marine navigation is in fact a much older mode of transportation (at least 50,000 years old), and the reason again, has everything to do with energy. While air travel is the most energy-intensive mode of transportation (for gravity reasons), marine transport is the most energy-efficient, as a ship only needs to slide smoothly on the horizontal sea surface. Wind energy has a very low energy-density as compared to oil, and yet it proved sufficient for our ancestors to move passengers and trade goods between continents with the advent of sailing, thanks to the low-energy demands of marine transport. Modern ships are for the most part oil-powered, but are still much more energy-efficient than other means of transportation, both on land and in the air. For each ton of moved freight, a ship burns 10-20 times less fuel than a truck and a hundred times less fuel than a plane.

Losun koltvísýrings í fraktflutningum/ CO₂-emissions in freight transport. Heimild/Source: International Marine Organization (IMO)

12

Áður en ódýrar flugferðir urðu að daglegu brauði ferðuðust Íslendingar ýmist til Evrópu eða Bandaríkjanna með farþegaskipum á borð við Gullfoss sem hætti siglingum árið 1972 vegna samkeppni frá fluginu.

Enn er til skip á Íslandi sem sinnir farþegasiglingum til og frá meginlandi Evrópu: Norræna sem siglir frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku (ferðin tekur tvo sólarhringa aðra leið). En er Norræna umhverfisvænni samgöngukostur en flugvélin? Já, ferð með Norrænu getur falið í sér töluvert lægra kolefnisspor, en nokkrir þættir hafa áhrif á útkomuna, og þá sérstaklega hvort bíll sé tekinn með eða ekki, og farþegasiglingar almennt gætu orðið mun loftslagsvænni samgöngumáti en flugið ef vilji væri til að upphefja þær að nýju hjá almenningi og stjórnvöldum.

Eins og fram kom að ofan losa fraktflutningar á sjó um það bil hundrað sinnum minna af koltvísýringi en fraktflutningar í lofti. Þegar um farþegaflutningar er að ræða er myndin aðeins flóknari. Farþegar þurfa nefnilega meira pláss en vörur. Eldsneytisnotkunin, og losunin sem henni fylgir, fer allt eftir því hversu vel plássið á skipinu er nýtt. Í ferjum sem taka aðeins farþega (ekki bíla) og fara stuttar vegalengdir er munurinn nánast tífaldur:

Before cheap plane tickets became the norm, most Icelanders travelled to Europe and America by sea via passenger ships such as Gullfoss, which sailed until 1972, after which competition from air travel led shipping companies to abandon passenger transportation.

Today, the Norröna ferry that sails from Seyðisfjörður in east Iceland to Hirtshals in Denmark is the only way to travel to and from Iceland by ship (the trip takes two days each way). But is Norröna an eco-friendly alternative to air travel? Yes, it can lead to significantly reduced emissions, but it depends on a few factors, and especially whether or not a car is involved. Marine transportation in general could become a much more climate-friendly travel option, provided there is both popular and political will to revive and promote it as a viable alternative.

As mentioned above, freight transport by sea has a carbon footprint per ton/km a hundred times lower than air freight. But when it comes to passenger ships, the picture is a bit more complex. Passengers need more space than merchandise. Fuel consumption per passenger, along with associated emissions, are directly dependent on how efficiently space on the ship is allocated. In ferries which take only foot passengers and go short distances, the ship volume is used very efficiently and therefore emissions per passenger are almost ten times lower than flight emissions.

13

Losun per farþega í skemmtiferðaskipum getur hins vegar verið meiri, jafnvel enn meiri en í fluginu í verstu tilfellunum. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi þarf hver farþegi meira pláss í lengri ferðum þar sem hann þarf aðstöðu til að sofa og næra sig, ásamt snyrtiaðstöðu, á meðan á ferðinni stendur. Flugferðir eru aldrei svo langar að farþegar þurfi á svefnaðstöðu að halda. Því komast færri farþegar fyrir í skipi en í flugvél af sömu stærð.

Önnur ástæða er samkeppnin sem flugvélin hefur veitt farþegasiglingum. Þegar þoturnar komu til sögunnar breyttist rekstrargrundvöllur skipafélaga. Skipin gátu ekki keppt við flugvélarnar í hraða eða verði. Til að lifa af þurftu farþegaskip að bjóða upp á eitthvað sem flugvélarnar gátu ekki boðið upp á: lúxus. Einmitt vegna þess að skip eru miklu sparneytnari en flugvélar var hægt að „eyða“ plássi í alls konar óþarfa sem flugfarþegar geta ekki einu sinni látið sig dreyma um.

Emissions per passenger on cruise ships, however, can be much higher, and in some cases even higher than flight emissions. There are two reasons for this. The first one is the fact that on longer trips, passengers need more facilities, such as a sleeping cabin, a shower, and eating facilities. Flights are seldom so long as to require sleeping or shower facilities. On longer trips, therefore, a ship cannot hope to take as many passengers as a plane of the same size.

The other reason for this is that competition from air travel has forced shipping companies to change their business model. As ships could not compete on the basis of speed or price, they instead specialised in luxury. Exactly because ships are much more fuel-efficient than planes, it proved possible to “waste” a considerable share of the ship’s capacity on all kinds of frivolous services that plane passengers could never have dreamt about.

QUEEN MARY II GÆTI FLUTT ALLA ÍSLENSKU ÞJÓÐINA Í EINNI FERÐ

Myndin að ofan er af Queen Mary II, farþegaskip sem siglir milli Bandaríkjanna og Evrópu. Um borð í hana komast um 2600 manns sem er um það bil fimmfaldur fjöldi sem Boeing 747 þota tekur en á Queen Mary II er að finna 15 veitingastaðir og krár, 5 sundlaugar, spilavíti, danshöll, leikhús, stjörnuver og klefar með svölum svo fátt eitt sé nefnt. Í Boeing 747 hefur farþeginn aðgang að einu sæti og aðstaðan er sirka svona:

QUEEN MARY II COULD TRANSPORT THE WHOLE ICELANDIC NATION

Meet Queen Mary II (see picture), a passenger ship that sails between Europe and the U.S. She can take about 2,600 passengers, which is about five times the capacity of a Boeing 747. Queen Mary II features 15 restaurants and bars, 5 swimming pools, shops, a casino, a ballroom, a theatre, a planetarium and passenger suites with balconies, among others. In a Boeing 747, as a comparison, the average passenger has access to one seat and the facility looks something like this:

14

Rúmmál skipa er gjarnan mælt í brúttótonnum (BT). Queen Mary II er 150.000 brúttótonn. Miðað við 2600 farþega þýðir það 58 brúttótonn á mann. Boeing 747 flugvél er þúsund sinnum minni (130 brúttótonn) en tekur samt um 500 manns í sæti með sardínu-aðferðinni sem gerir 0,26 brúttótonn á mann. Með öðrum orðum hefur farþeginn um borð í Queen Mary II 220 sinnum meira pláss en farþegi í Boeing flugvél. Ef við myndum troða hlutfallslega jafn mörgum ferðalöngum í Queen Mary II og í flugvél myndu þá komast... yfir 500.000 manns – sem sagt öll íslenska þjóðin og gott betur! Kannski ekkert sérlega raunhæft en gefur manni hugmynd um hvað plássið er illa nýtt á skemmtiferðarskipum af ofangreindum samkeppnisástæðum. Við getum síðan snúist jöfnunni við: ef við myndum nýta plássið jafn illa í flugvélum og við gerum á skemmtiferðarskipum, þá myndu aðeins 3 farþegar komast fyrir í Boeing 747 flugvél…

NORRÆNA GÆTI FLUTT ALLA REYKVÍKINGA

Norræna er 37.000 brúttótonn og í hana komast nú um 1500 farþegar. Það er 25 brúttótonn á mann, helmingi minna en á Queen Mary II en samt 100 sinnum meira en í flugvél. Með sardínu-aðferðinni myndu komast 150.000 manns um borð í hana eða allir Reykvíkingar. Auðvitað er það ekki raunhæft. Skipaferðir eru lengri þannig að farþegar þurfa meira pláss eins og áður var nefnt en samt væri hægt að nýta plássið mun betur. Norræna er með geymslupláss fyrir 800 bíla og býður upp á 6 veitingastaðir, fríhöfn, heita potta, bíosal, sundlaug, líkamsræktarstöð og rúmgóðar svítur með stofu, míníbar og sérbaðherbergi með sturtu og baðkari. Bara með því að sleppa bílunum væri hægt að stórauka fjölda farþega.

Hér að neðan er til dæmis mynd af þýska farþegaskipinu Kaiser Wilhelm der Grosse sem var byggt árið 1897 og sigldi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það skip var aðeins 14.350 brúttótonn eða rúmlega tvöfalt minna en Norræna en tók samt jafn marga farþega (1500 samtals og þar á meðal 206 í fyrsta farrými) og það þrátt fyrir að gufuvélar þess tíma væru miklu plássfrekari en nútíma olíuvélar og að skipið hafi þurft á 500 manna áhöfn að halda. Þetta gerir rétt undir 10 brúttótonn á mann. Ef plássið yrði nýtt á sama hátt um borð í Norrænu myndu komast að minnsta kosti 4000 farþegar í hana í stað 1500 og samt fengi hver farþegi 40 sinnum meira pláss en í flugvél.

A ship’s volume is usually expressed in gross tons (GT). Queen Mary II has a volume of 150,000 gross tons. That’s about 58 gross tons per person. In contrast, a Boeing 747 has a volume a thousand times smaller than Queen Mary II (130 gross tons), but still takes about 500 passengers thanks to the sardine method, which makes only 0.26 gross tons per passenger. In other words, a passenger on board Queen Mary II has 220 times more available space than an air passenger. If we would stuff people in the Queen Mary II like we cram people together on a plane, the ship could transport more than 500.000 people – the whole Icelandic nation and some more! Not very practical, perhaps, but a good reminder of how wasteful of space modern cruise ships are, due to the aforementioned competition with planes. We can then turn the calculation around: if we wasted as much space on planes as we do on cruise ships, then a Boeing 747 could only transport about 3 passengers…

NORRÖNA FERRY COULD TRANSPORT THE WHOLE REYKJAVIK POPULATION

Norröna is 37,000 gross tons and takes about 1,500 passengers. That is 25 gross tons per passenger, half as much as on Queen Mary II, but still a hundred times more space than on a plane. With the sardine method, she could take about 150,000 passengers, the rough equivalent of the whole population of Reykjavik. This is of course only true on paper. As mentioned above, sailing trips take longer, so passengers need more space. Still, space on Norröna could be used much more efficiently, as the ship features parking space for 800 cars, as well as 6 restaurants, a duty-free shop, hot tubs, a swimming pool, a fitness centre, a cinema, and a number of spacious suites with a living room, a minibar and bathrooms with both bathtub and shower. Just by switching cars for passengers, the number of passengers could be greatly increased.

Below is a picture of the ocean liner Kaiser Wilhelm der Grosse, which was built in 1897 and sailed between Europe and North-America. She had less than half the capacity of Norröna (14,350 gross tons), but could transport just as many passengers (1,500 of them, including 206 in first class), in spite of the fact that steam engines at the time were much bulkier than modern-day diesel engines and that the ship required some 500 crew members. This amounted to a volume of about 10 gross tons per passenger. With a similar space efficiency, Norröna could transport 4,000 passengers instead of 1,500, and each passenger would still have access to a space 40 times bigger than on an airplane.

15
The German ocean liner Kaiser Wilhelm der Grosse sailed between Europe and NorthAmerica from 1897 to 1914.

Vegna þess að plássið er illa nýtt auk þess sem Norræna var ekki smíðuð með sparneytni í huga er kolefnissporið af ferð með Norrænu frekar hátt miðað við margar aðrar ferjur. Farþegi án bíls sem nýtir sér aðeins lágmarksþjónustu um borð (svefnklefi, baðherbergi og mötuneyti) veldur samt aðeins losun upp á 275 kg CO₂, sem er meira en tvöfalt minni losun en í flugferð frá Keflavík til Kaupmannahafnar (700 kg CO₂-ígildi samkvæmt reiknivél Atmosfair).

Hversu vel plássið er nýtt hefur síðan allt að segja um losun gróðurhúsalofttegunda per farþega. Norræna eyðir um það bil 150.000 lítrar af eldsneyti á leiðinni til Danmerkur og það deilist niður á fjölda farþega (125 lítrar á mann miðað við 80% nýting). Það er heldur mikið og það er vegna þess að Norræna flytur ekki eingöngu farþega heldur líka bíla og farm. Sé eldsneytisnotkuninni deilt niður á farþega, bíla og farm í hlutfalli við rúmmál kemur í ljós að farþegi án bíls sem nýtir sér aðeins lágmarksþjónustu (svefnklefa, baðherbergi og mötuneyti) þarf aðeins á 44 lítrum að halda, eða 88 lítrar báðar leiðir.

Með vel hönnuðu og sparneytið skip væri líklega hægt að ná losun per farþega niður í 165 kg CO₂, sem er fjórum sinnum minna en í fluginu. Annar valkostur væri að samnýta fraktskip sem eru notuð í vöruflutningum og gera þau að blönduðum frakt- og farþegaskipum eins og skipið Gullfoss var á sínum tíma. Þannig væri mögulegt að hámarka framboð af ferðum til mismunandi áfangastaða, frá höfnum sem eru nær höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa svo sem Þorlákshöfn og Reykjavíkurhöfn.

SIGLT TIL SKOTLANDS Á EINUM DEGI?

Tökum þetta skrefinu lengra: sigling frá Þorlákshöfn til NorðurSkotlands (Thurso) er öluvert styttri en til Danmerkur (1100 km í stað 1600 km) og sömuleiðis frá Seyðisfirði til Bergen í Noregi (innan við 1100 km). Með aðeins hraðskreiðari ferju (60 km/ klst í stað 40 km/klst) væri hægt að ná ferðatímanum niður í 18 klukkustundir. Með slíkum ferðatíma þarf skipið ekki lengur að bjóða upp á gistingu og þar með er hægt að nýta plássið enn betur. Ferjur sem taka aðeins farþega og fara stuttar vegalengdir, eins og Staten Island Ferry í New York, bjóða upp á allt niður í 0,5 brúttótonn per farþega. Ef við leyfum okkur 2 brúttótonn per farþega þar sem 18-klukkutíma ferja þarf að geta boðið upp á veitingar yfir daginn þá erum við komin með eldsneytisnotkun upp á aðeins 10 lítra fyrir hverja leið (31 kg CO₂). Frá NorðurSkotlandi er síðan hægt að ferðast hvert sem er á Bretlandseyjum þó helst annað hvort með lest eða í rafbíl og jafnvel alla leið til meginlands Evrópu í gegnum göngin undir Ermasundið.

Við þetta má bæta að notkun lágkolefnis orkugjafa á sjó er raunhæfari kostur en í flugvélum þar sem þyngd og rúmmál orkugjafans eru ekki eins takmarkandi í skipum. Maerskskipafélagið pantaði nýlega 8 metanól-knúin skip frá kóreska framleiðandanum Hyundai Heavy Industries en áætluð afhending fyrsta skipsins er í febrúar 2024. Vel hönnuð metanól-knúin ferja milli Íslands og meginlands Evrópu myndi hafa í för með sér sáralitla losun miðað við flugsamgöngur auk þess sem metanól væri hægt að framleiða heima fyrir með endurnýjanlegri orku.

Sigling frá Þorlákshöfn til Rotterdam tæki til dæmis tvo sólarhringa og þaðan væri stutt í marga uppáhaldsáfangastaði Íslendinga: 3 tímar til Parísar með lest, 4 tímar til Frankfurt, 4 tímar til Lundúna, 12 tímar til Spánar eða Ítalíu.

„EN VIÐ BÚUM Á EYJU ÚT Í ATLANTSHAFI!…“

Hver hefur ekki heyrt þessa athugasemd þegar bent er á þá gríðarlegu losun sem íslenski flugiðnaðurinn veldur?

Because of poor space efficiency, as well as the fact that Norröna was not designed with fuel efficiency as a priority, her CO₂-emissions per passenger are rather high compared to many other passenger ferries. Still, a foot passenger travelling on Norröna, if only using minimum service (access to a sleeping cabin, bathroom and cafeteria) has a carbon footprint of only 275 kg CO₂, while emissions from a flight between Keflavik and Copenhagen amount to 700 kg CO₂-equivalents, more than twice as much (source: Atmosfair flight-emissions calculator).

A more efficient passenger ship could easily reduce emissions down to about 165 kg-CO₂, a number four times lower than air travel emissions. Another option would be to make use of hybrid passenger/cargo-ships, which is exactly what was done with ships such as Gullfoss back in the day. This alternative would have the merit of ensuring a diversity of destinations, as freight ships already link Iceland to many different ports in Europe and elsewhere, with departures in or close to the capital area where most Icelanders live, such as Þorlákshöfn harbour or Reykjavik harbour.

A ONE-DAY FERRY TRIP TO SCOTLAND?

We can take this further: a ferry trip from Þorlákshöfn to Northern Scotland (Thurso) is considerably shorter than to Denmark (1100 km instead of 1600 km), as well as a trip from Seyðisfjörður to Bergen in Norway (less than 1100 km). With a faster ferry (60 km/h instead of 40 km/h), the sailing time could be reduced to about 18 hours. Such a sailing time would mean that the ship would not need to provide accommodation and could therefore use space more efficiently. Ferries that take only foot passengers and go short distances, such as Staten Island Ferry in New York, need only provide about 0.5 gross tons per passenger. If we allow for 2 gross tons as an 18-hour journey calls for at least some catering service, we are left with a fuel consumption of only about 10 litres per passenger each way (31 kg CO₂). From Northern Scotland, passengers could then continue their trip via rail transport or by renting an electric vehicle, and could reach mainland Europe through the Channel Tunnel between the UK and France.

It should be added that the use of alternative fuels on ferries is a more realistic prospect than in air travel, as the volume and weight of the energy source is not as limiting on a ship. Maersk, one the largest shipping companies in the world, recently placed an order of 8 methanol-enabled vessels from the Korean manufacturer Hyundai Heavy Industries. The first delivery is due this very month (February 2024), so alternative fuels on ships are not just a distant utopia. A well-designed methanol-enabled ferry between Iceland and mainland Europe and America would lead to almost non-existent CO₂-emissions from international travel as compared to air travel, while methanol could be produced domestically with renewable energy, reducing the need for imports of energy products.

A ferry trip from Þorlákshöfn to Rotterdam would take two days, and from there, most of Icelanders’ favourite destinations would be within reach: 3 hours to Paris by rail, 4 hours to Frankfurt, 4 hours to London and 12 hours to Spain or Italy.

“BUT WE LIVE ON AN ISLAND IN THE MIDDLE OF THE ATLANTIC!…”

Who hasn’t heard this complaint when high emissions from air travel are discussed in Iceland? A similar rhetoric is in fact used to justify sticking to a car-oriented transport system (“The weather here is so bad, public transportation and bicycling just

16

Sama réttlæting er reyndar notuð til að halda í bílamenninguna („Hér er of kalt, rafbílar henta okkur ekki!“ eða „hér er alltaf rok og rigning, það er ekki hægt að hjóla eða nota almenningssamgöngur!“) Íslenska sérstaðan kemur sér alltaf vel þegar kemur að því að gera ekki neitt.

Vissulega eru sjósamgöngur tímafrekar í samanburði við flugið (siglingin með Norrænu tekur tvo sólarhringa. „Aðrir geta ferðast með lest eða bíl, við getum það ekki því við búum á eyju!“ segja menn. „Við hljótum að fá undanþágu!“

Gallinn er sá að allir geta notað sína sérstöðu til að réttlæta aðgerðarleysi.

Danir geta sagt: „Við búum á flötu landi og getum því ekki nýtt okkur vatnsfallsvirkjanir. Við hljótum að fá áfram að framleiða rafmagnið okkar með því að brenna jarðgas!“

Þjóðverjar geta sagt: „Við erum svo mörg og eigum ekki til nóg af endurnýjanlegri orku en eigum mikið af kolum, við hljótum að fá að brenna kol áfram!“

Bretar, Írar, Ástralar og fleiri geta sagt eins og við „En við búum á eyju!“

Olíuríkin í miðausturlöndum geta sagt: „En hagkerfin okkar byggja á olíuvinnslu, við getum ekki hætt að framleiða olíu!“

Bandaríkjamenn geta sagt „Við erum með lélegt lestarkerfi og risastórt land, við hljótum að fá að fljúga á milli landshluta eins og okkur sýnist!“

Og svo framvegis og svo framvegis…

Íbúi í San Francisco sem ætlar að ferðast til Parísar öðruvísi en með flugi þarf fyrst að keyra í 5 daga í gegnum Bandaríkin og sigla svo í sjö daga yfir Atlandshafið. Allt í allt er ferðin 12 dagar að lágmarki, aðra leið. Portúgali frá Lissabon þarf að minnsta kosti 2 daga til að komast til Parísar og 3 daga til Berlínar. Pólverji sem ætlar að ferðast til Alicante þarf 2-3 daga og Íri sem ætlar að komast til Varsjár þarf sömuleiðis 2 til 3 daga. Við erum ekki ein í heimi um að búa langt frá einhverju…

Það er líka hollt að minna sig á að þjóðarhetjan sjálf, Jón Sigurðsson „forseti“, þurfti að sigla í mörg ár milli Danmerkur og Íslands til að sækja Alþingi (samtals 29 sinnum) en í þá tíð voru aðeins seglskip í boði og ferðin gat tekið fleiri vikur ef vindar voru óhagstæðir. Það kom ekki í veg fyrir að Jón Sigurðsson gerði meira gagn fyrir land og þjóð en við munum flest gera á langri ævi okkar.

