Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum
Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakronur
Ritstjóri / Editor
Vésteinn Örn Pétursson
Útgefandi / Publisher
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Blaðamenn/ Journalists
Arent Orri J. Claessen
Glo Chitwood
Daníel Hjörvar Guðmundsson
Ari Borg Helgason
Dora Ghisoni
Gabríel Dagur Valgeirsson
Jeremy Archer
Jiaxin Zhao
Michelle Chen
Nonni Gnarr
Ljósmyndarar / Photographers
Snæfríður Blær Tindsdóttir
Glo Chitwood
Hönnun og umbrot / Design and layout
Sunna Þórðardóttir
Prentun / Printing
Litlaprent
Efnisyfirlit
Table of Contents
Ávarp ritstjóra
Edditors adress
Hvað gerir stúdentaráð
What does the student council do?
ARCADE nemendur
ARCADE students
Makaleit Danna Hjö
Looking for love with Danni Hjö
Viðtöl við skiptinema
Interviews with exchange students
Stjörnuspá
Horoscope
Sundlaugin
The Pool
Fantasía háskólalífsins
The fantasy of a college life
Siðferðisleg notkun gervigreindar í námi
Ethical Use of AI in Academic Studies
Kvöld glæsileika og hláturs
An Evening of Glamour and Laughter
Something in the orange
Something in the orange
Oktoberfest með augum með nýnemans Oktoberfest through the eyes of a freshman
Ávarp Ritstjóra
Editors address Vésteinn Örn Pétursson
Kæru stúdentar!
Þá er bara komið að því. Skólinn er að byrja aftur, sem er gaman. Vonandi var líka gaman um jólin. Og áramótin. Það er oft gaman um jól og áramót. Á jólunum borðar maður tertur og um áramótin sprengir maður þær. Magnað! En nú er ekkert meira tertu-neitt. Nú tekur alvara lífsins við. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að vorönnin sé miklu betri en haustönnin. Segja má að upphaf annarinnar sé sá hluti skólaársins þar sem maður er hálfnaður með Hvalfjarðargöngin og er byrjaður að hækka sig aftur. Það er ljós við enda ganganna. Bráðum tekur vorið við, sem er svolítið eins og að keyra fram hjá álverinu á Grundartanga. Svo, áður en þið vitið af, búmm! Sumarið komið og þið eruð mætt í Borgarnes að kaupa pylsu, kókdós og poka af snúðum. Þvílíkt og annað eins ferðalag.
Dear students!
Here we are again. A new semester is starting, and that’s exciting. Hopefully, your Christmas break was just as enjoyable. And New Year’s too. It’s often fun during Christmas and New Year’s. At Christmas, we eat cakes, and during New Year’s, we blow things up. Incredible! But now, there’s no more cake-eating or exploding left to do. It’s back to the grind. Personally, I find the spring semester far superior to the fall semester. You could say the start of spring term is like reaching the halfway point in the Hvalfjörður Tunnel and beginning the uphill climb again. There’s a light at the end of the tunnel. Soon, spring will arrive—it’s like driving past the smelter at Grundartangi. Then, before you know it, boom! Summer is here, and you’re in Borgarnes buying a hot dog, a can of Coke, and a bag of cinnamon rolls. What a journey that will be.
Grein/ Article
Þó að nú sé dimmt og kalt og blautt úti þá verður það ekki alltaf þannig. Eins og skáldið sagði: Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt.
Að því sögðu er vorið ekkert komið. Það er ennþá hávetur. Þið verðið að sýna biðlund og þolinmæði. Til að stytta ykkur stundir í skammdeginu getið þið til dæmis farið í göngutúr, ljósatíma eða gert ykkur ferð upp á skrifstofu Stúdentaráðs og spjallað við Arent Orra, forseta Stúdentaráðs. Hann elskar óvæntar heimsóknir og er aldrei of upptekinn fyrir stutt og skemmtilegt innlit frá stúdentum.
Annað sem þið gætuð gert væri að lesa þetta blað, sem er annað tölublað 100. árgangs Stúdentablaðsins. Já, þið lásuð rétt. Stúdentablaðið er búið að vera til í eitt hundrað ár. Það eru ansi mörg ár. Dæmi um hluti sem eru yngri en Stúdentablaðið eru til dæmis Keflavíkurflugvöllur, Landspítalinn, Hallgrímskirkja og lýðveldið Ísland. Þetta er sem sagt ansi gamalt blað. Í þessu tölublaði kennir ýmissa grasa.
Hér er í raun hægt að lesa um flest milli himins og jarðar, en allt efni blaðsins á það sameiginlegt að hafa verið skrifað af einvalaliði stúdenta með brennandi áhuga á skrifum, auk þess að tengjast ykkur, stúdentum, með einum eða öðrum hætti.
Ég vona að þið njótið lestrarins til hins ýtrasta, kæru stúdentar, og til hamingju með vorönnina. Hálfnað verk þá hafið er, og það styttist óðfluga í Borgarnes.
Vésteinn Örn Pétursson
Though it’s dark, cold, and wet outside right now, it won’t be like this forever. As the poet said: “Spring will come, the world will warm, and so will my heart.”
That said, spring isn’t here just yet. It’s still the middle of winter. You’ll need patience and perseverance. To pass the time during these dark days, you could go for a walk, soak up some artificial sunlight, or drop by the Student Council office for a chat with Arent Orri, President of the Student Council. He loves surprise visits and is never too busy for a quick and cheerful hello from students.
Another great way to pass the time is by reading this issue of the magazine—our second of the 100th volume of Stúdentablaðið. Yes, you read that right. Stúdentablaðið has been around for a hundred years. That’s a lot of years. For comparison, things younger than Stúdentablaðið include Keflavík Airport, the National University Hospital, Hallgrímskirkja, and the Republic of Iceland itself. So, yes, this is a very old magazine.
In this issue, you’ll find a variety of topics. You could say it covers just about everything under the sun, but all the content has one thing in common: it’s been written by a stellar team of students passionate about writing, and it’s all connected to you, the students, in one way or another.
I hope you enjoy reading this issue to the fullest, dear students, and congratulations on the start of your spring semester. “Half done is as good as finished,” as the saying goes, and the road to Borgarnes is getting shorter by the day.
Hvað gerir Stúdentaráð?
What does the student council do?
Kæru stúdentar!
Velkomin aftur í skólann. Mikið er nú gaman að sjá ykkur aftur. Sérstaklega af því að ég vinn fyrir ofan Háskólatorg, þar sem þið eruð alltaf eitthvað að gera. Til dæmis borða, spjalla eða læra. Ég, með mínum vökulu augum, fylgist með ykkur ofan af skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fyllist stolti. Þið, þegnar mínir, eruð sannarlega glæsilegur hópur.
En það eru fleiri sem eru glæsileg og flott en bara þið. Til dæmis ég, og samstarfsfólk mitt á skrifstofunni. Við erum búin að vera að bralla helling af sniðugu dæmi. Eins og þið munið öll héldum við stærstu útihátíð á meginlandi Íslands í haust, Októberfest. Mikið var það ofboðslega gaman, vel heppnað og arðbært. Meira um það síðar. Svo höfum við hafið samstarf við hin ýmsu fyrirtæki, sem tryggir ykkur stúdentum betri kjör á alls konar snilld. Pælið í því hvað það er næs. Við réðum meira að segja kjarafulltrúa til starfa, sem hefur það eina hlutverk að passa að kjör stúdenta séu sem best, með öllum tiltækum ráðum.
Ég veit að þetta er farið að hljóma eins og grein sem ég settist niður og skrifaði til þess að þið haldið öll að ég sé algjör meistari. En það er ekki þannig. Ég vil bara ekki að þið haldið að ég sé alltaf bara uppi á skrifstofu í Minecraft og komi engu í verk.
Dear students!
Welcome back to school! It’s such a delight to see you all again—especially because I work right above Háskólatorg, where you’re always busy doing something. Eating, chatting, studying—always on the go. From my vantage point in the Student Council office, I watch over you with pride. You, my dear constituents, truly are an impressive group.
But impressive doesn’t stop with you. It also extends to me and my colleagues at the office. We’ve been up to all sorts of exciting things. As you all remember, we hosted the largest outdoor festival on mainland Iceland this fall—Oktoberfest. It was incredibly fun, a huge success, and even turned a profit. More on that later.
We’ve also started collaborations with various companies, securing better deals for you students on all sorts of cool stuff. Isn’t that great? We even hired a representative specifically dedicated to ensuring that students get the best possible benefits through every available channel.
I know this is starting to sound like an article I sat down to write just to make you all think I’m an absolute legend. But that’s not the case. I just don’t want you to think I’m always up in the office playing Minecraft and getting nothing done.
Article
Í vetur höfum við barist ötullega gegn gjaldskyldu á bílastæðum við háskólann, með góðum árangri. Rafræn nemendaskírteini eru loksins komin í gagnið, og því hægt að skilja plastið eftir heima. Við dreifðum ofnum og lömpum um háskólasvæðið í mesta skammdegis-, kulda- og prófaviðbjóðnum, komum upp ódýru stúdentahorni í Hámu í samstarfi við frábæra fólkið í FS, og fyrir fellow gamers þá er komið Xbox á Kja. Ég meina, EA FC og kaldur á krana á undir þúsundkall. Er ég í himnaríki? Svo er líka komið nýtt anddyri á Háskólatorg, sem ég og Daníel Hjörvar framkvæmdastjóri byggðum yfir jólahátíðina. Það var ekkert.
Svo er það auðvitað átaksverkefnið okkar „Stúdentar taka til“. Í stuttu máli gengur herferðin út á það að stúdentar hvetji íslensk fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki, og að þau tileinki sér góðar venjur á sviðum umhverfis, samfélags og stjórnarhátta. Þetta gerir Stúdentaráð með því að verðlauna fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni. Sem sagt, algjör snilld. Á vefsíðunni studentartakatil.is má finna aragrúa upplýsinga um verkefnið.
Næst á dagskrá er enn annar stórviðburðurinn. Árshátíð Stúdentaráðs verður haldin með pompi og prakt á Hlíðarenda þann 21. febrúar næstkomandi. Góð tónlistaratriði, góðir drykkir og umfram allt, frábært fólk (þið). Þetta verður alnæststærsta stúdentapartý sem sögur fara af (á eftir Októberfest) og verður engu til sparað. Vá hvað það verður gaman.
Ég get raunverulega sagt að lífið hér í háskólanum er algjör veisla. Það er ekki síst vegna þess hve frábært fólk stundar hér nám, og hversu ótrúlega stórt hlutfall nemenda tekur þátt í skipulögðu starfi til að gera háskólalífið að þeirri veislu sem það er. Hvort sem það er starf nemendafélaganna, nefnda, hinna ýmsu sjálfstæðu félaga innan háskólanna eða á vegum Stúdentaráðs.
Þið eigið öll risastóran þátt í að gera lífið í Háskóla Íslands að því stanslausa partýi sem það er. Fyrir það verður aldrei þakkað að fullu
Orri J. Claessen
This winter, we’ve been working hard to fight against the introduction of paid parking at the university—and we’ve had good results. Digital student IDs are finally live, so you can leave the plastic at home. We distributed heaters and lamps around campus to combat the harsh darkness, cold, and exam stress. We’ve partnered with the fantastic folks at FS to introduce a budget-friendly student corner in Hámu. And for my fellow gamers: there’s now an Xbox at Kja. I mean, EA FC and a cold draft beer for under 1,000 ISK? Am I in heaven? There’s also a brand-new lobby in Háskólatorg, which Daníel Hjörvar (our managing director) and I personally built over the holidays. No big deal.
Then there’s our campaign, “Students Take Action”. In short, this initiative encourages students to urge Icelandic companies to demonstrate social responsibility and adopt best practices in environmental, societal, and governance areas. The Student Council rewards companies that excel in sustainability. In short: an absolute win. You can find a wealth of information about the project on our website, studentartakatil.is.
Up next is another big event: the Student Council’s annual gala, which will take place in style at Hlíðarendi on February 21. Expect amazing music, great drinks, and most importantly—fantastic people (that’s you). This will be the second biggest student party ever (after Oktoberfest), and we’re pulling out all the stops. It’s going to be incredible.
I can honestly say that life here at the university feels like a continuous celebration. That’s largely thanks to the amazing people who study here and the remarkably high number of students who actively participate in organized efforts to make campus life the celebration it is. Whether it’s through student associations, committees, various independent organizations across campus, or the Student Council itself—you all play a huge role in making life at the University of Iceland the non-stop party that it is. For that, you can never be thanked enough.
ARCADEnemendur:
kynna
stefnumótunartillögur á Hringborði Norðurslóða
ARCADE students present
policy recommendations at Arctic Circle Assembly
Nemendur í meistaranámi við Arctic Academy for Social and Environmental Leadership (ARCADE) kynntu niðurstöður verkefna sinna á Hringborði Norðurslóða í miðjum október. Fundur þeirra, ARCADE: Nýjar lausnir við félagslegum og umhverfislegum áskorunum á Norðurslóðum, innihélt stefnumótunartillögur sem voru þróaðar út frá ólíkum verkefnum sem unnin voru á námskeiðinu. Nýjasta árganginn hóf rannsóknir sínar í janúar 2024.
ARCADE er krefjandi, tíu eininga leiðtoganám sem miðar að því að þróa nýstárlegar, þverfaglegar lausnir á áskorunum á Norðurslóðum. Námið veitir nemendum verkfæri til að kynna rannsóknir sínar og hafa áhrif á stefnumótendur. Það er leitt af Norðurslóðasetri Háskóla Íslands og stjórnað í samstarfi við sjálfbærnisetur Háskóla Íslands, Háskólann í Tromsø (UiT), og Ilisimatusarfik/ Háskóla Grænlands. Námið er einnig rekið í samstarfi við Arctic Initiative við Kennedy School of Government hjá Harvard og Hringborði norðurslóða.
Postgraduate students in the Arctic Academy for Social and Environmental Leadership (ARCADE) programme presented their project findings at the Arctic Circle Assembly in mid-October. Their session, ARCADE: New Solutions to Social and Environmental Challenges in the Arctic, featured intersectional policy recommendations developed from distinct projects undertaken over the course of the programme. The most recent cohort began their research in January 2024. ARCADE is a rigorous, ten-credit leadership programme that aims to develop innovative, interdisciplinary solutions to Arctic challenges. The programme provides students with the tools needed to present research and influence policymakers. It is led by the Center for Arctic Studies and jointly managed with the University of Iceland Sustainability Institute, UiT Arctic University of Norway, and Ilisimatusarfik/University of Greenland.
Grein/ Article
Glo Chitwood
Á tíu mánaða tímabili ferðast þátttakendur til Tromsø, Reykjavíkur og Nuuk þar sem þeir fá hagnýta reynslu af rannsóknum í heimabyggðum á Norðurslóðum. Hápunktur námsins er kynning á niðurstöðum á Hringborði Norðurslóða.
Í ár fjölluðu verkefnin um ólíkar áskoranir, svo sem kolefnisbindingu, réttláta aðferðafræði í íslenskri orkustefnu og samfélagslega skilgreinda fjölbreytni í atvinnulífi í afskekktum byggðum. Þrír nemendur úr Háskóla Íslands voru valdir í 2024 árganginn: Elín Valsdóttir, doktorsnemi í mannfræði; Rebekka Karlsdóttir, meistaranemi í lögfræði; og Alexandra Huitfeldt, nemandi í framhaldsnámi.
„Mér fannst frábært að tengjast fólki úrólíkum greinum,“ sagði Alexandra. „Það var svo fjölbreytt, allt frá mannfræðingum sem rannsaka kort til vísindamanna sem rannsaka ský. Þetta var mjög víðtækt og ég naut þess í botn. Ég kann líka sérstaklega að meta Ríkey, sem er aðalumsjónarmaður okkar... hún skipulagði líka æðislegar dagsferðir.“ Alexandra, ásamt rannsóknarfélaga sínum Aleksis Oreschnikoff, doktorsnema og rannsakanda við Háskólann í Helsinki, vann að verkefni um fjölbreytni í atvinnulífi í gegnum staðbundna menntun og uppbyggingu innviða í grænlenskum byggðum.
