

Akademían

Handbók SHÍ til stúdenta
The Student Council’s Guide to UI
Útgefandi / Publisher
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ritstjóri / Editor
Vésteinn Örn Pétursson
Hönnun og umbrot / Design and layout
Sunna Þórðardóttir
Prentun / Printing
Litlaprent
Sérstakar þakkir / Special thanks
Arent Orri J. Claessen
Daníel Hjörvar Guðmundsson
Jean-Rémi Chareyre
Júlíus Viggó Ólafsson
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Snæfríður Blær Tindsdóttir
Valgerður Laufey Guðmundsdótti r

EFNISYFIRLIT / CONTENTS
ÁVARP RITSTJÓRA AKADEMÍUNNAR
EDITOR ’ S ADDRESS
ÁVARP FORSETA STÚDENTARÁÐS
STUDENT COUNCIL PRESIDENT ’ S ADDRESS
HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ?
WHAT IS THE STUDENT COUNCIL?
STÚDENTARÁÐSLIÐAR
STUDENT COUNCIL MEMBERS
RÉTTINDASKRIFSTOFA STÚDENTA
STUDENT RIGHTS OFFICE
HÁSKÓLARÁÐ
THE UNIVERSITY COUNCIL
FASTANEFNDIR STÚDENTARÁÐS
THE STUDENT COUNCIL’S STANDING COMMITTEES
MENNTASJÓÐUR NÁMSMANNA
ICELANDIC STUDENT LOAN FUND
HVERT GET ÉG LEITAÐ?
WHERE CAN I GO FOR HELP?
FÉLAGSLÍF
UNIVERSITY LIFE
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
STUDENT SERVICES
UGLA OG CANVAS
UGLA AND CANVAS
SKIPTINÁM
STUDY ABROAD
HÁSKÓLAFORELDRAR
FAMILY LIFE ON CAMPUS
HÁSKÓLARÆKTIN
THE UNIVERSITY FITNESS CENTER
STÚDENTAKORTIN
STUDENT CARDS
SJÓÐIR
FUNDING OPPORTUNITIES
AÐ HEIMSÆKJA STÚDENTAKJALLARANN
KORT AF HÁSKÓLASVÆÐINU
VIÐBURÐIR Á DÖFINNI
ORÐSKÝRINGAR
ÁVARP RITSTJÓRA AKADEMÍUNNAR
Kæru nemendur!
Velkomin í Háskóla Íslands. Stundin sem þið hafið beðið eftir er loks runnin upp. Skólaárið er hafið, og með því allt sem námsmannalífið hefur uppá að bjóða, hvort sem það er kaffibolli yfir námsbókunum á Háskólatorgi, uppfræðandi fyrirlestrar um það sem þið hafið kosið að leggja fyrir ykkur, allt það öfluga félagsstarf sem nemendafélög háskólans halda úti, eða krúnudjásnið sjálft: Októberfest.
Þetta eigið þið allt inni, og meira til.
Sum ykkar eru hér í fyrsta sinn, en önnur vita nákvæmlega hvaða tilfinningu ég er að tala um.
Nýtt upphaf, með öllum þeim tækifærum sem því fylgja.
Hvort sem þú, kæri lesandi, ert nýnemi eða þaulreyndur nemandi við Háskóla Íslands, þá er þetta rit, Akademían, prýðisgóður leiðarvísir fyrir ótalmargt sem viðkemur háskólanáminu.
Hér fást svör við hversdagslegum spurningum sem komið geta upp, en einnig upplýsingar um hvaða úrræði stúdentar hafa til að fá hlut sinn réttan, hvar þau er að finna, og hver réttur stúdenta er.
Hér er einnig að finna hagnýtan fróðleik, til að mynda leiðarvísi um hvernig skuli bera sig að þegar Stúdentakjallarinn er sóttur heim.
Í Akademíunni finnur þú allt það helsta sem þarf til að byggja góðan þekkingargrunn um Háskólann, sem auðvelt verður að byggja ofan á þegar líður á skólaárið.
Gangi ykkur vel í leik og starfi, og munið að lykillinn að góðu og gleðiríku háskólanámi er góð samblanda af þessu tvennu.
Vésteinn Örn Pétursson, ritstjóri Stúdentablaðsins og Akademíunnar.

5 EDITOR ' S ADDRESS
Dear students!
Welcome to the University of Iceland. The moment you’ve been waiting for has finally arrived. The school year has begun, and with it, everything that student life has to offer—whether it’s sipping coffee over textbooks at Háskólatorg, enlightening lectures on your chosen field, the vibrant social activities organized by the university’s student associations, or the crown jewel itself: Oktoberfest. All of this awaits you, and more.
Some of you are here for the first time, while others know exactly the feeling I’m talking about—a new beginning, with all the opportunities that come with it.
Whether you, dear reader, are a freshman or a seasoned student at the University of Iceland, this publication, Akademían, is an excellent guide to all things related to university life.
Here, you’ll find answers to everyday questions that may arise, as well as information on what resources are available to students to ensure they get their due, where to find them, and what your rights as a student are. You’ll also find practical advice, such as a guide on how to navigate a visit to the Student Cellar.
In Akademían, you’ll discover all the essentials you need to build a solid foundation of knowledge about the University, which will be easy to build upon as the school year progresses.
Best of luck in both work and play. And remember that the key to a joyful and fulfilling university experience is a good mix of both.
Vésteinn Örn Pétursson, editor of the Student Paper and Akademían.
ÁVARP FORSETA STÚDENTARÁÐS
Kæru stúdentar!
Nú er komið að því; augnablikinu sem við höfum öll kviðið fyrir. Skólinn er að byrja. En því fylgir að sjálfsögðu einhver spenna líka. Hvort sem maður er að feta sín fyrstu fótspor í háskóla eða um sjóaðri stúdent er að ræða, þá er þetta alltaf einhver tilfinningakokteill sem maður þarf að díla við í upphaf hverrar annar. Hausverkurinn yfir stundatöflunni og hvernig maður á að geta setið tvo mismunandi fyrirlestra á sama tíma án þess að vera með hálsmen Hermione, hvaða bækur maður á að kaupa og hvort að pennaveski séu í tísku eða ekki. Svona mætti lengi áfram telja. Það er þó hægt að hugga sig yfir því að við erum öll að kljást við þetta.
Þetta blað, eða meira svona handbók, er akkúrat til þess fallið að minnka þennan hausverk. Skrifstofa Stúdentaráðs HÍ frá kl. 10-17 alla virka daga. Á skrifstofunni starfar undirritaður ásamt sex öðrum og við höfum liggur við það eina hlutverk að passa upp á að stúdentum finnst gott að vera í skólanum og finni sig, hvort sem það sé í djamminu, að hjálpa til við að díla við kennara sem er of seinn með einkunnir eða hvaða önnur hagsmunamál sem koma upp. Skrifstofan er staðsett beint fyrir ofan bóksöluna á Háskólatorgi og þar getur hver sem vill komið við hvort sem það sé upp á stemninguna eða til að fá svör við einhverjum spurningum. Við tökum vel á móti ykkur.
Um þessar mundir erum við á skrifstofunni önnum kafin við að skipuleggja Októberfest sem verður haldið í 20. skipti núna 5.-7. september, og það verður stærra en nokkru sinni fyrr. Októberfest er stærsta tónlistarhátíð á Íslandi haldin af stúdentum, og ég held raunar að eina útihátíðin sem skáki Októberfest sé Þjóðhátíð. Ég veit hins vegar að stemningin verði í það minnsta jafn mikil á Októberfest og í eyjum.
Þegar við erum ekki að skipuleggja einhverja svona negluviðburði eins og Októberfest erum við hins vegar alltaf að græja eitthvað og gera. Stúdentaráð er hagsmunaafl fyrir stúdenta og hefur það meginhlutverk að gæta þinna hagsmuna innan og utan veggja háskólans. Ég hvet alla til þess að taka eins virkan þátt í öllu félagslífi og mögulegt er, jafnvel þó það komi niður á einhverju einu hlutaprófi eða ritgerð. Við erum bara ung einu sinni og áhyggjur eru barns síns tíma.
Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs.

STUDENT COUNCIL
PRESIDENT ' S ADDRESS
Dear students!
The moment has come; the moment we have all dreaded. School is starting. But of course, it comes with some excitement too. Whether you are taking your first steps into university or you are a seasoned student, this always entails a mix of emotions that one has to deal with at the beginning of each semester. The headache over the class schedule and how one is supposed to attend two different lectures at the same time without wearing a Hermione-style time-turner, which books to buy, and whether pencil cases are in fashion or not. This list could go on and on. However, it is comforting to know that we are all dealing with this This document, or more of a handbook, is specifically designed to alleviate this headache.
The Student Council office at the University of Iceland is open from 10 AM to 5 PM on all weekdays. In the office, I, along with six others, have the sole purpose of ensuring that students feel good about being at school and find their place, whether that’s at parties, helping out with professors who are late with grades, or any other concerns that may arise. The office is located right above the bookstore at Háskólatorg, and anyone is welcome to stop by, whether to soak up the atmosphere or to get answers to any questions. We will greet you warmly.
At this time, we are busy in the office organizing Oktoberfest, which will be held for the 20th time from September 5th to 7th, and it will be bigger than ever before. Oktoberfest is the largest music festival in Iceland held by students, and I believe it is actually the only outdoor festival that rivals Oktoberfest is Þjóðhátíð. However, I know that the atmosphere will be at least as great at Oktoberfest as it is at Þjóðhátíð.
When we’re not organizing big events like Oktoberfest, we’re always working on something. The Student Council is a student interest group with the main role of protecting your interests both within and outside the university. I encourage everyone to participate as actively as possible in all social activities, even if it means sacrificing a midterm or an essay. We’re only young once, and worries are out of style.
Sincerely,
Arent Orri J. Claessen, President of the Student Council.
HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ ?/
WHAT IS THE STUDENT COUNCIL?
Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, var stofnað árið 1920. Þar sitja 17 fulltrúar stúdenta sem kjörnir eru á vormisseri á ári hverju, í kosningum meðal allra skráðra stúdenta við Háskóla Íslands. Fjöldi fulltrúa er ákvarðaður í samræmi við fjölda nemenda á hverju fræðasviði. Í ráðinu sitja því fimm fulltrúar á Félagsvísindasviði, stærsta sviði háskólans, en þrír af öðrum sviðum. Í stúdentaráðskosningunum kjósa stúdentar á milli framboðslista á sínu fræðasviði, og fulltrúar ráðsins fá sæti í samræmi við hlutfallslegar niðurstöður kosninganna.
Verkefni ráðsins eru mörg og fjölbreytt, og taka til alls frá hagsmunagæslu fyrir stúdenta og baráttu fyrir bættum kjörum þeirra til skemmtanahalds á borð við Októberfest.
The Student Council of the University of Iceland, SHÍ, was established in 1920. It consists of 17 student representatives who are elected each spring semester in elections held among all registered students at the University of Iceland. The number of representatives is determined in proportion to the number of students in each academic field. Therefore, five representatives sit on the Council from the School of Social Sciences, the largest school within the university, while three representatives come from other schools. In the Student Council elections, students vote for candidate lists within their academic field, and the Council’s seats are allocated according to the proportional results of the elections.
The Council’s tasks are many and varied, ranging from advocating for student interests and fighting for better conditions to organizing events such as Oktoberfest.
Surface Laptop Copilot+
13,8” - Snapdragon X Plus, 16GB, 512GB
231.920 kr.
289.900 kr.

20% kynningarafsláttur
Í tilefni samstarfs MOWO og SHÍ bjóðum við stúdentum Háskóla Íslands 20% afslátt af
Surface Laptop Copilot+, því við viljum að þú náir sem bestum árangri í námi. Stúdentar HÍ fá einnig 15% afslátt af öðrum fartölvum og 20% afslátt af aukahlutum hjá MOWO.
Nánar um samstarfið
shi.mowo.is
STÚDENTARÁÐSLIÐAR SHÍ /
STUDENT COUNCIL MEMBERS
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
Ragnheiður Geirsdóttir, sviðsráðsforseti
Júlíus Viggó Ólafsson
Katla Ólafsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Patryk Lukasz Edel
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ
Tinna Eyvindardóttir, sviðsráðsforseti
Styrmir Hallsson
Eiríkur Kúld Viktorsson
MENNTAVÍSINDASVIÐ
Gunnar Ásgrímsson, sviðsráðsforseti
Magnús Bergmann Jónasson Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
VERKFRÆÐI – OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, sviðsráðsforseti
Jóhann Almar Sigurðsson
Ester Lind Eddudóttir
HUGVÍSINDASVIÐ
Ísleifur Arnórsson, sviðsráðsforseti
Sóley Anna Jónsdóttir
Anna Sóley Jónsdóttir
SCHOOL OF SOCIAL SCIENCES
Ragnheiður Geirsdóttir, sviðsráðsforseti
Júlíus Viggó Ólafsson
Katla Ólafsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Patryk Lukasz Edel
SCHOOL OF HEALTH SCIENCES
Tinna Eyvindardóttir, sviðsráðsforseti
Styrmir Hallsson
Eiríkur Kúld Viktorsson
SCHOOL OF EDUCATION
Gunnar Ásgrímsson, sviðsráðsforseti
Magnús Bergmann Jónasson Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
SCHOOL OF ENGINEERING & NAT. SCIENCES
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, sviðsráðsforseti
Jóhann Almar Sigurðsson
Ester Lind Eddudóttir
SCHOOL OF HUMANITIES
Ísleifur Arnórsson, sviðsráðsforseti
Sóley Anna Jónsdóttir
Anna Sóley Jónsdóttir
RÉTTINDASKRIFSTOFA SHÍ / STUDENT RIGHTS OFFICE

UM SKRIFSTOFUNA
Í háskólalífinu, rétt eins og annars staðar, geta komið upp deilur, vandamál eða aðrar aðstæður þar sem fólk veit ekki hvað það getur gert í sínum málum. Þar kemur Réttindaskrifstofa stúdenta, sem Stúdentaráð rekur, til sögunnar. Hlutverk skrifstofunnar er einfaldlega að aðstoða stúdenta í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp innan skólans, og veita ráðleggingar um hvernig best sé að leita réttar síns. Fyllsta trúnaðar er gætt um öll mál sem koma inn á borð skrifstofunnar.
3. hæð Háskolatorgs
570–0850 student.is 10:00–17:00 alla virka daga shi@shi.is
ABOUT THE OFFICE
In university life, just as in other areas, conflicts, problems, or situations can arise where people might not know how to handle their issues. This is where the Student Rights Office, operated by the Student Council, comes in. The office’s primary role is to assist students in resolving disputes that may occur within the university and to provide guidance on how to best protect their rights. All matters brought to the office are handled with the utmost confidentiality.
University Center, 3rd floor
570–0850 student.is Weekdays from 10:00 am – 5:00 pm shi@shi.is
RÉTTINDASKRIFSTOFA SHÍ
ARENT ORRI J. CLAESSEN → FORSETI STÚDENTARÁÐS
Arent stýrir störfum stúdentaráðs, er málsvari þess innan og utan háskólans og hefur umsjón með starfi ráðsins. Hann heldur utan um helstu verkefni Stúdentaráðs og sinnir ýmsum tilfallandi störfum á vegum þess. Starf forseta Stúdentaráðs er fullt starf. Arent er með BA-gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands og er á sínu öðru ári í meistaranámi við sömu deild.
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ↓ VARAFORSETI STÚDENTARÁÐS
Sigurbjörg er staðgengill forseta í fjarveru hans, og sinnir þar að auki ýmsum fjölbreyttum verkefnum á vegum Stúdentaráðs. Hún sér um innra starf ráðsins og vinnur náið með fastanefndum þess, auk þess að taka virkan þátt í daglegum rekstri Réttindaskrifstofunnar, halda utan um heimasíður SHÍ og samfélagsmiðla, ásamt fleiri verkefnum. Sigurbjörg er í BA-námi við lagadeild Háskóla Íslands.


