Hvernig geta komandi kosningar haft áhrif á aðgengismál stúdenta við Háskóla Íslands?
HÁSKÓLANEMAR skipta
Ávarp ritstjóra/ Editor’s address
Vésteinn Örn Pétursson, ritstjóri Stúdentablaðsins/ Editor of the Student Paper
Kæru stúdentar!
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinu ykkar að kosningar eru í nánd, eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna sprakk með meiri látum en nokkur áramótaterta gæti nokkurn tímann gert. Kosningar eru í nánd, 30. nóvember. Almennt eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Það þýðir að frá og með Alþingiskosningunum í apríl 2013, hefðu átt að vera þrennar kosningar, og þær fjórðu í apríl á næsta ári. Kosningarnar í lok þessa mánaðar eru hins vegar þær fimmtu frá og með 2013. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvert ég er að fara með þetta, en við erum eiginlega alltaf að kjósa.
Kosningabaráttan er stórkostlegur tími fyrir þau sem fylgjast vel með stjórnmálunum, og anda að sér hverri pólitísku fréttinni á fætur annarri, hvort sem þær fjalla um að Inga Sæland hafi hent Búllu-Tomma úr Flokki fólksins, að Jón Gnarr hafi farið úr Besta flokknum, í Samfylkinguna, í forsetaframboð og svo í Viðreisn, nú eða um að ísraelskir einkaspæjarar sem voru einu sinni í leyniþjónustunni séu að njósna um Jón Gunnarsson af því hann vill að Kristján Loftsson megi veiða hvali. Fyrir mörgum okkar er þetta algjör gósentíð.
Fyrir öðrum er þetta ekki jafn áhugavert. Misgáfuleg TikTokmyndbönd þar sem Snorri Másson leikur 45 ára goon, Katrín Jakobsdóttir segir Skibidi Rizzler til að koma Vinstri grænum úr Pilsner-fylgi og Arnar Þór Jónsson í sjósundi með Gumma Emil. Það var reyndar í forsetakosningunum. Mig langaði bara að hafa það með. Í öllu falli getur verið hundleiðinlegt þegar áróður stjórnmálaflokkanna dynur ómarkvisst á manni hvar sem drepið er niður. Í fréttum, á samfélagsmiðlum, dagskrárgerðarefni og eiginlega öllu nema námsbókunum.
Við hjá Stúdentaráði viljum engu að síður reyna, eftir bestu getu, að leggja okkar af mörkum til þess að stúdentar geti betur áttað sig á því hvaða kostir eru í boði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru stúdentar að uppistöðu til ungt fólk, og kosningar skipta ungt fólk síður en svo minna máli en þau sem eldri eru. Það er ykkar framtíð til næstu fjögurra ára, og sennilega enn lengri tíma, sem þessar kosningar snúast um. Í þessu blaði höfum við fengið fulltrúa flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum til samtals við okkur, og einbeitum okkur að málefnum sem varða ykkur, stúdenta, og drögum fram sjónarmið þeirra á því sviði með nákvæmari hætti en gert er í sjónvarpskappræðum eða viðtölum við stóra fjölmiðla. Þó kunna glöggir lesendur að sjá að það vantar einn flokk, en óviðráðanlegar aðstæður réðu því. Sum viðtölin munu ykkur þykja áhugaverðari og skemmtilegri en önnur, en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fengið að flæða af sjálfu sér, eftir því sem viðmælandinn hverju sinni vildi leggja áherslu á.
Í blaðinu er einnig að finna greinar frá fulltrúum stúdenta, um það sem þeim þykir mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á, auk annars gæðaefnis sem við vonum að þið hafið bæði gagn og gaman af því að blaða í gegnum.
Kæru stúdentar, gleðilegar kosningar, og til hamingju með að geta nýtt ykkur kosningaréttinn. Það eina sem ég bið um, er að þið gerið það!
Dear Students,
You may have noticed that elections are approaching soon, following a period of political upheaval. These elections are set for November 30th. Typically, elections are held every four years, which would mean three elections since 2013, with the fourth expected next April. However, this month’s election marks the fifth since 2013. It seems like we’re constantly voting!
Election season is an exciting time for political enthusiasts, as each new development generates buzz, whether about party changes, new candidacies, or surprising political alliances. For some, it’s a thrilling period of political drama. For others, this time may not be as engaging. Social media is filled with varied content, and keeping up with political campaigns can sometimes feel overwhelming. Here at the Student Council, we aim to help students understand their choices better. Elections are crucial, especially for young people, as they shape the future. The decisions made will impact the upcoming four years, likely longer.
In this issue, we’ve spoken with representatives from parties running in districts, focusing specifically on issues affecting students. Some readers may notice that one party is missing from this issue, but uncontrollable circumstances dictate that. We aim to provide more detailed perspectives than typical media debates or interviews. While some discussions in the issue may captivate you more than others, all have been allowed to freely address what they find most important.
Additionally, you’ll find articles from student representatives highlighting what they believe the next government should prioritize. We’ve also included a variety of content intended to inform and entertain as you browse through the publication.
Dear students, happy voting! Celebrate the opportunity to exercise your right. All I ask is that you make use of it!
Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokkurinn
Ásmundur Einar Daðason er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og hefur verið barna- og menntamálaráðherra frá árinu 2021, en þar á undan var hann félagsog jafnréttismálaráðherra og síðar félags- og barnamálaráðherra. Settumst niður með Ásmundi í ráðuneyti hans, til að ræða málin. Hann segir Framsókn vera miðjuflokk, sem standi fyrir jöfnuð og félagshyggju. Flokkurinn horfi til þess að manngildi standi ofar auðgildi, þannig horft sé til fólksins sjálfs. „Ég hef yfirleitt fjallað um flokkinn þannig að í velferðarmálum, menntamálum og öðru slíku séum við aðeins vinstra megin við miðjuna, en þegar kemur að atvinnumálum og einstaklingsframtaki séum við aðeins hægra megin við miðjuna. En við höfnum öfgunum yst til hægri sem tala um einkavæðingu á öllu, og höfnum líka öfgunum lengst til vinstri, sem tala um að allt þurfi að vera ríkisrekið og í eigu hins opinbera,“ segir Ásmundur.
Í tíð ríkisstjórnarinnar sem nú fer frá hafi í sumu gengið vel að miðla málum út frá miðjunni, en í öðrum málum hafi það gengið verr. Ásmundur nefnir dæmi, sem kynni að koma á óvart.
„Það var þegar ríkisstjórnin náði saman um heildarsýn í útlendingamálum. Það höfðu verið mikil átök um útlendingamálin og þrengingar á landamærunum en við náðum saman um lagabreytingar sem var ráðist í til þess að minnka kostnað við hælisleitendakerfið og flóttamannakerfið. Á sama tíma var ákveðið að setja fjármagn í inngildingu og aðlögun barna og fólks af erlendum uppruna, með erlendan tungumálaog menningarbakgrunn. Mikið af því hefur komið í minn hlut. Þarna náðum við að tengja saman þessa heildarsýn, þannig að við höfum séð að kostnaðurinn er að minnka og við erum að auka fjárfestinguna í börnum af erlendum uppruna. Þarna er það samvinnan sem formar þetta, og ég trúi á samtal og samvinnu,“ segir Ásmundur.
Kraftur í unga fólkinu okkar
Hann nefnir fjölgun ungs fólks með erlendan menningar- og tungumálabakgrunn og bylgju ofbeldis meðal ungs fólks, sem sé þó ekki bundin við Ísland.
„Það eru ákveðin teikn á lofti varðandi þetta, en við erum samt að sjá að vanlíðan er byrjuð að dragast á lofti. Það eru líka jákvæð teikn, en þyngri staða í öðrum málum.“ Sem menntamálaráðherra fer Ásmundur með málefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, en ekki háskóla. Hann segir skiptingu á menntastigum milli hans ráðuneytis og ráðuneytis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hafa kosti og galla. „Það hefur gefið okkur tækifæri til þess að stíga fastar inn með breytingar og hugmyndafræði um heildstæða nálgun í leik- og grunnskólastarfi, til þess að grípa þessa krakka fyrr, áður en þeir komast í háskóla. Þar höfum við séð árangur sem við hefðum annars ekki séð, en á móti kemur að samspilið við háskólana er meiri áskorun. Sem var kannski ekki þegar framhaldsskólarnir voru með háskólunum.
Það eru kostir og gallar við allt en fyrst og síðast er mikilvægast að það sé samstarf og samtal á milli aðila.“
Ekkert betra jöfnunartæki Ásmundur leggur áherslu á að honum finnist ungt fólk hér á landi standa sig afskaplega vel. „Ungt fólk sem mér finnst vera með mikinn sköpunarkraft og sjálfstraust. Við sjáum unga fólkið okkar víða vera að skara fram úr, það treystir sér vel og hefur marga eiginleika sem eru ótrúlega mikilvægir inn í 21. öldina.“ Hann játar þó að áskoranirnar séu æði margar, og því leggi hann áherslu á að grípa börn snemma.
„Það er vegna þess að ég hef áhyggjur af því að áskoranirnar séu að vaxa, sem þær eru byrjaðar að gera, og reyndar hraðar en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ásmundur, og leggur áherslu á að þegar hafi verið ráðist í aðgerðir til að bregðast við.
Hann nefnir fjölgun ungs fólks með erlendan menningar- og tungumálabakgrunn og bylgju ofbeldis meðal ungs fólks, sem sé þó ekki bundin við Ísland. Ásmundur segir gríðarlega mikilvægt að ungt fólk hafi val um hvaða braut það fetar í lífinu.
„Auðvitað fer einstaklingurinn í nám til þess að geta bætt sína stöðu, vaxið og dafnað, helgað líf sitt einhverju sem hann vill vinna að, aukið sínar tekjur og skapað sinni fjölskyldu aukið lífsviðurværi. Þetta er blanda af þessu öllu. Skólarnir eiga að þroska einstaklingana og við eigum að bjóða upp á val, svo fólk geti valið það sem það brennur fyrir. En eðlilega verðum við líka að hafa í huga hvernig fólk er þörf fyrir í atvinnulífinu. Ég hallast að því að nám hafi fjölbreyttan tilgang, og þetta sé blanda þarna á milli. Þetta á ekki eingöngu að vera þannig að atvinnulífið stýri því hvaða fólk kemur inn og þetta á heldur ekki einvörðungu að vera þannig að vera þannig að við séum eingöngu að þessu til að þroska okkur sjálf. Ég held að þetta sé blanda þarna á milli þegar einstaklingarnir sjálfir velja nám, en fyrst og síðast á ungt fólk að geta haft val.“
Hann segist vera þeirrar skoðunar að nám eigi að vera gjaldfrjálst fyrir börn og ungt fólk, allt frá leikskólastiginu og upp í háskóla. Öðru máli gegni þó þegar fólk sé komið á miðjan aldur og sæki sér endurmenntun, en ungt fólk eigi að geta sótt sér gjaldfrjálst nám.
Ekkert betra jöfnunartæki
„Eitt af sterkustu jöfnunartækjunum er að geta farið í gegnum nám án þess að bera af því kostnað. Það er ekkert sem er betur til þess fallið að fólk geti fært sig á milli tekjutíunda. Íslenskt samfélag er ótrúlega opið þegar kemur að þessu, og tækifærin mikil. En við sjáum ákveðin teikn á lofti varðandi þróun í þessu, sérstaklega nemendur með erlendan bakgrunn, frá tekjulágum heimilum. Við sjáum þá ekki fara eins mikið í framhaldsskóla, og ekki eins mikið í háskóla. Það eru ákveðnir félagslegir þættir sem við þurfum að taka miklu sterkar inn í að mínu mati, á næstu árum, og fjárfesta miklu meira í þeim hópum sem eiga á hættu að verða jaðarsettir, og styðja þá til náms. “Hvort skólarnir séu einkareknir eða reknir af hinu opinbera skipti þó kannski ekki sköpum í þessu tilliti. Blönduð leið hafi gefist vel bæði á háskólastiginu og framhaldsskólastiginu, sem hugnist Ásmundi ágætlega. „Ég styð blandaða leið í því, en lykilatriðið er að einstaklingar geti verið í gjáldfrjálsu námi og að við hugum að þessum hópum sem eru félagslega í veikari stöðu, og við gerum það með beinum aðgerðum. Því hef ég verið að beita mér fyrir,“ segir Ásmundur. „Það eru mannréttindi að fá að mennta sig. Ekki forréttindi.“
Hærri laun fyrir fólk sem vinnur með unga fólkinu
Það væri skynsamlegt, að mati Ásmundar, að taka upp styrkjakerfi fremur en námslánakerfi.
„Við þurfum bara að velta fyrir okkur hvar fjármagninu væri best varið, og með hvaða hætti. En almennt: Aukinn stuðningur við ungt fólk í námi. Hvort sem það er í gegnum námslánakerfið, húsnæðiskerfið, stúdentaíbúðakerfið, með hvaða hætti sem við gerum það, við eigum að styðja við ungt fólk í námi. Ákveðin skref höfðu verið stigin í námslánakerfinu og það þarf bara að halda áfram að byggja ofan á það.“
Hvatar til menntunar verði einnig að vera til staðar, þannig að menntun sé metin til launa, en launasetning eftir greinum skipti máli.
„Mér finnst til að mynda mjög sérstök launasetning þeirra sem mennta sig til að vinna með börnum og ungu fólki, kennarar, barnaverndarstarfsmenn, félagsráðgjafar, vinna í íþrótta- og tómstundastarfi, og svo þeirra sem síðan mennta sig í lögfræði og viðskiptafræði. Þar fyndist mér við þurfa að velta fyrir okkur launasetningu. Við höfum talað fyrir því að jafna þurfi kjör þeirra sem ákveða að vinna með framtíð landsins, hvort sem það eru kennarar í háskóla, framhaldsskóla, grunnskóla eða leikskóla.
Það gerist ekki á einni nóttu, við erum búin að vera í áratugi að jafna launamun kynjanna,“ segir Ásmundur. Oft sé talað um að forgangsraða eigi ungu fólki, en fólkið sem undirbúi unga fólkið fyrir fullorðinsárin, hljóti ekki þá virðingu sem þau eigi að fá. Slíkt ójafnvægi þurfi að jafna. „En þetta eru áratugalöng stéttarfélagaátök og pólitík.“
Búfræðin blífur
Ásmundur Einar er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, og með B.Sc.próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Svo fljótlega eftir að ég var búinn að ljúka því þá lenti ég inni í pólitík, og hef verið í pólitík síðan, svona meira og minna. Þannig að ég er ekki með masterspróf, ég fór ekki í framhaldsnám. En hver veit hvað gerist seinna.“ Ásmundur segir lærdóminn af náminu, sem kannski hefur ekki mikla beina snertingu við hans daglegu viðfangsefni, hafa verið mikinn „Að vera í námi, læra að afla sér þekkingar, vinna með fólki, taka þátt í öllu umhverfi skólans. Ég var formaður stúdentaráðs á Hvanneyri, sat í háskólaráði þar. Öll sú dýnamík og sá lærdómur var ótrúlega mikils virði og hefur nýst mér mjög mikið. Þetta er allt námið, að læra að vinna sjálfstætt er eitt af því sem skólinn kenndi mér mikið. Ég er kannski ekki mikið að nota dýrafræði hryggleysingja í mínu starfi, en það er ekki málið. Þetta er auðvitað breytilegt eftir því á hvaða vettvang þú ferð. Ef ég hefði farið í framhaldsnám og sérhæft mig meira, þá hefði horft öðruvísi við. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á ef ég hefði ekki farið í gegnum námið, en væri líka örugglega á öðrum stað ef ég hefði farið í meistaranám og doktorsnám.“
English
Ásmundur Einar Daðason is the leader of the Progressive Party in the North Reykjavík constituency and has served as Minister of Children and Education since 2021. Previously, he was the Minister of Social Affairs and Equality, and later the Minister of Social Affairs and Children’s Affairs. We sat down with Ásmundur in his office to discuss the issues.
He states that the Progressive Party is a centrist party that stands for equality and social democracy. The party believes that human dignity takes precedence over wealth, and focuses on the people themselves. “I generally describe the party as being slightly to the left of center on welfare and education issues, but slightly to the right of center on business matters and individual initiatives. We reject the extremes farthest to the right that advocate for privatization of everything, and we also reject the extremes farthest to the left that argue everything must be state-run and owned by the public,” says Ásmundur.
During the term of the outgoing government, some issues have been handled well from the center, while others have not fared as well. Ásmundur mentions a surprising example.
“It was when the government reached consensus on a comprehensive vision for immigration issues. There had been significant conflicts regarding immigration and border restrictions, but we reached agreements on legal changes aimed at reducing costs in the asylum seeker and refugee systems. At the same time, it was decided to allocate funding for the inclusion and adaptation of children and people of foreign origin, with foreign language and cultural backgrounds. Much of that has fallen under my responsibility. There, we managed to connect this overall vision, so we have seen that costs are decreasing while we are increasing investment in children of foreign origin. Collaboration shapes this, and I believe in dialogue and cooperation,” Ásmundur says.
Empowerment of our youth
Ásmundur Einar Daðason is the leader of the Progressive Party in the North Reykjavík constituency and has served as Minister of Children and Education since 2021. Previously, he was the Minister of Social Affairs and Equality, and later the Minister of Social Affairs and Children’s Affairs. We sat down with Ásmundur in his office to discuss the issues.
He states that the Progressive Party is a centrist party that stands for equality and social democracy. The party believes that human dignity takes precedence over wealth, and focuses on the people themselves. “I generally describe the party as being slightly to the left of center on welfare and education issues, but slightly to the right of center on business matters and individual initiatives. We reject the extremes farthest to the right that advocate for privatization of everything, and we also reject the extremes farthest to the left that argue everything must be state-run and owned by the public,” says Ásmundur.
During the term of the outgoing government, some issues have been handled well from the center, while others have not fared as well. Ásmundur mentions a surprising example.
“It was when the government reached consensus on a comprehensive vision for immigration issues. There had been significant conflicts regarding immigration and border restrictions, but we reached agreements on legal changes aimed at reducing costs in the asylum seeker and refugee systems. At the same time, it was decided to allocate funding for the inclusion and adaptation of children and people of foreign origin, with foreign language and cultural backgrounds. Much of that has fallen under my responsibility. There, we managed to connect this overall vision, so we have seen that costs are decreasing while we are increasing investment in children of foreign origin. Collaboration shapes this, and I believe in dialogue and cooperation,” Ásmundur says.
No better equalization tool
Ásmundur states that it is extremely important for young people to have choices about the paths they take in life.
“Of course, individuals pursue education to improve their standing, grow and thrive, dedicate their lives to something they want to work on, increase their income, and create better living conditions for their families. This is a mix of all of this. Schools should nurture individuals, and we should provide options so that people can choose what they are passionate about. But naturally, we also have to consider what the labor market needs. I lean toward education having a diverse purpose, and that there is a blend in between. It shouldn’t be that the labor market solely dictates who enters, nor should it solely be for our own personal development. I believe this is a combination where individuals themselves choose their studies, but first and foremost, young people should have the ability to choose.”
He believes that education should be free for children and young people, from preschool up to higher education. However, he notes that a different situation applies when individuals are middle-aged and seeking continuing education; young people should be able to pursue free education.
No better equalization tool
“One of the strongest equalization tools is the ability to go through education without incurring costs. There is nothing better suited for enabling people to move between income brackets. Icelandic society is incredibly open regarding this, and the opportunities are vast. But we see certain signs regarding this development, especially among students with foreign backgrounds from low-income households. We see that they do not transition as much into secondary education and not as much into higher education. There are certain social factors that we need to address much more strongly, in my opinion, in the coming years, and invest much more in those groups at risk of being marginalized and support them in their studies.
”Whether schools are privately or publicly owned may not significantly impact this aspect. A blended approach has worked well at both the university and secondary education levels, which Ásmundur finds quite agreeable.
“I support a blended approach to this, but the key issue is that individuals should be able to engage in free education, and we must consider those groups that are socially disadvantaged, and we do this through direct actions. That’s what I’ve been advocating for,” says Ásmundur.
“It is a human right to receive an education. Not a privilege.”
Higher wages for people working with youth
Ásmundur believes it would be sensible to implement a grant system rather than a student loan system.
“We just need to consider where funding would be best deployed and in what manner. But generally, increased support for young people in education is essential. Whether it’s through the student loan system, housing system, or student apartment system, however we do it, we need to support young people in their studies. Certain steps have already been taken in the student loan system, and we just need to continue building on that.”
Incentives for education should also be in place, so that education is considered in salary reckoning, and salary levels according to fields matter.
“For example, I find the salary setting for those who choose to work with children and youth—teachers, child protection workers, social workers, and those involved in sports and recreational activities, as well as those who study law and business—quite particular. We need to reconsider salary levels in those fields. We have advocated for equalizing the conditions for those who decide to work with the future of the country, whether they are teachers at universities, secondary schools, primary schools, or preschools. This won’t happen overnight; we have been working for decades to bridge the gender pay gap,” Ásmundur states.
It is often said that priority should be given to young people, but the people who prepare youth for adulthood do not receive the respect they deserve. Such imbalance needs to be addressed.
“But these are decades-long struggles within labor unions and politics.”
Agriculture useful for many things
Ásmundur Einar is an agricultural scientist from the Agricultural University of Iceland in Hvanneyri and holds a B.Sc. in general agricultural science from the Agricultural University of Iceland.
“Shortly after I completed that, I ended up in politics, and I have been in politics since then, more or less. So I don’t have a master’s degree; I didn’t pursue graduate studies. But who knows what will happen later?”
Ásmundur says that the lessons learned from his studies, which may not have much direct relevance to his daily work, have been significant.
“Being in education, learning to acquire knowledge, working with people, participating in the entire school environment. I was the chair of the student council in Hvanneyri and sat on the university council there. All that dynamic and that learning were incredibly valuable and have benefited me greatly. Every aspect of education, learning to work independently is one of the things the school taught me a lot. I may not often use invertebrate zoology in my work, but that’s not the point. This varies depending on the field you go into. If I had pursued further studies and specialized more, things would have looked different. I wouldn’t be where I am today if I hadn’t gone through my studies, but I would also certainly be in a different place if I had pursued a master’s and doctorate.”
Má bjóða þér Aukakrónur?
Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum
Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakronur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar, og hefur verið það frá árinu 2017, ári eftir að hún tók fyrst sæti á þingi fyrir flokkinn. Við hittum hana fyrir á kosningaskrifstofu flokksins við Grensásveg, þar sem allt er á fullri ferð í aðdraganda kosninga. Allir sem vettlingi geta valdið innan flokksins gera nú það sem þeir geta til þess að afla flokknum fylgi og koma honum í ríkisstjórn, í fyrsta sinn frá árinu 2017, en þá var Þorgerður sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra. Þorgerður tók fyrst sæti á Alþingi árið 1999, þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sat á þingi fyrir flokkinn til ársins 2013, en frá árslokum 2003 og fram í febrúar 2009 var hún menntamálaráðherra fyrir flokkinn. Þar að auki var hún varaformaður flokksins á árunum 2005 til 2010. Hún gekk svo til liðs við Viðreisn árið 2016. Aðspurð segir Þorgerður flokkinn standa fyrir trú á frelsi einstaklingsins í sinni víðustu mynd, og almannahagsmuni framar sérhagsmunum. „Það er alfa og ómega í flokknum. Í kosningabaráttunni sér maður hvað það skiptir miklu máli að vera samkvæmur sjálfum sér og þora að tala fyrir þeim málum sem aðrir þora ekki að snerta. Hvort sem það er að vera virk í alþjóðasamvinnu, leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður að Evrópusambandinu, auðlindaákvæði þannig að við undirbyggjum rétt þjóðarinnar þegar kemur að sjávarauðlindum, orkuauðlindum og svo framvegis. Stóra myndin er almannahagsmunir framar sérhagsmunum, frelsi, mannréttindi og lýðræði,“ segir Þorgerður.
Sjálfskipaðir sérfræðingar fái ekki að ráða för
Talið berst hratt að Evrópusambandinu, enda sker stefna flokksins þar sig nokkuð frá áherslum annarra flokka sem staðsetja mætti hægra megin við miðju á stjórnmálaásnum. Þorgerður segir Evrópumálin skipta flokkinn miklu máli og að þau verði að vera á dagskrá. „Það sem við í Viðreisn erum að segja í dag er: Leyfum þjóðinni að ákveða hvort við eigum að klára aðildarviðræður, ekki láta aðra segja okkur hvað stendur í þessari bók sem hefur ekki verið skrifuð,“ segir Þorgerður, og vísar þar til þeirrar hugmyndar að ráðast í tvöfalda atkvæðagreiðslu. Annars vegar um hvort ráðast eigi í aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið, og hins vegar aðra atkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi að þeim samningi sem kæmi út úr þeim viðræðum. „Við erum í raun bara að segja að við ætlum að efna það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sviku 2013, þegar þeir lofuðu að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna. Þeir sviku það rækilega, en við ætlum að veita þjóðinni það tækifæri,“ segir Þorgerður.
Hún slær þó þann varnagla, að reynist samningurinn sem kæmi upp úr mögulegum viðræðum ekki nógu góður með tilliti til hagsmuna Íslands, þá myndi hún leggjast gegn honum.
„En ég vil fá að sjá hann. Ég læt ekki einhverja sjálfskipaða sérfræðinga, misgóða, segja mér hvað í þessari bók stendur. Ekki spurning.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fyrst um hvort við eigum að klára viðræður. Ef þjóðin segir já við því, þá fáum við samninginn. Og þá fær þjóðin að koma aftur að borðinu. Þannig að við erum með belti og axlabönd, og ég skil ekki enn þann dag í dag við hvað fólk er hrætt,“ segir Þorgerður.
Háskólarnir lykillinn að frelsinu
Þegar rætt er um ungt fólk og áskoranir sem það stendur frammi fyrir segir Þorgerður þær risavaxnar.
„Hluti af því sem við í Viðreisn höfum verið að leggja áherslu á er að útbúa þannig umhverfi að við séum með almennilega vexti, húsnæði og allt þetta,“ segir Þorgerður. Á þessum vettvangi vill hún þó sérstaklega leggja áherslu á málefni háskólafólks.
„Við erum að sjá, varðandi launaþróun, að menntun er ekki eins mikið metin til launa eins og áður.
Bilið á milli þeirra sem eru ófaglærðir og faglærðir, hefur minnkað gríðarlega. Er það gott eða slæmt?
Mér finnst allavega að við eigum að taka umræðu um hvort það sé það sem við viljum sjá í samfélaginu,“ segir Þorgerður.
En hver er tilgangur háskólanáms í þínum augum?
„Eitt af því sem við ræddum hér í upphafi er frelsið.
Ef þú ætlar að viðhalda frelsinu og styrkja það, þá verður þú að hafa öflugar háskólastofnanir sem ýta undir gagnrýna hugsun, samtal, rannsóknir og þekkingu. Þess vegna er þessi akademíska hugsun og frelsið grunnþáttur sem þarf að tryggja. Það má aldrei vera þannig að löggjöf hefti þessa gagnrýnu hugsun og þetta akademíska frelsi sem verður að vera innan háskólanna,“ segir Þorgerður.
Hún bætir við að háskólar verði, þrátt fyrir virkt samstarf við atvinnulífið, að fá að vaxa og dafna á eigin forsendum, og þeirra sem tilheyri þeim.
Atvinnulíf og akademía á eigin forsendum
Fasteignamarkaðurinn togar fólk ekki til baka Hvað tengsl atvinnulífs og háskólanáms varðar segir Þorgerður hið fyrrnefnda aldrei mega stýra því um of hvernig búið er um hnútana innan háskólanna. „Ég held að það skipti mjög miklu máli, samvinna og samtal. Að þetta séu tveir sjálfstæðir aðilar sem koma að því hvernig samfélag við viljum byggja upp. Við verðum að spyrja, erum við nokkuð að missa af atvinnutækifærum fyrir ungt fólk af því þetta er ekki í takti? En um leið sér atvinnulífið ákveðin tækifæri í þessu akademíska frelsi. Í því felst hvati til frjórrar hugsunar, sem síðan nýtist til nýsköpunar í atvinnulífinu. Mér finnst samtalið heilbrigt en báðir aðilar eiga að vera mjög meðvitaðir um að það skiptir máli að vera á eigin forsendum. Þá er þetta gagnkvæmur ávinningur.“ Þorgerður setur hið akademíska frelsi, og hættuna við skort á því, einnig í samhengi við einræðisstjórnir úti í heimi og mögulegan uppgang þeirra. „Það er engin tilviljun að eitt af því fyrsta sem allar þessar harðstjórnir, Norður-Kórea, Kína, Rússland og Venesúela, hefur alltaf hreðjatak á háskólastofnunum. Það er alltaf passað upp á hvað er gert, hvað er sagt og rosalegt eftirlit. Því það er þessi suðupottur fyrir hreyfingar til að ýta undir það sem við teljum sjálfsagt: Lýðræði, frelsi og mannréttindi.“
Spekilekinn fer versnandi
Hún segir háskóla einnig þurfa að leggja áherslu á samstarf sín á milli, bæði innan lands og utan.