The course is also managed in partnership with Harvard’s Kennedy School of Government Arctic Initiative and the Arctic Circle. Over the course of ten months, selected participants travel to Tromsø, Reykjavík, and Nuuk for focused sessions to get hands-on experience researching in local Arctic communities. The culmination of the leadership training is the Arctic Circle Assembly presentation This year, project topic areas ranged from the challenges of carbon capture, procedural justice in Iceland’s energy economy, and community-defined economic diversification in remote communities. Three postgraduate students from the University of Iceland were selected for the 2024 cohort: Elín Valsdóttir, PhD candidate in anthropology; Rebekka Karlsdóttir, master’s student in law; and Alexandra Huitfeldt, postgraduate student. “I really loved to connect with people from all kinds of different disciplines,” Alexandra said. “It was so diverse, from anthropologists studying maps to scientists doing cloud research. It was really broad, the spectrum, and I really loved that. I really appreciate Ríkey who is our main coordinator… she also organized great day trips.”
Intensive week in Nuuk, Greenland took place in mid-August 2024. Photo: ARCADE
„Þegar við komum til Tromsø hafði ég ekki mikla þekkingu á áskorunum Norðurslóða almennt... og svo segja þau: ‘Veldu efni sem þú ætlar að kynna á ráðstefnunni,’“ sagði Alexandra. „Það var fyrir átta mánuðum. Einn í hópnum okkar lagði til efni um fjölbreytni í atvinnulífi á Grænlandi... Við byrjuðum á þessu efni með honum, en svo hætti hann— eini Grænlendingurinn og eini frumbygginn í hópnum okkar. Við stóðum þá eftir með efni um réttindi frumbyggja og fundum lengi fyrir því að við vorum bara vestrænt fólk sem ýtti vestrænum sjónarmiðum á frumbyggja. Það vildum við alls ekki. Við vildum leggja áherslu á að rödd frumbyggja skiptir máli og að það ætti að hlusta á þá, frekar en að við, hvítt vestrænt fólk, værum að tala fyrir þeirra hönd.“
Alexandra sagði að vikulangt námskeið í Nuuk hefði veitt samhengi við verkefnið og brúað bilið milli rannsóknarefnisins og raunveruleika heimabyggðanna á svæðinu „Við urðum að hlusta á heimamenn. Við ræddum við fólk á börum þegar við vorum á Grænlandi og reyndum að skilja betur hvað það er sem þau ganga í gegnum og hvað þau vilja frekar en það sem vestrænt fólk telur að þau þurfi. [Verkefnið] varð alveg ágætt en ferðalagið var erfitt.“
Á Grænlandi hættir næstum helmingur allra nemenda námi áður en þeir ljúka hefðbundnu háskólanámi. Rannsóknir á menntakerfi Grænlands hafa oft miðast við vestræna sýn á menntun frekar en það sem samfélögin sjálf kunna að meta, vilja eða þurfa. Eftir því sem nemendur færast lengra inn í menntakerfið minnkar notkun grænlenskunnar en danska verður ríkjandi. Nýlendumenntun, sem Danmörk innleiddi, hefur varanleg áhrif á kennara, nemendur og gæði menntakerfisins.
„Ég las ótal greinar um hvernig menntun á Grænlandi hefur staðnað, hvernig hún er mjög slæm og að það séu margar áskoranir— þörf er á betri háskólum, fleiri kennurum, meiri rannsóknum, öllu þessu,“ útskýrði Alexandra.
„En ég áttaði mig ekki á því hvað það er sem þarf að kenna. Margir heimamenn sögðu við mig: ‚Já, við viljum menntun sem byggir á hefðbundnum veiðum, fiskveiðum, klæðagerð eða notkun á selskinnum.‘
Alexandra, alongside her research partner Aleksis Oreschnikoff, doctoral researcher at the University of Helsinki, created a project about economic diversification through locally-developed education and infrastructure in Greenlandic communities.
“When we arrived in Tromsø, I didn’t have a lot of knowledge about Arctic challenges in general…and then they’re like, ‘choose your topic that you are going to present at the conference,’” Alexandra said. “That was eight months ago. And so somebody in our group proposed a topic about economic diversification in Greenland…We started doing the topic with him, and then he–the only Greenlander, the only Indigenous person in our group–left. So then we were stuck with a topic about Indigenous rights, and we really felt for the longest time that we were just westerners again pushing a western agenda on Indigenous people. And we really didn’t want to do that. We really wanted to push forward the fact that Indigenous voices are very important and that they are the ones that should be listened to, not us as white westerners talking about Indigenous people.”
Alexandra shared that the intensive week in Nuuk provided some context to the project and helped bridge the gap between the research topic and the reality of the local communities in the region.
“We really had to listen to the locals. We talked to people in the bars when we went to Greenland and tried to better understand what it is that they are undergoing and what it is that they actually want rather than what westerners believe is something that they need. And [the project] came out pretty solid but it was a difficult journey.”
In Greenland, almost half of all students drop out before completing formalized higher education. However, the understanding of Greenland’s education system in previous research and academic literature represents a westernized view of the type of education communities may value, want, and need. As students move into the higher education system, the Greenlandic language is used less and less, and Danish is used more and more. The colonial education imposed by Denmark has lasting effects on teachers, students, and the quality of the educational system.
Margir höfðu upplifað nýlendutrauma; sumir voru sendir í heimavistarskóla eða til Danmerkur og rifnir úr tengslum við gildi sín og trú. Ég áttaði mig á því í því augnabliki að ég hafði verið að hugsa um menntun út frá vestrænu sjónarhorni, og það var rangt. Þau vilja menntun, en allt aðra menntun en ég hafði ímyndað mér.“
Stefnumótunartillögurnar sem rannsóknarteymið kynnti miðuðu að því að nýta staðbundna þekkingu með nýsköpunarsetrum og þróa heildrænna samstarf um menntun.
Hringborð Norðurslóða, sem 2.000 manns sækja árlega frá öllum heimshornum, býður upp á fjölbreytta dagskrá fundasála og pallborða. Margir þeirra kynna andstæð pólitísk skilaboð. Stefnumótendur ræddu í ár um framtíð Norðurslóða sem einkennist af efnahagslegri samkeppni og aukinni hervæðingu. Á sama tíma sýndu fundir frumbyggja á Norðurslóðum miklar áhyggjur af hafíslitlu norðurskauti, sem kynnt er sem efnahagslegt tækifæri. Útvíkkun námuvinnslu á hafsbotni í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi til að nálgast mikilvæga málma veldur einnig miklum áhyggjum í mörgum samfélögum.
Alexandra ræddi um það sem hún lærði í ARCADE um þekkingu frumbyggja varðandi þessar skautuðu umræður og fyrirhugaðar breytingar í orku- og efnahagskerfi Norðurslóða. „Ef eitthvað er, þá erum við að reyna að koma [frumbyggjum] að okkar staðli, en í raun held ég að við þurfum að ná þeirra staðli. Við eigum að læra af frumbyggjum, tengslum þeirra við náttúruna og fólkið. Við fórum á fund með Gwich’in-fólkinu [á Hringborði Norðurslóða] og þau ræddu djúp tengsl við fólk, land og dýr, allt í kringum sig, og mér fannst við vera svo aftengd. Mér finnst að þetta eigi að vera öfugt. Við höfum svo mikið að læra. Því er ekki sýndur nægilegur skilningur hér, og alls ekki í heiminum almennt.“
Námið í Nuuk dýpkaði skilning þeirra á viðfangsefninu. „Við þurftum að hlusta mjög vel. Við spjölluðum við heimamenn, jafnvel á börum, til að reyna að skilja hvað þau raunverulega vildu – ekki hvað við, sem Vesturlandabúar, héldum að þau þyrftu,“ útskýrir Alexandra.
“I read countless papers on how education in Greenland has stagnated, how it’s really bad, and that there are a lot of challenges—there need to be better universities, more teachers, more research, all of that,” Alexandra explained. “But I completely missed what it is that needs to be learned. Many locals told me, ‘Yes, we would like education based on traditional hunting, fishing practices, traditional clothing making, or using seal skin.’ Many had experienced colonial trauma; some were pushed into residential schooling or sent to schools in Denmark, completely disconnected from their values and beliefs. In that moment, I realized I had been imagining education from a western perspective, and that was so wrong. They want education, but a different education than I expected.” The policy recommendations presented by the research team aimed to address this issue by utilizing local knowledge through innovation hubs and developing more holistic educational partnerships.
The Arctic Circle Assembly, which is attended by 2,000 people from all over the world, features a wide spectrum of sessions and panels, many of which promote conflicting political messages. Policymakers at this year’s assembly discussed an Arctic future steeped in economic competition and expanding militarization.
Meanwhile, sessions by Arctic Indigenous peoples in large part showed great concern for an ice-free Arctic presented as an economic opportunity. The expansion of seabed mining in the North Atlantic and Pacific for critical minerals is also a substantial concern in many communities, where this new industry has recognizable notes of the resource extraction based economies imposed upon northern communities that predates the industrial revolution.
Alexandra spoke on what her experiences in the ARCADE programme taught her about Indigenous knowledge when it comes to these polarizing topics and the pending economic and energy transitions in the Arctic. “If anything, actually I feel like we are trying to set [Indigenous peoples] to our standard, but to be honest, I think we need to rise to their standard.
Í Grænlandi hættir nærri helmingur nemenda í framhaldsmenntun áður en þeir ljúka námi. Vestrænar rannsóknir hafa oft byggt á úreltum hugmyndum um þarfir samfélagsins, en grænlensk tunga og hefðir hafa oftar en ekki verið ýtt til hliðar fyrir danska menntunarstefnu.
„Ég las ótal greinar um hvernig menntakerfið væri á niðurleið og hvernig það þyrfti fleiri kennara og betri háskóla,“ segir Alexandra. „En í samtölum við heimamenn áttaði ég mig á að þeir vilja menntun sem byggir á þeirra eigin hefðum, eins og veiðum, selaskinnsvinnslu og fatagerð. Þetta var mikilvægur lærdómur fyrir mig. Ég hafði séð menntun út frá vestrænu sjónarhorni, sem var alrangt.“
Hringborð Norðurslóða, þar sem 2.000 þátttakendur úr öllum heimshornum koma saman, býður upp á fjölbreyttar umræður. Þingið fjallaði meðal annars um efnahagslega samkeppni og aukna hervæðingu á norðurslóðum, en frumbyggjasamfélög bentu á mikilvægi þess að vernda náttúruna og benti á hættuna af námavinnslu á hafsbotni.
„Ég held að við eigum að taka frumbyggja okkur til fyrirmyndar,“ segir Alexandra. „Þeir hafa ótrúlega sterk tengsl við náttúruna, dýrin og landið. Á meðan við erum orðin aftengd. Við þurfum að læra af þeim. Þetta er ekki nægilega vel skilið – hvorki hér né almennt.“
I want us to learn from Indigenous peoples and their bond with nature, their bond with people. We went to the Gwich’in session [at the assembly], and they talked about their strong connection with people, land, animals, to everything surrounding them, and I feel like we are all so disconnected. I think it should be the other way around. We have so much to learn. I don’t think that is understood here properly, but it’s also just not understood in general.”
Flughjálp
Flughjálp gerir það einfalt og þægilegt að fá bætur ef fluginu þínu seinkar eða því er aflýst. Þú þarft bara að skrá upplýsingarnar sem tekur örfráar mínútur og við sjáum um restina. Við sjáum um öll samskipti við flugfélögin, tryggjum að þú fáir það sem þú átt rétt á og færum þér síðan bæturnar. Ef málið er síðan felt niður fylgir að sjálfsögðu engin kostnaður.
flughjalp@gmail.com flughjalp.is
HÁSKÓLANEMAR skipta
Grein/ Article Hildur
Makaleit Danna Hjö
Looking for love with Danna Hjö
Hæhæ!
Vésteinn vinur minn bað mig um að skrifa grein fyrir blaðið sitt, eða blaðið sem hann ritstýrir öllu heldur. Ég var búinn að skrifa langa heimspekilega grein með alls konar sniðugum ráðum sem þið hefðuð getað nýtt ykkur en síðan fattaði ég að ég er í makaleit og því ætla ég frekar að skrifa um það, af því ég er sjálfselskur.
Þann 16. desember síðastliðinn varð ég 26 ára gamall. Ef við ætlum að miða við að ég nái 78 ára aldri sem miðað við allt er bara svona hæfilegt þá er ég búinn með þriðjung ævi minnar. Við þessa uppljómun hófst yfirstandandi væg tilvistarkreppa og eftir mikla sjálfskoðun og leit inn á við varð niðurstaðan að ég þyrfti að ná mér í kærustu og byrja að huga að barneignum.
Hello!
My friend Vésteinn asked me to write an article for his paper, or rather the paper he edits. I had written a long philosophical piece with all kinds of clever advice that you could have used, but then I realized that I am looking for a partner and so I decided to write about that instead, because I’m selfish.
On December 16th last year, I turned 26 years old. If we assume that I’ll live to be 78, which is a reasonable estimate, then I’ve lived a third of my life. With this revelation began my current mild existential crisis, and after much introspection and self-searching, I concluded that I need to find a girlfriend and start considering having children.
Grein/ Article
Það er mikilvægt að þið kæru nemendur lesið ekki þessa grein með þeim gleraugum að ég sé í mínu hefðbundna hlutverki sem yfirboðari ykkar, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, heldur sem manneskja, að tala við aðrar manneskjur.
Ég hef margt til brunns að bera hvað alls konar dót varðar. Ég er svo dæmi sé tekið ansi liðtækur í eldhúsinu. Þó svo ég mætti bæta mig í öðrum heimilisstörfum. Ég lærði þrif þegar ég vann á hóteli sumarið 2015 en þar sem öll sambönd eiga að vera byggð á trausti verð ég að segja ykkur að ég var ekkert sérstaklega góður í því.
Ég hef gaman af sjónlistum, sér í lagi myndlist, byggingarlist, og kvikmyndalist. Ég hef einnig mjög gaman af löngum göngutúrum og að verja tíma í náttúrunni, þó glími ég við alvarlegt grasaofnæmi.
Ég kann fjórar kynlífsstellingar og er yfir meðallagi góður í tveimur þeirra. Ég tilbúinn til að gera allt sem þú fílar nema ef það er ógeðslegt. Ég er að leita mér að konu með tiltölulega hreina sakaskrá og samvisku. Hún þarf helst að vera til í að eiga með mér 3-5 börn en ef ekki þá helst opin fyrir þeim möguleika að ég haldi framhjá.
Verandi jafnréttissinni þá finnst mér að sjálfsögðu sjálfsagt að hún haldi framhjá líka, haldi ég framhjá henni. Sumir gætu spurt sig, er það ekki smá bara eins og poly? NEI! Það er ekkert eins og poly. Ég vil ekki vera í poly.
Ég vil helst halda heimili miðsvæðis, þar eru allir veitingastaðirnir, ég er mögulega til í að íhuga fínni úthverfi höfuðborgarsvæðisins og í algjörum undantekningum landsbyggðina en þá þarf eitthvað mikið að koma til.
Ég get vel tekið það á mig að vera heimavinnandi ef þetta er einhver girlboss en þá er ekki séns að ég geri kaupmála Endilega nálgist mig á háskólasvæðinu ef þið hafið áhuga. Ég er stór, oft í skrítnum fötum og með húfu.
Daníel Hjörvar
It’s important that you, dear students, don’t read this article viewing me in my usual role as your superior, the chairman of the Student Council, but rather as a person speaking to other people.
I have many qualities to offer in various areas. For example, I’m quite skilled in the kitchen, though I could improve in other domestic chores. I learned cleaning when I worked in a hotel in the summer of 2015, but since all relationships should be based on trust, I must admit that I wasn’t particularly good at it.
I enjoy visual arts, especially painting, architecture, and film. I also really like long walks and spending time in nature, though I suffer from severe hay fever.
I know four sex positions and am above average in two of them. I’m willing to try anything you like unless it’s disgusting. I’m looking for a woman with a relatively clean criminal record and conscience. Ideally, she should be up for having 3-5 children with me, but if not, then at least open to the possibility of me being unfaithful.