STUDENT COUNCIL PRESIDENT ↑ ARENT ORRI J. CLAESSEN
Arent leads the work of the Student Council, representing it both within and outside the university, and oversees its operations. He manages the Council’s main projects and handles various tasks as they arise. The role of the Student Council President is a full-time position. Arent holds a BA degree from the Faculty of Law at the University of Iceland and is currently in his second year of a master’s program in the same department.
STUDENT COUNCIL VICE PRESIDENT
← SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Sigurbjörg acts as the President’s deputy in his absence and takes on a variety of tasks on behalf of the Student Council. She manages the internal affairs of the Council, works closely with its standing committees, and plays an active role in the daily operations of the Student Rights Office. Additionally, she oversees SHÍ’s websites and social media, among other responsibilities. Sigurbjörg is pursuing a BA degree at the Faculty of Law, University of Iceland.
STUDENT RIGHTS OFFICE
DANÍEL HJÖRVAR GUÐMUNDSSON → FRAMKVÆMDASTJÓRI STÚDENTARÁÐS
Sem framkvæmdastjóri hefur Daníel umsjón með daglegum rekstriskrifstofu SHÍ. Daníel Hjörvar tók við starfi framkvæmdastjóra síðastliðið vor, en framkvæmdastjóri er faglega ráðinn á skrifstofuna á ári hverju. Daníel sér um fjármál skrifstofunnar, auk samskipta við samstarfsaðila og ýmiskonar skipulagsleg atriði. Daníel útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands síðastliðið vor.
JÚLÍUS VIGGÓ ÓLAFSSON ↓ LÁNASJÓÐSFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS
Júlíus er sá sem stúdentar geta leitað til þegar kemur að öllu sem viðkemur námslánum þeirra. Hann svarar fyrirspurnum um Menntasjóð námsmanna og gerir hvað hann getur til að aðstoða nemendur við að greiða úr flækjum tengdum lánasjóðsmálum. Sem lánasjóðsfulltrúi SHÍ á Júlíus sæti í stjórn Menntasjóðs námsmanna. Júlíus stundar BA-nám í hagfræði við Háskóla Íslands.

13

MANAGING DIRECTOR
↑ DANÍEL HJÖRVAR GUÐMUNDSSON
As Executive Director, Daníel oversees the daily operations of the SHÍ office. He took on the role last spring, with the Executive Director position being a professional appointment renewed annually. Daníel manages the office’s finances, liaises with partners, and handles various organizational matters. He graduated with a law degree from the Faculty of Law, University of Iceland, last spring.
STUDENT LOAN REPRESENTATIVE
JÚLÍUS VIGGÓ ÓLAFSSON
Júlíus is the person students can turn to for anything related to their student loans. He answers inquiries about the Student Loan Fund (Menntasjóður námsmanna) and does his best to help students navigate any complexities related to their loans. As the Student Loan Representative for SHÍ, Júlíus also serves on the board of the Student Loan Fund. He is currently studying for a BA degree in Economics at the University of Iceland.
RÉTTINDASKRIFSTOFA SHÍ
VALGERÐUR LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR
→ HAGSMUNAFULLTRÚ STÚDENTARÁÐS
Valgerður er öllum nemendum innan handar þegar hvers kyns réttindamál innan háskólans eru annars vegar. Allt frá litlum, pirrandi vandamálum á borð við einkunnir sem eru of lengi að berast, til alvarlegra brota á réttindum stúdenta í náminu, þetta er það sem Valgerður fæst við í starfi sínu. Hún gerir sitt besta til þess að greiða úr vandanum með hagfelldri niðurstöðu fyrir stúdenta og einfalda fólki lífið. Valgerður stundar meistaranám við lagadeild Háskóla Íslands.

SNÆFRÍÐUR BLÆR TINDSDÓTTIR ↓ ALÞJÓÐAFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS
Snæfríður hefur yfirumsjón með þjónustu við erlenda nemendur í Háskóla Íslands. Þar að auki situr hún í Stúdentaráði alþjóðlega samstarfsnetsins Aurora, en Háskóli Íslands er einn af tíu evrópskum háskólum sem tilheyra samstarfsverkefninu. Snæfríður leggur stund á BS-nám í sálfræði við Háskóla Íslands.

STUDENT RIGHTS REPRESENTATIVE ↑ VALGERÐUR LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR
Valgerður is the go-to person for students facing any issues related to their rights within the university. From minor annoyances like delays in receiving grades to serious breaches of student rights, Valgerður handles these matters in her role. She works diligently to resolve issues in a way that benefits students and makes life easier for them. Valgerður is currently pursuing a master’s degree at the Faculty of Law, University of Iceland.
INTERNATIONAL STUDENT REPRESENTATIVE
SNÆFRÍÐUR BLÆR TINDSDÓTTIR
Snæfríður oversees services for international students at the University of Iceland. In addition, she sits on the Student Council of the Aurora Network, an international collaboration of which the University of Iceland is a member, alongside nine other European universities. Snæfríður is pursuing a BS degree in Psychology at the University of Iceland.
15 STUDENT RIGHTS OFFICE
VÉSTEINN ÖRN PÉTURSSON → RITSTJÓRI STÚDENTABLAÐSINS
Stúdentablaðið er málgagn allra stúdenta, og kemur út tvisvar á hverri önn.
Stúdentar ættu ekki að hika við að setja sig í samband við ritstjóra, vilji þeir birta efni í blaðinu, taka þátt í gerð þess með einum eða öðrum hætti, eða bara koma með góðar hugmyndir. Þetta er hægt að gera í gegnum netfangið studentabladid@ hi.is . Ritstjóri er faglega ráðinn og sér um ritstjórn Stúdentablaðsins og Akademíunnar. Vésteinn útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands síðastliðið vor og hefur starfað sem blaðamaður síðan árið 2018.

EDITOR OF THE STUDENT NEWSPAPER
↑
VÉSTEINN ÖRN PÉTURSSON
The Student Newspaper serves as the voice of all students, published twice each semester. Students are encouraged to reach out to the editor if they wish to contribute content, participate in its production in any way, or simply share good ideas. This can be done via email at studentabladid@hi.is . The editor is a professional appointment responsible for overseeing both the Student Newspaper and the Akademían. Vésteinn graduated with a law degree from the Faculty of Law, University of Iceland, last spring and has worked as a journalist since 2018.

Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum
HÁSKÓLARÁÐ / UNIVERSITY COUNCIL
THE UNIVERSITY COUNCIL
HÁSKÓLARÁÐ
Háskólaráð er æðsta stjórnvald Háskóla Íslands, en stjórn skólans er falin Háskólaráði og rektor. Hlutverk ráðsins er að marka heildarstefnu í kennslu og rannsóknum ásamt því að móta skipulag skólans. Ráðið fer einnig með úrskurðarvald í málefnum skólans og stofnana sem tengjast honum, og sinnir almennu eftirliti með þeim.
Á fundum Háskólaráðs er fjallað um málefni sviða, deilda, námsbrauta og skólans í heild sinni. Á hverjum fundi fer fram kynning á ákveðinni einingu skólans, samstarfsstofnun eða verkefni á vegum ráðsins. Þá er einnig fjallað um fjármál skólans, fjárlög og fjármálaáætlanir.
Nefndir Háskólaráðs eru 20 talsins, en stúdentar eiga fulltrúa í mörgum þeirra.
FULLTRÚAR STÚDENTA Í
HÁSKÓLARÁÐI
Fulltrúar stúdenta í ráðinu sjálfu eru Viktor Pétur Finnsson, fyrir hönd Vöku, og Andri Már Tómasson, fyrir hönd Röskvu.
Kosið er í Háskólaráð samhliða Stúdentaráðskosningum á tveggja ára fresti, en Viktor og Andri voru kosnir í ráðið vorið 2024 og sitja því út júlí 2026.

The University Council is the highest governing body of the University of Iceland, with the management of the university entrusted to both the University Council and the Rector. The Council’s role is to establish overall policies for teaching and research, as well as to shape the organizational structure of the university. The Council also has the authority to make decisions on matters concerning the university and its affiliated institutions and oversees their general operations.
At University Council meetings, discussions cover matters related to the university’s schools, departments, programs, and the institution as a whole. Each meeting includes a presentation on a specific unit of the university, a partner institution, or a project under the Council’s purview. Financial matters, including the university’s budget and financial planning, are also addressed.
There are 20 committees within the University Council, with student representatives serving on many of them.
THE STUDENT REPRESENTATIVES
The student representatives in the University Council are Viktor Pétur Finnsson, representing Vaka, and Andri Már Tómasson, representing Röskva.
Elections for the University Council are held concurrently with the Student Council elections every two years. Viktor and Andri were elected to the Council in the spring of 2024, and their terms will run until July 2026.
RÖSKVA
Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, er stúdentahreyfing sem var stofnuð árið 1988. Grundvallarstefna Röskvu hefur alla tíð verið jafnrétti allra til náms, en kjörorð hreyfingarinnar eru jafnrétti, róttækni og heiðarleiki. Með þau gildi að leiðarljósi eru helstu baráttumál hreyfingarinnar umhverfisog samgöngumál, hinseginmál, kynja–jafnrétti, húsnæðismál, lánasjóðsmál og geðheilbrigðismál.
Röskva leggur einnig áherslu á að hagsmunabaráttan takmarkist ekki við háskólann og lætur sig því varða hin ýmsu samfélagsmál er tengjast hagsmunum stúdenta. Fram að seinustu kosningum til Stúdentaráðs hafði Röskva verið í meirihluta í sjö ár. Á þeim tíma fjölgaði sálfræðingum úr einum í fjóra, tanngreiningum í HÍ á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta var hætt, HÍ varð Grænfánaskóli, rétt var úr 10,5 milljóna hallarekstri skrifstofu SHÍ og sjúkra- og endurtektarpróf haustmisseris eru nú tekin í desember og janúar en ekki í maí.
Innan Röskvu eru sjö nefndir sem halda uppi innra starfinu en þær eru alþjóðanefnd, kynningarnefnd, málefnanefnd, nýliðunarnefnd, ritstjórn, skemmtinefnd og meistaradeildin. Í upphafi haustannar er opnað fyrir umsóknir í þessar nefndir á samfélagsmiðlum Röskvu og þá geta allir áhugasamir stúdentar sótt um sæti. Allir viðburðir Röskvu eru opnir öllum og því er gott fyrsta skref að mæta á einn slíkan og taka þátt!
RÖSKVA
Röskva, the organization of socialists within the University of Iceland, is a student movement that was founded in 1988. The fundamental policy of Röskva has always been equality for all in education, with the movement’s motto being equality, radicalism, and honesty. Guided by these values, the main issues of the movement include environmental

and transportation issues, LGBTQ+ rights, gender equality, housing issues, student loan issues, and mental health matters. Röskva also emphasizes that advocacy is not limited to the university and is concerned with various social issues related to student interests. Until the last elections for the Student Council, Röskva had been in the majority for seven years. During that time, the number of psychologists increased from one to four, assessments of dental care for unaccompanied minors and children in refugee situations were stopped, the University became a Green Flag School, there was a recovery from a 10.5 million deficit of the SHÍ office, and the medical and retake exams for the fall semester are now conducted in December and January instead of May.
Within Röskva, there are seven committees that maintain internal operations: the International Committee, the Promotion Committee, the Policy Committee, the Freshman Committee, the Editorial Board, the Entertainment Committee, and the Master’s Department. At the beginning of the autumn semester, applications for these committees open on Röskva’s social media, allowing all interested students to apply for positions. All events held by Röskva are open to everyone, making it a good first step to attend one of these events and participate!
Katla Ólafsdóttir, oddviti Röskvu / chairman of Röskva
VAKA
Vaka - félag lýðræðissinnaðra stúdenta er elsta starfandi hagsmunafélag stúdenta við Háskóla Íslands.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem mótvægisafl gegn stúdentahreyfingum kommúnista og þjóðernissinna. Félag lýðræðissinnaðra stúdenta fyrir þá sem aðhylltust einmitt ekki einræðið, heldur frjáls lýðræðisleg gildi.
Síðan á 9. áratugnum hefur Vaka staðið fyrir því að halda pólitíkinni frá hagsmunabaráttu stúdenta. Vaka tekur ekki afstöðu til landspólitískra eða alþjóðamála sem varða ekki beina hagsmuni stúdenta í HÍ. Það veldur því að Vaka er breiðfylking stúdenta alls staðar af pólitíska litrófinu, sem eiga það sameiginlegt að brenna fyrir hagsmunum stúdenta. Þannig látum við pólitíkina ekki sundra okkur, heldur sameinumst um að beita raunverulegum og praktískum lausnum til að ná árangri fyrir þá stúdenta sem eru í HÍ, í dag.
Sögulegir sigrar Vöku hafa verið margir og miklir í gegnum tíðina, allt frá stofnun
Lánasjóðs íslenskra námsmanna (nú Menntasjóður námsmanna) til útgáfu fyrstu stúdentakortanna. Nú er Vaka í meirihluta í fyrsta sinn í sjö ár og gríðarlega spennandi tímar fram undan í starfi Stúdentaráðs. Vaka tekur á móti öllum sem hafa áhuga og vilja til að nýta krafta sína fyrir hagsmuni stúdenta. Hafðu samband við Vöku á samfélagsmiðlum, skráðu þig á síðunni eða í gegnum plaggötin á göngum skólans og taktu þátt! Við hlökkum til að kynnast þér og fá þig með í hópinn!
VAKA
Vaka - the association of democraticminded students is the oldest active interest group for students at the University of Iceland. Vaka was established in 1935 as a counterforce against communist and nationalist student movements.