Frekar en að einblína á hraða ættum við kannski að njóta ferðalagsins og endurmeta merkingu þess. “Það er á endanum ferðalagið en ekki áfangastaðurinn sem skiptir mestu máli,” sagði heimspekingurinn. Ef við högum seglum eftir vindi gætu millilandasiglingar frelsað okkur undan oki jarðefnaeldsneytis…

don’t suit us!”) or rejecting a transition to electric mobility (“It’s so cold here, electric cars just won’t do the job!”). The Icelandic exceptionality comes in very handy when one wants to avoid changing unhealthy habits.

There is no question that ferry transit is much more time-consuming than air travel (a one-way trip with Norröna takes two days). “Others can travel by rail, bus or car, but we can’t since we live on an Island,” the sceptics will say. “We have no other choice but to fly!”

But then again, anybody can use their exceptionalism to justify the status-quo.

The Danes can say: “Our country is so flat that we can’t make use of hydropower and our windmills only work when the wind is blowing. We have no choice but to keep burning fossil fuels to produce our electricity!”

The Germans can say: “There are so many of us and we don’t have enough renewable energy, but we have a lot of coal, so we have no choice but to burn our coal!”

The British, Irish, Australians and others can say just like we do: “But we live on an island!”

The oil states of the Middle East can say: “But our economies are totally dependent on the fossil fuel industry. We have nothing else to sell. We have no choice but to continue exploiting fossil fuels.”

And the Americans can say: “But we have a huge country and a lousy rail system. We have no choice but to keep flying across our country as we see fit!”

And so on…

A resident of San Francisco who wishes to travel to Paris without taking a plane needs to drive for five days across the U.S., then sail for seven more days across the Atlantic. A total of 12 days at least (one way). A Portuguese citizen from Lisbon travelling to Paris by train needs at least 2 days, and 3 days to Berlin. A Polish citizen wishing to travel to Alicante needs 2-3 days and an Irish tourist dreaming of visiting Warsaw also needs 2-3 days. Everyone lives far away from somewhere…

It might also be sobering to remember that Iceland’s national hero, Jón Sigurðsson “the President,” who advocated fiercely for Iceland’s independence from Denmark, had to sail between Denmark and Iceland for many years while living in Denmark and attending parliamentary sessions at the Icelandic Alþingi. In those days, sailing ships were the only option, and the trip could take several weeks if winds were unfavourable. That didn’t prevent Jón Sigurðsson from being of greater service to his country than most of us will ever be…

Rather than focusing on reaching our destination as fast as possible, perhaps we should learn to enjoy the journey and reassess its meaning. “It’s not the destination, it’s the journey,” the philosopher said. Should we succeed, a revival of sea travel could prove to be a key to our emancipation from fossil fuels.

17
Hljómsveit á leið á Þjóðlagahátíð á Siglufirði um borð í Norrænu. Blaðamaður var svo heppinn að vera samferða hljómsveitinni um sumarið 2023 og smellti mynd af henni. Slíka skemmtun er ekki hægt að upplifa í flugvél… A music band on its way to the Folk Music Festival in Siglufjörður, performing on board the Norröna. The journalist had the luck to be on the same ferry trip as the orchestra in the summer of 2023 and immortalised the scene. Such a travel experience is something that air travel cannot provide…

Vistfræðileg velferð og hagkerfi framtíðarinnar

Ecological Wellbeing and the Economy of the Future

MYND/PHOTO: Glo Chitwood

Heilbrigði vistfræði og manna segir sannleikann um stöðu hagkerfis okkar, umhverfi og framfarir. Ímyndaðu þér heim þar sem grunnþörfum mannkynsins er mætt. Framleiðsla er sjálfbær og neysla er meðvituð. Matur er ræktaður á staðnum, hefur lítil áhrif á umhverfið, hollur og aðgengilegur. Í samfélögum eru ákvarðanir teknar í samráði við hagsmunaaðila. Vinnustaðir eru öruggt umhverfi sem stuðla að lífsgæðum starfsmanna og fjölskyldna þeirra, umfram tekjur og gætt að hagsmunum starfsmanna. Félagslegt réttlæti og jöfnuður knýja framfarir. Hagsmunir umhverfis og hagkerfis eru samtvinnaðir, þar sem langlífi auðlinda og velferð manna er forgangsraðað innan landamæra plánetunnar. Land er samrekið af þeim sem búa á því. Náttúruauðlindir eru metnar fyrir lífgefandi þjónustu sína og ákvarðanir um þróun eru ekki einungis í höndum stórfyrirtækja. Hagvöxtur tekur yfirvegaða nálgun sem virðir vistfræðileg mörk plánetunnar okkar á sama tíma og hún uppfyllir þarfir allra. Þessi sýn dregur upp mynd af sumum markmiðum

„réttlátra umskipta“, umgjörð til að færa hagkerfið okkar á réttlátann hátt yfir í hringkerfi á heildrænann hátt. Að endurheimta jafnvægi í umhverfinu er lykilatriði í umskiptunum. Til þess að komast þangað verðum við að takast á við áberandi vandamál núverandi efnahagskerfis okkar, nefnilega þá mýtu að við séum að standa okkur vel umhverfislega, félagslega og efnahagslega, svo framarlega sem verg landsframleiðsla (VLF) fer vaxandi. (e. Gross Domestic Production/GDP).

Ecological and human health tell the truth about the status of our economy, the environment, and social progress. Imagine a world where humanity’s basic needs are met. Production is sustainable, and consumption is a mindful practice. Food is local, low-impact, healthy, and accessible. In communities, decision-making power is rooted in stakeholder consultation. Workplaces are safe and fair, and workers’ interests are protected. Social equity and distributive justice drive progress. The interests of the environment and economy are deeply intertwined, prioritizing the longevity of resources and human wellbeing within planetary boundaries. Land is co-managed by those who live on it. Natural resources are valued for their life-giving services, and decisions about development are not solely in the hands of large corporations. Economic growth takes a balanced approach that respects our planet’s ecological limits while meeting everyone’s needs.

This vision paints a picture of some goals of the ‘just transition.’ a framework to equitably shift our economy to circular systems in a holistic way. Restoring environmental balance is a key aspect of the transition. In order to get there, we must address some glaring problems with our current economic system; namely, the myth that we are doing fine environmentally, socially, and economically as long as the Gross Domestic Product (GDP) is growing.

18
GREIN/ARTICLE Glo Chitwood ÞÝÐING/TRANSLATION Guðný Brekkan

VANDAMÁLIÐ VIÐ VLF

Hvað ef næst þegar þú ferð til læknis vegna kvefs litu þeir einungis í eyrun á þér? Hvað ef læknirinn komi inn, kíkti í hvort eyra og sagði: „Mér sýnist þú heilbrigður.“ Þú værir efins, með réttu.

Þú gætir spurt, „Viltu ekki hlusta á lungun mín? Eða heyra um einkennin?“ Vegna þess að allar aðrar læknisheimsóknir sem þú hefur farið í hafa verið fyrirsjáanleg röð prófa og mælikvarða; hæð, þyngd, aldur, einkenni, „opnaðu munninn og segðu aaaa.“

Heilsugæsla er í grunninn vísindalegt leynilögreglustarf sem dregur upp heildstæða mynd af heilsu einstaklings til að útiloka sjúkdóma og fá almenna greiningu. Hins vegar fullyrðir þessi læknir að þeir hafi allar þær upplýsingar sem þeir þurfa miðað við að horfa í eyrun á þér og að þú sért ekki veikur. Það virðist kjánalegt og það er vegna þess að eyrun eru aðeins einn heilsuvísir í hafsjó annara samtvinnaðra líkamskerfa. Ekki er hægt að nota bara eitt viðmið til að mynda vísindalega niðurstöðu, vegna þess að það er að gefa sér of margar forsendur.

Ef að vísindamaður myndi aldrei nota einungis eitt of einfaldað próf til að mynda niðurstöður, hvers vegna hafa hagfræðingar þá notað landsframleiðslu sem eina ákvörðunarvald um efnahagslega heilsu? Í tiltölulega stuttri sögu hins vestræna heims, þróuðust vistfræði og hagfræði sem aðskildar fræðigreinar sem notuðu í grundvöllinn ólíkar meginreglur til að skoða hvernig lífkerfi skipuleggja sig, vaxa og hafa samskipti1. Nýklassísk efnahagsleg hugmyndafræði öðlaðist athygli seint á 19. öld og snemma á 20. öld með áherslu á skilvirka úthlutun auðlinda með markaðsaðgerðum. Hugmyndafræðin leggur áherslu á vöxt2 sem merki um samfélagslegar framfarir og velferð: kúrekahagkerfi3 sem dásama takmarkalausa, kærulausa og oft ofbeldisfulla neyslu.

Á meðan umhverfisvísindamenn voru að rannsaka gagnvirka kerfisvirkni í náttúrunni voru hagfræðingar að búa til líkan sem sýndi hvernig samskipti heimila (neytendur) og fyrirtækja eru. Þetta þróuðu fræðimenn þessara greina án samráðs sín á milli og án þess að kanna líkindi kerfanna.

Hugmyndafræðin notaði landsframleiðslu sem vísbendingu um efnahagslega velferð; ef land væri með vaxandi landsframleiðslu þýddi það að tækni, þróun og velferð mannsins jókst samhliða því. Jafnframt var sú trú að jafnvel þó að megnið af auðnum færi til lítils hlutfalls þjóðarinnar myndi það í eðli sínu renna niður til hinna íbúanna og leiða til betri tækni, viðskipta og heilsu. Sögulega sést þó andstæða þessara forsenda, hækkandi sjávarmál lyftir ekki öllum bátum; frekar hefur bilið á milli ríkra og fátækra stóraukist í mörgum löndum4, og ríkustu 10% mannkyns bera ábyrgð á 48% af losun gróðurhúsalofttegunda5 Það er heldur ekkert leyndarmál að veldisvöxtur landsframleiðslu tengist veldisvexti annara, minna eftirsóknarverðra hluta: losun gróðurhúsalofttegunda, yfirborðshita og súrnun sjávar, svo eitthvað sé nefnt. Hverjum þjónar þessi einfalda mynd af velferð okkar? Hvern skaðar það eða skilur eftir sig? Og hvað segir þessi mælikvarði um ógreidda vinnu okkar: heimilisstörf, umönnun og annað ólaunað vinnuafl?

David Cook er nýdoktor og aðjúnkt við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands, en rannsóknir hans beinast að samtengingum hagkerfis og velferðar manna. Hann sagði: „Helsta vandamálið er að [landsframleiðsla] telur allt sem er jákvætt og ekkert sem frádrátt. Þannig að þetta er mjög góður mælikvarði á hversu mikil atvinnustarfsemi er í gangi, og það er gott, en það er líka mjög slæmur mælikvarði vegna þess að hann telur margt jákvætt sem við myndum segja skaði velferð okkar. Til dæmis, ef um mengun er að ræða, telst efnahagsstarfsemin kostnaður við mengun og kostnaður við hreinsun báðir jákvæðir í vergri landsframleiðslu.

THE PROBLEM WITH THE GDP

What if the next time you went to the doctor for a cold they only looked in your ears? What if the doctor walked in, took a peek into each ear, and said, “You seem healthy to me.” You would be justifiably skeptical.

“Don’t you want to listen to my lungs? Or hear about my symptoms?” you might ask. After all, every other doctor’s visit you have ever been to has been a predictable and methodical series of tests and metrics: height, weight, birthdate, symptoms, “open your mouth and say ahh.” However, this doctor insists that they have all the information they need based on looking into your ears, and you are not sick. It seems silly because ears are only one health indicator in a sea of other interacting bodily systems. Healthcare, at its essence, is scientific detective work. It paints a comprehensive picture of a person’s health to rule out illnesses and theorize a general diagnosis. A single criterion cannot be used to form a scientific conclusion because it makes too many assumptions.

If a scientist would never use one over-simplified test to form a conclusion, then why have economists historically used monetary income–GDP–as the sole determinant of economic health? In the global north’s more recent history, ecology and economics developed as separate disciplines that used fundamentally different principles to examine the ways in which living systems organize, grow, and interact1. The neoclassical economic paradigm gained prominence in the late 19th and early 20th centuries with a focus on the efficient allocation of resources via market mechanisms. It emphasizes growth2 as a marker of societal progress and wellbeing. This promotes a cowboy economy3 that idealizes limitless, reckless, and often violent consumption.

While environmental scientists were studying interactive system dynamics in nature, economists were building a model that showed how households (consumers) and firms (companies) interact. They did so without collaboration between the two disciplines to examine the similarities of system dynamics.

The paradigm used the GDP as an indicator of economic welfare; if a country had a growing GDP, it meant technology, development, and human well-being were rising along with it. At the same time, economists’ belief was that even if most of the wealth was going to a small percentage of the population, it would inherently trickle down to the rest of the population and lead to better technology, business, and health. Contrary to its assumptions, a rising tide historically does not lift all boats; rather, the wealth gap has increased dramatically in many countries4

19
Fig 1: The simple neoclassical economic model

Þannig að verg landsframleiðsla og vöxtur hennar getur haldið áfram að vera tengdur starfsemi sem við getum talið vera mjög slæm fyrir okkur.“

„Annað mál er, þetta er mælikvarði á hversu mikil virkni fer fram í gegnum markaðsviðskipti. Flest af því samanstendur af neyslu…. við sem borgarar neytum margra hluta sem eru ekki endilega góðir fyrir okkur. Við getum sagt að við sóum að sumu leyti. Til dæmis, maturinn sem við kaupum: svo mikið af honum er hent þessa dagana. Og svo margt sem við kaupum hefur líka það sem við köllum ytri áhrif, neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið hvað varðar velferð. Mengun [er] mest áberandi dæmið: losun gróðurhúsalofttegunda, svifryk, allt það sem á sér stað vegna framleiðslu og neyslu á vörum og þjónustu…. Ekkert af þessu er venjulega reiknað með vergri landsframleiðslu.“

Ein tilraun til að byrja að breyta hugmyndafræðinni er í gegnum verðmatslíkanið „vistkerfisþjónusta“ sem gefur náttúruauðlindum verðgildi til að taka þær inn í hagkerfið. Vistkerfisþjónustan tekur mið af lífgefandi vistkerfum sem þjóna áframhaldandi tilveru okkar með því að gefa náttúrufyrirbærum gildi, eins og hringrás næringarefna (stuðningur), loftslag (stjórnun) og timbur (útvegun)6. Það er krefjandi að sætta sig við að peningar „tali“ svo sannfærandi að peningalegt verðmat á náttúrukerfum sem viðhalda tilveru okkar sé eina leiðin sem vistkerfið getur passað inn í núverandi efnahagsskipulag okkar. Algeng gagnrýni er sú að þessar áætlanir vanmeti mjög hversu gríðarlega mikið það er sem náttúran gefur okkur til að halda áfram að lifa7. Við getum byrjað að breyta heimsmynd okkar með því að ýta nýklassíska efnahagslíkaninu inn í hið stærra vistkerfi og telja með hin verðmætu öfl sem byggja upp hið sanna hagkerfi sem stuðlar að lífsafkomu lífvera á þessari plánetu.

Samkvæmt „Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna“ (2022) miðar ríkisstjórnin að því að stuðla að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á sama tíma og tekið er á loftslagsbreytingum með 55% samdrætti í beinni losun, fyrir árið 20308 Í þessu 59 blaðsíðna skjali eru efnileg markmið um endurheimt umhverfis og ítarlegt samfélagslegt samráð um sjálfbæra þróun. Á sama tíma er eina af fyrstu línum skjalsins: „Vöxtur og velferð eru leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.“ Að sumu leyti eru stjórnmálamenn enn ekki að viðurkenna að hagvöxtur sé ekki

Meanwhile, the richest 10% of the global population responsible for 48% of greenhouse gas emissions5. It’s also no secret that exponential GDP growth correlates with exponential increase in other, less desirable outcomes: greenhouse gas emissions, surface temperature, and ocean acidification, just to name a few. Who does this simplistic image of our wellbeing serve? Who does it hurt or leave behind? And what does this metric say about our non-monetary work: housework, caretaking, and other unpaid labor?

David Cook is a post-doctoral researcher and adjunct lecturer in the Environment and Natural Resources program at the University of Iceland, whose research focuses on the interlinkages between economies and human wellbeing. He shared, “The main problem is it [the GDP] counts everything as a positive and nothing as a deduction. So, it’s a very good measure of how much economic activity is going on, and that’s a good thing, but it’s also a very bad measure because it accounts as positives a lot of things we might consider are detrimental to our wellbeing. For instance, if there’s an act of pollution, the economic activity–the cost of pollution and the cost of cleanup–both count as positives in gross domestic product. So gross domestic product and growth can continue to correlate to activities that we might consider to be very bad for us.

“Another issue is, it’s a measure of how much activity goes on through market transactions. Most of it is comprised of consumption… We as citizens consume a lot of things that aren’t necessarily good for us. We might say we are quite wasteful in some regards. So, for instance, the food that we buy: so much of it these days is thrown away. And so many things we buy also have what we call externalities, negative consequences for society in terms of wellbeing. Pollution [is] the most prominent example: greenhouse gas emissions, particulate matter, all of those things that occur as a consequence of production and consumption of goods and services…None of this is typically accounted for within gross domestic product.”

One way to shift the paradigm is through the valuation model ecosystem services, which assigns a dollar value to natural resources to include them in the economy. Ecosystem services factor in the life-giving ecological systems that serve our continued existence by assigning value to natural phenomena, such as nutrient cycling (supporting), climate (regulating), and timber

20
Fig 2: Are you tired of seeing images like this yet? (Source: Steffen et al., 2015)

endilega jafngildur umhverfis- og félagslegri velferð. Ríkisstjórnir í auðugum löndum gera fólkinu sínu ógagn með því að breyta ekki frásögninni úr því að auka galla í kerfinu í blindni yfir í það að einbeita sér að því að laga þá. Til dæmis, efnahagsskýrsla bandarískra stjórnvalda 2023 innihélt orðið „vöxtur“ 197 sinnum, aðallega með vísan til mikilvægis þess að auka hagvöxt í gegnum landsframleiðslu9. Með því að reyna að halda nýklassísku hugmyndafræðinni á lofti á sama tíma og stuðlað er að vistfræðilegri vellíðan getur skapast óljós og misvísandi forgangsröðun stjórnarfars sem reynir að halda hagsmunum beggja heimsmynda á lofti. Þannig að, hvað getum við gert? Hvernig aftengjum við vöxt frá velferð og tryggjum vistvæna velferð á jörðinni innan marka plánetunnar okkar?

HANDAN VLF: AÐRIR MÆLIKVARÐAR FYRIR UMHVERFISLEGA, EFNAHAGSLEGA OG FÉLAGSLEGA VELLÍÐAN

Annar hagfræðilegur mælikvarði á landsframleiðslu er mannþróunarvísitala (Human Development Index (HDI)), sem tekur tillit til landsframleiðslu á höfðatölu (lífskjör) ásamt þáttum í heilsu (lífslíkum) og menntunarstigi á höfðatölu, þar sem hvert þessara viðmiða er vegið jafnt. Þetta er einfaldur valkostur, en það er skref í áttina að því að huga að öðrum þáttum með skýrari mynd af heildrænni framþróun þjóðarinnar10.

Annar nýr mælikvarði er „Genuine Progress Indicator” (GPI)). David Cook rannsakar aðra mælikvarða til að mæla efnahagslega velferð; eitt af ritum hans ásamt meðhöfundi, Brynhildi Davíðsdóttur, „Áætlun um raunverulegan framfaravísi fyrir Ísland, 2000-2019,“11 skoðar beitingu þessa hagfræðilega mælikvarðakerfis sem gæti verið fágaðra en að telja alla atvinnustarfsemi sem nettó jákvæða fyrir landsframleiðslu.