Being a proponent of equality, I of course believe it’s fair for her to be unfaithful too if I am. Some might wonder, isn’t that a bit like polyamory? NO! It’s nothing like poly. I don’t want to be in a poly relationship.
I prefer to live centrally, where all the restaurants are, though I might consider the nicer suburbs of the capital region and, in exceptional cases, the countryside, but there would have to be significant motivation.
I am open to being a stay-at-home partner if this is some girlboss, but in that case, there’s no way I’m signing a prenup. Feel free to approach me on campus if you’re interested. I’m tall, often in odd clothing, and wearing a hat.
Viðtöl skiptinema við
Interviews with exchange students
Hildur // Ottawa
Sagnfræðineminn og Fossvogsbúinn Hildur Sigurbergsdóttir dvelur þessa dagana í Ottawa, höfuðborg Kanada, þar sem hún stundar skiptinám við Ottawa-háskóla. Hún notaði að eigin sögn útilokunaraðferðina til að velja áfangastað. „Mig langaði í skiptinám til enskumælandi lands en var ekki nógu spennt fyrir Bretlandi og langaði ekki til Bandaríkjanna. Mér fannst Ástralía of langt í burtu svo þá var Kanada augljósasti kosturinn, mér hefur líka alltaf fundist það heillandi land,“ segir Hildur.
Hingað til hefur dvölin reynst Hildi að mestu leyti ánægjuleg. „Ég deili hér herbergi á stúdentagarði með kanadískri stelpu. Hún er jafngömul og ég, fædd árið 2002, en annars eru flestir hérna „freshmen“ og eru 18 ára. Þannig að ég upplifi alveg smá aldursmun en ég hef gaman af því samt.
History student and Fossvogur native Hildur Sigurbergsdóttir is currently in Ottawa, the capital of Canada, studying as an exchange student at the University of Ottawa. She says she used the process of elimination to choose her destination. “I wanted to study in an English-speaking country but wasn’t particularly excited about the UK and didn’t want to go to the United States. Australia felt too far away, so Canada became the obvious choice. I’ve always found it a fascinating country,” Hildur explains. So far, her stay has been mostly enjoyable. “I’m sharing a dorm room with a Canadian girl. She’s the same age as me, born in 2002, but most of the students here are freshmen, about 18 years old. So, I do feel the age gap a little, but I enjoy it. These Canadian kids are hilarious.
Grein/ Article
Þetta eru kanadískir snillingar, þau eru til dæmis oft í náttfötum á almannafæri. Ég fór út að borða með einni stelpu um daginn og áður en við fórum sagði hún „ég ætla að skipta um föt“ og fór í náttbuxur,“ segir Hildur.
Þegar sumir halda út í skiptinám, reyna þeir að loka algjörlega á Ísland og íslenska menningu til þess að fanga menningu skiptinámslandsins eins vel og hægt er, en Hildur er ekki alveg á því. „Ég klæðist Glacier Mafia bolnum mínum hérna með miklu stolti og ég græjaði VPN frá Háskóla Íslands til að geta horft á Vikuna með Gísla Marteini.
Ef eitthvað er, þá er ég byrjuð að hlusta miklu meira á íslenska tónlist núna. Það er ekki eins og ég sé með einhverja mikla heimþrá samt, það er bara mjög gott stöff í boði núna í íslenskri menningu,“ segir Hildur. „Ég hef líka sýnt fólki hérna Gísla Pálma. Menn hafa verið misáhugasamir um það, en ég held að þetta muni koma. Gefðu honum nokkur ár og hann verður huge í Kanada.“ Hún bætir við: „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að ég sé ekki á launaskrá hjá menningarmálaráðuneytinu.“
Hildur segir námið í Kanada nokkuð líkt því sem hún er vön á Íslandi en fjöldi nemenda í tímum voru mikil viðbrigði.
„Við erum tíu manns í tíma á góðum degi í sagnfræði í HÍ, en núna í tímum eru svona 100 manns. Stundum eru þau með umræðutíma fyrir 50 manns þar sem þau skipta okkur niður í minni hópa, en þegar 50 manns eru að tala í einu þá heyrir þú varla í sjálfum þér. En fyrir utan það er kennslan hér mjög svipuð og heima og námið er gott.“
Að sögn Hildar vita Kanadamenn almennt lítið um Ísland, þeir þekkja helst Laufeyju og Björk og nefna gjarnan þversögnina að Ísland sé grænt og Grænland sé ísilagt. Einn kennari Hildar hefur þó meiri tengsl við Ísland en flestir sem hún hefur hitt úti. „Ég er í einum áfanga um utanríkisstefnu
Bandaríkjanna og er að skrifa ritgerð um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og prófessorinn segir við mig: „I have an Icelandic friend… Guðni Th. Jóhannesson.“
Ari Borg Helgason
For instance, they often wear pajamas in public. I went out to eat with a girl the other day, and before we left, she said, ‘I’m going to change,’ and then put on pajama pants,” Hildur says.
Some exchange students try to disconnect completely from Icelandic culture to immerse themselves fully in their host country, but Hildur doesn’t quite agree with that approach. “I wear my Glacier Mafia shirt here with pride, and I set up a VPN through the University of Iceland to watch Vikan með Gísla Marteini.
If anything, I’ve started listening to even more Icelandic music now. It’s not that I’m homesick or anything—it’s just that Icelandic culture has so much good stuff to offer right now,” she says. “I’ve also introduced people here to Gísli Pálmi. Opinions have varied, but I think it’ll catch on. Give it a few years, and he’ll be huge in Canada,” she adds with a laugh. “Honestly, I’m surprised I’m not on the Ministry of Culture’s payroll.”
Hildur says studying in Canada is quite similar to what she’s used to in Iceland, though the number of students in classes was a big adjustment. “In history classes at the University of Iceland, we’re lucky if there are ten students on a good day. Here, there are around 100 people in each class. Sometimes they hold discussion sessions with fIfty students split into smaller groups, but when fifty people are talking at once, it’s hard to hear yourself think. Other than that, the teaching style is quite similar, and the courses are good,” she says.
According to Hildur, most Canadians know little about Iceland. They typically mention Björk, Laufey, or the old cliché that Iceland is green and Greenland is icy. One of her professors, however, has more personal ties to Iceland than most people she’s met abroad. “I’m taking a course on U.S. foreign policy and writing a paper about U.S.-Iceland relations. My professor told me, ‘I have an Icelandic friend… Guðni Th. Jóhannesson.’
Hann sagðist sem sagt hafa kynnst Guðna
áður en hann varð forseti og að Guðni hafi boðið honum til Íslands í heimsókn,“ segir Hildur og bætir við: „Mér fannst þetta skemmtilegt. Alvöru flex hjá honum.“
Skiptinámið hefur þó ekki einungis verið dans á rósum hjá Hildi, því hún lenti í byrjun októbermánaðar í árekstri þegar bíll sem hún var farþegi í klessti á lögreglubíl. „Ég var sem sagt á leiðinni í klifurhús með gellu sem ég kynntist á Tinder fyrir nokkrum vikum. Við vorum að keyra yfir gatnamót, í fullum rétti á grænum ljósum og þá kemur allt í einu lögreglubíll úr annarri átt án þess að hafa kveikt á blikkljósunum og sírenunum. Hann brunar yfir gatnamótin og við keyrum beint í hliðina á honum,“ segir hún. Áreksturinn var nokkuð harður og mikið tjón varð á báðum bílum.
Apparently, he met Guðni before he became president, and Guðni even invited him to visit Iceland,” Hildur says, laughing. “I thought that was pretty cool. A real flex on his part.” However, her exchange experience hasn’t been without challenges. In early October, Hildur was involved in a car accident when the vehicle she was riding in collided with a police car. “I was on my way to a climbing gym with a girl I met on Tinder a few weeks ago. We were driving through an intersection, completely in the right on a green light, when suddenly a police car came from another direction without its sirens or lights on. It sped through the intersection, and we hit its side,” she recounts. The collision was severe, causing significant damage to both cars. Fortunately, no one was seriously injured.
Grein/ Article
Þó fór betur en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum. Hildur fylgdi stífu sjúkraþjálfunaræfingarplani og hefur nú náð fullum bata. Hún reynir jafnframt að líta jákvæðum augum á slysið. „Ég lít ekki á þetta sem misheppnað deit heldur hugsa ég að þetta hafi bara styrkt okkar samband frekar. Við hittumst um daginn og vorum að fylla út helling af tryggingapappírum. Það er kannski búið að vera mesta baslið, að þurfa að eiga í samskiptum við kanadískar tryggingar. Ég hef þurft að hringja í ýmsa þjónustufulltrúa sem tala misgóða ensku og mestur tími hefur farið í að reyna að stafa nafnið mitt. Það er óheppilegt að lenda í árekstri og vera Sigurbergsdóttir!“ segir Hildur hlæjandi.
Þrátt fyrir bílslysið eru þær stöllur ekki af baki dottnar. Þær eru komnar á glænýjan bíl, Nissan Rogue, og stefna á ferðalag til Torontó á næstu vikum. Hildur segir þær þó ætla að aka extra varlega.
Celina & Karol
Zouk & Lambada Iceland
Ari Borg Helgason
Hildur stuck to a strict physical therapy regimen and has since fully recovered. She tries to look on the bright side of the ordeal. “I don’t see this as a failed date; I think it brought us closer together. We recently met up again to fill out a ton of insurance paperwork. Honestly, dealing with Canadian insurance has been the biggest hassle. I’ve had to call several customer service reps with varying English skills, and most of the time was spent trying to spell my name. It’s no fun being in a car crash when your last name is Sigurbergsdóttir!” she says, laughing.
Despite the accident, the pair haven’t given up on their adventures. They’ve upgraded to a brand-new Nissan Rogue and are planning a trip to Toronto in the coming weeks. Hildur says they’ll be driving extra carefully.
Learn how to dance with CK Zouk! Guided by Celina and Karol, who bring 16 years of combined dance expertise, our classes welcome everyone—from complete beginners to advanced dancers from Salsa, Bachata, Kizomba, Swing, or solo dances. Specializing in Brazilian Zouk and Lambada, we provide moves and technique that can elevate your skills in any dance style. Dancing is a great way to meet new people, learn something new, stay active, build connections, and have fun! Curious to give it a try? Join us for a free beginner class!
https://forms.gle/d35NwMX9opxpNoQ6A
/celina.karol.zouk
/celina.karol.zouk/
Esja // Tókýó
Esja Sigurðardóttir er nýkomin heim eftir ársdvöl í Japan. Hún stundaði BA-nám í japönsku við Háskóla Íslands, en til að útskrifast þurfa nemendur að verja heilu ári erlendis í skiptinámi. Fyrir Esju var Japan augljósasti valkosturinn.
„Þú getur farið í aðra erlenda skóla sem eru með japönskudeild, en HÍ er með samstarf við mjög marga japanska háskóla og það vita það allir sem hafa farið í skiptinám til einhvers lands að þú lærir best tungumálið með því að vera í kringum það,“ segir hún.
Esja stundaði skiptinám við Seikei-háskóla í Kichijōji-hverfi í vesturhluta Tókýó og segir hverfið hafa verið bæði lifandi og skemmtilegt.
„Þetta er rosalega vinsælt hverfi og það er með sinn eigin miðbæ. Það var frekar mikið mannlíf þar en ekki kannski miðað við Tókýó almennt. Maður sá til dæmis sjaldan túrista í hverfinu, þannig að það var mjög lókal fílíngur sem var kósý.“
Dvölin í Japan einkenndist, að sögn hennar, ekki bara af djammi og djúsi líkt og vill stundum verða í skiptinámi, heldur þurfti hún að læra töluvert. „Ég var í fullu námi við Seikeiháskóla, skráð í fjarnámsáfanga við HÍ og var að undirbúa mig fyrir stöðupróf í japönsku, þannig ég þurfti mikið að læra. En það var samt aldrei það brjálað að gera að maður hafði ekki tíma í neitt annað, maður þurfti bara að skipuleggja sig,“ segir Esja sem nýtti frítíma sinn vel og ferðaðist víða um Japan og drakk í sig menninguna. Tæpir níu þúsund kílómetrar eru milli Íslands og Japans og níu klukkustunda munur er á löndunum tveimur, en þrátt fyrir það plagaði heimþráin Esju aldrei. „Ég fékk ekki mikla heimþrá. Það var kannski erfiðast þegar ég hringdi heim í mömmu um jólin, en heilt á litið nei, því það var svo mikið að gera. Það var svo mikið að skoða og það var allt svo nýtt og framandi og spennandi.
Esja Sigurðardóttir recently returned from a year-long stay in Japan. She pursued a BA in Japanese at the University of Iceland, where students must spend a full year abroad as part of the program. For Esja, Japan was the obvious choice.
“You could go to other schools abroad with Japanese departments, but the University of Iceland has partnerships with many Japanese universities. Everyone knows that if you want to learn a language, the best way is to immerse yourself in it,” she explains.
Esja attended Seikei University in Kichijōji, a lively district in western Tokyo. “It’s a really popular area with its own downtown. There was a lot of life, but compared to Tokyo in general, it wasn’t overwhelming. You rarely saw tourists in the area, so it had a cozy, local vibe,” she says.
Her time in Japan wasn’t all parties and late nights, as exchange programs are sometimes stereotyped. “I was enrolled full-time at Seikei University, taking online courses through the University of Iceland and preparing for Japanese language proficiency exams, so I had a lot of studying to do. But it was never so overwhelming that I couldn’t do anything else. It was just a matter of planning my time,” she says. Esja used her free time well, traveling extensively around Japan and soaking up the culture.
Despite the nearly 9,000 kilometers and nine-hour time difference between Iceland and Japan, Esja didn’t experience much homesickness. “The hardest part was probably calling my mom on Christmas, but otherwise, no. There was just so much to see and do—it was all new and exciting.
Article
Þú varst líka bara þarna í eitt ár og hafðir eiginlega ekki tíma, fannst mér, til að hugsa alltof mikið heim.“ Esja segir FaceTime jafnframt hafa reynst góð forvörn gegn heimþránni, eini gallinn hafi verið tímamismunurinn.
„Þessi níu tíma munur var dálítið erfiður og það var eiginlega bara einn gluggi þar sem ég gat talað við fólkið heima. Það var á kvöldin hjá mér og um morguninn hjá þeim, en það vandist alveg,“ segir Esja.
Þrátt fyrir að Japan sé svo fjarlægt okkur og að íslensk og japönsk menning séu um margt ólíkar, þá segist Esja ekki hafa fundið fyrir miklu menningarsjokki þegar hún kom til Tókýó. Hún hafi þó tekið eftir töluverðri einsleitni. „Við erum einsleit á Íslandi, og það eru Japanir líka. Það var áhugavert að vera stundum eini einstaklingurinn af öðrum kynþætti í stórum hópi og mér fannst ég standa svolítið út.
Ég fann að fólk starði stundum á mig og það gat verið óþægilegt, en ég er samt þakklát fyrir þessa reynslu, því eftir heimkomuna fékk ég aðeins aðra innsýn inn í það hvernig það er fyrir fólk að vera „öðruvísi“ í útliti á Íslandi. Mér fannst þessi upplifun stundum dálítið erfið en líka verðmæt,“ segir hún.
Að sögn Esju voru flestir Japanir sem hún hitti afar kurteisir og hjálpsamir, en hún tók einnig eftir því að þeir voru margir hverjir bæði skipulagðari og minna „spontant“ en Íslendingar. „Hey, viltu koma að gera eitthvað?“ segir Esja að sé sjaldan spurt, heldur þurfi að tilgreina nákvæman tíma og staðsetningu, helst með tveggja vikna fyrirvara.
Skiptinemar lenda oft í svokallaðri „skiptinemabúbblu“ þar sem þeir kynnast og vingast að mestu við aðra skiptinema en Esja segir að hún hafi reynt að passa sig á því að það gerðist ekki. Hún segir Japani vera líka Íslendingum að því leytinu til að þeir komi yfirleitt ekki til þín að fyrra bragði, þú þurfir að leita til þeirra.