The association represents democraticminded students who do not support dictatorship but rather uphold free democratic values.
Since the 1980s, Vaka has stood for keeping politics out of student advocacy. Vaka does not take sides on national or international political issues that do not directly concern the interests of students at the University. This results in Vaka being a broad coalition of students from all over the political spectrum, uniting in their passion for student interests. Thus, we do not let politics divide us, but instead unite to pursue genuine and practical solutions to achieve success for the students at the University today.
Vaka has achieved many significant historical victories over time, ranging from the establishment of the Icelandic Student Loan Fund to the issuance of the first student cards. Now, for the first time in seven years, Vaka holds the majority, and exciting times lie ahead in the work of the Student Council. Vaka welcomes anyone interested and willing to contribute their strengths for student interests. Contact Vaka on social media, sign up on the page, or through posters in the school halls, and get involved! We look forward to meeting you and having you join the group!
Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku / chairman of Vaka
FASTANEFNDIR STÚDENTARÁÐS
ALÞJÓÐANEFND
Alþjóðanefnd Stúdentaráðs vinnur að alþjóðlegri stúdentasamvinnu og hefur umsjón með samskiptum Stúdentaráðs við erlenda aðila. Nefndin tekur mál til meðferðar sem varða hagsmuni erlendra stúdenta við Háskóla Íslands og mál íslenskra stúdenta erlendis. Alþjóðanefnd úthlutar skiptinemum leiðbeinanda úr hópi stúdenta (mentor), ásamt því að skipuleggja móttöku þeirra og kynningu á háskólalífinu. Forseti nefndarinnar er alþjóðafulltrúi stúdenta, sem starfar á Réttindaskrifstofu stúdenta.
FJÁRMÁLA- OG ATVINNULÍFSNEFND
Fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs fer með málefni sem snúa að atvinnumálum stúdenta og fjármálaskilningi þeirra. Markmið nefndarinnar er að gera stúdentum kleift að mynda tengsl við atvinnulífið til framtíðar, ásamt því að fræða stúdenta og búa þá undir þátttöku á vinnumarkaði. Nefndin beitir sér fyrir hagsmunum stúdenta í samstarfi við Háskóla Íslands til að stuðla að námsumhverfi sem býr nemendur undir atvinnulífið. Árlega stendur nefndin, ásamt Náms- og starfsráðgjöf háskólans, að Atvinnudögum, þar sem sækja má fjölbreytta fyrirlestra og viðburði fyrir nemendur, sem miða að því að kynna fyrir þeim hvernig best má undirbúa sig undir þátttöku á vinnumarkaði, og hvernig má komast inn á hann.
FJÖLSKYLDUNEFND
Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs gætir hagsmuna fjölskyldufólks í Háskóla Íslands, og skipuleggur fjölskylduvæna viðburði á vegum Stúdentaráðs. Má þar nefna Jólaball SHÍ og fjölskyldudaginn. Nefndinni er ætlað að gæta þess að tekið sé tillit til foreldra og forsjáraðila í námi, til að mynda í sambandi við námslán, fæðingarorlof, tímasetningu kennslustunda utan opnunartíma leikskóla og aðstöðu í byggingum háskólans.
THE INTERNATIONAL AFFAIRS COMMITTEE
The International Affairs Committee works to support international educational cooperation and oversees the Student Council’s interactions with foreign entities. The committee deals with issues related to foreign students here in Iceland as well as University of Iceland students studying abroad. To ease incoming exchange students’ transition into the campus community, the committee organizes welcome and orientation events and operates a mentor program. The president of the committee is the international student representative, who works in the Student Rights Office.
THE FINANCE AND
ECONOMIC AFFAIRS COMMITTEE
Through education and networking opportunities, the Finance and Economic Affairs Committee aims to increase students’ financial literacy and prepare them for the job market. In addition, the committee works closely with university staff to create an educational environment that will prepare students for the workplace. Each year, the Finance and Economic Affairs Committee organizes Career Days, bringing a wide variety of speakers and events to campus with the goal of preparing students to enter the job market.
THE FAMILY AFFAIRS COMMITTEE
The Family Affairs Committee advocates for the needs of students with children and organizes family-friendly events like Family Day and the Student Council’s Christmas Ball. The committee’s main job is to make sure that parents studying at the university are taken into consideration when it comes to issues like student loans, parental leave, campus facilities, and classes held outside of preschool hours.
THE STUDENT COUNCIL' S STANDING COMMITTEES
JAFNRÉTTISNEFND
Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að vinna að jafnrétti milli stúdenta Háskóla Íslands, óháð kyni, bakgrunni, aldri, fötlun, kynhneigð eða öðrum þáttum. Nefndin sér til þess að jafnréttisáætlun, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun sé framfylgt hjá Háskóla Íslands. Í samstarfi við jafnréttisfulltrúa Stúdentaráðs vekur nefndin athygli á jafnréttismálum með ýmsum uppákomum, þar á meðal Jafnréttisdögum. Forseti nefndarinnar á sæti í jafnréttisnefnd Háskólaráðs.
UMHVERFIS- OG SAMGÖNGUNEFND
Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs vinnur meðal annars að því að koma á samgöngubótum til og frá Háskóla Íslands. Þá er einnig í verkahring nefndarinnar að vinna að því að háskólinn sé til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum, til að mynda þegar kemur að endurvinnsluog sjálfbærnistefnu HÍ, auk þess að vera almennt þrýstiafl þegar kemur að framförum í umhverfismálum. Nefndin aðstoðar nemendafélag meistaranema í Umhverfis- og auðlindafræði, Gaia, við skipulag Grænna daga. Auk þess vinnur hún að Grænfánaverkefninu „Skólar á grænni grein“, sem er verkefni á vegum Landverndar, fyrir Háskóla Íslands.
FÉLAGSLÍFS- OG MENNINGARNEFND
Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs heldur utan um framkvæmd allra helstu félagslífsviðburða á vegum SHÍ. Þar má nefna Nýnemadaga, Háskólaport og uppistandskeppnina Fyndnasta háskólanemann. Því má segja að meginhlutverk nefndarinnar sé að gleðja stúdenta með góða stemningu og almenna gleði að vopni.
THE EQUAL RIGHTS COMMITTEE
The Equal Rights Committee aims to guarantee that all students are treated equally, regardless of gender, background, age, sexual orientation, disability, or anything else. The committee works to ensure that the university actively follows its policies on gender equality, disability, and discrimination. In conjunction with the Student Council’s Equal Rights Representatives, the committee raises awareness of equality issues through various events, including Equality Days. The president of the Student Council’s Equal Rights Committee is also a member of the University Council’s Equal Rights Committee.
THE TRANSPORTATION & ENVIRONMENTAL AFFAIRS COMMITTEE
Among other things, the Transportation & Environmental Affairs Committee is charged with improving transportation options for commuters and pushing for progress on environmental issues. The committee works toward establishing the university as a leader in sustainability and recycling and organizes Environmental Days each year.
THE CULTURE AND SOCIAL EVENTS COMMITTEE
The Culture and Social Events Committee oversees all the Student Council’s biggest events, including Oktoberfest, New Student Days, university flea markets, and the Funniest Student competition, which is held in the Student Cellar each year. The committee works hard to foster a sense of community and bring plenty of fun to campus life.
FASTANEFNDIR STÚDENTARÁÐS
KENNSLUMÁLANEFND
Kennslumálanefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að veita kennslunefndum sviða háskólans aðhald, og starfa með þeim. Nefndin kemur samhliða HÍ að úrvinnslu kennslukannana á hverju misseri, og heldur utan um stefnumótun Stúdentaráðs varðandi kennslumál og gæðamál í námi. Nefndarfólk tekur við ábendingum í gegnum netfangið kennslumalanefnd. shi@gmail.com, en hefur einnig sett á fót ábendingakassa á Facebook-síðu sinni.
NÝSKÖPUNAR– OG FRUMKVÖÐLANEFND
Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs vinnur náið með Icelandic Startups og kemur að framkvæmd margvíslegra verkefna á þeirra vegum. Þar á meðal eru leikja og sýndarveruleikaráðstefnan Slush PLAY, Gulleggið, Startup Tourism, Startup Reykjavík, Startup Energy Reykjavík, erlendar sendiferðir og samstarf við erlenda háskóla. Þar að auki er hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á starfi Icelandic Startups innan Háskóla Íslands ásamt því að auka sýnileika nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi innan veggja skólans.
LAGABREYTINGANEFND
Lagabreytinganefnd Stúdentaráðs var sett á fót í kjölfar þess að starfshópur hóf vinnu við lagabreytingar veturinn 2017–2018. Nefndinni var falið það verkefni að fara yfir, endurskipuleggja og samræma lögin svo að starf Stúdentaráðs og stúdentaráðsliða yrði sem einfaldast. Vinnu starfshópsins lauk vorið 2019, en í framhaldinu tók nefndin fyrir verklagsreglur SHÍ og Réttindaskrifstofu stúdenta. Nefndin tók að sér heildarendurskoðun laga stúdentasjóðs árið 2020 og vinnur nú að þýðingu laga SHÍ.
THE ACADEMIC AFFAIRS COMMITTEE
The Academic Affairs Committee has oversight of the individual faculties’ academic committees. Each semester, the committee works alongside the university to process course evaluation surveys. In addition, the committee manages the development of Student Council policies related to instruction and quality of education.
THE INNOVATION AND ENTREPRENEURSHIP COMMITTEE
The committee works closely with Icelandic Startups to realize a wide variety of projects, including the gaming and virtual reality event Slush PLAY, the Golden Egg competition, Startup Tourism, Startup Reykjavík, and Startup Energy Reykjavík. The committee also collaborates with foreign universities, promotes the work of Icelandic Startups on campus, and increases the visibility of innovation and entrepreneurship in the university community.
THE AMENDMENTS COMMITTEE
The Amendments Committee evolved out of a task force that worked on amending Student Council laws in the winter of 2017–2018. The committee was charged with reviewing, reorganizing, and standardizing Student Council laws with the goal of simplifying the Council’s work. After the task force completed its work in the spring of 2019, the committee reviewed the Student Council’s and Student Rights Office’s policies and procedures. The committee will continue its work through the end of the year, at which time a decision will be made as to the next steps.