„Þegar við erum að hugsa um verga landsframleiðslu, þá segi ég alltaf að við ættum ekki bara að henda henni,“ sagði David.

„Það er til fólk sem heldur að við ættum að gera það, vegna þess að það er lélegur mælikvarði á vellíðan. En það er í raun mikilvægt sem einn mælikvarði á virkni… Það sem við þurfum eru viðbótarráðstafanir sem fanga nokkur atriði sem tengjast félagslegu víddinni; lífsgæði, efnisleg lífskjör og einnig sjálfbærni. GPI er ein nálgun sem fangar nokkra þætti. Þar sem sú aðgerð er frábrugðin landsframleiðslu er að hún reynir að taka peningalegan frádrátt vegna umhverfis- og samfélagskostnaðar… á umhverfishliðinni, kostnað við losun gróðurhúsalofttegunda, loftmengun og jarðvegseyðingu. Einnig að viðurkenna kosti… að reyna að telja með gildi fyrir hluti eins og uppeldi og sjálfboðavinnu“”

(provisioning)6. It is challenging to accept that money “talks” so persuasively that the monetary valuation of the natural systems that maintain our existence is the only way the ecosystem can fit into our current economic structure. A common criticism is that these estimates greatly undervalue the immensity of what nature gives us to continue living7. We can begin to shift our worldview by squeezing the neoclassical economic model into the greater ecological system and including the inherently valuable forces that build the true economy of organism survival on this planet.

According to Iceland’s “Agreement on the Platform for the Coalition Government of the Independence Party, the Left Green Movement and the Progressive Party (2022)” the government aims to promote economic and social stability while addressing climate change with a 55% reduction in direct emissions by 20308. The 59-page document has promising goals for environmental restoration and thorough community consultation for sustainable development. At the same time, one of the first lines of the document is, “Growth and wellbeing are the government’s guiding lights in economic affairs.” In some ways, politicians still fail to acknowledge that economic growth does not necessarily equate to environmental and social welfare. Governments in wealthy countries do a disservice to their people by not changing the narrative to focus on fixing breaks in the system rather than blindly expanding them. For example, the U.S. government’s 2023 economic report contained the word ‘growth’ 197 times, mostly in reference to the importance of increasing economic growth via the GDP9. Trying to keep the neoclassical paradigm alive while simultaneously promoting ecological wellbeing can create vague, contradictory governance priorities that try to capture the interests of both worldviews. So, what can we do? How do we decouple growth from welfare and ensure ecological wellbeing on Earth within the limit of our planet’s boundaries?

BEYOND THE GDP: OTHER METRICS FOR ENVIRONMENTAL, ECONOMIC, AND SOCIAL WELLNESS

One alternative economic measure to the GDP is the Human Development Index (HDI), which takes into account GDP per capita (standard of living) but additionally factors in health (life expectancy) and education level per capita, where each of these criteria is weighted equally. It’s a simplistic alternative, but it’s a step towards considering other factors with aclearer image of a nation’s holistic progress10.

Another emerging tool is the Genuine Progress Indicator (GPI). David Cook researches alternative metrics for measuring economic wellbeing; one of his publications with co-author Brynhildur Davíðsdóttir, “An estimate of the Genuine Progress Indicator for Iceland, 2000-2019,”11 looks into the application of this economic metric system that may be more sophisticated than counting all economic activity as a net positive for the GDP.

“When we’re thinking about gross domestic product, I always say that we shouldn’t just throw it away,” David said. “There are people who think that we should because it’s a poor measure of wellbeing. But it’s actually important as one measure of activity…What we need are additional measures that capture some of the issues related to the social dimension: quality of life, material living standards, and also sustainability. The GPI is one approach that captures some aspects. The way in which it differs from the GDP is that it tries to take monetary deductions for environmental and social costs…on the environmental side, costs of greenhouse gas emissions, air pollution, and soil erosion. Also recognizing benefits…trying to include a value for things like parenting and voluntary work.

21
Fig 3: An economic model nested within the greater system. An exponentially growing box will eventually put pressure on the surrounding circle. (Source: Daly, 2005)

„Þannig að á vissan hátt er þetta blæbrigðaríkari nálgun á þjóðhagslegar framfarir, en samt er öllu breytt í peningaeiningar og sumt af þessu er ennþá frekar erfitt að breyta í peningaeiningar. Stundum, sérstaklega í tilfelli Íslands, getur líka mikið vantað upp á gögn… Þú endar með því að nota tölur sem eru kannski ófullkomnar og heimildir sem eru ófullkomnar. En það er ein leið til að mæla framfarir. Þú segir að verg landsframleiðsla sé lélegur þjóðhagslegur mælikvarði á velferð; við skulum bæta það og bæta við það með einhverju öðru sem gæti verið aðeins betra, en samt peningaleg mælieining á framfarir,“ bætti David við.

BLÓMSTRAÐ INNAN MARKA

KLEINUHRINGJAHAGKERFISINS

Að meta innbyrðis tengsl brýnna félagslegra, efnahagslegra og umhverfismála okkar er mikilvægt skref í átt að réttlátri umskipti yfir í betra kerfi. David deildi nokkrum nýjum lausnum á vaxtarvandanum. Um umræðuefnið, efnahagslegar hugmyndabreytingar, sagði hann: „Ég laðast í auknum mæli að þeirri sýn sem sett er fram í því sem kallast kleinuhringjahagfræði, og kleinuhringjahagkerfið er rammi sem hefur í raun komið fram á síðustu 10 árum eða svo og var hugmynd breska hagfræðingsins Kate Raworth.“

„Kleinuhringjahagkerfið skoðar hvernig við getum samtímis uppfyllt lágmarks samfélagsþarfir og ekki sett umfram þrýsting á mörk plánetunnar… Ríkari þjóðir eins og Ísland og Norðurlandabúar uppfylla nokkurn vegin allar félagslegar grunnþarfir; húsnæði, húsaskjól, pólitíska rödd, jafnrétti kynjanna. En hafa gert það þvert á mörk plánetunnar, eins og þau sem tengjast loftslagsbreytingum og landnotkun og þess konar hlutum. Svo spurningin er, getum við í raun og veru skipt yfir í hagkerfi þar sem við getum uppfyllt félagslegar þarfir okkar en ekki sett óþarfa þrýsting á umhverfið? Og það er áhugavert sjónarhorn, en spurningin er líka, hvað með þjóðir sem eru að þróast, stækkandi hagkerfi, ný hagkerfi, vaxandi hagkerfi í Afríku: vanþróuð hagkerfi. Hvað ætla þau að gera? Ætla þau að feta sömu leið og við höfum farið sem þróuð þjóð, setja þennan umfram þrýsting á umhverfið sem er líklegur til að leiða til tímamóta sem mun grafa undan velferð næstu áratugi og aldir? Ætla þau að gera það með jarðefnaeldsneyti og fara þá leið? Þetta er hluti af margbreytileikanum, sú staðreynd að við berum ábyrgð á sumum vandamálum plánetunnar okkar sem ríkari þjóðir og sú staðreynd að við verðum að leiða umskiptin að veruleikanum þar sem við setjum ekki svo mikinn þrýsting, en við uppfyllum enn félagslegar þarfir,“ sagði hann.

Það verður mikilvægara að skilja hlutverk suðurhluta heimsins í réttlátum umskiptum þegar við íhugum ábyrgð þeirra og sanngjarnar þróunarleiðir. Þetta er flókin áskorun, þar sem mörg þessara landa eru að taka á sig afleiðingar af ávana á jarðefnaeldsneyti og lífeðlisfræðilega kreppu sem að mestu stafar af neyslu frá norðurhluta heimsins12

JAFNVÆGI OG RÉTTLÁT UMSKIPTI

Það að umbreyta hagkerfið yfir í annað verðmætakerfi kann okkur að finnast óyfirstíganlegt. Eitt sem er mikilvægt að hafa í huga er að efnahagslegu umskiptin sem lýst eru hér eru ekki nýuppfundin hagkerfi, heldur hafa mörg af þeim gildum sem koma fram í kleinuhringjahagkerfislíkaninu verið til í samfélögum frumbyggja í þúsundir ára. Nýsköpun til að takast á við umhverfisvandamál sem eru að koma upp er mikilvæg, en við búum enn í lokuðu kerfi þar sem sömu efnin hafa hringsólað um alla mannkynssöguna.

“So, in a way, it’s a more nuanced approach to macroeconomic progress, but still everything is converted into a unit of money and some of those things are still quite difficult to convert into units of money. Sometimes, especially in the case of Iceland, there can be lots of data shortfalls as well…You end up using numbers that maybe are not ideal and sources that are not ideal. But that’s one way of measuring progress. You say the gross domestic product is a poor macroeconomic measure of wellbeing; let’s complement it and supplement it with something else that might be a bit better but still a monetary unit of measure of progress,” David added.

FLOURISHING WITHIN LIMITS: THE DOUGHNUT ECONOMY

Assessing the interconnectedness of our pressing social, economic, and environmental issues is a crucial step toward the equitable transition to a better system. David shared some emerging solutions to the growth problem. On the topic of the economic paradigm shift, he said, “Increasingly, I’m attracted to the vision that’s presented in what’s called doughnut economics, and the doughnut economy is a framework that’s emerged really over the last 10 years or so by Kate Raworth, a British economist.

“The doughnut economy looks at the ways in which we can fulfill minimum societal needs at the same time as not placing excess pressure on planetary boundaries…Richer nations like Iceland and the Nordics meet pretty much all the basic fundamental social needs; housing, shelter, having a voice politically, gender equality. But they’ve done so at the detriment of some of the planetary boundaries, like the ones to do with climate change and land use and those kinds of things. So the question is, can we actually transition to an economy whereby we can fulfill our social needs but not place undue pressures on the environment? And that’s the richer perspective but there’s also the issue of nations that are upcoming, the expanding economies, the new economies, the growing economies in Africa: underdeveloped economies. What are they going to do? Are they going to follow the same pathway that we have done as a developed nation, placing this pressure on the environment that is in excess and likely to lead to tipping points that will undermine wellbeing for decades and centuries to come? Are they going to do it through fossil fuels and go down that pathway? So those are some of the complexities, the fact that we are responsible for some of the problems on our planet as richer nations and the fact that we have to lead the transition to the reality where we don’t place so much pressure, but we still fulfill social needs,” he said.

22

Við getum huggað okkur við þá staðreynd að mörg samfélög frumbyggja um allan heim starfa undir vistfræðilegu efnahagskerfi og hafa sérfræðiþekkingu til að leiðbeina því hvernig tilvalin gagnkvæm uppbygging okkar gæti litið út.

Tökum dæmi af hefðbundnu samísku hagkerfi í NorðurSkandinavíu, sem snýst um sjálfsákvörðunarstofnanir þeirra um stjórnarhætti. Sögulega hefur samísk samfélagsstjórn metið hreindýrarækt, veiði og fiskveiði hirðingja sem mótast samhliða félagslegri og menningarlegri velferð. Stærri fjöldi, um 70,000 til 80,000 Sama í Svíþjóð og Noregi, hefur þróað sjálfstætt, sjálfbært efnahagskerfi í árþúsundir13. Á sama tíma hafa orkuskiptin í Svíþjóð að mestu litið framhjá samískum hagsmunum og komið á kostnað landa þeirra14. Líkt og blindur vöxtur, getur blind efnahagsleg umskipti eða umskipti hvað sem það kostar, leitt til áframhaldandi ójöfnuðar sem knýr skeytingalausa kúrekahagkerfið áfram og viðheldur árekstrum milli félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Framtíðarsýnin um efnahagslega velferð krefst réttlátra umskipta og þau umskipti verða að setja fullveldi frumbyggja og samstarf samfélagsins í forgang til að mæta félagslegum þörfum okkar innan marka umhverfisins.

The role of the global south in the just transition will become more critical to understand as we consider their responsibilities and equitable development pathways. It’s a complex challenge, as many of these countries are on the receiving end of the consequences of fossil fuel dependency and biophysical crises largely caused by consumption in the global north12 Balance and Just Transition

To shift the economy to a different value system may feel insurmountable. One important thing to note is that the economic transition described here is not to a newly invented economy; rather, many of the values presented in the doughnut economy model have existed in Indigenous communities for thousands of years. Innovation to address emerging environmental issues is important, but we still live in a closed system where the same materials have been cycling for all of human history. We can take solace in the fact that many Indigenous communities around the world operate under an ecological economic system and have the expertise to guide what our ideal reciprocal structure could look like.

Take the example of the traditional Sámi economy in northern Scandinavia, which revolves around their self-determined institutions for governance. Historically, Sámi community governance has valued reindeer husbandry, hunting, and fishing nomadism shaped alongside social and cultural wellbeing. The wider population of 70,000 to 80,000 Sámi people across Sweden and Norway have developed autonomous, sustainable economic systems over millennia13. At the same time, the energy transition in Sweden has largely overlooked Sámi interests and come at the expense of their lands14. Much like blind growth, blind economic transition or transition at all costs mentalities can result in the continuation of inequities that drive the recklessness of the cowboy economy, perpetuating the clash between the social, economic, and environmental dimensions. The vision for economic wellbeing requires a just transition, and that transition must prioritize Indigenous sovereignty and community collaboration to address our social needs within the environmental ceiling.

1 Costanza, R. (1991). Ecological Economics: The Science and Management of Sustainability. Columbia University Press, New York.

2 Donella H. Meadows [and others]. (1972). The Limits to growth; a report for the Club of Rome's project on the predicament of mankind. New York. Universe Books.

3 Boulding, K. (1966) The Economics of the Coming Spaceship Earth. In: Jarrett, H., Ed., Environmental Quality in a Growing Economy, Resources for the Future/Johns Hopkins University Press, Baltimore, 3-14.

4 Daly, H. E. (2007). Ecological Economics and Sustainable Development. In J. C. Van Den Bergh (Ed.), (pp. 25-38). Edward Elgar Publishing Limited.

9 U.S. Congress. (2023). Economic Report of the President. whitehouse.gov Retrieved from https:// www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2023/03/ erp-2023.pdf

5 Chancel, L. (2022). Global carbon inequality over 1990–2019. Nature Sustainability, 5(11), 931938. https://doi.org/10.1038/s41893-022-00955-z

6 M.E.A. (2005) A Report of the Millennium Ecosystem Assessment. Ecosystems and Human Well-Being. Island Press, Washington DC.

7 Goodland, R., & Ledec, G. (1987). Neoclassical economics and principles of sustainable development. Ecological Modelling, 38(1), 19-46. https://doi.org/https://doi. org/10.1016/0304-3800(87)90043-3

8 Icelandic Government (2022). Agreement on the Platform for the Coalition Government of the Independence Party, the Left Green Movement and the Progressive Party.

10 Sagar, A. D., & Najam, A. (1998). The human development index: a critical review 1. This paper is based, in part, on an earlier version presented at the 9th Annual Conference of the Academic Council of the United Nations System (ACUNS) held in Turin, Italy in June 1996.1. Ecological Economics, 25(3), 249-264. https://doi.org/https:// doi.org/10.1016/S0921-8009(97)00168-7

11 Cook, D., & Davíðsdóttir, B. (2021). An estimate of the Genuine Progress Indicator for Iceland, 2000–2019. Ecological Economics, 189, 107154. https://doi.org/https://doi. org/10.1016/j.ecolecon.2021.107154

12 Martínez-Alier, J. (2012). Environmental Justice and Economic Degrowth: An Alliance between Two Movements. Capitalism Nature Socialism, 23(1), 51-73. https://doi.org/10.1080/1 0455752.2011.648839

13 OECD. (2019). OECD Rural Policy Reviews, Linking the Indigenous Sami People with Regional Development in Sweden. https://doi. org/https://doi.org/10.1787/9789264310544-en

14 Kneifel, R. (2022). The Challenge of a Just Transition in northern Sweden. Uncovering Environmental Justice related frames of actors actively involved in wind energy development in northern Sweden Swedish University of Agricultural Sciences]. https://stud.epsilon.slu. se/17936/1/kneifel-r-20220627.pdf

23

Loftslagsmarkmið HÍ í uppnámi vegna flugferða starfsmanna

HÍ climate targets threatened by staff plane travel

Samkvæmt síðustu umhverfisskýrslu HÍ valda flugferðir starfsmanna allt að 80% af heildarkolefnisspori Háskóla Íslands. Kolefnisspor Háskólans dróst mikið saman á meðan á Covidfaraldrinum stóð enda lá flugið að miklu leyti niðri þá, en losun hefur síðan verið að aukast aftur og er nú að ná svipuðum hæðum og fyrir faraldurinn. Til að ná þeim markmiðum um samdrátt sem stjórnvöld hafa sett þyrfti Háskólinn að draga úr losun um sem nemur 40% að lágmarki fyrir 2030 en tregða til að setja takmarkanir á flugferðir starfsmanna veldur því að afar ólíklegt er að markmiðin náist.

Blaðamaður Stúdentablaðsins náði tali af Sólrúnu Sigurðardóttir og Jóni Sigurði Péturssyni verkefnisstjórar á framkvæmda- og tæknisviði, sem sjá meðal annars um grænt bókhald Háskólans og birta umhverfisskýrslu einu sinni á ári.

BÓKHALDIÐ SÍFELLT AÐ VERÐA ÍTARLEGRA OG NÁKVÆMARA

„HÍ skilaði fyrst inn grænu bókhaldi árið 2012,“ segir Sólrún, „en það var ekki fyrr en 2018 sem bókhaldið fór að verða töluvert ítarlegra. Þá fórum við til dæmis að kortleggja flugferðir starfsmanna, safna upplýsingum um eldsneytisnotkun bílaflotans og

According to the last environmental report from HÍ, voluntary airplane trips taken by staff account for up to 80% of Háskóli Íslands’ total carbon footprint. The university’s carbon footprint decreased considerably during the COVID-19 pandemic, as there were significantly fewer flights during that time. But, emissions since then have increased and are now reaching a similar level as before the pandemic. To achieve the reduction target set by the state, the university must decrease emissions by at least 40% by 2030, but reluctance to set limits on airplane travel makes it unlikely that the goal will be reached.

A journalist from Stúdentablaðið interviewed Sólrún Sigurðardóttir and Jón Sigurður Pétursson, project heads at HÍ’s Division of Operations and Resources. Among other things, they oversee the green accounting of the university and produce an environmental report once a year.

ACCOUNTING IS BECOMING MORE DETAILED AND PRECISE

“HÍ first became involved in green accounting in 2012,” Sólrún says, “but it was not until 2018 that the accounting had to be made considerably more detailed. It was then that we started to map out the flights taken by staff and collect information about

24
GREIN/ARTICLE Jean-Rémi Chareyre ÞÝÐING/TRANSLATION Colin Fisher

ýmislegt annað og þess vegna notum við gjarnan árið 2018 sem viðmiðunarár í þessu bókhaldi. Við erum alltaf að bæta fleiri þáttum inn í bókhaldið þannig sumir þættir eru ekki fullkomlega samanburðarhæfir á milli ára en þetta gefur samt nokkuð góða heildarmynd af því hvernig þróunin hefur verið síðustu ár.“

„Hvaða þætti eruð þið helst að vakta?“

„Eitt af því sem við erum að skoða í þessu bókhaldi eru pappírsinnkaup og prentþjónustu,“ segir Jón Sigurður, „en þá er alltaf verið að skoða hvort pappírinn sé vottaður og þess háttar en það er ekki reiknuð nein losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu pappírsins. Við erum líka að vakta rafmagnsnotkun og heitt vatn en það er heldur ekki reiknuð nein losun frá heita vatninu. Síðan er millilandaflugið stærsti losunarliðurinn þegar kemur að kolefnisbókhaldinu, en í því bókhaldi eru fjórir liðir sem við erum að vakta: akstur, úrgangur, rafmagn og flug.“

„Inn í þetta vantar hins vegar samgöngur starfsmanna og nemenda til og frá Háskólanum,“ bætir Sólrún við, „og það er eitt að því sem okkur langar að hafa með. Það var lögð fyrir ítarleg samgöngukönnun fyrir áramót sem félagsvísindastofnun hélt utan um og náði til starfsfólks og nemenda og við erum að byrja að vinna úr þeim niðurstöðum. En við erum bílaþjóð og mig grunar að þetta verði því miður mjög háar tölur.“

„Er Háskólinn búinn að setja sig einhver sérstök markmið í umhverfismálum, svo sem töluleg markmið um samdrátt í losun?“

„Stjórnarráðið setti markmið um 40% samdrátt fyrir 2030 miðað við 2018. Þetta markmið er síðan búið að uppfæra í 55% en við erum ekki búin að uppfæra okkar markmið og það er samtal sem þarf að eiga sér stað,“ segir Jón Sigurður.

„Já, og til að ná þessum markmiðum um 40% samdrátt þá þyrftum við að draga úr losun frá flugi um alla vega 45%,“ segir Sólrún.