„Það er mikið fagnaðarefni að sjá hvernig Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Bifröst og Háskólinn á Akureyri eru að efla sig enn frekar í alþjóðlegum samskiptum. Ég held að það skipti mjög miklu máli. Við getum horft aftur til 1911 þegar HÍ er stofnaður og yfir á síðari tíma, þegar þetta voru öflugar stofnanir innanlands. En þetta er ekki bara þannig lengur, við erum orðin alþjóðleg.“
Öflugt háskólasamfélag sé hluti af því að fá ungt fólk til að vilja búa áfram á Íslandi, ásamt skynsamlegri efnahagsstjórn og traustum gjaldmiðli.
„Frá því að ég var menntamálaráðherra fyrir 20 árum, þá eru minnisstæðar OECD-ráðstefnur sem ég fór á. Þar voru sýnd gröf þar sem Ísland og eitt annað land sér á parti þegar kom að spekileka (e. brain drain). Þá fengum við fólkið okkar heim aftur, en við erum ekki að því lengur. Það er að breytast,“ segir Þorgerður.
Hún tekur þó fram að hún sé fylgjandi því að háskólanemar leiti út fyrir landsteinana til að mennta sig. „Ekki bara til þess að læra, heldur líka vita hvernig vinnukúltur er annars staðar, og aðrir menningarheimar, og koma með það heim. Ég vil að við séum alltaf í markvissum samskiptum við þær þjóðir sem við höfum sent hvað flesta nemendur til. Við erum þar að tala um Norðurlöndin, Bretland, Bandaríkin og Þýskaland. Það eru löndin sem flestir hafa verið að fara til. En við höfum fengið fólk til baka, og það veldur mér áhyggjum að við erum ekki að fá fólk til baka í sama mæli.“
Ástæður umrædds spekileka segir Þorgerður vera svimandi háan kostnað á fasteigna- og leigumarkaði hér á landi til samanburðar við nágrannalönd Íslands. „Það fólk sem er búið að klára nám er að ná að festa kaup á húsnæði þarna úti. Það er eitthvað sem er erfitt hér, það er auðvitað munur á því að vera með þriggja til fjögurra prósenta húsnæðisvexti þar miðað við ellefu prósent vexti hér,“ segir Þorgerður.
Ljósritaðar glósur sendar til Þýskalands
Viðtalið berst loks inn á persónulegri nótur, þar sem reynsla Þorgerðar sjálfrar af háskólanámi er til umræðu. „Ég fór að læra lögfræði ‘87 og tók fyrstu tvö árin utan skóla. Það var mjög snúið því þá var netið ekki komið, og ég fékk sendar ljósritaðar glósur frá vinkonum mínum sem pössuðu upp á mig. Svo kom ég heim bara í flugi fyrir jólapróf og vorpróf. Það gekk ágætlega. Maður las bara allt og gat ekkert áttað sig á hverju mætti sleppa og hverju ekki. Það var kannski bara ágætt,“ segir Þorgerður kímin.
Hún segir margar af hennar bestu vinkonum í dag vera þær sem hún kynntist í háskólanum.
„Við höldum saman hópinn, þessar stelpur sem fórum saman í gegnum námið. Þær eru margar, dýrmætu minningarnar. “Áður en lögfræðin varð fyrir valinu prófaði Þorgerður nám í þjóðhagfræði í háskólanum í Köln í hálft ár.
„En ef það hefði verið dýralæknaháskóli nálægt þar sem við bjuggum, ég bjó með manninum mínum úti þar sem hann var að spila handbolta, þá hefði ég alltaf farið í dýralækninn. Ég fór í náttúrufræðideild MS til þess að verða dýralæknir. Seinna sagði ég að ég myndi bara fara þegar ég yrði fimmtug, því mér fannst svo ótrúlega langt í það. Nú er ég orðin fimmtug og að nálgast frekar sextugt, en það getur vel verið að ég endi í dýralækninum einn daginn. En nú er ég að gera það sem mér finnst skemmtilegast, og ég hlakka til þeirra verkefna sem eru fram undan,“ segir Þorgerður að lokum.
English
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir is the leader of the Reform Party and has been since 2017, a year after she first took a parliamentary seat for the party. We met her at the party’s campaign office in Grensásvegur, where everything is in full swing in the run-up to the elections. Everyone capable within the party is now doing what they can to garner support and bring the party into government for the first time since 2017, when Þorgerður was Minister of Fisheries and Agriculture.
Þorgerður first took a seat in the Parliament in 1999, then for the Independence Party. She remained in Parliament for the party until 2013, and from late 2003 until February 2009, she was Minister of Education for the party. Additionally, she was the deputy leader of the party from 2005 to 2010. She joined the Reform Party in 2016. When asked, Þorgerður states that the party stands for a belief in individual freedom in its widest sense and puts public interest before special interests.
“That is the alpha and omega in the party. In the election campaign, you see how important it is to be consistent and dare to speak for issues others are afraid to touch. Whether it is to be active in international cooperation, allow the nation to vote on EU accession talks, or resource provisions to build the nation’s rights when it comes to marine resources, energy resources, and so on. The big picture is public interest over special interests, freedom, human rights, and democracy,” says Þorgerður.
Self-appointed experts should not lead the way
The discussion quickly turns to the European Union, as the party’s stance differs significantly from other parties that could be placed to the right of the center on the political spectrum. Þorgerður says that European matters are very important to the party and must be on the agenda.
“What we in the Reform Party are saying today is: Let’s allow the nation to decide whether we should conclude accession talks, not let others tell us what’s in this book that hasn’t been written,” Þorgerður says, referring to the idea of a double referendum. One would be about whether to engage in accession talks with the European Union, and the second would be a vote on whether to agree to the treaty resulting from those talks.
“In reality, we are just saying we intend to deliver what the Independence Party and the Progressive Party promised in 2013, when they pledged there would be a referendum on continuing the talks. They broke that promise thoroughly, but we will give the nation that opportunity,” says Þorgerður. However, she makes the caveat that if the treaty emerging from possible talks is not good enough concerning Icelandic interests, she would oppose it.
“But I want to see it. I won’t let some self-appointed, sometimes inadequate experts tell me what’s in this book. No question. A referendum first on whether we should complete the talks. If the nation says yes, then we receive the agreement. And then the nation gets to come back to the table. So we have a belt and suspenders, and I still don’t understand today what people are afraid of,” says Þorgerður.
Universities are the key to freedom
When discussing young people and the challenges they face, Þorgerður says they are immense. “Part of what we’ve been emphasizing in the Reform Party is setting up an environment where we have decent interest rates, housing, and all this,” says Þorgerður. In this field, she particularly wants to emphasize matters related to higher education.
“We are seeing, regarding wage development, that education is not as highly valued in terms of wages as before. The gap between those who are unskilled and skilled has decreased enormously. Is that good or bad? I think at least we should have a discussion about whether that is what we want to see in society,” Þorgerður says.
What is the purpose of higher education in your eyes?
“One of the things we discussed here at the beginning is freedom. If you want to maintain and strengthen it, you need strong university institutions that promote critical thinking, dialogue, research, and knowledge. Therefore, this academic thinking and freedom is a fundamental element that needs to be ensured. Legislation should never be such that it restricts this critical thinking and academic freedom that must exist within the universities,” says Þorgerður.
She adds that universities, despite active collaboration with the business sector, must grow and thrive on their own terms, and those of their members.
Business and academia on their own terms
Regarding the relationship between business and higher education, Þorgerður states that the former should never overly dictate how matters are managed within universities. “I think it is very important, cooperation and dialogue. These are two independent parties involved in deciding what kind of society we want to build. We must ask, are we missing out on employment opportunities for young people because this is not in sync? But at the same time, businesses see certain opportunities in this academic freedom. It contains an incentive for creative thinking, which then contributes to innovation in the business sector. I find the dialogue healthy, but both parties should be very aware of the importance of being on their own terms. This leads to mutual benefit.”
Þorgerður also places academic freedom—and the dangers of its absence—in the context of authoritarian regimes around the world and their potential rise. “It is no coincidence that one of the first things all these authoritarian regimes—North Korea, China, Russia, and Venezuela—always exert control over is universities. There is always strict oversight of what is done, what is said, and immense monitoring. This is because it is this melting pot for movements that promote what we consider fundamental: democracy, freedom, and human rights.”
The brain drain is getting worse
She says that universities also need to emphasize cooperation among themselves, both domestically and internationally. “It is a tremendous positive to see how the University of Iceland, Reykjavik University, Bifröst University, and the University of Akureyri are further enhancing their international communications. I believe that is very significant. We can look back to 1911 when the University of Iceland was founded and to more recent times when these were powerful institutions domestically. But it is no longer just that; we have become international.”
She says that a strong academic community is part of encouraging young people to want to continue living in Iceland, along with sensible economic management and a stable currency.
“Since I was Minister of Education 20 years ago, I recall memorable OECD conferences I attended. There, graphs were shown indicating that Iceland and one other country were on par concerning brain drain. At that time, we got our people back home, but we are not experiencing that anymore. That is changing,” says Þorgerður.
Business and academia on their own terms
However, she clarifies that she supports students seeking education outside the country. “Not just to learn but also to understand how work culture is elsewhere and the other cultural realms and bring that home. I want us to always have targeted communication with those countries to which we have sent the most students. We are talking about the Nordic countries, the United Kingdom, the United States, and Germany. These are the countries where most have gone. But we are not getting people back, and it worries me that we are not receiving people back to the same extent.”
The reasons for the discussed brain drain, according to Þorgerður, are the exorbitant costs of real estate and rental markets in Iceland compared to neighboring countries. “Those who have completed their studies are able to purchase property over there. That is something that is difficult here; there is, of course, a difference between having three to four percent housing interest rates there compared to eleven percent rates here,” says Þorgerður.
Photocopied all the way to Germany
The interview finally takes a more personal turn, discussing Þorgerður’s own experiences with higher education.
“I started studying law in ‘87 and spent the first two years studying outside of school. It was quite challenging back then since the internet wasn’t available, and I received photocopied notes from my friends who looked out for me. Then I would come home just in time for the Christmas exams and the spring exams. It went reasonably well. You simply read everything and could not figure out what you could skip and what you could not. Maybe that was for the best,” Þorgerður says with a smile.
She mentions that many of her best friends today are those she met at university. “We keep our group together—those girls who went through the studies with me. There are many precious memories.”
Before choosing law, Þorgerður tried studying economics at the University of Cologne for half a year. “But if there had been a veterinary school close to where we lived—I lived with my husband there while he was playing handball—I would have chosen to go there. I went to the natural sciences department in Menntaskólinn við Sund to become a veterinarian. Later I just said I would go when I turned fifty, because it felt like such a long way off. Now I am fifty and approaching sixty, but it is quite possible that I will end up in veterinary medicine one day. But now I am doing what I enjoy the most, and I look forward to the projects that lie ahead,” Þorgerður says in conclusion.
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, og hefur verið háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra frá árinu 2021. Hún kom ung inn á þing árið 2016, aðeins 25 ára gömul, en hún tók fyrst við ráðherraembætti þremur árum síðar, eða 2019. Í samtali við Stúdentablaðið segir Áslaug að flokkur hennar standi fyrir frelsi einstaklingsins, atvinnufrelsi og minni ríkisafskipti.
„Og hvað þýðir það fyrir ungt fólk? Það þýðir að við viljum búa til kröftugt umhverfi fyrir fólk, þar sem við tryggjum jöfn tækifæri, öflugt mennta-, heilbrigðisog velferðarkerfi, en viljum samt ekki að ríkið sé best til þess fallið að ákveða hvernig við högum lífi okkar, að við eigum að taka lægri skatta af fólki og trúum því að þannig eflum við frumkvæði fólks og val um hvernig það ráðstafar sínum fjármunum.“
Ríkið eigi að forgangsraða betur í skoðun á því hvert hlutverk þess sé, en grunnurinn að því sé öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, velferðarkerfi sem grípi þá sem á þurfi að halda, auk þess að halda úti dómsog löggæslukerfi, og samgönguinnviðum.
„Að öðru leyti ætti ríkið ekki að vera í samkeppni við einkaaðila, því þannig tel ég farsælustu þjóðfélög þessa heims vera. Þar sem er auðvelt að búa til fyrirtæki, þú getur eignast húsnæði, býrð við öfluga þjónustu í grunnkerfunum sem við viljum tryggja, en ert ekki að reka þig mikið á hindranir kerfisins eða ríkisins,“ segir Áslaug.
Stolt af stórum breytingum
Líkt og gefur að skilja er Áslaug í stöðu sem er nokkuð frábrugðin stöðu annarra viðmælenda blaðsins, þar sem hún er jú ráðherra háskólamála í landinu. Við báðum hana að fara stuttlega yfir þá vinnu sem hún hefur unnið á þeim vettvangi síðustu ár. „Það var mikið heillaskref að taka háskólamálin út úr menntamálaráðuneytinu, til þess að þau fengju meiri athygli og svo hægt væri að klára stærri kerfisbreytingar sem hafa ekki klárast kjörtímabil eftir kjörtímabil, og að tengja háskólana nærsamfélaginu okkar og áskorunum sem þar eru; nýsköpun, gervigreind og annarri framþróun,“ segir Áslaug.
Stærsta kosningamálið er varðar háskólana frá árinu 2013 hafi verið fjármögnunarlíkanið svokallaða, sem Áslaug viðurkennir fúslega að hljómi ekki sérlega spennandi.
„En af hverju hefur umræðan snúist um það? Jú, af því að það var erfitt fyrir háskólana að sækja fram á grundvelli kerfis frá 1999 sem var búið að gera verulegar athugasemdir við hvernig virkaði. Í stuttu máli var það magndrifið.
Skólarnir fengu greitt fyrir hvern nemanda, og ekki neinir innbyggðir hvatar til árangurs í rannsóknum, samfélagslegs hlutverks skólanna, né til þess að halda vel utan um nemendur til þess að þeir útskrifðust,“ segir Áslaug. Öll Norðurlöndin hafi breytt sínum líkönum, sem hafi skilað þeim framar í málaflokknum en Íslandi. „Okkur tókst að klára nýtt fjármögnunarlíkan sem er grundvallarþáttur til að halda áfram að sækja fram fyrir háskólakerfið. Þar eru innbygðir ýmsir hvatar til þess að styðja betur við nemendur til þess að þeir útskrifist, þannig að gæði náms batni. Það vita það flestir sem sest hafa á skólabekk í háskólanámi að þar byrja oft mörg hundruð nemendur, en nokkrum vikum seinna hefur þeim fækkað stórkostlega, að gæði kennslunnar fyrir stóran hóp sem ekki ætlar að sinna náminu minnkar eðli málsins samkvæmt. Hvatar til háskólanna hafa núna breyst, Háskóli Íslands dreifir fjármunum núna öðruvísi út af þessari stóru kerfisbreytingu. Þetta er langstærsta breyting sem farið hefur verið í á háskólastiginu í mörg ár, og ég er mjög stolt af því að hafa klárað hana,“ segir Áslaug.
Sameining háskóla lykilatriði
Í febrúar á þessu ári bauð Áslaug sjálfstætt starfandi háskólum óskert fjárframlög frá ríkinu, gegn því að þeir felldu niður skólagjöld. Hún hefur ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni að í því felist ekki mikil hægrimennska, að ríkið greiði einkareknum skólum fyrir starfsemi sína. „Það er misskilningur hjá þeim sem vilja ekki skilja hvernig hægristefnan virkar. Skólar geta tekið ákvörðun um það að rukka skólagjöld, en það á ekki að vera ríkisins að ákveða hvort skólar séu einkareknir eða ekki. Þegar Finnar tóku þessa ákvörðun sáum við það að enginn skóli þar lengur er opinber.“ Áslaug leggur að sama skapi áherslu á að breytingar á fjármögnunarlíkaninu hafi ýtt undir sameiningu háskóla. Í ljósi smæðar landsins sé ekki heppilegt að háskólar séu of margir.
„Peningar, orka og gæði dreifast fremur en að við sækjum fram og náum meiri árangri. Þá er ég ekki að segja að við viljum ekki hafa skóla víða um land, og tryggja nám á landsbyggðini sem og aukið fjarnám, heldur byggði ég sérstaka hvata til þess inn í fjármögnunarlíkanið. Ég sé fyrir mér farsæla uppbyggingu háskóla með háskólasamstæðum eins og þekkjast á norðurlöndum, þar sem yfirbygging stærri háskóla er nýtt til að tryggja öflugt starf í dreifðari byggðum,“ segir Áslaug og nefnir háskólann á Hólum sem einingu undir HÍ, auk þess sem Bifröst og Háskólinn á Akureyri séu nú í sameiningarviðræðum. „Það hefur ekki gerst í tvo áratugi að háskólar hafi sameinast, þannig að ég er verulega stolt af þessu,“ segir Áslaug.
Breytingar á námslánakerfinu misheppnaðar
Þetta er það sem þú ert búin að vera að gera, en ef þú fengir kjörtímabil í viðbót í sama ráðuneyti, hvað myndir þú gera næst? Hvað þarf að leggja áherslu á? „Í fyrsta lagi þarf að gjörbreyta námslánakerfinu. Ég kem inn í ráðuneytið þegar ný lög voru rétt byrjuð að taka gildi, og lítil reynsla komin á þau. Við gerðum úttektir og greiningar og komumst að því að þær stóru breytingar sem gerðar voru áður en ég kom inn, voru bara að meginhluta til mjög gallaðar. Þær ná ekki að tryggja jöfn tækifæri til náms. Við höfum unnið grunnvinnuna, skoðað kostnaðinn við að breyta kerfinu á einhvern ákveðinn hátt, og það er ekki síst þess vegna sem ég tel að það verði að vera forgangsverkefni þess sem tekur við háskólamálunum að ráðast í miklar kerfisbreytingar á námslánunum. Ég myndi setja það í algjöran forgang,“ segir Áslaug. Þær breytingar sem þegar hafi verið gerðar á kerfinu hafi verið í áttina að styrkjakerfi, frekar en námslánakerfi. „Það er kominn styrkur, niðurfelling eftir ákveðinn árangur, hvati til að klára nám á ákveðnum tíma. Það var talið að við værum að færa okkur nær styrkjakerfi, en það hefur bara ekki reynst nægilega vel. Kostnaðurinn kemur fram í vaxtaumhverfinu, ekki síst fyrir þá sem greiða kannski af tveimur lánum. Ég tel gríðarlega mikilvægt að ráðast að umhverfi vaxtanámslána, fá aukinn sveigjanleika í því hvernig styrkur er greiddur en líka að fólk greiði ekki af tveimur námslánum í einu.
Það er gríðarlega þung greiðslubyrði,“ segir Áslaug. Áslaug segir í háskólanámi felast hæfni sem nýtist þjóðfélaginu, en ekki síður ný tækifæri fyrir þá sem kjósa að fara í háskóla.
„Það þýðir þó ekki að allir þurfi að fara í háskólanám. Við erum að sjá að enn færri eru að fara í háskólanám hér en á Norðurlöndunum. Háskólanám á einfaldlega að vera þannig að þú sért að afla þér ákveðinnar þekkingar og reynslu á ákveðnu sviði, til þess að geta skapað þér og samfélaginu ný tækifæri,“ segir Áslaug. Hún segir að háskólanám muni breytast mikið í náinni framtíð. Örar tækniframfarir muni auka þörfina á sí- og endurmenntun, þar sem fólk muni skipta örar um starfsumhverfi en áður þekktist. „Ísland vantar einfaldlega líka fleiri sérfræðinga á ákveðnum sérfræðingum, til þess að við stækkum þær atvinnugreinar sem byggðar eru á hugviti, nýsköpun og tækni. Það skiptir máli upp á samkeppnishæfni okkar sem þjóð.“
„Því er ég bara ósammála“
Áslaug leggur mikið upp úr samskiptum háskólanna og atvinnulífs, og segist einfaldlega á móti því að tala þau niður með nokkru móti.
„Þú ert að afla þér hæfni, til þess að fá starf eða búa til fyrirtæki. Og þú þarft að fá þá hæfni í háskóla sem er krafist af þér í samfélaginu. Þetta á við í öllum greinum. Þeir sem fara í ljósmóðurfræði telja að námið undirbúi þá mjög vel fyrir starfið sem við tekur, en kennaranemar eru á annarri skoðun.
Þar er mun minni ánægja með undirbúning sem námið veitir. Þetta þurfum við að taka alvarlega, og þetta snýst ekki bara um atvinnulífið, heldur samfélagið í heild,“ segir Áslaug. Allt byggi þetta á samtali háskólanna við þær atvinnugreinar sem verið sé að búa fólk undir. „Og ég veit alveg að vinstrimenn telja háskólinn eigi að vera algjörlega einangraður frá samfélaginu, eða atvinnulífinu, og því er ég bara ósammála. Háskólar eiga að vera sjálfstæðir, en það þýðir ekki að þeir eigi að vera sjálfstæðir frá samfélaginu. Þeir eru að þjónusta samfélagið, fólkið sem býr í landinu, og þá verða þeir að vera í virku samtali við það samfélag sem þeir mennta fólk í.“
Betra að vita hvar kennarinn stendur
Um þá fullyrðingu sem einhverjir hafa kastað fram, meðal annars viðmælendur þessa blaðs, um að háskólarnir séu orðnir „woke“ bergmálshellar, segir Áslaug:
„Auðvitað eru kennarar eðli málsins samkvæmt með mismunandi skoðanir á samfélaginu. Það er allt í lagi, því við eigum að kenna gagnrýna hugsun. Mér finnst almennt betra að þú vitir hvar kennarinn þinn stendur, heldur en að hann feli sína hugmyndafræði og kenni sem hlutlausa. Það að þú getir tekið þá hugmyndafræði inn með þeim fyrirvara að þetta séu hugsjónir kennarans, það finnst mér jákvæðara en að við reynum að þvinga þá sem miðla til komandi kynslóða til hlutleysis sem er ekki til staðar,“ segir Áslaug.
Breytingar á næstu grösum
Áslaug er lögfræðingur að mennt, og útskrifaðist með meistaragráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2017. „Háskólanámið var mér mjög dýrmætt og ég naut mín mikið í háskóla. Laganámið hefur nýst mér mjög vel í þingstörfunum. Ég sá þó aldrei fyrir mér að verða lögmaður, en ég vissi að þekkingin gæti nýst mér í mjög mörgum störfum, þó styrkleikar mínir lægju annarsstaðar.“
Það sem hún hafi þó lært væri hópavinna, samskipti, að standa fyrir máli sínu og sýna fram á eigin hæfni. „Ég held svo sem að háskólanám muni taka miklum stakkaskiptum, og að gervigreind muni til að mynda spila meira inn í, en við eigum ekki að banna hana. Háskólar sem ætla að banna gervigreind eru háskólar sem munu falla aftur úr í samkeppnishæfni þjóða.
Þetta snýst aðallega um það að nemendur komi út með rétta hæfni til að takast á við þær áskoranir sem þeirra bíða, svo þeim vegni sem best,“ segir Áslaug.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir is the leader of the Independence Party in the Southern Reykjavík constituency and has been the Minister of Higher Education, Industry, and Innovation since 2021. She entered parliament young in 2016, at just 25 years old, and first took on a ministerial role three years later, in 2019.
In a conversation with the Student Journal, Áslaug notes that her party stands for individual freedom, economic freedom, and reduced government intervention.
“And what does that mean for young people? It means we want to create a vibrant environment for individuals, ensuring equal opportunities, robust education, health, and welfare systems, but without the state being best suited to decide how we live our lives. We believe in lowering taxes on people and that this will enhance personal initiative and choices on how to use their funds.”
She asserts that the state should better prioritize examining its role, with the foundation being a strong health and education system, a welfare system that supports those in need, and maintaining judiciary and law enforcement systems and transport infrastructure.
“Beyond that, the state should not compete with the private sector, because I believe that’s how the most prosperous societies operate. Where it’s easy to start a business, own property, and enjoy strong foundational services we want to ensure, without running into many obstacles from the system or the state,” says Áslaug.
Proud of major changes
Understandably, Áslaug’s position differs from other interviewees, as she is the nation’s minister of higher education. We asked her to briefly review her work in that sphere over recent years.
“Extracting higher education issues from the Ministry of Education was a significant step to give them more attention and to complete larger systemic changes. These changes have not been completed across parliamentary terms, and to connect universities with our local challenges—innovation, artificial intelligence, and other developments,” says Áslaug.
The biggest election issue regarding universities since 2013 has been the so-called funding model, which Áslaug admits does not sound particularly exciting.
“So why has the discussion centered on it? Because universities struggled to advance within a system dating from 1999 that had significant criticisms on how it functioned. In short, it was quantity-driven. Schools were paid per student, without incentives for research performance, the social role of universities, or good student management to ensure graduation,” says Áslaug.
All the Nordic countries have changed their models, advancing them further in the field than Iceland.
“We managed to finalize a new funding model that is fundamental for advancing the university system. Various incentives are built in to better support students toward graduation, enhancing education quality. Most know that when starting university studies, hundreds of students often enroll, but several weeks later the numbers drop significantly. Naturally, the quality of teaching for a large group not intending to stick with studies diminishes. University incentives have now changed, and the University of Iceland allocates funds differently because of this major systemic shift. This is the largest change undertaken in higher education in many years, and I’m very proud to have completed it,” says Áslaug.
University mergers as a key factor
In February this year, Áslaug offered independent universities unchanged state funding in return for eliminating tuition fees. She has not escaped criticism for this, as some argue it’s not very right-wing for the state to fund private school operations.
“It’s misunderstood by those unwilling to grasp how right-wing policies work. Schools can decide to charge tuition, but the state shouldn’t decide whether schools are private or not. When Finland made this decision, we saw that no school there is now public.”
Áslaug also emphasizes that changes in the funding model have encouraged university mergers.
Due to the country’s small size, she believes it’s unsuitable to have too many universities.
“Money, resources, and quality are spread rather than advancing and achieving greater results. I’m not saying we don’t want schools across the country, to ensure rural education and increased distance learning, but I built special incentives into the funding model for this. I envision successful university development with alliances as seen in the Nordic countries, where larger universities’ infrastructures are used to ensure robust work in less populated areas,” says Áslaug, mentioning the University of Hólar as an entity under the University of Iceland, and that Bifröst and the University of Akureyri are now in merger talks.
“It hasn’t happened in two decades that universities have merged, so I’m very proud of this,” says Áslaug.
Changes to the student loan system unsuccessful
This is what you have been doing, but if you had another term in the same ministry, what would you do next? What needs to be prioritized?
“First, the student loan system needs a complete overhaul. I came into the ministry when new laws had just started to take effect, and there was little experience with them. We conducted assessments and analyses and found that the major changes made before I came in were largely flawed. They don’t ensure equal opportunities for education. We’ve done the groundwork, calculated the cost to change the system in a certain way, and it’s precisely for this reason I believe it must be a priority for the next person in charge of higher education to undertake substantial reforms to the student loan system. I would make that an absolute priority,” says Áslaug. The changes already made to the system have leaned towards a grant system rather than a loan system.
“There’s now a grant, cancellation after certain achievements, an incentive to finish studies within a certain time. It was believed we were moving closer to a grant system, but it simply hasn’t proven effective enough. The cost is reflected in the interest environment, not least for those who might be paying off two loans. I think it’s incredibly important to address the environment of interest-bearing student loans, to achieve greater flexibility in how the grant is paid, but also to ensure people are not paying off two student loans at once. That’s an incredibly heavy financial burden,” says Áslaug.
Áslaug notes that university education provides skills beneficial to society and new opportunities for those who choose to attend university.