Stúdenta
TILBOÐ
40.000 KR. AFSLÁTTUR AF SJÓNLAGSAÐGERÐUM FYRIR BÆÐI AUGU
LASERAÐGERÐIR
TRANS PRK / FEMTO LASIK / PRESBY MAX
GREIÐSLUDREIFINGAR
Sjónlag bíður upp á greiðsludreifingu bæði á kortum og í heimabanka.
AUGASTEINAAÐGERÐIR
EINFÓKUS / FJÖLFÓKUS / SJÓNSKEKKJA
LINSUÍGRÆÐSLUR ICL LINSUÍGRÆÐSLA
UM AÐGERÐIR GILDISTÍMI
Gervitár og aðrir augndropar sem þarf að
Fyrir aðgerð þarf að fara í forskoðun og er hún greidd samkvæmt verðskrá.
MENNTASJÓÐUR NÁMSMANNA
Allir nemendur sem eru orðnir 18 ára, stunda fullt nám við Háskóla Íslands og eru annað hvort íslenskir ríkisborgarar eða með ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eiga rétt á námsláni (nánar má lesa um skilyrði til láns á menntasjodur.is). Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að tryggja borgurum tækifæri til náms án tillit til efnahags og stöðu að öðru leyti. Námslán eru því sérsniðin fyrir námsmenn og eru almennt hagstæðari en önnur bankalán.
VAXTAKJÖR OG ENDURGREIÐSLUR
Námslán bera lægri vexti en almennt gengur og gerist, auk þess sem þau eru vaxtalaus meðan á náminu stendur. Endurgreiðslur hefjast þá ekki fyrr en einu ári eftir námslok eða síðustu lánveitingu sem námsmaður fékk frá Menntasjóði. Sveigjanleikinn er einnig meiri, en endurgreiðsla lánsins reynist síður íþyngjandi þar sem hægt er að tengja upphæð afborgana við tekjur þínar. Á meðan tekjurnar eru lágar borgar þú lítið, en borgar meira þegar betur árar.
NIÐURFELLING AÐ HLUTA
Þessu til viðbótar getur þú sótt um niðurfellingu á allt að 30% af skuldinni við námslok. Eina skilyrðið er að námið sé skipulagt sem fullt nám (að lágmarki 60 ECTS-einingar á ári) og að þú hafir lokið prófgráðu þinni innan þess tímaramma sem skipulag skólans gerir ráð fyrir (þó er ákveðið svigrúm til seinkunar, þar sem þú getur til dæmis frestað meistaranámi um eitt ár án þess að rétturinn til niðurfellingar skerðist).
All students who are 18 years or older, enrolled in full-time studies at the University of Iceland, and are either Icelandic citizens or hold a permanent residence permit in Iceland are eligible for student loans (more details on eligibility can be found at menntasjodur.is). The role of the Student Loan Fund (Menntasjóður námsmanna) is to ensure that citizens can pursue education regardless of their financial situation or other circumstances. Student loans are tailored specifically for students and generally offer better terms than other types of bank loans.
INTEREST RATES AND REPAYMENTS
Student loans have lower interest rates compared to standard loans, and they are interest-free while you are studying. Repayments begin one year after the completion of your studies or the last loan disbursement from the Fund. The repayment terms are flexible, allowing repayment amounts to adjust based on your income. When your income is low, your payments will be lower, and they will increase as your financial situation improves.
PARTIAL LOAN FORGIVENESS
In addition, you may apply to have up to 30% of your loan debt forgiven upon graduation. The only requirement is that your studies are organized as fulltime (at least 60 ECTS credits) and that you complete your degree within the time frame specified by the program (with some leeway, such as the ability to postpone a master’s program by one year without losing eligibility for the partial forgiveness).
ICELANDIC STUDENT LOAN FUND
ÚTBORGANIR
Þú getur valið um að fá greitt mánaðarlega eða í lok annar, þegar námsárangur annarinnar liggur fyrir. Upphæð lánsins getur verið nokkuð breytileg, þar sem hún miðast við aðstæður hvers og eins. Þar hafa þættir á borð við fjölskylduhagi, búsetu og tekjur áhrif á það hversu mikið þú getur fengið að láni.
FRÍTEKJUMARK
Stúdentar geta aflað sér annarra tekna samhliða námslánum, en fari tekjurnar yfir ákveðið frítekjumark byrja námslánin að skerðast. Fyrir námsárið 2024-2025 er frítekjumarkið 2.200.000 króna (horft til tekna yfir árið 2024).
KRAFA UM NÁMSFRAMVINDU
Til þess að fá fullt lán útborgað þarf að ljúka fullu námi. Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTS einingar á námsári, eða 30 ECTS einingar á önn. Námsmaður sem lýkur ekki fullu námi fær lán í hlutfalli við þær einingar sem hann kláraði, en verður þó að lágmarki að hafa lokið 22 ECTS einingum á misseri til að eiga rétt á láni. Ef námsmaður uppfyllir ekki kröfur um lágmarksnámsárangur eftir viðkomandi skólaár eru fyrirframgreidd lán endurkræf samkvæmt úthlutunarreglum Menntasjóðsins. Undanþágur geta þó komið til skoðunar í ákveðnum tilfellum (sjá menntasjodur.is).
AÐ SÆKJA UM LÁN
Sótt er um námslán í gegnum þitt heimasvæði (Mitt Lán) á menntasjodur. is. Á þínu heimasvæði birtast einnig allar upplýsingar um lánaferil þinn ásamt stöðu umsókna og láns- og greiðsluáætlun.
PAYMENTS
You can choose to receive payments monthly or at the end of the semester, once your academic progress has been verified. The amount of the loan can vary depending on your circumstances. Factors such as family situation, residency, and income will influence the amount you can borrow.
INCOME THRESHOLD
Students can earn additional income while receiving student loans, but if earnings exceed a certain threshold, the loans will be reduced. For the academic year 20242025, the income threshold is 2,200,000 ISK (based on income for the year 2024).
ACADEMIC PROGRESS
To receive the full loan amount, you must complete full-time studies. Full-time studies are defined as 60 ECTS credits per academic year, or 30 ECTS credits per semester. If you do not complete full-time studies, you will receive a loan proportionate to the credits you completed, but you must have completed at least 22 ECTS credits per semester to be eligible for a loan. If a student does not meet the minimum academic progress requirement after the academic year, any advance loans received are subject to repayment under the Fund’s allocation rules. Exceptions may be considered in certain cases (see menntasjodur.is).
APPLYING FOR A LOAN
Applications for student loans are submitted through your personal area (Mitt Lán) on menntasjodur.is. Your personal area also displays all information about your loan history, as well as the status of your applications and your loan and repayment schedule.
MENNTASJÓÐUR NÁMSMANNA
UMSÓKNARFRESTIR 2024–2025
Haustönn 2023 – til og með 15. október 2024
Vorönn 2025 – til og með 15. janúar 2025
Sumarönn 2025 – til og með 15. júlí 2025.
GAGNLEGAR ÁBENDINGAR
Nemendum stendur til boða að leita til réttindaskrifstofu stúdenta um ráðleggingar og leiðbeiningar um það sem við kemur Menntasjóðinum. Júlíus Viggó Ólafsson er lánasjóðsfulltrúi
Stúdentaráðs og aðstoðar nemendur eftir bestu getu. Hann situr einnig í stjórn sjóðsins fyrir hönd SHÍ.
Þegar sótt er um námslán getur
ýmislegt skolast til beggja megin borðsins, og því mikilvægt að hafa hlutina á hreinu. Til að koma betur í veg fyrir slíkt er gott aða hafa öll samskipti og fyrirspurnir til Menntasjóðs í skriflegu formi. Þannig getur verið mun betra að senda tölvupóst frekar en að hringja, til að fá úrlausn sinna mála. Þannig er auðveldara að rekja samskiptasöguna og hægt að koma í veg fyrir að „orð gegn orði“ staða komi upp milli lántakanda og starfsmanna sjóðsins. Þá er mikilvægt að vera viss um að umsókn um námslán hafi borist sjóðnum, og best að halda vel utan um allar staðfestingar þess efnis.
Það er mjög skynsamlegt að kynna sér úthlutunarreglur og lánaskilmála Menntasjóðsins vel og vandlega. Sérstaklega er vert að nefna í því sambandi reglur um undanþágur og aukið svigrúm, til að mynda vegna veikinda, örorku, og lesblindu. Námsmenn verða oft fyrir tekjutapi sem hefði verið hægt að forðast ef viðkomandi hefði kynnt sér umræddar reglur. Þyki nemendum einhver atriði flókin eða óskýr er meira en velkomið að hafa samband við Réttindaskrifstofu stúdenta.
APPLICATION DEADLINES FOR 2024–2025
Fall Semester 2023 – until October 15, 2024
Spring Semester 2025 – until January 15, 2025
Summer Semester 2025 – until July 15, 2025
HELPFUL TIPS
Students can seek advice and guidance from the Student Council’s Rights Office regarding matters related to the Student Loan Fund. Júlíus Viggó Ólafsson is the Student Council’s loan representative and assists students to the best of his ability. He also serves on the Fund’s board on behalf of SHÍ.
When applying for a student loan, things can sometimes get complicated on both sides, so it’s important to be clear about the process. To avoid misunderstandings, it’s advisable to keep all communications with the Student Loan Fund in writing. This means it’s often better to send an email rather than call, as it allows for better tracking of the communication history and helps prevent a “he said, she said” situation between the borrower and the Fund’s staff. Additionally, make sure that your loan application has been received by the Fund, and keep track of all confirmations.
It’s very wise to thoroughly familiarize yourself with the allocation rules and loan terms of the Student Loan Fund. This is especially important regarding rules about exceptions and flexibility, for example, due to illness, disability, or dyslexia. Students often experience a loss of income that could have been avoided if they had been aware of these rules. If any aspects seem complex or unclear, students are more than welcome to contact the Student Council’s Rights Office.
Framfærsla Menntasjóðs 2024 – 2025
Námsmaður í foreldrahúsum
Námsmaður (einhleypur)
Námsmaður í skráðri sambúð, ekki barn á heimili
Námsmaður í skráðri sambúð með eitt barn á heimili
Námsmaður í skráðri sambúð með tvö eða fleiri
Einstætt foreldri með eitt barn
Einstætt foreldri með tvö börn eða fleiri
or in registered cohabitation, with one child Student married or in registered cohabitation, with two or more childern Students living with parent(s)
Single parent with two or more children The catagories below apply to students in rented accommodations or their own accommodations
HVERT GET ÉG LEITAÐ?
ÞJÓNUSTUBORÐ HÁSKÓLATORGI
Þjónustuborðið er fyrsta stopp stúdenta ef þá vantar hjálp af einhverju tagi. Þar er meðal annars hægt að nálgast lykilorð á Uglu og vottorð, til dæmis um skólavist og námsferilsyfirlit. Fyrir þau sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupóst þá er hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið hér að neðan. Athugið að ekki er hægt að fá staðfest afrit af brautskráningarskírteinum á rafrænu formi.
Á þjónustuborðið skal einnig skila inn læknisvottorði vegna veikinda í lokaprófum og þar er hægt að kaupa prentkvóta og árskort í Háskólaræktina. Þá eru stúdentakort með aðgangi sótt á þjónustuborðið eftir að sótt er um þau í Uglu. Ef nemendur vita ekki hvert þeir eiga að leita geta þeir alltaf spurt starfsfólk þjónustuborðsins sem vísar þeim á réttan stað. Netspjall þjónustuborðsins er að finna á heimasíðu háskólans og það er opið frá klukkan 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga.
Opið 8:30–16:00 mánudaga til 8:30–15:30 á föstudögum ask@hi.is 2. hæð Háskólatorgs fimmtudaga
525–4311
SERVICE DESK
The Service Desk is usually students’ first stop for any kind of help. At the Service Desk, you can get your password for Ugla; obtain proof of registration and transcripts of your academic record. For those that want documents delivered to them, either by mail or email, can send an email to the address below to order their documents. It’s important to note, though, that it is not possible to get a copy of your diplomas on an electric format. At the Service desk you should also hand in your doctor’s notes for sick days during exams and you can also purchase or top up your print quota; and buy an annual pass for the fitness center. If you log in to Ugla and order an enhanced student card with building access, the Service Desk is the place to pick it up. If you miss a final exam due to illness, you must submit a doctor’s note at the Service Desk. If you aren’t sure where to get the help you need, ask at the Service Desk and staff will point you in the right direction. The Service Desk also has an online chatroom on the university’s website which is online from 9 am to 4 pm Monday through Thursday and 9 am to 3 pm on Fridays.
Open 8:30 am – 4:00 pm Monday 8:30 –15:30 on Fridays ask@hi.is University Center, 2nd floor through Thursday
525–4311
WHERE CAN I GO?
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF HÁSKÓLA ÍSLANDS (NSHÍ)
Á meðal þess sem Náms- og starfsráðgjöf býður upp á eru upplýsingar um námsleiðir, ráðgjöf um námsval og vinnubrögð í námi, aðstoð við gerð ferilskrár og undirbúning fyrir atvinnuleit. NSHÍ veitir persónulega og félagslega ráðgjöf, þjónustar nemendur sem nýta úrræði í námi og prófum og býður upp á sálfræðiráðgjöf. Þá er fjöldi gagnlegra námskeiða og vinnustofa í boði yfir veturinn. Nemendur og þeir sem íhuga nám við skólann, geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum, nýtt sér netspjallið og sent þeim erindi í tölvupósti auk þess sem nemendur skólans geta bókað viðtalstíma hjá sálfræðingum NSHÍ, nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu þeirra.
STUDENT COUNSELING AND CAREER CENTER
The staff at the Counseling and Career Center (CCC) can help you understand your academic options, choose a program, study more effectively, put together a CV, and prepare for the job search. The CCC also offers academic and career counseling as well as mental health services, serves students who require accommodations for classes and exams, and offers a number of practical courses and workshops each winter. Current and prospective students can make an appointment, chat with a staff member online, or contact the office by email. Current students can also make appointments with CCC staff psychologists. Visit the CCC website for more information: https://english.hi.is/ student_counselling_and_career_centre.
Opið 9:00–15:00 mánudaga til 10:00–15:00 á föstudögum radgjof@hi.is
525–4315
3. hæð Háskólatorgs fimmtudaga hi.is/nshi
NEMENDASKRÁ
Meðal verkefna sem Nemendaskrá annast er að halda skrá yfir alla nemendur og námsferil þeirra. Starfsfólk Nemendaskrár getur til að mynda hjálpað stúdentum með skráningu og innritun í HÍ. Það hefur aðgang að upplýsingum um námsferil nemenda, námskeið, próf og einkunnir. Ef stúdentar þurfa að breyta skráningu í námskeið og próf utan auglýstra skráningartímabila er einnig hægt að hafa samband við starfsfólk Nemendaskrár.
3. hæð Háskólatorgs
Opið 9:00-14:00 alla virka daga nemskra@hi.is
525-4309
Open 9:00 am – 3:00 pm Monday 10:00 am – 3:00 pm on Friday radgjof@hi.is University Center, 3rd floor through Thursday
525–4315
https://english.hi.is/student_counselling _and_career_centre
STUDENT REGISTRATION
Student Registration handles all course registration and monitors students’ academic progress. The staff in Registration can help students with enrollment and course registration and provide information about students’ academic progress, courses, exams, and grades. Students who need to add or drop courses outside of the open registration period should also contact Registration.
Open 9:00 am – 2:00 pm Monday nemskra@hi.is University Center, 3rd floor through Friday
525-4309
HVERT GET ÉG LEITAÐ?
ALÞJÓÐASVIÐ
Alþjóðasvið gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegu samstarfi HÍ og veitir nemendum og starfsfólki ýmsa þjónustu og ráðgjöf varðandi alþjóðlegt samstarf og nám. Sviðið hefur umsjón með öllu skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi erlendis og er jafnframt tengiliður og miðstöð þjónustu við erlenda nemendur og starfsfólk innan háskólans.
3. hæð Háskólatorgs
Opið 10:00–15:00 alla virka daga ask@hi.is
525–4311
UPPLÝSINGATÆKNISVIÐ
Starfsfólk Upplýsingatæknisviðs HÍ hjálpar stúdentum með alls kyns tölvutengd vandamál. Þar er m.a. hægt að nálgast notendanöfn og lykilorð, tengingu við þráðlaust net og upplýsingar um prentun, opin forrit og tölvupóstinn.
2. hæð Háskólatorgs og í Stakkahlíð
Opið 08:00–16:00 alla virka daga help@hi.is
525–4222 uts.hi.is
TANNLÆKNAÞJÓNUSTA FRÁ
TANNLÆKNANEMUM HÍ
Opið er fyrir tannlæknaþjónustuna þegar kennsla fer fram, frá miðjum ágúst út nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl. Bóka þarf tíma í skoðun og greiningu símleiðis milli kl. 9-11:30 og 13-16 á virkum dögum á kennslutímabilinu.
2. hæð í Læknagarði við
525-4850 Vatnsmýrarveg 16
INTERNATIONAL OFFICE
The International Office plays a key role when it comes to the university’s international cooperation, providing services and advice regarding international exchange to both students and staff. The International Office manages all exchange programs, internships and summer programs for University of Iceland students going abroad and is the primary service center for both incoming and outgoing exchange students as well as international students and staff.
University Center, 3rd floor every weekday
Open 10:00 am –3:00 pm ask@hi.is
525–4311
DIVISION OF INFORMATION TECHNOLOGY
IT staff assist students with all sorts of computer-related issues, such as obtaining usernames and passwords and connecting to the wireless network. Staff can also provide information about printing services, open-source software, and email services.
University Center, 2nd floor // Stakkahlíð every weekday
525–4222 uts.hi.is Open 8:00 am – 4:00 pm help@hi.is
UNIVERSITY OF ICELAND PUBLIC DENTAL CLINIC
Dental services are available while courses are in session, from the middle of August through November and from the beginning of January to the middle of April. Dental students provide services under faculty supervision. To book an appointment for an initial exam and evaluation, call between 9:00 am and 12:00 pm or 1:00 pm and 4:00 pm weekdays during the teaching period (see above).
WHERE CAN I GO?
RITVERIN
Í ritverinu geta stúdentar geta fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum eða öðrum skriflegum verkefnum. Efnisafmörkun, rannsóknarspurning, mál og stíll, uppbygging, heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágangur, útlit og fleira er meðal verkefna sem starfsfólk ritversins hjálpar öllum stúdentum HÍ við. Á heimasíðum ritversins má finna upplýsingar um námskeið sem ritverið stendur fyrir auk ýmissa hagnýtra ráða og fróðleiksmola. Nemendur geta bókað tíma á heimasíðu ritversins sér að kostnaðarlausu.
2. hæð Þjóðarbókhlöðu
Innst á bókasafninu í Stakkahlíð ritver.hi.is
JAFNRÉTTISFULLTRÚAR
Jafnréttisfulltrúar HÍ hafa yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisnefnd og ráð um málefni fatlaðs fólks. Þeir vinna meðal annars að stefnumótun og áætlunum sem tengjast jafnréttisáætlun, fylgja eftir jafnréttisstefnu háskólans og sinna einnig fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál.
Jafnréttisfulltrúar stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi HÍ. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.
jafnretti@hi.is
CENTER FOR WRITING
The former School of Humanities Writing Center and School of Education Writing Center have now merged to form the University of Iceland Center for Writing. Managed by Randi Stebbins, the new center has two locations, one on the second floor of the National Library and the other in the library at Stakkahlíð. At the Center for Writing, students can get advice related to academic papers, reports, and other written assignments, and get help with topic selection, research questions, language usage and style, structure, source evaluation, references, bibliographies, editing, formatting, and more. Visit the center’s website to find out about upcoming workshops and access all sorts of practical information.
National Library, 2nd floor
In the library at Stakkahlíð ritver.hi.is/english
EQUAL RIGHTS REPRESENTATIVES
The Equal Rights Representatives oversee equal rights-related matters in collaboration with the Equal Rights Committee and the Council for Disability Rights. Among other things, the representatives’ work involves policymaking, strategic planning and management, and education related to equality within the university community. They also provide consultation and education services and work to ensure that equality is a foundational part of the university’s operations. Office hours by appointment.
525–4095 og 525–4193
1. hæð Aðalbyggingar jafnretti.hi.is
jafnretti@hi.is
525–4095 and 525–4193
Aðalbygging, 1st floor equality.hi.is
HVERT GET ÉG LEITAÐ?
FAGRÁÐ UM VIÐBRÖGÐ VIÐ
KYNBUNDINNI OG KYNFERÐISLEGRI
ÁREITNI OG KYNBUNDNU OG
KYNFERÐISLEGU OFBELDI
Kynbundin og kynferðisleg áreitni og/ eða ofbeldi er með öllu óheimilt innan HÍ. Fagráðið tekur við og rannsakar tilkynningar um brot innan háskólans, veitir yfirmönnum náms- eða starfseininga, þolanda og geranda umsögn um þær og kemur með tillögur til úrbóta eftir því sem við á. Öll brot sem tengjast starfsfólki eða stúdentum innan eða utan veggja háskólans eru tekin til skoðunar.
fagrad@hi.is
770–7252
VIÐBRAGÐSTEYMI VEGNA EINELTIS OG OFBELDIS
Einelti og annað ofbeldi er með öllu óheimilt innan HÍ og er ekki liðið í samskiptum starfsfólks, nemenda eða annarra sem að starfsemi háskólans koma, s.s. verktaka eða gesta. HÍ hefur því sett sér verklagsreglur, samþykktar af Háskólaráði, til þess að tryggja að úrræði séu til staðar ef upp koma tilvik varðandi einelti eða ofbeldi innan Háskóla Íslands. Sviðsstjóri mannauðssviðs hefur skipað viðbragðsteymi vegna eineltis og ofbeldis sem tekur til meðferðar mál er varða möguleg brot innan Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um viðbragðsteymið er að finna á Uglu og á mannauðssviði.
vidbragdsteymi@hi.is
PROFESSIONAL COUNCIL ON RESPONDING TO GENDER-RELATED AND SEXUAL HARASSMENT AND OTHER SEXUAL VIOLENCE
Gender-based and sexual harassment and/ or violence is strictly prohibited at the University of Iceland. The Professional Council receives and investigates reports of offenses at the University, communicates with the victim, alleged perpetrator, and university authorities, and proposes reforms as needed. Any offense involving students or staff, whether it occurs on or off school grounds, is taken into account.
fagrad@hi.is
770–7252
BULLYING AND VIOLENCE RESPONSE TEAM
Bullying and other abusive and violent behaviors on the part of staff, students, or others at the university , for an example contractors or guests, are strictly forbidden and will not be tolerated. The university has established policies and procedures, approved by the University Council, to ensure that appropriate resources are in place in case of bullying or violent incidents. The university also has an active Bullying and Violence Response Team that investigates all reported incidents on campus. Learn more about the response team on Ugla or through human resources.
vidbragdsteymi@hi.is
WHERE CAN I GO?
SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖF HÁSKÓLANEMA
Sálfræðiráðgjöf háskólanema er þjálfunarstöð meistaranema í klínískri sálfræði. Hún er opin öllum háskólanemum og börnum þeirra. Hjá Sálfræðiráðgjöfinni er gagnreyndum aðferðum beitt við greiningu, mat og meðferð undir handleiðslu forstöðumanns. Fullorðnir fá oftast hugræna atferlismeðferð (HAM) við þunglyndi eða sértækum kvíðaröskunum svo sem félagsfælni, ofsakvíða eða einfaldri fælni. Fyrir börn háskólanema býðst hegðunarráðgjöf, svefnráðgjöf og meðferð við kvíða. Best er að leita beint til Sálfræðiráðgjafarinnar í gegnum heimasíðu eða netfang, en einnig er hægt að fá aðstoð frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ.
Sálfræðiráðgjöfin er í kjallara Nýja-Garðs og hvert viðtal kostar 1.500 kr.
Kjallari í Nýja-Garði
salradgjof@hi.is
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATORS
Orator, félag laganema við HÍ, veitir almenningi endurgjaldslausa
lögfræðiaðstoð símleiðis á fimmtudagskvöldum milli kl. 19:30-22:00. Opið er fyrir starfsemina frá september og fram í apríl, að undanskildum desembermánuði. Lögfræðiaðstoðin fer í jóla- og sumarfrí og því lokar stundum fyrr í apríl eða nóvember. Þau setja alltaf tilkynningar á Facebook-síðuna Lögfræðiaðstoð Orator þegar þau fara í frí. Þar birtast einnig áminningar um aðstoðina þá daga sem hún er opin. Nemendur í meistaranámi við lagadeild HÍ sjá um aðstoðina undir umsjón starfandi lögmanna.
MENTAL HEALTH COUNSELING FOR UNIVERSITY OF ICELAND STUDENTS
Counseling services are provided by graduate students in clinical psychology, as a part of their training program. At the Mental Health Counseling they use evidence-based methods to diagnose, assess and handle various problems under professional guidance from certified psychologists. Adults sometimes get cognitive behavioral therapy to help with their depression or anxiety disorders like social phobia, panic attacks or general anxiety disorder. The children of students at the university can get behavioral counselling, sleep counselling and help with anxiety symptoms. Students can reach out directly through email or their website, or get a referral from the Student Counseling and Career Center. Mental health counseling services are located on the ground floor in Nýi Garður. The fee for each appointment is 1500 krónur.
Kjallari í Nýja-Garði 856–2526
ORATOR LEGAL AID – LAW STUDENTS’ ASSOCIATION
Orator, the University of Iceland law students’ association, provides free legal aid over the phone on Thursday evenings. This service is available from September to April, excluding December. Graduate students in the Faculty of Law provide legal aid under the supervision of practicing lawyers.
Thursday evenings from 7:30 pm – 10:00
Opið 19:30-22:00 á fimmtudagskvöldum 551–1012
551–1012
FÉLAGSLÍF
Í Háskóla Íslands er öflugu félagslífi haldið úti, innan nemendafélaga sem utan. Auk þess sem nemendafélögin og stúdentahreyfingarnar bjóða upp á má finna ýmislegt annað skemmtilegt félagsstarf. Þar má nefna Háskólakórinn, Stúdentaleikhúsið og Kvennakór HÍ.
HÁSKÓLADANSINN
Háskóladansinn er opið dansfélag og er ætlað nemendum háskólanna sem og öðru dansáhugafólki. Boðið er upp á danstíma í mismunandi dönsum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, flest kvöld vikunnar. Bæði eru kenndir sólótímar þar sem dansað er í hóp og paradansar. Síðustu annir hefur meðal annars verið boðið upp á tíma í Lindy Hop, swing rock & roll, West Coast swing, Solo Jazz, K-Pop og Choreography Workout. Stefnt er að því að halda danskvöld í hverri viku auk þess sem skemmtikvöld eru einu sinni í mánuði yfir skólatímann þar sem fólk getur hist, dansað saman og kynnst öðrum úr félaginu. Ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga svo þetta er frábær vettvangur til að kynnast öðrum stúdentum. Annargjaldi er haldið í lágmarki.