MINNI ÚRGANGUR EN EKKI ENDILEGA BETRI FLOKKUN

Samkvæmt bókhaldinu dróst magn úrgangs saman um 30% frá 2018. Hlutfall úrgangs sem er flokkað hefur hins vegar staðið nokkuð í stað. „Endurvinnsluhlutfallið hefur jafnvel aðeins verið að versna miðað við 2020,“ segir Sólrún. „Það var um það bil

the fuel usage of the car fleet, and other cases, and because of this, we use the year 2018 as a reference point for the accounting. We are always adding new features to accounting, so it’s not perfectly comparable between the years, but it can still give us a good picture of how it has evolved in the past years.

“What features are you most focused on?”

“One of the parts that we are looking at in this accounting is paper usage and print services,” Jón Sigurður says, “but we have always looked at whether the paper is certified and things like that, but greenhouse gas emissions from paper production are not calculated. We are also looking at electricity and hot water usage, but as before, emissions are not calculated from hot water use. International plane travel is the biggest culprit when it comes to carbon accounting, and in that accounting, there are four items we are monitoring: driving, waste, electricity, and flights.”

“However, the accounting lacks information on transportation use of staff members and students to and from the university,” Sólrún adds, “and that’s something that we want to have. A detailed survey on transportation was conducted at the end of last year, which the School of Social and Natural Sciences managed, and reached out to staff and students. We are beginning to work with the results. But ours is a car-oriented culture, and I’m afraid the numbers will be rather high, unfortunately.”

“Has the university set certain targets in environmental matters, such as a numerical target of decreased emissions?”

“The government set the target at a 40% decrease before 2030 as compared to 2018. This target has been updated to 55%, but we haven’t updated our target yet and that’s a conversation that has to take place,” Jón Sigurður says.

“Yes, and to reach this target of a 40% decrease, we have to decrease the emissions from air travel by 45%,” says Sólrun.

LESS WASTE, BUT NOT NECESSARILY BETTER SORTING

According to the accounting, the amount of waste produced at the university has decreased by 30% from 2018. The proportion of waste that has been sorted for recycling has, however, stayed the same. “The proportion of recycling has actually worsened

25
Mynd 1: UmhverfisskýrslaHeimild/Source: HÍ 2022 Environmental report, HÍ, 2022)

63% og er komið niður í 53% núna en losunin hefur samt sem áður dregist saman vegna þess að heildarmagnið er einfaldlega minna, og það hljótum við að fagna þótt við vildum auðvitað sjá hærra endurvinnsluhlutfall. FS og Háma hafa meðal annars verið að draga úr notkun á einnota búnaði og bjóða upp á margnota í staðinn og það hefur áhrif.“

FLEIRI RAFMAGNSBÍLAR EN EKKI ENDILEGA FÆRRI JARÐEFNAELDSNEYTISBÍLAR

Græna bókhaldið sýnir að rafmagnsbílum hefur fjölgað úr 6 í 11 á tímabilinu 2018-2022. Hins vegar hefur losun frá bílum á vegum HÍ ekki endilega minnkað þar sem öðrum bílum hefur ekki fækkað. Þar að auki nær bókhaldið aðeins yfir hluta af bílaflotanum og losunin er því vanmetin eins og Sólrún bendir á: „það eru stofnanir innan HÍ sem reka sína eigin bíla og eru ekki inn í þessum tölum þar sem okkur vantar gögn um þeirra orkunotkun, en það er þó gott að taka fram að við í HÍ erum með byggingadeild þar sem eru notaðir stærri bílar og nýlega var fjárfest í rafmagnsflutningabíl, þannig að eitthvað er þó að gerast…“

Samkvæmt bókhaldinu hefur losun frá bílum á vegum HÍ aukist um 22% frá 2018. Sólrún segir hins vegar að tölurnar séu ekki alveg samanburðarhæfar þar sem töluvert hafi vantað af gögnum árið 2018 og því hafi losunin það ár verið vanmetin. „Þetta voru mjög óljósar upplýsingar sem við fengum fyrst frá samstarfsaðilum, og jafnvel stundum engar upplýsingar,“ segir Jón Sigurður. „Þegar maður bað um upplýsingar fékk maður bara svarið: „við getum ekki veitt þessar upplýsingar.“ Rútufyrirtækin eru hins vegar almennt orðin frekar góð í þessu núna og bílaleigufyrirtækin hafa verið að bæta sig í þessu líka, en svo fengum við sjokk í fyrra þegar Hreyfill neitaði að gefa upp upplýsingar nema að það væri greitt fyrir þær. Það er vissulega einhver kostnaður sem fylgir því að skrá þessar upplýsingar en um leið og kerfið er upp komið ætti þetta að vera frekar einfalt.“

UM HELMINGUR STARFSMANNA FER Í VINNUNA EITT Í BÍL

„Já, við erum svakaleg bílaþjóð, það verður að segjast,“ segir Sólrún. „Það kom okkur reyndar á óvart þegar við fengum frumniðurstöður úr samgöngukönnuninni að þessar tölur eru jafnvel verri hjá nemendum. Á veturna eru 60% nemenda sem segjast koma eitt í bíl.“

„Hvað getum við gert? Þú spyrð stórar spurningar… (Sólrún

slightly since 2020,” Sólrún says. “It used to be 63% and has decreased to 53%, but emissions from waste have still decreased as the total quantity of waste is simply less, and that surely is a positive development, even though we’d, of course, like to see a higher rate of recycling. Both the Student Association and Háma have decreased the use of one-use containers and now offer multiple-use items in their place, and that has had an effect.”

MORE ELECTRIC CARS, BUT NOT FEWER ICE CARS

Green accounting shows that electric cars in the university fleet have increased from 6 to 11 in the period 2018-2022. On the other hand, emissions from cars used by HÍ did not truly decrease, as the number of ICE cars (Internal Combustion Engine) has not. In addition, accounting covers only part of the car fleet, and emissions are thus underestimated, as Sólrún points out: “There are organisations within HÍ that control their own cars and are not included in these figures, as we lack data on their energy consumption, but it is good to note that we at HÍ have a construction sector where larger cars are used and we recently invested in an electric truck, so some things are happening at least.”

According to the accounting, emissions from cars at HÍ have increased 22% from 2018. Sólrún says the numbers are not comparable, however, as data was missing in 2018 and emissions were underestimated. “We had very unclear information from our partners at first, and occasionally no information at all,” Jón Sigurður says. “When we asked for information, we kept getting the answer: ‘We can’t provide it.’ The bus companies, on the other hand, have become quite good at this now, and the car rental companies have gotten better at it as well. But we were shocked recently when Hreyfill (a taxi company) refused to provide information unless we paid for it. There are surely some costs associated with recording this information, but once the system is up and running, it should be fairly easy to provide.”

HALF OF THE STAFF COME TO WORK ALONE IN A CAR

“Yes, we truly are a car-oriented nation, that has to be said,” says Sólrún. “That actually surprised us when we saw from the initial results of the transportation survey that these numbers are even worse among students. In the winter, 60% of the students come in a car by themselves.”

“What can we do? You’re asking big questions…” (Sólrún sighs.) “We are trying to improve the infrastructure for those who want to opt for eco-friendly transportation. This fall we set up a locked bike shelter at Læknagarður, for example, and we have at last obtained a building permit for a locked shelter at the back of the main building and Tæknigarður. Some of these new electric bikes are expensive, and understandably, people want to have a decent place to store their bikes.”

PARKING FEES AND TRANSPORTATION PASSES DISCUSSED AT THE UNIVERSITY ASSEMBLY

Proposals for a parking fee system around the university have long been discussed, but there has been no consensus on implementation so far. The matter was brought in front of the University Assembly in January, and there seems to have been significant agreement on the proposals. There are ideas to use the savings that would result from implementing a parking fee to offer students passes for public transportation, meaning a discounted yearly pass from Strætó. However, the final decision has not been taken. “This has always been a sensitive issue, some people want to be able to use parking facilities free of charge,

26

dæsir). Við höfum verið að reyna að bæta innviði fyrir þá sem vilja nýta sér vistvænar samgöngur. Núna í haust var komið fyrir læst hjólaskýli við Læknagarð til dæmis, og það er nýlega loksins búið að veita byggingarleyfi fyrir læstu skýli á bak við Aðalbyggingu og við Tæknigarð. Sum af þessum nýjum rafmagnshjólum eru dýr og það er skiljanlegt að fólk vilji hafa almennilega aðstöðu til að geyma hjólin.“

HUGMYNDIR UM BÍLASTÆÐAGJALD OG SAMGÖNGUPASSA

TIL UMRÆÐU Á HÁSKÓLAÞINGI.

Hugmyndir um að taka gjald af bílastæðum í kringum Háskólann hafa lengi verið til umræðu en málið hefur enn ekki verið tekið fyrir hjá Háskólaráði. Það var þó rætt á Háskólaþingi í janúar en þá virtist hafa myndast töluverð samstaða um að hrinda gjaldtökunni í framkvæmd. Þá eru hugmyndir um að nýta þá peninga sem myndu sparast við gjaldtökuna til þess að bjóða nemendum upp á samgöngupassa, það er að segja árskort í strætó á niðursettu verði. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin enn sem komið er. „Þetta hefur alltaf verið viðkvæmt mál, sumir vilja geta nýtt sér frítt bílastæði en svo eru aðrir sem koma aldrei á bíl og spyrja „hvenær á að gera eitthvað fyrir mig? Af hverju er HÍ nú þegar að standa undan rekstrarkostnaði á bílastæðum sem hleypur á tugum milljóna á ári á meðan ekkert er gert fyrir mig sem kem á hjóli, gangandi eða með strætó?“ Það þarf auðvitað að gæta að jafnræði.“

SÍFELLT FÆRRI STARFSMENN AÐ NÝTA SÉR SAMGÖNGUSAMNINGA

Í bókhaldinu kemur einnig fram að fjöldi samgöngusamninga milli Háskólans og starfsmanna hefur hrunið á aðeins nokkrum árum, eða úr 219 árið 2020 niður í 63 árið 2022. Aðspurð segir Sólrún að samningarnir séu mögulega of lélegir til þess að starfsmenn sjái hag sinn í að skrifa undir samning. „Þessir samningar virka þannig að allir starfsmenn sem eru í 50% starfshlutfalli eða meira geta skrifað undir samning gegn því að skuldbinda sig til

but then there are those who never come to the university by car and ask ‘When is something going to be done for me? Why is HÍ already covering the operating costs of parking lots, which run into the tens of millions every year, while not doing anything for me, who comes on a bike, walking, or with the bus?’ Equality must be ensured.”

FEWER EMPLOYEES MAKE USE OF TRANSPORTATION AGREEMENTS

Green accounting shows that the number of transportation agreements between the university and its employees has collapsed in a matter of years, from 219 agreements in 2020 down to 63 in the year 2022. When asked, Sólrún says the agreements were probably not good enough for the employees to see the benefit of signing the contracts. “The idea is that all employees working 50% or more can sign a contract in exchange for committing to

27

að koma í vinnuna með vistvænum samgöngumáta að minnsta kosti 40% af tímanum. Á móti þessu getur það annað hvort fengið niðurgreiðslu á árskorti í strætó upp á 15.000 (kortið kostar 104.000) eða frían aðgang að íþróttahúsi HÍ, en árspassinn þar er hvort sem er frekar ódýr. Nú er verið að skoða hvort það sé hægt að nýta þá fjármuni sem hafa hingað til farið í rekstur bílastæða til að bjóða upp á betri samgöngusamninga, en það óvíst að þessar hugmyndir verði að veruleika á næstunni. Ég labba til dæmis í vinnuna en hef ekki séð ástæðu til að nýta mér samgöngusamning þar sem ég nota ekki íþróttahúsið.“

LOSUN FRÁ FLUGI: FÍLLINN Í STOFUNNI Í græna bókhaldinu kemur bersýnilega í ljós að flugsamgöngur eru fíllinn í stofunni þegar kemur að kolefnisspori Háskólans. Árið 2018 olli flugið um 75% af allri losun í rekstri Háskólans, talan lækkaði síðan á meðan á faraldrinum stóð en hlutfallið var komið aftur upp í 65% árið 2022 og gæti reynst enn hærra árið 2023 (tölurnar fyrir 2023 eru væntanlegar á næstu mánuðum). Þetta er þrátt fyrir að í bókhaldinu sé notuð reiknivél frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) sem gerir ekki ráð fyrir neinum öðrum hlýnunaráhrifum frá fluginu en losun CO₂, en vísindamenn mæla yfirleitt með því að tvöfalda losunartölur frá fluginu til að gefa réttari mynd af áhrifum þess að brenna jarðefnaeldsneyti í háloftunum. Sé sú aðferð notuð kemur í ljós að losun frá fluginu árið 2022 jafngildi 80% af allri losun á meðan úrgangur, sem fær gjarnan mestu athyglina, valdi aðeins innan við 7% af losuninni.

Aðspurð segjast Sólrún og Jón Sigurður ekki hafa völd til þess að setja neinar takmarkanir á flugferðir starfsmanna:

„Við erum að vakta þessa þætti, en höfum í raun engin völd til þess að setja boð og bönn á flugferðir starfsfólks,“ segir Sólrún. „Það sem við höfum verið að gera er að benda á þessar tölur og reyna að vekja fólk til umhugsunar og við finnum að það er aukinn áhugi hjá stjórnendum HÍ á að ræða þessi mál. Við erum líka með ákvarðanatré um flug sem er tæki til að hjálpa fólki að átta sig á því hvort flugferðin sé virkilega nauðsynleg. Síðan er örugglega hægt að draga úr ferðum með því að samnýta ferðir betur.“

come to work by eco-friendly means at least 40% of the time. In exchange for this, they can either get a discount for a yearly pass on the bus (15,000 krónur discount on a pass that costs 104,000 krónur) or free access to the HÍ gym, but the pass for the gym is rather cheap anyway. We are now looking into whether it would be possible to implement a parking fee which would reduce the cost of managing parking facilities, and the savings could be redirected towards better transportation agreements, but it is still unsure whether this will happen in the near future. For example, I walk to work, but I haven’t seen a reason to use an agreement, as I don’t use the gym.”

AIR TRAVEL EMISSIONS: THE ELEPHANT IN THE ROOM

HÍ’s green accounting report makes it obvious that air travel is the elephant in the room when considering the University’s carbon footprint. In 2018, air travel accounted for 75% of all emissions. The numbers decreased significantly during the pandemic, but the proportion was back to 65% in 2022 and could turn out to be higher in 2023 (the numbers for 2023 are due in the coming months). This situation is in spite of the fact that the report uses the emissions calculator provided by the International Civil Aviation Organisation, which doesn’t include the non-CO₂ warming effect from aviation, although most scientists recommend multiplying CO₂ emissions by 2 in the case of aviation to account for the increased warming effect of burning fossil fuel in the higher atmosphere. When these effects are taken into account, flight emissions in 2022 accounted for 80% of all emissions while waste, which usually gets the most attention, accounted for less than 7% of the total.

When asked, Sólrún and Jón Sigurður confess to not having the authority to set limits on flights taken by staff.

“We are monitoring these emissions, but we really don’t have any authority to set limits or bans on staff flights,” Sólrún says. “What we have been doing instead is to point out these numbers and try to encourage people to consider them, and we have found that there is an increased willingness among the managers

28
MYND/PHOTO: Kristinn Ingvarsson

MARKMIÐIN NÁST EKKI NEMA FLUGIÐ SÉ MEÐ

Ef 40% samdráttur á að nást er ljóst að losun frá flugi mun þurfa að minnka töluvert. Blaðamaður spurði Sólrúnu og Jón Sigurð hvað stæði til að gera á því sviði, hvort það væri ekki nauðsynlegt að Háskólinn grípi til aðgerða frekar en að treysta eingöngu á velvilja einstaklinga. Sumir hafa stungið upp á einskonar kvótakerfi, en samkvæmt því yrði starfsmönnum úthlutað einhvern hámarksfjölda flugferða á ári.

„Við höfum stundum rætt það okkar á milli en ég held að við munum ekki sjá neitt gerast í þessu fyrr en stjórnvöld fara að leggja línurnar. Maður hefur til dæmis heyrt umræðu um að það eigi að draga úr ferðastyrkjum og slíku og það hlýtur að hafa áhrif á fjölda flugferða.“

„En er þetta ekki samt eitthvað sem Háskólinn getur gert án þess að bíða eftir stjórnvöldum? Væri skilningur á þessu hjá starfsfólki almennt?“

„Ég er viss um að einhverjir myndu taka því fagnandi, en við höfum ekki mikla tilfinningu fyrir því. Við myndum allavega styðja það. Vandinn er líka sá að við erum alltaf að tala um að efla alþjóðlegt samstarf enda er það hluti af stefnu HÍ en á sama tíma erum við að reyna að draga úr losun okkar. Manni finnst þetta stundum vera markmið sem stangast á. Auðvitað er eðli starfa ólíkt og sum störf kalla á fleiri utanlandsferðir en önnur, en ég er samt nokkuð viss um að það væri hægt að draga úr þessum flugferðum.“

„Eruð þið samt bjartsýn á að markmiðin um 40% samdrátt í losun muni nást?“

„Maður var nokkuð bjartsýnn á meðan á faraldrinum stóð og maður hugsaði „nú er fólk loksins að draga úr þessu,“ en auðvitað hefur maður mestar áhyggjur af fluginu enda er það stærsti áhrifavaldurinn í þessu,“ segir Sólrún. „En síðan gæti verið að við tökum samgöngur til og frá Háskólanum inn í bókhaldið og þá kannski kemur í ljós að þar er líka mikið verk að vinna. En jú jú, verður maður ekki að vera bjartsýnn…“

„Við látum þig allavega vita þegar nýjustu tölurnar koma út,“ bætir Jón Sigurður við og glottir…

at HÍ to discuss these matters. We have also made a decision tree accessible about flights, which is a mechanism to help people decide if a plane trip is needed. It would also probably be possible to decrease the number of flights by combining different trips into a single one.”

THE TARGET WILL NOT BE REACHED UNLESS FLIGHTS ARE CONSIDERED

If the 40% emissions decrease target is to be reached, it is clear that emissions from flights will have to be drastically reduced. The journalist asked Sólrún and Jón Sigurður how this can be achieved, and whether the university should take action instead of relying solely on individual goodwill. Some have suggested a quota system whereby staff would be allocated a maximum number of flights per year.

“We have sometimes discussed that between us, but I think we won’t see anything happen until the government lays down the line. For example, some have argued that travel subsidies should be decreased, and that would of course have an effect on the number of flights.”

“But isn’t this something the university could do without waiting for the government? Would this generally be understood by the staff?”

“I am sure that some people would take it well, but we can’t really say for sure. Personally, we would support such an initiative. The problem is we are always talking about promoting international cooperation as it’s part of HÍ’s strategy, but at the same time, we are trying to reduce our emissions. Sometimes it seems like these are contradictory goals. Of course, the needs of specific jobs are different, and some jobs call for more foreign travel than others, but I’m still pretty sure it’s possible to reduce the amount of flights taken.”

“Are you still optimistic that the 40% target will be reached?”

“I felt some optimism during the pandemic, as I thought now people were at last decreasing their consumption, but of course I’m most worried about flight emissions now as they are the biggest factor,” Sólrún says. “But then we also need to consider transport to and from the university in accounting, and then maybe it’ll be clear that there’s still a lot of work to do there as well. But well, shouldn’t we keep our optimism…?”

“We’ll let you know when the newest numbers come out,” Jón Sigurður adds, and grins…

29

hreinar plastumbúðir

NEI

Ertu betri flok almenni Hásk

NEI, Náðu ekki að flokka Tekið saman í prósentu, hlutfall þei umhverfis- og samgöngunefndar sem

Plastflaska án skilagjalds

Pappír og pappi

Skyrdolla m. ríf pappa að utan

hreinar plastumbúðir Pappír og pappi

NEI

Blandaður úrgangur

Einnota kaffimál m. loki (hreint)

Blandaður úrgangur

Níkótín púð

Dósir og

hreinar plastumbúðir

Pappír og pappi

Are you better at recycling than the average university student?

clean plastic packaging

no

yes

Plastic bottle w/ out returning date

clean plastic packaging

yes

Paper and cardboard

Clean plastic packaging

Banana clean skyr can w/ tearable cardboard packaging

Paper and cardboard

mixed waste

disposable coffee cup m. loki (hreint)

mixed waste

No, could not recycle yes, could recycle Taken together in % how many students could/ could not recycle the following objects yes no yes no

clean plastic packaging

Organic waste

yes no yes

Nicotine pouches

clean plastic packaging Paper and cardboard

snackbag (clean and transforms back to same state after compression)

cans and bottles

Organic waste

Sjálfbær þróun, eða Lísa í Undralandi?