Ari Borg Helgason
You’re only there for a year, so you don’t really have time to dwell on missing home,” she says. FaceTime also helped, though the time difference posed a challenge. “There was really only one window to talk: evenings for me and mornings for them, but it worked out,” she adds. Esja didn’t experience much culture shock but noticed a certain uniformity in Japanese society. “We’re homogeneous in Iceland, and they are in Japan too. It was interesting sometimes being the only person of a different ethnicity in a large group. People would stare occasionally, which could be uncomfortable, but I’m grateful for the experience.
Coming home, I’ve gained a new perspective on what it’s like to look ‘different’ in Iceland,” she reflects.
Most Japanese people Esja met were extremely polite and helpful, but she observed they tended to be more organized and less spontaneous than Icelanders. “You rarely hear, ‘Hey, want to hang out?’ Everything has to be planned, with a time and place, preferably two weeks in advance,” she says Esja made an effort to avoid the “exchange student bubble” by seeking out interactions with Japanese locals. “They’re a bit like Icelanders in that they won’t usually approach you first, but if you suggest something, they’re usually open to it. It’s easy to break out of the bubble if you try, but sometimes it’s also fun to stay in it and connect with students from other cultures,” she says.
During her year abroad, Esja traveled extensively, visiting places like Hiroshima and Kyoto and checking out unique animal cafés, including ones featuring snakes, hedgehogs, miniature pigs, owls, and more. When asked about her favorite memory, she doesn’t hesitate: climbing Mount Fuji. “It was tough—the air was thin, and I got a bit of altitude sickness. I stayed overnight in a tiny mountain hut, barely slept, but seeing the sunrise from the summit made it all worth it,” she says. “It was incredible!”
„Ef þú stakkst upp á einhverju til að gera þá tóku þeir oftast vel í það og voru til í að gera hluti. Það er auðvelt að komast úr þessari búbblu en þú verður að hafa aðeins fyrir því. En svo er líka gaman að vera stundum í þessari búbblu og kynnast öðrum nemum frá mismunandi menningarheimum,“ segir hún. Á þessu eina ári ferðaðist Esja vítt og breitt um Japan, meðal annars til Hírósíma og Kýótó. Hún fór líka á hin ýmsu dýrakaffihús, þar á meðal á snáka-, broddgalta-, dvergsvína-, uglu-, hunda-, katta- og flóðsvínakaffihús, en aðspurð hver uppáhaldsminning hennar frá Japan sé svarar hún strax: Að klífa Mount Fuji. „Þetta var mjög erfitt, loftið var þunnt og ég fékk svolitla háfjallaveiki. Ég gisti í litlum fjallaskála í pínulitlu rúmi og fékk mjög takmarkaðan svefn en það bara var svo ótrúlegt að komast upp á toppinn og sjá sólarupprásina þar,“ segir hún og bætir við: „Þetta var alveg sturlað!“
Esja segist mæla með skiptinámi í Japan fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. „Ef maður vill eitthvað allt annað þá er Japan málið. Menningin er önnur, umhverfið er annað, samgöngur og matvörubúðir eru til dæmis allt öðruvísi. Þú ferð í matvörubúð og þú þekkir ekki helminginn af matnum og hefur ekki hugmynd um hvernig eigi að matreiða hann. Það að komast í kynni við svona ólíka menningu opnar hugann þinn algjörlega. Ég kem allt önnur til baka og mér finnst ég hafa þroskast um svona fjögur ár.“
Esja highly recommends Japan for anyone seeking something entirely different. “If you want something completely new, Japan is the place to go. The culture, environment, and even things like transportation and grocery stores are so different. You’ll find foods you’ve never seen before and have no idea how to cook. Experiencing a culture like that opens your mind completely. I’ve come back a totally different person—I feel like I’ve matured by about four years.”
Horoscope
Scorpio
October 23 – November 21
Let’s go ghouls! Whatever plans you’ve made, it’s time to stop manifesting and take action. Whether it’s a trip to Sundhöll, wanting to ask out someone new and cute, or trying a new shirt. Have some courage and go for it! The season is on your side.
Sagittarius
November 22 – December 21
You have done nothing but watch TV in the past month. Your eyes are blurry, and the sun hurts your skin. Congratulations! Winter is here, and you get to keep doing what you love. Grab some hot chocolate, it’s time to snuggle under a warm blanket.
Capricorn
December 22 – January 19
There isn’t enough time in a day to do what you want to do. The spiral is real, and you can’t stop. Fall is gone and you didn’t even get the chance to see any fall foliage. You need to go touch the grass or chase some auroras. GO! It will make you feel better.
Aquarius
January 20 – Febuary 18
So, Bonus has run out of the kind of apples you like. It’s okay the pears are good in their own way. There’s no shame in trying something new. But remember pineapples or mangos in the dead of Icelandic winter is a bad idea. Eat your fiber and stay healthy.
Pisces
Febuary 19 – March 20
Yikes, nothing is going your way. The sun is gone, and the force of the moon is too strong. The world can be a dangerous place. Better keep your head down this month. If you are looking for your AirPods, they have probably fallen under your radiator.
Aries March 21– April 19
Calling all Aries. Time to unite and participate in something competitive. Hope you are all feeling the cosmic magic this season. You are all looking mighty lucky!!
Taurus
April 20 – May 20
The winds are howling your name. This is the month for serene night walks under the northern lights. The moonlight is bright and so are you. Keep your partners and pets close just in case they wander too far away from your glow.
Gemini May 21 – June 20
You have been on the verge of tears all month. Life is hard and the Icelandic winter sits heavy on your chest. You need a good cry. Karaoke nights are good for that, go sing your heart out. Cathart to power ballads! The tears will follow.
Cancer
June 22 – July 21
You have been on the verge of tears all month. Life is hard and the Icelandic winter sits heavy on your chest. You need a good cry. Karaoke nights are good for that, go sing your heart out. Cathart to power ballads! The tears will follow.
Leo
July 22 – August 22
Hello, fabulous creatures! You are all looking fierce. Continue doing whatever it is you are doing because honey, it is working! Don’t forget to ask after your loved ones and check in with them every once in a while.
Virgo
August 23 – September 22
It’s been a long year and you have been feeling down lately. Take a much-deserved break! Forget about work and homework this weekend. It’s time for a movie or television binge. Or better yet, this is the time to read for fun. Go rot and be free.
Libra
September 23 – October 22
The energy you have is too much. Go for a hike, swim, or run. Do whatever floats your boat, and if everything seems boring go flirt with a stranger. Whoever they are, they can certainly use some of your fun energy this season.
Stjörnuspá
Sporðdreki
23. október – 21. nóvember
Komið þið sælir, sporðdrekar! Hvað sem þið hafið verið að plana, er kominn tími til að hætta að hugsa um það og taka til verka. Hvort sem það er ferð í Sundhöllina, að bjóða einhverjum nýjum og sætum út, eða prófa nýjan bol. Safnaðu kjarki og láttu verða af því! Stjörnurnar standa með þér.
Bogmaður
22. nóvember – 21. desember
Þú hefur ekki gert annað en að horfa á sjónvarp undanfarnar vikur. Augun eru orðin þreytt og sólin særir húðina. Til hamingju! Veturinn er í algleymingi og þú getur haldið áfram að gera það sem þér þykir skemmtilegast. Kauptu þér kakó, kúrðu undir teppi og haltu áfram.
Steingeit
22. desember – 19. janúar
Það virðist ekki vera nægur tími í sólarhringnum fyrir allt sem þú vilt gera. Þú ert í óstöðvandi vítahring. Haustið er liðið hjá og þú náðir ekki einu sinni að sjá haustlaufið í sinni dýrð. Þú þarft að komast út, snerta grasið eða elta norðurljósin.
Vatnsberi
20. janúar – 18. febrúar
Svo, Bónus er búinn með þá eplategund sem þér líkar best. Það er allt í lagi, perurnar eru líka góðar á sinn hátt. Það er ekkert að því að prófa eitthvað nýtt. En mundu að ananas eða mangó í íslenskum vetrarkulda er ekki góð hugmynd. Borðaðu trefjar og haltu heilsu.
Fiskur
19. febrúar – 20. mars
Drífðu þig! Þér mun líða miklu betur. Æ, ekkert gengur þér í hag þessa dagana.
Sólin er horfin og máttur tunglsins er yfirþyrmandi. Heimurinn getur verið erfiður staður. Vertu varfærin(n) í þessum mánuði.
Ef þú ert að leita að AirPods-unum þínum, þá eru þau líklega föllin undir ofninn.
Hrútur
21. mars – 19. apríl
Áfram hrútar! Það er kominn tími til að sameinast og taka þátt í einhverri keppni.
Vona að þið finnið alla þessa galdratöfra sem eru í loftinu núna. Þið lítið öll út fyrir að vera einstaklega heppin þessa dagana!
Naut
20. apríl – 20. maí
Vindarnir kalla nafn þitt. Þetta er mánuðurinn fyrir rólegar göngur undir norðurljósunum. Tunglsljósið er bjart og þú ert enn bjartari. Haltu maka þínum og gæludýrum þínum nálægt – þau gætu annars villst frá ljómans þínum.
Tvíburi
21. maí – 20. júní
Er köngulóin í horni íbúðarinnar að ásækja þig? Köngulær eru svo sjaldgæfar á Íslandi, svo vertu góð(ur) við hana. Gefðu þér tíma úr annasömu dagskránni til að fóðra hana. Hún fílar smádýr, gangi þér vel!
Krabbi
22. júní – 21. júlí
Þú hefur verið á barmi þess að tárast allan mánuðinn. Lífið er erfitt og íslenski veturinn leggst þungt á brjóstið. Þú þarft að gráta smá. Karókíkvöld eru tilvalin fyrir þetta – farðu og syngdu frá hjartanu. Kraftballöður eru fullkomnar fyrir útrásina, tárin fylgja á eftir.
Ljón
22. júní – 22. ágúst
Halló, stórkostlegu verur! Þið lítið öll út fyrir að vera frábærlega flott. Haltu bara áfram með hvað sem þú ert að gera því það virkar! En mundu líka að athuga hvernig ástvinum þínum líður og tékkaðu reglulega á þeim.
Meyja
23. ágúst – 22. september
Þetta hefur verið langt ár og þú hefur verið dálítið niðri undanfarið. Þú þarft á vel verðskulduðu fríi að halda! Gleymdu vinnu og verkefnum um helgina. Tími til kominn að horfa á kvikmyndir eða sjónvarpsseríur.
Eða enn betra, lestu bók sem þú velur þér til gamans. Leyfðu þér að hvílast og vera frjáls.
Vog 23. september – 22. október
Orkan þín er yfirgengileg. Farðu í göngutúr, sund eða hlaup – hvað sem hentar þér best. Ef allt virðist leiðinlegt, farðu þá og daðraðu við ókunnugan. Hver sem hann er, gæti hann vel notað smá af gleðinni sem þú dreifir í kringum þig þessa dagana.
Sund laugin
Pool
Ég kom til Íslands fyrir nokkrum mánuðum, með lítið af fötum og enn minna af væntingum um hvernig þetta ævintýri myndi þróast. Þegar ég hélt af stað til þessarar fjarlægu eyju var ég meðvituð um að margt óvænt yrði á vegi mínum, en þrátt fyrir það var óvæntasta uppgötvunin sem ég hafði ekki séð fyrir sú að sundbolurinn minn myndi reynast mikilvægasta flíkin sem ég pakkaði í ferðatöskuna mína.
Ég las um íslenska sundlaugamenningu í fyrsta sinn í sumar, eftir að frænka mín gaf mér bók um íslenska menningu í afmælisgjöf, sem undirbúning fyrir brottförina. Sem einstaklingur sem ólst upp í löndum þar sem nekt er ekki alltaf álitin eðlileg, og oft á tíðum álitin feimnismál, var hugmyndin um að þvo mig nakin, meðal fjölda nakinna kvenna á öllum aldri í sameiginlegri sturtu, nokkuð ógnvekjandi.
Mér leið svona þrátt fyrir að mér hafi aldrei þótt mín eigin nekt neitt sérstaklega óþægileg. En það var þess vegna sem ég forðaðist sundlaugarnar fyrstu vikuna mína í Reykjavík og gaf lítið fyrir sögur fólks af afslappandi sundferðum.
I came to Iceland a few months ago carrying just a few of the clothes I own and even fewer expectations regarding how this adventure was going to unfold. Coming to this remote island I was aware would bring many surprises, and yet the one surprising revelation I wasn’t foreseeing was the fact that my swimsuit would turn out to be the most important clothing item I packed in my luggage.
The first time I read up on Icelandic pool culture was during this summer, when my aunt kindly gifted me a book about Icelandic culture for my birthday, in preparation for my departure. As an individual who grew up in countries where nakedness is not entirely normalized and often stigmatized, I was initially quite intimidated by the idea of washing my naked self amongst a multitude of naked women of all ages in a communal shower.
I felt this way regardless of the fact that I have never particularly felt uncomfortable with my own nudity. Therefore, during my first week in Reykjavìk I stayed clear of the pool scene, not minding particularly the numerous people reporting back to me on their relaxing pool experiences.
Article
Hins vegar fékk ég fullkomið tækifæri til þess að stökkva í djúpu laugina þegar ESNstúdentasamtökin skipulögðu leiðangur í eina af sundlaugum borgarinnar, til þess að kynna okkur fyrir þessum menningarkima.
Vitandi að ég væri líklega ekki ein um að vera „hrein mey“ þegar kemur að íslenskum sundlaugum tók ég á honum stóra mínum og slóst í för með nýju vinum mínum. Um leið og ég fór úr fötunum og steig undir sturtuna varð ég mjög ákaflega meðvituð um þá erfiðleika sem ég átti í við að halda barnalegum hlátrasköllum í skefjum, þar sem útsetning mín fyrir nekt bar mig skyndilega ofurliði með barnalegri þörf til að skýla mér á bak við víð föt, til þess að forðast að nokkur tæki eftir því að ég væri með líkama fyrir neðan höfuð. Vandræðaleikinn var hins vegar fljótur að hopa og þegar sturtan rann sitt skeið fór ég í sundbolinn og stökk í næsta heita pott til að forðast að frjósa. Tilfinningin sem ég fann þegar líkaminn var vafinn yl og kuldinn kroppaði í andlitið fyllti mig strax miklum krafti. Smátt og smátt náðu þessar andstæður í hitastigi að hjálpa mér að slaka á, á sama tíma og hugurinn fylltist skýrleika
Annar þáttur sem ég hafði lesið um í bókinni sem frænka mín gaf mér og mér fannst athyglisverður var að sundlaugar eru rými sem þjóna sama tilgangi og kaffihús gera fyrir Ítali á kvöldkaffitíma. Sundlaugin er staður þar sem fólk getur varið tíma með ástvinum sínum, slúðrað um andstyggilegan yfirmann sinn eða átt opinská samtöl um hvernig foreldrar okkar eru í grundvallaratriðum rót allra okkar vandamála. Ég fékk klárlega smjörþefinn af því þegar ég fór í fyrsta sinn í sund, þegar samtal við tvo nýja vini mína, sem ég hafði aðeins þekkt í nokkra daga, þróaðist að því marki að við byrjuðum að ræða um misheppnuð fyrri sambönd okkar.
Þessi heiðarlegu samtöl hafa verið endurtekið mynstur í öllum sundferðum mínum, þar sem einhver ósýnileg öfl gera það að verkum að ég legg öll spilin á borðið á meðan ég ligg í heita pottinum.
Dora Ghisoni
However, the perfect chance for me to visit the pool for the first time presented itself when the ESN student organization organized an outing to one of the city’s pools as a way to introduce us exchange students to this cultural aspect. Knowing I would probably not be the only ‘Icelandic pool virgin’ going, I mustered up my courage and joined the event with my newly acquainted friends.
The moment I stepped out of all my clothes and into the shower, I was extremely aware of the difficulty with which I was trying to keep the childish giggles to myself, as the exposure to nudity suddenly overpowered me with the prepubescent urge to hide myself behind baggy clothes, so as to avoid anyone from noticing the existence of a body below my head. However, the embarrassment wore off quite rapidly, and as the shower came to an end, I popped into my swimsuit and sped to the closest hot tub so as to avoid my body from freezing. Instantly, the feeling of my body swathed in warmth and my face nipped by the frosty air reinvigorated me. Gradually, this contrast in temperature simultaneously managed to relax me and flood me with a clarity of mind.