haskoladansinn.is /haskoladansinn
@haskoladansinn
STÚDENTALEIKHÚSIÐ
Stúdentaleikhúsið er sjálfstætt starfandi áhugaleikfélag sem setur upp eina leiksýningu á misseri. Leikfélaginu er ætlað þeim sem hafa náð háskólaaldri en allir mega taka þátt óháð því hvort þeir stundi háskólanám eða ekki. Stúdentaleikhúsið leitar að áhugasömu fólki í ýmis verkefni. Auk leikara þarf að sjá um leikmynd, tónlist, ljós, búninga, förðun og fleira sem við kemur uppsetning. Þetta er skapandi umhverfi þar sem fólk getur komið og fengið útrás fyrir sköpunargáfuna og upplifað leikhúslífið.
The University of Iceland is known for its vibrant student community. Student politics and student unions play a large role in student life, but there are other great ways to get involved, like the University Dance Forum, the Student Theater, the University Choir, and the University Women’s Choir.
THE UNIVERSITY DANCE FORUM
The University Dance Forum is an open dance association offering a variety of dance classes most nights of the week for beginners as well as experienced dancers. The group plans to host a dance night every week, and there are special monthly dances throughout the school year where students can break out their Lindy Hop, swing, rock and roll, and West Coast Swing moves. You don’t have to bring a partner, so it’s a great place to meet fellow students, and the semester fee is kept to a minimum.
haskoladansinn.is

/haskoladansinn
@haskoladansinn
THE STUDENT THEATER
The Student Theater is an independent amateur theater company that stages one show per semester. It is open to collegeage individuals, whether or not they’re students. The Student Theater is looking for people interested in various aspects of stage production. In addition to acting, there are opportunities in stage design, music, lighting, costumes, makeup, and more. The Student Theater is a great outlet for your creative energy and the perfect place to experience theater life.
UNIVERSITY LIFE
HÁSKÓLAKÓRINN
Háskólakórinn var stofnaður árið 1972 og er því rúmlega hálfrar aldar gamall. Kórinn er blandaður og aðgengilegur öllum sem hafa áhuga. Hann er að jafnaði skipaður 60 til 70 nemendum við Háskóla Íslands, íslenskum sem erlendum. Kórinn kemur fram við helstu viðburði skólans, til að mynda við brautskráningu nemenda, auk þess að halda sjálfstæða tónleika á hverri önn. Meðlimir reka kórinn sjálfir, og stuðla að öflugu félagslífi innan veggja skólans með virkum nefndum sem skipuleggja ýmiskonar viðburði. Þar má nefna árshátíðir, útilegur, útlandaferðir, partí og önnur samkvæmi.
kor@hi.is
kor.hi.is

/haskolakorinn
@haskolakorinn
KVENNAKÓR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Kvennakór Háskóla Íslands hefur starfað frá árinu 2005. Um er að ræða metnaðargjarnan kór, sem hugsaður er bæði fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur háskólans, og aðra söngelska. Kórinn flytur fjölbreytt og alþjóðlegt úrval verka á tónleikum og viðburðum gegnum skólaárið, ásamt því að syngja á jólunum og við útskriftir skólans. Kórinn er skipaður söngelskum meðlimum sem hittast reglulega utan kóræfinga.

kvennakorhi@gmail.com
/kvennakorhi
THE UNIVERSITY CHOIR
The University Choir is a mixed choir which holds its own concerts both large and small. The choir tackles an ambitious piece every year, generally in the autumn, and performs for various special school events. Focusing largely on Icelandic music, the choir travels at least every other year to introduce Icelandic music abroad and collaborate with choirs around the world. In addition, the choir hosts many social events, including a welcome party, an annual party, camping trips, and more.
kor@hi.is
kor.hi.is

/haskolakorinn
@haskolakorinn
THE UNIVERSITY WOMEN’S CHOIR
The University Choir is a mixed choir which holds its own concerts both large and small. The choir tackles an ambitious piece every year, generally in the autumn, and performs for various special school events. Focusing largely on Icelandic music, the choir travels at least every other year to introduce Icelandic music abroad and collaborate with choirs around the world. In addition, the choir hosts many social events, including a welcome party, an annual party, camping trips, and more.
kvennakorhi@gmail.com