“However, that doesn’t mean everyone needs to go to university. We’re seeing fewer people attend university here compared to the Nordic countries. University education should simply provide you with specific knowledge and experience in a certain field, enabling you to create new opportunities for yourself and society,” says Áslaug.
She says that university education will change significantly in the near future. Rapid technological advances will increase the need for lifelong learning and re-education, as people more frequently change work environments than before.
“Iceland also simply needs more specialists in certain fields, to expand industries based on knowledge, innovation, and technology. It’s crucial for our competitiveness as a nation.”
“I just disagree with that”
Áslaug places great emphasis on the relationship between universities and the job market, and she is simply against speaking negatively about them in any way.
“You’re acquiring skills to get a job or create a business. And you must gain the competencies required by society from a university.
This applies in all fields. Those who go into midwifery consider the education prepares them very well for their jobs, but education students feel differently. There is much less satisfaction with the preparation the education provides. We need to take this seriously, and it’s not just about the job market but about society as a whole,” says Áslaug. All of this depends on the dialogue between universities and the industries they are preparing people for.
“And I know perfectly well that leftists believe universities should be completely isolated from society or the job market, and I just disagree with that. Universities should be independent, but that doesn’t mean they should be independent of society. They are serving society, the people who live in the country, and therefore they must engage in active dialogue with the society they educate people in.”
Better to know where the teacher stands
Regarding the claim made by some, including interviewees in this paper, that universities have become “woke” echo chambers, Áslaug says: “Teachers naturally have different opinions about society. That’s okay because we should teach critical thinking. I generally think it’s better that you know where your teacher stands, rather than them hiding their ideology and teaching as if it were neutral. The ability to understand their ideology as the teacher’s perspective is, to me, more positive than trying to force educators to be neutral, which isn’t realistic,” says Áslaug
Changes on the horizon
Áslaug is an educated lawyer and graduated with a master’s degree from the Faculty of Law at the University of Iceland in 2017. “My university education was very valuable to me and I really enjoyed my time there. The law degree has been very useful in my parliamentary work. I never envisioned becoming a lawyer, but I knew the knowledge could serve me in many roles, even though my strengths lay elsewhere.” What she learned, however, was group work, communication, advocating for her ideas, and demonstrating her competencies.
“I believe university education will undergo significant transformations, and artificial intelligence, for instance, will play a greater role, but we shouldn’t ban it. Universities that intend to ban AI are universities that will fall behind in global competitiveness. It’s primarily about students emerging with the right skills to handle the challenges they will face, ensuring their success,” says Áslaug.
Bækur, gjafavara... ra ækur,
verið velkomin
Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn
Sanna Magdalena Mörtudóttir er leiðtogi Sósíalistaflokksins í þessum Alþingiskosningum.
Hún er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og freistar þess að koma ný inn á þing, rétt eins og allir aðrir á lista flokksins, sem náði ekki inn í kosningunum 2021. Hún hefur verið borgarfulltrúi fyrir flokkinn í Reykjavík frá árinu 2018. Í kosningamiðstöð flokksins
í Bolholti setjumst við niður með Sönnu og reynum að kryfja stefnumálin betur.
Hún segir Sósíalistaflokkinn stefna að því að fólk geti allt lifað góðu og mannsæmandi lífi, hafi aðgang að húsnæði og framfærslu. Sósíalistar vilji ráðast að rót vandans, sem að þeirra mati sé misskipting gæða í samfélaginu. Byggja þurfi kerfi samfélagsins á félagslegum grunni, og draga úr áhrifum nýfrjálshyggju á samfélagið, sem hafi skilað sér í neikvæðum áhrifum og niðurskurði í samfélaginu.
Þetta eru miklar breytingar sem þið boðið, hvernig á að ráðast í þetta?
„Við höfum verið að líta til þess hvernig við vindum ofan af nýfrjálshyggjunni. Hlutirnir voru ekki alltaf eins og þeir eru. Við getum bara litið, til dæmis, á verkamannabústaðakerfið. Þegar það var einkavætt voru um 11 þúsund íbúðir seldar þaðan út, við vorum með sanngjarnara skattkerfi, það var ekki svona gríðarleg misskipting. Við lítum til þess sem hefur áður verið vel gert,“ segir Sanna.
Sósíalistar líti einnig til útlanda, þar sem stjórnvöld komi í meiri mæli en hér á landi að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og annarra kerfa.
Slíkt sé samfélaginu til góða, og að fólk verði að geta lagt stund á sitt nám óháð efnahagslegri stöðu. „Þá þarf að skoða námslánakerfið.
Við tölum fyrir námslaunum í stað námslána. Stétt, og efnahagsleg og félagsleg staða eiga ekki að hafa áhrif á það hvort þú getir menntað þig eða ekki. Þá þarf að endurskoða núverandi námslánakerfi.
Svo höfum við líka talað um að það þurfi að tryggja íslenskukennslu fyrir þau sem hafa áhuga á því, óháð því hvort fólk sé á skólaskyldualdri eða ekki. Sanna segir útilokandi að gerðar séu flatar kröfur um að uppfylla lágmarksfjölda lokinna eininga áður en til skerðingar á styrkjum kemur. Skoða þurfi þörf námsmanna hverju sinni.
„Sérstaklega þegar fólk er í námi þar sem áfangar eru sex, átta eða tíu einingar. Það þarf að skoða þetta út frá getu fólks hverju sinni, til dæmis ef fólk er með börn þá tekur það námið aðeins hægar. Við eigum að geta gert þetta á okkar hraða, það tapar enginn á því.
“Hún telur ekki að afnám einingakröfu og upptaka styrkjakerfis frekar en lána muni valda því að fólk ílengjast í námi, í stað þess að vinna fyrir sér.
„Ég held að það sé bara eðlilegt að þróa þetta vel. Það þyrfti að taka tillit til þessara radda, fyrir þessa fáu sem myndi mögulega bara vilja vera einhverjir eilífðarstúdentar. En ég held að það sé gott að við getum öll sankað að okkur þekkingu og gagnrýnni hugsun, óháð efnahagslegri stöðu.“
Boða róttækar breytingar á kerfum samfélagsins Peningarnir komi þaðan sem þeir eru mestir Sanna segir erfitt fyrir ungt fólk að búa í íslensku samfélagi í dag, vegna þess að búið sé að grafa undan félagslegum kerfum og veikja þau.
„Hvort sem það er á sviði húsnæðismála, eða hvað varðar örugga framfærslu, andlega heilsu. Það er eins og fólk í samfélaginu í dag, og sérstaklega ungt fólk, mæti bara lokuðum dyrum hvar sem það kemur. Við þurfum að hugsa þetta út frá félagshyggju, og að allt sem við byggjum upp sé fyrir samfélagið. Það er gríðarleg einstaklingshyggja sem hefur verið ráðandi í samfélaginu. Áherslan er einhvern veginn að hvert og eitt okkar þurfi að vera duglegra, ef eitthvað gengur ekki hjá okkur þá séum það við sem höfum brugðist. Það sem við Sósíalistar segjum er að það sé samfélagsgerðin sem þarf að skoða. Þegar við skoðum til dæmis húnsæðismál, þá þarf að byggja á félagslegum grunni, þannig að húsnæði sé fyrir fólk en ekki að fjárfestar geti komist upp með að sópa til sín fullt af eignum,“ segir Sanna. Hún nefnir einnig aðgengi til náms, og segir fólk eiga að geta lært það sem það hafi áhuga á.
Allt tal um að ráðast í mikla uppbyggingu á félagslegum kerfum, hvort sem er í húsnæðismálum, menntamálum eða öðru kallar eðlilega á spurningu sem Sanna segist hafa fengið oftar en einu sinni: Hvaðan eiga peningarnir í þetta að koma? „Staðan er þannig að fjármagnstekjur eru ekki skattlagðar með sama hætti og launatekjur. Ef þú ert vinnandi manneskja eða á örorkubótum, ert með lágar tekjur, fjárhagsaðstoð eða námsmaður í hlutastarfi, þá ertu að greiða skatt inn í sameiginlega sjóði. Ef þú ert ríkur og færð helst tekjur af fjármagni, til dæmis með leigu íbúða eða arðgreiðslna, þá ertu ekki að greiða hlutfallslega jafn mikið og launamanneskja. Okkur finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Sanna. Með núverandi fyrirkomulagi verði ríkissjóður og sveitarfélög af milljörðum á ári, sem annars yrðu notaðir til uppbyggingar á þeim kerfum sem Sanna nefnir.
Burt með skrásetningargjaldið
Sósíalistar eru á því að opinberlega reknir skólar eigi að vera gjaldfrjálsir, og þeim eigi að tryggja nægt fjármagn til reksturs síns. Hvað einkarekna skóla varðar, þá sé mikilvægt að þeir haldi skólagjöldum í hófi. Sanna játar þegar hún er spurð hvort Sósíalistar vilji afnema skrásetningargjald Háskóla Íslands. „Áhersla okkar er einfaldlega að efnahagsleg staða eigi ekki að hafa áhrif á það hverju þú getur menntað þig í,“ segir Sanna.
Hún segir að styðja þurfi við rannsóknir háskólanna og stofnanir nýrra námsbrauta, þá sérstaklega í grunnámi, svo bregðast megi við nýjum samfélagslegum áskorunum.
Þá vilji Sósíalistar stórauka aðgengi námsmanna að geðheilbrigðisþjónustu, og búa þannig um hnútana að aðgengi sé að sálfræðingi innan allra menntastofnana.
Þekkir barninginn af eigin raun
Sanna hóf BA-nám í mannfræði í janúar 2012, beint eftir útskrift úr framhaldsskóla.
„Það var dálítið krefjandi að byrja í janúar, því þá var ég ekki í inngangskúrsunum. En það var mjög skemmtilegt, og ég komst í gegnum það. Ég held að það sterkasta sé að ná að finna sér hóp strax, sem maður getur unnið með. Ég kynntist góðum félögum og það var gríðarlega mikill styrkur,“ segir Sanna. Hún vann á þessum tíma í um 75 prósent hlutastarfi á veitingastaðnum Serrano og segist fljótt hafa rekið sig á vankanta í námslánakerfinu. Hún hafi fengið þau svör að hún væri með of háar tekjur til að fá námslán, þrátt fyrir að vera ekki í fullu starfi.
„Launin dugðu skammt, þannig ég var farin að vinna rosalega mikið. Svo þegar það dugði ekki, því maður var líka að reyna að draga úr vinnu til að sinna náminu, þá var ég farin að taka yfirdráttarlán. Ég var ekki með neitt félagslegt bakland sem hefði getað hjálpað mér fjárhagslega.“
Á síðari stigum hafi Sanna ákveðið að fara í meistaranám í mannfræði, á sama tíma og hún tók mjög óhagstæð lán. Hún einsetti sér að klára námið og starfaði meðal annars sem aðstoðarkennari, en hafði lítið upp úr því fjárhagslega. „Það var krefjandi. Í meistaranáminu skrifaði ég 60 eininga ritgerð, og þá var búið að meta svo mikið af einingum að ég átti fimm einingar eftir fyrir ritgerðina. Það var ekki nóg til að halda íbúðinni á stúdentagörðum. Þá skráði ég mig í nám í fjölmiðlafræði. Ég var þá skráð í annað nám, mætti í áfanga þar, leitaðist við að ná þeim áföngum til að halda íbúðinni, á meðan ég var að klára meistararitgerðina. Þetta er mjög krefjandi þegar þú ert ekki með tryggt húsnæði og tryggar tekjur, því þarna var ég komin þetta langt en á sama tíma mjög nálægt því að þurfa að hætta við. Ég kom mér í gegnum námið með því að taka mjög óhagstæð lán,“ segir Sanna.
Lokaritgerð hennar fjallaði um upplifun Íslendinga af blönduðum uppruna af því að tilheyra íslensku samfélagi og ber yfirskriftina En hvaðan ertu?. „Ég held að það hafi bara verið mikilvægt innlegg inn í íslenska samfélagsumræðu. Ef ég hefði þurft að hætta á lokametrunum hefði þessi ritgerð sennilega aldrei komið út.“
Sanna segir að þessi reynsla hennar hafi leitt henni fyrir sjónir að nauðsynlegt sé að tryggja fólki aðgengi að námi, án efnahagslegrar stöðu. Námið hafi eflt hennar gagnrýnu hugsun til muna og hún kynnst frábæru fólki. Það sé nokkuð sem hún búi að enn þann dag í dag.
Fór í meira nám til að halda íbúðinni
Á síðari stigum hafi Sanna ákveðið að fara í meistaranám í mannfræði, á sama tíma og hún tók mjög óhagstæð lán. Hún einsetti sér að klára námið og starfaði meðal annars sem aðstoðarkennari, en hafði lítið upp úr því fjárhagslega. „Það var krefjandi. Í meistaranáminu skrifaði ég 60 eininga ritgerð, og þá var búið að meta svo mikið af einingum að ég átti fimm einingar eftir fyrir ritgerðina. Það var ekki nóg til að halda íbúðinni á stúdentagörðum. Þá skráði ég mig í nám í fjölmiðlafræði. Ég var þá skráð í annað nám, mætti í áfanga þar, leitaðist við að ná þeim áföngum til að halda íbúðinni, á meðan ég var að klára meistararitgerðina. Þetta er mjög krefjandi þegar þú ert ekki með tryggt húsnæði og tryggar tekjur, því þarna var ég komin þetta langt en á sama tíma mjög nálægt því að þurfa að hætta við. Ég kom mér í gegnum námið með því að taka mjög óhagstæð lán,“ segir Sanna.
Sanna segir að þessi reynsla hennar hafi leitt henni fyrir sjónir að nauðsynlegt sé að tryggja fólki aðgengi að námi, án efnahagslegrar stöðu. Námið hafi eflt hennar gagnrýnu hugsun til muna og hún kynnst frábæru fólki. Það sé nokkuð sem hún búi að enn þann dag í dag.
Lokaritgerð hennar fjallaði um upplifun Íslendinga af blönduðum uppruna af því að tilheyra íslensku samfélagi og ber yfirskriftina En hvaðan ertu?. „Ég held að það hafi bara verið mikilvægt innlegg inn í íslenska samfélagsumræðu. Ef ég hefði þurft að hætta á lokametrunum hefði þessi ritgerð sennilega aldrei komið út.“
English
Sanna Magdalena Mörtudóttir is the leader of the Socialist Party in this parliamentary election. She is the party’s candidate in the South Reykjavík constituency and is trying to enter parliament for the first time, just like everyone else on the party’s list who did not succeed in the 2021 elections. She has been a city councilor for the party in Reykjavík since 2018. At the party’s campaign office in Bolholt, we sit down with Sanna to delve deeper into their policies. She states that the Socialist Party aims for everyone to be able to live a good and dignified life, with access to housing and a means of livelihood. Socialists want to address the root of the problem, which they believe is the unequal distribution of resources in society. They believe that the societal system needs to be built on a social foundation, reducing the influence of neoliberalism on society, which has led to negative effects and cutbacks in the community. These are significant changes that you propose; how do you plan to tackle this?
“We have been looking at how we can unwind neoliberalism. Things were not always as they are now. We can look, for example, at the workers’ housing system. When it was privatized, about 11,000 apartments were sold off, we had a fairer tax system, and there was not such extreme inequality. We look to what has been well done in the past,” Sanna says. Socialists also look abroad, where governments are more actively involved in building social housing and other systems compared to here.
Radical changes to societal systems
Sanna describes the challenges young people face in today’s Icelandic society due to the undermining and weakening of social systems.
“Whether it’s in housing issues or regarding safe living conditions, mental health—it feels like people in society today, especially young people, are just facing closed doors wherever they go. We need to approach this from a social perspective, ensuring that everything we build is for the community. There is a significant sense of individualism dominating society. The emphasis seems to be that each of us needs to be more industrious; if something isn’t going well for us, it’s our fault. What we Socialists say is that it’s the structure of society that needs to be examined. When we look at housing issues, it needs to be built on a social foundation, ensuring that housing is for people, not for investors to sweep up a lot of properties,”
Sanna explains.
She also mentions access to education, stating that people should be able to study what they are interested in. This benefits society, and individuals should be able to pursue their education regardless of their financial situation.
“This necessitates examining the student loan system. We advocate for student grants instead of loans. Class, economic, and social status should not influence your ability to educate yourself. The current student loan system needs to be reviewed. We have also discussed ensuring Icelandic language instruction for those interested, regardless of whether they are of school age or not.”
Sanna asserts that it is exclusionary to set flat requirements to meet a minimum number of completed credits before funding cuts occur.
The needs of students must be assessed each time.
“Especially when people are in studies where courses are six, eight, or ten credits. This needs to be examined based on the individual’s ability; for instance, if people have children, their studies may take longer. We should be able to do this at our own pace; nobody loses out on that.”
She does not believe that the removal of credit requirements and funding systems rather than loans will lead people to linger in education instead of working for themselves.
“I think it’s only natural to develop this well. Consideration should be given to these voices for those few who might just want to be perpetual students. But I think it’s good that we can all accumulate knowledge and critical thinking, regardless of our economic situation.”
The money comes from where it is most abundant
All discussions about embarking on significant development of social systems—whether in housing, education, or elsewhere—naturally raise the question that Sanna says she has been asked more than once: Where is the money for this supposed to come from?
“The situation is such that capital gains are not taxed in the same way as wage income. If you are a working person or on disability benefits, with low income, financial assistance, or a part-time student, you are paying taxes into shared funds. If you are wealthy and primarily earn income from capital, for example, through rental properties or dividends, then you are not paying proportionally as much as a wage earner.
We find this unfair,” says Sanna.
With the current arrangements, the national treasury and municipalities lose billions each year that could otherwise be used to build the systems Sanna mentions.
Get rid of enrollment fees
Socialists believe that publicly funded schools should be free of charge and that they should be guaranteed sufficient funding for their operations. Regarding private schools, it is important that they keep tuition fees reasonable. Sanna acknowledges when asked if Socialists want to abolish the registration fee at the University of Iceland.
“Our emphasis is simply that economic status should not influence what you can study,” says Sanna. She states that support for university research and the establishment of new programs, especially at the undergraduate level, is necessary to address new societal challenges.
Additionally, Socialists want to significantly increase students’ access to mental health services, ensuring access to a psychologist within all educational institutions.
Knows the struggle from personal experience
Sanna began her BA studies in anthropology in January 2012, right after graduating from high school.
“It was somewhat challenging to start in January because I was not in the introductory courses. But it was very enjoyable, and I got through it. I think the strongest aspect is finding a group right away that you can work with. I met good friends, and that was an immense support,” says Sanna.
At that time, she worked about 75 percent of a part-time job at the restaurant Serrano and quickly encountered shortcomings in the student loan system. She was informed that her income was too high to qualify for student loans, despite not working fulltime.
“The wages were not enough, so I ended up working a lot. When that wasn’t enough—because I was also trying to reduce work to focus on my studies—I started taking overdraft loans. I had no social safety net that could have helped me financially.”
Pursued further studies to keep her apartment
Later, Sanna decided to pursue a master’s degree in anthropology while taking very unfavorable loans. She was determined to complete her studies and worked as a teaching assistant, but did not earn much from that.
“It was challenging. In the master’s program, I wrote a 60-credit thesis, and by then, so many credits had been assessed that I had five credits left for the thesis. That was not enough to maintain my apartment in student housing. So, I enrolled in media studies. I was then enrolled in another program, attended courses there, and tried to pass those courses to keep my apartment while finishing my master’s thesis. This is very challenging when you don’t have guaranteed housing and secure income because I had gotten this far but was also very close to needing to give up. I managed to get through my education by taking very unfavorable loans,” says Sanna.
Sanna believes that her experience has highlighted the necessity of ensuring people have access to education regardless of their economic status. Her studies have greatly enhanced her critical thinking, and she met wonderful people. This is something she values to this day.
Her final thesis focused on the experiences of Icelanders with mixed heritage belonging to Icelandic society and is titled “But where are you from?”
“I think it was an important contribution to the discourse in Icelandic society. If I had had to quit at the last minute, this thesis probably would never have been published.”
Að fjárfesta í bíl á að vera val
S. Maggi Snorrason, Röskvuliði (hann) / member of Röskva (him)
Hvað kostaði þinn bíll? Eflaust meira en þú hefðir óskað þér á meðan þú ert í námi. Að reka hann bætist svo ofan á það eins og þjónustuskoðun, dekkjaskiptin, tryggingarnar og ef þú ert eins og flestir stúdentar og ert ekki á rafmagnsbíl þá efast ég um að það sé gaman fyrir veskið að fylla á hann. Að eignast bíl er mikil fjárfesting. Mörg okkar vilja og munu eignast bíl einhvern tímann á lífsleiðinni en það getur verið gríðarlega hentugt að geta frestað þeirri fjárfestingu þangað til maður er búinn með námið og kominn út á vinnumarkaðinn. Það eru því miklir hagsmunir í því fyrir okkur stúdenta að almenningssamgöngur séu nógu öflugar þannig að við höfum það val að geta frestað kaupum á bíl og verið í námi án hans. Við í Röskvu höfum unnið að því að gera þennan valkost raunhæfari með því að berjast fyrir ódýrri lágvöruverslun (t.d. Krónan, Bónus eða Nettó) nálægt stúdentagörðum, ódýru samgöngukorti (U-passa), betra aðgengi að Hopp deilibílum nálægt stúdentagörðum og frírri heimsendingu frá Krónunni.
Nú eru kosningar og það sem augljóslega vegur mikið er hversu þung fjárhagsbyrgði fólks er orðin. Það á einkum við hjá okkur stúdentum sem erum margt ungt fólk að reyna að koma undir okkur fótunum á slæmum húsnæðismarkaði og með gallað námslánakerfi. Næsta ríkisstjórn sem myndast eftir kosningarnar ætti að bjóða stúdentum upp á fleiri valmöguleika til þess að komast í skólann með því að efla almenningssamgöngur, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Nánast öll lönd sem við berum okkur saman við bjóða upp á ódýrt samgöngukort fyrir stúdenta sem gefur þeim aðgang að almenningssamgöngum og fjölbreyttum samgöngumátum. Að koma á fót samgöngukorti fyrir stúdenta hér á Íslandi væri frábært fyrsta skref hjá nýrri ríkisstjórn því þetta bæði styður beint við stúdenta og léttir á umferð fyrir okkur öll.
En það er ekki hægt að ræða fjárhagsbyrgði fólks án þess að leggja áherslu á að húsnæðismálin eru gríðarlega stórt málefni fyrir okkur stúdenta núna. Margir yngri stúdentar geta búið í foreldrahúsum meðan á þessu ástandi stendur en margir stúdentar eru alls ekki í þeirri stöðu. Þau sem búa sjálf eru oft á leigumarkaði og þar koma stúdentagarðarnir inn til þess að hjálpa stúdentum að eiga fyrir þaki yfir höfuðið. Hins vegar er lægð núna í uppbyggingu stúdentagarðanna allavega hjá FS en samt langur biðlisti.Lóðavesen nálægt háskólanum er að valda mikilli óvissu með hvernig uppbygging nýrra stúdentaíbúða mun verða næstu árin. Ný ríkisstjórn þarf að taka húsnæðismálin föstum tökum og tryggja ungu fólki möguleikann á að geta eignast hús. Hún þarf líka að stuðla að aukinni uppbyggingu stúdentagarða sem mikil þörf er á. Við í Röskvu leggjum áherslu á jafnt aðgengi allra að háskólamenntun og hvað það kostar að komast í skólann hefur svo sannarlega ójöfn áhrif á aðgengi fólks eftir því í hvernig stöðu það er í
How much did your car cost? Probably more than you wished for while you’re in school. Owning a car also comes with additional expenses like regular maintenance, tire changes, insurance, and if you’re like most students and don’t have an electric vehicle, it’s likely not enjoyable at all for your wallet to keep it fueled.Buying a car is a significant investment. English
Many of us want and will eventually own a car at some point in our lives, but it can be extremely convenient to delay that investment until you’ve completed your studies and entered the job market. Therefore, it is in our best interest as students to have robust public transportation so we can choose to postpone buying a car and continue our studies without one. At Röskva, we have been working to make this option more viable by advocating for affordable grocery stores (like Krónan, Bónus, or Nettó) near student accommodations, inexpensive transportation passes (U-passes), better access to Hopp shared cars near student housing, and free delivery from Krónan.
With elections approaching, it is evident how heavy the financial burden on individuals has become. This is especially true for students, many of whom are young people trying to establish themselves in a challenging housing market and facing a flawed student loan system. The next government formed after the elections should provide students with more options for accessing education by enhancing public transportation, both in the capital region and rural areas. Nearly all the countries we compare ourselves to offer affordable transportation passes for students that provide access to public transit and various transportation modes. Establishing a student transportation pass here in Iceland would be an excellent first step for the new government, as it directly supports students and alleviates traffic for everyone.
However, we cannot discuss the financial burden of individuals without emphasizing that housing issues are a significant concern for us students right now. Many younger students can live at home during this challenging period, but many students are not in that position. Those living independently often find themselves in the rental market, where student housing plays a crucial role in helping students secure a roof over their heads. However, there is currently a slowdown in the development of student housing, particularly with FS, yet there is still a long waiting list. Land use issues near the university are causing significant uncertainty regarding how the development of new student apartments will proceed in the coming years. The new government needs to take housing issues seriously and ensure that young people have the opportunity to own homes. It must also promote the increased construction of student housing, which is sorely needed. At Röskva, we emphasize equal access for all to higher education, and the costs associated with getting to school undoubtedly have unequal effects on people’s access depending on their situation.
Lýðræðisflokkurinn
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson er formaður Lýðræðisflokksins, sem er eini nýi flokkurinn sem býður fram í þessum Alþingiskonsingum. Flokkurinn var stofnaður í lok september á þessu ári, um tveimur vikum áður en ljóst varð að kosið yrði í lok þessa mánaðar. Arnar náði kjöri sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 2021, en í upphafi þessa árs tilkynnti hann um framboð sitt til embættis forseta. Samhliða því sagði hann af sér varaþingmennsku og hætti í Sjálfstæðisflokknum. Arnar var sjötti efstur í forsetakjörinu, með rúmlega fimm prósent atkvæða. Nú er hann mættur á vettvang þingkosninganna með Lýðræðisflokknum, sem býður fram í öllum kjördæmum.
Við setjumst niður með Arnari í hádegismat á Kringlukránni, þeim fornfræga stað. Hann fær sér plokkfisk, en ég fæ mér Snitsel. Ég vissi reyndar ekki að það yrði spælt egg ofan á því, en við látum það samt virka. Fyrsta spurning er eðlilega þessi:
Fyrir hvað stendur Lýðræðisflokkurinn?
„Í stuttu máli þá teljum við að það sé orðið nauðsynlegt að þetta stjórnkerfi sem við búum við, og þetta pólitíska valdakerfi sem hefur þrengt að okkur síðustu áratugi og er orðið spillt, samgróið og vinavætt, verði loftað út,“ segir Arnar, og er hvergi nærri hættur.
„Þetta er kerfi þar sem er svo mikið af hagsmunatengslum út og suður, þvert yfir flokka og innan flokkanna. Kerfi sem er farið að fóðra sjálft sig af ríkiskassanum og hefur komið því þannig fyrir að það fara fjórir milljarðar af almannafé til að reka flokkana á hverju kjörtímabili. Það er nauðsynlegt að fá nýtt fólk og nýjar áherslur þarna inn. Fólk sem vinnur fyrir almenning, en ekki fyrir kerfið, flokkana eða klíkurnar sem stjórna landinu. Hinn sanni valdhafi í landinu er almenningur, og stjórnarskráin býr þannig um hnútana,“ segir Arnar.
Beint lýðræði ekki popúlismi
Arnar bendir á að Svisslendingar styðjist við beinna lýðræði en flestar þjóðir, með reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum um ýmis mál, og þeir standi styrkum fótum efnahagslega. Þjóðir sem hafi kastað lýðræði fyrir róða, til að mynda Norður-Kórea, búi ekki jafn vel.
„Þannig að það má segja að það sé beint samhengi milli þess hvort þú ert með alvöru lýðræði og góðan efnahag, eða ekki.“
Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort slíkt teldist ekki einmitt til popúlisma, en Arnar gefur lítið fyrir slíkar spurningar.