Sustainable Development, or Alice in Wonderland?

Tískan er öflugt fyrirbæri í samfélögum manna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hefur tískan alltaf snúist um að skipta út hugsun fyrir tilfinningar, um að líkja eftir frekar en að greina. Þegar fjallað er um tísku dettur okkur fyrst og fremst í hug fatnaður og önnur efnisleg fyrirbæri, en tískuna er í raun að finna á öllum sviðum samfélagsins, ekki síst á sviði hugmynda og hugtaka.

Eitt af þeim hugtökum sem er mjög í tísku nú til dags er hugmyndin um „sjálfbæra þróun“ (e. sustainable development). Hugtakið var fyrst skilgreint í skýrslunni Okkar sameiginlega framtíð (Our Common Future) árið 1987:

Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.

„Maður getur ekki trúað á hið ómögulega,“ sagði Lísa. „Það er greinilegt að þig skortir þjálfun,“ sagði drottningin. „Þegar ég var yngri æfði ég mig hálftíma á dag. Stundum hef ég trúað á allt að sex ómögulega hluti fyrir morgunmat.“

“One can't believe impossible things,” Lisa said. “I daresay you haven't had much practice,” said the Queen. “When I was your age, I always did it for half-an-hour a day. Why, sometimes I've believed as many as six impossible things before breakfast.”

Fashion is a powerful driver of human behaviour. Whether we like it or not, fashion substitutes emotion for thought, and mimicry for analysis. When talking about fashion, the first things that come to our mind are clothing or other consumption items, but fashion phenomena are actually to be found everywhere, not least in the domain of ideas and notions.

Today, a very fashionable idea lies behind the notion of “sustainable development”, being defined first in 1987 as follows: Sustainable development is a development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.

32
GREIN/ARTICLE Jean-Rémi Chareyree ÞÝÐING/TRANSLATION Jean-Rémi Chareyre

Hugmyndin um að hámarka velgengni mannkynsins alls, í nútíð og í framtíð, er vissulega vel meint, en er notkun hugtaksins „sjálfbær þróun“ gagnleg þegar kemur að því að ná þessu göfuga markmiði? Hjálpar hún okkur við að hanna nákvæmar og raunhæfar framtíðaráætlanir? Þegar betur er að gáð er það því miður ekki tilfellið. Skilgreining hugtaksins hefur enga sérstaka þýðingu þegar kemur að því að taka skynsamar ákvarðanir fyrir framtíðina.

HVENÆR ER „ÞÖRFUM“ OKKAR FULLNÆGT?

Skoðum umhverfismálin til að byrja með. Hjálpar hugtakið okkur að takmarka röskun umhverfisins? Nei, það er fullkomlega ómögulegt að lesa úr skilgreiningunni hvað telst vera „hófleg“ röskun og hvað ekki, þar sem enginn er fær um að skilgreina „þarfir samtíðarinnar“ með ótvíræðum hætti (hvað þá með vísindalegum hætti), og þar með um að skilgreina það magn náttúruauðlinda sem hæfir þessum þörfum.

Er þörfum okkar „fullnægt“ þegar meðallífslíkur hafa náð 40 árum, eða er 120 ára aldur nauðsynlegur til að verða saddur lífsdaga? Er þörfum okkar „fullnægt“ þegar hver og einn hefur aðgang að 10 fermetrum af upphituðu húsnæði, eða aðeins þegar hver jarðarbúi ræður yfir 150 fermetrum af upphituðu húsnæði ásamt sumarbústað með einkasundlaug og nuddpotti? Er þörfum okkar „fullnægt“ þegar hver og einn hefur aðgang að 7.000 kílówattstundum af orku (meðaltalið á Indlandi samkvæmt Our World in Data) eða eru 165.000 kílówattstundir af orku (meðaltalið á Íslandi) nauðsynlegar til að tryggja hæfileg „lífsgæði“?

„Þurfum“ við að fljúga til útlanda einu sinni, 50 sinnum eða 500 sinnum á ævinni? „Þurfum“ við að neyta 20 kg eða 100 kg af kjöti á ári? „Þurfum“ við eina eða tíu afmælisgjafir? „Þurfum“ við einn, tvo, eða engan bíl á hverju heimili?

Við verðum að viðurkenna að fyrir utan nokkrar lífsnauðsynlegar grunnþarfir sem væri í besta falli hægt að skilgreina nokkuð nákvæmlega (vatn, næring, svefn og vernd frá kulda), er hugtakið „þarfir“ óskaplega teygjanlegt og vísar ekki í neitt nákvæmlega skilgreint neyslustig sem gæti talist vera nauðsynlegt til að lifa góðu lífi. Skilgreiningin á „sjálfbærri þróun“ hjálpar okkur því engan veginn að setja okkur markmið eða mörk, en það að halda utan um samfélag og umhverfi þess snýst einmitt oft um að ákveða markmið og setja takmarkanir.

Þar að auki geta „þarfir“ einstaklingsins annars vegar og samfélagsins hins vegar verið í fullkominni andstöðu við hvor aðra, en skilgreiningin á „sjálfbærri þróun“ veitir heldur engin svör við því hvernig best sé að forgangsraða í slíkum tilfellum. Í nafni einstaklingsfrelsis „þurfum“ við að tryggja rétt allra borgara til að keyra á milli staða á einkabíl (til dæmis með samgönguinnviðum), en í nafni sameiginlegra hagsmuna „þurfum“ við að draga úr losun frá samgöngum, sem reynist erfitt að gera með núverandi samgöngukerfi. Hver er lausnin við þessari klípu samkvæmt skilgreiningunni á „sjálfbærri þróun“?

Í KRINGUM SÓLINA Í GEIMSKUTLU

Það er nógu erfitt að skilgreina „þarfir“ samtímans og finna jafnvægi á milli þarfa einstaklingsins og samfélagsins. Enn erfiðara reynist síðan að skilgreina „þarfir“ framtíðarinnar. Í fyrsta lagi, hvernig skilgreinum við „framtíðina“? Er nóg að „þróunin“ sé „sjálfbær“ í 10 ár, 50 ár, tvær aldir eða þrjú árþúsund?

Jafn erfitt reynist að skilgreina hverjar „þarfir“ afkomenda okkar gætu verið. Forfeður okkar sem lifðu í kringum 1800 –langflestir þeirra bændur og búalið – bjuggu þröngt í illa upphituðum baðstofum, fengu hvíld í besta falli einu sinni í viku, vissu ekkert um fyrirbærið „sumarfrí“, lifðu helmingi styttra lífi

It is definitely a good intention to wish for the everlasting prosperity of humankind, existing and to come, everywhere and all the time. But is the existence of the concept of “sustainable development” of any help to better meet that objective? Does it help us to define precise and realistic goals for the future of humanity? A close consideration of the notion shows that, unfortunately, this is not the case. Its definition provides no particular answer when trying to make reasonable decisions about our future.

WHEN WILL OUR “NEEDS” BE MET?

Let’s start with environmental issues. Is sustainable development of any use to help set boundaries or limits to the ecological pressure we exert on the planet? No: it is perfectly impossible to deduct from the definition where the boundaries should be, as nobody knows how to define, in a non-ambiguous manner, what the “needs of the present”. Hence, it is impossible to determine the amount of resources that are necessary to meet those needs.

Can we say that we have “met our needs” when life expectancy has reached 40 years everywhere? Or will we have to wait until everybody turns 120 to consider that to be the case? Have we “met our needs” when we have 100 square feet of heated living space per person, or does every inhabitant on Earth need 1500 square feet along with a holiday residence featuring a private swimming pool and bubble jet jacuzzi? Have we “met our needs'' when every person on Earth has access to 7000 kilowatt-hours of energy (the average energy use in India according to Our World in Data) or are 165.000 kilowatt-hours (the average in Iceland) necessary to provide everyone with a suitable “quality of life”?

Do we “need” to travel by plane once, 50, or 500 times during our lifetime? Do we “need” to eat 20 or 100 kg of meat per year? Do we “need” one or ten birthday presents every year? Do we “need” one, two or zero car(s) per household in the world?

It must be conceded that, apart from a few very basic needs required for survival, such as water, food, sleep and protection from the cold, the very notion of “needs” is unfathomably ambiguous. The definition of “sustainable development” therefore does nothing to help us set limits or targets, whereas managing a society and its environment often includes setting objectives and limits.

Moreover, our individual “needs” may be in opposition with our collective “needs”, and then “sustainable development” does not provide us with the slightest bit of help to reach a compromise. In the name of individual freedom, we “need” to grant every adult the right to drive wherever they like in their private vehicle, some will argue. But in the name of the common interest, others will reply, we “need” to collectively reduce greenhouse gas emissions, which is difficult to conciliate with the present amount of car driving. What is the solution to this dilemma according to the definition of sustainable development?

AROUND THE SUN IN A SPACE SHUTTLE

It is difficult enough to define the “needs of the present” and find the right balance between the “needs” of individuals and the “needs” of the community, but it is an even greater challenge to define the “needs of future generations”. First, what do we mean by “future”? Is it enough for the present “development” to be “sustainable” for at least 10 years? 50 years? 200 years? Or should it be “sustainable” for at least 3 millennia?

Defining the “needs” of our descendants proves to be just as daunting a challenge. Our ancestors who lived around 1800 –most of them farmers – lived in small huts with minimal access

33

en við gerum í dag, voru oft svöng og fundu oft fyrir kulda. Ef við gætum ferðast aftur í tímann og framkvæmt skoðanakönnun meðal þessara forfeðra okkar þar sem spurt væri hvenær þeirra „þörfum“ væri fullnægt, getum við ekki leyft okkur að efast um að svörin yrðu þau sömu og hjá hinum almenna Íslendingi í dag?

Ekki nóg með það að skilgreiningin á „þörfum samtíðarinnar“ sé afar óljós, en að skilgreina „þarfir framtíðarinnar“ virðist fyrst og fremst heyra undir spásagnalist eða hæfileikann til að lesa í framtíðina úr innyflum fórnardýra (eitthvað sem forn-Rómverjar höfðu reyndar getað kennt okkur). Verði umhverfisskaði nútímans nógu mikill getur vel verið að afkomendur okkar árið 2150 telji sig heppnir að lifa til fertugs án þess að þjást úr hungri, en verði aftur á móti eitthvað orkukraftaverk að veruleika getur verið að enginn þeirra verði sáttur við lífið nema hafa flogið í kringum sólina í geimskutlu í tilefni af tuttugu ára afmælinu sínu…

SEX ÓMÖGULEGIR HLUTIR FYRIR MORGUNMAT

Ein alvarlegasta staðreyndin í þessu samhengi er, að töluverður fjöldi vel menntaðra manna virðist trúa því að tilvera hugtaksins „sjálfbær þróun“ muni gera okkur kleift að brjóta lögmál eðlisfræðinnar og gera óendanleikann að veruleika á jörðinni. Sjálf skilgreiningin ýtir undir þessa tálsýn: hún telur okkur trú um að hægt sé að fullnægja þörfum allra, alls staðar og á öllum tímum, án þess að nefna nein takmörk við þessa „fullnægingu þarfa“. Það er eins konar loforð um að óendanleikinn sé rétt handan við hornið.

Þessa þrá að hætti Lísu í Undralandi finnum við meðal annars í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en í þeim felst loforð um að við munum geta leyst öll vandamál í einu.

Þetta er svo sem mannlegt. Þegar okkur mönnum verður ljóst að við getum ekki fengið allt, fer gjarnan af stað öfugsnúinn hugsunarháttur: hugmyndin um að neikvæða þróun á sviði umhverfismála sé hægt að jafna út með jákvæðri þróun á sviði efnahagsmála, og að þar með verði niðurstaðan „hlutlaus“. Í grófum dráttum, eftir að grunnskólakennarar hafa bannað okkur árum saman að leggja saman jarðhnetur annars vegar og blómkál hins vegar, kemur að því að „sjálfbær þróun“ kennir okkur að leggja saman aukningar í losun gróðurhúsalofttegunda en draga frá minni barnaþrælkun í Bangladesh, margfalda með byggingu nýs spítala í Búrkína-Fasó og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, og deila síðan með hækkun meðalaldurs í Afríku og stöðvun skógareyðingar í Suðaustur-Asíu. Er þetta það sem „sjálfbær þróun“ snýst um? Afneitun á grundvallarreglum rökhugsunar?

AÐ EIGA KÖKUNA OG BORÐA HANA

Ef okkur mistekst að leysa áskoranir sem ógna sjálfri tilveru stórs hluta jarðarbúa (meðal annars okkar), hvaða þýðingu hefur hugmyndin um „lausnir“ á öllum öðrum vandamálum sem mannkynið glímir við? Er einhver lágmarks skynsemi fólgin í því að ímynda sér að við getum bætt aðgengi að menntun hjá jarðarbúum sem á sama tíma munu glíma við hungursneyð vegna uppskerubrests eða upplifa stríð vegna harðnandi samkeppni um takmarkaðar auðlindir?

Hugtakið hefur líka leitt af sér annað öfugmæli: hugmyndina um að við getum leyst meiriháttar vandamál með minniháttar lausnum. Flest af því sem er kynnt í dag sem lausnir „sjálfbærar þróunar“ er af allt annarri stærðargráðu en vandamálið sjálft. Miðað við núverandi neyslustig í heiminum er fullkomlega óraunhæft að skipta út alla olíunotkun fyrir lífeldsneyti eða rafeldsneyti, að skipta út kola- og gasdrifnum raforkuverum fyrir vindmyllur, fiskveiði á sjó fyrir fiskeldi, kolum fyrir eldivið eða plasti fyrir iðnaðarhamp.

to food and heat, resting one day per week at best. They lived half as long as we do today, and didn’t even know the concept of “summer holidays”. If we could travel back in time and perform an opinion poll asking them what their “needs” were, we can reasonably assume that their answers would differ greatly from the answers of a modern-day Icelander.

So, not only is there no clear answer to what the “needs” of the present generations are, but trying to discover what will be the “needs” of future generations is akin to predicting the future by inspecting the entrails of a sacrificed animal (something the ancient Romans could have actually taught us). If the modern world has deteriorated enough by 2150, perhaps dying at 40 after having eaten sufficiently during one’s lifetime will be the best wish of our remote descendants, but if the “energy miracle” has happened, maybe that flying around the sun in a space shuttle for their twentieth birthday will be everyone’s idea of a “normal life”…

SIX IMPOSSIBLE THINGS BEFORE BREAKFAST

The most appalling fact of the matter is that a significantly large number of well-educated and well-informed people seem persuaded that the mere existence of the notion of “sustainable development” will allow us to violate the laws of physics, and that a world of plenty is now at our doors. Its very definition calls for this illusion, as it leads us to believe that we can satisfy everybody’s needs, everywhere and forever, without mentioning any limits to this “satisfaction of needs”. It is a promise, in short, that infinity is right around the corner.

This desire, a call to believe “six impossible things before breakfast” as the white queen put it in Lewis Carroll’s Through the Looking Glass, is to be found among others in the United Nations’s sustainable development goals (SDGs), which are a statement of belief that we can solve every problem at once.

This is, of course, very human. When we sapiens realise that we cannot have everything, a perverse mental reaction comes into play: the idea that a negative development in the environmental sphere can be compensated by a positive development in the economic sphere and that hereby the outcome will be “neutral”. In other words, after our school teachers have banned us for years from adding up peanuts and cauliflower, here comes “sustainable development” teaching us to add up increasing CO₂ emissions but deduct from it the decrease in the number of children at work in Bangladesh, to then multiply the result by the building of a new hospital in Burkina-Faso and the improving competitivity of the Icelandic fishing industry, and finally divide the result by the increased life expectancy in Africa and the halt on deforestation in South-East Asia. Is this what “sustainable development” is about? The denial of elementary mathematical rules, painstakingly learnt in the no less elementary school?

TO HAVE ONE’S CAKE AND EAT IT TOO

If we fail to address an issue that threatens the very life of a large portion of humanity, what would be the point of “solving” other problems that humanity is dealing with? Is there a shred of rationality in imagining that we can implement “education for all” in a country whose citizens will suffer from famine due to repeated crop failures, or will experience a war caused by increased competition for dwindling resources?

The 17 Sustainable Development Goals (SGGs) according to the United Nations. Each objective on the list contradicts one or more other objectives on the same list. Eradicating poverty (goal 1) implies increasing income (which is also necessary for 8 and 9), which means that production needs to increase,

34

Sömuleiðis er gjarnan vísað í „sjálfbæra þróun“ til að útskýra fyrir okkur að við getum stækkað flugvöllinn í Keflavík um leið og við munum sjálfviljug draga úr flugferðum, að við getum breikkað vegi, fjölgað brúm og jarðgöngum um leið og við munum sjálfviljug draga úr bílanotkun, að fyrirtæki sem losa stjarnfræðilegt magn af koltvísýringi geti um leið verið Íslandsmeistarar í umhverfisvernd (eins og þegar Norðurál var valið umhverfisfyrirtæki ársins), að þróunarlönd hafi rétt til að þróast en um leið skyldu til að draga úr losun CO₂ (sem er í dag því miður ósamrýmanlegt), og svo framvegis. Lísur allra Undralanda sameinist!

SJÁLFBÆRNI HÉR, SJÁLFBÆRNI ÞAR, SJÁLFBÆRNI GENGUR ALLS STAÐAR…

Þegar kemur að umhverfismálum getur reynst erfitt að fá nákvæma tölfræði, en þessi tölfræði lýsir að minnsta kosti óhlutdrægum veruleika: við getum mælt byggingarými, vatnsnotkun eða orkunotkun, fjölda spendýrategunda í heiminum eða magn úrkomu í tilteknum mánuði, og einn hektari táknar sama flatarmál fyrir alla. Það er mögulegt að koma sér saman um sameiginlegt tungumál, sameiginleg mörk og sameiginleg markmið: ekki meira en svona mörg tonn af CO₂ á mann á ári, ekki meira en svona mörg tonn af þorski á veiðitímabilinu. Hvað varðar sambandið milli mannkyns og hins efnislega heims, er vel hægt að skilgreina hvað er sjálfbært, eða réttara sagt hvað er ekki sjálfbært: öll hegðun sem reiðir sig á auðlind eða hreinsunargetu sem verður ekki lengur til staðar eftir nokkra áratugi er augljóslega ósjálfbær!

Hins vegar hefur hugtakið „sjálfbærni“ orðið tískunni að bráð og er því notað sem alhliða krydd í hvaða súpu sem er. Á vefsíðu HÍ segir til dæmis: Sjálfbærni er víðfeðmt hugtak. Það snertir ekki einvörðungu umhverfismál heldur einnig félagslegt réttlæti, heilsu og velferð, menningarmál og efnahagslíf.

En þegar kemur að félagslegum málum, hvernig förum við að því að mæla hvað er „sjálfbært“ og hvað ekki? Það er fullkomnlega mögulegt að láta misskiptingu endast að eilífu, enda hefur misskipting verið hluti af mannkynssögunni frá örófi alda. Lengi má leita að dæmum um samfélög þar sem hefur ríkt fullkominn jöfnuður. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að slík samfélög væru „sjálfbær“, og í raun sjálfbærari en samfélög nútímans.

and with it the use of fossil fuels, so that the first goal contradicts SDGs 12, 13, 14 and 15. SDG 3 (good health) implies an increasing global population, leading to increasing environmental pressure as larger areas need to make room for human infrastructure (contradictory to SDG 15). SDG 2 (zero hunger) implies more land use change for agriculture which is contradictory to protecting biodiversity (SDG 15) and reducing greenhouse gas emissions (SDG 13). And so on…

The notion has also brought about another absurdity: the idea that we can solve a major problem with minor solutions. Almost every solution today presented as being part of “sustainable development” is missing the problem by a couple of zeros. Given the present level of consumption, it is physically impossible to replace all oil consumption by biofuels or e-fuels, conventional coal-fired power plants by wind power, fishing by aquaculture, coal by wood or plastics by line fibre…

It is still the “sustainable development” that will sometimes be put forward to explain that we can enlarge the Keflavik Airport while voluntarily reducing air travel, that we can widen roads and build more bridges and tunnels while, at the same time, voluntarily reducing car traffic, that corporations which emit enormous amounts of CO₂ can at the same time be champions of environmental protection (such as when the aluminium producer Norðurál was granted the title of “environmental company of the year”), that developing countries have a right to develop along with a duty to reduce their CO₂-emissions (which today is unfortunately impossible), and so on… Alices of all Wonderlands, unite!