/kvennakorhi
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA

Félagsstofnun stúdenta er í eigu stúdenta við Háskóla Íslands og sér um að veita þeim margvíslega þjónustu á háskólasvæðinu á sem bestum kjörum. Stofnunin vinnur í raun að því að gera sem allra best við stúdenta.
Þegar þú kemur við í Hámu og færð þér einn uppáhelltan, hámar í þig ljúffengar sætkartöflufranskar á Stúdentakjallaranum eða kaupir yfirstrikunarpenna í Bóksölu stúdenta ertu að nýta þér þjónustu FS.
Stofnunin á og rekur einnig Stúdentagarðana og Leikskóla stúdenta. FS leggur sig fram við að bjóða upp á næringarríkt og fjölbreytt vöruúrval í Hámu og tekur hugmyndum stúdenta með opnum hug. FS reynir eftir fremsta megni að höfða til nemenda og er matseðill Hámu til að mynda alltaf birtur í SmáUglunni og á heimasíðu Uglunnar.
570–0700 Opið 9:00–16:00 mánudaga til 10:00–12:00 á föstudögum fs@fs.is 3. hæð Háskólatorgs fimmtudaga www.fs.is
The Student Services Organization (Félagsstofnun stúdenta) is owned by the students of the University of Iceland and provides them with a wide range of services on campus at the best possible rates. The organization is dedicated to offering the best possible services to students.
When you stop by Háma for a freshly brewed coffee, enjoy delicious sweet potato fries at the Student Cellar, or purchase a highlighter at the Student Bookstore, you are making use of FS services.
The organization also owns and operates the Student Housing and Student Preschools. FS is committed to offering a nutritious and diverse selection of products at Háma and welcomes student suggestions with an open mind. FS makes every effort to appeal to students, and for instance, Háma’s menu is always available in the SmáUgla app and on Ugla’s website.
570–0700 Monday to Thursday from Friday from 9:00 AM to 12:00 PM fs@fs.is 3rd floor of Háskólatorg 9:00 AM to 4:00 PM www.fs.is
STUDENT SERVICES
BÓKSALA STÚDENTA
Bóksala stúdenta er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins og ætti ekki að fara framhjá neinum þegar gengið er inn á Háskólatorg. Þar fást kennslubækur og önnur námsgögn en einnig ritföng, tímarit og kiljur. Bókakaffi stúdenta er staðsett í Bóksölunni og þar er ljúft að tylla sér með kaffibolla í hönd og virða fyrir sér mannlífið á Háskólatorgi. Í Bóksölunni er einnig að finna Kaupfélag stúdenta þar sem seldar eru skemmtilegar og gagnlegar vörur af ýmsu tagi. Í Bóksölu stúdenta er verðlagi haldið niðri eins og kostur er og því er tilvalið fyrir stúdenta að nýta sér þau góðu kjör sem þar bjóðast.
HÁMA OG KAFFISTOFUR
FS rekur veitingasölur víðs vegar um háskólasvæðið sem eru opnar á skólatíma. Á öllum stöðunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk, meðal annars samlokur, súpur og kaffi, og sums staðar er boðið upp á hafragraut á morgnana. Ef þú nýtir þér háskólaskírteinið þitt getur þú fengið heitan mat og kaffi á sérstökum kostakjörum.
Hægt er að nálgast staðsetningar og opnunartíma allra sölustaða Hámu á vefsíðunni hama.is/opnunartimar.
STUDENT BOOKSTORE
The Student Bookstore is located at the heart of the university community and is hard to miss when entering Háskólatorg. It offers textbooks and other academic materials, as well as stationery, magazines, and paperbacks. The Student Bookstore also houses the Student Café, where you can relax with a cup of coffee and watch the lively atmosphere of Háskólatorg. Additionally, you’ll find the Student Cooperative within the bookstore, offering a variety of fun and useful items. Prices at the Student Bookstore are kept as low as possible, making it an ideal place for students to take advantage of the great deals available.
HÁMA AND CAFETERIAS
FS operates food outlets across the campus that are open during school hours. All locations offer a diverse selection of food and drinks, including sandwiches, soups, and coffee, with some locations serving oatmeal in the mornings. By using your student ID, you can enjoy hot meals and coffee at special discounted prices. You can find the locations and opening hours of all Háma outlets on the website hama.is/en/opnunartimar.

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
STÚDENTAGARÐAR
Hlutverk Stúdentagarðanna er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Þar má telja Mýrargarð, nýju íbúðirnar við Gamla Garð, Skjólgarður, (gamli) Gamli Garður, Ásgarðar, Skerjagarður, Oddagarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar og Skógargarðar og Sögu. Húsnæðið er af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi og einstaklingsíbúðir, tvíbýli, paraíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru sniðnir að þörfum íbúanna, en áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.

STÚDENTAKJALLARINN
Stúdentakjallarinn er staðsettur á fyrstu hæð Háskólatorgs. Þar er boðið upp á fjölbreyttar veitingar og metnaðarfulla dagskrá allan ársins hring. Þangað fara stúdentar til að gera sér glaðan dag, sötra ódýran bjór með hjálp stúdentakortsins og gæða sér á dýrindis frönskum. Íþróttaviðburðum er oftar en ekki varpað á stóran skjá á kjallaranum og tónleikahald er áberandi í skemmtidagskrá skólaársins. Dagskrána má nálgast á Facebook-síðu Stúdentakjallarans eða á fallega skreyttu skilti fyrir framan.

STUDENT HOUSING
The role of Student Housing is to provide University of Iceland students with convenient and well-located rental accommodations at reasonable prices. These include Mýrargarður, the new apartments by Gamli Garður, Skjólgarður, (old) Gamli Garður, Ásgarðar, Skerjagarður, Oddagarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar, Skógargarðar, and Saga. The housing options vary, including single rooms and apartments, shared apartments, couple’s apartments, and two- to four-bedroom family apartments. Student Housing fosters a vibrant and friendly community for students and their families. The housing is designed to meet the needs of residents, with a focus on efficient use of space, cost-effectiveness, shared facilities, and opportunities for social interaction to encourage good relations among residents.
THE STUDENT CELLAR
The Student Cellar is located on the first floor of Háskólatorg. It offers a wide variety of food and drinks, along with a rich program of events throughout the year. It’s a popular spot for students to unwind, enjoy a cheap beer with the help of their student card, and savor delicious fries. Sports events are often broadcast on a large screen in the cellar, and live music is a prominent feature of the entertainment lineup during the school year. You can find the event schedule on the Student Cellar’s Facebook page or on the beautifully decorated sign outside the venue.


UGLA OG CANVAS
CAVAS
Haustið 2020 tók Háskóli Íslands í notkun námsumsjónarkerfi sem heitir Canvas. Það er algengasta námsumsjónarkerfi í háskólum á Norðurlöndum og er notað í mörgum af fremstu háskólum heims.
Í Canvas fá nemendur góða yfirsýn yfir námsmat, geta nálgast námsgögn og leslista, einkunnir og tilkynningar frá kennurum. Þar geta nemendur og kennarar meðal annars talað saman á myndbandsformi. Gott viðmót og aðgengilegt lestrarumhverfi taka á móti nemendum í Canvas, þar er hægt að stækka texta og skipta um lita á bakgrunni en það gagnast sérstaklega þeim sem eiga erfitt með lestur.
Í Canvas er til dæmis hægt að nálgast:
Einkunnir
Tilkynningar frá kennurum
Kennsluáætlanir og annað námsefni
Skilahólf fyrir verkefni
Upptökur af fyrirlestrum
UGLAN
Uglan er innra net Háskóla Íslands. Allar grunnupplýsingar og ýmis önnur tól sem nemendur nýta sér eru áfram í Uglunni, til dæmis árleg skráning í námskeið, upplýsingar um námsferil, stundataflan, upplýsingar um próf og árleg kennslukönnun. Uglan hressir stúdenta við með stórskemmtilegum skilaboðum á heimasíðu sinni á hverjum degi.
SMÁUGLAN OG CANVAS APPIÐ
SmáUglan er smáforrit fyrir snjallsíma þar sem stúdentar geta nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar á skömmum tíma.
SmáUglan er notuð samhliða Canvas appinu þar sem nemendur geta fylgst með náminu frá A-Ö. Í SmáUglunni er til dæmis hægt að nálgast:
Stundatöflu
Tilkynningar
Próftöflu
Kennsludagatal
Matseðil Hámu
Upplýsingar um viðburði
Opnunartíma bygginga
Kort af háskólasvæðinu
Símaskrá starfsmanna
Nemendur geta sótt appið bæði fyrir
Apple og Android-síma.
ugla.hi.is

/ugla.hi.is

41 UGLA AND CANVAS
CAVAS
In the fall of 2020, the University of Iceland adopted Canvas, a learning management system (LMS). Canvas is the most common LMS used in universities across the Nordic countries and is employed by many of the world’s leading universities.
In Canvas, students have a comprehensive overview of their coursework, can access course materials and reading lists, view grades and announcements from instructors, and even engage in video discussions with teachers. The platform features an intuitive interface and an accessible reading environment, allowing users to enlarge text and change background colors, which is particularly beneficial for those who have difficulty reading.
Grades
Announcements from instructors
Course syllabi and other educational materials
Submission portals for assignments
Recordings of lectures
UGLAN
Ugla is the University of Iceland’s intranet. All essential information and various other tools that students need remain available in Ugla, such as annual course registration, academic records, timetables, exam information, and the annual teaching survey. Ugla also delights students with fun daily messages on its homepage.
SMÁUGLAN AND THE CANVAS APP
SmáUgla is a mobile app that provides students with a quick and easy way to access a variety of useful information. It is used in conjunction with the Canvas app, allowing students to manage their studies from A to Z. In SmáUgla, students can access:
Timetables
Announcements
Exam schedules
Academic calendars
Háma’s menu
Event information
Building opening hours
A campus map
A staff directory
Students can download the app for both Apple and Android devices.
ugla.hi.is

/ugla.hi.is

SKIPTINÁM
Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla víðs vegar um allan heim. Í því felast einstök tækifæri fyrir nemendur skólans til að stunda hluta af sínu háskólanámi við erlendan háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér ákveðna sérstöðu.
HVERS VEGNA AÐ FARA Í SKIPTINÁM?
Námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks, þar sem vinnuveitendur leita í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu.
Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða við erlenda háskóla sem ekki eru í boði við Háskóla Íslands og styrkt þannig stöðu sína. Það er dýrmætt að kynnast nýjum kennsluaðferðum og annarri menningu innan erlends háskóla, og fá þannig nýja sýn á námið.
Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við HÍ. Því þarf námsdvölin ekki að hafa áhrif á lengd námstímans.
SKILYRÐI FYRIR SKIPTINÁMI
Grunnnemar þurfa að hafa lokið minnst einu ári (eða 60 ECTS einingum) af námi sínu við Háskóla Íslands áður en skiptinám hefst. Nemendur á fyrsta ári geta því sótt um skiptinám og farið út á öðru ári, að því tilskildu að þeir hafi lokið 60 ECTS einingum áður en nám við gestaskólann hefst.
Í sumum námsgreinum þarf nemandi að hafa lokið meira en einu ári af námi sínu, áður en farið er í skiptinámið. Í sumum greinum er þá eingöngu í boði að fara í skiptinám á framhaldsstigi.
Nemandi þarf að taka minnst helming náms síns við Háskóla Íslands, og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skiptinám í eitt misseri eða fleiri. Skiptinám má að hámarki vera eitt skólaár sem hluti af hverri námsgráðu.
Hægt er að velja á milli þess að fara í skiptinám í eitt misseri eða tvö. Einnig er hægt að sækja um styttri námsdvöl.
Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi, þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.
ÁFANGASTAÐIR
Norðurlönd, Evrópa, Bandaríkin, Kanada, Mið- og Suður-Ameríka, Ástralía, Nýja-Sjáland og Asía.
Í leitargrunni háskólans fyrir alla erlenda samstarfsskóla HÍ geta nemendur fundið upplýsingar um hvaða möguleikar standa þeim til boða.
43 STUDY ABROAD
The University of Iceland is partnered with over 400 universities worldwide, offering students unique opportunities to complete part of their studies abroad, gain international experience, and set themselves apart in their academic and professional journeys.
WHY STUDY ABROAD?
Studying abroad positively impacts young people’s career prospects, as employers increasingly seek candidates with international experience.
Students can choose from a wide range of courses at foreign universities that are not available at the University of Iceland, thereby enhancing their academic standing. It is invaluable to experience new teaching methods and different cultures within a foreign university, providing fresh perspectives on your studies.
Students can have their exchange studies accredited as part of their academic record at the University of Iceland, so the exchange period does not have to extend the length of their degree program.
REQUIREMENTS FOR EXCHANGE PROGRAMS
Undergraduate students must have completed at least one year (or 60 ECTS credits) of their studies at the University of Iceland before starting an exchange. First-year students can apply for an exchange and go abroad in their second year, provided they have completed 60 ECTS credits before starting at the host university.
In some disciplines, students must have completed more than one year of studies before participating in an exchange. In certain fields, exchanges may only be available at the graduate level.
Students must complete at least half of their studies at the University of Iceland and graduate from there. It is possible to apply for an exchange for one semester or more, but the maximum exchange period is one academic year per degree.
Students can choose to go on an exchange for one or two semesters. Shorter study periods are also available.
During the exchange, students are expected to be enrolled in full-time studies, i.e., 30 ECTS credits per semester.
DESTINATIONS
The Nordic countries, Europe, the United States, Canada, Central and South America, Australia, New Zealand, and Asia.
Students can use the university’s search database for all its international partner schools to find information about their options.
SKIPTINÁM / STUDY ABROAD
PENINGAMÁL
Í skiptinámi eru skólagjöld við gestaskóla felld niður, en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands.
Ef sótt er um skiptinám í gegnum áætlanirnar Nordplus og Erasmus+ er jafnframt sjálfkrafa sótt um ferða- og dvalarstyrk.
Skiptinám er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
Í einhverjum tilfellum bjóðast styrkir til skiptináms utan Evrópu, til dæmis í Japan og Bandaríkjunum.
Alþjóðasvið auglýsir slíka styrki reglulega og veitir um þá nánari upplýsingar.
hi.is/skiptinam
STARFSÞJÁLFUN ERLENDIS
Nemendur Háskóla Íslands geta sótt um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu í háskólum, fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Einnig er hægt að fara í starfsþjálfun að loknu námi, í allt að tólf mánuði frá útskrift. Þannig geta nemendur öðlast dýrmæta alþjóðlega reynslu sem getur gagnast þeim síðar meir. Mögulegt er að fá dvölina metna sem hluta af námi við háskólann, hluta af lokaverkefni eða skráða í skírteinisviðauka.
hi.is/starfsthjalfun_erlendis
SCHOLARSHIPS AND FINANCING
Tuition fees at the host university are waived during the exchange, but students continue to pay the annual registration fee at the University of Iceland.
If students apply for an exchange through the Nordplus and Erasmus+ programs, they automatically apply for travel and living grants as well.
Exchange studies are eligible for student loans from the Student Loan Fund.
In some cases, scholarships are available for exchanges outside of Europe, such as in Japan and the United States. The International Office regularly announces these scholarships and provides further information.
english.hi.is/exchange
INTERNSHIPS ABROAD
Students at the University of Iceland can apply for an Erasmus+ grant to participate in internships or research work at universities, companies, or institutions in Europe. It is also possible to undertake an internship after graduation, for up to twelve months following completion of studies. This allows students to gain valuable international experience that can benefit them later in their careers. The internship can be credited as part of their studies, integrated into their final project, or included in the diploma supplement.
english.hi.is/traineeship_abroad
Surface Pro Copilot+
13" - Snapdragon X Plus, 16GB, 512GB 231.920 kr.
289.900 kr.