„Eðli málsins samkvæmt eiga stjórnmálin að þjóna fólkinu. Svo er þessi popúlistastimpill dreginn á loft, en hver er þá valkosturinn? Hann er þá að láta stjórnkerfið áfram stýra, og gerast hagsmunavörður fyrir þessa spillingu sem ég nefndi áðan, fyrir klíkuvæðinguna og að það sé alltaf sama fólkið inni á vellinum að taka sömu vondu ákvarðanirnar og það hefur gert áður.“
Það er því alveg ljóst að í huga Arnars eru það minni ríkisafskipti og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku hvers kyns sem eru málið, auk uppstokkunar á stjórnkerfinu eins og það leggur sig.
Út með ýktan woke-isma Það sé því beint lýðræði sem Lýðræðisflokkurinn standi fyrir. Slíku sé einfalt að koma í kring. „Það er ekki flókið árið 2024. Við gerum það bara þannig að í mikilvægum málum þá leyfum við fólki að kjósa um það,“ segir Arnar og nefnir dæmi um hernaðarstuðning við Úkraínu, móttöku og förgun á kolefni frá öðrum ríkjum á Íslandi, og auðvitað hinn heilaga kaleik þegar kemur að mögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu, inngöngu í Evrópusambandið. „Svona atkvæðagreiðsla þarf alltaf að eiga sér stað að undangenginni málefnalegri umræðu, sem yrði að vera miklu málefnalegri en sú umræða sem við sjáum dagsdaglega í sölum Alþingis.“
En hvar stendur Lýðræðisflokkurinn þegar kemur að málefnum ungs fólks? Sjálfur segist Arnar hafa mikla trú á unga fólki landsins, á sama tíma og hann hafi áhyggjur af því.
„Ég hef áhyggjur af því vegna þess að þau eru að koma inn í þjóðfélag sem er skattpínt í drep og eru að kafna í regluverki og vaxtaokri. Ofan á það er þetta skoðanakúgað samfélag. Mér finnst margt ungt fólk skynja það að það þurfi virkilega að breyta til og unga fólkið eru þeir sem eru líklegastir til að andmæla skoðanakúguninni,“ segir Arnar Þór, og vísar þar til þess sem hann kallar „ýktan woke-isma“.
Þegar rætt er um háskólamálin sérstaklega segir Arnar gríðarlega háum fjárhæðum varið í rekstur háskólanna. Sums staðar sé þeim fjármunum vel varið, en á öðrum sviðum afskaplega illa.
„Ég var í mörg ár háskólakennari, meðal annars í fullu starfi. Ég hélt þegar ég byrjaði að ég væri að fara inn í samfélag þar sem menn skiptust á hugmyndum og það væri lifandi vitsmunaleg umræða þar. En ég komst að því að háskólaumhverfið er það sem ég kalla mónókúltúr. Yfirgnæfandi meirihluti háskólamanna er með eina og sömu pólitísku skoðunina og aðrar skoðanir, sjónarmið eða sýn eru mjög illa liðin. Fyrir vikið hafa háskólarnir orðið, ap hluta til, að einskonar innrætingarstofnunum þar sem woke-isminn svífur yfir öllum vötnum,“ segir Arnar en tekur fram að þetta eigi þó síður við um raunvísinda- og tæknigreinar.
Hann sé því ekki hlynntur því að tugum milljarða af almannafé sé streymt inn í háskólakerfið.
„Af hverju á smábátasjómaður í Bolungarvík að borga fyrir nám í kynfjafræði fyrir fólk sem hefur aldrei komið þangað vestur? Það þarf að framkvæma einhvers konar eðlilegt kostnaðarmat. Hvað kostar að reka nám og hverju skilar það til samfélagsins? Ef það er svona mikilvægt að vera með kynjafræðinám, þá hlýtur að vera hægt að gera það á einkareknum grunni?“ spyr Arnar. Hann vilji því sjá stórtækan niðurskurð á útgjöldum almannafjár til háskólastigsins og auka einkarekstur í mörgum greinum.
„En ég vil þó bæta því við að þegar kemur að grunnstoðum samfélagsins, eins og læknanámi, hjúkrunarfræði og lögreglunni, þá er sjálfsagt að það sé ekki á kostnaðarverði fyrir þá sem það vilja læra,“ segir Arnar, og áréttar þá skoðun sína að það sé ekki réttur fólks að mennta sig í hverju sem er á kostnað almennings.
„Það þarf að endurhugsa þetta kerfi. Við erum hérna 400 þúsund manns, og hvað erum við með marga háskóla hér á landi? Þetta er orðinn háskólaiðnaður.“
Mestu kjánarnir með flestu háskólagráðurnar
Sjálfur er Arnar Þór lögfræðingur frá Háskóla Íslands, og útskrifaðist þaðan árið 1997. Hann segist vona að hlutirnir hafi breyst frá því hann sat á skólabekk í lagadeildinni.
„Mín vonbrigði, og í raun það sem ég myndi gagnrýna háskólann fyrir á þeim tíma, var að þetta var páfagaukalærdómur og ítroðsla. Það var enginn að kalla eftir umræðum, spurningum, vangaveltum eða sýn nemenda. Þetta var predikunarstóll kennarans, og hvatti mig ekki til gagnrýnnar hugsunar,“ segir Arnar. Kennararnir sem hann lærði hjá hafi þó plantað fræjum gagnrýnnar hugsunar, þó þau hafi tekið mörg ár að spíra. „Ég er þakklátur þeim, en mínar athugasemdir við háskólann eins og hann var eru þær að hann stóð ekki vörð um og hlúði að gagnrýnni hugsun eins og hann átti að gera. “Hann segir þá ekki víst að fólk taki út sinn mesta þroska við það að ganga menntaveginn og afla sér háskólamenntunar. „Mestu kjánar sem ég þekki er fólkið með flestu háskólagráðurnar. Fólk sem hefur lokast inni í fílabeinsturnum og hefur ekki tekið þátt í atvinnulífinu. Þetta var rétt hjá Jóni Gnarr þegar hann bjó til Georg Bjarnfreðarson. Georg er mesti hálfviti sem maður hittir, en hann er samt með fimm háskólagráður.“ Ungt fólk þurfi því að spyrja sig hvort tíma þess sé best varið í háskóla. Krafan á heimilum og úti í samfélaginu sé vissulega sú að fólk nái sér í háskólagráðu, en það verði að staldra við. „Ef þú ert að loka þig inni bestu ár ævi þinnar, til að lesa einhver rykfallin fræði sem skila þér kannski ekki einu sinni vinnu, þá verður venjulegt fólk að hugsa hvort það ætti kannski frekar að læra einhverja iðn og fara út í einhverja atvinnustarfsemi á sínum eigin forsendum.“
English
Arnar Þór Jónsson is the chairman of the Democracy Party, which is the only new party running in this parliamentary election. The party was founded at the end of September this year, about two weeks before it was clear that elections would be held at the end of this month. Arnar was elected as an alternate member of parliament for the Independence Party in the 2021 elections, but at the beginning of this year, he announced his candidacy for the office of president. Alongside this, he resigned as an alternate MP and left the Independence Party. Arnar placed sixth in the presidential election, with just over five percent of the vote. Now he is participating in the parliamentary elections with the Democracy Party, which is running in all constituencies.
We sit down with Arnar for lunch at Kringlukráin, the legendary place. He has fish stew, while I opt for schnitzel. I didn’t realize it would have a fried egg on top, but we’ll make it work. The first question is naturally this:
What does the Democracy Party stand for?
“In short, we believe it is necessary to air out this governance system we live with, and this political power structure that has constricted us for decades and has become corrupt, entrenched, and cronyistic,” says Arnar, and he’s far from finished.
“This is a system with so much vested interest, across and within parties. A system that has started to feed itself from the state treasury and has arranged for four billion kronas of public money to run the parties each election cycle. It is necessary to bring new people and new focuses into this arena. People who work for the public, not for the system, the parties, or the cliques that govern the country. The true sovereign in the country is the people, and the constitution sets the framework for this,” says Arnar.
Direct democracy, not populism
He says the Democracy Party stands for direct democracy. This is easy to implement.
“It’s not complicated in 2024. We simply allow people to vote on important issues,” says Arnar, citing examples such as military support for Ukraine, the reception and disposal of carbon from other countries in Iceland, and of course, the potential referendum on joining the European Union.
“Such voting must always occur after a substantive debate, which would have to be much more substantive than the discussions we see regularly in the halls of Parliament.” Arnar points out that the Swiss employ direct democracy more than most nations, with regular referendums on various issues, and they have a strong economic foundation. Nations that have abandoned democracy, like North Korea, are not as well-off.
“So, one could say that there is a direct correlation between having real democracy and a good economy, or not.” Some might ask whether such practices are not exactly populism, but Arnar dismisses such questions.
“Politics, by nature, should serve the people. So this populism label is raised, but what is the alternative? It’s to let the bureaucracy continue to lead and serve the vested interests of the corruption I mentioned earlier, catering to cliques and allowing the same people to make the same bad decisions repeatedly.”
It is therefore quite clear that in Arnar’s view, the issue is less government intervention and increased public participation in decision-making, along with an overhaul of the governance system as it stands today. But where does the Democracy Party stand when it comes to issues affecting young people? Arnar himself expresses great faith in the youth of the country, while also having concerns for them.
“I am worried because they are entering a society that is heavily taxed to the point of suffocation and drowning in regulations and usurious interest rates. On top of that, this is an opinion-policed society. I feel that many young people sense that real change is necessary, and they are the ones most likely to oppose this suppression of opinion,” says Arnar Þór, referring to what he calls “extreme wokeness.”
When discussing university issues specifically, Arnar notes that enormous sums of money are allocated to running universities. In some places, those funds are well spent, but in others, they are extremely mismanaged.
“I was a university lecturer for many years, including in full-time positions. When I started, I thought I was entering a community where people exchanged ideas and there was vibrant intellectual debate. But I found that the university environment is what I call a monoculture. The overwhelming majority of academics share the same political views, while other opinions, perspectives, or visions are very poorly tolerated. As a result, universities have partly become indoctrination institutions where wokeness reigns,” says Arnar, but notes that this does not apply as much to natural sciences and technical fields.
He is therefore not in favor of tens of billions of public funds flowing into the university system.
“Why should a small boat fisherman in Bolungarvík pay for someone to study gender studies who has never been out there to the west? There needs to be some sort of reasonable cost assessment. What does it cost to run a program and what does it return to society? If it is so important to have gender studies, shouldn’t it be possible to do that on a private basis?” asks Arnar.
He wants to see significant cuts to public spending on higher education and to increase private participation in many fields.
“But I want to add that when it comes to the foundations of society, like medical education, nursing, and the police, it is essential that it is not at a cost to those who want to learn,” says Arnar, reiterating his view that it is not a right for people to educate themselves in anything at public expense.
“This system needs to be rethought. We are here, 400,000 people, and how many universities do we have in this country? This has become a university industry.”
The biggest fools have the most university degrees
Arnar Þór himself is a lawyer from the University of Iceland, graduating from there in 1997. He hopes that things have changed since he sat in the classroom in the law department.
“My disappointment, and in fact what I would criticize the university for at that time, was that it was rote learning and indoctrination. There was no call for discussions, questions, speculations, or student perspectives. This was the teacher’s preaching platform, and it didn’t encourage critical thinking,” says Arnar.
The teachers he learned from did plant the seeds of critical thinking, though it took many years for them to sprout.
“I am grateful to them, but my comments on the university as it was are that it did not guard and nurture critical thinking as it should have done.”
He does not believe it’s guaranteed that people reach their greatest development through pursuing higher education.
“The greatest fools I know are the ones with the most university degrees. People who have locked themselves in ivory towers and have not participated in the job market. Jón Gnarr was right when he created Georg Bjarnfreðarson. Georg is the biggest fool you’ll meet, yet he has five university degrees.”
He says that young people need to ask themselves whether their time is best spent in university. The demand at home and in society is indeed that people obtain a university degree, but that needs to be reconsidered.
“If you are locking yourself away during the best years of your life to read some dusty theories that may not even get you a job, then ordinary people need to think about whether they might be better off learning a trade and entering some kind of job on their own terms.”
Miðflokkurinn
Snorri Másson
Snorri Másson er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, og kemur nýr inn í pólitík fyrir þessar kosningar. Hann er málfræðingur að mennt, og hefur á fullorðinsárum einkum starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum, nú síðast á sínum eigin miðli Ritstjóranum. Greint var frá því að Snorri hefði gengið til liðs við Miðflokkinn um miðjan október, skömmu eftir að ljóst varð að kosningar væru í nánd. Við hittum Snorra fyrir á kosningaskrifstofu
Miðflokksins í Reykjavík í Ármúla, setjumst niður með honum og drekkum kaffi úr forláta bolla með einfaldri merkingu. Fákur sem hefur reist sig upp á afturfæturna, og undir stendur skýrum stöfum: Miðflokkurinn.
Í stuttu máli segir Snorri að Miðflokkurinn standi fyrir „almenna, þjóðlega skynsemisstefnu í ríkisrekstri og gagnvart samfélaginu öllu.“
„Almennt stöndum við fyrir heldur minna umfang ríkisins heldur en er núna. Mér finnst ríkið mjög umfangsmikið núna og ég held að víða mætti leysa krafta fólks úr læðingi, gagnvart verkefnum sem eru á höndum ríkisins,“ segir Snorri. Hann tekur þó fram að ekkert sé heilagt í þeim efnum og sú nálgun sé ekki svarið við öllu.
„En af því sem ég heyri frá kjósendum, opinberum starfsmönnum og fólki úr atvinnulífinu, þá er kannski ekki alltaf allt með felldu þarna,“ segir Snorri. Meta þurfi fólk að verðleikum, út frá framlagi þess til samfélagsins, frekar en á hugmyndafræðilegum grundvelli.
„Eins og hefur verið. Á undanförnum áratugum hefur slík nálgun grafið um sig víða, þar sem ríkisvaldið er að grípa inn í, oft á hæpnum grunni,“ segir Snorri, og nefnir lög um jafnlaunavottun sem dæmi um slíkt. „Ég er sammála hugsjóninni, en aðferðin verður að einhverju allt öðru, þar sem jafnlaunavottunin snýst um að skylda fyrirtækin til að versla við einhverja eftirlitsaðila, sem fara þá inn í reksturinn og út frá einhverjum forsendum sem eru búnar til er látið eins og það sé hægt að meta hvort fólk fái laun í samræmi við framlag óháð kyni. En þetta virkar ekki, hefur engin áhrif á launamun og kostar peninga. Það er alls konar svona hugmyndafræði sem maður er ekki hrifinn af.“
Fólk vilji bærilegan maka og sitt eigið hús Áskoranir ungs fólks eru nokkuð umfangsmiklar, að mati Snorra.
„Ég held að ungt fólk fari í háskóla á Íslandi, vilji svo finna sér einhvern bærilegan maka, koma sér í eitthvað húsnæði með makanum og fara svo að vinna og eignast börn.
Það er ekkert það mikill tími í þessu lífi, fólk þarf að gera þetta og þetta gerist hratt. Þetta er flókið ferli og ekki alltaf fullkomið, og háskólanemar á Íslandi eru flestir byrjaðir að lifa lífinu í þessum skilningi. Þess vegna á pólitík mikið erindi við þá,“ segir Snorri.
Húsnæðiskostur stúdenta sé eitt, þar sem margir búi í foreldrahúsum eða á stúdentagörðum. En svo taki annar pakki við.
„Okkar grunnsýn er sú að það eigi að gera allt sem ríkisvaldið getur, innan skynsamlegra marka, til að stuðla að möguleikum fólks til að kaupa eigið húsnæði. Aðrir flokkar eru auðvitað sammála um að fólk eigi að fá húsnæði, það er óumdeilt. Þetta er spurning um aðferðir,“ segir Snorri, og ljóst að honum hugnast ekki hugmyndin um aukin umsvif óhagnaðardrifinna leigufélaga.
„Því þá sturtar ríkið peningum í það. Við verðum að átta okkur á því að á meðan peningar fara í það þá fara þeir ekki í annan húsnæðisstuðning sem gæti ýtt undir það að fólk sé að eignast eigið húsnæði. Okkar stefna er það sem við köllum „Íslenska drauminn“, því við vitum að yfirgnæfandi meirihluti fólks vill ekki vera á leigumarkaði, heldur eiga,“ segir Snorri.
Ýta þurfi undir hvata til aukinna framkvæmda, hætta „kreddukendri“ nálgun á hvar megi byggja, sem Snorri segir hafa verið tilfellið hjá Reykjavíkurborg um of langt skeið.
„Það er fullt af fólki sem vill byggja, en það er ekki hægt. Við erum lausnamiðuð og skynsöm. Ef það er lóð einhvers staðar og þar er lógískt að byggja, þá gerum við það. Það er ekkert alfa og ómega að það verði að vera innan byggðar nú þegar,“ segir Snorri.
Snorri segir, og nokkuð réttilega, að einföldun byggingarregluverks og hvataaðgerðir innan byggingariðnaðar sé ekki skemmtilegt viðtalsefni.
„Ég veit ekki hvað fólk hugsar þegar það heyrir þetta, því þetta er bara eitthvað stjórnmálamannatal. Ég held hins vegar að fólk vilji vita að okkar hjarta slær með fólki sem vill eignast eigin íbúð til þess að stofna fjölskyldu og lifa lífinu,“ segir hann.
Framtíðarsýn fyrir Ísland
Aðspurður um hvers vegna ungt fólk ætti að íhuga Miðflokkinn, að öðru leyti en því sem fram hefur komið um húsnæðismál, segir Snorri að flokkurinn hafi einna skýrasta framtíðarsýn um Ísland, af öllum flokkum. „Ég hef til dæmis talað um það að við verðum að skoða mjög alvarlega hvernig við ætlum að hafa útlendingamál í víðum skilningi, til fleiri áratuga. Við getum ekki alveg leyst öll okkar vandamál með því að flytja inn vinnuafl. Þótt fjöldinn allur af frábæru fólki hafi flutt hingað á síðustu tíu árum, gert ýmislegt og orðið hluti af íslensku samfélagi, þá er það augljóst að við getum ekki gert þetta svona að eilífu,“ segir Snorri, og telur, af ástæðum sem hann sjálfur kannast ekki við, að hann sé þarna að hætta sér út á slóðir sem ekki allir geri.
Hann taki það alvarlega að ef hér fæðist mun færri Íslendingar á ári hverju en þeir sem hingað flytjist, og segir að gæta þurfi að því hvernig að hlutunum er staðið.
„Ef við erum að fjölga okkur lítið og flytjum bara inn fólk, segja sumir að við getum leyst hlutina þannig. Ég skil alveg þá sýn en er bara ekki sammála því, persónulega. Mér finnst það ekki sjálfbær samfélagssýn. Mér finnst mun frekar að við eigum að vanda okkar atvinnustefnu þannig að hún reiði sig ekki bara á láglaunavinnur sem verða til og við þurfum að flytja inn fólk til að vinna vinnuna. Ég vil líka að Íslendingar búi við þær aðstæður að þeir geti eignast börn. Þá þarf margt til, hundrað hluti, flókna hluti,“ segir Snorri.
Snorri er sjálfur faðir, og nokkuð stutt síðan hann fór að koma undir sig fótunum, eins og hann lýsir sjálfur.
„Ég veit hvað fólk er að ganga í gegnum og ég hef ótrúlega einlægan metnað til þess að gera það eins bærilegt fyrir fólk og mögulegt er. Það er svona mitt lyftu pitch“ segir Snorri.
Talsmaður „tilgangslausu greinanna“
Þegar kemur að rekstrarformi háskólanna segir Snorri að sér hugnist opinber rekstur háskólanna, og bendir á að frá stofnun hafi Háskóli Íslands verið ein mesta lyftistöng íslensks samfélags.
„Hann er ekkert að fara frá okkur. Við þurfum að reka hann vel, en ég er ekki eins og sumir sem eru mjög harðir á að allt þurfi að vera hagkvæmt og sniðugt. Ég fíla „tilgangslausu“ greinarnar líka, hafandi komið úr þeim sjálfur,“ segir Snorri, sem eins og áður sagði er menntaður málfræðingur.
„Sumar eru reyndar ekki mjög gáfulegar. Ég upplifði það í íslenskum fræðum, að hluti af náminu var alveg frábær en annar hluti var mjög hugmyndafræðilegur. Það er ekkert leyndarmál að fólkið sem vinnur í hugvísindadeildunum er oft mjög hugmyndafræðilega drifið. Ég er ekkert að bölsótast út í það, mér finnst það bara áhugaverð þróun, þetta er oft mjög hugmyndafræðilega drifið vinstra megin.
Ég held að fólk sem er öðruvísi þenkjandi bregði oft þegar það kemur inn í þessar deildir út af þessu hugmyndafræðilega ástandi sem þar ríkir, en það er auðvitað ekki algilt. “Hann telur þó heilbrigt að hafa kerfið blandað að einhverju leyti.
„Einkaskólar hafa verið frábær lyftistöng líka, fyrir háskólanám á Íslandi. Að búa til einhverja samkeppni er gott, en ef samkeppnin er skrýtin milli einkaskólanna og ríkisskólanna þá er það bara eitthvað sem þarf stöðugt að vakta,“ segir Snorri.
Allt spurning um sjálfstraust
Snorri segir sína eigin menntun, sem hann hafði áður lýst sem einni af „tilgangslausu greinunum“ sem mjög dýrmætri.
„Þekkingin sem ég sótti og sjálfstraustið sem námið veitti mér, í að afla mér upplýsinga, vinna úr þeim, setja þær fram eins og ég skildi þær, hefur verið grunnurinn að því sem ég hef verið að gera allar götur síðan. Án þess væri ég bara alls ekki sá sem ég er.“
Þessir hlutir séu lykillinn að því sem hann hafi fengist við undanfarin ár, blaðamennsku og nú nýlega stjórnmálum.
„Þetta er allt spurning um sjálfstraustið sem þú hefur gagnvart því sem þú ert að tala um. Þannig skapar þú trúverðugleika. Þjálfun í því, vinnubrögðunum og þar með trú á þeirri framsetningu sem þú kemur fram með, hún er bara lykill. Þar fyrir utan hef ég djúpan og einlægan áhuga á öllu sem ég var þarna að fjalla og læra um. Ég er mikill námsmaður og algjört nörd,“ segir Snorri.
English
Snorri Másson is the leader of the Center Party in the South Reykjavík constituency and is entering politics for these elections. He is trained as a linguist and has primarily worked as a journalist in various media, most recently at his own media outlet, Ritstjórinn. It was reported that Snorri joined the Center Party in midOctober, shortly after it became clear that elections were approaching.
We met Snorri at the Center Party’s campaign office in Reykjavík in Ármúla, sat down with him, and drank coffee from an elegant cup with a simple marking: a horse rearing on its hind legs, with the words “Center Party” in bold letters underneath.
In short, Snorri says the Center Party stands for “a general, national rational approach to state administration and society as a whole.”
“Overall, we advocate for a smaller scope of government than currently exists. I find the government quite extensive at the moment, and I believe there are many areas where we could unleash the potential of individuals regarding tasks that currently fall under government control,” says Snorri. However, he emphasizes that nothing is sacred in this regard and that this approach is not the answer to everything.
“But from what I hear from voters, public servants, and people from the business sector, perhaps everything is not entirely in order there,” Snorri remarks. People need to be evaluated based on their contributions to society rather than on ideological grounds.
“As has been the case, over the past few decades, such an approach has taken root widely, where the state is intervening, often on dubious grounds,” Snorri comments, citing laws on equal pay certification as an example of this.
“I agree with the principle, but the method has to be something entirely different, where equal pay certification is about forcing companies to engage with some regulatory bodies that then come into the operation and, based on some assumptions that are created, it is suggested that it is possible to assess whether people receive wages in accordance with their contributions, regardless of gender. But this does not work, has no effect on the wage gap, and costs money. There is all sorts of this kind of ideology that I am not fond of.”
People want a decent partner and their own home
The challenges facing young people are quite extensive, in Snorri’s view.
“I believe that young people who go to university in Iceland want to find a decent partner, settle into some housing with their partner, and then start working and have children. There’s not that much time in this life; people need to do this, and it happens quickly.
This is a complicated process and not always perfect, and most university students in Iceland have begun to live life in this sense. Therefore, politics has a lot to say to them,” says Snorri.
The housing situation for students is one issue, as many live in their parents’ homes or in student accommodations. But then a different package follows. “Our basic view is that the state should do everything it can, within reasonable limits, to promote people’s opportunities to buy their own homes. Other parties certainly agree that people should have housing; that is undisputed. This is a question of methods,” says Snorri, and it is clear that he is not in favor of the idea of increased activity by non-profit rental companies.
“Because then the state is pouring money into it. We need to realize that as long as money goes into that, it does not go into other housing support that could encourage people to acquire their own homes. Our policy is what we call ‘The Icelandic Dream,’ because we know that the overwhelming majority of people do not want to be in the rental market but rather to own,” says Snorri.
There needs to be encouragement for increased construction, and the “credit-driven” approach to where building may occur must end, which Snorri says has been the case with the City of Reykjavík for too long.
“There are plenty of people who want to build, but it is not possible. We are solution-oriented and sensible. If there is a plot somewhere, and it is logical to build there, then we do so. It is not essential that it must be within developed areas right now,” says Snorri. Snorri rightly states that simplifying the building regulatory framework and incentive measures within the construction industry may not be an engaging topic for conversation.
“I don’t know what people think when they hear this, as it is just some politician’s talk. However, I believe people want to know that our hearts beat for those who want to acquire their own apartment to start a family and live life,” he says.
Vision for the future of Iceland
When asked why young people should consider the Center Party beyond what has been previously discussed regarding housing issues, Snorri states that the party has the clearest vision for the future of Iceland among all political parties.
“For example, I have talked about the need to seriously consider how we will handle immigration in a broad sense over the coming decades. We cannot solve all our problems by importing labor. While a great number of wonderful people have moved here in the last ten years, contributed in various ways, and become part of Icelandic society, it is clear that we can’t maintain this indefinitely,” Snorri says, believing, for reasons he himself may not fully understand, that he is venturing into areas that not everyone does. He takes seriously the fact that if fewer Icelanders are born each year than foreigners move here, we must be careful about how we approach these matters.
“If we are growing slowly and only importing people, some say we can solve things that way. I completely understand that perspective but personally do not agree with it. I don’t think it’s a sustainable view of society. I rather think we should focus our labor policies in such a way that they do not solely rely on low-wage workers that arise and that we need to import people to do the jobs. I also want Icelanders to live in conditions where they can have children. A lot is needed for that—many things, complicated things,” Snorri says.
Snorri is a father himself and recently started to establish his footing, as he describes it.
“I know what people are going through, and I have an incredibly genuine ambition to make it as bearable as possible for people. That’s kind of my elevator pitch,” Snorri says.
A spokesman for the “useless fields”
Regarding the operational model of universities, Snorri expresses his support for public administration of universities and points out that since its founding, the University of Iceland has been one of the greatest catalysts for Icelandic society.
“It’s not going away from us. We need to run it well, but I am not like some who are very strict that everything must be efficient and sensible.
I also appreciate the ‘useless’ fields, having come from them myself,” says Snorri, who, as previously mentioned, is trained as a linguist.
“Some of them are not very intelligent, to be honest. I experienced this in Icelandic studies; part of the program was absolutely fantastic, while another part was very ideological. It is no secret that the people working in the humanities departments are often driven by ideology. I’m not dismissing that; I just find it an interesting development, often very ideologically driven on the left.
I believe people who think differently often react when they enter these departments due to this ideological climate that prevails there, but that is not universally true.”
He believes, however, that it is healthy to have a mixed system to some degree.
“Private schools have also been a great catalyst for higher education in Iceland. Creating competition is good, but if the competition is strange between private and public schools, then it is something that needs to be constantly monitored,” Snorri says.
It’s all about self-confidence
Snorri describes his own education, which he previously referred to as one of the ‘useless fields,’ as very valuable.
“The knowledge I sought and the self-confidence the education provided me—in acquiring information, processing it, and presenting it as I understood it— has been the foundation of what I have been doing all along. Without that, I would not be who I am at all.” These elements are the key to what he has been engaged in over the past years, journalism, and recently, politics.
“This is all about the confidence you have regarding what you are talking about. This is how you create credibility. Training in that, in the methods, and thus confidence in the presentation you bring forth— that’s the key. Furthermore, I have a deep and genuine interest in everything I was discussing and learning about. I am a great learner and an absolute nerd,” Snorri says.
Hvað ætla stjörnumerkin að kjósa?
Vatnsberinn
20. janúar til 18. febrúar
Elsku besti vatnsberinn minn. Þú ert Pírati.