Another aspect I had read about in the book my aunt gifted to me, and had found interesting, was that the pool is a space comparable to cafes during aperitivo time for Italians. Therefore, the pool is a space where people hang out with their loved ones and where they can gossip about their despised boss after a long day at the office, or have open hearted conversations about the ways in which our parents are fundamentally the root to all our problems.
I definitely got a taste of that on my first visit to the pool, as the conversation with two of my new friends, who I had known for a couple of days only, quickly escalated to the point where we started discussing our past failed relationships. These honest conversations have been a recurring pattern throughout all my visits to the pool, as I have been pushed by an invisible force to pour my soul out while soaking in the hot tub.
Ég held að hluti ástæðunnar fyrir því að fólk hneigist að dýpri samtölum í sundi sé að þar skortir alla tækni. Þar sem símar eru ekki leyfðir er sundlaugin staður þar sem ég kemst ekki hjá því að taka eftir því sem gerist í kringum mig, eða því sem gerist innra með mér. Sem manneskja sem á erfitt með að eiga við eigin hugsanir og finnur oft auðvelda útgönguleið með því að grípa í símann, hefur komið sérstaklega á óvart hve auðvelt það er að gleyma þessum búnaði sem oft á tíðum virðist svo mikilvægur, meðan ég ligg í lauginni. Einkum og sér í lagi þegar sólin er lágt á lofti og maður fær gullfallegt útsýni af sólsetrinu úr Vesturbæjarlauginni.
Vegna þessa hefur sundlaugin orðið mér djúpstæður hugleiðslustaður, bæði á einstaklings- og sameiginlegu stigi. Á meðan ég er hér sem skiptinemi hef ég haft lítinn tíma til þess að meðtaka hvernig þessi reynsla mótar og ögrar mér, þar sem ég vil upplifa eins mikið og mögulegt er, og gleymi oft að gefa mér tíma til að hugleiða. Verandi langt að heiman er síminn á sama tíma eina leiðin fyrir mig til þess að halda sambandi við fjölskyldu mína og vini heima fyrir, sem hefur leitt til þess að skjátími minn hefur aukist.
Samspil þessara tveggja þátta hefur sannarlega stundum þyrmt yfir mig, en sundlaugarnar hjálpa már á þann hátt að þar get ég hægt á tímanum í stutta stund, til þess að vinna úr þeim ólgusjó tilfinninga sem ég hef verið að sigla. Ég hef líka tekið eftir því að þó sundlaugin sé ekki einkarými og fólk umlyki mig á hverjum tíma, hef ég aldrei fundið fyrir því að til væru hlutir sem ég gat ekki rætt innan laugarinnar.
Þegar ég skrifa þetta, get ég ekki annað en borið saman tilfinninguna þegar maður liggur í hlýrri laug við upplifun ófædds barns í móðurkviði; að finna til skilyrðislauss og fordómalauss öryggis. Það kann að vera afleiðing þessara gervi-móðurkviðarreynslu sem gerir mér kleift að opna mig svo auðveldlega þegar ég flýt um í yl heitu pottanna.
Partly, I believe this inclination towards having these conversations is a result of the lack of technology within the pool space. As phones are not allowed, the pool is a space in which I cannot avoid observing what is going on around me, as well as of what goes on inside of me. Especially as a person who struggles to deal with her own thoughts and often finds the easy way out by simply taking the phone in my hands, it has been surprisingly easy to forget about this seemingly essential apparatus while laying in the pool, particularly as the sun goes down and you have a beautiful view of the sunset from the Vesturbærlaug.
Therefore, the pool has become a deeply contemplative space for me both on an individual and collective level. Being here on exchange, I have had little time to process the ways in which this experience is shaping and challenging me, as I am eager to have as many experiences as possible and often forget to take the time off to sit with my thoughts. At the same time, being far from home, the only way through which I can keep in contact with family and friends back home is through the phone, which has led me to increase my screen time. The combination of these two things has indubiously led me to feel overwhelmed at times, and the way in which the pool has helped me cope is by allowing me to momentarily slow down time in order to process the sea of emotions I have been navigating through. I have also observed that, although the pool is not a private space and people surround me at all times, I have never felt like there were things I could not discuss within the confines of the pool.
As I write this, I cannot help but compare the feeling of laying in the warm pool to the experience of an unborn child in its mother’s womb; the feeling of uncompromised safety and the lack of judgment. It might just be the consequence of this pseudo-in-utero experience that leads me to open up with so much ease as I float in the warmth of the tubs.
Á heildina litið hafa sundferðir verið hin fullkomna lækning á dögum þegar orkan er lítil vegna pirrings eða sérstaklega slæmra timburmanna, þar sem velferð minni er ógnað af höfuðverk og neikvæðu sjálfsáliti. Þótt það sé ekki alltaf auðvelt að brjótast út úr sjálfsömurðinni hef ég komist að því hversu gagnlegt það er fyrir mig að pakka sundbolnum og handklæðinu í tösku í flýti, fara út úr herberginu mínu og skilja vonda skapið eftir. Sérstaklega þegar mér líður eins og það eina sem ég vil gera sé að liggja uppi í rúmi.
Sundlaugin er orðin svo mikilvægur hluti af vikurútínunni minni að ég velti fyrir mér hvernig mér muni reiða af án hennar þegar skiptináminu lýkur og ég held aftur heim til Amsterdam, Þar eru vindar og rigning á pari við Ísland, en þar hef ég ekki aðgang að lauginni til þess að standa af mér hörð veðrabrigði og tilfinningar.
Dora Ghisoni
Overall, the pool has been a perfect remedy for all those days when my energy levels have been at an all time low due to a cranky mood or a particularly bad hangover, during which my wellbeing has been threatened by a headache or a sense of low self esteem. Although it is not always easy to get myself out of the self commiserating state I am in during these days, I have come to realize how beneficial it is to me to quickly pack my swimsuit and towel into my bag and head out of my room and my bad mood, especially so when I feel like all I want to do is lay in bed. The pool has become such an important part of my weekly routine that I often wonder how I am going to cope without it once my exchange is over and I am back home in Amsterdam, where the wind and rain levels are comparable to Iceland, but where I will not have access to the pool to endure the harsh shifts in weather and emotions.
Our startup is at the forefront of digital twin innovation, offering transformative solutions that optimize performance and drive sustainable growth. In 2023, we improved the fuel efficiency of a boat through advanced propeller retrofitting, validated via modeling and experimentation, and presented at IMECE (ASME). In 2024, we tackled transient cavitating phenomena in hydraulic systems, earning recognition at ICNMMF-5 (International Conference on Numerical Methods in Multiphase Flows) . These successes demonstrate our ability to solve complex challenges and deliver measurable results. Partner with us to unlock unparalleled insights, enhance operational efficiency, and achieve your innovation goals in a competitive, technology-driven market.
Contact information satish@hi.is
Fantasía Háskóla lífsins
The fantasy of a college life
Í háskólalífinu er að finna einstaklega skarpa birtingarmynd þess hvernig fantasíur eru að verki í mannlegri hugsun. Hversdagslega er okkur reyndar mjög tamt að líta þeim augum á fantasíur, að þær birtist okkur fyrst og fremst þegar við horfum inn í skáldlega heima, þar sem dygðugar hetjur berjast við vætti og forynjur. En fantasíur eru engu síður á ferðinni þegar við gefum ímyndunaraflinu lausan tauminn og leyfum okkur að dagdreyma um frægð og frama. Þessi síðari skilningur er öllu óhefðbundnari en um leið er hann einmitt af þeim meiði sem varðar háskólalífið. Fantasíur sem birtast okkur í dagdraumum og útúrdúrum hugans, sem eru sprottnar af dagsdaglegum ærslagangi ímyndunaraflsins, þjóna veigamiklu hlutverki og móta beinlínis veruleikann sem við okkur blasir.
In university life, we encounter a striking example of how fantasies influence human thought. Commonly, we tend to view fantasies as belonging to the realm of fiction, where virtuous heroes battle creatures and monsters. However, fantasies are equally at play when we let our imagination run free and indulge in daydreams of fame and success. This second understanding of fantasy is less conventional but directly pertains to university life. Fantasies that arise in daydreams and mental wanderings, rooted in the everyday dynamism of imagination, serve a significant role in shaping the reality we perceive. Let us not settle for abstract conclusions about this idea but rather flesh out the concept of fantasy in this context with concrete examples.
En látum ekki óefnislegar ályktanir um efnið nægja, setjum frekar smá kjöt á bein fantasíunnar eins og hún er skilin í þessu samhengi með því að skoða nokkur dæmi. Það er eftir sem áður þannig að áður en háskólaneminn stígur inn í háskólann langar hann að verða eitthvað og á meðan hann gengst upp í námi reynir hann hvað hann getur að samsama sig hugsjóninni sem vakir fyrir honum um starfið sem hann ásælist. Hugsjónin sem býr honum í brjósti er leiðarvísir að framtíðinni sem hann þráir og kennir honum, í orðsins fyllstu merkingu, á hvaða forsendum hann á að nálgast viðfang löngunnar sinnar í náminu. Yfirleitt hefur hann gert sér upp mjög glæstar hugmyndir um hvað það feli yfir höfuð í sér að verða, svo dæmi sé tekið, blaðamaður, eða raunar hvað sem er annað.
Enn fremur virðist það vera þannig að háskólinn ali á hreinni hugsjón hvaða starfsvettvangs sem nemandinn ákveður að gangast upp í. Sem dæmi eymar háskólinn af fantasíum lögfræðinema um hinn ráðvanda lögfræðing sem berst ötullega fyrir framgangi réttlætisins, læknanemans sem órar fyrir því að geta hindrunarlaust varið allri orku sinni í að bjarga mannslífum, sálfræðinemans sem ætlar í eitt skipti fyrir öll að slá botni í hugsýki sjúklingins, og jafnvel blaðamannsins, sem við minntumst á áðan, sem ætlar að leiða upplýsingaóreiðuna til lykta. Þarf maður ekki einmitt að gera sér háleita hugmynd um framtíðarstarfið sem slíkt til þess að finnast það yfirhöfuð eftirsóknarvert? Þrátt fyrir að hafa takmarkaða samsvörun í veruleikanum, er að þessu leyti nauðsynlegt að fantasíur njóti við, vegna þess að þær brýna fyrir okkur hvaða eiginleika starfsframans er æskilegt að upphefja.
Gagnvart því sem framan getur má eflaust halda því fram að það að gangast upp í lögfræði, læknisfræði, sálfræði eða blaðamennsku sé í eðli sínu markmið en ekki fantasía.
Gabríel Dagur Valgeirsson
Before stepping into university, a student often envisions a clear aspiration for their future, imagining themselves becoming someone significant.
At this juncture, one might argue that pursuing law, medicine, psychology, or journalism is a practical goal rather than a fantasy. However, what is often overlooked is that the content of such goals inherently contains contradictions. Doctors, for instance, grapple with the inescapable mortality of human life; lawyers face the ambiguity of legislation; psychologists confront the unfathomable mysteries of the human mind, and journalists strive to manage an overwhelming flow of information that has far surpassed its traditional confines, particularly in the digital age. Grein/ Article
While immersed in their studies, they strive to embody the ideal of the profession they aspire to. The vision they hold close to their heart acts as a guide to the future they desire, instructing them, quite literally, on how to approach their academic pursuits. Usually, they have constructed an impressive image of what it means to become, for instance, a journalist—or indeed anything else. Moreover, it seems the university fosters pure ideals about whatever career path a student chooses to pursue. For instance, universities abound with fantasies of law students picturing themselves as unwavering champions of justice, medical students dedicating themselves tirelessly to saving lives, psychology students envisioning a definitive end to mental struggles, and aspiring journalists striving to bring order to a chaotic sea of information. Doesn’t one need to have lofty ideas about a future profession to find it desirable in the first place? Despite having limited correspondence with reality, fantasies are essential in this regard, as they highlight the qualities of a career that are worth aspiring to.
En það sem gengur óhjákvæmilega af slíkri hugmynd um starfsframa sem sakleysislegt markmið, er að innihald markmiðsins hefur að geyma atriði sem stangast á innbyrðis. Enda fást læknar við ólæknandi dauðleika mannsins, lögfræðingar við tvíræðni allrar lagasetningar, sálfræðingar við óleysanlega ráðgátu mannshugans svo fátt eitt sé nefnt, og blaðamenn fást við að halda utan um upplýsingaflæði sem hefur löngu sprengt utan af sér rammann sem því var settur fyrir tilkomu veraldarvefsins. Fantasíur gegna því lykilhlutverki að hylma yfir slíkar mótsagnir með því að þröngva markmiðinu inn í óskhyggjuramma sem ljær því nokkurs konar samkvæmni.
Þar með er ekki sagt að blaðamenn ræki ekki mikilvægt starf, það gera þeir vissulega, en að eins miklu leyti og fantasíur breiða yfir brotalamir og ljá innbyrðis skekkju blaðamennskunnar blekkjandi samhljóm, kemur á daginn – og þetta hefur orð æ ljósara á þessum síðustu og verstu tímum – að prinsipp blaðamennskunnar eru órakenndar vonir og væntingar. Sem dæmi hafa blaðamenn lengst af verið álitnir hlutlausir miðlarar sannleikans og að þeirra sé hlutverkið að viðhalda þjóðfélagslegu trausti. En hvort tveggja hefur átt undir höggi að sækja á umliðnum árum og til vitnis um það er orðið sífellt viðteknara að fjölmiðlar fari fyrir hugmyndafræðilegri umfjöllun frekar en fordómalausri sannleiksleit. Enda er á okkar dögum ekki þverfótað fyrir fólki sem innbyrðir fréttaflutning, hvaðanæva úr heiminum, með teskeið af salti og setur drjúgan fyrirvara við alla blaðamennsku; og heldur því jafnvel fram að fjölmiðlar séu til þess fallnir að varðveita hugmyndafræðilega tískustrauma djúpríkisins, svo vitnað sé í öfgakennt orðalag samsæriskenningasmiðsins.
Þrátt fyrir allt þetta má vel vera að kennarar innræti verðandi blaðamönnum ráðvendni og hlutleysi, að í þjónustu blaðamennskunnar eins og hún á að vera, árétti þeir nemendur í löngum fyrirlestrum um að varast freistingu þess að fjalla af óhlutlægni um mál sem standa þeim nærri.
Fantasies play a pivotal role in concealing these contradictions by framing the goal within a framework of wishful thinking that lends it a semblance of coherence.
This is not to say that journalists do not perform valuable work—they certainly do. Yet, just as fantasies mask flaws and imbue internal inconsistencies in journalism with a misleading harmony, it becomes increasingly evident in today’s world that the principles of journalism rest on fragile hopes and expectations. For example, journalists have traditionally been viewed as neutral purveyors of truth, responsible for maintaining societal trust. However, both notions have been under attack in recent years. Evidence of this can be found in the growing perception that media outlets are more inclined toward ideological narratives than impartial truth-seeking. Nowadays, people often consume news with a grain of salt, approaching journalism with skepticism, and some even claim that the media serves to perpetuate ideological trends orchestrated by hidden powers—a sentiment often expressed in the extreme rhetoric of conspiracy theorists.
Despite all this, it may well be that educators instill values of integrity and neutrality in aspiring journalists, emphasizing in long lectures the importance of resisting the temptation to report subjectively on issues close to their hearts. However, merely recognizing the shortcomings of journalism does not bridge the gap between students and the ideal of flawless journalism. Fantasy is deeply ingrained, centered on humanity’s persistent belief in the possibility of escaping it and existing independently of its influence. At this point, we can delve deeper and uncover another layer of human thought. Let us ask outright: why does this particular student want to become a journalist (or anything else)? Is it a self-driven ambition emerging from within, or is it an unclear, perhaps subconscious notion that others expect this of them?