Ath. Lyklaborð, penni og mús fylgja ekki með en nemendum býðst 20% afsláttur af öllum aukahlutum hjá MOWO.
kynningarafsláttur
Í tilefni samstarfs MOWO og SHÍ bjóðum við stúdentum Háskóla Íslands 20% afslátt af Surface Pro Copilot+, sveigjanlegu tæki sem er tölva, spjaldtölva og teikniborð
í senn, því við viljum að þú getir fengið betri námsverkfæri á hagstæðara verði.
Nánar um samstarfið
shi.mowo.is
HÁSKÓLAFORELDRAR
FÆÐINGARSTYRKUR
Foreldrar sem hafa verið í 75% til 100% námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma eiga rétt á fæðingarstyrk í allt að þrjá mánuði hvort um sig. Foreldrar eiga einnig sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. Allar upplýsingar um fæðingarstyrkinn er að finna á vefsíðu Fæðingarorlofssjóðs:
LEIKSKÓLAR
Félagsstofnun stúdenta rekur tvo leikskóla á háskólasvæðinu fyrir börn stúdenta við HÍ. Leikskólarnir eru báðir staðsettir á Eggertsgötu og flest sveitarfélög niðurgreiða leikskólagjöld fyrir nemendur. Leikskólarnir eru fyrir börn á aldrinum sex mánaða til sex ára:
Sólgarður er fyrir sex mánaða til tveggja ára gömul börn og er eingöngu fyrir börn stúdenta við HÍ.
Mánagarður er fyrir eins árs til sex ára gömul börn, en þar geta allir sótt um.
FJÖLSKYLDUÍBÚÐIR
Félagsstofnun stúdenta á og rekur stúdentagarða fyrir nemendur HÍ. Þar af eru Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skógargarðar og Skuggagarðar með tveggja-, þriggja- og fjögurra herbergja íbúðum sem einungis eru leigðar til barnafjölskyldna. Garðarnir eru allir á háskólasvæðinu nema Skuggagarðar sem eru á Lindargötu og Skógargarðar í Fossvogi. Íbúar á Stúdentagörðum geta sótt um húsaleigubætur. Hægt er að lesa allt um stúdentagarðana á vefsíðu FS.
studentagardar.is www.faedingarorlof.is
Menntasjóður námsmanna veitir aukið svigrúm á kröfu um námsframvindu vegna barneigna.
ÍÞRÓTTASKÓLI STÚDENTARÁÐS
Stúdentaráð hefur í gegnum tíðina starfrækt íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundargötu á laugardögum og er hver tími fjörutíu mínútur. Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin. Frekari upplýsingar veitir Stúdentaráð á shi@hi.is
FJÖLSKYLDUNEFND SHÍ ATHUGIÐ!
Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs sér um að þjónusta háskólaforeldra og börn þeirra. Nefndin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum, þar á meðal Fjölskyldudegi HÍ, jólaballi og reglulegum barnabíóum á Stúdentakjallaranum, ásamt fleiru. Fjölskyldunefnd berst fyrir réttindum foreldra í háskólanum, meðal annars betri kjörum í fæðingarorlofi, að ekki sé kennt í HÍ eftir klukkan fimm á daginn og fyrir sveigjanlegri sumarfríum á leikskólum.
VIÐ MÆLUM MEÐ AÐ:
Taka þátt í foreldrafélagi SHÍ á Facebook.
Fylgjast með síðu fjölskyldunefndar SHÍ á Facebook.
Taka þátt í Íþróttaskólanum með barninu þínu og kynnast öðrum foreldrum.
Mæta á viðburði fjölskyldunefndar sem eru yfirleitt ókeypis.
Láta kennara vita af börnum, þeir eru yfirleitt mjög skilningsríkir.
FAMILY LIFE ON CAMPUS
CHILDBIRTH SUBSIDY FOR STUDENTS
Parents who have been studying full time (75%-100%) for at least six of the twelve months prior to childbirth, adoption, or the taking in of a foster child and have met academic progress requirements during that time are eligible for childbirth subsidies for up to three months each. Parents are also entitled to an additional three-month childbirth subsidy which can be split between them or taken by one parent. More information about the childbirth subsidy is available at:
www.faedingarorlof.is
PLEASE NOTE!
Please note that the Icelandic Student Loan Fund relaxes academic progress requirements for new parents.
PRESCHOOLS
Student Services (FS) runs two preschools for children of university students, and most municipalities subsidize preschool fees for students with children. Both preschools are located on Eggertsgata, right by the university:
Sólgarður is for children from six months to two years old and is only intended for the children of students at the Universityof Iceland.
Mánagarður is for children from one to six years old, and anyone can apply.
STUDENT COUNCIL SPORTS SCHOOL
The Student Council manages a sports school for children ages one to five. Sessions are 40 minutes long and are held at the university gym on Sæmundargata. Parents actively participate in classes by assisting their children. More information is available from the Student Council at shi@hi.is.
FAMILY HOUSING
Student Services (FS) owns and operates a number of residences for University of Iceland students. Five of these residences (Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skógargarðar and Skuggagarðar) feature one-, two-, and three-bedroom family apartments which are only rented out to students with children. All student housing is on campus, except Skuggagarðar, which is on Lindargata (downtown), and Skógargarðar, which is in Fossvogur. Residents can apply for government housing benefits. You can read all about student housing on the Student Services website:
STUDENT
COUNCIL’S FAMILY AFFAIRS COMMITTEE
The Student Council’s Family Affairs Committee provides services for parents studying at the university as well as their children. The committee holds all kinds of great events, such as Family Day, an annual Christmas ball, regular family movie nights at the Student Cellar, and more. The committee advocates on behalf of students with children, for example working to secure better terms for parental leave, ensuring that courses are not taught after 5:00 pm, and pushing for preschools to allow families more flexibility in scheduling summer vacation.
WE RECOMMEND THAT YOU:
Sign your child(ren) up for the Sports School and get to know other parents
Attend events organized by the Family Affairs Committee, which are usually free
Let your instructors know you have children; they’re usually very understanding!
HÁSKÓLARÆKTIN
THE UNIVERSITY FITNESS CENTER
Íþróttahús Háskóla Íslands við Sæmundargötu er opið öllum stúdentum og starfsfólki gegn vægu gjaldi. Árskort veitir aðgang að skipulögðum tímum í sal, aðstöðu í tækjasal og notalegri sánu í kjallaranum. Þá stendur hópum til boða að leigja íþróttasalinn. Stundaskrá
Háskólaræktarinnar fyrir haust- og vormisseri má nálgast á heimasíðu HÍ.
Þar að auki stendur nemendum til boða að kaupa áskrift að Háfit, faglegri fjarþjálfun sem hönnuð er með þarfir stúdenta nútímans í huga. Æfingaáætlanir gera ráð fyrir því að æfingar taki á bilinu 20-40 mínútur og næringaráætlanir gera ráð fyrir ódýrum mat sem er einfalt að útbúa. Háfit er eingöngu í boði fyrir stúdenta og starfsfólk við Háskóla Íslands.
The University of Iceland’s sports center on Sæmundargata is open to all students and staff for a modest fee. An annual membership provides access to organized classes in the gym, the facilities in the fitness room, and a cozy sauna in the basement. Additionally, groups can rent the sports hall. The schedule for Háskólaræktin (the university gym) for the fall and spring semesters can be found on the University of Iceland’s website.
Furthermore, students have the option to purchase a subscription to Háfit, a professional online fitness program designed with the needs of modern students in mind. The workout plans are tailored to fit within 20-40 minutes, and the nutrition plans focus on affordable and easy-to-prepare meals. Háfit is exclusively available to students and staff of the University of Iceland.
49 STÚDENTAKORTIN / STUDENT CARDS
Allir stúdentar í HÍ geta sótt um Stúdentakort á Uglunni. Kortin eru gefin út í tveimur mismunandi útgáfum:
AUÐKENNIS- OG AFSLÁTTARKORT
Kortið er ókeypis og veitir stúdentum fjölmarga afslætti, til dæmis af heitum mat og kaffi í Hámu, fjölbreyttri líkamsrækt, bifreiðaskoðun, deilihjólaleigu og mat og drykk á ýmsum veitingastöðum. Kortið er sent á lögheimili stúdenta eftir að sótt hefur verið um það á Uglu.
RAFRÆNT AÐGANGSKORT
Kortið virkar eins og hefðbundið auðkennis- og afsláttarkort en veitir auk þess aukinn aðgang að Háskólatorgi og einni annarri byggingu. Kortið kostar 1.500 kr. og er sótt á Þjónustuborðið á Háskólatorgi eftir að sótt hefur verið um það á Uglu.
Lista yfir þá afslætti sem kortin veita má finna á heimasíðu Stúdentaráðs:
student.is/afslaettir
Ath! Stúdentar fá ekki nýtt kort árlega heldur er það endurnýjað með límmiða á Þjónustuborðinu á Háskólatorgi.
All University of Iceland students can apply for student ID cards through Ugla. Two types of card are available:
BASIC: ID AND DISCOUNT CARD
The basic student ID card is free and grants the cardholder discounts on all sorts of things, like coffee and hot meals at Háma, a wide variety of fitness classes and other activities, vehicle inspections, bike rentals, and food and drink at several restaurants. You can apply for the card on Ugla and it will be mailed to your legally registered address.
ENHANCED: ACCESS CARD
For an annual fee of 1500 krónur, the enhanced card gives you all the same great perks as the basic card, plus grants you after-hours access to the University Center and one other campus building of your choice. You can apply for the card on Ugla and then pick it up at the Service Desk in the University Center.
To see all the great discounts you’ll get with your student card, go to
student.is/afslaettir
Please note that student cards are not replaced each year. To renew your card, visit the Service Desk at the beginning of the school year for a sticker.
50 SJÓÐIR
Stúdentasjóður er í vörslu Stúdentaráðs og geta allir stúdentar við Háskóla Íslands sótt um styrk, í eigin nafni eða í nafni félags innan háskólans. Hlutverk sjóðsins er fjórþætt; í fyrsta lagi að efla félags-, fræðslu- og menningarstarfsemi stúdenta við HÍ, og í öðru lagi að efla alþjóðasamstarf stúdenta HÍ og erlendra aðila. Í þriðja lagi að koma til móts við kostnað námsmanna sem fara í greiningu vegna sértækra námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADD/ADHD) og í fjórða lagi að koma til móts við erlenda stúdenta utan EES svæðisins sem glíma við fjárhagslega erfiðleika hérlendis. Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári; tvisvar á hvoru misseri.
studentasjodur@hi.is
AFREKS- OG HVATNINGARSJÓÐUR STÚDENTA HÁSKÓLA ÍSLANDS
Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands styrkir afburðanemendur til náms við skólann ár hvert. Styrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun er einnig leitast við að styrkja nemendur sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nýnemar við Háskóla Íslands, innritaðir í nám á haustönn úthlutunarárs, geta sótt um styrkinn. Hver styrkur er að fjárhæð 300.000 kr. auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. Styrkhafar fá styrkinn greiddan fljótlega eftir að nám við skólann hefst. Umsóknarfrestur árið 2022 var til 5. júní. Frekari upplýsingar um styrkinn veitir Kolbrún Einarsdóttir.
kei@hi.is
STÚDENTASJÓÐUR NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA
Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða
námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefniStúdentar eiga sinn fulltrúa í sjóðstjórn
Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum frá ríki (mennta- og menningarmálaráðuneyti) 325 m.kr. og 30 m.kr. frá Reykjavíkur–borg. Nýsköpunarsjóður námsmanna er samkeppnissjóður með 31% árangurshlutfall. Umsóknarfrestur er í febrúar á ári hverju.
nsn@rannis.is
Erasmus+ veitir nemendum evrópskra háskóla einstakt tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði. Að auki stuðlar hin nýja áætlun að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum til að mæta nemendum með sérþarfir.
Um er að ræða tvenns konar styrki sem nemendur geta sótt um:
Í Erasmus+ skiptinámi við einhvern af samstarfsskólum HÍ eru tekin námskeið sem síðan eru metin til eininga við heimkomu. Nemendur sem sækja um Erasmus+ styrk til skiptináms fá dvalarstyrk 660-770€ á mánuði og ferðastyrk 275-820€ (eftir fjarlægð frá áfangastað).
Athugið að þessar upphæðir gilda fyrir þær umsóknir sem berast vegna frests 1. febrúar 2022.
Erasmus+ starfsþjálfun er unnið að ákveðnu verkefni við fyrirtæki eða hjá stofnun við eitthvað sem tengist námi viðkomandi. Nemendur sem sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar fá 660-770€ á mánuði og ferðastyrk 275-820€ (eftir fjarlægð frá áfangastað).
Athugið að þessar upphæðir gilda fyrir þær umsóknir sem berast vegna frests 1. apríl 2022.
ERASMUS+
51 FUNDING OPPORTUNITIES
STUDENT FUND
The Student Council manages the Student Fund. Any UI student can apply for a grant, either in their own name or on behalf of a student organization. The fund’s role is threefold: to support cultural, educational and social opportunities for students; to strengthen international cooperation; and to provide financial support to students who require evaluation for ADD/ADHD and other specific learning disabilities. Allocations are made four times a year, twice each semester.
studentasjodur@hi.is
THE UNIVERSITY OF ICELAND STUDENT ACHIEVEMENT AND INCENTIVE FUND
The purpose of the University of Iceland Student Achievement and Incentive Fund is to encourage new students at the University of Iceland who have demonstrated academic excellence at the secondary level. The grants are allocated on a yearly basis in the spring. When allocating the board wants to sponsor those students that have demonstrated academic excellence despite difficult situations. Each grant is 300.000 kr. as well as the 75.000 kr registration fee the University collects each year from their students. The grant recipients get the money quickly after they start their studies. The application deadline is June 5th. Kolbrún Einarsdóttir can provide more information about the fund.
STUDENT INNOVATION FUND
The Student Innovation Fund’s goal is to give universities, research institutions, and businesses the opportunity to hire undergraduate and graduate students for ambitious and demanding summer research projects. The student body has a representative on the fund’s board.
Applications are generally accepted once a year; it is funded by the Ministry of Education, Science and Culture (325 m.iskr.) and Reykjavík Municipality (30 m.iskr). The Student Innovation Fund application process has a 31% acceptance rate.
nsn@rannis.is
ERASMUS+
Erasmus+ provides students of European universities with the unique opportunity to gain international experience in their studies and improve their position in the labour market. In addition, the new programme promotes equal opportunities to study abroad by providing supplementary grants for students with special needs.
Students can apply for two types of grants:
Erasmus+ exchange study grants allow students to take courses at one of UI’s partner universities, which are evaluated for credits upon return to Iceland. Students apply for an exchange program and get a subsistence expenses grant 660-770€ per month and a travel expenses grant 275-820€ (depending on how far away the destination is). NB, these amounts apply for those applications that come through before the deadline February 1st, 2022.
Erasmus+ traineeship grants allow students to work on specific projects, related to their studies, at a company or institution. Students apply for a traineeship program and get a subsistence expenses grant 660-770€ per month and a travel expenses grant 275-820€ (depending on how far away the destination is). NB, these amounts apply for those applications that come through before the deadline April 1st, 2022.
AÐ HEIMSÆKJA
STÚDENTAKJALLARANN
Svo þú hefur ákveðið að sækja Stúdentakjallarann heim? Vel valið!
Þó eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar Stúdentakjallarinn, Kjallarinn eða Kja, er sóttur heim. Hér að neðan eru nokkur heilræði frá fólki sem hefur sennilega varið meiri tíma á Stúdentakjallaranum en í kennslustofunni, svo lestu vel og vandlega.
STÚDENTAKORT
Þetta er algjört lykilatriði. Í raun er þetta bara aðalatriðið þegar maður fer á Stúdentakjallarann. Með stúdentakortinu þínu færðu nefnilega afslátt af bjórnum.
Vissulega er bjórinn ódýr fyrir, og hvað er betra en ódýr bjór? Enn ódýrari bjór. Þetta skiptir öllu máli.
PRÓFAÐU ÞIG ÁFRAM
Í MATSEÐLINUM
Á Kjallaranum er boðið upp á úrval ýmissa prýðisgóðra rétta, og því engin ástæða til að festa sig í því fyrsta sem maður smakkar, jafnvel þó að það sé gott. Vits er þörf þeim er víða ratar, eins og skáldið sagði. Hamborgararnir eru góðir, en það eru pizzurnar líka, svo ekki sé minnst á samlokurnar, salötin, vegan-úrvalið og allt hitt. Leyfðu forvitninni að ráða för! Þú sérð ekki eftir því.
FRÁGANGUR
Á Stúdentakjallaranum gengur ekki að klára dýrindismatinn sinn og nánast ókeypis bjór, standa síðan bara upp og fara. Ó, nei. Á
Kjallaranum göngum við frá eftir okkur sjálf. Það er ekki þar með sagt að gestir þurfi að skúra gólfin og stóla upp staðinn. Það eina sem er ætlast til, er að maður fari með glös, diska og annan borðbúnað á þar
til gerðan rekka í horni staðarins. Þetta auðveldar líf starfsfólksins, sem er jú að selja ykkur góðan mat og ódýran bjór.
MÆTTU TÍMANLEGA
Á hverju skólaári eru haldnir fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir á Stúdentakjallaranum. Við myndum jafnvel ganga svo langt að segja að nánast öllum gæti tekist að finna eitthvað við sitt hæfi á Kjallaranum. Sumir viðburðir eru afar vinsælir, og þá kann ekki góðri lukku að stýra að mæta fimm mínútum fyrir auglýstan tíma til að fá sæti. Gott er að mæta örlítið fyrr, fá sér jafnvel að borða fyrir, dreypa á ódýra bjórnum sem þú fékkst gegn framvísun stúdentakortsins og spjalla við gott fólk. Þannig nær maður bestu sætunum í húsinu.
KYNNTU ÞÉR DAGSKRÁNA
Stúdentakjallarinn auglýsir dagskrána sína vel, bæði á Facebook og á fallegri krítartöflu beint fyrir utan staðinn. Þar getur þú fylgst með því hvað er í vændum, hvort sem það er karókíkvöld, barsvar, tónleikar, íþróttaleikur í beinni útsendingu eða einn af fjölmörgum öðrum viðburðum sem haldnir eru á Kjallaranum.
53 VISITING THE STUDENT CELLAR
So, you’ve decided to visit the Student Cellar? Great choice! But there are a few things you should keep in mind when heading to the Student Cellar, or “Kjallarinn,” or just “Kja” for short. Below are some tips from people who have probably spent more time at the Student Cellar than in the classroom, so read on carefully.
STUDENT ID
This is the key to everything. Really, it’s the main thing to remember when you go to the Student Cellar. Why? Because your student ID gets you a discount on beer. Sure, the beer is already cheap, but what’s better than cheap beer? Even cheaper beer. This is essential.
EXPLORE THE MENU
The Cellar offers a variety of excellent dishes, so there’s no reason to stick with the first thing you try, even if it’s good. As the poet said, “Wisdom is needed by the one who often travels.” The burgers are great, but so are the pizzas, not to mention the sandwiches, salads, vegan options, and everything else. Let your curiosity lead the way! You won’t regret it.
CLEAN UP AFTER YOURSELF
At the Student Cellar, it’s not cool to finish your delicious meal and almost-free beer, then just stand up and leave. Oh no. At the Cellar, we clean up after ourselves. That doesn’t mean you need to scrub the floors or stack the chairs. All that’s expected is that you take your glasses, plates, and other tableware to the designated rack in the corner
of the place. This makes life easier for the staff, who are, after all, serving you good food and cheap beer.
ARRIVE EARLY
Each school year, a variety of fun and diverse events are held at the Student Cellar. We’d even go so far as to say that just about everyone can find something to their liking at Kjallarinn. Some events are super popular, and showing up five minutes before the advertised start time might not get you a seat. It’s a good idea to arrive a little early, maybe grab a bite to eat beforehand, sip on that cheap beer you got with your student ID, and chat with some good people. That way, you’ll snag the best seats in the house.
CHECK OUT THE SCHEDULE
The Student Cellar promotes its schedule well, both on Facebook and on the beautifully decorated chalkboard right outside the venue. This way, you can stay updated on what’s coming up, whether it’s karaoke night, pub quizzes, live music, a sports game broadcast, or any of the many other events hosted at Kjallarinn.
AF HÁSKÓLASVÆÐINU
MAP OF THE UNIVERSITY CAMPUS
1 Aðalbygging
9 Aragata 13 Askja
Gamli Garður
Gimli Háskólabíó
Háskólatorg
Íþróttahús
Landspítalinn
Læknagarður
Lögberg
Nýi Garður
Oddi
Raunvísindastofnun
Setberg
Stapi
Tæknigarður
Veröld
VIÐBURÐIR Á DÖFINNI
Í Reykjavík er alltaf nóg um að vera, hvort sem um er að ræða minni eða stærri viðburði sem setja skemmtilegan brag á borgarlífið. Hér verður farið yfir nokkra skemmtilega viðburði sem stúdentar eru eindregið hvattir til að kynna sér, en þó er tekið fram að aðeins er um að ræða lítið brotabrot af því mikla og kröftuga menningarlífi sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.
OKTÓBERFEST
Þetta er hún. Þetta er Októberfest. Sjálft krúnudjásn menningarlífs Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðisins og sennilega alls Íslands. Októberfest er næst stærsta árlega útihátíð landsins, og sú langskemmtilegasta. Þar hittast stúdentar og aðrir stuðpinnar, drekka saman bjór, hlusta á aragrúa íslensks tónlistarfólks sýna af sér sínar bestu hliðar, og lætur dansinn duna langt inn í nóttina í Vatnsmýrinni. Treystið okkur, þið viljið alls ekki missa af þessu!
5. til 7. september
Háskólasvæðið (það fer ekki fram hjá ykkur)