Þú elskar lýðræðið. En hatar það um leið og vilt breyta því. Þér finnst það vera mikilvægt að fá að kjósa og sýnir það í verki (með því að kjósa). En þú getur líka verið latur. Og smá öðruvísi. En hver er ekki öðruvísi? Sumir. En það er í lagi að vera öðruvísi! Það má alveg!
En ekki vera að sýna það of mikið. Stundum er best að falla bara í hópinn og reyna að eignast venjulega vini.
Þannig þrífst samfélagið best.
Hrúturinn
21. mars til 19. apríl
Hrútsi. Þú ert Samfylkingin.Þú fylgist oft með nýjum sjónvarpsþáttum á streymisveitunni “Netflix”. Þú mætir svo daginn eftir í vinnuna eða skólann og segir öllum að þau bara VERÐI að horfa á þennan þátt. Hann er æði! Þú fékkst slæmar einkunnir í grunnskóla en ert mjög góð/ur í Bezzerwizzer. Styrkur manna er misjafn. Það er svo gott að fara upp í sófa eftir erfiðan vinnudag hjá Reykjavíkurborg, fara úr sokkunum og sofna bara.
Þú átt það til að vera auðtrúa, en ert þó með ágætlega beitta hugsun. Uppáhaldsmaturinn þinn er steik (eða vegan steik ef þú ert vegan) (Hrefnusteik ef þú ert pescaterian).
Þú hefur virkilegar áhyggjur af mjög mörgu en stundum veistu ekki hverju. Þú ert með djúpstæðan kvíða, en alls ekki loftslagskvíða.. Þig dreymir um að fara til Japan! Láttu verða af því! Tíminn er núna. Þú hefðir ekki átt að fara í Covid-bólusetningu.
Nautið
20. apríl til 20. maí
Naut!!! Þú kýst Sósíalistaflokkinn. Maí er þinn mánuður líkt og sósíalistanna forðum. Líkt og Halldór Laxness orti: „Á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands”. Og þetta ertu alltaf að segja. Þú ert alltaf að tala um byltinguna sem á eftir að eiga sér stað og hvað sósíalismi hefur aldrei verið prófaður í alvörunni. Og ef hann hefur verið prófaður þá var það ekki alvöru sósíalismi. Og kannski er það bara rétt hjá þér. Þér finnst þú allavega hafa rétt fyrir þér og það er það eina sem skiptir máli. Er það ekki?
Tvíburarnir
21. maí til 21. júní
Krabbinn
22. júní til 22. júlí
Elsku Tvíburi! Þú kýst sennilega Viðreisn. Þér finnst asnalegt þegar fólk fer til Tenerife. Þér finnst Tenerife vera menningarsnauð eyja og leitast frekar eftir að fara til Mílanó eða Kaupmannahafnar. Ó vá, Kaupmannahöfn. Þangað ferðu, kaupir þér fjöldann allan af pastel lituðum Scandi fötum og segir eftir einn Tuborg Classic að þú “gætir alveg séð fyrir þér að búa hérna”. Þú elskar ost. Ost og vín. Af hverju er ekki hægt að fá góða skinku á Íslandi? Það er allt betra í útlöndum, því í útlöndum eru engar áhyggjur. Krabbi, krabbi, krabbi. Þú ert Ábyrg Framtíð.
Að gera upp COVID-19 faraldurinn er mikilvægt til að draga lærdóm og undirbúa okkur fyrir framtíðina. Mat á viðbrögðum stjórnvalda, heilbrigðiskerfis og efnahagsaðgerða skiptir máli, svo sem að greina áhrif á atvinnu og fjárhagsaðstoð. Heilsufarsleg áhrif, bæði líkamleg og andleg, þarf að meta, sem og félagsleg áhrif á mismunandi hópa. Jafnframt þarf að skoða hvernig fjarvinna og fjarnám breyttu samfélaginu. Heildarúttekt getur leitt til betri viðbragða í framtíðinni og alþjóðlegt samstarf þarf að styrkja, en aðgangur almennings að upplýsingum skiptir einnig lykilmáli til að efla traust.
Ljónið
23. júlí til 22. ágúst
Ljón! Rawr!! Þú ert Sjálfstæðismaður.
Þú hugsar mikið um framtíðina og vilt byggja hana upp á því sem hefur virkað í fortíðinni. En þér er líka sama um margt í fortíðinni, eins og hrossakaup og skandala. Þú vilt aðallega horfa fram á við. Þetta finnst mörgum vera galið og verður þú fyrir aðkasti á Íslenska barnum á Ingólfsstræti. En þú stendur á þínu, jafnvel þegar á móti blæs og ert alltaf þú sjálft. Hvað er maður ef maður er ekki maður sjálfur? Einhver annar. Þig dreymir um að kaupa einhvern tímann hús. Og að fara til útlanda.
Vogin
23. september til 23. október
Hæhæ Vog. Vog’s going on? Haha segi svona.
Þú ert algjör Miðflokksmaður.
Þú gerir ekki neitt nema að það sé alveg rosalega skynsamlegt og gefur þig almennt út fyrir að vera skynsöm manneskja. Flestum finnst þeir þó vera skynsamir og þýðir þetta í raun ekki neitt. Þú elskar Ísland. Húh! Og þér finnst hakk geggjað.
Meyjan 23. ágúst til 22. september
Meyja. Þú kýst Framsókn. Þú ert soldið eins og fáni í vindinum. Stundum blæstu norður, stundum blæstu suður, en alltaf ertu á sama stað, jafnvel þó að vindáttin sé óhagstæð. Og ef þú værir fáni værirðu staðsettur á bóndabæ í Skagafirði. Við vonum bara að það sé verið að fylgja fánalögum.
Annað væri ólöglegt. Passaðu að detta ekki á jörðina, því þá þarf að brenna þig. Þú vilt alls ekki áfengi í búðir og vilt skattleggja nikótínpúða í drasl. Helst ætti fólk bara að borða íslenska lambið og drekka mjólk. Þá væri allt miklu betra.
Sporðdrekinn
24. október til 21. nóvember
Kæri Sporðdreki. Þú ert Vinstri græn. Þú mátt muna þinn fífil fegurri. Kærastan fór frá þér fyrr í ár og þú bjóst heima hjá henni. Þá þarftu að standa á eigin fótum og það gengur ekki alveg nógu vel. Þú byggðir alla þína sjálfsmynd á að vera í sambandi með þessari gullfallegu og kláru konu, sem gæti jafnvel orðið forseti einn daginn. Núna er hún farin og þú nennir ekki lengur að búa um rúmið þitt. Settu þig í stand.
Bogmaðurinn
22. nóvember til 21. desember
Elsku bogmaður. Þú átt rétt á að taka pláss. En ekki of mikið pláss. Þitt hlutverk er að þvælast ekki fyrir lýðræðinu, og ættir fyrir alla muni að sleppa því að kjósa. Ég endurtek: Ekki kjósa. Ef kosningarnar væru að vori þá myndi ég ráðleggja þér að tylla þér á Austurvöll og fá þér einn kaldan, í stað þess að fara á kjörstað. Þú gætir svo sem alveg gert það, eða bara verið heima. Hafðu dregið fyrir og láttu lítið á þér bera á kjördag.
Steingeitin 22. desember til 19. janúar
Steingeitin mín góða og ljúfa. Þú ert spök og vitur, eins og gamla fólkið. Flokkur fólksins fellur vel að þínum persónuleika. Þú þráir aðeins þrennt: Fæði, klæði og húsnæði. Og lífsgæði. Og hamborgara, nema ekki lengur.
What will the zodiac signs vote for?
Aquarius
January 20 – February 18
My dear Aquarius, you are a Pirate. You love democracy, but you also have a complicated relationship with it, wanting to change it. You find it important to vote and show that in practice (by voting). However, you can also be a bit lazy and somewhat different. But who isn’t different? Some people. And that’s okay! It absolutely is! Just don’t show it too much. Sometimes it’s best to just fit in and try to make some regular friends. This is how society thrives best.
Pisces February 19 – March 20
Dear Pisces! Blub blub! You are the Democracy Party. You tend to be gullible, but you possess a pretty sharp mind. Your favorite food is steak (or vegan steak if you’re vegan). You worry about many things, sometimes even without knowing what. You experience deep-seated anxiety, but not climate anxiety. You dream of going to Japan! Make it happen! The time is now. You probably shouldn’t have gotten the COVID vaccine.
Aries 21. March 21 – April 19
Aries, you are the Social Democratic Alliance. You often keep up with the latest shows on streaming services. The next day, you come to work or school and tell everyone they HAVE to watch this show. It’s fantastic! You may have gotten poor grades in school, but you excel at trivia. Strength varies among individuals. It feels so good to curl up on the sofa after a long workday, take off your socks, and just fall asleep.
Taurus April 20 – May 20
Taurus!!! You support the Socialist Party. May is your month, just like it is for socialists. You’re always talking about the revolution that is about to happen and how socialism has never really been tried. And if it has been tried, it wasn’t true socialism. And maybe you’re just right about that. You certainly feel justified, and that is what matters, right?
Gemini May 21 – June 21
Dear Gemini! You probably vote for the Reform Party. You find it silly when people go to places like Tenerife. You think it’s a culturally barren island and would rather visit Milan or Copenhagen. Oh wow, Copenhagen. That's where you go, buy an array of pastel-colored clothes, and after one drink, you say you “could totally see yourself living here.” You love cheese and wine. Why can’t you get good ham here? Everything is better abroad because there are no worries over there.
Cancer June 22 – July 22
Cancer, you are Responsible Future. Addressing the COVID-19 pandemic is crucial for learning lessons and preparing for the future. Evaluating government responses, healthcare systems, and economic measures is important, including assessing the impacts on employment and financial assistance. The health implications, both physical and mental, need to be evaluated, as well as the social effects on various groups. We also need to consider how remote work and online education have changed society. A comprehensive review can lead to better future responses, and international collaboration must be strengthened, while access to information is essential for building trust.
Leo July 23 – August 22
Leo! Rawr!! You are the Independence Party. You think a lot about the future and want to build it based on what has worked in the past. But you also don't care about much in the past, like scandals. You primarily want to look ahead. Many find this crazy, and you may face criticism for it. But you stand your ground, even when faced with opposition, and you always remain yourself. What is a person if they are not themselves? Someone else. You dream of someday buying a house and traveling abroad.
Virgo August 23 – September 22
Virgo, you probably support the Progressive Party. You are somewhat like a flag in the wind. Sometimes you blow one way, and sometimes another, but you’re always in the same place, even if the wind isn't favorable. If you were a flag, you’d be located on a farm. We hope they’re following the flag regulations. Otherwise, that would be illegal. Be careful not to fall, or you might get burned. You absolutely don’t want alcohol in stores and want to tax nicotine products. Ideally, people should just eat local lamb and drink milk. Then everything would be much better.
Libra September 23 - October 23
Hello Libra! You are a true Centrist. You don’t do anything unless it makes a lot of sense and generally present yourself as a sensible person. Most people think they're sensible too, but that doesn't really mean much. You love your country. Huh! And you enjoy some good ground beef.
Scorpio
October 24 – November 21
Dear Scorpio, you are the Left-Green Movement. Remember your own self-worth. Your partner left you earlier this year, and you were living with her. Now, you need to stand on your own two feet, and it's not going that well. You built your entire identity around being with this beautiful and intelligent woman, who could even become president one day. Now she's gone, and you can't even be bothered to make your bed. Get yourself together.
Sagittarius
November 22 – December 21
Dear Sagittarius, you have every right to take up space. But not too much space. Your role is not to interfere with democracy, and you should definitely avoid voting. I repeat: Don't vote. If the elections were in the spring, I would advise you to relax in a park with a cold drink instead of heading to the polls. You could very well do that or just stay home. Keep a low profile and don't draw too much attention to yourself on election day.
Capricorn
December 22 – January 19
My dear and gentle Capricorn, you are wise and discerning, much like the older generation. The People’s Party aligns well with your personality. You only yearn for three things: food, clothing, and shelter. And quality of life. And burgers, but not anymore.
Stúdentar taka til!
Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Herferðin Stúdentar taka til er nú loksins komin í loftið! Hefð hefur myndast fyrir því að Stúdentaráð ráðist í eina herferð á hverju starfsári. Herferðin á að endurspegla málefni sem eru ofarlega í hugum stúdenta, og þessi er engin undantekning. Stúdentar taka til hverfist um að stúdentar geri þá kröfu til fyrirtækja sem þeir versla við að þau tileinki sér betri venjur á þessum áðurnefndu sviðum, og setji árangur sinn fram með skiljanlegum hætti þannig að stúdentar geti tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að velja við hvaða fyrirtæki þeir skipta. Núverandi kynslóð er líklegast sú sem hefur hvað mestan áhuga á því hvaða áhrif líf þeirra og venjur hafa á jörðina og annað fólk. Það getur reynst gríðarlega erfitt að greina á milli hvað sé gott og hvað sé verra í þessum málum. Íslenskt nautakjöt eða sænskt Oumph? Tesla eða strætó? vindorka eða sólin? Ég veit það ekkert, og ef ég ætla að kynna mér þetta þá bíður mín ekkert nema hafsjór af óskiljanlegum upplýsingum og líklegasta niðurstaðan er að ég viti einhvern veginn minna um þetta en ég gerði áður. Því höfum við fengið með okkur í lið öflugan samstarfsaðila á sviði sjálfbærnimála, Laufið. Hugbúnaður Laufsins gerir fyrirtækjum, stórum sem smáum, kleift að hefja sína sjálfbærnivegferð með auðveldum, áhrifamiklum, og skýrum aðgerðum.
Umhverfi
Öll viljum við búa við fallegt og hreint umhverfi, í sátt og samlyndi við aðra. Það er hins vegar óumflýjanleg staðreynd að tilveran er mjög mengandi fyrirbæri, og á síðustu hundrað árum hefur hún orðið meira mjög mengandi. Við sem erfum jörðina höfum engan áhuga á því að leggjast niður og gefast upp frammi fyrir þessari stærstu áskorun sem mannkynið hefur þurft að mæta í þúsundir ára. Umhverfisþátturinn fær oftast mestu athyglina í þessu samhengi enda liggur sennilega mest á því að hafa umhverfið í lagi. Það gefur auga leið að við getum ekki einu sinni byrjað að pæla í félagsmálum og stjórnarháttum ef við höfum ekkert umhverfi. Þegar umræða um umhverfismál fer af stað er auðvelt að finna fyrir smæð sinni og falla í þá gryfju að halda að maður hafi ekkert fram að færa. Enda sé vandamálið þess eðlis að ein manneskja geti ekkert í því gert. En við skulum ekki vera svo lítil í okkur! Eins og galdramaðurinn Gandálfur sagði í fyrstu Hobbitamyndinni þá eru það litlu hlutirnir, hversdagsleg góðverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Breytingarnar byrja með okkur! Þó svo að það skipti ekki sköpum að ég flokki eina Nocco-dós rétt þá er heimurinn að minnsta kosti aðeins betri staður en ef ég hefði sleppt því. Þetta er nefnilega ekki svo flókið. Verum góð við fólk. Verum góð við plánetuna.
Félagsmál og stjórnarhættir
Þrátt fyrir að heilbrigð Jörð sé skilyrði fyrir tilveru okkar þá má samt ekki gleyma því að við erum að reyna að reka samfélag hérna. Því er það einnig lykilatriði í sjálfbærnivegferðinni.
Félagslegu - þættirnir og stjórnar - hættirnir eiga það líka til að flækjast fyrir en í grunninn er markmið þeirra sáraeinfalt, að vera góður við annað fólk og vera ábyrgðarfullur. Undir hina félagslegu hætti falla atriði eins kynjahlutfall, hvernig skal tekist á við flókin atriði eins og eineltismál, og skipting ábyrgðar meðal starfsmanna fyrirtækja. Þetta er ekki bara sjálfsagt af siðferðislegum ástæðum heldur sýna gögn að meðal fyrirtækja sem hafa félagslegu þættina í forgangi er meiri starfsánægja, meiri afköst, og starfsfólk staldrar lengur við. Því er ávinningurinn ekki aðeins ímyndarlegur. Stjórnarhættir fyrirtækis eru ekki síður mikilvægir, því eftir höfðinu dansa limirnir. Líkt og með félagslegu þættina þá fellur undir stjórnarhætti alls konar atriði sem eru ekki beint til þess fallin að bjarga heiminum en snúa að velsæld og hamingju fólks. Því hamingjusamt fólk sem fær að njóta réttinda sinna er betur í stakk búið til þess að bjarga heiminum.
Af hverju?
Þegar við hófum þessa vegferð kom sífellt upp spurningin „Af hverju?“ Af hverju ætti einhver að láta þessi atriði sig varða? Af hverju ætti mér ekki að vera drullusama? Stutta svarið er af því þetta skiptir máli. Þetta skiptir okkur máli. Ýmis gögn sýna okkur að kynslóðirnar sem eru fæddar sitt hvoru megin við aldamótin láti sig málefni umhverfisins og sjálfbærni varða í meira mæli en aðrir. Því er það borðleggjandi fyrir þá sem ætla sér að eiga þennan hóp sem viðskiptavin að sýna viðleitni til breytinga á þessu sviði. Stúdentar á Íslandi telja um 30.000 og þó þeir séu þegar öflugir neytendur eru þeir bara rétt að byrja. Þá stuðlar metnaður í sjálfbærnimálum að bættri ímynd fyrirtækisins, kemur í veg fyrir óþarfa eyðslu til að mynda í orkukostnaði, og gerir fyrirtæki betur í stakk búin til að takast á við kröfur frá hinu opinbera í þessum efnum.
Fyrirtæki framtíðarinnar
Þau fyrirtæki sem sýna mestan árangur í þessari sjálfbærnivegferð munu síðan hljóta viðurkenningu og nafnbótina „Fyrirtæki framtíðarinnar“ á hátíðlegri athöfn að herferðinni lokinni. Viðurkenningin er til marks um það að viðkomandi fyrirtæki hafi svarað kalli stúdenta, og sýnt fram á það í verki að þau láta málefni jarðarinnar og samfélagsins sig varða. Alls konar aðilar veita alls konar viðurkenningar, en það þarf meira til en gott eiginfjárhlutfall til að bjarga umhverfinu okkar. Með þessari viðurkenningu geta stúdentar verðlaunað þau fyrirtæki sem hafa sýnt vilja til umbóta í verki. Fyrirtækin geta síðan með viðurkenningunni sýnt sínum viðskiptavinum að þau láti þessi málefni sig varða, og þar með styrkt ímynd sína og sérstöðu.
Sýndu hug, svaraðu kallinu, taktu þátt í baráttunni, vertu fyrirtæki framtíðarinnar!
Students Tidy Up!
Arent
Orri J. Claessen,
president of the Student Council of HÍ
The “Students Tidy Up” campaign has finally launched! There is a tradition where the Student Council embarks on one campaign each academic year. These campaigns have aimed to reflect the issues that are foremost in students’ minds, and this one is no exception. “Students Tidy Up” centers around encouraging students to demand better practices from the companies they patronize and to present their performance in a clear manner so students can make informed decisions when choosing which companies to do business with. The current generation is likely the most interested in how their lives and habits impact the planet and other people. It can be incredibly difficult to discern what is beneficial and what isn’t in these matters. Local beef or plant-based alternatives? Electric cars or public transport? Wind or solar energy? It’s hard to know, and diving into the research often leads to a sea of incomprehensible information that leaves you knowing less than before. That’s why we’ve partnered with a powerful ally in sustainability, Laufið. Laufið’s software allows companies, big and small, to embark on their sustainability journey with easy, impactful, and clear actions.
Environment
We all want to live in a beautiful and clean environment, in harmony with each other. However, it is an unavoidable fact that existence itself is a very polluting endeavor and has become increasingly so over the last hundred years. Those of us inheriting the Earth have no interest in lying down and surrendering to this greatest challenge humanity has faced in thousands of years. The environmental aspect often gets the most attention, as it is arguably the most urgent issue. It’s clear we can’t even start thinking about social issues and governance if we don’t have an environment. When the topic of environmentalism arises, it’s easy to feel small and fall into the trap of thinking that one person can’t make a difference. However, we shouldn’t underestimate ourselves! As the wizard Gandalf said in the first Hobbit movie: “I have found that it is the small everyday deed of ordinary folks that keep the darkness at bay. Small acts of kindness and love.” Change begins with us! While sorting that one soda can might not change the world, it does make it a slightly better place. It really isn’t that complicated. Let’s be kind to people. Let’s be kind to the planet.
Social Affairs and Governance
Although a healthy Earth is a prerequisite for our existence, we must not forget that we are trying to run a society here. This is also key to the sustainability journey. The social aspects and governance can be complex, but their essence is simple: to be good to one another and act responsibly. Social aspects include gender balance, addressing complex issues like bullying, and distributing responsibilities among employees.
This isn’t just morally right; data shows that companies prioritizing social aspects enjoy higher employee satisfaction, productivity, and retention. The benefits are not just in image. Governance is equally important since the organization’s direction impacts everything else. Like social aspects, governance involves various facets not directly aimed at saving the world but focused on people’s welfare and happiness. Happy people, enjoying their rights, are better equipped to help save the world.
Why?
The question “Why?” frequently arose as we embarked on this journey. Why should anyone care about these issues? Why shouldn’t we just ignore them? The short answer is that they matter. They matter to us. Various data show that people born around the turn of the millennium care more about environmental and sustainability issues than others. Therefore, it is evident for companies targeting this demographic to show an effort toward change in these areas. There are approximately 30,000 students in Iceland, and while they are already powerful consumers, they are just getting started. Commitment to sustainability fosters a better company image, prevents unnecessary waste, such as in energy costs, and prepares companies to meet government demands in these matters.
Companies of the Future
The companies that achieve the most in this sustainability journey will be recognized as “Companies of the Future” in a formal ceremony at the end of the campaign. This recognition indicates that the company has responded to the students’ call and demonstrated that they care about the planet and society. Many entities give various accolades, but it takes more than a good equity ratio to save our environment. With this recognition, students can reward companies showing a willingness to make actual improvements. Companies can then, with this endorsement, demonstrate to their customers that they care about these issues, thereby strengthening their image and uniqueness. Show courage, answer the call, join the fight, and become a company of the future!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaðurPírata og hefur verið það frá árinu 2016. Hún er þingflokksformaður flokksins frá árinu 2023 og fékk nýverið umboð flokksmanna til að leiða stjórnarmyndunarviðræður fyrir hönd flokksins að loknum kosningum. Það má því segja að Þórhildur Sunna sé óskoraður leiðtogi flokksins í komandi Alþingiskosningum. Stúdentablaðið ræddi við Þórhildi og freistaði þess að komast á snoðir um afstöðu Pírata í stórum dráttum, en einnig í þeim málefnum sem snerta stúdenta með beinum hætti. „Píratar eru frjálslyndur, framsækinn félagshyggjuflokkur, sem berst fyrir mannréttindum, umhverfisvernd og öruggara og frjálsara samfélagi fyrir okkur öll. Við höfum aðferðafræði sem aðgreinir okkur frá öðrum flokkum, sem felst í grunnstefnunni okkar. Hún er svona okkar stjórnarskrá eða leiðarljós í okkar vinnu. Í henni felst að vera opin fyrir hugmyndum sama hvaða þær koma, að vera tilbúin að taka aðra afstöðu en áður ef ný gögn koma fram. Við tölum fyrir gagnsæi hinna valdameiri gegn hinum valdaminni, og tölum líka fyrir friðhelgi einkalífs hinna valdaminni gagnvart hinum valdameiri,“ segir Þórhildur Sunna.
Borgaraleg réttindi á borð við tjáningarfrelsi, réttinn til menntunar, réttinn til lýðræðis og réttarríkis séu einnig fyrirferðarmikil í stefnunni. Flokkurinn starfi því á breiðum grundvelli, en sé í kjarnann félagshyggjufólk sem brenni fyrir réttlátara samfélagi.
Vanlíðan megi rekja til Covid
Píratar séu talsmenn þess að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd, en einnig fleiri lausna, til að mynda úrræða á borð við Bergið Headspace, þar sem ungt fólk geti leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.
„Við þurfum líka að bæta menntakerfið gagnvart þessu, því það er orðið þannig að kennarar í grunnskólum og menntaskólum eru farnir að gegna mun fleiri hlutverkum en þeir ættu að þurfa aðgegna. Þeir eru orðnir námsráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og stuðningsaðilar nemenda sinna, á meðan við ættum að vera að vera með kerfi sem býður upp á miklu betra utanumhald gagnvart þessu.“ Í grunninn séu bæði félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið of veikt til að takast á við vandamálin sem blasi við.
„Þessu viljum við breyta. Við viljum setja miklu meira fjármagn í heilbrigðiskerfið okkar, og passa að stærri sneið af þeirri köku fari til geðheilbrigðiskerfisins.
En við viljum líka hugsa í óhefðbundnum lausnum, eins og afglæpavæðingu á vímuefnum sem gerir fólki kleift að fá aðstoð og skaðaminnkandi aðgerðir fyrir fólk sem er í miklum vanda.“
Fjármunina til að styrkja kerfið verði að miklu leyti hægt að fá með stafrænni umbreytingu í stjórnsýslunni
Vilja breyta skattkerfinu Þórhildur Sunna segir aukna vanlíðan meðal ungs fólks vera gríðarlegt áhyggjuefni, sem og aukna notkun kvíða- og geðlyfja og aukna tíðni ofbeldisbrota meðal ungs fólks.
„Ég tengi þetta að einhverju leyti við Covid, þá miklu einangrun sem átti sér stað og við takmarkaðar skaðaminnkandi aðgerðir sem farið var í meðfram þessum aðgerðum sem við þurftum öll að þola,“ segir Þórhildur Sunna.
Meðalhófsmat á aðgerðunum sem Píratar hafi kallað eftir hafi aldrei verið framkvæmt, en nú þurfi að bregðast við með afgerandi hætti. „Við höfum talað fyrir margvíslegum lausnum í þeim efnum. Í fyrsta lagi hefur heilbrigðiskerfið okkar verið kerfisbundið vanfjármagnað í meira en áratug, og við erum að eyða kannski rétt undir níu prósentum af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Þar af eru fjögur prósent af því fjármagni að fara í geðheilbrigðiskerfið. Það er ekki nándar nærri í samræmi við það sem þarf til að geta sinnt þessari þjónustu almennilega. Við viljum geta boðið upp á fjölbreytt úrræði sem eru einnig meira inni í nútímanum,“ segir hún.
Eins og einhverjir lesendur gætu hafa búist við berst talið að vaxtaumhverfinu og stöðunni á húsnæðismarkaði. Þórhildur Sunna segir hagstjórn landsins síðustu ár hafa verið á þá leið að ábyrgð á verðbólgunni hafi verið velt yfir á ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa, í stað þess að slá á þensluna þar sem hún er mest.
„Píratar tala ekki fyrir því að hækka skatta á millistétt og lægri tekjutíundir. Við höfum hins vegar talað fyrir því að hækka fjármagnstekjuskatt. Hafa hann jafnvel þrepaskiptan eða tegundaskiptan, eftir því hvað það er sem þú ert að fá fjármagnstekjur fyrir,“ segir Þórhildur Sunna. Hún nefnir dæmi um að einstaklingur sem leigi út eina auka íbuð sé ekki skotmark slíkra breytinga, heldur frekar fólk sem fái gríðarlegar tekjur af arðgreiðslum.
Píratar hafi einnig talað fyrir því að bjóða upp fiskveiðikvóta á markaði, í því skyni að fá betri arð fyrir auðlindir þjóðarinnar. Það þurfi að gera af varfærni, svo ríkinu verði ekki bökuð skaðabótaskylda.