SUSTAINABILITY, AN ALL-PURPOSE SEASONING FOR EVERY OPPORTUNITY

When analysing environmental processes, figures can be hard to establish, but they have an objective meaning: land use, energy and water consumption, the number of existing superior mammal species, or the amount of rain in a particular year can be measured, and an hectare represents the same surface for everyone. It is possible to define a common language, and, as the case may be, to define a non-ambiguous objective, such as no more than X tons of CO₂ per person and per year or no

35

Ef sjálfbærni fer að snúast um réttlæti erum við ekki betur sett: í einu samfélagi getur „réttlæti“ þýtt að engin börn undir 8 ára aldri megi vinna, í öðru samfélagi að börn megi ekki vinna erfiðisvinnu. Í einu samfélagi getur það þýtt að laun forstjóra megi ekki vera meira en tífalt laun verkamanna og í öðru samfélagi ekki meira en hundraðfalt, og svo framvegis. Hver eru viðmiðin?

Þegar kemur að efnahagsmálum er skilgreiningin á „sjálfbærni“ enn óljósari: hvað er „sjálfbær“ hagvöxtur eða „sjálfbær“ velta? Hvað þá um „sjálfbæra velferð“? Á vefsíðu Samtaka atvinnulífs>QAins segir til dæmis um sjálfbæra þróun: Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: vernd umhverfisins, félagsleg velferð og efnahagsvöxtur.

Fjöldi vísindafólks hefur hins vegar bent á þá óþægilegu staðreynd að hagvöxtur síðustu 200 ára hafi verið helsti orsakavaldur aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. „Sjálfbær hagvöxtur“ er því fyrirbæri sem mætti líkja við „þurra rigningu“ eða „bjart myrkur“. Útvötnun á hugtakinu virðist engum takmörkunum háð…

MJÚK LENDING EÐA HRAP TIL JARÐAR?

Skýringin á því hvers vegna hugtakið „sjálfbær þróun“ hefur orðið jafn vinsælt og raun ber vitni liggur kannski í því að hugtakið hefur reynst mjög gagnlegt fyrir almannatengla í leit að góðri réttlætingu (samfélagslega eða efnahagslega réttlætingu) fyrir hegðun eða starfsemi sem út frá mælanlegum umhverfislegum viðmiðum er augljóslega „ósjálfbær“. Tilvera „sjálfbærnisskýrslu“ hjá ákveðnu fyrirtæki er þannig engin trygging fyrir því að starfsemi viðkomandi fyrirtækis sé „sjálfbær,“ jafnvel þótt höfundar skýrslunnar séu allir af vilja gerðir.

En þrátt fyrir að gagnsemi hugtaksins „sjálfbær þróun“ sé afar rýr eins og hér hefur komið fram er ekki þar með sagt að ekki þurfi að hafa áhyggjur af takmörkum umhverfisins - þvert á móti. Í heimi þar sem auðlindir eru takmarkaðar geta trén ekki vaxið endalaust. Stundum er valinu stillt upp sem annað hvort að „neita sér um allt að eilífu“ eða að „éta á sig gat að eilífu“. En þegar kemur að takmörkuðum auðlindum er valið því miður aðeins á milli þess að hafa sjálf frumkvæðið að því að draga smám saman úr ofnýtingu auðlinda og reyna að halda stjórn á taktinum þannig að lendingin verði sæmilega mjúk, eða þess að halda öllu óbreyttu, „business as usual“, og bíða eftir því að náttúruöflin hrifsi völdin úr okkar höndum. Í seinni sviðsmyndinni kennir sagan okkur að niðurstaðan verður síst til þess fallin að auka ánægju meðal samfélaga manna, eða uppfylla „þarfir“ okkar.

Rétta spurningin er þannig ekki hvort samdráttur í ofnýtingu náttúruauðlinda muni raungerast, heldur hvenær og hvernig: núna og að okkar frumkvæði, eða seinna og að frumkvæði náttúrunnar. Það er ekki að sjá að hugmyndin um „sjálfbæra þróun“ veiti nokkra aðstoð við að horfast í augu við þennan veruleika.

Þessi grein er byggð fyrri skrifum eftir Jean-Marc Jancovici, fulltrúa í Loftslagsráði Frakklands og forseta hugveitunnar The Shift Project.

more than Y tonnes of cod per fishing season. And, most of all, when discussing interactions between humanity and the physical world, it is conceivable to define what is “sustainable”, or more precisely what is not: any behaviour that requires a resource, or a purification capability that will become unavailable in a couple of decades is obviously not sustainable!

The notion of sustainability has however been hijacked by fashion and is now being used as a kind of all-purpose seasoning fit for all kinds of dishes. HÍ is no exception to this tendency, as this is the definition of “sustainability” according to its website: Sustainability is a wide-ranging notion. It does not only apply to environmental issues but also to social justice, health and welfare, culture and economics.

But when turning to social matters, how can one define what is “sustainable”? It is definitely possible to make social inequalities last forever, as history clearly shows injustice is as old as humanity. There is no single example of a perfectly egalitarian society, and yet that has not prevented societies of the past from being “sustainable”.

If we make it a matter of equity, we are in no better position. In one cultural context, “equity” may be interpreted as meaning that no children under 8 years of age should be made to work, and in another culture that minimum could be twelve years. In one society, it may mean that a CEO’s wages should not exceed the wages of 10 workers, and in another society the wages of a hundred workers, and so on. So, what is the norm?

Finally, turning to economics, the objective definition of what can be sustained is even harder: what is a sustainable GDP, or a sustainable turnover? What is “sustainable welfare”? The Icelandic Business Association (Samtök atvinnulífsins), for example, writes on their website: The three main pillars of sustainable development are protection of the environment, social welfare and economic growth.

A growing number of scientists have, however, pointed to the inconvenient fact that over the last 200 years, economic growth has been the main driver of the increase in greenhouse gas emissions. “Sustainable economic growth” is therefore a notion that makes about as much sense as “dry rainfall” or “dark sunlight”. Our ability to dilute the meaning of a rather simple notion with wishful thinking seems to have no limits…

A SOFT LANDING OR CHAOTIC CRASH?

The reason behind the popularity of the concept of “sustainable development” might be convenience. That is, the notion has proven to be a convenient one for public relations experts in search of a good justification for a behaviour or activity which, according to measurable environmental criteria, is clearly not “sustainable”.

Thus, the existence of a “sustainable development report” is not a guarantee that the organisation or company issuing the report has a “sustainable” record, even though the authors of the report might be well-intentioned.

But even though the notion is of very little practical use that does not mean we should not be worried about environmental limits – quite the contrary. In a finite world, trees don’t grow indefinitely. We are sometimes told that the choice is between “restricting ourselves forever” or “stuffing ourselves forever”, but, when it comes to any limited resource that we presently rely on, the choice is only between managing ourselves an unavoidable decrease, with a pace that we can control so as to keep the landing as pleasant as possible, or waiting for Mother Nature to

36

take the matter in her own hands and do the regulating on her own terms. In the latter scenario, history tells us that the conclusion is generally very unlikely to improve satisfaction among human societies, or contribute to fulfilling our “needs”.

The right question to ask, therefore, is not whether a decrease in overexploitation of natural resources will happen, but rather when and how: now, on our own terms, or later, according to the laws of nature. The notion of “sustainable development” does not seem to provide any help in facing this reality.

This article is based on previous writings by Jean-Marc Jancovici, a member of France’s High Council on Climate and president of the Shift Project think tank.

37

Hvað mun breytast á Íslandi árið 2024?

What will change in Iceland in 2024?

Nýtt ár, nýtt upphaf, eins og skáldið sagði. Árið 2024 knýr að dyrum á Íslandi með breyttu verðlagi, sögulegri aukningu hvað varðar fólksfjölda og breytingum á löggjafarvaldinu. Hér er að finna allar helstu vendingar sem Ísland gæti staðið frammi fyrir á nýju ári.

ÍSLENDINGAR VERÐA 400.000 OG KJÓSA NÝJAN FORSETA Áætlað er að á fyrstu sex mánuðum ársins 2024 muni íbúafjöldi Íslands verða yfir 400.000 manns. Þegar þetta er ritað erum við einungis 10.000 manns frá því að ná þeirri tölu. Samkvæmt Hagstofu Íslands hefur fólksfjölgun orðið meiri en búist var við, en þessi tala var upphaflega talin raungerast árið 2050.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti þjóðinni að hann hygðist ekki gefa kost á sér að nýju í komandi forsetakosningum, og því segir hann skilið við stöðuna eftir 8 ár í embætti. Nýr forseti verður kjörinn í júní, en nokkrir einstaklingar hafa þegar tilkynnt forsetaframboð. Á Íslandi er hlutverk forseta að mestu táknrænt, og er honum fyrst og fremst ætlað að vera sameiningartákn Íslendinga.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, lauk störfum þann 16. janúar síðastliðinn eftir að hafa gegnt hlutverki borgarstjóra í áratug. Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, hefur tekið við og mun starfa fram að næstu borgarstjórnarkosningum árið 2026.

A new year and a new beginning, as they say. 2024 arrives in Iceland with changing public price structures, a historic milestone in population size, and leadership restructuring. Here’s all you need to know about the upcoming developments in Iceland.

ICELAND’S POPULATION WILL REACH 400,000 & ELECTION OF NEW PRESIDENT

It is predicted that within the first six months of 2024, Iceland’s population will surpass 400,000 people. Currently, the population is only 10,000 people away from that mark. According to Statistics Iceland, the growth has been more rapid than expected, as this population milestone was initially predicted not to be reached before 2050.

Iceland’s president Guðni Th. Jóhannesson announced that he would not run for reelection, stepping down after two terms (8 years) in office. A new president will be elected in June. A few individuals have already announced their intent to run for office in the upcoming election. In Iceland, the presidency is largely a matter of symbolism as the president has very little political power.

The mayor of Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, stepped down from his position on January 16. He was Reykjavík’s mayor for the last ten years. Progressive Party Leader Einar Þorsteinsson will take over as mayor until the next election in 2026.

38
GREIN/ARTICLE Alina Maurer ÞÝÐING/TRANSLATION Lísa Margrét

Sveitarfélög hafa boðað hækkun á verði sorphirðu vegna innleiðingar nýs flokkunarkerfis rusls. Mesta hækkunin verður í Reykjavík, þar sem verð á tveimur tunnum hækkar úr 52.600 kr í 73.500 kr. Næsthæsta hækkunin verður á Seltjarnarnesi, þar sem gjaldið hækkar í 75.000 kr. Frá og með 10. janúar verður ekki lengur hægt að nálgast ókeypis poka fyrir lífrænt rusl í verslunum. Hægt verður að nálgast þá framvegis á endurvinnslustöðvum Sorpu auk Góða hirðisins.

Í Reykjavík hefur verðið á leikhúsmiðum, heimsóknum í Húsdýragarðinn og stökum sundferðum einnig hækkað, en einstaklingsmiði hefur hækkað um 6% og kostar nú 1.330 kr. Árskort hækkar um 5,5%, og leiga á handklæðum og sundfötum hækkar einnig.

Snörp hækkun á farmiðagjaldi Strætó bs. hefur einnig átt sér stað, en það hefur hækkað um 11% að meðaltali - nú kostar stakt fargjald 630 kr. Fyrirtækið bar fyrir sig hækkun á eldsneytisverði, en verð utan höfuðborgarsvæðisins haldast óbreytt.

AUKIN GJALDTAKA AF RAFKNÚNUM FARARTÆKJUM OG HÆRRI ÁFENGIS- OG TÓBAKSGJÖLD

Sveitarfélög hafa einnig boðað aukna gjaldtöku hvað varðar ýmsa þjónustu, en fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 var nýverið samþykkt af Alþingi og felur í sér ýmsar skattahækkanir. Áfengisog tóbaksgjöld hækka um 3,5%, skattheimta bensínlítra eykst um 4,20 kr, á meðan dísel hækkar um 3,70 kr. Skattheimta hvað varðar fólksbíla hækkar um 30%, auk þess sem eigendur rafknúinna bíla munu greiða nýtt gjald fyrir hvern ekinn kílómetra - um 90.000 kr að meðaltali á ári.

Eigendur hybrid bíla, rafknúinna bíla og vetnisknúinna bíla munu nú þurfa að fylgjast með kílómetra fjölda bifreiða sinna og skrá þá í gegnum island.is í upphafi ársins 2024. Þetta ferli verður svo endurtekið einu sinni í mánuði. Samkvæmt íslensku ríkisstjórninni er þessi breyting tilkomin vegna lækkunar tekna ríkisins tengdum ökutækjum frá árinu 2018, og vaxandi þörf fyrir úrbætur og framþróun íslenska vegakerfisins. Kílómetragjald verður greitt mánaðarlega. Þau sem þessar breytingar snerta geta nálgast nánari upplýsingar á upplýsingasíðu stjórnvalda: „Vegir okkar allra“ (vegirokkarallra.is).

FERÐAGJALD EVRÓPUSAMBANDSINS EKKI Í GILDI FYRR EN ÁRIÐ 2025

Evrópska ferðaupplýsinga- og heimildakerfið (ETIAS), sem upphaflega átti að taka gildi árið 2024, verður ekki tekið í gagnið fyrr en árið 2025 - svo ferðafólk utan Evrópusambandsins (ESB) mun ekki standa fyrir 7 evru ferðagjaldi strax. ETIAS-kerfið kemur í veg fyrir að ferðafólk sem er undanþegið vegabréfsáritun geti ferðast til landanna þrjátíu sem tilheyra Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Aðgangskröfur innan kerfisins gilda í 90 daga innan 180 daga tímabils. Þau sem hyggjast heimsækja Ísland verða því krafin um ETIAS-leyfi frá og með árinu 2025. ETIAS-kerfið mun þó ekki koma í stað vegabréfsáritana þeirra borgara sem þurfa nú þegar vegabréfsáritanir til þess að heimsækja lönd innan ESB og EES, svo sem ferðafólk frá Kína, Indlandi og Suður-Afríku.

Greinin var upphaflega birt í Iceland Review.

POOL PRICES AND GARBAGE DISPOSAL FEES HIKE

Municipalities in Iceland have announced higher prices for trash collection, as a new system for sorting refuse is being implemented in the capital area. The biggest increase is in Reykjavík, where the price for two bins goes from ISK 52,600 (€350) to ISK 73,500 (€490). The highest fee remains in the more affluent neighbouring municipality of Seltjarnarnes and amounts to ISK 75,000 (€500). From January 10th, it also won’t be possible to collect disposable paper bags for the biodegradable trash free of charge from the supermarkets anymore. They can be picked up at the recycling centre Sorpa or the second-hand furniture store Góði hirðirinn instead and are still free of charge there.

In Reykjavík, prices for entrance to the swimming pool, museum tickets and petting zoo admissions in Laugardalur have also increased. A single adult ticket to a public pool increased by 6 per cent and will now cost ISK 1,330 (€9). Yearly passes went up by 5.5%, while prices for towel and swimming suit rentals have also risen.

A hike in bus fare prices for the public transport company Strætó was also announced. Strætó operates the city buses in the Reykjavík capital region. They will rise by an average of 11% —with a single ticket now costing ISK 630 (€4.20). The increase has been justified by citing higher fuel prices. The buses outside the capital area are not affected by those changes.

TAX RATES ON SUBSTANCES & ELECTRIC VEHICLES INCREASE

Municipalities have also upped the fees for some of the services they offer, while the 2024 budget, recently approved by Alþingi, heralds new taxes and adjustments to the existing ones. Tax rates on alcohol and tobacco go up by 3.5 per cent, Morgunblaðið reports, as does the licensing fee for public broadcasting and the gasoline tax.

A litre of gasoline will cost an extra ISK 4.20 (€0.03), while the tax on diesel increases by ISK 3.70 (€0.02). The vehicle tax on lighter automobiles rises by 30% as well, while owners of electric cars will need to pay a new fee per kilometre, which for the average driver will amount to ISK 90,000 (€600) per year.

Owners of hybrid, electric and hydrogen vehicles will now need to keep track of the mileage of their vehicles and register them on island.is in the beginning of 2024. This procedure must be repeated once a month. According to the Icelandic government, this change is due to a stark decrease in the state’s revenue from vehicles since 2018 and the ongoing need for the development of road infrastructure. The kilometre fee will be paid monthly. People concerned by this change can visit the government-run website “Vegir okkar allra” to find out more about this change.

EU TRAVEL FEE NOT COMING INTO EFFECT UNTIL 2025

The ETIAS waiver program announced by the EU, which was initially due to come into effect in 2024 has been postponed to 2025, so that travellers from outside of the EU are not facing registration fees of €7.00 just yet. ETIAS travel authorisation is an entry requirement for visa-exempt travellers who are visiting one of the thirty participating European countries. The entry requirement is valid for up to 90 days in any 180 days. Travellers intending to visit Iceland will also need an ETIAS travel authorisation to enter Iceland from 2025 on. This system will not replace visa requirements for citizens who currently require a visa to visit any EU country, like travellers from China, India, and South Africa.

This article was first published in Iceland Review.

39 HÆKKUN VERÐS Á SUNDFERÐUM OG SORPTÖKU

Allt um flugelda á Íslandi: Er

kostnaðurinn þess virði?

All about fireworks in Iceland: Are they worth the price?

Í landi elds og íss birtist náttúra og fjölbreytileiki í sinni fegurstu mynd. Frosin stöðuvötn, kraumandi hverir og allt þar á milli gerir Ísland að ómótstæðilegum áfangastað fyrir ferðafólk um allan heim. Hverir, eldgos, íshellar og svartir sandar heilla á landi, á meðan himininn skartar Aurora Borealis, norðurljósunum, dansandi sjónarspili ljóss og lita.

Það er hins vegar ekki eina aðdráttarafl landsins. Undir lok hvers árs, þegar jólin hafa komið og farið, hefst undirbúningur við næstu hátíð. Íslenska þjóðin hefur einsett sér að gera sem mest úr gamlárskvöldi, enda ekki vön því að vera umkringd hinu venjulega.

HVAÐ Á SÉR STAÐ Á GAMLÁRSKVÖLDI?

Fyrir utan fjölskylduboð og nýársdjamm, er íslenska flugeldahefðin óneitanlega þess virði að upplifa. Hafandi upplifað íslensku flugeldana sjálfur, er ég fullviss um það að Íslendingar taka nýársfögnuð skrefinu lengra en margar þjóðir. Fólk byrjar að sprengja um 20:00 og heldur áfram þar til um miðnætti. Ef þú fagnar nýju ári á Íslandi, verður þér bent á að kíkja út og upplifa annars konar ljósadýrð en norðurljósin. Það sem kemur mér mest á óvart er að flugeldar eru ólöglegir á Íslandi, nema á þessum tímamótum þar sem gamalt ár er kvatt og nýtt ár boðið velkomið.

Þessi hefð er nátengd björgunarsveitum landsins, þar sem öll flugeldakaup renna óskipt til styrktar starfi þeirra. Íslenska náttúran er vissulega fögur, en að sama skapi ægileg þar sem allra veðra er von. Á hverju ári svara björgunarsveitirnar yfir þúsund neyðarútköllum, og fer þeim útköllum sífellt fjölgandi vegna vaxandi ferðamannaiðnaðarins. Þar svara björgunarsveitirnar sannarlega kallinu.

Í mínum augum tákna flugeldarnir meira en nýtt ár. Þeir vísa til allra þeirra mannslífa sem björgunarsveitinar hafa bjargað og munu halda áfram að bjarga með dyggum stuðningi samfélagsins. Íslendingar kaupa yfir 500 tonn af flugeldum sem sprengdir eru upp á gamlárskvöldi. Því má segja að gamlárskvöld sé birtingarmynd af ástríðu þjóðar, viðbragðshæfni og eldmóði þegar nýtt ár er framundan. Flugeldadýrðin er alls ótengd yfirvöldum eða sveitarfélögum, og snýst fyrst og fremst um eftirvæntingu fólks fyrir nýjum tímum og hækkandi sól auk skýlauss stuðnings við björgunarsveitir landsins.

ERU FLUGELDAR EINA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ FAGNA NÝJU ÁRI?

Ef þér er annt um umhverfið, ætti ekki að koma þér á óvart að staðfestan og samheldnin sem felst í flugeldahefð Íslendinga felur í sér talsverðan kostnað. Kostnað í formi hljóð- og svifryksmengunar vegna linnulausra sprenginga. Þó að ég hafi notið flugeldanna, átti ég sem stúdent mjög erfitt með að sofna, meira að segja daginn eftir, þar sem fólk átti enn flugelda afgangs (og ég þurfti að mæta í tíma snemma næsta morgun).

The Land of Fire and Ice evinces nature and diversity in the finest form. From frozen lakes to natural geothermal springs, Iceland is a dream destination for tourists all around the world. On land, it has geothermal springs, volcanic eruptions, ice caves, and black beaches. On the other, the sky has Aurora Borealis, commonly referred to as northern lights, which is a spectacular “dancing lights” show.