Grein/ Article
En fyrir þær sakir að geta borið kennsl á annmarka blaðamennskunnar, myndast ekki brú sem ber tilvonandi nemendur af sviði fantasíunnar og yfir í traustan faðm flekklausrar blaðamennsku. Fantasían er að miklu leyti ósigrandi og í kjarna sínum hverfist hún um tilhneigingu manns, til að glepjast á þeirri tiltrú, að hægt sé að nema hana úr gildi og lifa án hennar.
Þegar hér er komið sögu er okkur ekkert að vanbúnaði að ganga lengra og fletta ofan af enn öðru setlagi mannlegrar hugsunar. Spyrjum blátt áfram: af hverju vill þessi tiltekni nemandi verða blaðamaður (eða hvað sem er annað)? Er það sjálfsprottinn metnaður sem hann sækir úr iðrum sjálfs síns að vilja verða blaðamaður. Eða gerir hann sér óljósa og jafnvel ómeðvitaða hugmynd um, að aðrir vænti þess af honum; að í blaðamennskunni felist eiginleikar sem hann telur hugkvæmast öðrum að sjá sig gangast upp í? Eflaust er svarið beggja blands, en síðari liðurinn hefur verið og er enn æði vanmetinn.
Þessi einhliða sýn á einstakling, sem er óstuddur frumkvöðull gjörða sinna og sjálfstæður höfundur eigin hugmynda, á sér víðtækar rætur í vestrænni menningu. Undir niðri telur maður sig kannski lausan undan dæmandi augnaráði samfélagsins (sem mótar sjálfsmynd manns að miklu leyti) en ef maður hugsar til þeirra sem eru í makaleit, má þá ekki til sanns vegar færa, að fólk á stefnumótamarkaðnum myndar sér hugmynd um einmitt þetta augnaráð, það er að segja um hvaða einkunn það fái frá framtíðar makanum og lagi sig að eins hárri einkunn og mannlega mögulegt? Stefnumótamarkaðurinn er raunar bara nærtækur vettvangur þessarar tilhneigingar sem er alltumlykjandi í mannlegu lífi. Það má draga upp margskonar myndir af þessari tilhneigingu. Svo dæmi sé nefnt mætti hugsa sér stúlku sem dreymir um að snæða köku á meðan foreldrarnir sæma hana hvatningarorðum fyrir að standa sig vel. Slíkur draumur væri til marks um að í stúlkunni búi rík þrá í að verða viðfang löngunnar foreldra sinna.
Gabríel Dagur Valgeirsson
Does the student perceive qualities in journalism that they believe others would most admire in them? The answer is likely a mix of both, though the latter tends to be significantly underestimated. This one-sided view of the individual as an independent pioneer of their actions and author of their own ideas has deep roots in Western culture.
Beneath the surface, one might believe themselves free from the judgmental gaze of society—a gaze that heavily shapes one’s self-image. But consider those navigating the dating market: does it not seem true that individuals in this context often imagine this societal gaze, constructing ideas about how they are perceived by potential partners and adjusting themselves to earn the highest possible “rating”? The dating market is just a convenient example of this omnipresent tendency in human life. Numerous scenarios illustrate this phenomenon. Take, for instance, a child dreaming of eating cake while receiving words of encouragement from her parents for doing well. Such a dream signifies a strong desire to be the object of her parents’ admiration. She is likely not alone in grappling with such a longing.
Nevertheless, we are taught to think along entirely different lines. The fantasy before us in these reflections converges on the concept of personal responsibility and individual accomplishment—in other words, individualism or the “journey of the hero,” as it is sometimes called in literary terms. Strangely, university education seems to perpetuate a distortion of the conditions underpinning learning by glorifying individual responsibility and self-reliance. Many enter university believing they are shedding the constraints of groupthink, only to discover that professors eagerly cite established authorities to validate their arguments and expect students to do the same. We are led to believe that university education transitions us from a high chair to the driver’s seat, and we likely frame our thoughts along those lines.
Hún kann jafnframt varla að vera ein um að berjast við slíka þrá. Þrátt fyrir þetta er okkur kennt að hugsa á allt öðrum forsendum. Fantasían sem við okkur blasir í þessum hugleiðingum á sér skurðpunkt í hugmyndinni um sjálfsábyrgð og sjálfsdáðir einstaklingsins; með öðrum orðum í einstaklingshyggjunni, eða vegferð hetjunnar eins og hún er stundum kölluð á bókmenntamáli. Á einhvern undarlegan hátt virðist háskólanám ýta undir afskræmingu þeirra skilyrða sem liggja náminu til grundvallar með því að upphefja sjálfsábyrgð og sjálfsdáðir einstaklingsins. Enda ganga margir inn í háskólann, í góðri trú um að hrista af sér klafa hjarðhugsunar, en komast að raun um að prófessorarnir vísa af hvað mestri áfergju í kennivaldið sem ljær máli þeirra lögmæti, og ætlast eiginlega til þess að nemendur geri slíkt hið sama. Okkur er ætlað að hugsa eitthvað í þá veru að með háskólanámi séum við að yfirgefa barnastólinn fyrir bílstjórasætið; og ef að er gáð hugsum við líklega meðfram slíkum línum.
En þegar allt kemur til alls er hugsun okkar áfram teymd af prófessorum og fyrirmyndum sem við öpum mest allt upp eftir. Sjálfsábyrgð og sjálfsdáðir einstaklingsins eru hvergi í augsýn þegar grannt er að gáð. Ekki svo að skilja að sjálfstæð og frumleg hugsun sé ómöguleg, öllu heldur er hún ekki bundin háskólanámi jafn órofa böndum og á horfðist, enda hafa prófessorar upp til hópa megna óbeit á því þegar nemendur seilast út fyrir námsefnið.
Vitanlega er samt sem áður hægt að axla ábyrgð í þröngum skilningi, en spyrjum okkur engu að síður, ef hlutfallsleg ábyrgð nemandans – ekki á því að standast námið og útskrifast úr því, heldur á því að vera í námi til að byrja með – er borin saman við samfélagslega hvatahagkerfið sem er farið að ýta honum í átt að námi löngu áður en hann getur orða bundist um Stundina
But in truth, our thinking continues to be guided by professors and role models, whose words we often parrot. Personal responsibility and individual achievement seem absent upon closer inspection. Not to say that independent and original thought is impossible; rather, it is not as inextricably tied to university education as it appears. Indeed, professors often express disdain when students venture beyond the prescribed curriculum.
Of course, it is still possible to assume responsibility in a narrow sense, but let us nonetheless ask: when comparing a student’s relative responsibility—not for passing and graduating, but for being in university in the first place—against the societal mechanisms that steer them toward higher education long before they can articulate ideas beyond “Sesame Street” and “Paw Patrol,” and considering the likely (and significant) support from their family urging them to pursue an education, how much responsibility can they genuinely claim for their academic interests, especially when those interests are so heavily shaped by external influences? Especially when these interests are shaped by variables over which they have negligible, if any, control. However, we are not incapable of seeing through the fantasies that imbue our thinking with coherence. Occasionally, moments of clarity arise where the veil is lifted, revealing the contradictions of reality. Yet, this does not stop us from clinging to the fantasy that university education will lead us on a profound journey of discovery, one that will set us apart in the world. In light of the fact that nothing awaits us but joining the labor market upon graduation, this journey is, in essence, entirely inverted. Although we are instilled with an ideal of limitless individual potential, provided we exert ourselves with utmost diligence, it becomes increasingly apparent that our selfidentity must necessarily conform to societal demands.
Okkar og Hvolpasveitina, ásamt hugsanlegu (og líklegu) stuðningsneti fjölskyldunnar sem hvetur hann jafnframt til náms, þegar ekkert stendur eftir nema val nemans á einni námsbraut frekar en annarri. Hversu ríka ábyrgð getur hann yfirhöfuð borið á því hvert áhuginn leitar, svo ekki sé minnst á allar framangreindu breyturnar sem hann ber sannarlega hverfandi, eða svo gott sem enga ábyrgð á.
Aftur á móti er okkur ekki fyrirmunað að sjá í gegnum fantasíurnar sem ljá hugsun okkar samhljóm. Af og til koma fyrir augnablik gagnsæis þar sem hulunni er svipt af glæsilegri yfirbyggingu fantasíunnar og þversagnir raunveruleikans renna upp fyrir okkur. Það breytir hins vegar ekki því að við höldum fast í fantasíuna um að háskólanám leiði okkur á vegferð djúprar uppgötvunar sem eigi eftir að marka okkur sérstöðu gagnvart heiminum. En í ljósi þess að ekkert á fyrir okkur að liggja annað en að ganga til liðs við vinnumarkaðinn að náminu loknu er þessari vegferð eiginlega þveröfugt farið. Þó svo að okkur sé innrætt hugsjón um takmarkalausa framtíð einstaklingsins, ef við bara leggjum okkur fram af eins miklu kappi og mannlega mögulegt, verður okkur sífellt ljósara að sjálfsmynd okkar þarf nauðsynlega að verða við kröfum samfélagsins. Með öðrum orðum er fórnarkostnaður þess að tilheyra samfélagi dýrkeypt málamiðlun þar sem samningsstöðu einstaklingsins er afar þröngur stakkur skorinn. Á fremur þversagnarkenndan hátt mætti segja að sjálfsábyrgð sé að taka ábyrgð á því að vera ekki maður sjálfur og laga sig, að eins miklu leyti og hægt er, að háværum kröfum samfélagsins.
Gabríel Dagur Valgeirsson
In other words, the cost of belonging to society is an expensive compromise where the individual’s bargaining position is highly constrained.
Paradoxically, one might argue that personal responsibility lies in taking responsibility for not being entirely oneself and adapting, as much as possible, to the loud demands of society.
Siðferðislegnotkun gervigreindar í námi
Ethical Use of AI in Academic Studies
Gervigreind eins og hún birtist okkur í dag hefur rutt sér rúms sem spennandi tól með fjölbreytta möguleika fyrir nemendur. En þeim möguleikum fylgja því miður einnig möguleikar á misnotkun. Stefnur stofnana um gervigreind geta verið óskýrar, þar sem það tekur tíma fyrir reglur að komast í takt við nútímatækni. Í dag er litla leiðstöng að finna fyrir nemendur um hvernig þeir geta notað gervigreindarforrit á árangursríkan hátt, á sama tíma og akademískum reglum um heilindi eru hafðar að leiðarljósi. Þörf er á leiðbeiningum og fræðslu um siðferðislega notkun gervigreindartóla fyrir nemendur. Háskóli Íslands tók mikilvæg skref í þá átt þegar vefsíðu hans um þetta efni var ýtt ýr vör: gervigreind.hi.is.
Artificial intelligence, AI, has emerged as an exciting tool with a wide range of applications for students. Unfortunately, potential exists for misuse. Institutional policies on AI use can be vague as it tends to take time for rules to catch up with modern technologies. Currently there is little instruction for students on how to use AI programs effectively while adhering to academic standards of honesty. There is a need for guidance and instruction on ethical use of AI tools for students. University of Iceland made a significant step towards this with the launching of their website: gervigreind.hi.is. This website offers several practical applications for using AI in studies, as well as a summary of current technological limitations.
Article
Vefsíðan býður upp á hagnýtar leiðir tilþess að nota gervigreind í námi, auk samantektar um þá tæknilegu annmarka sem gervigreind dagsins í dag er haldin. Þetta er frábær byrjun í því að kenna nemendum hvernig á að nota gervigreind á réttan hátt, á sama tíma og þeir forðast vankanta þeirrar tækni þar sem hún er stödd í dag.
Tæknilegar takmarkanir
Ég og þeir sem ég hef rætt við höfum fundið fyrir verulegum takmörkunum á núverandi gervigreindarlíkönum. Gervigreindin er takmörkuð í getu sinni til þess að læra og skilja upplýsingar á djúpan hátt. Þó hún geti greint og dregið saman upplýsingar mun hún ekki ná þeim djúpstæða skilningi sem nemendur þurfa til að ganga vel í námi sínu. Hægt sé að nota gervigreindina til þess að leggja til breytingar á drögum, höfum ég og fleiri fundið fyrir því að gervigreindarlíkön á borð við ChatGPT leggja of mikla áherslu á lof. Þótt það sé góð tilfinning að fá lof eftir að hafa lagt hart að sér við verkefni, þurfa nemendur gagnrýna endurgjöf til þess að vinna þeirra skili sér sem best. ChatGPT getur átt erfitt með að fylgja fyrirmælum og les oft og bregst aðeins við upphafi leiðbeininga.
This is a great start in teaching students how to use AI appropriately, while avoiding the limitations of AI in it’s present form.
Technological Limitations
I and others I have spoken to have found significant limitations to current AI models. AI is limited in its ability to learn and understand information with any great depth. While it can analyze and summarize information, it will not gain the deeper understanding needed to succeed as a student.
While it can be used to suggest revisions for drafts, others and I have found that AI models like ChatGPT overemphasize praise. While this feels good after working hard on a project, students require critical feedback to produce quality work. ChatGPT can struggle to follow directions, often only reading and responding to the beginning of an instruction set.
As my cousin who is a college professor pointed out, bias in AI algorithms is supported by numerous studies. The technological limitations and the ethical dilemmas make AI use a controversial and highly debated issue. I was fortunate to have the opportunity to sit down with one of my professors.
Líkt og frændi minn sem er háskólaprófessor benti á hefur fjöldi rannsókna stutt þá fullyrðingu að fordóma sé að finna í gervigreindaralgrímum.
Tæknilegar takmarkanir og siðferðislegar spurningar gera notkun gervigreindar umdeilt mál. Ég var svo heppinn að fá að setjast niður með einum af kennurunum mínum. Við ræddum skautunina í viðhorfum til gervigreindar, takmarkanir núverandi tækni, skoðuðum siðferðislega vinkilinn og ræddum hvernig hægt er að nota gervigreindina á réttan hátt. Hann lagði áherslu á meginvandamálið við gervigreind í fræðastörfum. Línan á milli manns eigin verka, og þeirra sem eru ekki manns eigin, er óskýrari þegar kemur að gervigreind en öðrum, hefðbundnari verkfærum.
Áður en ég ræddi við kennarann minn leit ég á gervigreindina sem einfalt verkfæri, á við hamar. Hún gæti bætt verk manns en yrði aðeins jafn góð og manneskjan sem beitir henni. Þessi hugmynd mætti mótsöðu í samtali okkar. Hann benti á að þú gætir ekki bara sagt hamri að „byggja hús“ og hætta svo afskiptum af honum þar til húsið er risið. Gervigreind geti hins vegar framleitt efni eftir algjöra lágmarksaðkomu notandans. Líkt og kennarinn minn benti á þá getur þú „sagt gervigreindinni að semja ljóð, og hún semur ljóð.“ Það sama gildir um ritgerðir og skemmtisögur.
Ritstuldur og akademískur óheiðarleiki
Möguleikinn á svindli með gervigreind er óumdeilanlegur. Nemendur geta notað tól eins og ChatGPT til þess að útbúa skrifleg verkefni að hluta eða í heild.
Kennarar hafa aðgang að tækni sem greinir hvort verk voru unnin af gervigreind en með úthugsaðri umorðun verkefnanna er hægt að komast fram hjá slíkri tækni.
Gervigreind er einnig hægt að nota til þess að svilda á fjölvalsprófum sem tekin eru á netinu. Nemendur geta einnig sleppt því lesefni og mikilvægum hlutum námsins með því að biðja ChatGPT um að lesa og samkeyra fyrir sig efni.
Einn kennarann minna á haustönn nefndi að ChatGPT ætti það til að dikta upp heimildir þegar forritið er beðið um að geta þeirra.
We discussed the polarization of attitudes toward AI, limitations of current technology, explored the ethics, and talked about how AI can be used appropriately. He highlighted a central dilemma of AI use in academics. The line between one’s own work, and not one’s own work, is harder to find with AI than with traditional tools.
Going into the conversation with my professor, I thought of AI as a simple tool, like a hammer. It could enhance a person’s work but was only as good as the person using it. This idea was challenged in our conversation. He pointed out that you cannot simply tell a hammer to “build a house” and then ignore it while it does all the work. An AI tool can produce material with an absolute bare minimum of effort on the part of the user. As he pointed out, “You can tell AI to write a poem, and it will write a poem.” The same goes for essays and funny anecdotes.