„En segjum að við myndum bjóða upp tvö prósent af kvótanum. Þá erum við komin með markaðsverð, sem við getum svo farið að reikna veiðigjöldin út frá. Það er áreiðanlegra og sanngjarnari leið til þess að ákveða á hverju auðlindagjöld eiga að byggja. Eins og staðan er núna þá höfum við ekki þessa vísa.“
Óréttlátt kerfi sem þarf að breyta
Þórhildur Sunna segir Pírata líta svo á að háskólanám sé fjárfesting í einstaklingum. Of lengi hafi verið litið á það sem markaðsvöru, frekar en eitthvað annað. „Í fyrsta lagi eigum við öll rétt til menntunar. Það er gríðarlega mikilvægt í framsæknu, lýðræðislegu samfélagi að við eigum vel menntað fólk til þess að taka þátt í samfélaginu. Að okkar mati skiptir mestu máli að fólkið sem er að sækja sér menntun hafi frelsið til þess að læra það sem það hefur áhuga á og ástríðu fyrir. Við sjáum það bara með sjálfvirknivæðingu, tilkomu gervigreindar, harkhagkerfinu, þá þurfum við fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Þar myndi ég segja að lykilatriðið sé að fólk læri gagnrýna hugsun og að geta aðlagast örum breytingum. Ef við leyfum atvinnulífi dagsins í dag að stýra því hvernig menntun dagsins á morgun lítur út, þá erum við ekki að fara að þróast í takt við samfélagið eins og það er að þróast.“
Námslánakerfið ber næst á góma, en Þórhildur Sunna segir það einfaldlega óréttlátt. Það valdi því að fólk komi stórskuldugt úr háskólanámi, og því verði krafan um að menntun sé metin til launa enn háværari, og réttilega, segir Þórhildur Sunna.
„Svo erum við auðvitað í samkeppni við aðrar þjóðir um að halda fólkinu okkar hér. Ef það upplifir að þeirra menntun sé ekki metin að verðleikum, þá hafa þau auðvitað hvata til að fara þangað sem það er þannig.“ Því þurfi bæði að breyta námslánakerfinu en einnig því hvernig menntun er metin til launa á opinberum vinnumarkaði.
Nám er vinna sem ekki á að þurfa að vinna með
Námslánakerfið er skammsýnt kerfi og nálgast nemendur sem bótaþega, að mati Þórhildar Sunnu. Hækka þurfi lágmarksframfærslu til samræmis við grunnviðmið atvinnuleysisbóta, gera nemendum kleift að fara á atvinnuleysisbætur, afnema allar skerðingar vegna atvinnutekna, og hækka styrkhlutfallið.
„Mér finnst fáránlegt að námslánin séu verðtryggð og þetta einingakerfi, lágmarkseiningafjöldinn sem þú þarft að ná til að fá lán, er of hár. Við þurfum að gefa nemendum svigrúm til þess að geta tekist á við áföll sem eiga sér stað á námstímanum.
Okkar sýn er sú að nemendur eigi ekki að þurfa að þræla sér út á kvöldin og um helgar í aukavinnu til þess að geta stundað nám. Það er vinna að vera í námi, og samfélagið á að viðurkenna það sem slíkt,“ segir Þórhildur Sunna.
Hún tók sjálf námslán á því herrans ári 2007, á mjög hagstæðum kjörum. Stuttu síðar var staðan aðeins önnur.
„Ég lærði úti, en það þrefaldaðist á einni ár sem ég þurfti að fá til þess að geta dregið fram lífið. Þannig að mínar skuldir stökkbreyttust. Það sem truflaði mig var að ég lenti eina önn í því að ná ekki öllum áföngum. Það vantaði fimm einingar í fullt hús, ég var með læknisvottorð fyrir því hvers vegna ég náði ekki þessum fimm einingum.
Það skipti engu máli, því það var bara hægt að fá vottorð upp í framfærsluna. Ég var, eins og margir í kringum kreppuna, með yfirdrátt fyrir námslánunum. Ég endaði í bullandi mínus, þó það hafi þannig séð ekki verið mér að kenna að ég náði ekki þessum fimm einingum.“
Nám er vinna sem ekki á að þurfa að vinna með
Þórhildur Sunna segir háskólanám hafa gjörbreytt lífi hennar til hins betra. Hún er með LL.B-próf í alþjóðaog Evrópulögum frá Háskólanum í Groningen og LL.Mpróf í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti frá Háskólanum í Utrecht. Hennar háskólaferill hófst þó í Þýskalandi.
„Ég ákvað mjög ung að árum að ég vildi verða alþjóðalögfræðingur. Þegar ég kláraði menntaskóla 2007 þá var ekki til grunnnám í alþjóðalögfræði. Þá
þurfti maður bara að læra grunn í lögfræði og sérhæfa sig svo í alþjóðalögum. Ég fór til Þýskalands þar sem ég kunni þýsku og átti fjölskyldu þar. Ég var frekar roggin með þýskuna mína en komst svo að því að það er ekki alveg það sama að vera góð í daglegu tali á þýsku og ætla svo að læra lögfræði á þýsku. Það gekk samt bara vel, en svo kom hrun.“
Þórhildur Sunna sneri því aftur heim, en í millitíðinni hafi hún áttað sig á því að námið sem hún hafði farið í hentaði ekki alveg hennar markmiðum.
„Ég kom heim, tók þátt í Búsáhaldabyltingunni, fór á lista hjá Borgararheyfingunni, og fór svo til Hollands.“ Námið segir hún að hafi sennilega verið það skemmtilegasta sem hún hafi á ævi sinni upplifað. „Ég fann fyrir töluvert miklu frelsi og hvatningu til að beita gagnrýninni hugsun og lærði að leysa flókin vandamál. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá reynslu, sem var hverrar krónu virði,“ segir Þórhildur Sunna að lokum.
English
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir has been a member of parliament for the Pirate Party since 2016. She became the party’s parliamentary group leader in 2023 and was recently given the mandate by party members to lead government formation negotiations on behalf of the party after the elections. It can therefore be said that Þórhildur Sunna is the undisputed leader of the party in the upcoming parliamentary elections. The Student Paper spoke with Þórhildur to understand the Pirates’ stance on major issues, including those directly affecting students.
“Pirates are a liberal, progressive social democratic party that fights for human rights, environmental protection, and a safer, freer society for us all. We have a methodology that distinguishes us from other parties, which is embedded in our core policy. It serves as our constitution or guiding light in our work. It involves being open to ideas regardless of their source and being willing to adopt different stances if new evidence emerges. We advocate for transparency from the powerful toward the less powerful and for privacy protection of the less powerful against the powerful,” says Þórhildur Sunna.
Civil rights such as freedom of expression, the right to education, and the right to democracy and the rule of law are also prominent in the platform. The party operates on a broad basis but is fundamentally composed of social democrats who strive for a more just society.
Discontent traced to COVID-19
Þórhildur Sunna indicates that the increase in discontent among young people is a huge concern, as is the increased use of anxiety and mental health medications and the rise in violent crimes among young people.
“I associate this to some extent with COVID-19, particularly the significant isolation that occurred and the limited harm-reduction measures that were put in place alongside the measures we all had to endure,” says Þórhildur Sunna.
An assessment of the proportionality of measures called for by the Pirates was never carried out, but now we need to respond decisively.
“We have advocated for various solutions in this regard. Firstly, our healthcare system has been systematically underfunded for over a decade, and we are spending perhaps just under nine percent of GDP on healthcare, of which four percent goes to the mental health system. This is nowhere near sufficient to provide this service properly. We want to be able to offer diverse resources that are more in line with contemporary needs,” she says.
The Pirates advocate for subsidizing psychological services, as well as offering more solutions such as the Bergið Headspace program, where young people can seek help without much hassle.
“We also need to improve the education system in this regard because it has reached the point where teachers in primary and secondary schools are taking on many more roles than they should have to. They have become counselors, social workers, psychologists, and support providers for their students, when we should have a system that offers much better support in these areas.”
Fundamentally, both the social and healthcare systems are too weak to address the issues confronting us.
“We want to change this. We want to allocate much more funding to our healthcare system and ensure that a larger portion of that goes to mental health services. But we also want to consider unconventional solutions, such as decriminalizing drugs to enable people to receive help and harm-reduction services for those in significant distress.”
The funds to strengthen the system can largely be obtained through digital transformation in administration.
Changing the tax system
As some readers might expect, the discussion moves to interest rates and the housing market. Þórhildur Sunna says that the country’s economic policies in recent years have shifted the burden of inflation onto young people, first-time buyers, and lower-income groups, instead of curbing inflation where it is highest.
“Pirates do not advocate for increasing taxes on the middle class and lower income brackets. However, we have advocated for raising the capital gains tax, potentially making it tiered or differentiated based on the type of capital gains,” Þórhildur Sunna states. She gives an example of someone renting out a spare apartment not being the target of such changes, but rather individuals earning substantial income from dividends.
The Pirates have also advocated for auctioning off fishing quotas to generate better returns from the nation’s resources. This needs to be done cautiously to avoid putting the state at risk of compensation claims.
“But let’s say we auction off two percent of the quota. Then we have a market price, which can be used to determine fishing fees. This is a more reliable and fair way to decide how resource fees should be calculated. As it stands now, we don’t have that reference.”
An unjust system that needs change
Þórhildur Sunna states that the Pirates see university education as an investment in individuals. For too long, it has been treated as a market commodity rather than something else.
“Firstly, we all have the right to education. It is crucial in a progressive, democratic society that we have well-educated people to participate in it. In our view, the most important thing is that people pursuing education have the freedom to study what they are interested in and passionate about. We see with automation, the emergence of artificial intelligence, and the gig economy, that we need people with diverse backgrounds. I would say that the key is for people to learn critical thinking and to adapt to rapid changes. If we allow today’s labor market to dictate tomorrow’s education, we won’t evolve in step with society as it develops.”
The student loan system is next on the agenda, which Þórhildur Sunna describes as simply unjust. It results in students graduating with significant debt, making the demand for education to be reflected in salaries even louder and rightly so, according to Þórhildur Sunna. “We are also competing with other countries for our people. If they feel their education is not valued here, they have every incentive to go where it is.”
Thus, both the student loan system and how education translates into salaries in the public sector need reform.
Education is enough work
Þórhildur Sunna considers the student loan system to be short-sighted, treating students as welfare recipients. Basic support levels need to be raised to match unemployment benefits, students should be allowed to access unemployment benefits, all incomerelated reductions should be removed, and the grant proportion should be increased.
“I find it absurd that student loans are indexed and that the credit system, the minimum credit requirement needed for loans, is too high. We need to give students the space to handle setbacks during their studies. Our vision is that students should not have to exhaust themselves with evening and weekend jobs to pursue their studies. Studying is work, and society should recognize it as such,” says Þórhildur Sunna. She herself took student loans back in 2007 on very favorable terms. Shortly afterward, the situation changed dramatically.
“I studied abroad, but what I needed tripled in one year just to make ends meet. My debts skyrocketed. What disturbed me was that once I didn’t pass all my courses in a semester. I was five credits short and had a medical certificate explaining why. It didn’t matter because the certificate only applied to living expenses. Like many around the financial crisis, I had an overdraft on my student loans. I ended up in significant debt, even though it wasn’t my fault that I couldn’t complete those five credits.”
Returning home for a revolution
Þórhildur Sunna says university studies significantly improved her life for the better. She holds an LL.B in International and European Law from the University of Groningen and an LL.M in Human Rights and International Criminal Law from Utrecht University. However, her university journey began in Germany. “I decided very early on that I wanted to become an international lawyer. When I finished high school in 2007, there was no undergraduate program in international law. You had to study basic law and then specialize in international law. I went to Germany because I spoke German and had family there. I was quite proud of my German skills, but then realized it’s not quite the same to be good at everyday German and to study law in German. It went well, but then the crash happened.”
Þórhildur Sunna returned home, but during that time, she realized the program she chose didn’t quite align with her goals.
“I came home, participated in the Pots and Pans Revolution, joined a list for the Citizens’ Movement, and then went to the Netherlands.”
She describes her studies as possibly the most enjoyable experience of her life.
“I experienced considerable freedom and encouragement to use critical thinking and learned to solve complex problems. I am incredibly grateful for that experience, which was worth every penny,” concludes Þórhildur Sunna.
Íslenskan og háskólasamfélagið
Ísleifur Arnórsson, stúdentaráðsliði f.h. Röskvu
Íslensk tunga hefur verið áberandi í samfélagslegri- og pólitískri umræðu upp á síðkastið. Mikið hefur verið um hana rætt í fjölmiðlum, en einnig hefur hún skotið upp kollinum í yfirlýsingum frambjóðenda og stefnum stjórnmálaflokka í aðdraganda alþingiskosninganna sem fara fram 30. nóvember næstkomandi. Skoðanir fólks á málaflokknum eru fjölbreyttar og umræðurnar geta orðið ansi heitar, en það ber vott um hversu annt landsmönnum raunverulega er um íslenskuna og hversu miklu máli hún skiptir fyrir samfélagið í heild sinni. Óháð öllum deilum liggur í augum uppi að íslenskan er ein helsta stoð íslensks samfélags og varðar þess vegna margvíslega málaflokka, t.d. mennta- og menningarmál, utanríkismál, efnahagsmál, og málefni útlendinga.
Háskóli Íslands hefur mikla sérstöðu hvað málefni íslenskrar tungu varðar. Hér er starfrækt íslensku- og menningardeild og er hún eina deildin í heiminum sem kennir íslensku, íslenskar bókmenntir og íslenska málfræði á öllum námsstigum, og sú eina þar sem hægt er að öðlast gráðu í þessum fögum, hvort sem það er á grunn- eða framhaldsstigi. Rannsóknir deildarinnar í þessum greinum er þær öflugustu í heiminum. Einnig býður hún upp á nám í íslensku sem annað mál, bæði til 180 eininga BA gráðu en einnig til 60 eininga hagnýtrar diplómu, og saman mynda þær eina stærstu námsleiðina í HÍ.
Ofan á það gegna greinarnar lykilhlutverki í inngildingu innflytjenda í íslenskt samfélag, en þær skila betri færni en íslenskunám hjá öllum öðrum stofnunum. Hins vegar er veruleikinn sá að HÍ er vanfjármagnaður eins og allt háskólasamfélagið hérlendis. Ef miðað er við nemendafjölda er fjármögnun þess töluvert undir meðaltali OECD ríkja og enn minni í samanburði við hin Norðurlöndin. Það bitnar á starfsfólki og nemendum allra sviða á margvíslega vegu og er íslenskan engin undantekning. Námsframboð við Íslensku- og Menningardeild hefur skerst vegna þess að ekki er ráðið í stöður kennara sem fara á eftirlaun; rannsóknarfé er illfengið sem bitnar á rannsóknargetu sérfræðinga; sömuleiðis eru doktorsnámsstyrkir af skornum skammti sem hindrar þjálfun komandi kynslóða fræðafólks og sérfræðinga. Slíkt getur haft alvarleg áhrif fyrir deildir með mikla sérstöðu, eins og umrædda deild, sem sinna rannsóknum og kennslu sem finnast varla annarsstaðar í heiminum; ef þær geta ekki sinnt rannsóknum og kennslu almennilega, hver á þá að gera það?
Staðan er ekki góð og það er lítið sem háskólastjórnendur geta gert annað en að hagræða því sem gefst. Þrátt fyrir stórar og miklar yfirlýsingar stjórnmálafólks, sem reifar í sífellu um margþætt mikilvægi íslenskunnar og menningu landsins, sýnir reynslan að fjármögnun menntastofnana, m.a. þeirra sem gegna lykilhlutverki í varðveislu tungunnar og menningarinnar, er ekki sett í öndvegi.
Svo, á sama tíma og fjallað er um hinn svonefnda ,,útlendingavanda”, og hamrað er á mikilvægi inngildingar, fæst ekki fé til að sinna almennilega deildinni sem annast besta íslenskunámið fyrir fólk af erlendum uppruna sem völ er á. Þó er ekki öll von úti! Hægt er að bæta stöðuna með auknum stuðningi frá ríkinu, en það gerist ekki af sjálfu sér. Ríkistjórn næst kjörtímabils þarf að girða sig hressilega í brók ef svo á að fara og taka ákvörðun um að auka fjárveitingar til háskólasamfélagsins. Brýnt er að setja þetta mál á dagskrá til að vernda íslenskuna, en einnig til að byggja upp heildsteyptara, fjölbreyttara og sterkara samfélag fyrir okkur öll.
Kristrún Frostadóttir Samfylkingin
Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar, og hefur verið það síðan 2022, ári eftir að hún tók fyrst sæti á þingi fyrir flokkinn. Flokkur hennar hefur verið í stjórnarandstöðu frá árinu 2013, en fer nú með himinskautum í könnunum og hefur mælst stærsti flokkur landsins um langa hríð. Því er ekki útilokað að Kristrún verði með stjórnarmyndunarpálmann í höndunum að afstöðnum kosningum. Við hittum Kristrúnu á heimili hennar í Reykjavík, á köldum og hvössum nóvembermorgni, yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
„Samfylkingin er með ákveðin grunngildi sem eru frelsi, jafnrétti og samstaða. Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu sósíaldemókrataflokka sem hafa byggt upp einhver farsælustu samfélög heims, til dæmis á Norðurlöndum. Við erum flokkur sem stendur vinstra megin við miðju og vill sjá öflugt velferðarkerfi, en trúum líka á markaðinn þó við séum meðvituð um að markaðsbrestir geti komið upp. Þá þarf ríkið að grípa inn í. Þetta er einfaldlega sú stjórnmálastefna sem hefur gefist best fyrir almenning, hvert sem litið er í heiminum,“ segir Kristrún af mikilli sannfæringu um það sem hún og hennar flokkur ætlar sér.
Fermingarpeningar upp í innborgun
Kristrún segir stærstu áskorun ungs fólks, án nokkurs vafa, vera húsnæðismarkaðinn eins og hann er í dag. „Það er orðið þannig að hverra manna þú ert skilgreinir hvers konar lífi þú lifir. Með hvaða hætti þú kemst inn á húsnæðismarkað hefur áhrif í langan tíma. Ef þú kaupir snemma þá ertu kominn inn í stigann. Þetta þekkja allir, maður hefur heyrt sögur um krakka sem eru að spara fermingarpeningana sína til þess að geta keypt íbúð sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún tekur dæmi um tvo 28 ára einstaklinga með sömu laun, um 700 þúsund krónur. Annar er á leigumarkaði en hinn gat keypt íbúð með aðstoð foreldra. „Þeir eru með allt annan húsnæðiskostnað, ráðstöfunartekjur þeirra eftir húsnæði er mjög mismunandi og annar þeirra er að skapa eign til lengri tíma, en hinn í stöðugum útgjöldum. Þetta er stærsta áskorunin og maður finnur áþreifanlega á ungu fólki að þetta veldur því kvíða. Fólk hefur áhyggjur af því að það sé að missa af lestinni, og ég hef áhyggjur af þessu út frá getu fólks til að njóta lífsins meðan það er ungt. Það eru forréttindi og það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta það, en fólk á þessum aldri á að geta leyft sér að gera eitthvað pínulítið óskynsamlegt,“ segir Kristrún. Horfa þurfi til Norðurlandanna, þar sem sósíaldemókratar og jafnaðarfólk hafi leitt ríkisstjórnir til lengri tíma. Þar sé stærri hluti húsnæðismarkaðarins óhagnaðardrifinn en hér.
„Það þýðir ekki að þú búir í félagslegri íbúð alla þína ævi, en það gerir ungu fólki kleift að vera á leigumarkaði í einhvern tíma á viðráðanlegu verði, mögulega aðeins að spara, en ef ekki að spara þá að minnsta kosti að komast hjá því að vera í fullri vinnu með námi.“
Upp á stærri myndina þurfi einnig að ráðast í bráðaaðgerðir, en Samfylkingin hefur meðal annars lagt til að böndum verði komið á skammtímaútleigu íbúða til ferðamanna.
„Við höfum líka viljað tala fyrir aðgerðum sem gera okkur kleift að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir. Þetta eru oft flottar og skemmtilegar íbúðir, oft miðsvæðis. Það þarf bara að breyta skipulagslöggjöfinni og tryggja öryggi, en þetta er eitthvað sem ég held að ungt fólk gæti haft mikinn áhuga á. Svo viljum við skoða að fara í færanlegt húsnæði, sem getur verið mjög flott og gott húsnæði þvert á æviskeið, þó það séu tímabundnar lausnir,“ segir Kristrún.
Grípum inn í atvinnulífið, ekki háskólana
egar kastljósinu er beint að háskólunum segir Kristrún, aðspurð hvort háskólanám eigi að vera fyrir einstaklinginn eða atvinnulífið, að helsta ástæða þess að fólk ætti að bæta við sig menntun, hvort sem er í háskóla- eða iðnnámi, þá sé það aukin færni og bætt gagnrýnin hugsun.
„Í háskólanámi eru auðvitað ákveðnar greinar, eins og í heilbrigðisvísindum, þar sem þú þarft bara að vera með klíníska þjálfun í því sem þú ert að gera. En mikill meirihluti háskólanáms snýst bara um að ala á gagnrýnni hugsun,“ segir Kristrún.
Það sé hornsteinn í lýðræðissamfélagi að ala upp einstaklinga sem geti gagnrýnt sitt eigið samfélag. Það sé hins vegar eðlilegt að ríkið hafi ákveðnar skoðanir á því hvernig atvinnulíf byggist hér upp. „Það er ekkert skrýtið að það séu átaksverkefni og áherslur í opinberum háskólum hvað þetta varðar, en það verður aldrei þannig að ákveðnar greinar verði öðrum æðri. Þú þarft að vera með fólk í öllum greinum til þess að byggja upp samfélag. Það þarf auðvitað að sinna atvinnulífinu, en fyrst og fremst þarf að vera með fólk sem getur hugsað og unnið, og er frjálst í sínu samfélagi.“
Kristrún segir mikinn misskilning að hér á landi ríki einhvers konar frjáls markaður þegar kemur að því hvaða atvinnugreinar byggjast hér upp.
„Það er ekki þannig. Það er rammi í kringum allt. Það er skatta- og gjaldastefna, það eru ívilnanir, það eru endurgreiðslur og styrkir til alls konar greina. Ríkið hefur beint og óbeint áhrif á fullt af atvinnugreinum,“ segir Kristrún.
„En ef við erum að tala um einhver bein inngrip í háskólana, þá er alltaf svolítið hættulegt að ætla að stýra fólki inn á einhvern einn veg. Ef þú ert með ákveðin áhrif á atvinnugreinarnar sjálfar þá hefur það áhrif á háskólana, fólk er krítískt á það hvar það getur fengið vinnu. Mér finnst eðlilegri leið að gera þetta þannig.“
Háskólanámi fylgir ábyrgð
Kristrún segir, þrátt fyrir að hún sé á þeirri skoðun að menntun eigi að vera jöfnunartæki með jafnt aðgengi, að öllum réttindum fylgi líka skyldur. Þannig sé ekki sjálfgefið að fólk geti gengið menntaveginn í hverju sem er, á kostnað skattgreiðenda, og ætlast sjálfkrafa til þess að fá hærri laun þegar náminu sleppir. „Við eigum ákveðin réttindi en við þurfum líka að gefa eitthvað af okkur, og okkur ber skylda til þess að fara vel með hlutina í kringum okkur. Það er ekkert óeðlilegt að gera kröfur til fólks í háskólanámi, bara alls ekki. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að allir fari í háskólanám, það er fullt af fólki sem finnur sig ekki þar og væri miklu virkari þegnar í samfélaginu ef þeir væru að vinna á öðrum forsendum. Ég held einmitt að það sé vont ef við búum til þannig upplegg að það eigi að þrýsta öllum í einn farveg.“
Sjálfsagt sé að umbuna fólki sem hefur fjárfest í menntun en ekki megi skapa óheilbrigðar væntingar. Öll höfum við ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu.
„Við verðum að bjóða upp á fjölbreytt menntakerfi sem veitir fólki tækifæri til að finna sig, hvort sem það er í diplómanámi, háskólanámi, verklegu eða hvað sem er. En við verðum líka að gera kröfur til fólks, og fólk verður auðvitað að fara vel með opinbert fé. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að gera kröfur til fólks í háskólanámi. Það geta komið uppeinstaklingsbundnar aðstæður, en það er ekki sjálfgefið að þú getir gengið inn í nákvæmlega það sem þú vilt. Það eru skyldur og fólk verður að bera virðingu fyrir kerfinu sem það gengur inn í. En við viljum að sjálfsögðu að öllum sé gert kleift að nýta þessi tækifæri.“
Guð blessi háskólana
Sjálf er Kristrún langskólagengin, ef svo mætti að orði komast. Hún útskrifaðist með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2011, en eftir það hélt hún til Bandaríkjanna og nældi sér í meistarapróf í sömu fræðum frá Boston-háskóla árið 2014, og svo aðra meistaragráðu í alþjóðafræði, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale árið 2016. „Ég byrjaði í hagfræði haustið 2008, þegar fjármálahrunið skall á. Þetta var sérstakur tími, en ég átti mjög góða reynslu af háskólanum. Hins vegar fann ég fyrir því að vera í námi á tíma mikils niðurskurðar í samfélaginu heilt yfir.
Ég fann fyrir því að það var ekki svigrúm til mikillar sérhæfingar. Það var lagt upp með að vera með fleiri, stærri kúrsa, svolítið mikið bara í krossaprófum frekar en einhverjum krítískum verkefnum. Auðvitað er það fjármögnunartengt,“ segir Kristrún. Lítið svigrúm hafi verið til að fara á dýptina og fara í alvöru hópavinnu. Það hafi kveðið við annan tón í Bandaríkjunum.
„Ég fann alveg fyrir því. Það hefur áhrif á gæði náms og það vita það allir að ef þú ert að keyra þig áfram á magntölum, vegna þess að þig vantar fjármagn á þeim forsendum, þá verður erfiðara að sinna öðru námi. En ég var samt mjög vel búin undir allt sem ég tók mér fyrir hendur. Ég átti mjög góðan tíma í háskólanum, kynntist manninum mínum þar og hugsa hlýlega til þessa tíma,“ segir Kristrún a ð lokum.
English
Kristrún Frostadóttir is the chair of Samfylkingin, or the Social Democratic Alliance, having held that position since 2022, a year after she first took her seat in parliament for the party. Her party has been in opposition since 2013 but is currently soaring in polls, having been recorded as the largest party in the country for a considerable time. Therefore, it is not unlikely that Kristrún will have the opportunity for coalition talks after the upcoming elections.
We met Kristrún at her home in Reykjavík on a cold and brisk November morning over steaming hot coffee.
“The Social Democratic Alliance has certain core values that originally included equality, brotherhood, and freedom. I’m not sure if people use the term ‘brotherhood’ anymore, but we are based on the principles of social democratic parties. This is a well-known ideology globally and has built the best societies in the Nordic countries. We are a party situated left of center and want to see a strong welfare system, but we also believe in the market while being aware that market failures can occur. In such cases, the state needs to intervene. This is simply the policy that has built the most successful societies worldwide,” says Kristrún with great conviction about what she and her party aim for.
Confirmation money as a down payment
Kristrún states that the biggest challenge for young people, without a doubt, is the housing market as it stands today.
“It has come to the point that who you are defines what kind of life you live, as the manner in which you access the housing market has long-lasting effects. If you buy early, you’re on the ladder. Everyone knows this; there are stories about kids saving their confirmation money to be able to buy an apartment as soon as possible,” says Kristrún. She gives an example of two 28-year-olds with the same salary, around 700,000 krónur. One is in the rental market, while the other was able to purchase an apartment with the assistance of their parents.
“They have completely different housing costs, their disposable income after housing expenses varies greatly, and one is building an asset for the long term, while the other is in constant expenses. This is the biggest challenge, and you can tangibly feel that this causes anxiety among young people. They worry about missing the train, and I’m concerned about this regarding people’s ability to enjoy life while young. It’s a privilege, and not everyone is in a position to do so, but people of this age should be able to afford to do something a little irrational,” says Kristrún.
It is necessary to look to the Nordic countries, where social democrats and left-leaning people have been strong. There, a larger portion of the housing market is non-profit-driven than here.
“That doesn’t mean you’ll live in social housing your entire life, but it allows young people to stay in the rental market for some time at a reasonable price, possibly saving a little, and if not saving, then at least avoiding being in full-time work while studying.”
Regarding the bigger picture, urgent measures are also needed, and the Social Democratic Alliance has proposed that regulations be placed on short-term rentals for tourists.
“We have also wanted to advocate for measures that enable us to convert commercial properties into apartments. These are often nice and enjoyable apartments, often centrally located. It just requires changes to zoning laws to ensure safety, but this is something I believe young people could be very interested in. We also want to explore mobile housing, which can be very attractive and good housing throughout life, even if they are temporary solutions,” says Kristrún.
Intervening in the job market, not in universities
When the spotlight is directed at universities, Kristrún, when asked whether university education should be for the individual or the job market, states that the main reason people should enhance their education, whether in university or vocational training, is to increase skills and improve critical thinking.