However, that’s not all it has to offer. As the new year approaches, Christmas celebrations come to a halt and new year resolutions and preparations begin. The people of Iceland have taken it upon themselves to make the most out of New Year’s Eve because they’re not used to seeing the ordinary anyway.

SO, WHAT HAPPENS ON NEW YEAR'S EVE?

Well, besides the family gatherings and partying, the Icelandic fireworks are a sight for sore eyes. Having experienced them myself, I am pretty convinced that Icelanders take it up a notch when it comes to celebrating New Year’s Eve in style. The fireworks start around 20:00 and continue to happen until midnight. So, if you’re in Iceland on New Year's Eve, you will get reminders to leave your house and go to a location where you can see a different version of the Northern Lights. What surprises me the most is that fireworks are otherwise illegal in Iceland, but on this night, it feels like the other way around.

This has a lot to do with ICE-SAR – the Icelandic Search and Rescue teams because all purchases of the fireworks serve as donations to them. Where there is beauty all over Iceland, the extreme weather carries a high amount of risk for people who are visiting. Even natives can sometimes find themselves stuck in the whirlpool of nature. Each year, the Search and Rescue teams get over a thousand emergency calls, and this number will only rise because of increased tourism in the country. That’s where the ICE-SAR teams jump to the rescue!

To me, the fireworks in Iceland are not just a celebration of the New Year. They are symbolic of all the lives ICE-SAR has been saving and will continue to do so with support from a tightknit community. Icelanders buy more than 500 tons of fireworks that go off on New Year's eve. So, expect an amazing display of the nation’s passion, preparation, and morale for the new year. Moreover, the fireworks display has nothing to do with officials or the city sponsoring the event. It is purely the people’s excitement for the new year and support for ICE-SAR.

ARE FIREWORKS THE ONLY WAY TO CELEBRATE?

If you care about the environment, it should not come as a surprise that while fireworks represent unity and commitment, they do so at a price. This includes noise pollution and a smoke cloud being built up because of the non-stop explosions in the sky. As a student, while I did enjoy the fireworks on New Year’s night,

41
GREIN/ARTICLE Ahmad Rana ÞÝÐING/TRANSLATION Lísa Margrét

Flugeldar geta verið táknrænir á marga vegu, en þeim fylgir óhjákvæmilega mikil umhverfismengun. Ef markmiðið er að styðja við starfsemi björgunarsveita, er hægt að veita þann stuðning á sjálfbærari hátt. Árin 2010 - 2022 leituðu 248 manns læknisaðstoðar vegna flugeldaslysa. Rannsókn í Læknablaðinu sýndi að 39% þeirra slysa urðu vegna gallaðra flugelda. Rannsóknin greindi einnig frá því að 22 hefðu verið lögð inn á Landspítala í kjölfar slysa. Hér erum við einungis að tala um eitt kvöld þar sem hægt er að sprengja ótakmarkað magn flugelda, sem sýnir glöggt að vandinn er stærri en hann virðist ef til vill vera.

Lausnin við þessu er hlægilega einföld - engar undantekningar ættu að vera heimilar hvað varðar flugeldabann. Ef flugeldar eru ólöglegir í landinu, ætti ekki að beygja lögin vegna einnar kvöldstundar, sérstaklega ef allsherjarbann dregur úr mengun og slysum. Í hvert sinn sem við sprengjum upp flugeld, töpum við möguleikanum á því að tryggja grænna og öruggara umhverfi fyrir íslenskt samfélag.

Flugeldar eru ekki bara skaðlegir umhverfinu, þeir hafa veruleg áhrif á fólk með öndunarfæraörðugleika- og sjúkdóma og fólk frá stríðshrjáðum svæðum. Ef ætlunin er að stuðla að frelsi, er kannski kominn tími til þess að skipta um gír.

Hvað björgunarsveitirnar varðar, er hægt að finna fjölda annarra leiða til þess að styrkja þær - ljósasýningar, tónlistarhátíðir, skipulögð hátíðarhöld leidd af fagfólki, gróðursetning trjáa og margt fleira. Markmiðið er jú að fagna frelsinu, ekki takmarka það til lengri tíma litið.

I had a pretty hard time going to sleep even the next night because people still had some fireworks left (and I had to make it to an early class).

Granted, fireworks can symbolize many things, but the one thing they do for certain is pollute the environment. If the goal is to applaud ICE-SAR’s efforts, it can be done in more sustainable ways. During the years 2010 - 2022, a total of 248 people sought medical help due to fireworks-related injuries. According to a study in the Icelandic Medical Journal, 39% of those injuries were caused by faulty fireworks. The study further deduced that 22 Icelanders were admitted to Landspítali. Make no mistake that all we’re talking about is 1 night when the fireworks are actually legal to set off, which makes it an even bigger issue than it seems.

The alternative is ironically simple - make no exceptions for one night. If fireworks are illegal in the country, then don’t bend the laws for a mere celebration. Not to mention there will be less accidents and pollution. With each passing year, as a firework is set off in the sky, we blow our chances of having a greener, safer environment for the Icelandic community.

Not only do fireworks contaminate the environment, but they also have a huge impact on people with respiratory illnesses and war-related trauma. If representing freedom is the goal, maybe it's time we change the narrative.

As for ICE-SAR, there are plenty of other ways to raise donations - light shows, music festivals, organized displays with trained professionals, planting trees, and much more. The mission is to celebrate freedom, not compromise it in the long run!

GREIN/ARTICLE Elena Albertina Nagua Ajila ÞÝÐING/TRANSLATION Jean-Rémi Chareyre

Jaðarsetning, tungumál og nýir Íslendingar

Marginalisation, Language and New Icelanders

Það eru margar hindranir sem útlendingar mæta þegar þeir vilja læra íslensku. Það getur til dæmis verið miserfitt eftir því hvaða móðurmál fólk hefur. En máltaka fer líka eftir samfélaginu –samfélagið getur hjálpað þér eða það getur eyðilagt fyrir þér. Því miður hef ég upplifað hið síðarnefnda.

Flóttamenn fá kennitölu en eru oft um leið dæmdir ásamt börnum sínum til að lifa á þröskuldi fátæktar og vera alltaf í þjónustugeiranum – og það getur líka verið hulinn tilgangur.

Í skólum er mikill námsbrestur af hálfu útlendinga. Til dæmis á ég dóttur í menntaskóla og það var ekki auðvelt fyrir hana að komast þangað. Í hennar bekk eru þrír nemendur af erlendum uppruna og allir kvenkyns, tvær fæddust hér og dóttir mín kom níu ára gömul til Íslands.

Í grunnskólanum er eins og innflytjendur séu dæmdir til að eiga líf í undirheimunum. Fyrst eru erlendu börnin einangruð frá íslensku börnunum. Það er sagt vera til að hjálpa þeim að tileinka sér tungumálið. En svo fylgir ekki nægileg áætlanagerð eða markmið í náminu né eru skólarnir alltaf tilbúnir til að veita þessa aðstoð á þann hátt að hún beri árangur.

Immigrants who wish to learn Icelandic are confronted with many obstacles. For one, it can be more or less challenging depending on one’s mother tongue. Language acquisition is also a social matter – society can assist you or it can make things harder for you. Unfortunately, I have experienced the latter.

Refugees are granted a kennitala but are simultaneously condemned, along with their children, to living on the brink of poverty and remain forever in the service sector – which can also be a tacit agreement.

At school, children of immigrants encounter learning difficulties. For example, I have a daughter in high school and it was not an easy feat for her to get there. Her class includes three students of foreign origin and all of them are girls. Two of them were born here and my daughter settled in Iceland at the age of nine.

In elementary school, it is as if immigrant children are destined to live a life in the underworld. At first, they are isolated from Icelandic children. It is supposed to help them master the new language. But then there is insufficient planning and goal-setting, and schools are not always ready to provide

42

Íslendingum þykir vænt um tungumálið sitt og stundum heyrast áhyggjur þeirra af því að íslenskan deyi með þessu nýja fólki sem kemur hingað. En vandamálið er ekki bara hvort nýja fólkið tali íslenska tungu eða ekki, vandamálið er stærra en þetta.

Ég veit af unglingum af erlendum uppruna sem eiga slæma reynslu úr grunnskólunum, síðan alast þessir Íslendingar af erlendum uppruna upp við beiskju gagnvart samfélaginu. Maður getur spurt sig hvort manneskja sem hefur þjáðst á þennan hátt í bernsku sinni og á unglingsaldri muni hafa áhuga á menningunni í nýja þjóðfélaginu og siðum samfélagsins sem hjálpaði henni ekki í félagslegri aðlögun?

Sjálf hef ég mætt margs konar erfiðri reynslu varðandi þetta. Einn daginn var ég á göngu með fjölskyldu minni sem kom frá Sviss til að heimsækja okkur. Þetta var um fjörutíu dögum eftir að ég fæddi yngstu dóttur mína. Allt í einu kom að okkur maður um fimmtugt og hóf að móðga mig og sagði mér að fara af Íslandi, Ísland væri kristið land og svo framvegis. Skömmu síðar birtist pólskur maður sem hélt áfram að móðga mig og hrækti á okkur. Dóttir mín, sem þá hefur verið tólf ára, sagði honum að trufla okkur ekki en maðurinn fór að elta okkur og hélt áfram að tala niðrandi til okkar. Þessi atburður var sem greyptur í huga barnanna minna upp frá þessu.

Auðvitað ræðum við foreldrarnir við börnin okkar og kennum þeim að bera virðingu fyrir hverri manneskju. En ekki eru allir tilbúnir til að laga svona vandamál.

Ef sex ára barn elst upp við þessa reynslu, að sjá foreldra sína verða fyrir illri meðferð af fáfróðu fólki og lendir síðan í sömu meðferð í skólanum, hvers konar fullorðinn manneskja myndi það verða?

Við verðum að læra af reynslu sumra evrópskra landa þar sem hluti af skemmdarverkunum stafar af ungum innflytjendum sem hafa aldrei fundist þeir vera hluti af samfélaginu vegna þess að þeir ólust upp jaðarsettir, kaffærðir af þeirri staðreynd að vita ekki hvar þeir tilheyra. Því að í landinu sem tók á móti þeim – eða þar sem sumir jafnvel fæddust – var aldrei tekið á móti þeim sem fullgildum borgurum. Þessir unglingar alast margir upp án hvers kyns menntunar en þeirra eina leið er að vekja athygli á því á einhvern hátt og getur sú leið verið verst.

assistance in such a way that it leads to a successful outcome.

Icelanders are fond of their language and concerns are sometimes being voiced about the language dying out as a consequence of new people settling here. But the problem is not just about whether those newcomers speak Icelandic or not, the problem is much bigger.

I know some teenagers of foreign origin who have had a hard time in elementary school, and grow up to become resentful of society. Is it not questionable whether individuals who have suffered in this way throughout their childhood and teenage years can become interested in the host society’s culture and customs, when this very same society has not contributed to their social integration?

I have myself experienced difficulties of the same kind. It happened once when I was taking a walk with my family who came from Switzerland to visit us. This was about 40 days after the birth of my younger daughter. Suddenly, a middle-aged man (around fifty) approached us and started to insult me and told me to leave Iceland, that Iceland was a christian country and so on. A while later, a polish man appeared and also started to insult me and spit at us. My daughter, who was then twelve years old, told him to leave us alone but the man started to follow us and continued to insult us. This event has been engraved in my children’s memory ever since.

Of course, we parents discuss with our children and teach them to respect every individual, but not everyone is willing to fix such problems.

When a six year old child grows up seeing his parents being abused by ignorant people and then experiences the same abuse at school, what kind of person is it likely to become as an adult?

We have to learn from the experience of some other European countries where a number of young immigrants who have never felt recognised as members of society turn to vandalism because they grew up marginalised, overwhelmed by the feeling of belonging nowhere. Because in their host country –which is sometimes in fact the country they were born in – they were never accepted as legitimate citizens. Many of those teenagers grow up without education and their only way to express their grievances can be one of the worst.

Do we want satisfied citizens who contribute? Of course, but we have to work for it. We need to take down the barriers that prevent effective integration, such as racism and intolerance. We also need to avoid packing all immigrants in one place, even though it can prove difficult as they tend to all end up in the cheaper neighbourhoods.

Social integration is a key to a more human and cohesive society. We immigrants want to be part of the social fabric and contribute to defining the norms and values that shape this Icelandic society that we live in.

Dear Icelanders, do not fear us newcomers. We are not here to take anyone’s job, we are here to do the work you don’t want to do. The Icelandic language will not disappear because of us. On the contrary, if we get the chance, we will learn and it will become easier for us as there are more of us and we are allowed to participate in building up this home country. We just need time, goodwill and opportunities. If you know someone who does not speak Icelandic, a neighbour, a work colleague or a family member, do not isolate them, do not ignore them, as perhaps they are waiting for an opportunity to have a simple conversation in order to listen and learn some Icelandic.

43

Viljum við jákvæða borgara í samfélagið? Auðvitað, en við verðum að vinna í því, við verðum að brjóta niður þær hindranir sem koma í veg fyrir félagslega aðlögun eins og rasisma og skort á umburðarlyndi. Það þarf líka að forðast samþjöppun innflytjenda á afmörkuð svæði, þó að það sé erfitt vegna þess að fleiri útlendingar búa í hverfum þar sem húsnæði er ódýrara.

Félagsleg aðlögun er lykilatriði fyrir manneskjulegra og sameinaðra samfélag. Við innflytjendur viljum vera hluti af félagslegu umhverfi og leggja okkar af mörkum til að framfylgja þeim viðmiðum og gildum sem skilgreina íslenska þjóðfélagið sem við búum í.

Kæru Íslendingar, verið ekki hrædd við okkur nýju, við komum ekki til að taka frá neinum vinnu, við komum til að vinna í þeim störfum sem þú vilt ekki. Íslenska tungumálið mun heldur ekki hverfa með okkur, þvert á móti, ef við höfum tækifæri og það verður auðveldara fyrir okkur að læra íslensku verðum við fleiri sem tölum íslensku og leggjum okkar af mörkum til að byggja upp þetta heimaland. Við þurfum bara tíma, góða meðferð og tækifæri. Ef þú eignast nágranna, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim af erlendum uppruna sem talar ekki íslensku, ekki einangra hann, ekki hunsa hann, kannski bíður hann eftir að geta hafið einfalt samtal til að hlusta og læra smá íslensku.

44
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is LASER AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir Við erum á Facebook og Instagram /Augljos

Bækur, gjafavara... ra ækur,

verið velkomin

boksala.is

Leikskólarnir Sólgarður og Leikgarður sameinast

Sólgarður and Leikgarður preschools merge

Félagsstofnun stúdenta rekur nú tvo leikskóla sem báðir eru staðsettir í stúdentagarðahverfinu á Eggertsgötu. Sólgarður er ungbarnaleikskóli, eingöngu ætlaður yngsta aldursflokki, og er eingöngu fyrir börn stúdenta við HÍ, en á Mánagarði geta hins vegar öll sótt um.

Leikskólarnir voru reyndar þrír þangað til nýlega, þegar byggingin sem hýsti Leikgarð var endurnýjuð og stækkuð og starfsemi Sólgarðs flutt þangað. Blaðamaður Stúdentablaðsins heimsótti Sólgarð og ræddi við Sigríði Stephensen leikskólastjóra.

„Félagsstofnun stúdenta hefur lagt mikinn metnað í leikskólareksturinn og foreldrar þeirra barna sem hér dvelja á daginn eru yfirleitt mjög ánægð með starfsemina, enda er aðstaðan mjög góð og starfsfólkið sinnir hlutverki sínu af fagmennsku, alúð og samviskusemi,“ segir Sigríður.

„Þetta eru faglegir, fallegir og vel viðhaldnir leikskólar sem njóta mikilla vinsælda.“

Icelandic Student Services (Félagsstofnun stúdenta - FS) manages two preschools within the student housing neighborhood of Eggertsgata. Sólgarður is a preschool for children who are six months to two years old, the youngest children, and is reserved for children of students at UI. Mánagarður, the other pre-school, is open for all.

There were originally three preschools until recently when the Leikgarður building was updated and extended; thus the staff of Sólgarður were transferred there. A journalist from the Student Paper visited Sólgarður and spoke with Sigríður Stephensen, the preschool principal.

“The Icelandic Student Services takes great pride in the preschool and the parents of the children, who spend their days here, are usually very happy with the overall operation, the great facilities, and how the staff approach their jobs professionally, meticulously, and conscientiously,” says Sigríður. “These are professional, beautiful, and well-maintained preschools which enjoy some popularity.”

46
GREIN/ARTICLE Jean-Rémi Chareyre ÞÝÐING/TRANSLATION Judy Yum Fong
Sigríður Stephensen, leikskólastjóri í Sólgarði

Allir nemar í HÍ geta sótt um leikskólapláss á Sólgarði.

„Það getur hins vegar verið svolítil bið þar sem biðlistarnir eru frekar langir, en núna til dæmis eru um 200 börn skráð á biðlista,“ segir Sigríður.

Starfsfólk á Sólgarði telur yfir 40 manns, en sum eru sjálf nemendur við HÍ.

Samkvæmt samningum við Reykjavíkurborg eiga allir námsmenn sem eiga börn á leikskólaaldri rétt á námsmannaafslætti af leikskólagjöldum, en skilyrði fyrir því er að báðir foreldrar séu í námi og hvor þeirra skráður í að minnsta kosti 22 einingar, en afslátturinn nemur um það bil 20.000 krónum á mánuði.

All students at UI can apply for a preschool spot at Sólgarður.

“However, there can be delays due the waitlist being quite long. Now, for example, there are 200 children registered on the waitlist, “ says Sigríður.

In total, there are over 40 staff members at Sólgarður, some of which also study at UI.

According to the agreement with Reykjavik, all students who have preschool aged children have the right to a student discount of preschool fees, but the conditions are the following: both parents need to be studying and each of them needs to be registered for at least 22 ECTs. The discount is about 20,000 krónur a month.

47
Útileiksvæði Sólgarðs á fallegum vetrardegi. The Sólgarður playground on a beautiful winter day.

Leikskólar FS vinna samkvæmt hágæðauppeldisstefnunni

HighScope. HighScope stefnan rammar inn alla áhersluþætti leikskólastarfsins með áhuga barnsins að leiðarljósi. Hlutverk kennarans er að styðja við barnið, efla áhuga þess og getu og starfsfólkið tekur virkan þátt í námi hvers barns fyrir sig.

„Það er virkt nám barnsins sem er leiðarljósið okkar og við styðjum við þeirra val og ákvarðanir,“ segir Sigríður.

Á Sólgarði eru 115 leikskólapláss fyrir eins til tveggja ára börn en plássin eru alltaf fullnýtt og börn allt að þriggja ára hafa þurft að dvelja í Sólgarði vegna skorts á leikskólaplássi í öðrum leikskólum. Í Mánagarði, hinum leikskólanum sem FS rekur, eru 127 pláss fyrir börn eins til sex ára, en börn sem byrja í Sólgarði flytja sig gjarnan yfir í Mánagarð við þriggja ára aldur.

FS preschools work according to the HighScope high-quality education policy. The HighScope policy frames all aspects of the preschool, with an emphasis on keeping the children’s interests and desires in mind. The role of the teacher is to support the children, strengthen their interests and abilities and take an active part in each child’s learning.

“Our purpose is to provide an effective education for the children and to support their choices and decisions,” Sigríður says.

At Sólgarður, there are 115 preschool spots for one to two year olds but the spots are always full and children up to three years old have to stay at Sólgarður due to the shortage of spots at other preschools. In Mánagarður, the other preschool that FS manages, there are 127 spots for children one to six years old, so children who start at Sólgarður often move over to Mánagarður when they turn three.

48
Nýja viðbyggingin við Leikgarð. The new wooden building at Leikgarður.

Lög og textar um gervigreind

Laws and texts on artificial intelligence

AURORA, GERVIGREIND OG STAÐLARÁÐ

Síðasta vetur sótti ég stórskemmtilegt námskeið á vegum háskólans í Innsbruck í Austurríki í gegnum Aurora-háskólasamstarfið. Kennt var í gegnum netið og viðfangsefnið var gervigreind og lagaleg sjónarmið við notkun hennar. Námskeiðið gat varla verið á skemmtilegri tíma þar sem Chat GTP hóf að herja á heiminn nákvæmlega á sama tíma og námskeiðið var haldið.

Sem lokaverkefni í námskeiðinu kaus ég að kynna mér samspil nýrrar tillögu að löggjöf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gervigreind og nokkurra helstu alþjóðlegu staðla um hana. Drög að löggjöf ESB um gervigreind var auðvelt að finna á netinu og áhugavert að lesa. Aðgengi að stöðlum var erfiðara því almennt eru þeir seldir þeim sem nýta sér þá við framleiðslu og til að uppfylla kröfur markaða. Staðlaráð Íslands veitti mér tímabundinn lesaðgang að nokkrum alþjóðlegum ISO-stöðlum sem kosta annars talsvert fé og þakka ég kærlega fyrir það.