Plagiarism and Academic Dishonesty
The potential for cheating is undeniable. Students can use tools like ChatGPT to write part or all of a written assignment. Professors have access to technology that detects AI generated work. However, with thoughtful rephrasing these technologies can be fooled. AI tools can be used to cheat on multiple choice quizzes conducted online. Students can bypass weekly readings and important studying by asking ChatGPT to read and synthesize material for them. One of my professors this semester mentioned that ChatGPT sometimes fabricates sources when asked to provide citations.
The University policy states that students are to ensure that existing standards regarding academic honesty are followed. When it comes specifically to AI use, the policy states that students should follow their individual teachers’ rules for their own classes.
Stefna Háskólans gerir áskilnað um að nemendur tryggi að gildandi stöðlum um fræðileg heilindi sé fylgt. Þegar kemur sérstaklega að notkun gervigreindar segir að nemendur eigi að fylgja reglum einstakra kennara í hverju námskeiði fyrir sig.
Endurgjöf nemenda og kennara
Ég vildi safna fleiri sjónarmiðum um umfjöllunarefnið, þannig að ég útbjó stutta skoðanakönnun fyrir kennara og nemendur. Þeir kennarar sem svöruðu lýstu yfir áhyggjum af möguleikanum á ritstuldi og erfiðleikum við að framfylgja stefnunni. Þeir nefndu takmarkaða getu gervigreindar til að skilja efni eða svara spurningum á dýptina. Hins vegar voru þeir ánægðir með getu gervigreindarinnar til þess að upphugsa, bæta og koma skipulagi á hugmyndir. Allir sem svöruðu voru sammála um að námskeið sem kennir nemendum um galla og hagnýta notkunarmöguleika gervigreindar myndi reynast mjög gagnlegt
Nemendur úr sex mismunandi námsgreinum svöruðu könnuninni. Aðeins nokkrir nemendur viðurkenndu að hafa svindlað með gervigreind. Þeir töluðu um að nota gervigreind til þess að upphugsa hugmyndir og fá aðstoð við að skipuleggja skriflega verkefni. Nemendur lofuðu sérstaklega hæfni gervigreindar í að endurskoða drög, safna heimildum og greina og draga út verulegt magn efnis.
Hagnýt og siðferðisleg notkun
Þrátt fyrir takmarkanir núverandi tækni og siðferðislegar spurningar sem uppi eru, geta gervigreindartól bætt námstækni nemenda. Hagnýt og siðferðislega réttlætanleg notkun á sér þegar stað og verið er að uppgötva fleiri. Greiningarhæfni gervigreindartóla er gagnleg þegar kemur að uppsetningu og skipulagi upplýsinga og hugmynda.
Slíkt getur verið enn áhrifaríkara þegar nemandinn hefur þróað hugmyndir sínar áfram að einhverju leyti. Gervigreindarspjallverkfæri gefa nemendum færi á að kanna fjölda mismunandi sjónarhorna á umræðuefni og málefni.
Student and teacher feedback
I wanted to gather more perspectives on the issue, so I created a brief survey for teachers and students. The teachers who responded expressed concern over the potential for plagiarism and the difficulty of enforcing policy. They mentioned limitations in AI’s ability to understand material or deeply answer questions. On the plus side, they praised the ability of AI tools to brainstorm, refine, and organize ideas. Everyone who responded agreed that a course teaching students about the flaws and practical applications of AI would be highly beneficial. Students from 6 different fields of study responded. Only a few students admitted to cheating through AI. They talked about using AI to brainstorm ideas and help structure writing assignments. The students praised AI’s abilities in draft revision, source gathering, and analysis of summary of substantial amounts of material.
Effective and Ethical Applications
Despite the limits of current technology and ethical quandaries, AI tools can enhance student learning. There are practical and ethical applications being used now, and more are being discovered. Their analytical abilities are useful when organizing information and ideas. This is even more effective when the student has already developed those ideas to a degree. AI chat tools allow students to explore multiple perspectives on a topic or issue.
When requested, ChatGPT can take on any established school of thought and respond to a topic from that perspective. I have successfully employed AI to enhance studying of course material and better prepare for quizzes. Academically, the most significant use of AI that I have found is in using the tool to create study guides for weekly quizzes.
Þegar þess er óskað getur ChatGPT stuðst við hvaða viðurkennda hugsunarhátt sem er og fjallað um viðfangsefnið frá þeim sjónarhóli.
Sjálfur hef ég notað gervigreind með góðum árangri til þess að bæta námsferil minn í námskeiðum og undirbúa mig betur fyrir próf.
Akademískt séð tel ég mestu not gervigreindar felast í undirbúningi fyrir vikuleg próf. Ég fékk ChatGPT til þess að greina spurningar og svör úr fyrri prófum, og bað það um að búa „prófastíl“, sem var samsett greining á þeim tegundum spurninga sem hafði verið spurt. Í kjölfarið hlóð ég vikulega lesefninu upp, eftir að hafa lesið það, og bað ChatGPT um að búa til æfingaspurningar og svör úr efninu. Spurningarnar voru byggðar á skilningi á þeirri tegund spurninga sem áður hafði verið spurt. Þetta reyndist árangursrík viðbót við vikulegt nám og var þróaðara form af því að búa til og notast við minnisspjöld.
Að lokum
Núverandi tækni hefur sínar takmarkanir, og möguleikinn á misnotkun er verulegt áhyggjuefni. Hins vegar hefur gervigreind möguleika til að hjálpa nemendum að fá sem mest út úr námi sínu. Gervigreind er og mun áfram verða hluti af háskólaumhverfinu. Prófessor, sem ég ræddi við, sagði mér að Háskóli Íslands væri mögulega að vinna að námskeiði sem myndi kenna nemendum hvernig á að nota gervigreind í námi sínu. Ef þetta verður að veruleika væri það skref sem aðeins örfáir aðrir háskólar í heiminum hafa tekið.
Nemendur ættu að læra að nota gervigreindarforrit á siðlegan og áhrifaríkan hátt. Heil námskeið tileinkuð notkun gervigreindar myndu hjálpa nemendum að vinna í kringum takmarkanir og galla núverandi tækni. Mikilvægara er þó að nemendur myndu öðlast skilning á mörkum milli þeirra eigin verka og annarra. Nemendur ættu að fá verkfæri til að nota gervigreind til að bæta nám sitt, á sama tíma og þeir viðhalda háum kröfum um akademískt heiðarleika. Háskólar myndu sýna framsýni með því að fagna þessari undraveröld og fjárfesta í gervigreind sem kennslu- og námsverkfæri.
I had ChatGPT analyze questions and answers from previous quizzes and asked it to create a ‘quiz style’ which was a synthesized analysis of the kinds of questions asked. I then uploaded weekly readings, after having read them, and asked ChatGPT to create practice questions and answers based on the readings and the understanding of the type of questions asked previously. This proved to be an effective complement to the weekly studying. It was a more advanced form of making and using flashcards.
Final Argument
Current technology is limited, and the potential for misuse is a significant issue. However, AI has the potential to help students get the most out of their educational experience. AI is and will continue to be a part of the academic environment. I was told by the professor I met with, that the University of Iceland may be working on a course that would teach students how to use AI in their studies. If this does happen it would be a step that only a handful of other universities in the world are taking. Students should be taught how to use AI programs ethically and effectively. An entire course dedicated to AI use would help students work around the flaws and limitations of current technology. More importantly, students would understand the boundary between “my work” and “not my work”. Students should have the tools to use AI to improve their studies while also maintaining high standards of academic honesty. Universities would be wise to embrace this technological marvel and invest in AI as a teaching/learning tool.
Kvöld glæsileika og hláturs
An Evening of Glamour and Laughter: A Night at the Drag Show in Reykjavik
Á köldu kvöldi í Reykjavík steig ég inn í litríkan heim sem lofaði skemmtun og kærkomna hvíld frá hversdagsleikanum – dragsýningu sem reyndist vera akkúrat það sem ég þurfti til að næra þreytta sál. Ég mætti um klukkan 20:40 og barinn var ótrúlega rólegur. Með kuldann ennþá í líkamanum vissi ég ekki alveg við hverju ég ætti að búast. En þegar klukkan sló níu breyttist andrúmsloftið skyndilega. Spennan í loftinu var áþreifanleg.
Þegar drottningarnar gengu inn, umbreyttist stemningin í salnum. Þær höfðu einstaka nærveru sem heillaði alla, og þó ég væri dálítið feimin til að byrja með, var ég strax dregin að hlýjunni og gleðinni sem þær miðluðu. Það var greinilegt að gestir voru hvattir til að taka þátt, hvort sem var með spjalli eða með því að smella nokkrum sjálfumyndum. Þessi sterka samkennd var sérstaklega áberandi í Reykjavík, þar sem hinsegin samfélagið er náið og samheldið.
On a chilly evening in Reykjavik, I found myself stepping into a vibrant world that promised an escape from the mundane—a drag show that would soon prove to be a blessing for my weary soul. Arriving around 8:40 pm, the bar was surprisingly quiet. With the chill of the day still lingering, I didn’t quite know what to expect. However, the atmosphere began to shift dramatically as soon as the clock hit 9 p.m., the excitement palpable in the air. As the queens entered, the energy in the room transformed. Their presence was magnetic, and even though I felt a bit shy, I was immediately drawn to the warmth and friendliness they exuded. It was clear that the audience was encouraged to engage, whether through friendly conversation or capturing memories with selfies. This sense of unification felt especially strong in Reykjavik, where the queer community is close-knit.
Grein/ Article
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hittirðu líklega einhvern sem þú þekkir ef þú hefur verið í borginni í nokkrar vikur.
Ef þú ætlar að mæta, mæli ég með að þú grípir þér drykk áður en sýningin byrjar klukkan 21:30. Annars gætir þú endað með tóma hönd þegar drottningarnar lyfta sínum glösum og hrópa „Skál!“. Svo er aldrei verra að taka nokkra drykki í einu, bara til að þurfa ekki að hlaupa fram og til baka í miðri sýningu og missa af einhverju glæsilegu augnabliki.
Við vorum svo heppin að sjá tvær ótrúlega flottar drottningar þetta kvöld, sem blönduðu saman húmor, glæsileika og fagmennsku með sjarma sem er erfitt að lýsa með orðum. Framkoma þeirra var ekki bara stórskemmtileg heldur líka eins og nauðsynleg hressing eftir streitu vegna verkefnaskila og þreytu vikunnar. Þeirra sýning gaf mér það spark sem ég þurfti til að endurnæra andann –eins og ég hefði fundið töfraseyði sem hjálpaði mér að ná mér aftur á strik.
Það sem stóð þó upp úr var hvernig þær gátu blandað saman glettni og hlýju á jafn sannfærandi hátt. Dökkur húmorinn þeirra var beittur, en hann talaði beint til hjartans, sérstaklega okkar sem tengjumst hinsegin menningu. Þetta var áminning um að hlátur getur verið bæði losandi og fagnaðarefni, í heimi sem getur oft verið þungur. Og þó að húmorinn hafi verið sterkur, var líka lögð mikil áhersla á virðingu og öryggi fyrir alla gesti. Þessi áhersla á að skapa vingjarnlegt og velkomið umhverfi, og var áberandi allt kvöldið. Áhorfendur tóku líka þátt af lífi og sál, klöppuðu, hlógu og fögnuðu saman – og það gerði kvöldið bara ennþá betra.
Ef þér leiðist á föstudagskvöldi yfir jólafríið skaltu ekki hika við að kíkja á eina af þessum dragsýningum. Hvort sem þú ert reyndur aðdáandi eða bara forvitinn nýgræðingur, þarftu aðeins opinn huga og smá vilja til að stíga inn í þennan glitrandi og litríka heim. Þú munt líklega ganga út með bros á vör og vilja sjá meira.
Jiaxin Zhao
After all, if you’ve spent even a couple of weeks in the city, you’re bound to bump into someone you know anyway.
Before we go any further, I suggest you grab a drink before the show starts at 9:30, otherwise you’d have to raise an empty hand when the performers raise their glasses and shout “Skál!”. Grab a few more drinks if you want, it would help you avoid going back and forth to the bar and risk missing a moment of the dazzling performances.
We were lucky to have two gorgeous queens in one night, who expertly blended humor, glamour, and professionalism. Their performances were not only entertaining but also a much-needed antidote to the pressures of deadlines that had been weighing me down. By the end of the project week, I often felt like a walking zombie, but the show revitalized my spirit. It was as if I had stumbled upon a magical serum, restoring fragments of my sanity just in time for the next wave of assignments.
What struck me most about the performance was the way the queens effortlessly navigated the balance between wit and heart. Their dark humor was sharp, but it resonated deeply, especially for those of us familiar with the nuances of queer culture. It was a reminder that laughter can be both a release and a celebration, an experience in a world that can often feel heavy. Of course, the bar had a clear set of house rules that emphasized respect and safety for all attendees. This focus on creating a friendly and welcoming environment was evident throughout the night. The upbeat crowd response added to the experience as we all clapped and laughed together, united in our appreciation of the show.
If you ever find yourself bored on a Friday night, do not hesitate to check out one of these drag shows. Whether you’re a seasoned fan or a curious newcomer, all you need is an open attitude and a willingness to embrace the fabulous. And this vibrant, glittering world is sure to leave you wanting more.
Something in the orange
Það var föstudagurinn þrettándi, og september ruddist inn með meiri krafti en reykvíska rokið. Mér hafði aldrei fundist ég jafn tuttugu og fimm ára og á því augnabliki þegar ég stóð í þvottabjarnar-mynstruðum náttfötum og öskraði: „Ég veit ekki hvað ég vil!“ á brúnu, dularfullu fjöllin sem litu inn um íbúðargluggann minn.
September var spennandi mánuður. Hann markaði upphaf nýs skólaárs og táknaði tækifæri til að enduruppgötva sjálfan sig og taka á móti nýjum möguleikum. En fyrir mig var september alltaf fylgt eftir af lamandi kvíða, og þessi september var engin undantekning. Ég fór að sofa með kvíða kraumandi í maganum og vaknaði á hverjum morgni ókyrr yfir því sem var fram undan. Þrýstingurinn sem fylgdi nýja árinu ásótti mig, og þetta ógnandi tómarúm hvíslaði stöðugt á milli rifbeina minna. Spurningin „hvað á ég að gera?“ ómaði linnulaust í höfðinu á mér. Hugurinn var þaninn og hrukka milli augabrúnanna dýpkaði með hverjum deginum.
It was Friday the 13th, and September blew in stronger than the Reykjavik winds. I had never felt more twenty-five than the moment I stood in my raccoon patterned pajamas while I screamed, “I don’t know what I want,” at the brown stoic mountains that peeked through my apartment window.
September was an exciting month. It marked the start of a new school year and represented a good time for self-reinvention and welcoming new possibilities. But for me, every September was always accompanied by crippling anxiety, and this year was no different. I went to sleep while broiling anxiety rumbled in my gut and I woke up every morning uneased about the future. I was haunted by the pressure of the new year, and this chasm of uncertainty whispered incessantly between my ribs. The question of “what to do?” reverberated relentlessly inside my skull. My brain felt tight and the ridge between my brows grew deeper.
Article
Á leiðinni heim úr háskólanum sótti stór, grár köttur í höndina á mér, en kippti sér svo strax undan eins og hann fyndi fyrir óróanum innra með mér. Það særði mig meira en það hefði átt að gera, og styrkurinn sem ég taldi mig hafa virtist brothættur. Móðir mín ráðlagði mér að fara í göngutúr.