“University education certainly involves specific fields, such as health sciences, where you must have clinical training in what you are doing. But the vast majority of university studies is just about fostering critical thinking,” says Kristrún.
It is a cornerstone of a democratic society to raise individuals who can critically assess their own communities. However, it is normal for the government to have certain views on how the job market should be built here.
“There is nothing strange about having strategic projects and priorities in public universities in this regard, but it will never be the case that certain fields become superior to others. You need people in all disciplines to build a community. The job market must, of course, be considered, but first and foremost, there needs to be people who can think and work, and who are free in their society.”
Kristrún states that it is a significant misunderstanding that a sort of free market exists in Iceland regarding which industries are developed.
“That’s not the case. There’s a framework around everything. There is tax and fee policy, there are incentives, there are refunds, and grants for various industries. The state has both direct and indirect influence over many industries,” says Kristrún. “But if we’re talking about direct interventions in universities, it’s always a bit dangerous to try to steer people down a single path. If you have certain influences on the industries themselves, then that impacts universities; people are critical of where they can find work. I think it's more natural to approach it this way.”
With great education comes great responsibility
Kristrún asserts that despite her belief that education should be an equalizing tool with equitable access, it is a significant misunderstanding that it only comes with rights. It is not a given that individuals can pursue any education at the expense of taxpayers and automatically expect higher wages upon completion.
“We have certain rights, but we also need to give something back, and we have an obligation to take good care of the resources around us. It is not unreasonable to place demands on people in university education, not at all. Firstly, it’s not a given that everyone will pursue university education; there are many people who wouldn’t find their place there and would be much more active citizens in society if they were working under different conditions. I think it’s detrimental to create a system that insists everyone should be pushed into one pathway.”
Such an approach creates unhealthy expectations that people with a university degree are bound to receive well-paid jobs. The same individuals might then enter the workplace, frustrated that their rights haven’t materialized.
“That doesn’t work, of course. We must offer a diverse education system that provides people with the opportunity to find themselves, whether that’s through diploma programs, university studies, practical training, or whatever it may be. But we also need to make demands of people, and naturally, individuals must handle public funds responsibly. Therefore, it’s not unreasonable to have expectations of people in university education. Individual circumstances may arise, but it’s not a given that you can pursue exactly what you want. There are responsibilities, and people must respect the system they are entering. But we certainly want to ensure that everyone has the opportunity to utilize these chances.”
God bless the universities
There was little room to delve deeper and engage in real group work. The tone was different in the United States.
“I definitely felt it; it impacts the quality of education, and everyone knows that if you’re pushing through with quantitative assessments because you're lacking funding on those terms, it becomes more challenging to attend to other studies. Yet, I was still very well prepared for everything I took on. I had a wonderful time at university, I met my husband there, and I have fond memories of that time,” concludes Kristrún.
Kristrún herself is very well-educated, if you will. She graduated with a BS degree in economics from the University of Iceland in 2011, and after that, she went to the United States, where she earned a master's degree in the same field from Boston University in 2014, followed by another master's degree in international studies, focusing on economic governance and international finance from Yale i n 2016.
“I started studying economics in the fall of 2008, just as the financial crisis began. It was a unique time, but I had a very good experience at the university. However, I did feel the pressure of studying during a time of significant cuts in society as a whole. I felt there wasn’t much space for specialization. The focus was on having more, larger courses, and it felt more like multiplechoice exams rather than engaging in critical projects. Of course, that is related to funding,” says Kristrún.
Icelandic and the University Community
Ísleifur
Arnórsson,
Student Council Member on behalf of Röskva
Icelandic language has recently been prominent in social and political discussions. It has been widely discussed in the media, and it has also surfaced in statements from candidates and policy positions of political parties in the run-up to the parliamentary elections taking place on November 30. Public opinions on the topic are diverse, and discussions can become quite heated, which shows how much Icelanders truly care about the Icelandic language and how significant it is for society as a whole. Regardless of all the disputes, it is evident that the Icelandic language is one of the main pillars of Icelandic society and therefore touches upon various issues, such as education and culture, foreign affairs, economic matters, and issues concerning foreigners.
The University of Iceland holds a special position regarding matters related to the Icelandic language. The Department of Icelandic and Cultural Studies operates here and is the only department in the world that teaches Icelandic, Icelandic literature, and Icelandic grammar at all levels of study, and it is the only one where it is possible to earn a degree in these subjects, whether at the undergraduate or graduate level. The research of the department in these fields is among the strongest in the world. It also offers courses in Icelandic as a second language, both leading to a 180-credit BA degree and a 60-credit practical diploma, which together form the largest academic pathway in the University of Iceland.
Moreover, these subjects play a key role in the integration of immigrants into Icelandic society, providing better proficiency than Icelandic courses offered by any other institutions. However, the reality is that the University of Iceland is underfunded like the entire higher education community in this country. Compared to the number of students, its funding is significantly below the average of OECD countries and even lower compared to the other Nordic countries. This impacts staff and students across all fields in various ways, and the Icelandic language is no exception. The course offerings at the Department of Icelandic and Cultural Studies have been reduced due to unfilled teaching positions of retiring faculty; research funding is hard to obtain, which affects the research capacity of experts; similarly, doctoral funding is scarce, hindering the training of upcoming generations of scholars and specialists. Such conditions can have serious implications for departments with a unique position, like the mentioned department, which is responsible for research and teaching that can hardly be found elsewhere in the world; if they cannot conduct research and teaching properly, then who will?
The situation is not good, and there is little that university administrators can do other than optimize what is available. Despite grand proclamations from politicians, continually emphasizing the multifaceted importance of the Icelandic language and the country’s culture, experience shows that the funding of educational institutions, including those playing a key role in preserving the language and culture, is not prioritized. Thus, at the same time that discussions are held about the so-called “foreigner issue” and the importance of inclusion is emphasized, no funds are provided to adequately support the department that offers the best Icelandic language education for people of foreign origin. However, all hope is not lost! The situation can be improved with increased support from the government, but this will not happen on its own. The government in the next election period needs to buckle down and make a decision to increase funding for the university community. It is crucial to put this issue on the agenda to protect the Icelandic language, but also to build a more cohesive, diverse, and stronger society for all of us.
Vinstri Græn
Finnur Ricart Andrason
Finnur Ricart Andrason er oddviti Vinstri grænna, VG, í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann er fyrrverandi formaður samtakanna Ungra umhverfissinna, og jafnframt yngsti frambjóðandinn sem Stúdentablaðið ræðir við í aðdraganda kosninga, fæddur á því herrans ári 2002. Finnur er á kafi í kosningabaráttu þar sem við hittum hann í hádeginu á laugardegi, í kosningamiðstöð VG á Suðurlandsbraut. Þar er múgur og margmenni, formaðurinn, þingmenn og óbreyttir flokksmenn að skipuleggja, hringja og pæla í því hvernig koma megi fylginu til betri vegar, en VG hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Mælist botnfrosinn utan þings.
Finnur er sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum, og er útskrifaður með BS-gráðu í umhverfisfræðum frá Utrecht. Hann hefur starfað hjá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga á sviði loftslags- og umhverfismála.
Hann hafi, rétt eftir að ljóst varð að kosningar væru í nánd, fengið símtal þar sem honum var boðið að taka sæti á lista. Nokkuð sem hann hafði þó hugleitt áður en til kosningabaráttunnar kom.
„Þegar tækifærið gafst ákvað ég að stökkva á þetta.“
Af hverju valdir þú VG?
„Þetta er sá flokkur sem er með stærsta og sterkasta umhverfishjartað. Flokkurinn er með sterka og skýra stefnu í umhverfismálum, varðandi náttúruvernd og loftslagsaðgerðir. Þetta er það sem skiptir mig mestu máli, því ég veit hvað ástandið er alvarlegt og hvað það skiptir ungt fólk og komandi kynslóðir að við grípum til róttækra aðgerða í dag. Þó það séu önnur mál líka, eins og húsnæðismál og geðheilbrigðismál sem ég vil leggja áherslu á, þá fann ég að VG er sá flokkur sem var tilbúinn að taka á móti mínum áherslum í umhverfisog loftslagsmálum hvað best. Svo er ég líka bara mjög vinstrisinnaður, þannig að þetta passar allt saman,“ segir Finnur.
Vilja sækja fjármagnið til þeirra sem eiga mest
Þar að auki falli aðrar áherslur flokksins honum vel í geð. Hann sé umhverfisverndarsinni en einnig vinstrimaður.
„Og VG er ekki hrætt við að sækja fjármagnið þar sem það er mest í samfélaginu, og þar sem það er ekki að nýtast samfélaginu. Að skattleggja þá sem eiga mest með fjármagnstekjuskatti til þess að setja í almannaþjónustu, til dæmis opinbert heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum.“
Húsnæðismál númer eitt, tvö og þrjú Það er ljóst af samtali við Finn að hann fellur vel að stefnumálum Vinstri grænna, og flokkurinn að hugsjónum hans.
„Mér finnst Vinstri græn vera grænn flokkur í gegn. Það er munurinn sem ég sé á okkur og öðrum flokkum. Vissulega eru fleiri flokkar með flotta umhverfisstefnu, en það virðast ekki vera margir í hinum flokkunum sem tala fyrir grænum stefnum að fyrra bragði, á meðan mér finnst allir hér sem eru ofarlega í framboð tala af fyrra bragði um mikilvægi loftslagsaðgerða og umhverfisverndar.“
Metnaður Finns liggur í því að auka tiltrú og traust ungs fólks til stjórnmálanna.
„Sem ungur einstaklingur finnst mér rökrétt að berjast fyrir hagsmunum ungs fólks. Fyrir utan umhverfis og loftslagsmálin eru það húsnæðismálin, sem maður finnur að brennur á öllum á aldrinum 16 til 30. Ég er búinn að kafa ofan í vandamálið og skoða lausnir,“ segir Finnur. Það gefi auga leið að framboð af húsnæði anni ekki eftirspurninni, og þess vegna sé húsnæðisverð allt of hátt.
„Það sem ég hef skoðað og held að geti leyst vandann til skemmri tíma væri að herða tökin á skammtímaleigu, Airbnb og sams konar starfsemi. Ef við myndum gera það myndi það skila sér í nokkur hundruð íbúðum inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem við viljum gera er að hækka skatta á þriðju, fjórðu eða fimmtu eign sem einstaklingar eiga, og eru ekkert endilega að leigja út,“ segir Finnur. Slíkar aðgerðir kæmu að hans mati til með að leysa skammtímavandann að einhverju leyti.
„Í grunninn er okkar sýn sú að húsnæði á að vera heimili fyrir fólk, en ekki fjárfesting fyrir fjármagnseigendur.
Hann segir hugmyndir um leigubremsu afar spennandi, en þekkir það sjálfur af almennum leigumarkaði frá námsárum sínum í Hollandi.
„Þar var það þannig að það mátti ekki hækka leiguverð nema um ákveðið hlutfall á ári. Það er eitthvað sem ég myndi vilja koma á fót hér, svo það sé ekki jafn brjálæðislega dýrt að leigja,“ segir Finnur.
Á sama tíma þurfi að byggja meira íbúðarhúsnæði, en Finnur segir varhugavert út frá náttúruverndarsjónarmiðum að brjóta nýtt land án nokkurrar aðgátar. Því þurfi bæði að brjóta nýtt land þar sem það eigi við, á sama tíma og þétta þurfi byggð. „Það þarf svo að vera eitthvað húsnæði sem er ekki of stórt, og hentar fyrir ungt fólk sem fyrstu kaupendur. Ég held að það sé verið að byggja alveg nóg af glæsiíbúðum sem eru ekki að seljast. Svo er ég líka mjög spenntur fyrir óhagnaðardrifnum leigufélögum.“
Ósammála Sjálfstæðisflokknum
Aðspurður segir Finnur að háskólanám fyrir honum eigi í senn að vera ánægjulegt, gefandi og auka lífsgæði samfélagsins.
„Ég vil líta á háskólanám í stærra samhengi en bara atvinnumiðað, það er að segja: Að fólk fari ekki bara í háskóla til að mennta sig fyrir ákveðið starf, eða til að fá ákveðin laun. Mér finnst varhugavert hvernig til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn talar um að háskólanám eigi að vera mjög atvinnumiðað, og atvinnulífið eigi að koma mikið að því að þróa háskólanám. Það er alveg mikilvægt líka, en má ekki vera eingöngu þannig,“ segir Finnur og nefnir heimspekinám sem dæmi um eitthvað sem gagnist samfélaginu til lengri tíma, þó atvinnulífið kynni að hafa lítil not fyrir heimspekinga.
Það sé engu að síður mikilvægt að háskólanám sé metið til launa, þar sem fólk taki tíma úr sínu lífi til að mennta sig, afla sér þekkingar og reynslu.
„Það kostar peninga að vera í námi, því á meðan er maður ekki á vinnumarkaði, að minnsta kosti ekki í jafn miklum mæli og maður hefði mögulega annars tök á.
Þannig að það þarf að meta menntun betur til launa,“ segir Finnur.
Vill jafna leikinn og halda fólki á landinu
breytileg eftir efnahagslegum bakgrunni fólks.
„Þarna er stefna VG mjög skýr. Við erum mjög hlynntari opinberum háskólum, fremur en einkareknum.
Háskólinn í Reykjavík, til dæmis, er vissulega frábær háskóli en ég held að það væri hægt að verja þeim pening sem ríkið er að setja í einkareknu háskólana
þannig að hægt væri að bjóða upp á hágæða nám fyrir alla, óháð því hvort þeir hafi tök á að borga hærri skólagjöld eða ekki,“ segir Finnur og bætir því við að hann telji heillavænlegast að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands verði fösuð út í skrefum.
Bæta þarf kjör stúdenta margfalt að mati Finns. Hann segist heppinn að hafa verið í námi erlendis, en hann tók námslán í tíð Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, áður en hann varð að Menntasjóði. „Lánið dugði mér og meira en það, af því það að búa á meginlandi Evrópu er mun ódýrara en að búa á Íslandi. Þannig að ég átti bara afgang, en ég veit að það er ekki raunin fyrir stúdenta á Íslandi, í langflestum tilfellum. Fólk þarf að vinna með námi og mikið á sumrin. Það þarf að samræma þetta, og passa að það sé ekki ódýrara eða hagstæðara að fara í nám erlendis. Sérstaklega þegar okkur vantar sérfræðinga, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, á Íslandi. En til lengri tíma værum við í VG til í að sjá styrkjakerfi, frekar en lánakerfi.“
Hollenski háskólahandboltinn heillaði
Finnur segir háskólaupplifun sína í einu orði frábæra. Helsti gallinn hafi mögulega verið sá að hefja nám haustið 2020, á því alræmda ári.
„Þetta var bara í miðju Covid, þannig að félagslífið var svona upp og niður fyrsta árið.
En fyrir utan það frábær háskóli, frábærir kennarar og frábært fólk. Félagslífið var mjög aðgengilegt, og það er kannski munurinn á þeim stað sem ég var og svo Háskóla Íslands, af minni upplifun. Félagslífið virðist aðeins sterkara úti, það virðist ekki vera frábær stemning alls staðar, en það fer auðvitað eftir námsbrautum.“
Hann nefnir sérstaklega aðgengi stúdenta að íþróttastarfi. Sjálfur æfði hann fótbolta í um áratug, en ákvað að söðla um þegar komið var til Hollands, og prófa handbolta.
„Þar voru stúdentalið, sem eru ekki mér vitandi á Íslandi, og stúdentadeildir. Þetta er auðvitað stærra land með fleira fólk, en þegar ég kom aftur til Íslands eftir þriggja ára nám langaði mig að halda áfram. Þá var annað hvort að fara í meistaraflokk einhvers staðar eða sitja heima. Það eru einhver nokkur bumbuboltafélög, en það er ekki sérstaklega aðgengilegt. Ég held að það mætti bæta þetta, að fjárfesta aðeins í betra félagslífi fyrir stúdenta. Þetta á að vera gaman líka.“
Finnur Ricart Andrason is the leader of the LeftGreen Movement (VG) in the Northern Reykjavík constituency. He is a former chairman of the Young Environmentalists and is also the youngest candidate Stúdentablaðið interviews in the lead-up to the elections, born in the year 2002.
Finnur is deeply involved in the election campaign, and we met him at lunchtime on a Saturday at the VG campaign office on Suðurlandsbraut. There is a crowd of people, including the chairman, MPs, and ordinary party members, organizing, calling, and contemplating how to improve the party’s standing, as VG has not performed well in recent opinion polls. The party currently polls below the threshold to enter parliament.
Finnur is an expert in environmental and climate issues, holding a BS degree in Environmental Studies from Utrecht. He has worked for the Soil Conservation Service, the Environment Agency, and the Association of Icelandic Municipalities in the fields of climate and environmental affairs.
Right after it became clear that elections were approaching, he received a call offering him a position on the ballot—a prospect he had considered even before the election campaign commenced.
“When the opportunity arose, I decided to jump on it.”
Why did you choose VG?
“This is the party with the biggest and strongest environmental heart. The party has a strong and clear policy on environmental issues, regarding nature conservation and climate action. This is what matters most to me because I know how serious the situation is and how important it is for young people and future generations that we take radical action today. While there are other important issues, such as housing and mental health, that I want to emphasize, I felt that VG was the party most willing to embrace my focus on environmental and climate issues. I’m also very leftwing, so it all fits together,” Finnur says.
Taking funds from those who have the most
It’s clear from the conversation with Finn that he aligns well with the policies of the Left-Green Movement, and the party aligns with his ideals.
“I see the Left-Green Movement as a truly green party. That’s the difference I see between us and other parties. Certainly, other parties have great environmental policies, but it seems that few in the other parties actively advocate for green policies. On the other hand, it feels like everyone here at the top of the candidacy talks proactively about the importance
of climate action and environmental protection.”
Additionally, the party’s other priorities resonate with him. He is an environmentalist but also a leftist.
“And VG is not afraid to seek funds from those who have the most in society and where it is not benefiting society. Taxing those with the most through a capital gains tax to allocate it to public services, such as a healthcare system that is accessible to everyone.”
Housing issues come first, second, and third
Finnur’s ambition lies in increasing young people’s trust and faith in politics.
“As a young individual, I find it logical to fight for the interests of young people. Aside from environmental and climate issues, housing is something that resonates with everyone aged 16 to 30. I have delved into the problem and looked for solutions,” Finnur says.
It is clear that the supply of housing does not meet demand, which is why housing prices are far too high.
“What I’ve looked into and believe could solve the problem in the short term is tightening regulations on short-term rentals, Airbnb, and similar activities. If we were to do that, it would result in several hundred apartments entering the market in the capital area. Another thing we want to do is raise taxes on the third, fourth, or fifth properties that individuals own, which are not necessarily being rented out,” Finnur says. Such measures, he believes, would help address the short-term problems to some extent.
“Essentially, our vision is that housing should be a home for people, not an investment for capital owners.” He finds the idea of a rent freeze very exciting and is familiar with the general rental market from his student years in the Netherlands.
“There, it was such that rent could not be increased by more than a certain percentage per year. That is something I would like to implement here so that renting does not become ridiculously expensive,” Finnur says.
At the same time, there needs to be more residential construction, but Finnur believes it is important from a nature conservation perspective to develop new land with caution. Therefore, new areas should be opened up where it is appropriate, while also densifying existing development.
“There should also be housing that is not too large and is suitable for young people as first-time buyers. I believe there is quite a lot of luxury housing being built that isn’t selling. I’m also really excited about nonprofit rental companies.”
In disagreement with the Independence Party
When asked, Finnur states that for him, university education should be enjoyable, rewarding, and enhance the quality of life in society.
“I want to view university education in a broader context than just job-oriented education, meaning that people do not only go to university to prepare for a specific job or to earn a certain salary. I find it concerning how, for instance, the Independence Party talks about higher education needing to be very joboriented, and that the business sector should have a significant role in developing higher education. While that is important too, it cannot be the only perspective,” Finnur says, mentioning philosophy studies as an example of something that benefits society in the long term, even if the business sector may have little use for philosophers. Nonetheless, it is important that university education is valued in terms of salary, as individuals take time out of their lives to educate themselves, gain knowledge, and experience.
“It costs money to be in school because during that time, one is not part of the labor market, at least not to the same extent as one could otherwise. Therefore, education needs to be better valued in terms of salary,” Finnur says.
The Dutch experience differs from Iceland
Finnur believes it is essential, regardless of the education level, that education and its quality should not vary based on people’s economic backgrounds.
“The policy of VG is very clear here. We are much more supportive of public universities rather than private ones. The University of Reykjavík, for example, is indeed a great university, but I believe that the funds the state is putting into private universities could be better spent to offer high-quality education for everyone, regardless of whether they can afford to pay higher tuition fees,” Finnur says, adding that he thinks it would be best to phase in registration fees at the University of Iceland over time.
Finnur believes that students’ conditions need to improve significantly. He considers himself fortunate to have studied abroad, but he took student loans while under the administration of the Icelandic Student Loan Fund, LÍN, before it became the Education Fund.
“The loan was sufficient and more than that, as living on the European mainland is much cheaper than living in Iceland. So I had some leftover, but I know that is not the reality for most students in Iceland. People have to work while studying and a lot during the summer. This needs to be balanced, and we must ensure that it is not cheaper or more advantageous to study abroad, especially when we need specialists, for example in the healthcare sector, in Iceland. However, in the long term, we in VG would prefer to see a grant system rather than a loan system.”
The Dutch experience differs from Iceland
Finnur describes his university experience in one word: excellent. The main drawback might have been starting school in the fall of 2020, that notorious year. “This was right in the midst of Covid, so the social life was a bit up and down during the first year. But aside from that, it was a great university, with excellent teachers and wonderful people. The social life was very accessible, and that might be the difference between where I was and the University of Iceland, from my experience. The social life seems to be a bit stronger abroad; there doesn’t seem to be a great atmosphere everywhere, but that, of course, depends on the study programs.”
He particularly mentions students’ access to sports activities. He himself played football for about a decade but decided to switch gears when he arrived in the Netherlands and try handball.
“There were student teams, which I am not aware of in Iceland, and student departments. This is, of course, a larger country with more people, but when I returned to Iceland after three years of study, I wanted to continue. Then it was either to join a master team somewhere or sit at home. There are a few casual sports clubs, but it is not particularly accessible. I believe this could be improved by investing a little in better social life for students. It should be fun too.”
Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega lögfræði. Formaðurinn er lögfræðingur, Davíð Oddsson er lögfræðingur og flokkurinn er alltaf með dómsmálaráðuneytið, meira að segja þegar hann er ekki í ríkisstjórn. Jakkafataklæddir gaurar sem finnst þeir almennt vera að minnsta kosti pínulítið betri en aðrir, og duglegir að heimsækja Kjarval, Uppi bar, og önnur „fínni“ öldurhús bæjarins. Fólk fer inn í lögfræðina með ýmsar skoðanir, en útskrifast iðulega sem Sjálfstæðismenn, þó Framsóknar- og/eða vinstrimenn sleppi stundum lifandi út.
Miðflokkurinn – Guðfræði
Þegar Jesús Kristur snæddi síðustu kvöldmáltíðina sína var lambakjöt á borðum, og þegar Sigmundur Davíð var á ferð um landið þarna um árið þá borðaði hann hrátt hakk. Það er eitthvað þarna, er það ekki? Svo er Miðflokkurinn stundum að tala um kristin gildi og alls konar. Nunnur og munkar búa líka oft í Klaustrum. Jú, það er klárlega eitthvað þarna.
Rétt eins og viðskiptafræðin er diet-útgáfan af lögfræði, þá er Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn án sykurs og án samviskubits. Meiri sveigjanleiki, ekki jafn mikil pressa og minna fallhlutfall. Án þess að það sé sanngjarnt, þá er staðreyndin sú að fólk horfir á viðskiptafræðinemann eða Viðreisnarliðann og hugsar: „Vá, þessi er pottþétt í Sjálfstæðisflokknum/lögfræði“, en þegar það kemst að sannleikanum hugsar það: „Ah, ég skil. Þessi gat ekki meikað það í Meistaradeildinni“.
Flokkur fólksins – Endurmenntun
Flokkur fólksins talar mikið um gamla fólkið okkar. Sem er ágætt. En það er mjög erfitt að troða þannig flokki inn í þetta námsbrautakerfi sem við erum að vinna með. En sem betur fer er til háskólanám sem er sérstaklega miðað að þeim sem eldri eru. Í Flokki fólksins gengur gamalt fólk í endurnýjun lífdaga, gamlir hamborgarasmiðir eða tónlistarstjörnur síðustu aldar finna nýjan takt og öðlast nýtt hlutverk í samfélaginu. Alveg eins og í endurmenntun.
Umhverfið er Vinstri grænum mjög hugleikið. Allt frá lækjarsprænum sem má alls ekki virkja til allra hvalanna sem Kristján Loftsson má alls ekki veiða. „[...] brennur fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga“. Hvort er þetta úr stefnuskrá Vinstri grænna eða lýsingin á meistarnámi í umhverfisfræði? Það er ómögulegt að segja, enginn veit.
Framsóknarflokkurinn – Búvísindi
Þetta kemur engum á óvart. Nám í búvísindum veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði eða nám í dýralækningum. Landbúnaður, dýralækningar og Framsóknarflokkurinn eru hin raunverulega heilaga þrenning í íslenskum stjórnmálum. Formaður flokksins er dýralæknir, og vegamálastjórinn sem Framsóknarflokkurinn skipaði er líka dýralæknir. Svo elska Framsóknarmenn bara lömbin, hestana og sveitaböllin.
Samfylkingin – Sænska
Íslendingar elska að líta til Norðurlandanna, en Samfylkingin er Íslandsmeistari í að líta til Norðurlandanna. Velferðarsamfélag að norrænni fyrirmynd, með aðferðum sem þekkjast frá nágrannalöndum okkar og félagslegur grunnur að samfélagi aukins jöfnuðar, alveg eins og á Norðurlöndunum. Miðað við kannanir er útlit fyrir að allihopa ætli að kjósa Samfylkinguna, og ef þú spyrð Kristrúnu Frostadóttur þá er það bara jättebra.
Sósíalistaflokkurinn er mættur á sviðið, og beitir fyrir sig blaðsíðu úr sögubókunum. Flokkurinn er búinn að blása rykið af kenningum 19. og 20. aldarinnar um öreigana, auðvaldið og hlekkina, og stefnir með þær inn á þing. Þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað sagnfræðinni þá mættu sumir leiðtogar innan flokksins vera með söguna aðeins betur á takteinunum, til dæmis þegar þeir mæta í höfuðstöðvar fjölmiðlaarms Sjálfstæðisflokksins til að ræða skattahækkanir í sögulegu samhengi.
Lýðræðisflokkurinn - Ekkert
Háskóli er allt of woke fyrir Lýðræðisflokkinn. Ég meina, til hvers að læra eitthvað misgáfulegt eins og kynjafræði eða félagsráðgjöf á kostnað skattgreiðenda, þegar þú getur farið að vinna og orðið sjálfur skattgreiðandi? Lýðræðisflokkurinn hafnar núverandi kerfi og neitar að taka þátt í því að láta hólfa sig niður á einhverja námsbraut. Nema þjóðin kjósi það, þá er flokkurinn reyndar til í það.
Píratar – Tölvunarfræði
Það þarf ekki að útskýra þetta. Svona er þetta bara.
Political Parties as University majors
Independence Party – Law Reform Party –Business Administration
The Independence Party is synonymous with law. Many leaders are lawyers, and the party often holds the justice ministry. Members are typically suit-andtie types who enjoy upscale venues. People enter law school with diverse views but often graduate leaning towards the Independence Party, although some manage to retain other political affiliations.
Similar to how business administration is a lighter version of law, the Reform Party is a toned-down version of the Independence Party. There's more flexibility, less pressure, and a lower risk of failure. Although sometimes perceived as aligned with law, it's more of a practical alternative.
People’s Party –Continuing Education Center Party – Theology
There’s a connection between the spiritual roots of theology and the Center Party’s occasional references to traditional values. Both feature elements of history, tradition, and reflection on foundational beliefs.
The People's Party focuses on senior citizens, which aligns with continuing education programs aimed at older individuals. Members find new roles and opportunities similar to those provided by lifelong learning courses
Left-Green Movement –Environmental Science
Environmental issues are central to the Left-Green Movement, much like environmental science studies ecological preservation and sustainable resource use.