/oktoberfestshi @oktoberfestshi
RIFF
RIFF, eða Reykjavík International Film Festival, er sjálfstæð og óháð alþjóðleg kvikmyndahátíð rekin án hagnaðar. Á hátíðinni geta gestir séð það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð, auk þess sem hægt verður að ræða við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar. Þá verður hægt að sjá sumar kvikmyndanna við nokkuð óhefðbundin skilyrði, til að mynda í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni. Hátíðin fer að miklu leyti fram á svæði Háskóla Íslands.
26. september til 6. október
riff.is
ICELAND AIRWAVES
Iceland Airwaves er tónlistarhátíð sem haldin er á fjölda tónleikastaða víðs vegar um Reykjavík. Meðan á hátíðinni stendur iðar borgin af lífi, tónlistin ómar um stræti og torg og þúsundir erlendra gesta sækja borgina heim til þess að upplifa Airwaves töfrana, þar sem bragðgóður kokteill af rótgrónu tónlistarfólki og upprennandi listamönnum rennur ljúflega niður.
7. til 9. nóvember
icelandairwaves.is
FOOD AND FUN
Food and Fun Festival er matarhátíð þar sem erlendir gestakokkar leika listir sínar fyrir gesti valinna veitingastaða í Reykjavík. Hátíðin veitir innsýn í matarmenningu í Reykjavík og tekur gesti í ferðalag um veitinga- og skemmtistaði borgarinnar. Food and Fun er haldin í mars á ári hverju, en nákvæm dagsetning hátíðarinnar liggur ekki fyrir.
dineout.is/foodandfun
UPCOMING EVENTS
In Reykjavík, there is always plenty to do, whether it’s smaller or larger events that add a fun flavor to urban life. Here, we will go over a few exciting events that students are strongly encouraged to explore, though it should be noted that this is just a small fraction of the vast and vibrant cultural life that Reykjavík has to offer.
OKTÓBERFEST
This is it. This is Oktoberfest. The crown jewel of Reykjavík’s cultural life, the capital area, and probably all of Iceland. Oktoberfest is the second largest annual outdoor festival in the country and the most entertaining. Here, students and other enthusiasts gather to drink beer, listen to a plethora of Icelandic musicians showcase their best sides, and let the dancing continue late into the night in Vatnsmýrin. Trust us, you definitely don’t want to miss this!
September 7 to September 9
On campus (you’ll see it, don’t worry)

/oktoberfestshi
@oktoberfestshi
RIFF
RIFF, or the Reykjavík International Film Festival, is an independent and non-profit international film festival. At the festival, guests can see the best and freshest in international filmmaking, as well as have the opportunity to talk to directors about their work, attend panels and lectures, concerts, and art exhibitions. Additionally, some films will be shown under quite unconventional conditions, for instance in a swimming pool, in a cave, or in the living room of a well-known filmmaker. The festival largely takes place in the area of the University of Iceland.
September 26 – October 6 riff.is
ICELAND AIRWAVES
Iceland Airwaves is a music festival held at numerous concert venues throughout Reykjavík. While the festival is ongoing, the city buzzes with life, music echoes through the streets and squares, and thousands of foreign guests visit the city to experience the magic of Airwaves, where a delightful cocktail of established musicians and emerging artists flows smoothly.
November 7 – November 9 icelandairwaves.is
FOOD AND FUN
The Food and Fun Festival is a food festival where international guest chefs showcase their skills for guests at select restaurants in Reykjavík. The festival provides insight into the culinary culture of Reykjavík and takes guests on a journey through the city’s dining and entertainment venues. Food and Fun is held every March, but the exact dates of the festival have not yet been announced.
dineout.is/foodandfun
ORÐSKÝRINGAR / DEFINITIONS
Hér í háskólanum er ekki óvanalegt að heyra fólk beita styttingum, slangri, skammstöfunum og jafnvel slettum, þegar það vísar til staða, hugtaka eða hluta sem gerðir eru innan veggja HÍ-samfélagsins.
Til þess að átta sig betur á tungutakinu sem hér er um að ræða, höfum við tekið saman stuttan lista yfir allra helstu atriðin. Hafið í huga að hér er ekki um að ræða tæmandi lista, né heldur heilagan sannleik. Vel getur verið að einhverjir stúdentar hafi aldrei heyrt þessi hugtök, og noti jafnvel allt önnur orð yfir þá hluti sem hér á eftir koma.
KJA – STÚDENTAKJALLARINN
Dæmi: „Eigum við að kíkja á Kja í hádegismat?“
HT – HÁSKÓLATORG
Dæmi: „Háma á HT er sennilega mín uppáhalds Háma!“
OKTFEST – OKTÓBERFEST
Dæmi: „Oktfest 24 er sennilega besta Oktfest allra tíma!“
GARÐARNIR – STÚDENTAGARÐAR
Dæmi: „Mikið er þægilegt að búa á görðunum, svo stutt að fara á Oktfest.“
SKRI – RÉTTINDASKRIFSTOFA SHÍ
Dæmi: „Vá hvað það er góð stemning á Skri, það eru allir svo almennilegir þar.“
BUSI – NÝNEMI
Dæmi: „Af hverju má ekki kalla nýnemana busa? Hver bannaði það?“
SLANGA – HOTDOG
Dæmi: „Slöngur í Hámu í prófatíð. Gæti þetta orðið eitthvað betra?“
HÁSKÓLINN – HÁSKÓLI ÍSLANDS
Dæmi: „Hvað meinarðu við hvaða háskóla er ég að læra? Ég er í Háskólanum.“
HÁSKÓLINN VIÐ NAUTHÓLSVÍK –HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Dæmi: „Háskólinn við Nauthólsvík er víst ekki með neina tónlistarhátíð. Spes.“
At the university, it’s not uncommon to hear people using abbreviations, slang, acronyms, and even colloquialisms when referring to places, concepts, or things within the University of Iceland community. To help you better understand this unique lingo, we’ve compiled a short list of the most common terms. Keep in mind that this is not an exhaustive list, nor is it a definitive guide. It’s possible that some students may have never heard these terms and might even use entirely different words for the things mentioned here.
KJA – THE STUDENT CELLAR
Example: “Should we grab lunch at Kja?”
HT – HÁSKÓLATORG (UNIVERSITY SQUARE)
Example: “Háma at HT is probably my favorite Háma!”
OKTFEST – OKTOBERFEST
Example: “Oktfest 24 is probably the best Oktfest ever!”
GARÐARNIR – STUDENT HOUSING
Example: “It’s so convenient to live in Garðarnir, so close to Oktfest.”
SKRI – STUDENT RIGHTS OFFICE
Example: “The vibe at Skri is so good; everyone is super nice.”
BUSI – FRESHMAN
Example: “Why can’t we call freshmen ‘busi’? Who banned that?”
SLANGA – HOTDOG
Example: “Slangas at Háma during exam season. Could it get any better?”
HÁSKÓLINN (THE UNIVERISTY) –UNIVERSITY OF ICELAND
Example: “What do you mean, which university am I studying at? I’m at THE university.”
HÁSKÓLINN VIÐ NAUTHÓLSVÍK (THE UNIVERSITY BY THE BEACH) –REYKJAVÍK UNIVERSITY
Example: “Apparently, the university by the beach doesn’t have any music festivals. Weird.”
ÞÍNAR HUGLEIÐINGAR / YOUR NOTES
Sex bíósýningar á RIFF
RIFF taupoki*
2 fyrir 1 af barnum á viðburðum RIFF
Ein dós af Orku þegar þú virkjar passann
20% afsláttur af öllum drykkjum, áfengi, poppi og sælgæti í Háskólabíói
30 mín inneign hjá Zolo*
Frítt á alla viðburði Bransadaga RIFF * á meðan birgðir endast
Fyrir
20–29 ára
PASSINN U30
á aðeins 8.490 Kr.