ASIMOV, LÖGIN OG STAÐLARNIR

Til að gera verkefnið skemmtilegra ákvað ég að bera nýju lögin og staðlana saman við lögmál Isaac Asimovs um rétta hegðun vélmenna, sem fræg urðu í skáldsögu hans, I, Robot,fyrir rúmum 80 árum. Lögmálin þrjú eru eftirfarandi:

1. Vélmenni má ekki skaða manneskju eða láta manneskju verða fyrir tjóni vegna aðgerðaleysis

2. Vélmenni skal hlýða fyrirskipunum frá manneskju, nema ef slíkt stangist á við fyrsta lögmálið.

3. Vélmenni verður að vernda eigin tilvist svo framarlega sem slíkt stangast ekki á við fyrsta eða annað lögmálið. Þessi lög Asimovs hafa í gegnum tíðina verið gagnrýnd og sundurtætt með notkun í hinum ýmsu vísindaskáldsögum þar sem aðrir rithöfundar fundu leiðir fyrir vélmenni til að brjóta lögmál Asimovs bæði viljandi og óviljandi. Þannig varð ljóst að nær ómögulegt var að nýta þessi lögmál þar sem þau svara ekki ótal lagalegum, praktískum og siðferðislegum spurningum.

Ný evrópsk lagatillaga um gervigreind er nú komin í samþykktarferli á meginlandinu. Hún verður líklega að fyrstu heildarlögum í heiminum er varða gervigreind, sjálfvirknihugbúnað og vélmenni af nær öllu tagi. Þetta verður hugsanlega einnig fyrsta evrópulöggjöfin sem kölluð er „act“ í stað ákvarðana, reglugerða eða tilskipana sem ESB hefur hingað til notað. Evrópska

AURORA, ARTIFICIAL INTELLIGENCE, AND THE STANDARDS BOARD

Last winter, I applied for an extremely exciting course through the Aurora University Alliance. Teaching was online and the subject was artificial intelligence (AI) and the legal aspects of its use. The course could hardly have been held at a better time as that was when ChatGPT fever began to spread in the world.

For my final project in the course, I chose to study the intersection between new legislative proposals from the European Council on artificial intelligence and several of the main international standards. Drafts of legislation from ESB about AI were easy to find online and interesting to read. Access to standards was more difficult because generally they are sold to AI manufacturers to meet market demands. Icelandic Standards granted me temporary read access to several international ISO standards which would have otherwise cost me a lot of money, for which I am truly thankful.

ASIMOV, THE LAWS AND STANDARDS

To make the project even more fun, I decided to compare the new laws and standards with Isaac Asimov’s laws about correct robotic conduct, which was popularized through his I, Robot short story collection over 80 years ago. The following are the three laws:

1. A robot may not injure a human being or, through inaction, allow a human being to come to harm.

2. A robot must obey the orders given to it by human beings except where such orders would conflict with the First Law.

3. A robot must protect its existence as long as such protection does not conflict with the First or the Second Law.

Asimov’s laws have through time been criticized and torn apart within many other science fiction stories where other authors have found ways for robots to break the laws, both wittingly and unwittingly. Therefore it is nearly impossible to use these laws as they do not answer countless legal, practical, and ethical questions.

A new European legislative proposal on artificial intelligence is now in the approvzal process on the mainland. It will likely be the first comprehensive law in the world regarding artificial intelligence, automation, and robots of all types. This will possibly

49
GREIN/ARTICLE Albert Svan Sigurðsson ÞÝÐING/TRANSLATION Judy Fong

lagatillagan kallast „tillaga um reglusetningu Evrópuþingsins og Evrópuráðsins til framlagningar á samþættum reglum um gervigreind“ (e. Proposal for a regulation of the European parliament and of the Council laying down harmonised rules on artificial intelligence), einnig kallað Artificial Intelligence Act.

Við yfirlestur á lagatillögunni kemur fljótt í ljós að ekki er verið að leggja skýrar línur um hvernig gervigreind á að virka í framkvæmd. Þess í stað er áhættumat af notkun slíkrar tækni sett í forgang og áhættunni er skipt í þrjú stig:

1) óásættanlega, s.s. gervigreind sem beinlínis vinnur gegn öðrum lögum innan ESB.

2) mikla og takmarkaða, t.d. heilsuskaða, skert öryggi eða dregur úr réttindum fólks innan ESB.

3) litla sem enga, þ.e. gervigreind eða álíka sjálfvirkni sem ekki veldur áhættu skv. fyrri liðum.

Gervigreind sem valdið getur óásættanlegri áhættu verður bönnuð samkvæmt lögunum, en gervigreind með mikla og takmarkaða áhættu þarf að fylgja nánari leiðbeiningum og stöðlum. Gervigreind og hugbúnaður sem veldur lítilli sem engri áhættu fyrir fólk og samfélag verður undanþegin lögunum.

Nýja evrópulöggjöfin um gervigreind á ekki að standa ein og sér heldur virka náið með annarri löggjöf ESB, þar með talin reglugerð um „gagnaákvörðunarvald“, reglugerð um „stafræna markaði“, reglugerð um „stafræna þjónustu“ og einnig með evrópsku GDPR persónuverndarlöggjöfinni. Þessar reglugerðir vísa allar til staðla af einhverju tagi sem styðjast má við til leiðbeiningar eða útfærslu á kröfum löggjafarinnar til viðbótar við ákvæði reglugerðanna. Þannig má segja að ábyrgð á siðferðilegum og tæknilegum útfærslum reglugerða sé framseld sérfræðingum og hagaðilum sem þó vinna í samstarfi við fulltrúa löggjafarvalds.

Í dag eru yfir 20 staðlar með nafninu „artificial intelligence“ í titlinum. Flestir eru tæknilegir en sex af þessum stöðlum innihalda góðar leiðbeiningar um það hvernig lágmarka má áhættu vegna gervigreinar og róbóta ýmisskonar. Tveir þeirra fjalla um samskipti fólks við tæknileg kerfi. Þar koma fram leiðbeiningar um hvernig haga skuli virkni sjálfvirkra véla sem fólk notar daglega. Fjórir staðlar fjalla síðan náið um upplýsingatækni tengda gervigreind. Þar er snert á ýmsum áhyggjum varðandi hlutdrægni í hugbúnaði og ákvarðanatöku gervigreindar sem sett er á markað, auk siðferðilegra og samfélagslegra álitamála sem upp geta komið og hvernig lágmarka megi hættu vegna slíkra vandamála.

Þessir gervigreindarstaðlar eru frekar nýlegir. Hinsvegar benti Helga Sigrún framkvæmdastjóri Staðlaráðs einnig á staðal frá árinu 2010 sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2020 sem kallast „Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð“ og vísar fyrirtækjum og stofnunum veginn til að rækta margvísleg samfélagsleg gildi, s.s. gagnsæi, kynjajafnrétti, sjálfbærni, rekjanleika ákvarðana (virðiskeðja), varúðarreglu umhverfisverndar og vernd berskjaldaðra hópa. Í staðlinum er einnig fjallað um mannréttindi og skyldur gagnvart lögum og reglum, auk þess sem dýravernd og velferð dýra er gert hátt undir höfði í samræmi við hugmyndir um siðferðilega háttsemi. Segja má að þessi staðall um samfélagsábyrgð rammi inn á sómasamlegan hátt flest það sem gervigreindarstaðlarnir eiga að áorka. Helsti ágallinn á þessum annars fína staðli er að þar sem hann er til leiðbeiningar er hann strangt til tekið ekki vottunarhæfur. En vottun á innleiðingu staðals er mikilvæg til að sýna fram á árangur.

also be the first European legislation called an “act” instead of a decision, regulation, or decree which the ESB has used until now. The European proposal is called a “Proposal for a regulation of the European Parliament and of the Council laying down harmonised rules on artificial intelligence”, also called the Artificial Intelligence Act.

A review of the proposal quickly sheds light on the fact that there is no clear line on how artificial intelligence should be implemented. Instead, there is a risk assessment of the usage of some devices used as precedence, and the risk is divided into three categories:

1) unacceptable, such as artificial intelligence that directly acts against other laws within the ESB.

2) some and limited, e.g. bodily harm, decreasing safety, or taking away the rights of people within the ESB.

3) little to none, meaning artificial intelligence or similar automation that is not risky according to the previous items.

AI deemed an unacceptable risk will be banned according to the laws, but AI that has some limited risk must follow detailed guidelines and standards. AI and technology deemed little to no risk for people and communities will be exempt from the law.

The new European legislation on AI does not need to stand alone but rather work together with other ESB legislation, such as the regulations on “data decision-making authority”, regulation on “the digital market,” regulations on “digital services,” and also with the European GDPR. These regulations all refer to standards of some type supported by guidelines or implementations of legislative requirements in addition to certain regulations. Therefore it can be said that the ethical and technical responsibility of implementing the regulations are handed over to the experts and business stakeholders who work together with legislative representatives.

Today there are over 20 standards with “artificial intelligence” in its name. Most are technical but six of these standards contain good guidelines regarding minimum risks of AI and all kinds of robots. Two of them cover communication between people and advanced systems. The guidelines also mention operating rules for automatic machines used daily by people. Four standards are about technology connected with AI. They touch on various concerns regarding bias in software and decision-making AI available on the market, including ethical and societal issues that can come up and how to minimize the risks of these problems.

These AI standards are rather new. Also, Helga Sigrún, the head of the Icelandic Standards, pointed out a standard from 2010 that was translated into Icelandic in 2020 called, “Guidelines for Societal Responsibility” which demonstrates how companies and organizations could cultivate various societal values, such as transparency, gender equality, sustainability, decision traceability (value chains), environmental protection and protection of vulnerable groups. The standard also mentions human rights and legal and regulatory responsibility, as well as animal protection and animal welfare which is done per ideas of ethical behavior. It can be said that this standard of societal responsibility adequately frames most of what the AI standards attempt to achieve. The biggest drawback of this otherwise fine standard is that since it is a guideline, it is not strictly certifiable. Certifications of standards are important to demonstrate success.

50

LÖG ASIMOVS LAGFÆRÐ

Verkefnið fólst í að bera saman lögmál Asimovs um vélmenni, lagatillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gervigreind og helstu staðla um gervigreind og samfélagsábyrgð.

Niðurstaðan er sú að lagatillagan og nýjustu alþjóðlegu staðlar á sviðinu skilja lögmál Asimovs eftir í fortíðinni þar sem nú er verið að reglusetja og formgera nýjar hugmyndir um hvernig megi fyrirbyggja vandamál vegna gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og vélmenna. Hugmyndir sem eru mun ítarlegri og líklegri til árangurs í samfélagi þar sem framleiðendur, fyrirtæki og markaðsöfl þurfa skýran lagaramma og útfærslur í formi

ASIMOV’S LAWS FIXED

The project consisted of comparing Asimov’s laws of robotics, European Commission proposals on AI, and the main standards on AI and societal responsibility.

The conclusion is that the proposal and newest international standards in the field leave Asimov’s laws in the dust which are now regulating and forming new ideas of how to prevent problems due to AI, automation, and robots. Ideas that are much more detailed are likelier to succeed where manufacturers, companies, and market forces, need clear legal frameworks and implementations in the form of standards that guide them to

51

VETRARSPÁ

Þetta er opinber neyðarútsending frá Stjórn heimsins. Kjarnorkuveturinn heldur áfram og hiti á jörðinni er ennþá í sögulegu lágmarki. Vinsamlegast haldið ró ykkar. 0R4CL3-gervigreindarútreikningsþjónustan hefur spáð fyrir um bestu mögulegu niðurstöðurnar fyrir ykkur öll. Þær eru sem hér segir.

STEINGEIT ❆ 22.12–19.01

Við vissum að það væri kalt, kæra steingeit, en í þessum mánuði verður þú að vera kaldlynd. Þar sem forsætisráðherrann er nú frosinn fastur, verður þú að bregðast hratt við ef þú vilt næla þér í sæti í þessari hrynjandi heimsstjórn.

VATNSBERI ❆ 20.01–18.02

Vatnsberi, þennan mánuðinn mun allt ríða á herðum þér. Þú ferð einn yfir frosið Norður-Íshafið í von um að finna fræbankann á Svalbarða. Vonandi mun óþjálfað framferði þitt valda minni skaða á fræjunum en kjarnorkusprengjurnar.

FISKUR ❆ 19.02–20.03

Fiskar, í þessum mánuði mun reyna á samningshæfileika þína. Sjókrabbar norðurslóðanna munu rísa upp úr djúpinu til að gera tilkall á yfirborðið. Aðeins þú getur komið í veg fyrir þessa eyðileggingu af völdum krabbadýra.

HRÚTUR ❆ 21.03–19.04

Þitt glaðlega eðli færir öllum í kring um þig gleði, hrútur. Hins vegar hefur þú verið í byrginu með sömu tólf manneskjunum í átta mánuði. Þær vilja að þú haldir kjafti. Réttara sagt: Þær þurfa að þú haldir kjafti.

NAUT ❆ 20.04–20.05

Þú hefur alltaf haft djúpa, andlega og annars heims tengingu við náttúruna. Nei, þú mátt ekki knúsa ísbjörninn. Láttu hann vera. Ég vara þig við. Hann mun éta þig.

TVÍBURI ❆ 21.05–20.06

Tvíburar, þennan mánuðinn fyllist þið nýjum og björtum hugmyndum. En þrátt fyrir að fæðuframboð okkar fari dvínandi, uppskeran hafi brugðist og engin björgun í sjónmáli, gæti mannát verið slæm hugmynd.

52
GREIN/ARTICLE D. Douglas Dickinson ÞÝÐING/TRANSLATION Guðný Brekkan

KRABBI ❆ 21.06–22.07

Í þessum mánuði mun þér takast að frysta forsætisráðherrann, vinna skemmdarverk á fræbankanum á Svalbarða, sleppa ísbirni lausum á nautið og tæla sporðdrekann. Vel að verki staðið. Allir fagna snjókrabbanum. Megi gripkló okkar myrkva sólina.

LJÓN ❆ 23.07–22.08

Ljón, í þessum mánuði þarftu að velja fyrir okkur öll. Hrúturinn hættir ekki að tala og bogmaðurinn hættir ekki orðaleikjunum. Það er ekki nægur matur fyrir okkur öll tólf. Hvern munum við reka út í auðnina? Sem leiðtoginn verður þú að velja, ljón. Atkvæði mitt fær hrúturinn.

MEYJA ❆ 23.08–22.09

Meyja, þú ert með djúpa, meðfædda tengingu milli líkama og hugar. Svo, þegar líkami þinn verður fyrir geislun á marga hryllilega vegu í þessum mánuði, munt þú vita það. (Ábending: Þú átt ekki að vera með þrjátíu og eitt auga).

VOG ❆ 23.09–22.10

Mér þykir fyrir því vog, en ég hef ekki góðar fréttir fyrir þig. Þú munt deyja í snjónum; í kuldanum, týnd á fjöllum undir berki ískaldra trjáa mun líkami þinn liggja frosinn. Þú getur huggað þig við þá staðreynd að þú lítur svolítið út eins og Jack Torrence í lokin á The Shining.

SPORÐDREKI ❆ 23.10–21.11

Þú þarft að hafa stjórn á aðstæðunum, sporðdreki. Þennan mánuðinn munt þú ekki geta leynt svívirðilegu ástarsambandi þínu við snjókrabbafólkið frá restinni af hópnum. Þau munu komast að því, við skulum bara vona að þau séu opin fyrir krabbameinsmyndun.

BOGMAÐUR ❆ 22.11–21.12

Þú verður annaðhvort að yfirgefa byrgið sjálfur

Bogmaður, ég þarf að fá þig til að hætta að segja „Hættu að væla, komdu að kæla”. Það er bókstaflega heimsendir, öllum er kalt og bjartsýni þín særir mig. Ég ætla að gefa þér kalda öxlina. Fjandinn! Nú hefur þú fengið mig til að gera þetta.

Þetta var neyðarútsending frá Stjórn heimsins. Þetta eru lokaskilaboð okkar, þar sem hitarinn bilaði í útvarpsturninum. Þar til hitastigið hækkar aftur, hafið það svellkalt og gott. Sjáumst.

53

A COLD READING

This is an official emergency broadcast from the World Government. The Nuclear Winter continues, and global temperatures are still at an all-time low, please remain calm. The 0R4CL3 Artificial Intelligence Calculation Service has predicted the best possible outcomes for all of you. They are as follows.

CAPRICORN ❆ 22.12–19.01

We knew that the weather was cold Capricorn, but this month you will have to be cold-hearted. With the Prime Minister now frozen in a solid block of ice, you’ll have to act fast if you want a seat at the collapsing world government.

AQUARIUS ❆ 20.01–18.02

Aquarius this month, a lot will be riding on your shoulders. You’ll trek alone across the frozen Arctic Ocean in hopes of finding the Svalbard Seed Vault. Here’s hoping your crude manhandling will do less damage to the seeds than the nukes.

PISCES ❆ 19.02–20.03

Pisces, sign of the fish, this month your negotiation skills will be tested. The Snow Crabs of the Arctic will rise from the depths to claim the surface as their own. Only you can prevent this crustacean devastation.

ARIES ❆ 21.03–19.04

Aries, your extroverted nature brings joy to everyone around you. However, you will have been in the bunker with the same twelve people for eight months. They want you to shut up Aries. They need you to shut up.

TAURUS ❆ 20.04–20.05

Taurus, you have always had a deep, spiritual, and otherworldly connection to nature. No, you don’t get to hug the polar bear. Leave it alone. Taurus, I’m warning

GEMINI ❆ 21.05–20.06

Gemini, this month you’ll be filled with new and bright ideas. But even though our food supply is rapidly dwindling, the crops have failed, and no rescue is coming, cannibalism might be the wrong kind of idea.

54
GREIN/ARTICLE D. Douglas Dickinson
ÞÝÐING/TRANSLATION Guðný Brekkan

CANCER ❆ 21.06–22.07

This month, you’ll successfully freeze the prime minister, sabotage the seed vault of Svalbard, let a polar bear loose onto Taurus, and seduce Scorpio. Good work agent. All hail the Snow Crab! May our pincer black out the sun.

LEO ❆ 23.07–22.08

Leo, for all our sakes, this month you’ll have to make a choice. Aries won’t stop talking, and Sagittarius won’t stop making puns. We don’t have food for all twelve of us. Which one will we banish into the wasteland? As the leader, you will have to choose Leo. My vote’s on Aries.

VIRGO ❆ 23.08–22.09

Virgo, you have a deep and innate connection between your mind and body. So, this month when your body becomes irradiated in multiple horrifying ways, you’ll know. (Hint: you’re not supposed to have thirty-one eyes) You’ll have to either leave the bunker yourself or be

LIBRA ❆ 23.09–22.10

I’m sorry Libra, I have no good news for you. You’re going to die in the snow. In the cold, lost in the mountains beneath the husks of icy trees, your body will lie frozen. Take solace in the fact that you kinda look like Jack Torrence at the end of The Shining.

SCORPIO ❆ 23.10–21.11

Scorpio, you need to get it under control. This month, you’re not gonna be able to hide your sordid affair with the Snow Crab People from the rest of your camp. They’re gonna find out, let’s just hope they’re open-minded about carcinization.

SAGITTARIUS ❆ 22.11–21.12

Sagittarius, I need you to stop saying “Chill Out,” “Have an Ice Day”, “It’s snow joking matter,” and “All is not frost.” It’s literally the end of the world, everyone is cold, and your optimism is hurting me. I’m about to give you the cold shoulder. Dammit! Now, you’ve got me doing it.

This was a World Government emergency broadcast. This will be our final message as the space heater in the radio tower broke. Until temperatures rise once more, take it ice and easy. See ya.

55

Uppfærðu stúdentalífið

1000 Mb/s heimanet

Ótakmarkað gagnamagn

Bíópassi í Laugarásbíó út skólaárið

Skólanet Ótakmarkað heimanet

frá 7.700 kr./mán

Skólanet + Farsími Ótakmarkað heimanet + ótakmarkaður farsími.

1.090 kr./mán

frá 9.690 kr./mán Leiga á router

Internetið námsmenn

í hvað fer þín orka?

Nú býður Orkusalan upp á mismunandi orkuleiðir sem henta ólíkum orkuþörfum viðskiptavina.

Spar Orka er á okkar besta verði og því tilvalin fyrir stúdenta. Þú greiðir reikninga með greiðslukorti og sparar þannig gjöld sem bætast við hefðbundna reikninga.

Kynntu þér málið og veldu réttu leiðina fyrir þig á orkusalan.is

Þú

safnar Aukakrónum

í Stúdentakjallaranum

Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum. Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakrónur

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.