Progressive Party –Agricultural Science
This match is predictable. The Progressive Party has strong ties to agriculture, mirroring the focus of agricultural science studies on farming and animal husbandry.
Social Democratic Alliance - Swedish
The Social Democratic Alliance is known for looking to Scandinavian social models, promoting welfare systems akin to those in neighboring countries. Their focus is on achieving equality similar to that found in Sweden and other Nordic nations.
Socialist Party – History
The Socialist Party draws heavily from historical teachings about economic theories and societal structures. Although aligned with history, some members could improve their grasp of the past for more effective debate.
Democracy Party – None
The Democracy Party rejects the current educational system as too progressive. It values practical experience over formal education, preferring realworld engagement.
Pirate Party – Computer Science
This comparison needs no further explanation.
Jöfn tækifæri til náms?
Katla Ólafsdóttir, oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
Íslenskir háskólanemar vinna gríðarlega mikið. Þannig er bara staðan í dag. EUROSTUDENT 8 skýrslan, sem gerð var á árunum 2021-2024 og ber saman lífs- og námskjör háskólanema í 25 Evrópuríkjum, sýnir að 76% íslenskra háskólanema vinna með námi. Aðeins hollenskir háskólanemar vinna meira, 77% nánar tiltekið, en 56% þeirra vinna yfir allt misserið miðað við 62% íslenskra háskólanema.
En hvers vegna vinna íslenskir háskólanemar svona mikið? Í þessari sömu skýrslu kemur fram að 87% íslenskra háskólanema sem vinna með námi gera það til þess að standa undir framfærslukostnaði, sem er hæsta hlutfallið meðal þessara 25 ríkja. Einnig segjast 74% þeirra ekki hafa efni á því að vera í námi án þess að vinna. Það er kannski skiljanleg ástæða fyrir því þar sem grunnframfærsla námsláns frá Menntasjóði námsmanna er hreinlega ekki nægjanleg. Grunnframfærsla námsmanns í fullu námi sem býr í foreldrahúsnæði er 126.364 kr. á mánuði en 162.947 kr. á mánuði fyrir námsmann í leigu- eða eigin húsnæði. Til samanburðar er neysluviðmið félagsog vinnumarkaðsráðuneytisins, sem hefur þó ekki verið uppfært síðan 2019, fyrir heimili með einum fullorðnum einstaklingi 130.742 kr. á mánuði, án húsnæðiskostnaðar. Einhleypir einstaklingar í leigueða eigin húsnæði geta síðan fengið viðbótarlán upp á 94.905 kr. á mánuði vegna húsnæðiskostnaðar (það eru aðrar upphæðir fyrir einstaklinga í sambúð og/eða með börn) en miðað við núverandi leigumarkað gengur þetta augljóslega ekki upp.
Menntasjóður námsmanna var settur á fót árið 2020 og kom í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en markmið nýja kerfisins er að tryggja jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Helsta breytingin sem varð er að þeir háskólanemar sem ljúka námi á réttum tíma fá 30% niðurfellingu lánsins síns. Hugmyndin með þessu nýja kerfi er að hvetja háskólanema til að ljúka námi á réttum tíma en afleiðingin virðist þó vera sú að enn færri taka námslán nú en áður. Einn fylgifiskur nýja kerfisins er til að mynda vaxtaálag affalla, sem merkir að ef einhver lántakandi nær ekki að greiða af láninu sínu þá fellur það á aðra lántakendur sem fast vaxtaálag en þetta féll áður á ríkið. Auk þess bitnar þetta nýja kerfi óhjákvæmilega helst á þeim sem síst skyldi, svo sem efnaminni nemendum sem eru foreldrar, þar sem niðurfellingin er ekki veitt ef náminu er ekki lokið á réttum tíma, með aðeins nokkrum undantekningum.
Háskólanám er full vinna. Að baki hverri ECTS einingu er miðað við um 25-30 klukkustundir af vinnu, sem nemur um 750-900 klukkustundum á 30 eininga önn. Á 13 vikna misseri og þriggja vikna prófatímabili ætti vinnuálagið því að vera u.þ.b. 45-55 klukkustundir á viku.
Ef nemendur þurfa að vinna í ofanálag er ljóst að það kemur niður á einhverju, hvort sem það er á náminu, félagslífinu eða svefninum. En auðvitað þurfa ekki allir að vinna með skóla. Samkvæmt EUROSTUDENT 8 skýrslunni þá vinna 46% íslenskra háskólanema sem eiga vel stæða foreldra til þess að framfleyta sér, miðað við 65% þeirra sem eiga verr stæða foreldra.
Háskóli Íslands er opinber háskóli og eitt grunngilda hans er jafnrétti. Með gölluðu námslánakerfi er ekki hægt að stuðla að jafnrétti innan háskólans þegar sumir nemendur þurfa að vinna myrkranna á milli til þess að framfleyta sér á meðan aðrir þurfa það ekki. Þann 30. nóvember verða alþingiskosningar á Íslandi og ég óska þess innilega að tilvonandi ríkisstjórn beiti sér fyrir sanngjörnu námslánakerfi og meiri fjármögnun til háskólans í heild sinni. Það gengur ekki að stærsta menntastofnun landsins sé fjársvelt og nemendur hennar sjái sér ekki fært að stunda nám sitt án þess að vinna.
Equal opportunities for education?
Katla Ólafsdóttir, leader of Röskva and Student Council member
Icelandic university students work an extraordinary amount. That’s just the reality today. The EUROSTUDENT 8 report, conducted from 2021-2024 comparing the living and study conditions of university students in 25 European countries, shows that 76% of Icelandic university students work alongside their studies. Only Dutch university students work more, with 77%, but 56% of them work throughout the entire semester compared to 62% of Icelandic students.
But why do Icelandic university students work so much? The same report states that 87% of Icelandic students working alongside their studies do so to cover living expenses, the highest percentage among these 25 countries. Moreover, 74% say they cannot afford to study without working. This might be understandable since the basic maintenance provided by student loans from the Icelandic Student Loan Fund is simply insufficient. The basic maintenance for a full-time student living with parents is 126,364 ISK per month and 162,947 ISK per month for a student in rented or owned accommodation. In comparison, the Ministry of Social Affairs and Labor’s consumption benchmark, which hasn’t been updated since 2019, for a household with one adult is 130,742 ISK per month, excluding housing costs. Single individuals in rented or owned accommodation can receive an additional loan of 94,905 ISK per month to cover housing costs (with different amounts for individuals who are cohabiting and/or with children), but considering the current rental market, this clearly doesn’t work out.
The Icelandic Student Loan Fund was established in 2020, replacing the Icelandic Student Loan Fund, with the aim of ensuring equal opportunities for education regardless of financial status. The main change was that university students who complete their studies on time receive a 30% reduction on their loan. The idea behind this new system is to encourage students to graduate on time, but the result seems to be that even fewer students are taking loans than before. One consequence of the new system is the additional interest burden, meaning if a borrower cannot repay their loan, the interest falls on other borrowers as a fixed rate, whereas this burden previously fell on the state. Additionally, this new system inevitably impacts most those who should be impacted least, such as financially disadvantaged students who are parents, as the loan reduction is not granted if studies are not completed on time, with only a few exceptions.
University studies are a full-time job. Each ECTS credit corresponds to approximately 25-30 hours of work, amounting to about 750-900 hours in a 30-credit semester.
Over a 13-week semester and a three-week exam period, the workload should be around 45-55 hours per week. If students need to work on top of this, it’s clear something will give—be it their studies, social life, or sleep. Of course, not all students must work. According to the EUROSTUDENT 8 report, 46% of Icelandic university students who have well-off parents work to support themselves, compared to 65% of those with less well-off parents.
The University of Iceland is a public university, and one of its core values is equality. A flawed student loan system cannot promote equality within the university when some students have to work excessively to support themselves while others do not. On November 30, parliamentary elections in Iceland will take place, and I sincerely hope that the future government will advocate for a fair student loan system and increased funding for the university as a whole. It is unacceptable that the country’s largest educational institution is underfunded and its students cannot pursue their studies without having to work.
Þú læknar ekki kvíða með göngutúr
Drífa Lýðsdóttir, Vökuliði
Ég gæti keypt mér um það bil 15 máltíðir í Hámu með stúdentakorti og myndi það jafngilda verði á einum sálfræðitíma. Að sækja sér sálfræðiþjónustu er farið langt fram yfir öll skilyrði sem gilda eiga um grundvallarréttindi manna til heilbrigðisþjónustu, eða er aðgengi að sálfræðiþjónustu kannski ekki skilgreint undir grunnþjónustu manna hér á landi líkt og almenn læknisþjónusta? Ég fótbrotna og leita til læknis en ég fæ bullandi kvíðakast og fer út í göngutúr því það er a.m.k. ódýrara en sálfræðiþjónusta.
Sem námsmaður hefur maður svo sannarlega ekki alltaf nægilegt fé á milli handanna en getur kannski keypt sér samloku hér og kaffibolla þar en staldrar stundum við og spyr sig hvort það sé þess virði að kaupa salat í Hámu á tæpar 2000 kr. (gott salat samt), hvað þá að eyða 23.000 krónum í einn sálfræðitíma? Ég er mikil talskona þess að á endanum sé sálfræðiþjónusta ávallt peninganna virði og eru það eflaust margir, en það breytir ekki staðreyndinni að allt of margir hafa hreinlega ekki tök á því að leita sér sálfræðiþjónustu.Þó að það sé auðvitað mikilvægt að líta til rótar vandans og reyna að finna samfélagslegan samnefnara varðandi hvað það er sem leiðir til slæmrar geðheilsu, og geta það verið hlutir á borð við hreyfingu, mataræði, skjátíma og annað í þeim dúr, þá nægir það bara hreinlega ekki til árangurs.
Ég lenti í áfalli árið 2019 og þurfti ég að leita mér sálfræðiþjónustu og verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa gert það. Ég bý svo vel að eiga góða að og hjálpuðu foreldrar mínir mér við kostnaðinn. Ef ég hefði borgað alla sálfræðitímana sjálf væri ég eflaust komin í einhverja skuld og ætti t.d. enn erfiðara með að kaupa mér íbúð – en það er umræða út af fyrir sig. Það hefði ekki dugað fyrir mig að líta í eigin barm, borða hollar og hreyfa mig meira, ekki þegar áfallið var ekki þess eðlis.
Fyrir mér er nauðsynlegt að tryggja að geðheilbrigðisþjónusta sé álitin jafn mikil grunnþjónusta og önnur læknisaðstoð því það eru miklu fleiri sem hefðu gott af því að nýta sér sálfræðiþjónustu en þeir halda, en gera það ekki einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki tök á því.Það hlyti að minnka heildarkostnað samfélagsins hvað varðar geðheilsu ef meira fjármagn væri sett í þennan málaflokk. Hvernig? hugsar þú, kæri lesandi, en ég skal svara því. Ef meiri fjármunum yrði varið í geðheilbrigðismál, til að mynda að niðurgreiða sálfræðiþjónustu til muna, myndi myndast samfélagslegur ábati, því allir þeir sem þurfa þessa þjónustu en hafa ekki efni á henni (sem ég giska á að sé mikill fjöldi), gætu þ.a.l. nýtt sér hana og myndi andleg heilsa batna til muna í samfélaginu öllu – sem væri jú ábati fyrir samfélagið allt.
Ef við hugsum aðeins út í það að fólk leitar reglulega til heimilislæknis eða annarra lækna varðandi líkamlega heilsu, af hverju er þá ekki talið jafn eðlilegt og mikilvægt að leita sér sálfræðiþjónustu vegna geðheilsu? Af hverju hefur líkamleg heilsa verið talin vega meira en andleg heilsa í svo langan tíma? Vissulega hefur orðræðan um andlega heilsu orðið mun meira áberandi síðustu árin en það er ekki bara nóg að tala um hlutina, það þarf að bregðast við orðræðunni. Sálfræðiþjónusta hefur enn ekki verið niðurgreidd þrátt fyrir að búið sé að lögfesta það. Maður myndi einhvern veginn halda að það væri eðlilegt að stuðningur, þvert á íslenska stjórnmálaflokka, varðandi geðheilbrigðismál væri til staðar og kannski er hann það, en stuðningur í orði nægir ekki til árangurs, það þarf að láta orð verða að verkum því verkin eru það sem skilar árangrinum.
You don’t cure anxiety with a walk
Drífa Lýðsdóttir, member of Vaka
I could buy about 15 meals at Hámu with a student card, which would cost the same as a single session with a psychologist. Accessing psychological services has far exceeded all conditions that should apply to the basic human right to healthcare, or is access to psychological services perhaps not considered a fundamental service for people here, like general medical care? If I break my leg, I see a doctor, but if I have a severe anxiety attack, I go for a walk because at least that’s cheaper than psychological services.
As a student, one often doesn’t have enough money but can perhaps buy a sandwich here and a coffee there, yet sometimes pauses to question whether it’s worth buying a salad at Hámu for nearly 2000 ISK (a good salad, though)—let alone spending 23,000 ISK on a single therapy session. I am a strong advocate for psychology services being worth the money in the end, as many likely agree, but that doesn’t change the fact that far too many simply cannot afford to seek psychological help.While it is important to address the root of the problem and try to find a societal common factor in what leads to poor mental health—such as exercise, diet, screen time, and the like—that alone is simply not enough to succeed.
I went through trauma in 2019 and had to seek psychological help, for which I am eternally grateful. I’m fortunate to have supportive family members who helped with the costs. If I had paid for all the therapy myself, I would probably be in some debt, making it even harder to buy an apartment—that’s a topic of its own. Looking inward, eating healthier, and exercising more wouldn’t have sufficed, not when the trauma wasn’t of that nature.
For me, it is essential to ensure that mental health services are considered as fundamental a service as other healthcare because many more people would benefit from psychological services than they realize, but simply do not because they cannot afford it.
It would likely reduce overall societal costs concerning mental health if more funding were allocated to this issue. How, you ask, dear reader, but I will answer that. If more resources were invested in mental health— substantially subsidizing psychological services—there would be a societal gain, as all those who need this service but cannot afford it (which I guess is a great number) could thus use it, improving mental health significantly across the community—which would be a gain for society as a whole.
If we just think about the fact that people regularly consult their general practitioner or other doctors for physical health, why is it not considered equally normal and important to seek psychological services for mental health? Why has physical health been considered more significant than mental health for so long? Certainly, the discourse around mental health has become much more prominent in recent years, but talking about these issues is not enough; there needs to be a response to this conversation. Psychological services have not yet been subsidized despite the legislation being passed to do so. One would somehow expect that support across Iceland’s political spectrum regarding mental health issues would be present, and perhaps it is—but verbal support alone does not lead to success. Words need to turn into actions, as it is actions that yield results.
Veljum réttu leiðina
Kjartan Leifur Sigurðsson, varafulltrúi Vöku í Stúdentaráði
Ísland er hálfgerð jafnréttisparadís, það dylst engum sem hefur áhuga á því að sjá það. Ísland er jafnréttisparadís ekki síst vegna þess að hér getur ungt fólk af hvaða þjóðfélagsstöðu sem er gert nokkurn veginn það sem það vill, námsúrval er fjölbreytt og það á við um almenn háskólanám sem og iðnnám. Auk þess eru fáir staðir í heiminum þar sem hægt er að stunda nám á jafn hagkvæman máta, hvort sem það er innan opinbera háskólakerfisins eða innan vébanda einkareknu háskólanna. Allt þetta er auðvitað algjör blessun og veitir einstaklingum frelsi til þess að blómstra og ná árangri.
Það er þó ekki alltaf draumur í dós að vera ungur einstaklingur á Íslandi, það er nefnilega fjandi erfitt að komast inn á húsnæðismarkaðinn og kaupa sér sína fyrstu eign, sérstaklega ef maður hefur verið í löngu og krefjandi nám og jafnvel verið á námslánum, sem þarf að námi loknu að greiða af. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er orðinn hálf stjórnlaus. Undirritaður er alinn upp í Breiðholti, nánar tiltekið í póstnúmerinu 109. Eftir snögga leit á fasteignavef Vísis er ljóst að engin eign í póstnúmerinu er til sölu á undir fimmtíu milljónir króna. Ég man þá tíð þegar blokkaríbúð í hverfinu kostaði ekki mikið meira en þrjátíu milljónir, það er nefnilega alls ekki svo langt síðan.
Það er ekki bara vandi að kaupa sér eign, vandinn sem blasir við á leigumarkaði er engu skárri. Erfitt er að verða sér úti um íbúð til leigu. Jafnvel þótt boðið sé yfir uppsettu verði, sem nota bene er alltof hátt, þá eru góðar líkur á að margir séu að slást um sömu íbúð og því líklegt að hún falli í hendur annars aðila. Þetta er auðvitað bagalegt enda er ekki síður mikilvægt að leigumarkaðurinn sé öflugur eins og hinn almenni húsnæðismarkaður.
Ljóst er að við stöndum á hálfgerðum tímamótum. Við ráðum í raun ekki við þennan húsnæðismarkað mikið lengur og eitthvað þarf að gera og það þarf að gerast fljótt. Stjórnmálaflokkarnir hafa í aðdraganda kosninga verið að keppast við það koma með sínar lausnir og plön til að bregðast við þessu aðkallandi vandamáli. Það verður að segjast að lausnirnar hafa verið misgáfulegar. Sumir kalla eftir að lögfest verði svokallað leiguþak sem að gerir það að verkum að leiguverð geti ekki farið yfir ákveðna upphæð, aðrir ætla sér að stemma stigu við Airbnbmarkaðnum, meðal annars með innleiðingu svokallaðs tómthússkatts. Enn aðrir ætla sér að byggja meira og auka þannig framboð íbúða bæði á almennum húsnæðismarkaði og leigumarkaði.
Það fallega við að búa í lýðræðissamfélagi er það að nú geta kosningabærir Íslendingar einfaldlega kosið um það hver þessara leiða þeim finnst fýsilegust til þess að ná árangri. Mín persónulega skoðun er sú að vandinn sem að blasir við okkur sé fyrst og fremst framboðsskortur sem að verður síður en svo leystur með íþyngjandi ríkisafskiptum eins og leiguþaki eða aukinni skattlagningu. Við þurfum einfaldlega að brjóta nýtt land og skylda sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til þess að byggja í takt við þá miklu fólksfjölgun sem hefur orðið hér á síðastliðnum misserum. Ef þetta tekst er ljóst að jafnréttisparadísin Ísland verður enn betri staður fyrir ungt fólk.
Choosing the right path
Kjartan Leifur Sigurðsson, deputy representative of Vaka in the Student Council
Iceland is practically a paradise of equality, which is clear to anyone who wants to see it. Iceland is a paradise of equality, particularly because young people here, regardless of their social status, can do pretty much whatever they want. There is a diverse range of educational opportunities, both in general university education and vocational training. Moreover, there are few places in the world where one can study as affordably, whether within the public university system or at private universities. All of this is, of course, a blessing and provides individuals with the freedom to flourish and succeed.
However, being a young person in Iceland is not always perfect. It is extremely difficult to enter the housing market and purchase one’s first property, especially if one has been in long and demanding studies and perhaps relied on student loans, which must be paid off after graduation.
The housing market in Iceland has become somewhat uncontrolled. I was raised in Breiðholt, specifically in the postal code 109. A quick search on Vísir’s real estate website shows that no property in that postal code is for sale under fifty million ISK. I remember when apartments in the area cost not much more than thirty million, which wasn’t that long ago. It’s not just difficult to buy property; the challenges on the rental market are no better. It’s hard to find an apartment to rent. Even if you offer above the listed price, which, by the way, is way too high, there is a good chance that many are competing for the same apartment, making it likely that it will end up with someone else. This is, of course, problematic, as it is equally important that the rental market is strong, just like the general housing market.
It is clear that we are at a kind of crossroads. We can’t really manage this housing market much longer, and something needs to be done quickly. Political parties have been competing in the run-up to elections to provide their solutions and plans to address this urgent problem. It must be said that the solutions have varied in intelligence. Some call for the introduction of a so-called rent cap, which would prevent rental prices from exceeding a certain level. Others aim to curb the Airbnb market, including through the introduction of a so-called vacancy tax. Yet others plan to build more, thus increasing the supply of apartments in both the general housing and rental markets.
The beautiful thing about living in a democratic society is that eligible Icelandic voters can now simply choose which of these paths they find most feasible for achieving success. My personal opinion is that the problem we face is primarily a shortage of supply, which is unlikely to be solved by burdensome government interventions like rent caps or increased taxation. We simply need to break new ground and oblige municipalities in the capital region to build in line with the significant population growth that has occurred here in recent semesters. If this succeeds, it is clear that the equality paradise of Iceland will be an even better place for young people.
Hvernig geta komandi kosningar haft áhrif á aðgengismál stúdenta við
Háskóla Íslands?
Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði f.h. Röskvu, og meðlimur í ráði um málefni fatlaðs fólks
Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, hagsmunafulltrúi SHÍ og forseti Jafnréttisnefndar SHÍ
Sannkallað dauðafæri er til staðar fyrir verðandi meirihluta Alþingis til þess að bæta aðgengismál við Háskóla Íslands. Háskólinn er í stöðugum vexti, það þýðir að nemendahópurinn verður enn fjölbreyttari og nemendur með mismunandi bakgrunn sækja háskólann. Þá er hætta á að ákveðnir minnihlutahópar verði útundan: hreyfihamlaðir, heyrnarskertir, sjónskertir og einstaklingar með sérþarfir. Í stefnu háskólans 2021-2026 „Betri háskóli – betra samfélag“ leggur háskólinn áherslu á að „ryðja hindrunum í samstarfi úr vegi og að taka frumkvæði til að mæta breytingum og áskorunum innan skólans og í samfélaginu.“ Stefnan er flott, en það er ljóst að áskoranirnar eru bæði margar og miklar.
Sem dæmi um lélegt aðgengi við háskólann höfum við Háskólaræktina, Odda, Öskju, Gimla og Lögberg. Háskólaræktin er algjörlega óaðgengileg stúdentum sem notast við hjólastól þar sem engin lyfta er til staðar. Rampar í Odda eru hættulegir og í raun ónothæfir. Dæmi eru um að hjólastólar hafi brotnað við notkun þeirra. Einungis ein sjálfvirk hurð er í Öskju, hurð sem læsist, bæði að innan og að utan, eftir kl. 18. Ástæða þess er einföld, það vantar kortaskynjara við aðalinnganginn.
Á meðal áskorana sem liggja framundan í aðgengismálum er bygging á nýju húsi heilbrigðisvísinda og yfirtaka háskólans á Hótel Sögu. Það er lykilatriði að koma af stað vitundarvakningu innan háskólasamfélagsins og ná fram breytingum á stöðunni. Til þess að tryggja háskólanám fyrir alla.
Við höfum reynt að nýta rödd okkar til að vekja athygli á því hversu ábótavant aðgengið er í byggingum háskólans, það er mikilvægt að nemendur séu velkomnir í háskólann og að þeim líði vel. Þeir eiga ekki að þurfa að lifa við kvíða á hverjum degi og þurfa að velta fyrir sér, „get ég mætt sem sjálfstæður og sjálfbjarga einstaklingur í háskólann í dag eða þarf ég að reiða mig á aðstoð annarra?“ Háskólinn er fyrir alla, og því ættum við ekki að þurfa að vera skrifa þessa grein til að vekja athygli á slæmu aðgengi, það ætti að vera í lagi.
Að því sögðu viljum við biðla til komandi ríkisstjórnar og þeirra sem taka sæti á Alþingi að taka sjónarhorn minnihlutahópa enn frekar inn í ákvarðanatökur, hvort sem það er innan stjórnsýslunnar eða í nemendamálum. Hér er aukið fjármagn lykillinn að því að bæta aðgengismál og gera háskólann að stað fyrir alla.
Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, hagsmunafulltrúi SHÍ og forseti Jafnréttisnefndar SHÍ / , interest representative of SHÍ and president of the Equality Committee of SHÍ
Helsta og skilvirkasta leiðin til þess er ráðning á aðgengisfulltrúa við háskólann. Hlutverk aðgengisfulltrúa væri meðal annars að hafa yfirumsjón með aðgengismálum í fasteignum HÍ og á háskólasvæðinu sjálfu. Verkefnin væru margvísleg, td. að taka við ábendingum um úrbætur, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna, gera aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál með einum eða öðrum hætti. Með ráðningu aðgengisfulltrúa við Háskólann væri háskólinn að stórbæta námsaðgengi sjónskertra, heyrnarskertra, hreyfihamlaðra, sem og annarra einstaklinga með sérþarfir. Von okkar er að ríkisstjórn framtíðarinnar taki alvöru skref í átt að betri háskóla, og þar með betra samfélagi.
How can the upcoming elections affect accessibility issues for students at the University of Iceland?
A genuine opportunity exists for the upcoming majority in the Althingi to improve accessibility issues at the University of Iceland. The university is in constant growth, meaning that the student population will become even more diverse, attracting students from different backgrounds. There is a risk that certain minority groups may be overlooked: individuals with mobility impairments, hearing impairments, visual impairments, and those with special needs.
In the university’s strategy for 2021-2026 “A Better University - A Better Society,” the university emphasizes the need to “remove barriers in collaboration and to take initiative to meet changes and challenges within the school and in society.” The strategy is commendable, but it is clear that the challenges are numerous and significant.
Examples of poor accessibility at the university include the University Garden, Oddi, Öskju, Gimli, and Lögberg. The University Garden is completely inaccessible for students who use wheelchairs as there is no elevator available. Ramps in Oddi are dangerous and essentially unusable. There are instances of wheelchairs breaking during their use. Only one automatic door exists in Öskju, a door that locks, both from the inside and outside, after 6 PM. The reason is simple: there are no card readers at the main entrance.
Among the challenges ahead for accessibility issues are the construction of a new health sciences building and the university’s acquisition of Hotel Saga. It is crucial to initiate awareness within the university community and to achieve change in the current situation to ensure university education for everyone.
We have tried to utilize our voice to draw attention to how inadequate access is in the university’s buildings; it is important that students feel welcome and comfortable at the university. They should not have to live with anxiety every day, questioning, “Can I attend the university today as an independent and self-reliant individual, or do I need to rely on the assistance of others?” The university is for everyone, and therefore we should not have to write this article to draw attention to poor accessibility; it should be acceptable.
That said, we urge the upcoming government and those who will take seats in the Althingi to further incorporate the perspectives of minority groups into decision-making, whether within administration or in student affairs. Here, increased funding is key to improving accessibility issues and making the university a place for everyone.
Styrmir Hallsson, Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði f.h.Röskvu, og meðlimur í ráði um málefni fatlaðs fólks / student council member on behalf of Röskva, and member of the council on issues concerning disabled individuals
The main and most effective way to achieve this is to hire an accessibility officer at the university. The role of the accessibility officer would include overseeing accessibility issues in the properties of the University of Iceland and on the university campus itself. The tasks would be diverse, such as receiving feedback on improvements, providing recommendations for implementing solutions, conducting accessibility assessments, and managing projects related to accessibility in one way or another. With the recruitment of an accessibility officer at the university, the university would greatly improve access to education for the visually impaired, hearing impaired, and those with mobility impairments, as well as other individuals with special needs. Our hope is that the future government will take serious steps towards a better university and, thereby, a better society.
Stúdentar taka til
Herferð Stúdentaráðs
“Stúdentar taka til” er hafin.
Markmið herferðarinnar er að hvetja íslensk fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og tileinka sér góðar venjur á sviðum umhverfis, samfélags og stjórnarhátta. Á sama hátt hvetjum við stúdenta til að taka meðvitaða ákvörðun um hvaða fyrirtæki þið eigið viðskipti. Veljum þau fyrirtæki sem hugsa til framtíðar. Veljum fyrirtæki framtíðarinnar.
Stúdentaráð mun verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel á sviðum sjálfbærni. Munu þau fyrirtæki hljóta nafnbótina “Fyrirtæki framtíðarinnar”.
Með því að taka þátt efla fyrirtæki ímynd sína á markaði, auka traust viðskiptavina til sín, og efla tengingu sína við stúdenta sem láta umhverfismál sig varða. Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að ef vel er staðið að sjálfbærnimálum í starfsemi fyrirtækja getur það haft jákvæð áhrif á arðsemi fyrirtækjanna. Það er ljóst að það borgar sig að hugsa til framtíðar og við stúdentar ætlum að stíga fyrsta skrefið.