Á Lindargötu var besti galdurinn nálægðin við hafið. Það var fátt betra en að rölta meðfram sjávarsíðunni og heyra hlátrasköll frá ferðamönnum og þungan andardrátt hlaupandi heimamanna. En á þessum tiltekna föstudegi fann ég engan galdur. Ég fann ekki fyrir vindinum, heyrði enga tónlist og sá varla hafið eða gæsirnar sem ráfuðu framhjá grænum hól. Ég var umlukin niðurrífandi hugsunum sem spunnust hraðar en bassatónarnir úr heyrnartólunum mínum. Ég gekk þar til ég sá stúlku hlaupa upp hól, þar sem hún teygði úr sér og hvarf svo. Ég hljóp á eftir henni til að sjá hvert hún fór. Eftir nokkrar sekúndur birtist hún aftur og skuggamynd hennar bar við bleikan himininn. Hugsanirnar í höfðinu á mér þögnuðu þegar ég áttaði mig á að ég stóð á lítilsháttar hæð, umkringd grænum gróðri. Rauðbrún laufblöð og fíngerð hvít blóm voru stráð á milli gulbrúnna vallargrasa. Sólarlagið var appelsínugulur hnöttur, óskýr við sjávarmörkin. Landslagið í gulum og grænum tónum rann saman við himinblátt hafið. Bleikur sjóndeildarhringur krýndi reykgrá fjöllin, og himininn virtist eins tær og nektar guðanna. Mig langaði að fylgja stúlkunni og fann sjálfa mig ganga eftir svartri malargötu, umlukin einungis glóandi útlínum kvöldsins. Fingur mínir snertu hrjúft vallargresið, og í fyrsta skipti í vikunni róaðist hjartslátturinn minn og hrukkan milli augabrúnanna sléttaðist. Þegar ég kom að vatninu horfði ég á mávana elta hvern annan milli gráu steinanna og hló þegar þeir köfuðu, endurtekið og ótrauðir, beint ofan í öldurnar.
Ég hafði alltaf þekkt Ísland sem land kletta og tignarlegra fjalla, skarandi vinda og jörð skjálfandi undir eldfjöllum.
Michelle Chen
On my walk home from university, a chunky grey cat butted its nose against my hand and immediately recoiled as if it could sense my inner turmoil. Being rejected hurt more than it should, and the resilience I’d thought I had within me felt brittle. My mother told me I needed to go for a walk. The magic of living by Lindargata was its proximity to the sea. Nothing was more delicious than strolling the sea walk and hearing the laughs of tourists and the heavy breathing of local joggers. But on this particular Friday, I felt none of that magic. I felt no wind, heard no music, and barely saw the ocean or the geese waddling by the green mound. I was surrounded by my own selfdestructive thoughts that spiralled louder than the bass emitted from my earbuds. I walked until I saw a girl jogging up a hill, where she stretched, and then she was gone. I ran after her to see how she had disappeared and a few seconds later she came back into view. Her silhouette pulsed against the pink skies. The thoughts that spun inside my head stopped when I realized that I was on a slight hill surrounded by lush green underbrush. There were sheaths of burnish red leaves and white lace-like wildflowers threaded throughout the tuffs of golden wheatgrass. The setting sun was an orange glob, hazy at the water’s edge. The yellow and green landscape merged with the cerulean seas. The pink horizon sat atop smoky grey mountains, and the sky was the clear blue nectar of the gods. I wanted to go where the jogger went and I found myself walking down a black gravel road surrounded by nothing but the smouldering contours of dusk. My fingers traced the rough wheatgrass, and for the first time that week my heart slowed, and I could feel the furrow between my brows lessened. When I reached the water’s edge, I watched the seagulls chase each other amongst the grey rocks and gasped when they dove headfirst into the seas again and again relentlessly through the waves.
Ég hafði aldrei litið á landið sem mjúkt fyrr en ég var umkringd lögum af gulli, grænu og bleiku. Frá vatninu gekk ég að skilti sem á stóð Laugarnes. Ég stóð við uppréttar steinhellur og augun léku sér við sólarljósið sem braust í gegnum sprungur skúlptúrsins. Loftið ilmaði af ryði og blautri möl eftir regn. Það var þá sem ég heyrði loksins tónlistina. Rödd söng: It’ll be fine by dusk light I’m tellin’ you, baby. These things eat at your bones and drive your young mind crazy.
Ég horfði á sólina hverfa. Allt virtist einfaldara þegar himininn litaðist af þessari blöndu af bleikum og flauelsmjúkum tónum. Óvissan var minna ógnvekjandi, og spurningarnar um framtíðina fjarlægðust þegar ég stóð í þokukenndri dýrð rökkursins. Það var engin byrði á mér þegar ég horfði á appelsínugula hnöttinn sökkva ofan í sjóndeildarhringinn og mjúka tunglið rísa með öldunum. Ég sá flókið sjónarspil eftir að hafa starað á sólina. En kvíðinn róaðist, sál mín fann næði og ég heyrði loksins tónlistina sem varla hafði náð til mín fyrr. Kannski reis og féll seiglan í takt við dag og nótt, og það var í lagi þó að tilfinningar yfirbuguðu mig stundum. Þetta líf hafði þétt tangarhald á mér, en það beið alltaf fegurð í appelsínugulu litunum.
I knew Iceland as a place of craggy rocks and staggering mountains, howling winds and ground-shaking volcanoes. I never thought of the land as tender until I was surrounded by layers of gold, green, and pink. From the water, I walked to a sign that said Laugarnes. I stood in communion by the upright slabs of stone, my eyes played hide and seek with the sun that peeked through the fractured lines of the sculpture. The air smelled like rust and wet gravel rain. It was then that I finally heard the music. A voice crooned, It’ll be fine by dusk light I’m tellin’ you, baby. These things eat at your bones and drive your young mind crazy. I watched the sun fade. Everything seemed much more manageable when the sky was this shade of velvet pink. The unknown became less scary, and questions regarding my future faded into the distance when I stood in the hazy mirage of dusk. There was no weight at all watching the orange orb dip below the horizon and the gentle moon rise with the cresting of each wave. My vision was spotty from staring at the sun. But my anxiety churned slower, my soul felt fed, and I heard the music that played softly through my earbuds. Perhaps resilience rose and fell like dusk to dawn, and it was okay if overwhelming feelings swallowed me whole at times. This life had me clenched firmly between its teeth, but there was always beauty waiting in the orange for me.
At Stjarna, we bring together the rich tradition of Icelandic wool and archaeological research on historical dye practices to create unique, sustainable products. Using local materials, we craft felted wool soaps and handcrafted figures such as angels and elves. Our designs are tailored for shops, events, and corporate gifts, offering exclusive, customizable motifs. By blending Iceland’s cultural heritage with modern innovation, we transform ancient techniques into thoughtful, eco-friendly creations that reflect the spirit of our land. Stjarna celebrates craftsmanship, sustainability, and the connection between Iceland’s past and future through products designed to inspire and preserve tradition.
dottirskin.com |
Októberfest með nýnemansaugum
Oktoberfest through the eyes of a freshman
Jæja, hvar á ég að byrja. Ég heiti Nonni og er 19 ára, nýnemi í viðskiptafræði. Ég gekk inn í Háskóla Íslands mjög óviss um hversu skemmtilegt væri hér. Hugsunarháttur minn var svolítið á þessa leið: „Jæja. Gamanið er búið, nú er kominn tími til að fullorðnast. Ég hélt að háskóli væri fullur af alvarlegu fólki að gera alvarlega hluti, og að öll fíflalæti ættu að vera skilin eftir í menntaskóla. Svo heyrði ég af þessu konsepti, „Októberfest“. Ég keypti miða og bjórkort samstundis, og byrjaði strax að ofpeppast. Þetta var að bresta á. Októberfest -
Dagur eitt – FIMMTUDAGUR
Ég vaknaði á fimmtudeginum spenntur, en óviss um daginn. „Hvernig ætli þetta verði?“ spurði ég sjálfan mig. Dagurinn leið og um klukkan fimm var förinni heitið á Skugga. Þar hitti ég fjóra félaga og við sturtuðum nokkrum í okkur áður en farið okkar kom.
Well, where do I start? My name is Nonni, and I am a 19-year-old freshman studying business. I entered the University of Iceland unsure of how fun it would be here. My mindset was somewhat like this: “Well, the fun is over, it’s time to grow up.” I thought university was full of serious people doing serious things, and that all the silliness was to be left behind in high school. Then I heard about this concept called “Oktoberfest.” I immediately bought a ticket and a beer card, and started getting overly excited. It was about to happen.
Day one – THURSDAY
Oktoberfest - Day oneI woke up on Thursday excited but uncertain about the day. “How will this be?” I asked myself. The day passed, and around five o’clock we headed to Skuggi. There I met four friends, and we downed a few drinks before we left.
Article
Og svo vorum við mættir. Það mátti heyra gullfalega bassarödd Valdimars um allan Vesturbæ og eflaust enn víðar. Djöfull vorum við mættir. Við gengum inn og hófumst handa við að njóta kvöldsins. Eftir frábært kvöld og fimm drykkjum of mikið keypti ég mér pizzu, fékk far heim og gjörsamlega rotaðist. Veislan var rétt að byrja.
Ég vaknaði við vekjaraklukkuna mína um klukkan átta, en ýtti svona fimm milljón sinnum á snooze-takkann. Svo gafst ég upp þegar klukkan var orðin tólf. Ég ákvað að taka mér mjög strategískt frí. Lærdómur, gym, sauna og svo beint á Kja. Eftir smá stund þar var komið að annarri lotu. Ég gekk inn á hátíðarsvæðið með vinum mínum en týndist eiginlega strax. Ég endaði hálf fljótandi um svæðið að tala bara við eitthvað lið (en ég kvarta ekki yfir því). Var vel gleymdur í moshpittinu á Gísla Pálma (ég held ég hafi peakað þar). Svo endaði ég aleinn aftast þegar Páll Óskar steig á svið (sjaldan verið betri). Eftir það tók ég trúní með félaga mínum í grenjandi rigningu á leið í Vökupartý. Eftir stutt stopp þar var ferðinni heiti á fla, á Hax. Þaðan rölti ég á Auto klukkan svona tvö. Á leiðinni á Auto sáum við Gabbi vinur minn einhvern náunga í strætóskýli með fullan bónuspoka af Víking sterkum. Við röltum að honum og spurðum hvort við mættum fá. Hann sagði já og við duttum á smá spjall. Kemur í ljós að hann er vaktstjóri á frekar fínum veitingastað hér í borg (ég ætla ekki að segja nafnið en hann er mjög fancy). Við spurðum hvort við mættum koma frítt að borða. Hann reddaði okkur borði og sagðist ætla að hugsa vel um okkur. Kóngurinn. Allavega. Við fórum á Auto, og jújú, það var stemmsi. Ég endaði á að vera gaurinn sem tróð sér á bak við DJ-borðið (ömurleg týpa, ég veit) en það er bara eins og það er. Eftir Auto labbaði ég heim og fannst sniðugt að henda frosinni pizzu í ofninn.
And then we were there. You could hear the golden bass voice of Valdimar throughout the West End of the city and probably even further. We were really there. We walked in and got down to enjoying the evening. After a fantastic night and five drinks too many, I bought myself a pizza, got a ride home, and completely passed out. The party was just beginning.
Day two – FRIDAY
I woke up to my alarm clock at eight, but I hit the snooze button about five million times. I gave up when it was twelve. I decided to take a very strategic break. Studying, gym, sauna, and then straight to Kja. After a while there, it was time for the second round. I walked into the event area with my friends, but I almost immediately got lost. I ended up drifting around the area just talking to random people (not complaining about it). I was well absorbed in the mosh pit at Gísli Pálmi (I think I peaked there). Then I ended up alone at the back when Páll Óskar took the stage (rarely been better).
After that, I had a deep conversation with a friend in pouring rain on the way to Vöku Party. After a short stop there, the journey took us to Hax. From there, I strolled to Auto around two o’clock. On the way to Auto, Gabbi, my friend, and I saw some guy in a bus shelter with a bag full of Viking Strong beer. We walked up to him and asked if we could have some. He said yes, and we got into a little chat. Turned out he was a manager at a pretty nice restaurant in town (I won’t name it, but it’s very fancy). We asked if we could come to eat for free. He sorted us out with a table and said he would take good care of us. What a king.
Anyway, we went to Auto, and yes, it was lively. I ended up being that guy who got behind the DJ booth (terrible type, I know) but it is what it is. After Auto, I walked home and thought it was a clever idea to throw a frozen pizza in the oven.
Dagur tvo – FÖSTUDAGUR
Grein/ Article
Dagur þrjú – LAUGARDAGUR
Ég vaknaði klukkan ellefu, við MJÖG sterka brunalykt. Ég hafði sofnað í sófanum yfir TikTok og gleymt þessari blessuðu pizzu. Ég hljóp inn í eldhús, slökkti á ofninum og tók út svarta kubbinn sem einu sinni var pizza. Restin af deginum fór í að koma brunalyktinni út úr íbúðinni og vorkenna mér, því ég var svo þunnur.
Um klukkan sex sótti Gabbi mig og við hentum okkur á veitingastaðinn góða. Við fengum vínflösku og smakkseðil af forréttunum. Svo beint í steik, og þetta var allt saman dejligt. Síðan röltum við til mín, fengum okkur skot og bjór, og svo var komið að lokakvöldinu. Við mættum og kvöldið fór aðallega í það að rúlla á milli moshpitta. Ég fékk líka að snúa Aukakrónuhjólinu, og ég vann brúsa! Ég týndi honum reyndar svona fimm mínútum eftir að ég fékk hann. Eftir ótrúlegt lokakvöld með rugluðum listamönnum í öllum tjöldum endaði ég á barrölti með Morra, félaga mínum. Svona menningarferð. Við byrjuðum á írska þar sem við lentum á tveggja tíma spjalli við einhvern skoskan brósa. Þaðan kíktum við á hinn og þennan barinn og enduðum á Kaffibarnum. Þar leystust hóparnir upp og ég endaði kvöldið með nokkrum góðum félögum. Eftir það töltum við á Mandi og hittum þar fyrir óperusöngvara sem var að pissa fyrir utan. Hann tók tvö lög fyrir okkur (ég er ekki að ljúga). Eftir magnaða þriggja daga tónlistarveislu í Vatnsmýrinni og tilheyrandi djamm var kominn tími til að fara að sofa. Þið haldið kannski að það sé enginn boðskapur í þessari frásögn af þriggja daga helgi ungs viðskiptafræðinema sem náði hápunkti ferilsins þegar hann var ræðumaður kvöldsins í undanúrslitum Morfís (sem hann tapaði). En ó, nei. Síður en svo. Það er fullt af boðskap.
Eftir þessa helgi áttaði ég mig á því hvað ég hafði verið barnalegur og einfaldur, í þeirri trú minni að gamanið væri búið um leið og maður gengi inn í háskóla. Fjörið er nefnilega bara rétt að byrja.
Day three - SATURDAY
Nonni Gnarr
I woke up at eleven to a VERY strong burning smell. I had fallen asleep on the couch watching TikTok and forgot about that blessed pizza. I ran into the kitchen, turned off the oven, and took out the black brick that was once a pizza. The rest of the day was spent airing out the apartment and feeling sorry for myself because I was so hungover.
Around six o’clock, Gabbi picked me up, and we threw ourselves into that nice restaurant. We got a bottle of wine and a tasting menu of appetizers. Then straight to steak, and it was all splendid. Then we strolled to my place, had some shots and beer, and it was time for the final night.
We arrived, and the night was mainly spent going from mosh pit to mosh pit. I also got to spin the Extra Bonus Wheel, and I won a bottle! I actually lost it about five minutes after winning it. After an incredible final night with crazy artists in all the tents, I ended up bar-hopping with my friend Morri. A bit of a cultural trip. We started at the Irish bar where we had a two-hour chat with some Scottish bloke. From there, we hopped to various bars and ended up at Kaffibarinn. There, the groups dissolved, and I ended the night with a few good friends. After that, we strolled to Mandi and encountered an opera singer who was urinating outside. He performed two songs for us (I’m not lying). After an amazing three-day music festival at Vatnsmýrin and accompanying partying, it was time to go to sleep.
You might think there is no moral to this story of a three-day weekend of a young business student who reached the peak of his career when he was the speaker of the night in the semi-finals of Morfís (which he lost). But oh, no. Not at all. There’s plenty of moral. After this weekend, I realized how childish and naive I had been in believing that the fun was over as soon as you entered university. The fun is really just beginning.